
1 minute read
UM mig


Um mig
Ég heiti Snæbjörn Sigurður Steingrímsson og er útskriftarnemi í grafískri miðlun Ég hef alltaf haft gaman að hönnun og útliti hluta. Þegar ég var ungur þá teiknaði ég mikið en sú tómstundariðja minnkaði með árunum. Nú þegar ég skrifa þetta er ég spenntur fyrir því að klára námið og takast á við þeim áskorunum sem koma í kjölfarið.
Ég er fæddur á því herrans ári 1990, 25. júlí. Fyrstu árin mín einkenndust af búslóðaflutningum en loks árið 1997 settumst við fjölskyldan að í Engjahverfi við Grafarvog. Í Engjaskóla stundaði ég grunnskólanám og uppáhalds fögin mín þar voru myndmennt og smíði. Mér gekk þó ágætlega líka í bóknáminu en það var eitthvað við að skapa eitthvað frá grunni sem mér líkaði. Eftir grunnskóla gáfust mér fáir kostir í menntaskóla þar sem að ég tók samræmdu prófunum ekki mjög alvarlega. Ég fór því á málabraut við Borgarholtsskóla og átti góð ár þar í félagslífi. En illa gekk að taka á náminu sem ég stundaði þar vegna þess að áhuginn var lítill og tilgangurinn minni. Svo að löng saga sé stutt þá hef ég stundað nám við nokkra mismunandi framhaldsskóla og líklega verið á öllum brautum sem í boði eru, án þess að finna raunverulega hvers vegna. Árið 2015 fór ég í einkaflugmannsnám og kláraði bóklega hlutann með góðri einkunn sem kenndi mér það að ekkert sé útilokað. Loks eftir mikla ígrundun og sjálfsskoðun erlendis, svo eitthvað sé nefnt, fann ég það sem mig langaði alltaf til að læra; grafísk hönnun. Ég skráði mig í Tækniskólann haustið 2019 og hófst handa við grafíska miðlun.
Þegar til baka er litið hef ég lært allt sem ég kann og haft gaman að í leiðinni. Eftir útskrift hér liggur leið mín í áframhaldandi nám við háskóla, en það er óákveðið sem stendur hvert báran flytur mig.