1 minute read

tiramisu

Next Article
dr. gunni

dr. gunni

Eftirréttinn tiramisu er hægt að fá út um allan heim í alls konar útgáfum. Þessi samleikur kaffiblautra dömufingra, mascarpone krems, eggja, sykurs og kakódufts, er ítalskt góðgæti með mikla sögu og sérkennilegt bragð. Á Ítalíu er deilt um það hver á í raun og veru heiðurinn af uppskriftinni en opinberlega hefur verið útkljáð um það mál og Campeol fjölskyldan á veitingastaðnum Le Beccherie í Treviso hlaut heiðurinn. Hér kemur uppskrift frá Salt eldhúsi:

2 pakkar ladyfingers 200 ml sterkt kaffi 50 ml Kahlua eða Amaretto Mascarpone krem: 3 blöð matarlím 150 ml marsala 6 stk eggjarauður 170 gr sykur 500 ml rjómi 500 gr mascarpone 1. Setjið matarlímið í bleyti í köldu vatni. 2. Hitið vínið og leysið matarlímið upp í því. 3. Eggjarauður, sykur og vín er blandað saman í skál. 4. Setjið yfir „bain-marie” (sjóðandi vatnsbað) og hrærið stöðugt, hrærið blönduna þar til hún hefur þykknað lítillega en passa þarf að hita hana ekki of mikið. 5. Takið af hitanum og setjið á hrærivélina með þeytara. Haltu áfram að þeyta á miðlungs hraða þar til blandan hefur kólnað lítillega. 6. Þeytið rjómann þar til hann er létt þeyttur og setjið til hliðar. 7. Hrærið eggjablöndunni smám saman út í mjúkan mascarpone ostinn og blandið síðan þeyttum rjóma varlega saman við.

nokkrar staðreyndir

• Tiramisu þýðir á ítölsku „togaðu mig upp.“ • Tiramisu á sér rætur í ítölskum vændishúsum og var ætlað gestum sem frygðarlyf (e. aphrodisiac). • Faðir uppskriftarinnar sem við þekkjum í dag, Ado Campeol, lést nýverið 93 ára að aldri. • Borgin Treviso á Ítalíu er upphafsstaður tiramisu. • Stærsta tiramisu sem hefur verið lagað er u.þ.b. 3 tonn og var það gert í Gemona del Friuli árið 2015. • Í Kína er tiramisu mest smellta ítalska orðið á veraldarvefnum. • Nýverið var 21. mars skilgreindur sem Tiramisudagurinn. • Það eru til söguleg gögn um tiramisu frá árinu 1800.

Ado Campeol

This article is from: