
1 minute read
Frá hugmynd að veruleika
Fegurð Bolafjalls er stórkostleg og að er engin tilviljun að staðurinn er vinsæll áfangastaður ferðamanna. Staðsetning ratsjárstöðvarinnar sem byggð var fyrir tæplega 30 árum árum setur líka allt umhverfi þarna uppi á fjallinu í annað samhengi. Þessi stóru mannvirkir gefa svæðinu dulúðlegan blæ í 638 metra hæð.
Ratsjárstöðin var sett sett í gang í byrjun árs 1992 og var rekin í samvinnu varnarliðsins og NATÓ en er nú í umsjá Landhelgisgæslunnar. Það liggur brattur akvegur upp á Bolafjall og hefur vegurinn verið opinn bílum í júlí og ágúst. Ofan á Bolafjalli er rennislétt hrjóstrug háslétta og er þar útsýni til allra átta.
Hugmyndin að uppbyggingu á Bolafjalli hefur nú orðið að veruleika og búið er að byggja veglegan útsýnispall sem gerir fjallið enn eftirsóknarverðara og dregur fram þá einstöku staðhætti og upplifun sem Bolafjall býður upp á.
Hópurinn sem hannaði útsýnispallinn hefur lýst því að gögnin sem þau fengu voru mjög vel undirbúin og það hjálpaði mikið að ein út teyminu hafði nýlega heimsótt Bolafjall. Hönnunarhópinn lýsir því líka að þau hafi fundið fyrir feimni og hafi nálgast verkefnið af mikilli hógværð og fundist þau bera mikla ábyrgð að skila fallegu og góðu verki sem myndu gera fjallinu til hæfis. Hópurinn gætti þess að eiga gott samtal við alla sem komu að verkinu og velta upp hugmyndum sem síðan voru unnar áfram.
Samtal sem leiðir til niðurstöðu er alltaf svo skemmtilegt í öllum verkum og leiðir til öðruvísi nálgunar og frjórra hugmynda. Það voru margar áskoranir á svæðinu sem við stóðum frammi fyrir og til að leysa þær áskoranir leituðum við í smiðju erlendra áfangastaða sem við skoðuðum bæði í máli og myndum og sáum fljótt hvað okkur líkaði og líkaði ekki fyrir Bolafjall. Akvegurinn upp á fjallið var endurskipulagður þar sem hringakstur ofan á fjallinu var frekur í umhverfinu og of áberandi
Loftmynd af útsýnispalli Mynd: Sei Studio
því halda þarf í víddina sem manni verður ljós þegar staðið er ofan á fjallinu, með ratsjárstöðina sér við hlið.
Víddinn varð að veruleika með með útsýnispall sem yrði hluti af fjallinu, en ekki mannvirki eða kennileiti í umhverfinu. Útsýnispallurinn er hluti af fjallinu og falinn í hvarfi yfir yfirborðinu og aðgengilegur fyrir alla. Fjallið sjálft er ennþá kennileitið með ratsjárstöðina sér við hlið. Þannig helst gamla upplifunin, þar sem maður stóð á fjallsbrúninni og horfði yfir hengiflugið, nú sem fyrr.