1 minute read

Fróðleikur

Þjóðin átti fárra kosta völ til þess að halda lífi frá öld til aldar. Hún átti þann kost einan að draga fram líf sitt á þeim náttúrugæðum, sem landið lagði í hendur henni. aði landið gegn uppblæstri. Hann mildaði veðráttuna, skýldi búfé í illviðrum og gerði kvikfjárrækt arðbærari. Hann var líka oft þrautalendingin í harðindum er heyskortur svarf að en þá var lim höggvið til fóðurs fyrir búfé. Þá var kornrækt miklu árvissari í skjóli skóganna. Á fjórtándu öld dundu yfir þjóðina stórfelldar náttúruhamfarir. Heil byggðarlög eyddust af völdum eldgosa og jökulhlaupa t.d. í Skaftafellssýslum. Þessum hörmungum fylgdu síðan drepsóttir og hungurdauði.

Um miðja öldina fóru atvinnuhættir þjóðarinnar að breytast. Landbúnaði hnignaði þá ört, því að gróðurlendi var tekið að minnka mjög. Þjóðinni hafði fækkað, verkkunnáttu hrakaði og búskapur orðið einhæfari, kornyrkja t.d. lagst að mestu leyti niður.

Íslensku landnemunum og afkomendum þeirra hefur eflaust þótt vænt um landið engu síður en okkur. En þá skorti reynslu og þekkingu til að nytja það skynsamlega og þetta kom harðast niður á skógunum. Þeir voru höggnir gegndarlaust þegar á fyrstu öldum Íslands byggðar. Þjóðin átti fárra kosta völ til þess að halda lífi frá ári til árs, frá öld til aldar. Hún átti þann kost einan að draga fram líf sitt á þeim náttúrugæðum, sem landið lagði í hendur henni. Þetta gerði hún.

Auðlindir landsins nýtti hún sér til bjargar og lét hverjum degi nægja sína þjáningu. Hún spurði ekki, hvernig sú lind yrði á morgun sem þurrausin var í dag og gekk svo nærri uppsprettunni sjálfri að hún varð aldrei söm eftir.

Fáir hafa lýst þessu betur en Stephan G. Stephansson:

This article is from: