Embla - Tómas Arnar Erlingsson

Page 1

GRAFÍSK MIÐLUN 7. TBL. 11. ÁRG. HAUST 2022
Vatnagarðar 20 | 104 Reykjavík | Sími 590 6400 Netfang idan@idan.is | Veffang www.idan.is Ekki koma af fjöllum! Komdu til okkar og fáðu uppfærslu, við kennum þér á allt það nýjasta. Hjá okkur eru sérfræðingar á mörgum sviðum iðngreina – Prent- og miðlunargreinar – Nýsköpun – Bílgreinar – Stjórnun og rekstur – Tölvuteikning og hönnun – Matvæla- og veitingagreinar – Bygginga- og mannvirkjagreinar – Málm- og véltæknigreinar Kynntu þér málið og skannaðu QR-kóðann

Leiðari

Jæja, þá fer minni skólagöngu í tækniskólanum að líða undir lok og Emblan tilbúinn. Þessi skólaganga mín í tækniskólanum hefur verið fremur skrautleg þar sem ég náði sirka 2 “venjulegum” önnum af 7 vegna smávægilegar flensu sem að gekk yfir sem hét ýmsum nöfnum eins og kórónuvírusinn, SARS-CoV-2, kína vírusinn en fékk síðan nafnið COVID-19 en síðan héldu allir að þetta væri búið en þá eignaðist covid nokkur börn og fengu þau nöfnin afla, beta, gamma og síðast enn ekki síst delta. Ótrúlegt en satt hef ég ekki enn þá daginn í dag greinst með Covid-19( 7-9-13) og vona að þetta fari að hætta.

En síðan loksins þegar við komum á seinn önnina í grafískri miðlun héldum við að við værum orðinn örugg en það var heldur betur ekki þá fengum við eitt stykki tölvuárás á skólann og gátum ekki gert neitt í u.þ.b. viku þar sem öll gögnin okkar voru farinn.

Núna ætla ég að hætta að röfla og leyfa þér að fara lesa þetta skemmtilega tímarit sem að ég var að brjóta um og vona að þið hafið gaman að lesa það. Þetta tímarit fjallar svolítið um áhugasviðin mín þessa stundina.

Ég segi þá bara Bon Appétit og Adiós!

Umbrot og hönnun Tómas Arnar Erlingsson

Hönnun forsíðu Tómas Arnar Erlingsson

Útgefandi Upplýsingatækniskólinn

Prentun

Upplýsingatækniskólinn

Letur

Univers 45 Light 9/13 Univers 55 Roman 9/13

Univers 65 bold 9/13

SÍÐA

Tómas Arnar Erlingsson Tómas Arnar Erlingsson

Komið þið heil og sæl. Tómas heiti ég en er stundum kallaður Tommi. Ég er 19 ára og er fæddur þann 3. október árið 2003. Það var ár geitarinnar samkvæmt kínverska dagatalinu. Ég er fæddur og uppalinn í Reykjavík en á ættir mínar að rekja víða um landið og út fyrir land steinana en það breytir því ekki að ég hef alltaf búið í 105 hverfinu. Vorið 2019 útskrifaðist ég úr Háteigsskóla og færði mig bara yfir götuna í Tækniskólann. Ég valdi þetta nám af því að ég hugsaði með sjálfum mér að ég hef ekkert að gera við það að vera náttúrufræðistúdent og betra að velja eitthvað sem er skemmti legt og gæti nýst mér beint eftir skólann. Ég bætti við tveimur auka önnum til að klára þá áfanga til að útskrifast sem stúdent samhliða grafískri miðlun.

Það sem kveikti áhuga minn á þessu námi í Tæknskólanum var þegar ég keypti mína fyrstu myndavél eftir fermingu. Ég fór að taka landslagsmyndir og planið var sett á að læra ljósmyndun. Í Háteigsskóla kveiknaði áhugi

hjá mér á Photoshop þegar ég fór í Photoshop áfanga og lærði margt þar. Þegar ég hóf síðan nám í Tækniskólanum ákvað ég frekar að læra grafíska miðlun en ljósmyndun þar sem ég var bara nokkuð góður í Adobe forritunum. Áhugasviðið mitt hefur hinsvegar alltaf verið íþróttir og útivist. Ég æfði fótbolta með Val í 11 ár, en ég var líka í tíma í skylmingum hjá Skylmingafélagi Reykjavíkur. En eftir að ég hætti í fótbolta haustið 2019 fann ég mér bara eitthvað annað að gera og ákvað að prófa að fara í unglingadeild hjá Björgunarsveitinni Ársæli og eftir að ég var búinn í unglinga deildinni kom ekkert annað til greina en að halda áfram í starfinu. Nú eyði ég flestum kvöldum vikunnar á æfingum með sveitinni. Einnig fór ég að stunda fjallaskíði eftir að ég hætti í fótbolta en ég er búinn að vera á skíðum síðan ég var 5 ára.

Fjallaskíði

Hugtakið fjallaskíði (e. ski touring) eða að skinna, vísar til skíðaiðkunar sem eru stunduð utan hefð bundinna skíðasvæða þar sem leiðir eru merktar og eru undir eftirliti. Til að að komast á toppinn er ekki notast við skíðalyftur né annars konar flutning, líkt og er gert í „backcountry skiing“.

Það má segja að fjallaskíði sameini þætti frá fjalla mennsku, alpagreinum, norrænum skíðagreinum (gönguskíðum) og Telemark. Eitt af því sem ein kennir fjallaskíði er að hælar skíðamannsins eru „frjálsir“, þ.e. að skíðaskórnir eru ekki bundnir við skíðin. Með því að hafa hælana frjálsa verða svifhreyfingar eðlilegri þegar er farið yfir lands lag sem er allt frá því að vera flatlendi og yfir í þverbrattar hlíðar.

Á undanförnum árum hefur iðkun á fjallaskíð um átt í auknum vinsældum meðal skíðafólks. Hluti af þessum auknum vinsældum má rekja til þess að skíðafólk reynir að finna svæði þar sem er nýfallinn snjór. Þeir sem stunda fjallaskíða mennsku, þurfa að hafa góða leiðsögukunnáttu og þekkingu til að greina t.a.m. hvar séu mögu legar snjóflóðahættur, sem er sambærileg þekking og þarf að búa að þegar stunduð er hefðbundin vetrar fjallamennska.

Skíði og snjóbretti Sá skíðabúnaður sem reynist best í ótroðnum snjó, eru skíði eða snjóbretti sem eru frekar létt og breið en einnig stillt fyrir langar göngur upp í mót. Snjóbrettafólk nota oft snjóbretti sem eru kölluð splitboards. Þessum brettum hægt að skipta í tvo helminga, þannig að þau líta út eins og breið skíði og hægt er að setja undir þau skinn svo hægt sé að ganga á þeim upp brekkur. Sé ekki notast við splitboards, notast margt snjóbrettafólk við snjóþrúgur. Í raun er tæknilega hægt að nota flest skíði við ótroðnar aðstæður, en þeir sem stunda fjallaskíðamennsku velja frekar skíði sem eru létt til að minnka áreynslu við að labba á þeim. Einnig eru breiðari skíði betri í púðursnjó þar sem þau fljóta ofan á snjónum.

Skinn

Til að geta gengið á skíðum upp í mót eru svoköll uð skinn sett undir þau. Skinnin eru oftast gerð úr nylon eða mohair efni sem er hannað til að líkja eftir selskinni og leyfa skíðunum að renna fram og upp á við, en ekki aftur á bak eða nið ur. Gerviskinnin grípa venjulega betur, á meðan mohairskinn úr Angora geitahári renna betur. Í flestum tilfellum eru skinnin fest á skíði eða splitboard með lykkju sem smeygt er yfir tána á skíðunum, þau límast síðan föst við botn þeirra með margnota lími og er svo klemma fest við hinn enda þeirra.

Bindingar

Bindingarnar fyrir fjallaskíði eru örlítið frábrugðn ari hefðbundnum bindingum þar sem þær eru búnar þeim eiginleika að hægt er að vera með hælana laus þegar er gengið upp í mót. Nútíma fjallaskíðabindingar eða „A.T.“ bindingarnar koma í tveimur mismunandi útfærslum, þ.e. tæknibindingar eða ramma-bindingar. Þegar talað er um tækni-bindingar, þá er verið að tala um svo kallaðar pinna-bindingar sem nota svokallað pinna tækni sem læsist við tána á fjallaskíðaskóm. Þegar notaðar eru ramma-bindingar þá er hægt að nota hvaða alpaskíðaskó sem er því þær læsast utan um skóinn. Tækni-bindingar eru léttari og hannað ar með þægindi í huga, á meðan ramma-bindingar eru hannaðar fyrir meira hnjask.

