• Staðnám
• Fjarnám
• Vefnám
Vatnagörðum 20 | 104 Reykjavík | Sími 590 6400 |
idan@idan.is | www.idan.is
Bílgreinar
Byggingargreinar Iðnnám
Matvælagreinar
Málm- og véltækni
Prent- og miðlun
Raunfærnimat
Stjórnun og rekstur
Upplýsingatækni
Umbrot og hönnun
Karen Eva Ómarsdóttir
Hönnun forsíðu
Karen Eva Ómarsdóttir
Útgefandi
Upplýsingatækniskólinn
Prentun
Upplýsingatækniskólinn
Letur
Univers 45 Light
Univers 65 Bold
Univers 45 Light Oblique
Universe 55 Roman
HelveticaNeue Heavy
HelveticaNeue Medium
Pappír
Digi Finesse Silk 130 gr.
Digi Finesse Silk 170 gr.
Innihald þessara tímarits gefur þér smá innsýn inn í hugann minn, hvernig ég hugsa og hvað ég hef áhuga á.
Þetta verkefni tók mig í langan rússíbana. Ég fór upp og niður, hring eftir hring og að lokum var mér kastað úr honum og lenti ég einhver veginn á tveimur fótum.
Ég hef alltaf haft nóg til að hugsa um og að getað komið skrítnu sem fallegu hugsununum mínum í tímarit til að hanna hefur verið krefjandi en skemmtilegt verk.
Þetta verk er fyrir mömmu og pabba sem hafa alltaf haft trú á mér, staðið við mig og hjálpað mér með allt á milli himins og jarðar.
Texti þessara tímarits kemur beint úr huganum mínum, Karen Evu Ómarsdóttur. Myndirnar eru allar teknar af www.Unsplash.com, portrett af mér á bls. 4–5 er tekin af Andrési Blæ Oddsyni.



?
Ég er Karen Eva Ómarsdóttir, 18 ára krakki sem veit margt en ekki mikið, ég hef krullað hár og blá augu. Ég er að klára mitt fyrsta framhaldsskólanám (ekki það síðasta) og ég elska að teikna og skapa.
Ég elska hugsunina að vera partur af degi einhvers. Þá er ég ekki að tala um mig Karen Evu, heldur verkinn sem ég bý til. Að hanna eitthvað sem fólk sér í kannski nokkrar sekúndur og hugsar svo um, veltir verkinu mikið fyrir sér, hver tilgangurinn er, afhverju lítur það svona út eða hvað sem það er sem fólk hugsar. Bara það að hafa eitthvað sem ég hannaði til að vera í bakgrunni í lífi fólks finnst mér vera mjög skemmtileg hugsun og er hún eitt af því sem dróg mig í þetta nám.
Ég hef alltaf haft mikla ástríðu fyrir listinni og hefur hún verið stór partur af mínu lífi. Málverk, animations, bækur, Manga, tölvuleikir, tónlist, náttúran. Allt hefur þetta haft mikil áhrif á hvernig ég lifi mínu lífi og fæ ég mjög mikinn innblástur frá þessum áhugamálum.
Að vinna við eitthvað listrænt hefur alltaf verið draumurinn minn, en ég hef aldrei verið 100% viss í hvaða grein listanna ég enda og ég veit það ekki enn.
Námið hér í grafískri miðlun hefur verið alveg æðislegt og ég hef lært svo mikið um sjálfan mig sem listamann og það er eitthvað sem ég mun alltaf vera þakklát fyrir. Ég mæli með þessu námi fyrir alla sem vilja starfa í grein tengd listinni hvort sem það er grafísk miðlun eða eitthvað annað. Það sem ég hef lært hérna hefur nýst mér mikið í verkum mínum í og fyrir utan skólann.
Ávextir og tónlist eru tveir ólík hlutir sem eiga samt margt sameiginlegt.
Ávextir koma í ót al mörgum stærðum og gerðum, stórir sem smáir, stökkir og mjúkir. Það er hægt að finna alla regnbogans liti í heimi ávaxta og allskonar sæta tóna og áferð. Ávextir er stór partur af mínu persónulega lífi þar sem ég borða allt að 4–5 ávexti daglega, mér finnst dagurinn hreinlega ekki enda rétt ef eitt af þessum hlutum gerist ekki. Banani í morgun sárið, lítið sætt kiwi, jarðarber eða vínber eftir langan skóladag og mikilvægast er að dagurinn endi með sætu epli og góðri bók.
Tónlistin eins og ávextir eru allskonar, ólíkt ávöxtunum er alltaf eitthvað nýtt að gerast í heimi tónlistar og erum við svo heppin að lifa á tíma þar sem við höfum aðgengi að mörgum tónum sem við höfum aldrei hlustað á og fundið eitthvað nýtt á hverjum degi. Hvar væri ég án tónlistar? Hversu frábært fyrirbæri? Sögur í fljótandi formi sem leikur við tilfinningar okkar.
Oft finn ég að sömu tilfinningar vakna inn í mér við að borða ávexti og að hlusta á tónlist. Hér næst mun ég tala um mína uppáhalds ávexti og hvaða flytjanda og lag mér finnst passa fullkomlega við þann ávöxt. Ég vona að þú getur fengið eitthvað skemmtilegt úr þessum lestri eins mikið bull og þetta gæti litið út fyrir að vera. Kannski getur þú tengt við þessa upplifun lífsins míns og búið til þinn eigin lista um ávexti og tónlist sem þér finnst vekja upp svipaðar tilfinningar. Njótið!
Epli
Epli er ávöxtur sem ég hugsa fyrst um þegar orðið ávöxtur kemur í samræður. Lítil safarík kúla, þetta ólýsanlega kröns hljóð sem kemur þegar maður bítur í það er tónlist í eyrum mér og gerir eplið svo ólýsanlega gott. Það er oftast fullkomlega sætt og stundum fær maður smá sýru sem leikur við bragðlaukana, mætti segja hin fullkomni ávöxtur?
Fyrir mér er epli kvöld ávöxtur en ég er ekki viss um að hann hafi alltaf verið það, jú ég man að sem krakki mátti ég alltaf fá mér epli rétt fyrir svefn sem smá sweet treat en eftir því sem ég eldist var epli meira ávöxtur sem maður myndi grípa með sér á æfingu eða með skólanestinu. En einn daginn var mamma að gefa litlu systur minni epli fyrir svefninn og mér fannst það svo sniðugt að ég ákvað að skera eitt fyrir sjálfan mig og hef ég gert það á hverju kvöldi síðan.

