
1 minute read
dr. gunni
Dr. Gunna þarf vart að kynna fyrir íslensku þjóðinni. Hann er annálaður tónlistarmaður með meiru sem gaf nýverið út plötu sína Nei, ókei. Dr. Gunni hefur gefið út ógrynni af tónlist og bókum um tónlist auk þess að hafa verið meðlimur í hljómsveitum á borð við Dordingla, F/8, Geðfró, S.H. Draumur, Bless og Unun. Ég fékk að spyrja hann nokkurra spurninga.
Hvað heitir þú fullu nafni? Gunnar Lárus Hjálmarsson
Við hvað starfar þú?
Ég er opinber starfsmaður og starfa sem þjónustu‑ fulltrúi hjá Þjóðskrá.
Hver er besta hljómsveit í heimi?
Bítlarnir.
Hvað finnst þér best að hlusta á þegar þú ferð í göngutúr?
Einhver góð hlaðvörp, en ef ég fer í fjallgöngu þá hlusta ég bara á náttúruna.
Hvernig er dagsformið?
Ég er reyndar aðeins þunnur núna eftir árshátíð, en annars er dagsformið yfirleitt mjög gott.
Mynd: Txell Bonet
Hvaða verki þínu ertu stoltastur af?
Ætli Goð með S.H.Draumi og Abbababb! sé ekki það besta og svo auðvitað nýjasta platan, Nei, ókei, með hljómsveitinni Dr. Gunni.
Í hvaða menntaskóla gekkst þú?
MK.
Hvað eru eftirminnilegustu tónleikar sem þú hefur farið á og hvers vegna?
Í apríl 1980 spilaði ég mína fyrstu tónleika með hljómsveitinni sem ég var í þá, Dordinglum. Við hituðum upp fyrir Fræbbblana og Utangarðsmenn, en eftir þessa tónleika varð Bubbi eiginlega stjarna á Íslandi. Sama ár um sumarið fór ég á The Clash í Laugardalshöll og það var líka gríðarlega eftirminnilegt og gott.
Hvaða plötuumslag þykir þér vera mest viðeigandi?
Pink Flag með hljómsveitinni The Wire. Frábært umslag um frábæra plötu.
Hvaða staður á Íslandi er þér kærastur?
Ísland er bara ógeðslega flott eiginlega hvert sem maður fer. Vestfirðir, Þórsmörk, Eyjafjörður – þetta er allt flott og gaman að koma þarna. Kannski ég segi bara að Skagafjörðurinn sé mér kærastur því pabbi ólst þar upp og á gamals aldri fór ég með honum um æskuslóðirnar.
Orð að leikslokum?
Krakkar, ef þið smælið framan í heiminn þá smælar heimurinn framan í ykkur.