6 | Embla
Texti: Tómas Arnar. Myndir:Unsplash myndabankinn

Skíðaskór (klossar)

Það sem gerir fjallaskíðaskó frábrugðna frá alpa skíðaskóm, er fyrst og fremst að þeir eru með göngu- og skíðastillingu. Göngustillingin gerir skíðafólki kleift að beygja ökklana á meðan skíða stillingin læsir hælnum á skónum svo hægt sé að skíða niður brekkur.

Öryggisbúnaður

Við iðkun vetraríþrótta skal ávallt nota hjálm til að verja eitt mikilvægast líffærið okkar, höfuðið. Þeir sem stunda vetrarfjallamennsku og sér í lagi þeir sem stunda að skíða í óbyggðum ber skylda að vera með á sér hinu heilögu þrenningu, þ.e. snjóflóðaýlir, skófla og snjóflóðastöng. Þetta er nauðsynlegur búnaður þar sem fólk getur átt á hættu að bæði setja af stað snjóflóð og sömuleiðis lenti í þeim. Það er mikilvægt að fólk kunni að lesa í aðstæður til að geta metið hvort það sé öruggt að halda för áfram. Slíka þekkingu er hægt að sækja á sérstökum snjóflóða námskeiðum hjá ferðafélögum eða björgunarsveitum.

Alltaf áður en lagt er á stað í ferðir á fjöll í vetrarað stæðum þarf að fylgjast með veðurspánni og sér staklega með snjóflóðaspánni hjá www.vedur.is

Snjóflóðaýlar eru notaðir til að staðsetja grafin einstaling í snjóflóði sem að ber á sér ýli

Snjóflóðastöng er notuð til að finna manneskjuna

Skóflur úr áli eru notaðar vegna þess hversu léttar þær eru

Við erum ávalt til staðar allan ársins hring Rás 16 er neyðarrás sjófarenda og alltaf opin. Skannaðu QR-kóðann

Texti af vef landsbjargar-

Endurnýjun björgunarskipa

Slysavarnafélagið Landsbjörg á og rekur 13 stór björgunarskip sem einingar félagsins hafa ákveðið að hafa í sinni umsjá til þess að sinna útköllum á sjó á hafsvæðinu við Ísland. Félagið hefur í einni eða annarri mynd rekið björgunarskip allt frá því á árinu 1928 þegar að Slysavarnafélags Íslands er stofnað.

Undirbúningur hófst 2017

Unnið hefur verið að undirbúningi endurnýjunar björgunarskipa síðan 2017 formlega, en einingar félagsins hafa þó óformlega unnið undirbúning að því marki að endurnýja öll björgunarskipin til mun lengri tíma. Björgunarskipin 13 sinna núna á bilinu 60–100 verkefnum á ári, allt frá aðstoða við léttari bilanir til alvarlegri útkalla s.s. veikinda sjómanna, leka í skipum o.fl.

Á vordögum 2019 lauk vinnuhópur ráðuneyta við skýrslu aðgerðaráætlunar er varðar endurnýjun björgunarskipa og byggir endurnýjun skipana sem nú er hafinn á þeirri vinnu. Samkomulag var síð an gert við Dóms- og Fjármálaráðuneytið 2021 um helmings fjármögnun á 3 skipum á árunum 2021–2023, sem boðin hefur verið út og hefst smíði á nýjum skipum seint á árinu 2021.

Skipin hafa þjónað sjófarendum í 25 ár Þau 13 björgunarskip sem nú þegar eru gerð út eru flest af Arun Class gerð sem fengust á gjafarverði frá Konunglegu Bresku Sjóbjörgunar samtökunum (RNLI). Skipin eru smíðuð á árunum 1978 til 1990 og hafa núna í rúm 25 ár þjónað íslenskum sjófarendum dyggilega. Þessu skip eru því kominn verulega til ára sinna og þyngist viðhaldsrekstur á þeim á hverju ári, stærri bilan ir gera vart við sig og þykir hvorki aðstaða né ganghraði samræmast þeim breytingum sem hafa orðið á útgerðamynstri íslenskra útgerða nútímans. Þrjú af þrettán skipum félagsins eru af annarri gerð en samt öll en 25 ára og þarfnast því líka endurnýjunar eins fljótt og auðið er.