Grentperez
Tónlist Grentperez er svo full af lífi og sætu að ég get ekki gert annað en að brosa út að eyrum þegar lög hans koma á, rólegir ástarhljómar, söngur um lífið, sætir sem súrir oftast blanda af bæði eins og lífið er best. Líkt og epla átin eru tónar Grentperez orðnir daglegt brauð.
Lagið Cherry Wine og Wishful Thinking eru epla lögin mín, svo ótrúlega sæt en pinku súr.

VILTU BAKA BRAUÐ?
FÁÐU FRÍA AÐSTOÐ OG
Kíktu til okkar í verslun
Faxafeni 11 eða í vefverslun sykra.is
Bananar
Mér hefur alltaf fundist bananar vera frekar skemmtilegir, þeir eru skemmi það er svo gaman að borða þá. Manni líður smá eins og litlum krakka að opna þá og taka hýðið af, sem getur oft verið erfiðis verk, mér finnst best að skera toppinn af. Eftir mikið banana át hef ég en ekki tekið upp leiðir apans að opna banana. Ég fæ mér alltaf banana á morgnana þeir koma mér alltaf í gott skap. Þeir eru mjúkir, bráðna í munni þegar þeir eru rétt þroskaðir og full Ekki VÓ! Sætir eins og flestir á en nóg til að maður tekur eftir því, en annars er erfitt að útskýra hvernig þeir bragðast en það er eitthvað bragð sem er banani.
The Olympians
The Olympians er hljóðfæraleiks retro sem gerir mjúka funky tónlist, tónlist sem öskrar ekki á þig en hefur skemmtilegan léttleika sem er æðislegt að hafa í bakgrunninum í lífinu þegar þér langar í smá léttleika á sálina. Þér langar að standa upp og dansa en líka bara setjast til baka, anda og njóta, það er það sem bananar gera fyrir mig. Banana platan mín er The Olympians eftir The Olympians, öll platan hefur þennan funky banana fíling sem ég elska.


Jarðarber
Sætasti og krúttlegasti ávöxturinn er jarðarberið, engin spurning. Jarðarberið er uppáhald margra, hvernig er hægt að líka ekki við það? En þannig erum við víst ólík. Svo smátt, hjartalaga og sætt, ég get ekkert annað gert en að brosa þegar ég tek bita.
Laufey
Lög Laufeyjar hafa svipuð áhrif á mitt rómantíska hjarta, fallegu myndirnar sem hún málar um von og ást í mörgum lögum hennar heilla mig alveg. Ást í gegnum augu ungra einstaklinga sem eru að finna fyrir þessum tilfinningum í fyrsta sinn. Draumar og vonir um framtíðina, svo lítil, svo sæt, heimurinn svo stór og hjartað en stærra.
Jarðarberja lögin mín eru Lucky for Me, Valentine og Falling Behind.
Vatnsmelóna
Melónan er ávöxtur sumarsins í mínum huga, enginn ávöxtur öskrar sumar jafn mikið og vatnsmelónan, kannski appelsínan en við erum ekki að tala um hana núna. Það er eitthvað svo ljúft við tilhugsunina um heitan sumardag, maður stígur inn fyrir smá frí frá sólinni labbar inn í ísskáp og tekur út ískalda vatnsmelónu. Það er líka svo skemmtilegt að skera melónuna, ég man hversu stolt ég var þegar ég náði að skera vatnsmelónu í fyrsta skiptið, ég var 18 ára … Að skera í hana og heyra hnífinn skera í gegnum djúsi miðjuna, festast í berkinum og að þurfa setja smá auka þyngd til að hún detti niður á borðið.
Vatnsmelónan er eins og listaverk að innan, rauður marmari brosandi til þín. Fátt er betra en þessi fyrsti biti af kaldri vatnsmelónu á heitum sumardegi.
YOASOBI
YOASOBI er tónlistar tvíeyki frá Japan sem eru Ayase (tónskáld) og Ikura (söngkona). Þau búa til lög sem eru svo full af lífi að þau eru við það að springa. Á upplýsinga glugga þeirra á Spotify stendur að þau geri tónlist frá bókum og þótt að þú skiljir ekki við fyrstu hlustum hvað þau eru að syngja um, nema að þú skilir japönsku, þá heyrir þú að þau hafa eitthvað að segja. Lögin þeirra eru róleg og sum algjör partí sprengja sem fjalla samt um marga erfiðleika. Það er eitthvað sem öskrar sumar í lögunum þeirra, Ikura hefur þennan frábæra léttleika í röddinni sinni sem er svo opin og skemmtilegur. Tónarnir sem Ayase býr til passa henni svo vel og ég get best lýst þeim sem valhoppi. Að vera lítill krakki að valhoppa með vinum sínum. Lífið er nefnilega mjög oft súrt en það er svo mun skemmtilegra ef við gerum það sætt og það er það sem tónlist YOASOBI gerir.
Vatnsmelónu löginn mín eru Mr., Idol, The Brave og Probably/Tabun eftir YOASOBI.


Ananas
Þegar ég var yngri var ég hrædd við ananas, ég vildi ekki snerta hann. Ananas er frekar ógnvekjandi í útliti ef þú pælir í því, með stór brodd lík lauf stingandi út úr hausnum og svo eitur gulan lit innan í, ég vildi ekkert við hann gera.
Einn dag var ég staðsett í afmæli æskuvinkonu minnar, æðislegur sumardagur gerður en betri með súkkulaðiturni og ávöxtum. Falleg jarðarber, mjúkir sykurpúðar, bananar og þarna í horninu var óvinur minn, ananasinn. Hvað er ananas að gera hér? Hugsaði litla ég, en af einhverri ástæðu var ég ekki hrædd, smá smeyk, en mig langaði að smakka.
Eftir langar vangaveltur tók ég mér gaffal og smakkaði BAMM! Sæt, súr sprengja sprakk í munninum mínum, ég man að ég hrökkti smá
við en síðan fór sýru sprengjan og eftir var djúsi sæta eftir í munninum mínum. Ég var ástfanginn, restina af afmælinu var ég hámandi í mig ananas, ég snerti ekki einu sinni súkkulaði gosbrunninn. Í dag er ást mín fyrir ananas sterk en það líða mánuðir ef ekki ár á milli þessara ananas áta minna þar sem ég get fengið sýru ógeð, en ég kem alltaf aftur.
Kpop
Lög helstu kpop grúppna sem ég hlusta á hafa svipaða sögu og ananasinn. Það er allavega eitt lag sem ég hlusta frá þeim þar sem ég var alltaf spennt fyrir og síðan hlusta ég á lagið og mér finnst það bara ömurlegt. Síðan kem ég laginu ekki úr hausnum mínum, það er einn partur sem var mjög góður og hann spilast aftur og aftur. Þá byrja ég að hlusta meira og meira á lagið þangað til BAMM! Ég er orðinn hooked, ég get ekki hætt að hlusta.
Það er fyndið hvernig þetta hefur gerst hjá öllum uppáhalds kpop grúppunum sem ég hlusta á.
Kpop sem heild hefur svipaðan fíling og ananas, lögin eru svo skemmtileg og peppuð. Þetta eru grúppurnar og lögin sem voru alveg ömurleg við fyrstu hlustun.
LE SSERAFIM, Unforgiven. NMIXX, Tank
NewJeans, ETA. ITZY, CAKE. aespa, Drama og

IVE, I AM Vínber

Mér finnst vínberið vera hin fullkomni ávöxtur til að snarla á, hvort sem það er eitt og sér eða í einhverjum charcuterí board fílingi eða með prótein stykkinu fyrir ræktina. Það sem mér finnst best við vínber og bara langflesta ávexti, er ég að fatta, er þetta kröns, bestu vínberin eru vel stökk, sæt og með góðri prósentu af súru og mjög djúsi. Stundum lendir maður á vínberi sem er mjúkt og þá algjörlega óætt fyrir mér. Það er ákveðið eftirbragð af vínberjum sem minnir mig mest á jörðina, eins og ég sé að borða mold og persónulega finnst mér hún góð en ég skil hvernig hún getur hreinlega eyðilagt restina af vínberinu fyrir fólki.
Þegar vínber eru fullkominn gæti ég klárað stóra skál af þeim á núll einni án þess að fatta það því það er svo gott að borða þau.
Mother Mother
Mother Mother er kanadískt indie rokkhljómsveit sem flytur svo skemmtileg lög. Platan O My Heart er fyrir mínum eyrum ein besta plata sem samið hefur verið, hljómarnir eru grípandi, textinn er skrítinn en svo skemmtilegur og líkt vínberjunum get ég ekki fengið nóg. Ég veit hreinlega ekki hvað ég get sagt því tónlistin er ólík öllu öðru sem ég hlusta á en ég dáist af henni og get ekki fengið nóg af þessari plötu eins og vínberjum þá get ég varla hætt þegar ég byrja.
Þegar tónlist Mother Mother er góð þá er hún ÓTRÚLEG en hún er líka stundum eins og vondu vínberin og það er eitthvað off, þá get ég ekki hlustað á þau.
Vínberja platan mín er O My Heart eftir Mother Mother, öll platan hefur þennan sama jarðtóna eftirbragð sem vínber hefur.

Ávaxta lögin mín
Ávöxtur Tónlistamaður Lög Plata
Epli
Grentperez
Cherry Wine Wishful Thinking Singles
Banani The Olympians mæli með Apollo’s Mood The Olympians
Lucky for me
Jarðarber Laufey
Vatnsmelóna Yoasobi
LE SSERAFIM
NMIXX
NEWJEANS
Ananas
IVE ITZY
aespa
Vínber Mother Mother
Valantine Falling Behind
Mr. Idol
The Brave
Every Thing I know About Love
Probably/Tabun The Book 3 The Book
UNFORGIVEN TANK
ETA
I AM CAKE Drama
mæli með Body
Sólinn kemur aftur
UNFORGIVEN AD MARE
Get Up
I’ve IVE
KILL MY DOUBT Drama
O My Heart
Að vakna á morgnana getur reynst erfitt verk sérstaklega í almyrkva mánuðunum þar sem sólinn sést ekki stóran part af deginum. Síðan kemur dagur í lok mars byrjun apríl þar sem maður vaknar eftir djúpan svefn, allt í einu er orðið bjart um morguninn og fram að kvöldi. Maður hoppar af gleði, maður er léttari í sporum, lífið verður aðeins léttara með hækkandi sól.
Þegar maí heilsar upp á okkur er sólin á himni nær allan daginn þar til að við förum að sofa, og verður bara meira og meira með okkur sem sumarið líður hjá.
Uppáhalds staðurinn minn til að eyða sumrinu er í sumarbústaðnum með fólkinu mínu.
Leiðin upp í Kjós Ég er svo heppinn að fjölskyldan mín á sumarhús, að sumar mitt geti verið tími sumarhúsins þar sem önnur hver helgi, ef ekki hver helgi er nýtt í græna garði Kjósarhreppar. Einn besti staður jarðarinnar.
Til að komast í Kjósina þarf maður að keyra fram hjá Esjunni eins og hún sést best, ég veit að sumarið er komið þegar hún er orðin vel græn. Ég elska að sjá Esjuna breytast yfir tíma þar til sumarið kemur. Með hverri ferð upp í sumarbústað um veturinn hlýnar hún meira og meira þar til hún verður sem fallegust.
Ef þú verður auðveldlega bílveikur mæli ég með að sleppa Hvalfirðinum og keyra Kjósarskarðið í staðinn. Já þú færð ekki að upplifa fallegu Esjuna og að sjá Meðalfellsvatn frá besta sjónarhorninu, en þú vilt ekki keyra Hvalfjörðinn. Hins vegar ef þú elskar að fara upp og niður eins og í rússíbana er Hvalfjörðurinn mjög skemmtilegur.
Þegar þú hefur lokið sjóferðinni ertu kominn á lokasprettinn, til hamingju!
Karlinn í fjallinu
Alveg síðan ég man eftir mér hefur uppáhalds partur minn við það að keyra upp í sumarbústað verið alveg í lok ferðarinnar. Þegar ég sé glita í stóra nefið á karlinum í fjallinu. Karlar fjallanna sást víða um land en sá skemmtilegasti hefur ákveðið að sofa í Kjósinni og verða að Meðalfelli.
Þegar þú beygir til hægri inn á afleggjarann keyrir þú örfáa kílómetra þá ertu kominn á áfangastaðinn þinn, velkominn í Kjósina!
Kjósin
Í Kjósinni getur þú séð bak Esjunnar rísa glæsilega yfir Meðalfellsvatni, sem er umkringt litlum sem stórum sumarbústöðum og görðunum þeirra. Meðalfell rís á móti Esjunni og gerir það að verkum að manni líður eins og maður sé í skál, alveg útilokaður frá öllu. Það er ekki mikill gróður í Kjósinni, grasið er í misháum lengdum með íslensku sumarblómunum sprinklað hér og þar. Tréin eru þykk við jarðir sumarbústaðanna en sjást ekki víðar en einum metra frá lóðunum. Innst inn í skálinni er lítil sjoppa sem ber nafnið Kaffi Kjós. Grænn lítill kofi með rauðu þaki, opinn allt árið um kring. Gott er að geta skroppið út fyrir rjóma í vöfflurnar, kaupa daglega ísinn eða til að setjast út og borðað með yndislegu útsýni í bakgrunni. Þetta er hjarta Kjósarinnar þar sem fólk kemur saman á brennur og stoppar við um Verzlunnarmannahelgina.
Kjósin er ekki Kjósin án Kaffi Kjós.


