
1 minute read
Sú kemur tíð, ersárin sveitirnar fyllast, brauð veitir sonum menningin vex í
ingarljóð til þjóðarinnar. Vonir um batnandi hag mótuðu kynslóðina sem þá tók til starfa og með henni hefst framfaraskeið í öllum greinum þjóðlífsins. Nokkrir einstaklingar höfðu ræktað tré í görðum sínum, náð góðum árangri og sýnt að gróðurskilyrði leyfðu ræktun trjáa.
Fróðleikur
Skógræktarfélag Íslands var stofnað 1930. Þjóðin minntist lýðveldis hérlendis 1944 með stofnun Landgræðslusjóðs.
Árið 1899 hófu danskir áhugamenn tilraunir með ræktun barrtrjáa á nokkrum stöðum og héldu þeim tilraunum áfram fyrstu sjö ár aldarinnar. Nokkru seinna var Ræktunarfélag Norðurlands stofnað en það hafði mikið áhrif, einkum norðanlands. Ungmennafélög voru stofnuð um líkt leyti víða um land og tóku m.a. skógrækt á stefnuskrá sína. Árið 1907 voru sett á alþingi lög um skógrækt og varnir gegn uppblæstri lands fyrir forgöngu Hannesar Hafsteins. Landssjóður tók kostnað af skógræktinni á sínar herðar. Skógræktarstjóri var skipaður yfir allt landið en skógarvörður yfir hvern landsfjórðung.