SKRÚFAN
Blað 4. stigs útskriftarnema við Véltækniskólann 2023
Spilstjórnun
Viðvörunarkerfi
Tankapælikerfi
DP kerfi
Töflur og tíðnibreytar
Stýri og stýrisvélar
Ulstein og Kamewa
Skrúfubúnaður
Bergen Engine
B33:45
V og L gerð
3600 - 9600 kW
C25:33 L
1800 - 3000 kW
Brattvaag spilbúnaður
PM-rafmagnsvindur
XT140 55t
XT75 27t
XT75 85t m. gír
Hliðarskrúfur
Stýrisvél, SR og SV gerð, stjórnbúnaður.
www.hedinn.is HÉÐINN HF | Gjáhellu 4 | 221 Hafnarfjörður | Sími: 569-2100
Skrúfustýringar
HSG samkeyrslukerfi
Bergen og MTU vélar
Ritstjóri: Gyða María Norðfjörð Símonardóttir
Aðstoðarritstjórar: Adam Ingi Guðlaugsson og Gabríel Daði Ragnarsson
Skrúfunefnd: Útskriftarnemar Véltækniskólans Veturinn 2022-2023
Útgefandi: Skólafélag Vélskóla Íslands
Dreifing: VM stéttarfélag Vélstjóra
Umbrot: Olivier Piotr Lis
Prentun: Prentmet Oddi
Forsíða blaðs: Auðbjörg Helga Guðmundsdóttir, Hlín Guðmundsdóttir og Snædís Bára Hrafnsdóttir
Útskriftarmyndartaka: Dominik Daniel Matysko
Efnisyfirlit Forskrúfan - Ávarp ritstjóra . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 5 Hliðarskrúfan - Ávarp formanns . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 7 Viðtal við Marel . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 11 Á siglingu með Wärtsilä inn í framtíðina . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 18 Hvað eru fyrrum útskriftarnemar að gera í dag . . . . . . . . . . . . . . . . . 20 Verkmenntaskóli Austurlands . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 22 Viðtal við Kristinn Ara 26 Krossgáta Skrúfunnar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 28 Græn framtíð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 30 Útskriftarnemendur Véltækniskólans 2023 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 32 Ný björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar . . . . . . . . . . . . . . 34 Spurt og svarað . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 37 Viðtal við yfirvélstjóra Sigurjón Veigar Þórðarsson . . . . . . . . . . . . . . 44 Orkuskipti í Hafnarfjarðarhöfn 52 Stálvík - ungt fyrirtæki á uppleið . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 54 Myndir úr skólalífinu . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 58 “Okkur vantar alltaf vélstjóra og vélvirkja til starfa” . . . . . . . . . . . . . 62 Útskriftarnemar Véltækniskólans þakka veittan stuðning . . . . . . . . . 65 Svör við krossgátu . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 65
ÖRUGG VEIÐI?
Öryggi þitt og skipsfélaga byggir á þekkingu þinni og færni
Slysavarnaskóli sjómanna býður upp á fjölda námskeiða sem auka öryggi áhafna og skipa. Boðið er upp á skyldunámskeið í öryggisfræðslu en einnig námskeið sem sérsniðin eru eftir óskum áhafna eða útgerða.
Hafðu samband í síma 562 4884 eða á saebjorg@landsbjorg.is
ÖRYGGISFRÆÐSLUSKYLDA SJÓMANNA
Óheimilt er að ráða mann til starfa á íslenskt skip eða lögskrá í skiprúm nema hann hafi hlotið öryggisfræðslu. Skipverjar á öðrum skipum en farþega- og flutningaskipum hafa þó frest til að sækja öryggisfræðslunámskeið í 180 lögskráningardaga. Öryggisfræðslu skipverja skal endurnýja eigi sjaldnar en á fimm ára fresti.
Slysavarnaskóli sjómanna . Skógarhlíð 14 . 105 Reykjavik . Sími: 562 4884 Netfang: saebjorg@landsbjorg.is . www.landsbjorg.is/saebjorg
Forskrúfan - Ávarp ritstjóra
Ég byrjaði mína skólagöngu hér í Véltækniskólanum árið 2018 og man ég vel eftir fyrsta deginum, ég sat út í bíl horfandi á skólann og hugsaði með mér, hvað í ósköpunum er ég búinn að koma mér út í En þökk sé Vélskólanum og öllum þeim ósköpum, skemmtunum og félagslífinu sem ríkir þar sit ég hér 5 árum seinna að skrifa Forskrúfuna fyrir skrúfublaðið 2023 sem útskrifaður vélfræðingur full af þakklæti og hamingju
Skrúfan hefur verið gefin út frá árinu 1959 og erum við útskriftarnemar stolt af því að vera að gefa hana út árið 2023 . Skrúfan í ár er full af skemmtilegum greinum og viðtölum og viljum við að þú, kæri lesandi, hafir gaman að því að lesa hana og skoða .
Á síðastliðnum árum hefur margt breyst hér í skólanum bæði til hins betra og hins verra eins og gengur og gerist Það er alltaf áskorun að takast á við nýja og breytta hluti . En nú til dags er samstaða á milli deilda og endalaus tækifæri til þess að tengja þær greinar saman sem eru innan Tækniskólans Við fengum meðal annars nemendur af ljósmyndabraut til þess að taka útskriftarmyndir af okkar og nemanda við grafíska miðlun til þess að setja upp blaðið með okkur . Við viljum skila sérstökum þökkum til þeirra .
Félagslíf Vélskólans er gríðarlega stór þáttur í skólagöngunni og er það bæði eflandi og skemmtilegt . Við erum svo heppin að vera ennþá með kaffistofu, þó svo að hún sé frammi á gangi þá höfum við komið okkur ansi vel fyrir og myndast
alltaf gífurleg stemning þar Að koma í skólann á morgnana og setjast niður og
fá sér kaffibolla er alltaf góð byrjun á deginum . Á kaffistofunni eru rædd hin
ýmsu mál, allt milli himins og jarðar og getur maður sest þar niður og fundið lausnir á hinum ýmsum vandamálum
Félagslífið á sér einnig stað utan skólatíma og hefur verið mikið um vísindaferðir í hin ýmsu fyrirtæki sem og skemmtanir
í hæsta gæðaflokki Mér heyrist að sú stefna sé á enn meiri uppleið með komandi skólaárum
Skólinn og félagslífið hefur kennt okkur ýmislegt og langar mig sérstaklega að þakka þeim kennurum og starfsmönnum sem hafa stutt við bakið á okkur nemendum
Þau hafa komið okkur í gegnum þessa dramatísku löngu vitleysu sem hefur átt sér stað undanfarin ár . Allt frá venjulegu skólahaldi niður í miklar takmarkanir og síðan aftur upp í eðlilegt skólahald Þau eiga öll gríðarlega stórt hrós skilið
Við höfum myndað okkur herbergi til þess að læra saman í og var nýlega nefnt „Fiskabúrið“, þar höfum við oft
5 | SKRÚFAN
Gyða María Norðfjörð Símonardóttir
hist, undirbúið okkur fyrir próf og unnið saman að verkefnum . Þegar ég lít til baka
þá saknar maður mest þeirra stunda sem maður varði þar inni að reyna að læra en það var nú alltaf mjög stutt í hláturinn og bullið . En það skilaði þó ótrúlegum árangri að sitja þarna, rökræða um efnið og annað ásamt því að læra af og með næsta manni Mikill metnaður hefur verið innan hópsins um að koma okkur vel fyrir innan skólans og takast á við þær áskoranir sem hafa orðið á vegi okkar . Við vonum innilega að því verði haldið áfram og að merki Vélskólans dali ekki
En nú er þessum stóra kafla í lífi okkar útskriftarnema Véltækniskólans að ljúka og næsti kafli að taka við . Við erum öll spennt fyrir komandi framtíð
og skiljum við skólann sátt . Við höfum öðlast talsverðrar þekkingar á hinum ýmsu sviðum sem gerir okkur kleift að fara áfram út í atvinnulífið, hvort sem það er á landi og/eða sjó . Einnig stefna einhverjir á áframhaldandi háskólanám og er þetta nám frábær undirbúningur fyrir það Ég vil hvetja Tækniskólann áfram í þeirri framþróun sem hefur átt sér stað og einnig hvetja núverandi og framtíðar nemendur Véltækniskólans til þess að styðja við bakið á þeim .
Að lokum vil ég þakka þeim sem styrktu okkur við gerð blaðsins, hvort sem það var í formi auglýsinga, greina eða styrktarlína
Virðingarfyllst, Gyða María Norðfjörð Símonardóttir
Ritstjóri Skrúfublaðsins
Hliðarskrúfan - Ávarp formanns
Ágæti lesandi .
Fram undan er hátíð í bæ þegar Skrúfudagurinn verður haldinn hátíðlegur 25 . mars næstkomandi Skrúfudagurinn hefur langa hefð í sögu vélstjórnarnámsins en hann var fyrst haldinn í febrúar 1962 eða fyrir 61 ári síðan . Það er rík hefð úrskriftanema úr Vélskóla Íslands (nú Véltækniskólans) að gefa út Skrúfublaðið í tilefni Skrúfudagsins Það er mér mikill heiður að vinna með þessu magnaða hóp útskriftarnema að útgáfu blaðsins og skipulagi Skrúfudagsins . Það er ekki síður heiður að fá tækifæri til ávarpa lesendur sem formaður Skólafélags Vélskóla Íslands í Reykjavík Öll hjálpumst við að við að gera Skrúfublaðið og Skrúfudaginn sem bestan .
Haustið 2020, þá 22 ára gamall, hóf ég nám í vélstjórn . Fram að því hafði ég prufað ýmislegt í háskólum landsins En fjölin mín var ekki þar Vélfræði er frábær kostur fyrir þá sem vilja fjölbreytt og hagnýtt nám, og með stúdentspróf frá Fjölbrautaskóla Suðurlands fékk ég inn í skólanum Á þeim aldarfjórðungi sem ég hef lifað á þessari jarðkringlu er þetta sennilega einn skemmtilegasti tími sem ég hef upplifað .
Í vélstjórnarnáminu er fjölbreytt flóra af skemmtilegu fólki sem þarf að sinna, og er það hlutverk Skólafélags Vélskóla Íslands í Reykjavík (SVÍR) SVÍR er einstakur félagsskapur með félaga á aldrinum 18 til 30 ára . Námið tekur 5 ár sem er drjúgur tími í lífi ungs fólks . Viðburðir á vegum félagsins eru til dæmis heimsóknir í fyrirtæki, keilukvöld, nýnemasigling, miðannargleði og aðrar samkomur . Markmið félagsins er alltaf að bjóða upp á sem fjölbreyttasta viðburði og að skemmtum félaga fari
vel fram . Þá stendur félagið einnig fyrir glæsilegri árshátíð ár hvert og fatasölu á merktum fatnaði Eins og staðan er núna stendur SVÍR alfarið fyrir utan nemendasamband Tækniskólans og hefur verið svo í nokkurn tíma Félagsgjöld standa undir öllum kostnaði við félagslíf nemenda SVÍR stendur vörð um hagsmuni félaga og kemur á móts við félaga þar sem þarf . Sem dæmi má nefna fengu allir nemendur í Véltækniskólanum, ekki bara félagsmenn, frímiða á sjávarútvegssýninguna Þetta kann ekki að vera stórt atriði en það eru oft litlu einföldu hlutirnir sem geta skipta miklu máli .
Vélstjórnarnámið er eitt það hagnýtasta nám er völ er á á Íslandi Möguleikar eftir skóla eru nánast ótakmarkaðir, atvinnutækifæri til sjávar og sveita . Það er því mikilvægt að skólinn haldi vel utan um gæði námsins og uppfæri kennslu í samræmi við
7 | SKRÚFAN
Ísak Þór Björgvinsson
alþjóðakröfur og atvinnumarkaðinn, því líkt og gömul málning á veggjum flagnar þá úreldist kennslubúnaður Framtíðin liggur sennilega í því að námið verði fært á háskólastig líkt og hefur verið gert í löndunum í kringum okkur, það eitt veitir ný útskrifuðum vélfræðingum möguleika
á að fara í mastersnám í hvaða fræðum sem er Afstaða nemenda til þessa er mismunandi, en flestir eru þó sammála um að við verðum að halda vel í verklega þátt námsins . Verklegi hlutinn er sá þáttur sem eflir sjálfsbjargar viðleitni nýs vélstjóra sem er að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði og um leið sker sig úr hópi ný útskrifaðra vélstjóra frá löndunum í kringum okkur .
Það vilja flestir breytingar en engin er tilbúinn til þess að breyta . Hvað sem framtíðinn ber í skauti sér skulum við taka henni fagnandi og stíga ölduna saman Lífið er draumur og tíminn naumur
Ísak Þór Björgvinsson
Formaður Skólafélags Vélskólans í Reykjavík
Heildstæðar lausnir
fyrir sjávarútveg
Vélsmiðja Suðurlands
• Gagnheiði 5 • 482 1980
Selfossi
Viðtal við Marel
Marel
Nýsköpunarfyrirtækið Marel fagnar 40 ára afmæli á árinu en fyrirtækið var sett fót þann 17 mars 1983 Upphaf fyrirtækisins má rekja til frumkvöðla og háskólamanna sem tóku höndum saman um að þróa rafeindavogir með það að marki að auka nákvæmni og þar með verðmætasköpun í fiskiðnaði . Sagan segir að fyrirtækið dragi nafn sitt af téðri vog, þar sem „Mar“ sé stytting á „marine“ og tengir þannig við sjóinn og „el“ sé stytting á „electronics“ og vísar í rafmagn .
Saga Marel hófst að vísu nokkrum árum áður en fyrirtækið var stofnað, þegar þeir Rögnvaldur Ólafsson, þá dósent við raunvísindadeild HÍ, og Þórður Vigfússon, fv . framkvæmdastjóri Þormóðs ramma á Siglufirði, rissuðu drög að notkun
rafeindatækja í fiskiðnaði á servíettu yfir súkkulaðibolla í jólaboði á Siglufirði árið 1977 . Servíettan varð stuttu síðar að skýrslu sem Raunvísindastofnun Háskóla Íslands gaf út þar sem ákveðið var að hanna vogir og stýribúnað fyrir frystihús, nýta nýja tækni og þróa nýjan vinnslubúnað . Fram kom í skýrslunni að fiskiðnaður átti að vera í forgrunni en tækifæri nýtt í kjötiðnaði ef þau byðust og að íslenski markaðurinn væri aðeins fyrsta skrefið, stefnt yrði inn á erlenda markaði sem fyrst . Frá upphafi var því fagleg þekking íslenska fiskiðnaðarins samtvinnuð þekkingu Marel á tölvu-, rafog véltækni
Marel hefur vaxið og dafnað undanfarna áratugi og er í dag leiðandi á heimsvísu í hátækni heildarlausnum fyrir fyrirtæki í matvælavinnslu – og ekki aðeins í sjávar-
11 | SKRÚFAN
Rikki og Sólrún
útvegi - heldur er fyrirtækið leiðandi í lausnum fyrir kjúklinga- og kjötiðnaði, ásamt því að hafa nýlega bætt nýrri stoð við viðskiptalíkan sitt sem snýr að plöntupróteinum, gæludýrafóðri og fiskeldisfóðri . Marel hefur þannig þróað tækni sína áfram þvert á matvælaiðnaði og er orðið stórt alþjóðlegt fyrirtæki um allan heim
Alþjóðlegar höfuðstöðvar á Íslandi
Alþjóðlegar höfuðstöðvar Marel eru á Íslandi, í Garðabæ en þar hittum við Sólrúnu Traustadóttur, framleiðslustjóra hjá Marel, og Ríkharð Þór Brandsson, rafvirkja í framleiðslu . Ríkharður er einmitt menntaður vélstjóri með sveinspróf í vélvirkjun, en hann bættu við sig sveinsprófi í rafvirkjun og starfar við það í dag
„Annars vegar er framleiðslan á Íslandi mest að styðja við vöruþróun fyrir tækisins . Við erum einskonar útungunarstöð fyrir vélar sem við erum að þróa . Vöruþróunarteymið hannar þá nýjar vélar sem fara í gegnum svokallað vöruþróunarferli hér á landi . Framleiðslan tekur virkan þátt í því ferli og þegar vélarnar eru orðnar þroskaðar fara þær svo yfirleitt í fjöldaframleiðslu annars staðar í heiminum Það er nauðsynlegt til að geta tekið á móti næstu vöruþróunarverkefnum “ segir Sólrún og heldur áfram: „Svo kemur framleiðslan hér jafnframt að þessum stóru söluverkefnum sem eru þá unnin hér á landi alveg frá frumvinnslu að pökkun Þessi verk þurfa gjarnan aðkomu hönnuða á ýmsum stöðum í ferlinu .“ Sólrún segir Marel vera vaxandi fyrirtæki sem sé stöðugt að bæta við sig fólki og þekkingu í fjölbreytt teymi .
Starfsemi um allan heim
Marel er með starfsstöðvar og viðskiptavini um allan heim .
„Við erum með viðskiptavini í um 140
löndum, um allan heim . Stærstu starfsstöðvar okkar eru sennilega á Íslandi, í Hollandi, Danmörku og Bandaríkjunum,“ segir Ríkharður Hann segir góða landfræðilega dreifingu vera á viðskiptavinum um heiminn, þannig Marel sé ekki háð einum viðskiptavini eða viðskiptalandi .
„Ef eitthvað kemur upp hjá einum viðskiptavini eða í einu landi vegur annað á móti og jafnar það út,“ segir hann
Úr einum iðnaði í annan
Það er algengt að hér á landi sé Marel fyrst og fremst tengt við sjávarútveg, en Marel er í raun orðið enn stærra í öðrum greinum Þannig voru 49% af heildartekjum Marel
í kjúklingaiðnaði, 30% í kjöti og 11% í fiskiðnaði . Sólrún segir þróunina úr fiski
í aðra iðnaði hafa orðið með ýmsum hætti „Helsta breytan í þessu er að við sáum tækifæri til að nýta tæknina sem við höfðum þróað fyrir fiskiðnað fyrir fjölbreyttari matvælavinnslu . Dæmi um þetta er Sensor X vélin, sem var fyrst
12 | SKRÚFAN
þróuð til að finna bein í fisk og náði góðum árangri þar, en sló síðan í gegn í kjúklingaiðnaði,“ segir hún og Ríkharður bætir við: „Það er líka gaman að segja frá því að í Bandaríkjunum í dag getur þú varla fengið kjúklinganagga án þess að þeir hafi farið í gegnum vél frá Marel .“
Nýsköpun er hjartað í Marel
Ríkharður segir stöðuga framþróun eiga sér stað hjá Marel, enda sé fjárfestir fyrirtækið um 6% af tekjum sínum á hverju einasta ári í nýsköpun og þróun .
„Við erum með risastórt nýsköpunarteymi sem er alltaf að prófa sig áfram og sem vinnur þétt með framleiðslusviðinu . Þar eru þau í raun að prófa sig áfram, þar sem nýsköpunarteymið þróar nýja hluti sem eru síðan prófaðir á framleiðslusviðinu,“ segir hann
Marel hefur stækkað gríðarlega á undanförnum árum, bæði með innri vexti og kaupum á fyrirtækjum . En Sólrún bendir
á að Marel sé ekki bara að stækka til þess eins að vera stórt fyrirtæki „Við erum að stækka og færa okkur inn í nýja iðnaði og nýja tækni, með það að markmiði að geta þjónustað stóra viðskiptavini okkar um heildarlausnir í matvælavinnslu, þannig við getum verið svona „one-stop-shop“ fyrir þá Það er markmið okkar að verða
nógu stór til að vera „one-stop-shop“ fyrir stærstu matvælavinnslufyrirtæki heims fyrir lok árs 2026
Hugbúnaður mikilvægur hluti af Marel
Sólrún segir hugbúnaðarteymið í Marel vera mjög stórt og hugbúnað afar mikilvæga söluvöru fyrir fyrirtækið „Hugbúnaður Marel gerir viðskiptavininum kleift að fylgja vörunni í gegnum allt vinnsluferlið, frá frumvinnslu að pökkun, og safna öllum mögulegum gögnum sem verða til á leiðinni Rekjanleiki er því afskaplega mikill sem eykur á matvælaöryggi og upplýsingarnar sem verða til gagnast viðskiptavininum við að auka gæði og arðbærni,“ segir hún og bætir við að Marel vinni með viðskiptavinum sínum við að finna hentugar og sérsniðnar lausnir svo þeir geti fengið þær upplýsingar sem þeir þurfa, þegar þeir þurfa .
Marel Spectra
Marel leggur mikla áherslu á samstarf við vöruþróun, bæði með viðskiptavinum og öðrum nýsköpunarfyrirtækjum . Marel Spectra er dæmi um afurð slíks samstarfs, en ráðgert er að vélin fari fljótlega sölu Marel þróaði vélina í samstarfi við hátæknifyrirtækið Tomra fyrir kjúklingaiðnað, en sjóntækni Spectra gengur lengra en hefðbundnu röntgenvélarnar, þar sem spectra finnur fleiri aðskotahluti svo sem plastleifar . Líkt og aðrar lausnir Marel miðar Spectra því að því að auka matvælaöryggi enn frekar, hvort tveggja gagnvart neytendum og framleiðendum . Neytendur eiga þannig ekki á hættu að neyta óæskilegra og jafnvel hættulegra aðskotahluta, og líkur á að fyrirtæki þurfi að innkalla heilu loturnar með tilheyrandi fjárhags- og orðssporsskaða minnka . Um leið dregur úr matarsóun, þar sem betri sjóntækni
13 | SKRÚFAN
minnkar líkur á að það þurfi að farga lotunum . Þannig hangir allt saman, neytendavernd, arðbærni, og sjálfbærni
Sjálfbærni ávallt að leiðarljósi
Frá upphafi hefur starfsemi Marel stuðlað að aukinni sjálfbærni, enda var fyrirtækið stofnað utan um hugmynd að tækni til að draga úr sóun Sjálfbærnin hefur því alltaf verið hluti af Marel . „Við sýnum það í verki að metnaður okkar er að vera leiðandi afl í sjálfbærri þróun,“ segir
Sólrún og bendir á að Marel sé fyrst stærri íslenskra fyrirtækja til þess að fá vísindalega unnin loftslagsmarkmið sín staðfest af samtökunum Science Based
Targets initiative (SBTi) og fyrst íslenskra fyrirtækja til þess að setja sér viðurkennd markmið um að minnka losun gróðurhúsalofttegunda frá allri aðfangakeðjunni og vörunotkun, það þá út líftíma vörunnar, eftir að hún hefur verið seld og er komin í notkun hjá viðskiptavini .
„Allar vörur sem Marel þróar eru metnar út frá sjálfbærnissjónarmiðum í vöruþróunarferlinu og þurfa að standast ítarlegar kröfur . Innan fyrirtækisins er pappírslaus stefna og því ekkert prentað sem komist er hjá að prenta Þá fær starfsfólk sem nýtir sér vistvæna ferðamáta til og frá vinnu að lágmarki þrisvar í viku sérstakan samgöngustyrk,“ segir Ríkharður .
Bistró frekar en mötuneyti
Marel er þekkt fyrir að bjóða starfsfólki upp
á hágæðamötuneyti, sem reyndar kallast ekki mötuneyti í dag heldur Bistró . Slík munu gæðin vera . Sólrún og Ríkharður
lýsa því hvernig Bistróið kom til: „Það var feginn hér inn meistarakokkur og hann
fékk það verkefni að koma á laggirnar hágæðamötuneyti fyrir starfsfólk . Hann
fékk að endurskipuleggja eldhúsið og
var það í raun byggt í kringum hann og hans hugmyndir . Síðan þá hafa verið hér hágæða kokkar og allt fólk sem hefur verið að gera góða hluti í veitingageiranum
Við leggjum mikið upp með því að vera með hágæða hráefni og hollan og góðan mat . Það er eitthvað sem skilar sér beint til starfsfólksins Það græða allir á því að fá góða næringu Þú færð betra og orkumeira starfsfólk og bestu hugmyndirnar koma oft upp við matarborðið .
Leitun að flottari vinnustað
Sólrún og Ríkharður eru sammála um að það sé frábært að vinna hjá Marel Þau segja fyrirtækið halda mjög vel utan starfsfólk sitt og að innan fyrirtækisins sé öflugt starfsmannafélag sem heldur reglulega viðburði, þar að meðal risaárshátíð, regluleg bjórkvöld og fleira Innan Marel er meðal annars líkamsrækt, skvass-salur, golfhermir, pool-borð og foosball borð til dægrastyttingar . Svo eru Boot Camp tímar, yoga tímar og Primal tímar sem er hægt að skrá sig í
„Þetta er stór vinnustaður þar sem það er alltaf eitthvað nýtt að gerast og sífelld þróun,“ segir Ríkharður og Sólrún bætir við: „Þrátt fyrir að við séum mörg þá vinnum við mikið í litlum teymum, svo maður upplifir sig eins og maður sé
14 | SKRÚFAN
á litlum vinnustað innan þess stóra . Ef við lítum til dæmis á framleiðslusviðið sem spannar um 200 manns, þá skiptist sá hópur í nokkur 10-20 manna teymi, þar sem einstaklingar innan teymanna vinna mjög náið saman og ná góðri hópstemningu . “
Ríkharður bendir á að starfsfólk hafi rík tækifæri til að prófa sig áfram á fjölbreyttum sviðum „Ég vinn í dag sem rafvirki en byrjaði sem suðumaður Þannig getur maður prófað og lært nýja hluta eftir því hvar áhuginn liggur .“ Hann segir bæði störf skemmtileg og fjölbreytt og hann
upplifi aldrei að hann sé fastur í að gera sama hlutinn dag eftir dag „Það er alltaf eitthvað nýtt . Þar sem þetta er alþjóðlegt fyrirtæki fær maður að ferðast mikið og
heimsækja nýja staði, þá oftast við að
setja upp ný tæki og kerfi . Þetta er mikill kostur þess að vinna í svona alþjóðlegu umhverfi,“ segir hann .
Sólrún segir möguleikana endalausa á svo fjölbreyttum, alþjóðlegum vinnustað
„Fólk er hvatt til þess að prófa sig áfram og vaxa í starfi eða í ný störf . Hér er mikil áhersla lögð á nýsköpun enda hefur
nýsköpunarandinn fylgt okkur frá upphafi Marel Við leggjum því mikla áherslu á að fólk deili hugmyndum sínum og prófi sig áfram með þær,“ segir hún .
„Það geta allir blómstrað ef þau fá réttu tækifærin til þess . Mannauðurinn okkar er það dýrmætasta í fyrirtækinu og meðalstarfsaldur er mjög langur víðast hvar í fyrirtækinu . Fólki líður almennt vel og vill hafa gaman í vinnunni,“ segir hún að lokum .
15 | SKRÚFAN
eðlislægt
Afkastamikil, hagkvæm og níðsterk skilvindutækni og heildstæðar
framleiðslulínur fyrir fiskiðnaðinn frá GEA. Við höfum staðið
framleiðslulínur fyrir fiskiðnaðinn frá GEA. Við höfum staðið
vaktina síðan árið 1929 og láréttar og lóðréttar skilvindur okkar
hafa verið stöðugt í gangi við:
• hefðbundin fiskimjölskerfi
• 3-fasa vinnslu
• heilfisk vinnslu fiskimjöls
• framleiðslu á surimi
• úrvinnslu í ensímvinnslu
• meðferð á skolvatni frá niðursuðu
• meðferð á blóðvatni frá fiskidælum
GEA – verkfræðilausnir til að bæta heiminn
GEA Iceland ehf, Dalvegi 16A, 201 Kópavogur
Sími: 564 28 88, e-mail: baldvin.loftsson@gea.com
SKIPA ÞJÓNUSTA
HEILDARLAUSN Í KÆLINGU
• Ráðgjöf
• Hönnun
• Smíði
• Umboð
• Uppsetning
• Viðhald
• Bilanagreining
• Viðgerðir
• 24/7 vaktþjónusta
• Sjálfbærni o.fl.
Það er okkur
Turnahvarf 8 · 203 Kópavogur • www.kapp.is • 587 1300
Við leggjum ríka áherslu á góða þjónustu og vandað verk
Framleitt í KAPP og selt um allan heim.
S. 561-7580 - www.skipa.is - skipa@skipa.is - Grandagarði 18 - 101 - Reykjavík
S. 561-7580 - www.skipa.is - skipa@skipa.is - Grandagarði 18 - 101 - Reykjavík
17 | SKRÚFAN
Á siglingu með
Wärtsilä inn í framtíðina
Það er að mörgu að huga þegar kemur að orkuskiptum í fiskveiðiskipum á Íslandi og ljóst er að slík skipti munu ekki eiga sér stað yfir nótt Við hönnun á þeim skipum sem eru við veiðar í dag var ein af forsendum hönnunarinnar, að til þess að knýja aðalvél skipsins þyrfti að brenna jarðefnaeldsneyti Stærð skipsins sjálfs sem og eldsneytistanka tók því mið af þessum orkugjafa . Í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar hefur íslenska ríkið nú sett sér metnaðarfull markmið þegar kemur að loftlagsmálum og er þar helst að nefna kolefnishlutleysi sem nást á fyrir árið 2040
Til að vera undirbúin undir orkuskipti á láði og legi hefur finnski vélarframleiðandinn Wärtsilä lagt áherslu á það
í hönnun sinni að unnt sé að keyra vélar þeirra á hvaða eldsneyti sem er og þar með talið að skipta úr jarðefnaeldsneyti yfir í rafeldsneyti í heild eða hluta . Hönnun vélanna er þannig ætlað að gera viðskiptavinum Wärtsilä kleift að vera undirbúnir undir komandi orkuskipti –óháð því hvaða rafeldsneyti verði ríkjandi
í sjávarútvegi
Orkusparnaður er langt frá því að vera
nýtt hugtak í sjávarútvegi . Um langt skeið hafa vélarframleiðendur keppst um að ná sem mestri orkunýtni úr eldsneytisgjafa vélanna en því færri grömm af eldsneyti sem þarf til að framleiða kílóvattstund (g/ kWh) því minni eyðsla . Árið 2015 setti Wärtsilä á markað nýja vél sem hlaut nafnið Wärtsilä 31 . Sama ár fékk Wärtsilä síðan viðurkenningu frá Guiness World Record á því að umrædd vél væri með hæstu eldsneytisnýtingu fjórgengisvéla af þessari stærð eða 167,5 g/kWh . Wärtsilä 31 vélina er hægt að keyra á díselolíu, gasi eða blöndu af þessum eldsneytisgjöfum Wärtsilä vinnur nú að frekari þróun á Wärtsilä 31 til að unnt sé að keyra vélina á fleiri eldsneytisgjöfum með hagkvæmum hætti . Vélin er eingöngu framleidd í v-útgáfu með strokkafjölda 8 til 20 í stærð frá 4,2 upp í 9,8 MW Wärtsilä 31 vél er finna í Gullberginu hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum . Þá munu nýsmíðar Gjögurs og Skinney-Þingness sem verið er að byggja í Karstensens skipasmíðastöðinni í Danmörku jafnframt skarta Wärtsilä 31 vélum
Nýjasta vél Wärtsilä kom svo á markað í september í fyrra en það er Wärtsilä 25 . Líkt og áður var markmiðið á bak við
18 | SKRÚFAN
hönnun Wärtsilä 25 að hanna vél sem unnt væri að keyra á hvaða eldsneyti sem er og á sama tíma að hámarka orkunýtni óháð eldsneytisgjafa og lágmarka útblástur og rekstrarkostnað . Þannig er Wärtsilä 25 vélin sérstaklega hönnuð til þess að unnt sé að skipta út ákveðnum hlutum vélarinnar ef og þegar skipt er á milli eldsneytisgjafa (e modular design) en
eftir því hvaða eldsneytisgjafi er valinn . Í vélinni er meðal annars að finna nýtt eldsneytiskerfi sem minnkar útblástur (e new common rail), unnt er að stilla tíma á opnun á inn- og útblástursventlum sem eykur nýtni á eldsneyti sem og tveggja
þrepa túrbínu sem dregur útblæstri án þess að það komi niður á orkunýtni Þá uppfyllir vélin umhverfisstaðalinn IMO
Tier III þegar keyptur er NOx búnaður
Af ofangreindri umfjöllun sést að umhverfissjónarmið hafa verið leiðandi þáttur í hönnun á Wärtsilä vélum undanfarin ár og fyrirtækið því vel í stakk búið til að mæta framtíðarþörfum í orkumálum Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu Wärtsilä under www.wartsila .com .
Vélar og skip ehf hefur verið umboðsaðili Wärtsilä á Íslandi í 45 ár
Hvað eru fyrrum
útskriftarnemar að gera í dag
Bergur Ingi Einarsson
Starfar sem vélstjóri í uppsjávarfrystihúsi
Eskju á Eskifirði - útskrifaðist vorið 2020
Af hverju vélstjórn og hvað saknarðu mest við Vélskólann?
Ég valdi vélstjórn vegna þess að mig langaði að fara á sjó aðallega, það sem ég sakna mest við vélskólann er aðallega spjallið upp á kaffistofu .
Guðjón Alex Guðjónsson
Starfar sem vélstjóri á Tómasi
Þorvaldssyni GK- 10 - útskrifaðist vorið 2022
Af hverju vélstjórn og hvað saknarðu mest við Vélskólann?
Vélstjórn er fjölbreytt og áhugavert nám sem nýtist á mörgum sviðum, það sem ég sakna mest við skólann er Víglundur, sakna þess að röfla í honum .
20 | SKRÚFAN
Gylfi Blöndal
Yfirvélstjóri á Vestmannaey VE54
og vinnur hjá Svalþúfu milli túraútskrifaðist haustið 2021
Af hverju vélstjórn og hvað saknarðu mest við Vélskólann?
Ég ákvað að fara í Vélstjórann eftir að hafa farið á kynningu hjá Tækniskólanum og vakti þetta nám mikla athygli Það sem að ég sakna svona mest við skólann er auðvitað stemningin á kaffistofunni og félagslífið og síðast en ekki síst Víglundi skólastjóra
Ægir Óskar Gunnarsson
Yfirvélstjóri á frystitogaranum Hrafn
Sveinbjarnarson Gk-255 - Útskrifaðist 2018 úr Vélskólanum
Af hverju vélstjórn og hvað saknarðu mest við Vélskólann?
Í stuttu máli sagt var það þannig að ég ætlaði í skipstjórnarskólann faðir minn var skipstjóri og útgerðarmaður og hugmyndin var að feta í fótspor hans Þegar ég svo bar þessa hugmynd mínu upp við hann
þá taldi hann það veglegra að ég myndi fara í Vélskólann það væru meiri starfs möguleikar ef manni langaði í land eða í
framhaldsnám þannig ég lét til leiðast og sótti um í Vélskólann og komst inn strax eftir grunnskóla og fékk inngöngu 2003 .
Mér fannst nú vera skemmtilegast var að hitta fólk allstaðar að landinu sem öll eru með sama markmið að klára skólann
Ásamt því að byggja upp vinabönd sem endast lífstíð það er ekki síðri partur af því að vera í námi frekar en hitt .
21 | SKRÚFAN
Verkmenntaskóli Austurlands
Í Verkmenntaskóla Austurlands (VA) er boðið upp á nám í vélstjórn til B réttinda . Námið er 217 einingar sem skiptist að jafnaði á sex annir Það hefur
mjög sterka tengingu við austfirskt samfélag þar sem sjávarútvegur og iðnaður eru grunnstoðirnar og nokkur af stærstu sjávarútvegs- og iðnfyrirtækjum landsins
eru staðsett í Fjarðabyggð . Má þar nefna Síldarvinnsluna, Eskju, Loðnuvinnsluna og Alcoa-Fjarðaál og hefur skólinn afar
sterk tengsl við þau fyrirtæki ásamt öðrum .
Nemendur sem leggja stund á vélstjórn
horfa gjarnan til þess sem lokatakmarks að komast að hjá einhverju þessara fyrirtækja
Nemendur sem ljúka námi til B réttinda
í VA eiga greiða leið inn í þá skóla sem
bjóða upp á nám til C og D réttinda kjósi
þeir svo .
22 | SKRÚFAN
Nemandi í VA
Viborg - Nemendur
Kennararnir koma úr öllum áttum og tengja skólann við atvinnulífið . Sumir þeirra eru starfandi sem vélstjórar eða á vélaverkstæðum og sinna kennslunni samhliða .
Einn af kostum skólans er smæðin . Að mati nemenda er skólinn heimilislegur og allir þekkja alla Kennararnir séu miklu meira heldur en kennarar, þeir sjái um nemendur og hjálpi meira en í stærra umhverfi . Smæðin veldur því einnig að sterkir námshópar myndast sem hafa
hjálpast að í gegnum námið .
Skólinn hefur Erasmus+ aðild til ársins 2027 og í gegnum hana hafa nemendur kost á því að stunda hluta af námi sínu við erlenda skóla .
Í nágrenni skólans er frábær heimavist þar sem nemendur geta leigt herbergi
á góðum kjörum Það má segja að af heimavistinni sé besta útsýni á landinu
Einnig má finna í skólanum nýtt mötuneyti sem hefur verið vinsælt hjá nemendum .
23 | SKRÚFAN
Eftirfarandi fyrirtæki styrkja
Skrúfuna 2023: Sætækni
Norðurorka
Vélaverkstæðið Þór
Barkasuða Guðmundar
Reiginn ÁR 228
Hásteinn ehf Útgerð Stokkseyri
ICECOOL EHF Ísfell
Ísfélag Vestmannaeyja
Orka ehf
Skipalyftan ehf
24 | SKRÚFAN
MÓTUM FRAMTÍÐ
Við tengjum þig í námi og
Við gerum meira
starfi
Viðtal við Kristinn Ara
á ýmsan hliðarbúnað og fylgihluti frá þekktum vörumerkjum .
Að vinna hjá Klett
Kristinn segir að gott sé að starfa hjá Klett og það sé alltaf gaman í vinnunni, hann segir það vera forréttindi að geta sótt skóla með vinnu . Kristinn er að vinna á Caterpillar verkstæði Kletts þar sem unnið er við viðhald og viðgerðir á Caterpillar vinnuvélum, ljósavélum og fleira Hann segir verkefnin vera mis krefjandi en finnst skemmtilegt að takast á við þau öll .
Kristinn segir að það sé ekkert sem heitir venjulegur vinnudagur og ríkir mikil fjölbreytni yfir verkefnum Verkefnin geta verið alls konar sem dæmi má nefna, bilanagreiningu, viðgerðir og reglubundið viðhald .
Við tökum viðtal við hann Kristinn Ara Hermannsson sem er vélvirki hjá Klett, hann stundar einnig nám við Véltækniskólann og er einn af útskriftarnemendum í ár og er að klára C-stig vélstjórnar . Kristinn tók námssamninginn sinn hjá Kletti og hóf þar af leiðandi störf 2018
Klettur
Saga Kletts og forvera félagsins nær aftur til 1947 og er því óhætt að segja að félagið byggi á traustum grunni sérhæfðrar þekkingar og reynslu Árið 2010 markaði nýtt upphaf en þá hófst starfsemi Kletts sem tók yfir allan rekstur vélasviðs Heklu . Allar götur síðan hefur Klettur verið leiðandi í sölu og þjónustu sem nær yfir breiða línu vinnuvéla, aflvéla, rafstöðva, lyftara, rafgeyma, hleðslukrana, hjólbarða, vöruflutninga- og hópferðabíla, gíra og skrúfubúnaðar . Klettur býður einnig upp
Klettur tekur vel á móti öllum nemum að sögn Kristins og leggur sig fram við að kortleggja styrklega hvers og eins . Nemar fá að takast á við alls kyns verkefni sem efla þá í starfi Hægt er að taka námssamninginn fyrir vélvirkjun hjá Kletti og þarf af leiðandi greið leið í sveinspróf Einnig hvetur Klettur starfsfólk sitt til þess að sækja þau námskeið sem í boði eru . Þar má nefna námskeið á vegum Caterpillar . Stanslaus þróun er á vélbúnaði í dag og er því þessi námskeið mjög mikilvæg
Kristinn Ari
Uppákomu saga Kristins
Þegar við ég og vinnufélagi minn vorum komnir í jólafrí síðast liðið ár vorum við sendir í upptekt á ljósvél frá Caterpillar
Upptekin gekk vel fyrir sig, enda eru vélarupptektir skemmtilegustu verkefnin sem við fáum að sögn Kristins . Þegar búið var að rífa vélina lenti sá öflugi maður í því að handleggsbrjóta sig sem varð til þess að hann vann ekki meir í þessari upptekt
Þegar það gerist átti eftir að raða saman vélinni og prufukeyra hana sem hann missti af .
Að lokum mælir Kristinn hiklaust með að sækja um starf hjá Kletti ef áhugi er fyrir tækjum og vélbúnaði .
Krossgáta Skrúfunnar
Lárétt
1 Hvaða skip var aflahæst síðustu loðnuvertíðar?
3 . Frumefni númer 1 í lotukerfinu
6 . Túrbína sem á rætur að rekja til “Hurdy Gurdy” hljóðfærisins
8 . Hvaða nafn ber öflugasti dráttarbátur faxaflóahafna?
10 Hvaða málmur hefur lægsta bræðslumarkið?
12 . Hvert er það ástand kallað þegar hitastig er -273,15°C
13 . Biblía Málmiðnarðarmannsins
14 . Hvað tekur til sín varma úr kælikerfinu og skilar í umhverfið?
15 Vinnuhringur þessarar velar er 360°
16 . Hvaða lögmál er U= I*R?
21 . Fyrir hvað stendur “Nm”
22 Búnaður í krana til færslu þunga hluta
23 . 1*105 Bar
24 Hverjir eru Pétur, Ingvar og Davíð?
26 Hvor megin er græna ljósið?
Lóðrétt
2 Kælimiðillinn R744
4 Hvað eru margar höfuðlegur í 10 stokka vél?
5 . Hvert var eitt af helsu vopnum landhelgisgæslunnar í Þorskastíðinu?
7 . Hver er megin hlutur kompásar?
9 . Annað orð yfir sleggju
11 Snittaður öxull er frekar nefndur
17 Hvað snýst helmingi hraðar en kambás?
18 Það afl sem vél skilar út í skrúfu
19 Hver var fyrsti skuttogari íslendinga?
20 . Mikilvægasti starfsmaður áhafnar skipa?
25 Hvaða mælieining á vegalengd er notuð á sjó?
27 . Hvað er notað til þess að sækja misst veiðarfæri?
28 . Hvað stendur “I” fyrir þegar talað er um TIG suðuaðferðina?
29 Gjöful fiskimið vestur af Íslandi
30 Hvert er mikilvægasta atriðið þegar kemur að viðhaldi vökvakerfa?
28 | SKRÚFAN
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 Traustur samstarfsaðili við sjávarútveginn www.tgraf.is 426-7660 / 692-3692 tgraf@tgraf.is SKIPAÞJÓNUSTA STÝRINGAR ÖLL ALMENN RAFÞJÓNUSTA IÐNAÐUR MANNVIRKI
Græn framtíð
mikið er lagt upp úr lækkun C02 á hverja flutta gámaeiningu við hönnun skipanna .
En hver er lykilinn að lægri CO2 í útblæstri skipa ? Vissulega er leitin að framtíðarorkumiðli sem leysir af hólmi jarðefnaeldsneyti eitt af lykil svörunum við þessari spurningu en þó eru fjölmargir aðrir þættir sem geta hjálpað okkur að ná háleitum markmiðum í loftlagsmálum .
Á meðfylgjandi yfirlitsmynd frá Marine
Digital sjáum við dæmi um þætti sem vega þungt í þessari vegferð:
• Hreinsikerfi fyrir útblástur
• Hagkvæmi í kælingu véla
• Loftbólu „smurning“ á skipsskrokka
• Skipahönnun án ballast tanka
Nú þegar áhersla og umræða um grænorku í skipaútgerð fer stigvaxandi vakna spurningar um stefnu skólans í þessum efnum og hvaða leið skuli fara í kennslu þessara fræða Undanfarið ár höfum við verið að undirbúa skólann til að taka skref inn í þennan heim og höfum við í samvinnu við samstarfsaðila okkar kynnt okkur vel það sem er að gerast í ”Grænskipa” þróuninni sem sannarlega hefur rutt sér til rúms í heiminum
Saga ”græn-skipa” þróunar er ekki ný af nálinni því ef við horfum til skipafélaga líkt og Mærsk þá framleiddu þeir skip árið 2011 þar sem CO2 útblástur var minnkaður um 30% á kostnað siglingahraða og með innleiðingu véltæknibúnaðar sem hækkaði fram leiðslukostnað skipsins um 10% (10 miljónir Evra) Í dag á Mærsk fimm gámaskip í pöntun þar sem þessi grænu gildi vega þyngst í hönnun og framleiðslu .
Öll þessi skip eru útbúinn vélum sem geta brennt mismunandi grænorkueldsneyti og
• Vélar sem hannaðar erum fyrir fleiri en einn miðil
• Hönnun framdrifsbúnaðar
• Notkun vind- og sólarorku ásamt ýmsum öðrum lausnum
Þessi mynd vakti athygli mína þegar ég var að velta fyrir mér starfinu í skólanum okkar og hvað við værum að leggja af mörkum í fræðslu um nýorku og grænskipa þróun Þegar ég hugsaði til baka til þeirra fimm ára sem ég kenndi áfangann „ Lokaverkefni vélfræðinga“ rann upp fyrir mér að yfir 80% þeirra lausna sem taldar eru upp á þessari mynd Marine Digital hafa verið tekinn til umfjöllunar í lokaverkefnum vélfræðinga á þessum tíma, vélfræðinga sem nú þegar eru komnir út á atvinnumarkaðinn . Þetta segir mér að þrátt fyrir að grænorku hafi ekki verið fundinn einhver einn staður í námskrá skólans þá er óhætt að segja að sú kynslóð vélfræðinga sem við erum að útskrifa leggi áherslu á þetta málefni og setji umhverfið í fyrsta sæti með því að
30 | SKRÚFAN
Víglundur Laxdal Sverrisson
velja sér viðfangsefni sem eykur víðsýni þeirra á framtíðarlausnir .
Um leið og ég vil þakka þeim flotta hópi útskriftarnema Véltækniskólans sem stendur að útgáfu Skrúfunnar árið 2023 óska ég þeim hjartanlega til hamingju með áfangann . Um leið langar mig til að hvísla að ykkur, kæru lesendur, að Tækniskólinn í samstarfi við hóp sterkra samstarfsaðila mun á næstunni kynna samstarf sem
mun gefa skólanum tækifæri á að verða leiðandi í kennslu á sviði grænorku . Þetta tækifæri er okkur og nemendum okkar mikils virði og hlökkum við til að færa atvinnumarkaðinum enn fleiri og „grænni“ vélfræðinga í framtíðinni .
Með bestu kveðju Víglundur Laxdal Sverrisson
Skólastjóri Skipstjórnar- og Véltækniskólans
Útskriftarnemendur
Véltækniskólans 2023
Adam Ingi Guðlaugsson
Benjamín Páll Gíslason
Bergvin Ernir Stefánsson Eggert Gunnarson
Einar Patrekur Bæringsson
Friðrik Grétar F. Karlsson
Gabríel Daði Ragnarsson
Grétar Þorgils Grétarsson
Gyða María Norðfjörð Símonardóttir
Hafþór Logi Bjarnason
Hervar Bragi Eggertsson
Jakob Máni Jónsson
Jón Björgvin Steinsson
Jón Ragnar Sigurgeirsson
Jónas Ásólfur Jóhannes Schougaard
Kristinn Ari Hermannsson
Magnús Gunnar Mánason
Sigurjón Uggi Ívarsson
Sindri Steinn Axelsson
Skúli Darri Skúlason
Stefán Máni Ólafsson Tómas Styrmir Stefánsson
Ekki á mynd: Elvar Jósefsson, Kristinn Jónsson, Walter Hjaltarson, Fannar Björnsson
Ný björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar.
í Júlí 2021 samdi Slysavarnafélagið Landsbjörg við finnsku skipasmíðastöðina Oy Kewatec AluBoat Ab um smíði á þremur nýjum björgunarskipum fyrir félagið sem skyldu afhendast árinn 2022 og 2023, með möguleika á kaupum á allt að tíu samskonar skipum til viðbótar að undangengnum ákveðnum skilyrðum
Skipin þrjú munu vera með heimahafnir
í Vestmannaeyjum, á Siglufirði og í Reykjavík þar sem þau taka við af eldir skipum félagsins sem þar eru .
Slysavarnafélagið Landsbjörg eru heildarsamtök björgunarsveita á Íslandi Björgunarsveitir og Slysavarnadeildir þess eru sjálfstæðar og reknar á sjálfstæðum kennitölum og hlítir félagið ákvörðunum eininganna í sínum störfum en ekki öfugt .
Því eru flest björgunartæki þessara sveita í þeirra eigu, bílar, snjóbílar, vélsleðar og bátar .
Þó er það þannig að þrettán stóru björgunarskipin eru í eigu félagsins en ekki eininganna, skipin eru svo rekinn af sérstökum sjóðum sem stofnaðir eru
á hverjum stað fyrir sig og mönnuð af björgunarsveitum næst skipunum
Skipin þrjú kosta hvert fyrir sig 285 .000 .000,- kominn í heimahöfn og á íslenska skipaskrá Þau leysa af hólmi þrjú eldri skip sem smíðuð voru árinn 1993,1988 og 1985 . Þau skip eru sannarlega búinn að standa sig en kominn tími til að selja þau í önnur verkefni en að vera fyrsta viðbragð í neyð
Þór á leið til heimahafnar í fullu fjöri
Mynd úr vélrými Þórs
Skipin sem um ræðir eru í helstu
stæðum:
Heildarlengd: 17 1 metrar
Skráningarlengd: 14 97 metrar
Heildarbreidd: 4 .8 metrar
Djúprista: 0 .9 metrar
Mótuð dýft: 2 .1 metrar
Léttaskip: 21 5 tonn
Helstu siglingartæki eru:
Siglingartæki og dýptarmælar frá
Furuno
3x VHF frá Furuno og Motorola
1x MF/HF frá Sailor
Miðunartæki (til að leita m a að neyðarsendum) Rhotheta RT-300
Hitamyndavél FLIR
Veðurstöð og margt fleira
Helsti vélbúnaður:
Aðalvélar eru 2x D13 551 kW
Ljósavél er Whisper Power M-SQ Pro
18 14,5 kW
Gírar eru ZF 400 Supershift 2 (Hlutfall 1,233:1)
2x Sjódæludrif (JET) Hamilton HJ403
Dráttargeta 5 tons
Hámarksganghraði 31 hnútar en vinnuganghraði 29 hnútar .
Farsvið er meira en 230 sjómílur á vinnuganghraða
3-6 í áhöfn og svefnaðstaða fyrir 3 um borð.
Ljóst er að um algjöra byltingu er að ræða í skipamálum Slysavarnafélagsins Landsbjargar, um er að ræða fyrstu nýsmíðuðu björgunarskipin sem koma til landsins síðan 1993 . Aðstöðumunurinn er gríðarlegur og vonandi veður þessi endurnýjun til þess að sjómönnum og öðrum fjölgi aftur í þessu starfi, enda mikið skemmtilegra að starfa þar sem meirihluti tímans fer í æfingar, en minnihlutinn í viðhaldi eins og er nú með eldri skipin sem enn eru gerð út
Björgunarskipið Þór í Vestmannaeyjum sem er fyrsta skipið úr þessum nýsmíðum hefur nú verið á vaktinni síðan í október 2022 . Reynslan að því skipi er góð og þrátt fyrir smávægileg vandamál sem upp hafa komið þá er niðurstaðan og vel hafi heppnast í þessari smíði sem var með
Sigurvin, skip tvö í þessu verkefni sem mun hafa heimahöfn á Siglufirði
35 | SKRÚFAN
augljós markmið um að auka ganghraða, laga aðstöðu áhafnar og komast lengra á skemmri tíma til að aðstoða sjófarendur í vandræðum .
Vonir félagsins standa til þess að fyrir 2030
verði búið að endurnýja öll þrettán skip félagsins með það fyrir augum að geta áfram brugðist við sé þess þörf .
Örn Smárason
Verkefnisstjóri Nýsmíða Björgunarskipa
36 | SKRÚFAN
Mynd innan úr stjórnklefa Þórs
Fyrsta skipið í þessu verkefni, Þór kemur til heimahafnar í Vestmannaeyjum
Spurt og svarað
1. Hvað heitir skipið á bakvið sófana uppá kaffi stofu? Guðmundur Péturs IS1
2. Hvað er G? Þyngdarafl/9,82
3. Hvað eru Kidda og Guðrún gamlar? 64 og 52
4. Hvert er hlutverk Teits í stjórnn SVÍR? Mjög óljóst.
5. Hvaða slög eru í vinnuhring fjórgegnisvélar? Sogslag, þjappslag, aflslag og afgasslag
6. Hvort raðtengiru eða hliðtengir straummælir? Raðtengja hann
7. Hvort er græna ljósið bak eða stjórnborðsmegin? Stjórnborð
8. Hver er með hæðsta enni vélskólans? Víglundur skólastjóri
9. Hver er Froosharinn? Grétar
10. Hvað er cos í rafmagnsfræði? Aflstuðull rafmótora og rafala
11. Hvaða ár var sjómannaskólinn vígður? Hann var vígður 1944
12. Hvað eru margar bjöllur í háteigskirkja? 4 þar er 1 stór og 3 litlar
13. Hvað er 9/3+6 9
14. Hvað er formúlan fyrir vægi Karftur x Armur
Herdís - Fjórða ári í Vélskólanum
1 Ég skammast mín Ég veit það ekki
2 Þyngdarhröðun
3 . Kidda er 58 ára og Guðrún gæti verið jafn gömul mömmu, sem er 48 ára
4 Andlegur stuðningur
5 Aflslag, útblástursslag, sogslag og eftir mikla hugsun var öskrað þjappslag
6 . Ég ætla bara giska ég man það ekki en hliðtengja .
7 Stjórnborðsmeginn
8 Víglundur EKKI SKRIFA ÞAÐ
9 Grétar Þorgils
10 Einhver nýtni, nei bíddu, erum ennþá að bíða
11 1943
12 . Ætla að segja sex
13 Ég veit það ekki, 9 ég veit það ekki ég þori ekki að
svara
14 Ég er ekki búinn með Burðarþolsfræði
37 | SKRÚFAN
Olli - Fjórða ári í Vélskólanum
1 . Það hef ég ekki hugmynd um
2 Ég veit ekki
3 Kidda er korter í eftirlaun, hin sirka 57 ára
4 Er hann í stjórn?
5 Sogslag, Aflslag, Útblásturslag
6 . Hliðtengir, eða raðtengir
7 Bakborðsmeginn
8 Er einhver sköllóttur í vélskólanum, þekki ekki nöfnin
á þeim
9 Einn frá eyjum sem ég þekki, hann er svarthærður
10 . Fí er allavega gráða á horni, en veit ekki er að læra
þetta núna
11 1927 eða eitthvað
12 Bara fjórar
13 9
14 Andvarp, það hef ég ekki hugmynd um
Ísabella - Hönnun og nýsköpunarbraut
1 Halldór
2 Ekki hugmynd
3 . Ég er ekki viss, Ég ætla ekki a svara þessari spurningu
4 Er þa gæjinn sem á Land Cruserinn, nei það er Karkur
5 Ég veit ekki einu sinni hvernig slög eru til
6 hliðtenging
7 stjórnborðsmegin
8 . Á ég a vita það . Karkur
9 Hvað er það
10 Má ég hringja í vin
11 Ég þori ekki að fara með það Ég veit það ekki
12 5
13 9, bíddu, 9, er ég að fokka þessu upp?
14 . Ég veit það ekki
38 | SKRÚFAN
Benedikt Stýrimaður - fyrsta ári
í skipstjórn og varaformaður
skólafélag stýrimanna
1 Ég held að ég hef bara aldrei heyrt það, María Júlía
2 Þá er alveg bara guð
3 Kringum 25
4 . Hirðfífl
5 Sogslag, aflslag, þjappslag, útblástursslag
6 Hliðtengir þú hann ekki?
7 Það er hægra megin
8 Gabríel máni
9 . Ég ef ekki heyrt þetta
10 Ég er stýrimaður og á ekki að kunna rafmagnsfræði
11 Var það ekki 46
12 2 en ég held a það sé rangt
13 Hehe 9
14 1+1=4
Tara Ósk - fjórða ári í vélstjórn og
Ritari SVÍR
1 Guðmundur péturs (hún var með að gera þessa spurningu)
2 9,82 og það er gravity
3 Kidda 63 og guðrún 58
4 Vinnustaða gæludýra (sagði að hann stendur sig samt mjög vel)
5 . Aflslag, sogslag, sprengi, blása sjúga, þjappa, sprengi, skola
6 Hliðtengir
7 Stjórnborðs
8 Víglundur
9 Grétar þorgils hann eyðilagði froosh fyrir mér
10 . Sýndarstöðull
11 1954
12
4 svarar með miklu sjálfstrausti
13 9
14 Hvaða stafur er vægi? M = F * m * g
39 | SKRÚFAN
Bjöggi - Kennari í stýrimannaskólanum
1 . Hugsar mikið segir að það stendur á honum var það ekki Jakob Valgeir En hélt samt ekki
2 9,82 þyngdarkraftur
3 65 og 54
4 Er ég búinn að kenna honum?
5 . Aflslag, þjöppun, hvernig á ég að muna þetta ég læri þetta fyrir 45 árum
6 Raðtenging
7 Stjórn
8 Víglundur
9 . Pass . hann hlýtur samt að vera frá vestmannaeyjum
10 Pass
11 1944
12 Þær eru 6 þær eru einstaklega fallegar hljómurinn í þeim
13 9
14 . Hvernig á ég a muna þa ég kenndi reyndar eðlisfræði . Pass
Teitur Elí - Fjórða ári í Vélskólanum
1 Guðmundur hrafnkellsson, það var sagt
2 Það er force, það er fall, það er hröðunn, um… krafturinn niður
3 Kidda er 63 og Guðrún er 52, ég er nefnilega góður
að giska á aldur á konum sko
4 Skemmtikraftur, nei nei nei ég er ákvörðunartaki
5 Sogslag, aflslag, þjapp og útblástursslag
6 . Hliðtengir
7 Stjórnborðsmegin
8 Ég er ekki að fara að segja svarið… djöfull er heitt
hérna inni… er ekki einhver sköllóttur í þessum
skóla… kristján efnafræði kennari
9 Það er Grétar Þorgils
10 . Það er stuðull… snúnings stöðull . Nei það… ég man
það ekki
11 1944 eða 1945
12 Þær eru 3 eða 4 held að þær eru 3
13 það er 9
14 . T*S
40 | SKRÚFAN
Grétar Þorgils - Útskriftarnemi í Vélskólanum
1 Ég þekki bara skip í vestmannaeyjum ég ætla að giska
á… ég veit ekki Sighvatur bjarna hehe
2 Kraftur eða svona þyngdarkraftur jarðar
3 Kidda er 65 ára og Guðrún er 56
4 . Að vera trúður . Hann er samt varaformaður eða einhvað
5 Sogslag, þjappslag, aflslag og útblástursslag
6 Raðtengir er 100p viss
7 Stjórnborðsmegin
8 . Víglundur
9 Æj hlær… ekki ég
10 Ohh það var farið svo mikið yfir þetta í rafmagnsfræði
4 Þetta er til að finna vektora fyrir vektora myndir
11 1953
12 8
13 . 9
14 Pi*n/f Er að búa til mína eigin formúlu fyrir vægi
þetta virkar ég lofa
Skarphéðinn - Örðu ári í vélvirkjun
1 Enga hugmynd… Védís?
2 Gramm
3 . Kidda er 65 ára og Guðrún 53
4 Hann stjórnar
5 Þjappslag, aflslag, útblástur og sogslag
6 Raðtengir Nei þú hliðtengir nei loka svar raðtengir
7 Bakborðs?
8 . Jakob
9 Grétar
10 Munur á straum og spennu
11 1958
12 9
13 9
14 . afl x tími
41 | SKRÚFAN
42 | SKRÚFAN
1 Bjarkfugl 2 Þyngdarpunktur 3 Þær eru 21 og 19 4 Hver er Teitur? 5 . Inn út inn út 6 Haaa? Hliðtengir 7 Stjórn 8 Víglundur 9 Tara? 10 . Þegar einhvað er gert með lægni -Kjartan 2023 11 Sautjánhundruð og súrkál 12 8 13 Er það ekki bara 9 14 Kjartan*björgvin / víglundur VANDAÐAR, HÁGÆÐA VINNSLUVÉLAR FYRIR SJÁVARÚTVEGINN Netfang: Sími: slipp@slipp.is 460 2900 Your one stop to smooth sailing
Unnar Karl - Formaður nemendafélag stýrimanna fyrsta ár í skipstjórn
43 | SKRÚFAN
Viðtal við yfirvélstjóra Sigurjón Veigar Þórðarsson
Hvenær varst þú í skólanum.
Byrjaði í Fjöltækniskóla Íslands 2005 útskrifaðist svo úr Tækniskólanum 2010 í að ég held síðasta árganginum sem fékk gamla 4 stigið sem nú er orðið að D stigi .
Afhverju ákvaðst þú að fara í þetta nám.
Það má eiginlega segja að áður en allar myndirnar voru teknar niður af veggjum sjómannaskólans þá hafi þeir verið eins og ættartréð mitt Það eru skipstjórar og vélstjórar víða í ættinni Þannig eitthvað hefur það haft áhrif Ég var sísuðandi í pabba og fleiri ættingjum um að fá að fara með á sjó sem oft varð . Pabbi átti líka til að fá símtöl frá hinum og þessu skipstjórum sem ég var búinn að sannfæra um að leyfa mér að koma með í róður og höfðu gaman af þessum kokhrausta krakkaskít með afklipptar bússur undir hendinni að heimta að fá að koma í róður, þannig það má segja að ég hafi valið mér mjög snemma starfsvettvang Svo var bara að ákveða hvort ég ætlaði upp í brú eða niður í vél . Starfsmöguleikar og víðtækara atvinnusvið réð held ég úrslitum um hvorum megin ég lenti .
Hvar og hvenær tókst þú
smiðjutíma og hvenær fórst þú í
sveinsprófið
Ég var nú svo ótrúlega heppinn að hitta yndislega stelpu þegar ég var nýbyrjaður
í skólanum og pabbi hennar rak eigin
smiðju sem sérhæfði sig í nýlagningu á bátarafmagni og vélarupptektum ásamt eiginlega flestu sem við kemur bátum
og skipum . Þar sem mér tókst að næla í dótturina þá var ég sjanghæjaður í smiðjuna hjá tengdapabba eins og skot Kallinn sagði oft að við gætum reddað líklegast öllu nema mæðraskoðun . Sem er líklegast rétt hjá honum því það hefur ýmislegt verið brallað í Togga Vélsmiðju í Vogum og ég tel mig ofboðslega heppinn að hafa fengið að nema undir Þórði K Guðmunssyni vélfræðing og vélvirkjameistara . Þannig ég var í sífelldri vinnu með skóla og páskastoppin og jólastoppin voru oft mjög annasöm Ég stekk oft í gallann ennþá og var nú bara síðast um jólin við verkefni í skipum með tengdó . Sveinspróf í vélvirkjun tók ég í Iðnskólanum í hafnarfirði 2012
44 | SKRÚFAN
Sigurjón Veigar Þórðarsson
Hvenær fórst þú fyrst á sjó.
Ætli það hafi ekki verið um 10 ára aldurinn
þegar mér tókst að suða mig trolltúr við Eldey með pabba sem var skipstjóri á Þórshamri GK 75 í þeirri veiðiferð Fyrsti túrinn á hlut var líklegast á Ólafi GK í eigu Fiskanes 15 ára gamall á netum .
Hvernig er ferillinn búinn að vera.
Áður en ég fór í skólann hafði ég verið háseti í nokkur ár á uppsjávarskipum m .a . Grindvíking GK-Háberg GK og
Oddeyrinni EA . Ég söðlaði um og réði mig á frystitogarann Gnúp GK og réri þar í nokkur ár sem háseti og baadermaður
Þaðan fer ég svo í skólann og ræ á Gnúpnum á sumrin meðan skólagöngu stóð . Að lokinni skólagöngu fer ég 2
vertíðar á Hval 8 sem vélstjóri og þaðan
á frystitogarann Hrafn GK 111 sem 2
vélstjóri Þegar Hrafn var síðan seldur til Rússlands 2015 fór ég yfir á Gnúp GK sem
1 vélstjóri og var farinn að leysa fljótlega af sem yfirvélstjóri . Síðan þegar Gnúpur
GK er seldur til Rússlands líka þá förum við yfir á Tómas Þorvaldsson GK og voru gerðar ákveðnar breytingar í mönnun þar og mér bauðst yfirvélstjórastaða þar, á sama tíma bauðst mér hins vegar að fara aftur á uppsjávarskip sem ég ákvað að taka frekar og hef verið yfirvélstjóri á Grænlenska uppsjávarveiðiskipið Polar Amaroq síðan eða um 3 ár . Ég hef alltaf haft gaman af uppsjávarveiðum og var til að mynda búinn að vera að taka túra á uppsjávarskipum Eskju í fríunum mínum á Gnúpnum og það togaði .
Áttu einhverjar sögur úr
vélarrúminu sem þú vilt deila með okkur.
Tjaa það gerist nú ýmislegt í umhverfi sem aldrei stoppar og malar gull undir álagi alla daga allt árið .
Einu sinni fékk ég aðvörun þegar ég var nýbúinn að ganga inn um hurðina aftur í vél og ég stekk niður í vaktklefa . Þá var að falla kúplingsþrýstingur á gírnum og við með trollið úti . Á þessu
45 | SKRÚFAN
skipi voru tveir ásrafalar keyrðir í mótorvirkni með aðalvél . Ég færi allt afl yfir
á LV og tek rafalana út Á sama tíma hringir skipstjórinn og er að forvitnast afhverju skipið haldi ekki stjórnhæfni því Eldey var ekkert langt undan og vindur og aðstæður ekki bestar í að drepa á í hvelli .
Þrýstingurinn var ekki svo slæmur að það gekk að lækka aðalvélina í snúning og taka trollið með samankúplað á litlum skurði
Við drápum á um leið og trollið var að skríða innfyrir og annað skip frá sama fyrirtæki tók okkur í tog frá Eldeyjarboða .
Við eftirgrennslan þá var farin pakkdós í gírdælunni og viðgerð gekk hratt og vel
Annað atvik sem ég man eftir þá kom aðvörun á eldsneytisþrýsting á AV
Þegar að var komið þá hafði losnað eldsneytisdæla á aðalvélinni og rifnað upp Við það hafði fæðirörið sem fæðir allar eldsneytisdælurnar rifnað við dæluna sem losnaði og stóð bunan ansi nálægt túrbínunni . Það var ekkert sérlega skemmtileg aðkoma . En þarna var bara stokkið beint á skaftið og drepið á í snatri vél og fæðidælu Rörið var tekið af og okkur tókst að veiða upp brotnu boltana í blokkinni og sjóða í rörið . Gott ef rörið
sé ekki bara enn í góðu formi að fiska við rússland .
Síðsasta sagan sem ég ætla að deila gerðist reyndar á útleið hjá áhöfninni sem tók við skipinu að lokinni mjög góðri veiðiferð sem við vorum nýkomnir úr . Það vildi nefnilega þannig til að mín áhöfn var að leggja af stað í áhafnarferð til Tenerife á sama tíma og hin áhöfnin sem tók við skipinu var að leysa landfestar og halda af stað í nýja veiðiferð . Vélin okkar lendir á Tene og við strákarnir setjumst niður á þennan fína mojito bar á ströndinni . Þegar fyrsti sopinn var að detta inn þá hrópar einn upp „Nei andskotinn“ og við allir hvað ?? Þá las hann á mbl .is að skipið okkar væri vélarvana á milli lands og eyja og nærliggjandi skip á leiðinni til aðstoðar þar sem var stutt í land Kom á daginn að servorör á gírnum hafi sprengt af sér kóninn og skrúfublöðin farið í 100% afturábak við þrýstifallið . Strákarnir voru nokkuð snöggir að redda sér með slöngu og kom ekki til að þyrfti að taka hann í tog og allt gekk vel En mikið andskoti var skrýtið að sitja á ströndinni með mojito og fylgjast með fréttamiðlum á meðan á þessu stóð . Maður fékk ósjálfrátt bullandi
46 | SKRÚFAN
samviskubit en auðvitað ekkert sem við gátum að gert .
Annars tel ég mig hafa verið mjög heppinn á mínum ferli og ekkert stórkostlegt komið upp á sem ekki var hægt að leysa
Hvað er það sem gerir góðan yfirvélstjóra.
Það er margt sem þarf til Það er mjög mikilvægt að vera sífellt opinn fyrir nýjungum og þróun á búnaði sem geta gert þitt starf skilvirkara og bætt rekstraröryggi vélbúnaðar skipsins .
Snyrtisemi, samviskusemi, árverkni, áhugi og aldrei detta í þá gryfju að halda að þú vitir allt, eru allt eiginlekar sem einkenna góðan yfirvélstóra í mínum huga .
Svo er það eiginleikinn að geta fengið alla með sér í lið til að halda skipinu við og gera skipið að góðum og öruggum vinnustað Það er allra hagur að hlutirnir gangi hnökralaust og bili ekki á ögurstundu .
Samvinna allra í áhöfninni er gríðarlega mikilvæg því ef td menn eru hræddir við að
láta vita af einhverjum óhljóðum í búnaði af ótta við að vera kennt um og fá leiðindi í staðinn, þá færð þú aldrei að vita af neinu fyrr en allt er stopp . Varðandi þetta finnst mér að það ætti að vera skylda að allir réttindamenn í íslenska flotanum ættu að sitja MRM (Marine resource management) námskeið en það eingöngu skylda ef menn sækja sér alþjóðlegu réttindin en ekki ef þú ætlar að starfa á íslenskum skipum Það er ótrúlegur auður að geta nýtt sér þá sem sigla með þér til fullnustu þegar á reynir Hafa einhverjar breytingar orðið í geiranum á þínum starfsferli .
Já það hefur mjög mikið breyst . Skipin og veiðarfæri hafa stækkað, úthaldsdagar á hvert skip eru orðnir mun fleiri með tilkomu fríakerfa fyrir mannskapinn og þannig er keyrt meira á hverja einingu . Þannig tekst útgerð að nýta skipakostinn betur og hámarka hagkvæmni Á móti kemur að viðhaldstími í landi minnkar á móti og þá skiptir öllu máli að sinna fyrirbyggjandi viðhaldi og skipuleggja vel þann tíma sem þú hefur . Það skiptir öllu
47 | SKRÚFAN
máli að ekki verði ófyrirséð rekstrarstopp og það er okkar vélstjóranna að gera allt í okkar valdi til að koma í veg fyrir þau . Notkun viðhaldsskerfa s,s viðhaldsstjórinn og Marad skipta miklu þar Við erum td að nota Marad hér á Polar og kemur vel út
Hvernig heldur þú að framtíð vélstjóra sé? Verður olía
áfram aðal orkugjafi íslensks skipaflota?
Framtíð vélstjóra er björt
Eftirspurning eftir vel menntuðum vélstjórum gerir ekkert nema að aukast með tilkomu aukinnar sjálfvirkni í hátæknifullvinnslu hvort sem er á landi eða á sjó Í alþjóðlegu umhverfi má líkja íslenskum vélstjórum við svissneskan vasahníf Það er grunnþekking á svo ótrúlega mörgum sviðum, þó svo auðvitað sérhæfa menn sig og verða betri í sumu en öðru .
Ég sé ekki að það sé neitt sem komi í stað gasolíu í náinni framtíð en tækniframfarir
í öðrum aflgjöfum er á mikilli siglingu núna . Þetta mun koma fyrst í ferjum td eins og Herjólfi þar sem rafmagn hefur reynst vel í þeirri notkun og skipum sem hafa stutta útiveru Í fiskiskipaflotanum
hefur áherslan verið á betri nýtingu olíu sem aflgjafa og minnkun á losun . Það hefur mikið áunnist í þeim málum með
tilkomu nýrra skipa sem hafa verið hönnuð með þessi sjónarmið í huga .
Hvað viltu segja við þá sem ekki hafa mikla þekkingu á þessum bransa?
Ætli það sé ekki gamli góði frasinn sem á alltaf við „ Það byrjar enginn vanur“
það á við í öllu sem við tökum okkur fyrir hendur Ef þú hefur áhugann þá kemur þekkingin . Það vill haldast í hendur .
Ef þig langar að starfa sem vélstjóri til sjós þá er ekkert annað að gera en að bera sig eftir því
Er eitthvað frábrugðið því að vera vélstjóri á uppsjávarskipi en t.d. skuttogara?
Það vill þannig til að ég hef róið megnið af mínum sjómannsferli akkúrat á þessum 2 veiðiflokkum
Vélstjórastarfið er í eðli sínu ekkert ósvipað . Það snýst um að láta hlutina ganga vel og sinna hefðbundnum vélstjórnarstörfum en á uppsjávarskipunum bera vélstjórar ábyrgð á kælingu aflans með RSW kerfum og það er gríðarlega mikilvægt að það sé alltaf eins og best verður á kosið . Það er metnaður í okkur að skila sem bestri afurð af okkur og lykillinn þar er kæling Við sjáum líka um að undibrúa
48 | SKRÚFAN
lestarnar með fyrirfram ákveðnu magni af köldum sjó og lestum aflan í tanka ásamt því að melda osfv Svo er Polar Amaroq einnig fullvinnsluskip sem getur flakað og fryst allan aflann þannig það er oft hamagangur í öskjunni við að láta allt ganga upp
Það eru einnig allt aðrar veiðiaðferðir og meiri skorpuvinna á uppsjávarveiðunum Á togurum getur þú beitt þér í flestum tegundum allt árið og stýrt samsetningu aflans nánast efir hentisemi . En á uppsjávarveiðum þá er bara stuttur gluggi þegar fiskurinn er á ferðinni og kvótinn þarf að nást þá .
Kynning á skipinu þínu og helsti búnaður
Polar Amaroq er grænlenskt fjölveiðiskip sem veiðir uppsjávartegundir með flottroll og hringnót
Skipið er mjög öflugt og fjölhæft
sem bæði er hægt að nýta sem tankskip og frystiskip Við erum með 2578 m3 tankrými í RSW tönkum Við breytum svo center tönkunum yfir í frystilestar þegar við frystum . Þeir bera 35000 kassa af frystum afurðum sem geta verið 560 tn og upp í 700 tn eftir tegundum Við löndum aflanum ýmist í Danmörku,Færeyjum og Íslandi
Smíðaár 2004
Lengd 86 mtr
Breidd 14,65
Djúprista 8 mtr
Aðalvél Wartsila 12V32 5520 kW
Hjálparvélar 2 x Caterpillar 3508B 968 kW
Vökvakerfi KARM
4 stk kranar-niðurleggjari- 2x fiskidælurTogvindur-Snurpuvindur-2x flottromluspil-kraftblökk -milliblökk-Frelsaravinda kapalvinda ankerisvinda og hjálparvindur og fleiri smærri notendur .
49 | SKRÚFAN
Frystikerfið er cascade kerfi . Við keyrum co2 kælimiðil á frystitækin okkar . Kolsýran er kæld í ammoníak kældum eimsvala Þannig þetta eru 2 kerfi sem vinna saman og gefa okkur mjög lágt uppsuðuhitastig í frystitækjunum okkar sem að endingu skila mjög miklum afköstum Metið okkar eru 206 tonn af afurðum á sólarhring Það má líkja þessu kerfi við viljugan veðhlaupahest sem líður best í botnkeyrslu .
Helstu componentar eru
4 stk stimpilpressur Co2 hlið
2 skrúfupressur Nh3 hlið
13 Lóðrétt frystitæki . 10 af tækjunum eru með sjálfvirkri afhleðslu og 3 eru manual .
3 stk Co2 vökvadælur
RSW kerfi
2 sjálfstæð Nh3 RSW kerfi til að kæla sjó/afla í kælitönkum
Vinnsla
5 stk VMK Flökunarvélar
Vacuum kerfi
3 stk vacuumdælur til að flytja aflann úr kælitönkum í vinnslu og til að landa
2 stk sjálfstæð sjókælikerfi til að forkæla aflann í bufferkörum
Þetta er ekki tæmandi listi og aðeins stiklað á stóru .
Að lokum vil ég óska útskriftarnemum til hamingju með áfangann og óska þeim velfarnaðar í starfi til sjós og lands á komandi starfsferli .
Sigurjón Veigar Þórðarson.
Yfirvélstjóri Polar Amaroq GR 18-49
Augl. Skrufan - Stærðin er 140mm x 185mm.
Með allt á tæru áður en lagt er úr höfn
Delo smurolían tryggir hámarksnýtingu eldsneytis, dregur úr sliti og stuðlar að betri endingu vélar og vélarhluta.
Exide rafgeymar eru sterkir og áreiðanlegir og henta vel við íslenskar aðstæður þar sem allra veðra er von.
51 | SKRÚFAN
Ráðgjafar Olís veita allar nánari upplýsingar í síma 515 1100 eða á pontun@olis.is
Orkuskipti í Hafnarfjarðarhöfn
Afkasta
miklar landtengingar
teknar í notkun hjá
Hafnarfjarðarhöfn 10 til 13 júní 2022.
Hafnarfjarðarhöfn er fyrsta höfnin á Íslandi til að bjóða viðskipavinum sínum að tengjast öflugum rafmagnslandteningum þar sem skip geta fengið afl allt að 1,2 MW.
Skip geta með þessum nýju landtengingum fengið rafmagn sem er í samræmi við rafmagnskerfi skipsin þ e a s 400, 440 eða 690 Volt á 50 eða 60 riðum .
Fyrsta tenging var föstudaginn 10 júní 2022 þegar frystitogarinn Baldvin Njálsson Gk 400 tengdist 440 voltum á 60 riðum
Farþegaskipið Le Bellot í eigu franska fyrirtækisins Le Ponant tengdist nýju kerfi
13 . júní 2022 Það er jafnframt í fyrsta skipti sem skipið tengdist landstraum
Umhverfisáhrif.
Með því að landtengjast þurfa skip ekki að brenna jarðefnaeldsneyti við bryggju . Sagt
er að um 14 % eldsneytis notkun skipa sé við bryggju .
Það er ljóst að skip almennt eru ekki tengiklár, kostaður við að gera þau tengiklár er ekki mjög mikill og vonandi verður mikil breyting hér á, sérstaklega þegar geta hafna er þannig að þau geta tengst rafmagni sem hentar þeim .
Sumarið 2022 kom farþegaskipið Le Bellot 10 sinnum til Hafnarfjarðarhafnar, skipið notaði afl um 700 kW sem gerir um 25 .000 kWh i hverri inniveru . Minnkun górðurhúsa mengunar við hverja innveru
Le Bellot er um 17 .500 kg CO2 eða 17,5 tonn og m v 10 inniverur um 175 tonn CO2 Einnig hefur þetta mikil áhrif á loftgæði þar sem ekki verður til NOx, fastar agnir PM10 og PM2,5 og engar sótagnir SOx . Einnig má hafa í hugað að með landtenginu minnkar hávaði verulega frá skipum Farþegaskipin koma yfir sumartímann og nú þegar er ljóst að þau koma oftar til Hafnarfjarðarhafnar sumarið 2023
52 | SKRÚFAN
og með nýjum landtengingum verður hægt að koma í veg fyrir enn meiri loftmengun samanborið við árið 2022
Tæknin
Tæknin á bakvið þessar öflugu landtengingar er fólgin í því að vera með háspennutengil við skips hlið og við hann er síðan tengdur spennubúnaður þar sem hægt er ráða því hvort spennan er 400, 440 eða 690 Volt og hvort tíðnin er 50 eða 60 rið .
Tvær háspennutengingar eru í Hafnarfjarðarhöfn ein á Hvaleyrarbakka og önnur á Suðurbakka Spenna og tíðnisbúnaður er í sér útbúnum flytjanlegum gámum, tveir 10 feet og einn 20 feet . Til að flytja rafmagnið um borð er notaðar rafdrifnar kapalvindur af Zinus gerð þar sem hver rafmagnskapal getur flutt 350 amper
Framkvæmdin
Framkvænd verkefnisins var í tveimur þáttum annars vegar Háspennuhluti og hins vegar lágspennuhluti Eftir útboð á háspennuhluta var samið við fyrirtækið Orkuvirki sem annaðist framkvæmdir við uppsetningu á Hvaleyrarbakka og Suður-
bakka . Hönnun á háspennuhluta var í höndum Jón Björns Bragasonar rafmagnstæknifræðings B Sc, MBA
Lágspennubúnaður var boðin út sem „turnkey“ verkefni m .v. skilgreindar þarfir . Ríkiskaup annaðist útboðið í samræmi við tæknilýsingu J2B ráðgjöf og Sætækni ehf .
Fyrirtækið PSW Power and Autimation, norskt fyrirtæki var með lægsta tilboð og samið var við þá .
Undirbúningur Hafnarfjarðarhafnar að þessu verkefni hófst í maí 2020 að tillögu Hafnarstjóra Lúðvíks Geirssonar og með samþykkt hafnarstjórnar Hafnarfjarðar hafnar þann 31 maí 2020, þannig að verkefnið hefur tekið tvö ár frá því undirbúningur hófst og fram að verklokum . Þetta er fyrsti áfangi í stærra verkefni sem kallast „ framkvæmdir við Hafnarfjarðarhöfn við landtengingar árin 2020 til 2025“ . Áætlað er að heildar kostnaður verði um 600 milljónir króna en þessi fyrsti áfangi er um 240 milljónir króna
Verkefnisstjórn f h Hafnarfjarðarhafnar annaðist Sætækni ehf, Gunnar Hörður Sæmundsson véltæknifræðingur á orkusviði B .Sc, MBA
53 | SKRÚFAN
Stálvík - ungt fyrirtæki á uppleið
Stálvík
Stálvík er ungt fyrirtæki en engu að síður með reynslu mikla menn í brúnni . Fyrir tækið hefur verið starfandi síðan haustið 2019 og eru eigendur þess þeir Sigurður Kristinn Lárusson og Jón Trausti Sverrisson . Strax í upphafi varð eftirspurnin mikil á þeim mörkuðum sem Sigurður og Jón höfðu starfað á í gegnum tíðina Á fyrstu mánuðum starfseminnar var verkefnastaðan orðin þannig að ráða þurfti fleira starfsfólk . En það er ekki alltaf auðvelt að finna starfskrafta á lausu á sviði málmiðnaðar auk þess sem gera má ráð fyrir að góðir starfsmenn séu ekki alltaf tilbúnir að fara úr góðu starfi og ráða sig til nýs fyrirtækis sem gæti verið brothætt Nokkrir höfðu þó trú á okkur og ákváðu að taka slaginn og færa sig yfir til Stálvíkur . Fyrirtækið hóf starfsemi í 300 m2 húsnæði við Hvaleyrarbraut 24 í Hafnarfirði, en færði fljótlega út kvíarnar í 500 m2 rými auk 100 m2 lagerhúsnæðis í næstu götu . Nú er unnið að því að stækka verkstæðið um 360 m2 . Þegar sú stækkun verður komin í gagnið verður húsnæðið orðið í 900 m2
Heildarlausnir
Stálvík tekur að sér ýmsa nýsmíði en annast einnig viðhald og viðgerðir . Boðið er upp á heildarlausnir; viðskiptavinirnir koma með óskir, þeim er svarað með hugmyndum sem leiða til hönnunar og síðan er teiknað . Niðurstaðan er svo gjarnan smíði á stálvirki eða búnaði sem hefur verið smíðaður sem allra næst eftir hugmyndum viðskiptavinarins hverju
sinni . Til þess að verklag af þessu tagi sé framkvæmanlegt þarf hóp af fólki þar sem hver og einn er með þekkingu á sínu sviði .
Hjá Stálvik starfar breiður hópur fólks
á sviði stálsmíði, rafsuðu, vélaviðgerða og verk- og tæknifræði . Í dag eru helstu viðskiptavinir fyrirtækisins stóriðjur, orkugeirinn og sjávarútvegsfyrirtæki Stálvík tekur einnig að sér verkefni fyrir minni aðila en að undanförnu hefur eftirspurnin verið það mikil hjá stórfyrirtækjum að áherslan hefur verið mun meiri á þeim vettvangi
Verkefnastjórnun
Oftar en ekki tekur Stálvík að sér stærri verkefni sem kalla á aðkomu annara verktaka Oft og tíðum er um að ræða framkvæmdir sem kalla á tugi manns, jafnvel verktaka á ólíkum fagsviðum, stundum með ívafi verkefnastjórnunar milli þessara hópa þannig að síður verði árekstrar . Í sumum þessara verkefna þarf að vinna innan afmarkaðs tímaramma þar sem nauðsynlegt reynist að stöðva vélbúnað og gera hlé ákveðinni starfsemi til þess að viðhald og endurbætur geti farið fram . Verkefni af þessu tagi krefjast vandaðs
Eigendur fyrirtækisins
54 | SKRÚFAN
undirbúnings þar sem hvert smáatriði þarf að skipuleggja í þaula Í þessu sambandi getur þurft að hugsa fyrir aðkomu annarra verktaka, ásamt iðnaðarmönnum sem gætu verið í öðrum verkefnum á sama svæði Innan Stálvíkur er yfirgripsmikil þekking og reynsla af skipulagi af þessu tagi þar sem ekkert má falla á milli skips og bryggju .
