Embla - Roald Viðar Eyvindsson

Page 1

HEILSA | HEIMILI | MATUR | MENNING | TÍSKA

Iðan sinnir símenntun fyrir fagfólk í iðnaði og býður upp á fjölbreytt úrval námskeiða. Ásamt því sér Iðan um fræðslu fyrir stjórnendur iðnfyrirtækja, sérhönnuð fyrirtækjanámskeið, ýmsar vottanir og þjálfun í fyrirtækjum.

ROALD EYVINDSSON

efnisyfirlit

5 Roald Eyvindsson

6 „Ég finn svo mikinn mun á mér“

8 Heilsumarkmiðin sem skila árangri

10 Heitustu heimilistrendin

12 Best klæddu karlar landsins

14 „Sígildar bækur sem standast tímans tönn“

Leiðari

Áttunda tölublað Emblu er nú komið út og stútfullt af áhugaverður efni. Rætt er við áhrifavaldinn og eldhúsgyðjuna Lindu Ben, sem er þekkt fyrir sínar ljúffengu uppskriftir, en hún mælir heilshugar með því að fólk komi sér upp öflugri morgunrútínu. Þrír herramenn deila heilsuráðum. Nokkrir af helstu innanhússarkitektum og hönnuðum landsins fara yfir það heitasta í innanhússhönnun. Valinkunnir álitsgjafar velja best klæddu karlana og Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir fjölmiðlakona segir frá bókunum sem hafa haft mest áhrif á hana.

Þetta og fleira í glænýrri Emblu.

Ritstjórn, skrif, umbrot og hönnun Roald Eyvindsson

Útgefandi Tækniskólinn

Prófarkalestur

Guðríður Haraldsdóttir

Letur

Univers 45 light – 9/13

Univers 55 roman – 9/13

Univers 65 bold – 9/13

Pappír

Innsíður Digi Finesse silk 130 gr. Kápa Digi Finesse silk 170 gr.

Forsíðumynd Unsplash

3
12 8 10 14
Mynd / Hafsteinn Snær

Roald Eyvindsson

„Hvers vegna skráir maður eins og þú sig í svona nám?“ Einhvern veginn þannig hljómaði ein spurninganna sem ég fékk reglulega eftir að ég ljóstraði því fyrst upp á samfélagsmiðlum fullur tilhlökkunar að ég væri búinn að skrá mig í nám í grafískri miðlun haustið 2021. Flestum fannst það reyndar alveg frábært, svo því sé nú haldið til haga, en sumum þótti áhugavert og einhverjum allt að því spes að maður með áralanga reynslu af ritstjórn og blaðamennsku skyldi ákveða „að söðla svona rosalega um“.

Já, það var nánast eins og pattaralegur ábóti, sem hefði varið starfsævinni í lítilli og fámennri íslenskri sveitasókn, hefði öllum að óvöru ákveðið að leggja af stað í ævintýraleiðangur um Amazon-fljótið í þeim tilgangi að leita uppi furðustaði og framandi verur, svo óvænt og dramatísk þótti sumum þessi ákvörðun mín vera. Síðan þá og á meðan skólagöngu minni hefur staðið hef ég hins verið ötull að benda hinum sömu á að blaðamennskan og grafísk miðlun séu nú bara alls ekki eins ólík og þau kunni að virðast við fyrstu sýn. Á meðan blaðamennskan snýst um að veita valdhöfum aðhald, þá gengur hún líka út á að halda almenningi upplýstum; að miðla upplýsingum til viðtakenda, rétt eins og grafísk miðlun gerir. Fyrir svo utan það, auðvitað, að nám í grafískri miðlun kemur að góðum notum meðal annars þeim sem vilja leggja fyrir sig umbrot, hreyfihönnun eða ýmis önnur spennandi störf á fjölmiðlum. Snertifletirnir eru því ýmsir.

Auðvitað má með góðu móti segja að síðustu tvö skólaár hafi ekki bara við verið skrautleg heldur bráðskemmtileg líka. Samlíkingin við hinn ævintýralega leiðangur er því kannski ekki svo fjarri lagi þegar betur er að gáð. Og nú tekur við annar kafli, atvinnumarkaðurinn, þar sem spennandi verður að láta til sína taka með þá góðu og dýrmætu þekkingu sem ég hef náð að tileinka mér og hef meðferðis í veganesti. Hvar, hverjir og hvað verður á vegi mínum á þessum næstu áfangastöðum við fljótið Amazon er óráðið en mikið skelfing hlakka ég til að kynnast þeim.

5
Um mig
„ Hvar, hverjir og hvað verður á vegi mínum á þessum næstu áfangastöðum við fljótið Amazon er óráðið.
Grafískur miðlari og blaðamaður

Eldhúsgyðjan og áhrifavaldurinn Linda Ben, sem deilir hollum og góðum uppskriftum með lesendum á samfélagsmiðlum og vefsíðunni lindaben.is, segir mikilvægt að koma sér upp góðri morgunrútínu.

„Fæ mér vatnsglas og vek svo börnin mín.“

Hvenær ferðu yfirleitt á fætur?

„Ég vakna yfirleitt 6.45 á virkum dögum. Elska þegar ég fæ að sofa aðeins lengur um helgar –gerist stundum.“

Morgunmaturinn?

„Ég var alltaf í ákveðnum vandræðum með hvað ég ætti að fá mér í morgunmat þangað til ég vandi mig á að fá mér grænan smoothie. Síðan í febrúar hef ég byrjað daginn á hreinsandi grænum morgundrykk og finn svo mikinn mun á líkamanum.“

Ertu A- eða B-týpa?

„Ég er A-týpa, finn fyrir mestri orku á morgnana á meðan hausinn minn virkar ekki eftir klukkan 22 á kvöldin.“

rútínu?

„Ég mæli heilshugar með því að fólk komi sér upp góðri morgunrútínu, lífið okkar byggir svo rosalega mikið á rútínum, hvort sem þær eru meðvitaðar eða ekki. Ég mæli með að bæta við einni góðri venju inn í einhverja rútínu sem er nú þegar til staðar og ekki bæta við annari venju fyrr en sú fyrri er orðin algjörlega áreynslulaus og samofin rútínunni og þannig vinna sig áfram koll af kolli.“

Finnst þér morgunrútína hjálpa þér að koma betur af stað inn í daginn?

„Alveg hundrað prósent.“

6
-
Texti / Roald Eyvindsson Birtist upphaflega á www.herer.is Eldhúsgyðjan og áhrifavaldurinn Linda Ben. Mynd / Úr einkasafni

„Þennan drykk hef ég drukkið á hverjum morgni lengi og finnst hann frábær,“ segir Linda. „Hann hefur sérlega hreinsandi áhrif á líkamann þegar maður drekkur hann á morgn-

ana og með því að drekka hann reglulega stuðlar hann að heilbrigðari og meira ljómandi húð.“ Hún segir mikilvægt að fylgja uppskrift inni hér að neðan svo úr verði góður drykkur.

MÆLIEINING HRÁEFNI AÐFERÐ

50 g spínat skolað og sett í blandara

50 g grænkál skolað og sett í blandara

½ sítrónu safi, kreistur og bætt við

½ banani hýði fjarlægt og sett út í

1 epli, frekar lítið niðurskorið og bætt við

1 cm engifer flysjað niður og sett út í

300 ml kókoshnetuvatn

7
Umhverfi
namm hreinn unaður ... Namm býður upp á ljúffengan matseðil með hollustu í fyrirrúmi. Fylgdu okkur! @namm Faxafeni 11 • 108 Reykjavík • Sími 599 8888 • namm@namm.is • www.namm.is
Hreinsandi morgundrykkur Lindu Ben
Hollusta
Sanngjörn viðskipti

Heilsumarkmiðin sem skila árangri

Valur Freyr hlakkar alltaf til að mæta í sund. Mynd / Íris Dögg Einarsdótir Mynd / Unsplash

Daníel Óliver opnar sig um reynsluna af ketó

Daníel Óliver, söngvari og athafnamaður, segir að eitt mikilvægasta ráðið sem hann geti gefið þeim sem vilja huga betur að heilsunni, sé að láta ekki deigan síga þótt á móti blási. Af öllu sem hann hafi prófað í gegnum tíðina hafi ketó-mataræði sjálfsagt skilað einna mestum árangri. „Ketó virkar af því þú nærð jafnvægi á blóðsykrinum og samhliða því minnka matarlöngun og sykurþörf. Eflaust spilaði inn í að ég hafði tíma til að standa í þessu, en stundum hefur maður það bara ekki og það er allt í lagi líka. Svo er jafnmikilvægt að muna að hafa gaman,“ bætir hann við. „Lífið snýst víst um ferðalagið, ekki endastöðina.“

Daníel Óliver segir ketó-mataræði hafa skilað árangri. Mynd / Úr einkasafni

Bjórhlaupin borga sig

Pétur Georg Markan, biskupsritari og fyrrverandi knattspyrnumaður, minnir á að kapphlaupið eftir markmiðum megi ekki vera á kostnað hamingjusporanna sem við stöndum í. „Ég mæli með að fólk setji sér lítil og raunhæf markmið sem snúa að því að styrkja innra hreysti. Það geta verið reglulegar líkamsæfingar, andlegar æfingar og ræktarsemi við trú og bænir.“

Setur Pétur sér heilsutengd markmið?

„Ég set mér inn á milli minni og raunhæf markmið.“ Hann segist hafa lært að gera ekki of miklar kröfur til sjálfs sín. „Því ef við setjum hlutina í sögulegt samhengi höfum við aldrei verið duglegri, betri og upplýstari – og unnið eins og hestar á meðan. Kapphlaupið eftir markmiðum má ekki vera á kostnað hamingjusporanna sem við stöndum í. Þetta getur allt farið saman.“

Texti / Roald Eyvindsson

Birtist upphaflega á www.herer.is

9
Texti / Roald Eyvindsson Birtist upphaflega á www.herer.is
> > > >
Pétur Markan hvetur fólk til að stilla kröfum á sjálft sig í hóf. Mynd / Úr einkasafni

Heitustu heimilistrendin

Nokkrir af helstu innanhússarkitektum og hönnuðum landsins spá í spilin.

„Ég held að trendin sem nái vinsældum verði þessi suðræna stemning sem ég hef talað um áður, beislitaðar flísar, brúntóna, hlýir jarðlitir og ljós steinn,“ segir Berglind Berndsen innanhússarkitekt. Hún kveðst sannfærð um að marmarinn haldi vinsældum sínum og að áberandi veggfóður

„Bastið og rattan er að koma á fullum krafti inn og mjúk og rúnuð húsgögn. Eins tel ég að Travertine-steinninn eigi eftir að koma sterkur inn. Í grunninn er það alltaf einfaldleikinn og þessi náttúrulegi stíll sem heldur velli.“

Spurð út í ástæðuna fyrir þessu segir Berglind að þetta séu einfaldlega efni og litir sem fólk fái ekki leið á. „Náttúruleg efni og einfaldur en hlýlegur stíll sem er jafnframt tímalaus

Hún bætir við að landsmenn séu í auknum mæli farnir að móta sinn persónulega stíl og kjósi að hafa hlýlegt og fallegt í kringum sig. „Íslendingar vilja hlýlega jarðtóna, vandaðan textíl, já og vönduð húsgögn.“

Bólstruð húsgögn njóta vinsælda á næstunni. Mynd / Unsplash Gardínur í mjúkum litum ryðja sér til rúms. Mynd / Unsplash

Náttúruleg lýsing

Kristján Kristjánsson, lýsingarhönnuður hjá Hildiberg, segir náttúrulega lýsingu vera mikið í tísku og hann reiknar með að vinsældirnar eigi bara eftir að aukast. „Náttúruleg dagsbirta er orðin hluti af lýsingarhönnun. Það er verið að vinna meira með rými þar sem hún er hluti af heildarlýsingarkerfinu,“ segir hann.

Gardínur í mjúkum litum og efnum

Gardínur í mjúkum litum og efnum eru að verða vinsælar aftur. Þetta segir Helga Sigurbjarnadóttir innanhússarkitekt. „Þær veita hlýleika og gera rýmin falleg og notaleg,“ útskýrir hún.

Helga bendir á að gardínur rammi inn glugga og með þeim sé hægt að stjórna birtu í rýminu.

En ætti að hafa eitthvað sérstakt í huga verði slíkar gardínur fyrir valinu?

„Það er alltaf góð hugmynd að velja litinn og efnið í samræmi við liti á veggjum og húsgögnum,“ svarar Helga. „Og með því að hafa samræmi í gardínum næst fram fallegur heildarsvipur á heimilinu.“

Veggteppi og persónulegur stíll

Bryndís Stella Birgisdóttir innanhússhönnuður, sem ásamt Hildi Árnadóttur arkitekt rekur Béton Studio arkitekta- og innanhússhönnunarstúdíó, spáir veggteppum auknum vinsældum á næstunni. „Að mínu mati gera þau heimili hlýlegri og svo tengjast þau þessum gamla heimilisiðnaði sem getur verið svo áhugaverður og skemmtilegur.“

Bryndís Stella, eða Stella eins og hún er gjarnan kölluð, segir að kostur teppanna sé ekki aðeins sá að þau geri heimili hlýlegri heldur megi útfæra þau eftir eigin höfði.

Birtist upphaflega á www.herer.is Mynd /

Upplifunarlýsing

Kristján Kristjánsson lýsingarhönnuður segir að upplifunarlýsing komi til með að njóta vaxandi vinsælda. „Með tilkomu ledsins og möguleikans á að geta breytt lit á ljósi og átt við hreyfingu á ljósi varð hún mjög vinsæl,“ segir hann. „Svo datt slík lýsing aðeins úr tísku á tímabili en er orðin mjög eft

Mynd / Unsplash Mynd / Gunnar Sverrisson Texti / Roald Eyvindsson Bryndís Stella

Högni Egilsson söngvari

„Högni hefur sinn stíl og er greinilega ekki hræddur við neitt þegar kemur að klæðnaði. Það gustar af honum. Hann hefur sterka tískuvitund, hefur gaman af því að vera Högni og er að þróa hugmyndina um sjálfan sig með fatnaði og tísku. Þannig skapar hann sér sérstöðu.“

- Linda Björg Árnadóttir, doktorsnemi í félagsfræði tísku.

Snæbjörn Sigurðsson rakari

„Snæbjörn, eða Stjúri, er í fötum sem eru klassísk, fara honum vel og sýnir vel að það besta og klassíska er alltaf ódýrast þegar upp er staðið. Svo er hann bara svo góður gaur!“

Best klæddu karlar landsins

Kormákur og Skjöldur kaupmenn

„Hér eru á ferðinni tvíeyki sem hafa breytt fatastíl karlpeningsins á landinu. Jakki, vesti og buxur í stíl, vel bónaðir skór og skyrta, þótt það sé bara mánudagur. Óhræddir við notkun fylgihluta eins og hatta og klúta. “

- Álfrún Pálsdóttir, Miðstöð hönnunar og arkitektúrs.

Sverrir Norland rithöfundur

„Sverrir státar af stíl sem er ekki áberandi tískulegur heldur fremur lítillátur en það er þó augljóst að hann vandar valið þegar kemur að fatnaði.“

- Borghildur Gunnarsdóttir, fatahönnuður.

- Margrét Erla Maack, fjöllistadís. Mynd / Baldur Kristjánsson Mynd / David Konecny
13
Texti / Roald Eyvindsson Birtist upphaflega á www.herer.is Grettisgötu 48b | 101 Reykjavík Sími 551 2345 | murverk.is murverk@murverk.is Vertu í bandi 10% afsláttur af flísalögn, viðgerðum og viðhaldi Ný alhliða múrþjónusta
Högni Egilsson. Mynd / Ari Magg
Mynd / Úr einkasafni

„Sígildar bækur sem standast tímans tönn“

Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir segir bókmenntaáhugann hafa leitt hana út á áhugaverðar brautir.

Hjónin Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir fjölmiðlakona og Haukur Ingi Guðnason sálfræðingur leggja mikið upp úr því að hafa bækur aðgengilegar fyrir börnin sín fjögur. Spurð hvað fjölskyldan lesi sér helst til dægrastyttingar svarar hún að það sé í raun bara allt mögulegt. „Ætli mér finnist sjálfri ekki mest gaman að lesa ævisögur og ljóðabækur,“ segir hún aðspurð en bætir við að síðustu ár hafi frítíminn verið af skornum skammti og því hafi hún leitað í auknum mæli í hljóðbækur.

En hvenær kviknaði lestraráhuginn?

„Ætli það hafi ekki gerst í fjórða bekk þegar ég byrjaði að lesa ljóð,“ svarar hún.

Spurð hvort hún lesi fyrir börnin sín eitthvað af bókunum sem hún hélt sjálf upp á sem krakki kinkar Ragnhildur Steinunn kolli. Gömlu góðu bækurnar eins og Lína Langsokkur, Emil í Kattholti, Selurinn Snorri og fleiri verði þá gjarnan fyrir valinu.„Krökkunum þykja þær voðalega skemmtilegar. Enda allt saman sígildar bækur sem standast tímans tönn.“

Dýragarðsbörnin

„Saga Christiane F. sem seldi sig fyrir dóp á götum VesturBerlínar er ein af þeim bókum sem kemur strax upp í hugann. Ég las bókina þegar ég var 14 ára gömul og hafði aldrei lesið neitt sem var jafn opinskátt og átakanlegt.“

Hvernig finnst Ragnhildi Steinunni að endurnýja kynnin við bækur sem henni þótti vænt um í æsku?

Hún brosir. „Það er alltaf gaman að lesa þær aftur. Sérstaklega fyrir börnin sín.“

Texti / Roald Eyvindsson

Birtist upphaflega á www.borgarbokasafn.is

Menntun

„Foreldrar Töru Westover ala börn sín upp í ofsafenginni mormónatrú. Börnin fá ekki að ganga í skóla og eru í engum samskiptum við umheiminn. Átakanleg saga sem sýnir okkur hvaða áhrif það getur haft að taka menntun frá fólki.“

Leynigarðurinn

„Munaðarlaus stúlka er send til frænda síns á sveitasetur. Þegar hún uppgötvar leynigarð sem hefur verið lokaður lengi reynir hún að lífga upp á hann. Ég las bókina þegar ég var ellefu ára og fannst hún mjög töfrandi.“

14
> >
Bækurnar sem breyttu lífi Ragnhildar Steinunnar

hannar við prentum

15 Skemmuvegi 4 ● 200 Kópavogi ● Sími 540 1800 litlaprent@litlaprent.is ● www.litlaprent.is
FORVINNSLA PRENTUN FRÁGANGUR
Þú
Ekkert verkefni of stórt.
ROALD EYVINDSSON
Hafðu samband.
Svansvottun

Orlofssjóður

Fræðslustyrkir

og margt fleira

Gott bakland betri kjör

Stórhöfða 31 | 110 Reykjavík | Sími 552 8755 | Netfang grafia@grafia.is | Vefsíða www.grafia.is
ROALD EYVINDSSON
Kjaramál Lífeyrismál Sjúkrasjóður

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.