
1 minute read
Lofthræðsla
Að fara þarna út á og halla sér yfir handriðið er eins og að vera í lausu lofti.
Mynd: Hafþór Gunnarsson
Texti: www.kms.is
Lofhræðsla
Lofhræðsla (height phobia) er yfirdrifinn eða órökréttur ótti við að vera í mikilli hæð. Þegar lofthræddir eru í aðstæðum sem þeir óttast finna þeir fyrir skyndilegum og ofsafengnum ótta sem getur tekið á sig form nokkurs konar kvíðakasta.
Lofthræðsla leiðir iðulega til forðunar frá stöðum sem eru í einhverri lofthæð og þarf að valda mikilli vanlíðan eða hömlum á daglegu lífi fólks til þess að ná því að vera yfirdrifinn ótti við hæð eða það sem í sálfræði er kallað fælni. Þannig myndum við ekki kalla það fælni ef að manneskja sem óttast það að vera í mikilli hæð hefur sjaldan ástæðu til þess að vera á stöðum í mikilli hæð. Hafi manneskja á hinn bóginn það að atvinnu að keyra en forðast að keyra yfir brýr eða upphækkaða vegi vegna lofthræðslu myndum við greina slíkt sem fælni vegna mögulegrar truflunar sem það myndi valda viðkomandi í starfi.
Þær aðstæður sem lofthræddir hræðast gjarnan eru stigar, húsþök, að standa uppi á stól eða borði, að ganga eða keyra yfir brú, að keyra á upphækkuðum vegum, að nota lyftur, að vera í glerlyftu, að fara upp háar byggingar, að horfa á kvikmyndir sem sýna mikla lofthæð, að nota brunastiga, að vera úti á svölum, að sitja á svölum í bíó eða leikhúsi. Auðvitað er það svo að fólk með lofthræðslu sem fælni forðast ekki allar þessar aðstæður.
Um það bil ein af hverjum fimm manneskjum eiga við töluverða lofthræðslu að etja en aðeins um 5% fólks hefur lofthræðslu á stigi þess sem við köllum fælni. Lofthræðsla er næstum því jafn algeng meðal karla og kvenna. Meðalaldur byrjunar á lofthræðslu er um 15 ára en hún getur þó komið fram á hvaða aldri sem er.
Orsakir lofthræðslu Yfirdrifin lofthræðsla hefur hingað til verið talin myndast, eins og aðrar tegundir fælni, með lærdómi sem dreginn er af erfiðri reynslu. Nýlegar rannsóknir benda þó til að slíkar skýringar segi ekki alla söguna þegar yfirdrifin lofthræðsla er fyrir hendi. Nú er talið að yfirdrifin lofthræðsla, ásamt óttanum við mikinn og skyndilega n hávaða, sé meðfædd fælni sem þarf ekki að tengjast raunverulegri reynslu.
Talið er að lofthræðsla sé arfur frá forfeðrum okkar þar sem fall úr mikilli hæð felur í sér raunverulega hættu.