Algengt er að önnur sjóbjörgunarsamtök miði við að sýn skip verði ekki eldri en 15 ára, og ef þau eru notuð lengur en það þá sé allur tæknibúnaður endurnýjaður í þeim skipum á inna við 12–15 árum og skipin þá ekki notuð lengur en til 30 ára.

Smíði hafin á nýjum björgunarskipum Að loknu útboði á fyrstu þremur nýju björgunar skipunum á miðju ári 2021 var ákveðið að ganga til samninga við KewaTec finnska skipasmíðastöð sem hefur rúmlega 20 ára reynslu af smíð skipa til leitar og björgunarstarfa.

13 ný björgunarskip Hvert skip kostar um 285 milljónir og heildar kostnaður 13 skipa verður því um 3,7 milljarðar. Ríkið leggur til 50% af fyrstu 10 skipunum sem samsvarar um 1,4 milljarð. Samtals vantar því 2,3 milljarða til að fullfjármagna öll 13 skipin.

8 | Emblan
Ljósm.: Þorsteinn Sigurbjörnsson Ljósm.: Þorsteinn Sigurbjörnsson

Vel búin skip

Nýju björgunarskipin verða knúin tveimur Scania D13 551 kW, að auki verður framdrifið knúið tveimur af Hamilton jetum. Gert er ráð fyrir allt að 6 áhafnarmeðlimum í fjaðrandi sætum í neyð geta 40 skjólstæðingar rúmast inna skipsins, gera má ráð fyrir því að allt að 60 geti verið um borð í ítrustu aðstæðum. Skipin verða búin nýjustu siglingartækjum til leitar og björgunarstarfa ásamt því að vera sjálfréttandi.

Tæknileg geta:

• Dráttargeta er 4,8 tonn

• 5 vatnsþétt hólf

• Sjálfréttandi

• Farsvið er 200 sjómílur

• Vinnugangharði er 32 hnútar (u.þ.b. 60 km/h)

• Hámarksganghraði er 36 hnútar (u.þ.b. 66.7 km/h)

• 16.9 metra heildarleng en 14.99 skrán ingarlengd

• 4.7 metrar á breidd

Hönnun og skipulag:

• Pláss fyrir allt að 6 áhafnarmeðlimi

• Pláss fyrir 36 aðila í neyð með skipið áfram sjálfréttandi

• 2x bekkir fyrir sjúklinga liggjandi í brú

• Svefnpláss fyrir þrjá í messa

• Dacon björgunarnet til að bjarga fólki úr sjó

• Hífibúnaður til bjarga fólki úr sjó

• Pláss fyrir Zodiac 3.3 metrar á afturdekki

Vélabúnaður og tæki:

• Aðalvélar 2x Scania D13 12,7 lítra 551kW/ 751 hö

• Framdrifsbúnaður 2x Hamilton HJ403 JET

• Hamilton AVX snjallstjórnunarkerfi

• Gír 2x ZF 400 Supershift 2

• Flapsar Humphree Active control

• Eldsneytismagn 2x900 lítrar

• Ljósavél 16,5 kW

• Hitaðar rúður í brú

• Siglingartæki frá Furuno, Sailor og MaxSea

• 3x VHF talstöðvar

• 1x MF/HF talstöð

• 2x tetra talstöðvar með gáttunar möguleika

• Hitamyndavél frá FLIR

• 2x leitarljós luminell SL2

• Brunadæla 400L/min með föstum bruna stút á stefni

• 2x lausar brunadælur ætlaðar til að dæla úr skipum í neyð

• 2x smáljósavélar til að keyra brunadælur og/eða verkfæri til að flytja á milli skipa Svo mun hver og ein sveit setja búnað sem að þær telja nauðsynlegan fyrir sína björgunarsveit.

Þór í Vestmannaeyjum

Núna þann 1. október 2022 síðastliðinn fengu Vestmannaeyingar fyrsta björg unarskipið af 3 en 13 í heildina. Vest manneyingar gáfu nýja björgunarskipinu nafnið Þór sem er það sama og forveri hans, sem var orðinn 29 ára gamall. Þetta er fyrsti liður í stærra verkefni er snýr að endurnýjun allra þrettán björgunarskipa félagsins og er áætlað að með nýjum skip um styttist viðbragðstími Landsbjargar á sjó um allt að helming. Síðan á næsta ári munu næstu tvö skip koma til landsins, næsta skip fer þá til Siglufjarðar vorið 2023 ef allt gengur eftir og síðan þriðja skipið og það síðasta í fyrsta fasa endur nýjun björgunarskipanna kemur síðan til Reykjavíkur sumarið 2023.

Emblan | 9
Ljósm.: Þorsteinn Sigurbjörnsson

Hnútar og brögð

Ef ætlunin er að notast við línur í brattlendi er óumflýjanlegt að læra nokkra hnúta og brögð. Hnútar eru hnýttir á línuna þar sem þeir hafa sjálfstætt líf (dæmi: áttuhnútur, rembihnútur og pelastikk). Bragð er á hinn bóginn hnýtt með línu utan um eitthvað eins og karabínur (hestahnútur, hálfbragð), línuna sjálfa (fiskihnútur, prússikhnútur) eða beint í tryggingar eins og ísöxi eða ísskrúfu (hestahnútur). Stundum er talað um tvöfalda hnúta. Með því er ýmist átt við að hnútur sé bundinn á tvöfalda línu (sbr. tvöfaldur áttuhnútur á miðja línuna) eða að hann sé bundinn með tveimur vafningum (sbr. tvöfaldur fiskihnútur).

og temjir þér ávallt að herða uppá hnútum áður en þeir fá átak og að hnýta þá þannig að línan liggi rétt í þeim. Einnig þarf að gæta þess að lausir línuendar séu ekki of stuttir og að minnsta kosti 20 cm og best af öllu ef hægt er að ganga frá þeim með öryggishnút (fiskihnút). Þá er ekki síður mikilvægt að temja sér strax þá góðu reglu frá upphafi að yfirfara hnúta sína og samferðamanna sinna, sérstaklega rétt fyrir sig eða brölt þar sem reynt getur.

Áttuhnútur

Algeng notkun: Til að mynda fasta lykkju á enda línunnar, t.d. Stóra lykkju utan um tryggingu eða um mittið eða litla lykkju til að festa í karabínu. Áttuhnútur er ýmist bundinn fyrst einfaldur og síðan þræddur til baka eða bundinn á lykkju línunnar(tvöfaldur áttuhnútur) Algengast er að hnýta enda línunnar í beltið með þræddum áttu hnút.

Athugið: Mikilvægt er að herða vel á hnútnum eftir að hann er bundinn og áður en átak kemur á hann. Það kemur í veg fyrir að hann herðist mjög illa. Enn fremur ætti alltaf að hnýta öryggishnút á endann.

Kostir: Einfaldur hnútur sem allir fjallamenn ættu að kunna upp á tíu. Áttuhnútur veikir línuna minna en rembihnútur, þægilegra er að losa hann en t.d. rembihnút ef hann herðist illa.

Fyrir þá sem sjá aðeins svart eða fara allir í flækju þegar hnútar eru nefndir til sögunnar skal það tekið fram strax að hér verða aðeins sýndir nokkrir þeir helstu og að þeir eru bæði fáir og einfaldir. Best er að æfa sig að hnýta þá heima við góðar aðstæður því of seint er að læra hnútana þegar aðstæður til fjalla kalla skyndilega á notkun línu. Ég sting upp á að þú verðir þér úti um snæris spotta eða notir enda línunnar til að æfa hnútana

Gallar: Getur herst illa samanborið við pelastikk, flóknari en rembihnútur.

Öryggishnútur

Algeng notkun: Aukahnútur hugsaður til að ganga frá lausum enda og tryggja að hann dragist ekki í gegnum viðkomandi hnút (áttuhnút, rembi hnút, pelastikk). Öryggishnútur er ýmist hafður einfaldur eða tvöfaldur ef línuendinn er langur. Texti og teiknaðar myndir úr bókinni Fjallabókin eftri Jón Gauta Jónsson

10 | Embla

Athugið: Til að flækja þetta aðeins þá er öryggis hnútur í raun eins og einfaldur fiskihnútur sem er ekkert annað en rembihnútur bundinn utan um línu.

í gegnum hann. Því er mikilvægt að herða upp á honum áður en hann fær átak.

Pelastikk með öryggishnút

Algeng notkun: Pelastikk er aðallega notað til að búa til lykkju, t.d. í tryggingar eða utan um mitti. Mjög mikilvægt er að herða vel upp á hnútnum og hnýta öryggishnút á endann.

Kostir: Þægilegt að herða (stilla af). Til eru ýmsar útfærslur sem nota má í margvíslegum tilgangi.

Gallar: Auðvelt að hnýta á rangan hátt, getur losnað ef ekki er stöðugt átak á honum. Þarf ávallt að binda með öryggishnút.

Rembihnútur

Algeng notkun: Sama og áttuhnútur. Öfugt þræddur rembihnútur (einnig nefndur borða hnútur) er eini hnúturinn sem nota má til að hnýta saman borða (einnig nefndur lykkja eða slingur).

Kostir: Einfaldur hnútur, ekki jafn frekur á línu og áttuhnútur.

Gallar: Getur herst mikið undir álagi og er þá erfitt að losa.

Hálfbragð

(ítalskt bragð)

Algeng notkun: Hálfbragð er hvorki raunveruleg ur hnútur né bragð. þar sem línan herðist ekki í hálfbragði nema haldið sé fast um dauða enda hennar. Hálfbragði er brugðið á karabínu til að mynda viðnám á línuna og hentar til að taka inn slaka í brölti (3) eða til að síga niður (3b). Til að hindra að línan renni í gegnum hálfbragðið verður alltaf að halda um dauða enda línunnar.

Kostir: Einfalt bragð sem hægt er að beita til að tryggja einhvern hvort sem brölt er upp eða sigið niður (virkar í báðar áttir). Myndar mikið viðnám

Hestahnútur (-bragð)

Hestahnútur er í raun réttri bragð en ekki hnútur þar sem hann verður að vera bundinn um eitthvað. Algeng notkun: Hestahnútur er helst notaður til að festa línur í karabínur sem síðan eru festar við belti eða tryggingu. Mikilvægt er að herða upp á hnútnum áður en álag er sett á hann.

Kostir: Auðvelt að stilla, losa og herða.

Gallar: Sé hann óhertur getur svolítil lína dregist

en herðist ekki nema haldið sé um dauða endann. Gallar: Vegna þess hve bremsuviðnám hálfbragðs er mikið ætti ekki að nota það nema tryggingin sé 100% örugg. Hálfbragð snýr mikið upp á línuna. Það skapar ekki hættu en getur verið óþægilegt ef tryggja eða síga þarf langa leið.

Prússikhnútur er notaður sem öryggishnútur við sig og hefur þann eiginleika að herðast utan um línuna við snöggt átak.

Kostir: Einfaldur hnútur. Auðvelt að binda með annarri hendinni og í vettlingum. Auðvelt að auka

Fiskihnútur

Algeng notkun: Til að binda saman tvær línur eða til að binda enda bands saman og mynda lykkju (t.d. prússikband). Mikilvægt að herða vel upp á hnútnum og hafa endana a.m.k. 10–15 cm langa. Er nær alltaf bundinn tvöfaldur. Athugið: Einfaldur fiskihnútur er sami hnútur og öryggishnútur sem áður er nefndur.

Kostir: Góður hnútur sem lítið fer fyrir. Endarnir liggja samsíða línunni sem bundið er um. Hentar einnig til að tengja saman tvær missverar línur.

Gallar: Flókinn hnútur sem auðveldlega má hnýta ranglega án þess að það sé augljóst.

Prússikhnútur

Algeng notkun: Tilheyrir svonefndum línu klemmuhnútum en þeir herðast utan um aðrar línur. Er jafnan bundinn með lykkju 5–7 mm prússikbands sem er a.m.k. 2–3 mm grennra en línan sem bundið er utan um. Algeng lengd á hentugu prússikbandi er 150 cm. Þegar endar þess hafa verið hnýttir saman með tvöföldum fiskihnút verður til prússiklykkja sem er bundin við fjallalínuna með prússikhnút.

12 | Embla
FM 592299 Sími: 535 5800 | 535 5850 info@framtak.is | blossi@blossi.is Vesturhraun 1 | 210 Garðabær

Að síga

Hvað er sig?