Áreiðanleiki og fagmennska
Allt kapp er lagt á að verkefni þau sem Stálvík tekur að sér séu leyst af hendi af fyllstu kostgæfni og fagmennsku og að það sem sagt er standi . Oft eru aðstæður þannig að það er ekki endilega kostnaður viðhaldsins sem skiptir máli þegar búnaður er stöðvaður meðan á því stendur, heldur getur verið um að ræða breytingar og betrumbætur sem skilað geta miklum tekjum fyrir verkkaupa . Einnig getur verið um búnað að ræða sem er hluti af keðju sem sem getur reynst gríðarlega kostnaðarsamt að stöðva . Það er mjög krefjandi að vinna undir slíkri pressu og er starfsfólk Stálvíkur með framúrskarandi hæfileika í að vinna
við slíkar aðstæður samhliða því að hafa fagmennskuna í fyrirrúmi Það má því til sanns vegar færa að vinna við slíkar aðstæður sé í raun okkar sérstaða . Við erum í þessu af lífi og sál og kappkostum alltaf að sinna viðskiptavinum okkar sem best við megum
Eigendur Stálvíkur gera því miklar kröfur til starfsfólks síns sem eins og áður hefur komið fram þarf að skila verkefnum af sér í hæstu gæðum En það, að fá gott starfsfólk, er einmitt stærsta áskorun fyrirtækja í málmiðnaði Það er mikil vöntun í faginu og Stálvík er að keppa við stór fyrirtæki sem eru jafnvel í eigu sjóða, stofnanna eða banka um hæft fólk sem getur verið ansi krefjandi
Tómstundahúsið okkar
Þessu tengt hafa fyrirtæki verið að gera allskonar hluti til að auka ánægju starfsfólks Í Stálvík höfum við brugðið á það ráð að útbúa aðstöðu fyrir starfsfólk þar sem hægt er að sinna ýmsum viðgerðum í tengslum við áhugamál . Þar má finna meðal annars bílalyftu og verkfæraborð
55 | SKRÚFAN
ásamt alls konar tækjum og búnaði, enda er það oft svo að áhugamál þeirra sem vinna í smiðjum tengjast bílum, vélum og tækjum
Áhrif Covid
Áhrif Covid heimsfaraldursins á rekstur Stálvíkur beit vissulega fyrirtækið eins og flesta aðra Það voru gerðar allskonar kúnstir til að lágmarka hugsanlegt rekstrartjón enda voru ekki aðstæður fyrir hendi til þess að bjóða fólki að vinna að heiman . Það vildi svo heppilega til að í upphafi faraldursins, þegar staðan var sem verst og enginn þorði út úr húsi, að Stálvík hafði tekið að sér stórt tveggja mánaða verkefni sem var unnið bæði á verkstað og á verkstæði fyrirtækisins í Hafnarfirði . Þannig var starfsemin hólfuð niður með auðveldum hætti til að byrja með Seinna í faraldrinum var annað húsnæði tekið á leigu og starfseminni skipt í tvennt með tilheyrandi kostnaði . Einnig var þess gætt að stjórnendur héldu alltaf fjarlægð til að koma í veg fyrir smit og lágmarka hættuna á rekstrarstöðvun Þrátt fyrir allt missti Stálvík auðvitað starfsfólk í sóttkví og covid . Stálvík sótti lítið sem ekkert af styrkjum til hins opinbera vegna covid enda töldu eigendur fyrirtækið ekki vera í þeirra stöðu Það var skoðun eigenda Stálvíkur að styrkir hafi verið ætlaðir þeim sem voru í rekstralegum vandræðum, Stálvík var ekki þar .
Þegar líða tók á faraldurinn streymdu verkefnin svo inn, sérstaklega í tengslum við fyrirtæki sem nýttu tækifærið til að fara í viðhald og viðgerðir sem höfðu setið á hakanum .
Ánægja starfsfólks
Frá upphafi hefur verið mikill meðbyr með Stálvík sem eigendur hafa nýtt vel til að efla reksturinn og má glögglega greina hann enn þann dag í dag . Aðilar
56 | SKRÚFAN
sem þekkja til vilja fá starfsfólk Stálvíkur til að leysa hin margvíslegustu verkefni og hefur fyrirtækið því stækkað hratt og gengur vonum framar
Í dag starfa um 20 manns hjá fyrirtækinu en þeir þyrftu helst að vera 30 . Þetta er einvalalið og andrúmsloftið og starfsánægjan er með betra móti Við leggjum mikið upp úr góðum tækjakosti og reynum ávallt að gera vel við starfsfólk okkar .
Myndir úr skólalífinu
58 | SKRÚFAN
59 | SKRÚFAN
“Okkur vantar alltaf vélstjóra og vélvirkja til starfa”
Framtíðin háð menntun og þekkingu
Sveinbjörn Pálsson sviðsstjóri skipaþjónustu
Slippsins
Slippurinn
Slippurinn Akureyri er leiðandi fyrirtæki á sínu sviði og veitir alhliða þjónustu við sjávarútveginn, bæði hér á landi og erlendis Fyrirtækið býður heildarlausnir í hönnun, þróun og endurnýjun á skipum og búnaði þeirra, auk þess sem landverkefnum hefur fjölgað jafnt og þétt á undanförnum árum . Sveinbjörn Pálsson sviðsstjóri skipaþjónustu Slippsins segir að lögð sé áhersla á að starfsmenn fái tækifæri til að þróast í starfi, enda verkefni fyrirtækisins fjölþætt . Hann sér fyrir sér að erlendum verkefnum fjölgi á komandi árum og stefnt sé að því að þjónusta fiskeldi, enda mikil uppbygging þar í farvatninu Sveinbjörn hvetur ungt fólk til að huga að námi í vélvirkjun og vélstjórn . Skrúfan tók Sveinbjörn tali, sem lítur björtum augum til framtíðar .
“Já, ég segi hiklaust að það verður veruleg þörf á vélvirkjum og vélstjórum á komandi misserum, hvort sem við erum að tala um þjónustu við skip eða framleiðslu vélbúnaðar og ýmissa hátæknilausna í matvælageiranum Tækniframfarir eru örar og málmiðnaðurinn hefur tekið miklum breytingum, rétt eins og flestar atvinnugreinar . Þessi þróun kallar eðlilega á sérhæft og vel menntað starfsfólk á öllum sviðum Starfsmenn hefja yfirleitt störf við almenna vélavinnu og fá tækifæri til að vaxa og dafna í starfi, til dæmis með því að færa sig milli deilda . Það segir sig sjálft að framtíð fyrirtækisins er háð menntun og þekkingu starfsfólksins og einmitt þess vegna er lögð áhersla á að hver og einn hafi möguleika á því að vinna að fjölbreyttum verkefnum og bæta þannig við sig nýrri þekkingu . Á undanförnum árum hefur Slippurinn tekið að sér flókin og vandasöm
Ný ljósavél sett um borð í Guðmund í Nesi RE
13 haustið 2022
62 | SKRÚFAN
verk og tekist að leysa þau með náinni samvinnu við starfsmenn á svo að segja
öllum stigum ”
Vantar fleiri vélstjóra og vélvirkja
Starfsmenn Slippsins eru um 150 um þessar mundir, þar af eru vélvirkjar hátt
í fjörutíu Slippurinn opnaði starfsstöð
í Grindavík á síðasta ári, keyptar voru fasteignir, vélar og tæki Martaks á staðnum .
Með kaupunum fluttust tíu starfsmenn Martaks til Slippsins . Sveinbjörn segir að hjá Slippnum séu margir starfsmenn með
Rýnt í næstu skref. Skrúfa og öxull tekin aftur
Vilhelm Þorsteinssyni EA 11
mikla og víðtæka starfsreynslu sem deili þekkingu og reynslu til hinna yngri .
“Vélstjórar, vélvirkjar og nemar eru flestir í skipaþjónustu- eða framleiðslusviði, samtals um tuttugu og fimm Skipaþjónustan sér um skip og báta sem koma í slipp hérna á Akureyri en framleiðsludeildin sér meðal annars um að setja upp vinnsludekk í skip, bæði innlend og erlend Sú deild framleiðir líka ýmsan búnað og lausnir fyrir matvælavinnslur, þar sem íslenskt hugvit og þekking er í öndvegi .
Í Grindavík eru starfsmenn með þessa menntun og aðrir innan fyrirtækisins starfa við hönnun, verkefnastjórn og fleira Verkefnastaðan er reyndar svo góð að okkur vantar alltaf vélvirkja eða vélstjóra til starfa, þannig að ég hvet ungt fólk til að huga að námi í þessum greinum Ýmis fyrirtæki í málmiðnaði hafa svipaða sögu að segja um verkefnastöðuna . Menntun vélfræðinga er fjölþætt og þeir öðlast yfirleitt góða og yfirgripsmikla þekkingu, sem kemur að góðum notum við úrlausn verkefna út í atvinnulífinu ”
Mannauðsstefna
“Já klárlega er markmiðið að ráða, halda
63 | SKRÚFAN
Samvinna er lykilatriði. Þór rennismiður og Sveinbjörn ræða úrvinnslu verkefnis
í og efla starfsfólkið með öllum tiltækum ráðum, enda er í mannauðsstefnu Slippsins sérstaklega fjallað um þessa þætti Þar er meðal annars undirstrikað að fyrirtækið veiti starfsfólki tækifæri til starfsþróunar ásamt endur- og símenntun . Sömuleiðis er lögð er áhersla á að starfsfólk sýni frumkvæði til starfsþróunar, sem ég tel mikils virði fyrir heildina Eins og ég sagði áðan er framtíð fyrirtækisins háð þekkingu starfsfólksins, einmitt þess vegna er skýr mannauðsstefna svo mikilvæg .”
Góður tækjakostur nauðsynlegur
í harðri samkeppni
“Slippurinn keppir á hörðum alþjóðlegum markaði og góðu heilli eru erlend verkefni nokkuð stór hluti starfseminnar, þannig hefur það verið undanfarin ár Til þess að geta keppt á slíkum markaði er nauðsynlegt að vera vel tækjum búinn og ég tel Slippinn vera í nokkuð góðum málum hvað þetta varðar . Sem dæmi um nýlegar fjárfestingar í tækjabúnaði nefni ég tölvustýrða CNC rennibekki og fræsara, búnað til lagnavinnu í plasti og fyrir ryðfríar lagnir . Til þess að veita verkkaupum skilvirka þjónustu og skila hagkvæmum og vönduðum úrlausnum á umsömdum tíma
er nauðsynlegt að tækjakosturinn sé sem bestur . Þannig náum við því markmiði að uppfylla þær gæðakröfur sem gerðar eru til okkar Ef þessir þættir eru ekki stöðugt undir smásjánni, er ég ansi hræddur um að viðskiptavinirnir leiti fljótt á önnur mið . ”
Margir boltar á lofti
“Já, það margt í pípunum hjá okkur og full ástæða til að vera bjartsýnn Við höfum alltaf lagt áherslu á faglega þjónustu, sem er líklega ástæðan fyrir því að viðskiptavinirnir koma aftur til okkar . Í byrjun þessa árs opnaði Slippurinn sérstakt vöruþróunarsetur, þar sem sérhæfðir starfsmenn vinna að hönnun og þróun margvíslegra tæknilausna í matvælavinnslu . Vöruþróunar setrið er einmitt liður í því að sækja fram, svo sem í tengslum við gríðarlega uppbyggingu á fiskeldi Við erum með vöruþróunarverkefni sem lúta bæði að vinnslu á hvítfiski og eldisfiski, þannig að það eru sannarlega margir boltar á lofti hjá okkur . Þegar sótt er fram, er lykilatriði að áhöfnin sé skipuð dugmiklu starfsfólki og traustum eigendum sem hafa skýra framtíðarsýn,” segir Sveinbjörn Pálsson sviðsstjóri skipaþjónustu Slippsins .
Loftmynd af afhafnasvæði Slippsins á Akureyri
Svör við krossgátu
Útskriftarnemar Véltækniskólans þakka veittan stuðning
Lárétt 1 Börkur 3 . Vetni 6 . Pelton 8 . Magni 10 Kvikasilfur 12 Alkul 13 . Töflubókin 14 . Eimari 15 . Tvígegnis 16 Ohmslögmálið 21 Newtonmetrar 22 Blökk 23 . Pascal 24 . PID reglun 26 . Stjórnborðsmegin Lóðrétt 2 Koltvísýrningur 4 . Ellefu 5 . Togvíraklippur 7 . Segull 8 Rekfer 11 Snittteinn 17 . Sveifarás 18 . Ásafl 19 . Barði 20 Kokkur 25 Sjómíla 27 Slæða 28 . Inert 29 . Halamið 30 . Hreinlæti
66 | SKRÚFAN
Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur
Félag vélstjóra og málmtæknimanna Landsfélag í vél- og málmtækni
Fagmenn til sjós og lands
VM-Félag vélstjóra og málmtæknimanna er meðal stærstu fag- og stéttarfélaga landsins. Vélstjórar og málmiðnaðarmenn eiga margt sameiginlegt bæði í námi og á vinnumarkaði.
Kynntu þér málið á www.vm.is
VIÐ TÖKUM LANDSTÍMIÐ MEÐ
ÞÉR