Sig er aðferð til koma sér niður á staði sem eru ekki aðgengilegir á annan hátt. Með því að gera það getur þú farið niður brattar hlíðar og kletta með miklum hraða og á öruggan máta. Þetta er gagnlegt fyrir fólk sem að stundar klettaklifur og fyrir fólk sem að stundar fjallamensku. Einnig er hægt að stunda sig á eigin spýtum ef þú ert að leita að öruggari en skemmtilegri leið til að komast niður. En maður á samt alltaf að reyna komast hjá því að síga einn, vegna þess að það getur alltaf eitthvað farið úrskeiðis.

Búnaður

Hlutir sem maður þarf til að síga eru nokkrir eins og línu til að síga á, sigbelti, hjálmur, sigtól, kar abínur, prússikbönd og slingar eru svona helstu hlutirnir sem að maður þarf til að stunda sig á mjög einfaldan máta.

Fyrsta skerf

Það fyrst sem maður gerir áður en eitthvað annað er gert er að fara í viðeigandi öryggisbúnað sem er sigbeltið og setja á sig hjálminn. Síðan má maður halda áfram að gera allt annað tilbúið. Þegar öryggisbúnaðurinn er kominn á réttan stað þarf maður að búa til akkeri eða að tengja í akkeri sem eru nú þegar til (aldrei ganga út frá því að gömul akkeri séu en í lagi) með sling eða þarfa spotta og býrð til lykkju með því að nota áttuhnút eða overhand eins og myndin sýnir.

á endan og á endann á línuni sem fer niður og setur karabínu í akkeris lykkjuna og í línu sem á að nota. þegar það er komið getur maður kastað línuni niður klettinn en maður þarf að hafa varan á að það sé ekki einhver fyrir neðan.

Þriðja skref Núna er lína tilbúinn og nú þarf maður að tengja sig við línuna. Það gerir maður með því að þræða sling í gegnum beltið og karabínuna og sigtól á endan, síðan setur maður línuna í gegnum sigtólið og læsir karabínu á milli línunar og sigtólsins.

Annað skref

Þegar akkerið er komið og maður treysir því er komið að tengja línuna við akkerið, þá gerir maður lykkju með tvöfaldan áttuhnút með öryggishnút

Þegar það er komið setjum við prússik hnút á línuna í mjaðmahæð (eins og er sýnt í kaflanum á undan) og tengum það í vinnulykjuna á sigbeltinu. Áður en maður fer lengra þarf að athuga hvort allar karabínur séu læstar og prófa allt kerfið með því að setja þunga á prússikhnútinn og sigtólið þá sér maður hvort eitthvað þurfi að laga.

Allar þessar upplýsingar eru ætlaðar að segja stuttlega frá hvernig sig virkar fyrir sig, ef fólk hefur áhuga á þessu þarf maður að fá kennslu frá reynslu miklu fólki í þessu. Ekki er nóg að lesa sig um á netinu heldur þarf maður að læra hægt og rólega á þetta.

14 | Embla
Sling kemur hér Vinnulykkja
Texti: Tómas Arnar. Myndir:Unsplash

Umhverifsvæn prentun

Forvinnsla

Prentun

Prentun er okkar fag.

Hjá Litlaprenti starfa prentarar með mikla fagþekkingu og fagmenntun til margra ára. Öflugur og fullkominn vélakostur skilar viðskiptavinum okkar vönduðu og góðu prentverki.

Frágangur

í
Vantar þig uppsetningu á nafnspjöldum, bæklingum, reikningum eða umbrot
blöðum og bókum? Í forvinnslunni er tekið á móti alls kyns verkefnum til uppsetningar. Einnig er tekið á móti tilbúnum gögnum og þau undirbúin fyrir prentun.
býður upp á
Skemmuvegi 4, blá gata • 200 Kópavogi • www.litlaprent.is • litlaprent@litlaprent.is • Sími 540 1800
Litlaprent
fjölbreytt úrval á frágangi prentverks. En hvað er frágangur? Frágangur er t.d. brot, vírhefting, fræsing, gormun, kjallíming, gylling, laminering, stönsun, upphleyping og margt fl.
Stétt a r f él a g í p re nt o g miðluna rg re inu m GRAFÍA
Stórhöfði 31 | 110 Reykjavík | Sími: 540 0100 | Netfang grafia@grafia.is | Veffang www.grafia.is
Ertu ekki örugglega að nýta réttindin þín?

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.