Kofinn og dagarnir okkar
Að fyrstu sýn lítur sumarbústaðurinn okkar ekki út fyrir að vera hús fyllt af gleði, pirringi og nóg af hlátri, heldur sumarhús fyrir vampíru.
Því húsið er kolsvart, sem er partur að því að reyna að gera bústaðinn viðhalds minni og nýtískulegri. Húsið er þokkalega stórt og rúmar um átta manns, ef þú telur smiðjuna sem part af húsinu því þar geta tveir unglingar sofið (ef þeir nenna að koma).
Innan frá er gamall fallegur viður blandaður nýjum IKEA húsgögnum, grímum frá Afríku, plögg með mömmu frösum og litlum hlutum sem ættu ekki að passa saman en gefur kofanum ákveðinn sjarma.
Húsið stendur á stórri lóð þar sem er nóg af gróðri en samt pláss til að fara í fótbolta. Það er dúkkuhús, lítil geymsla, síðan smiðja og pallurinn á bak við hús. Það er flaggstöng fremst á lóðinni sem afi á heiðurinn á að flagga í hvert skipti sem hann er þar.
Það sem mér finnst lang skemmtilegast við að vera upp í sumarbústað er að sitja í einum af hægindastólunum og lesa. Ég hef og get setið þar tímunum saman að kynna mér nýja heima. En þar sem fjölskylda mín eru eins og ormar á iði er alltaf nóg að gera og ef það er ekki þá finna þau eitthvað. Mála girðingar, smíða nýja smiðju, klippa af trjánum, slá og raka grasið, uppfæra bátaskýlið o.s.fl. Þau saman með allri fjölskyldunni dýrka þennan sumarbústað mjög mikið og það sést því sumarbústaðurinn verður bara flottari og flottar með hverju ári.
Myglan
Það besta við það að vera upp í sumarbústað er að vakna á morgnanna.
Ég vakna í myglu og óþægilegum hita en í stað þess að kveljast í myglunni minni, get ég labbað nokkur skref að útidyrahurðinni og fengið strax ferskt loft. Lífið er einstaklega yndislegt þegar maður situr ný vöknuð á handriðinu og horfir út á Meðalfellsvatn, besta leiðinn til að byrja daginn.

RÁÐSTEFNA HEILSU ALDRAÐA

1.–2. MAÍ HARPA



Því miður eyði ég ekki öllu sumrinu mínu í Kjósinni. Ég þarf jú að mæta í sumarvinnuna mína. Það getur verið erfiðis verk að mæta í vinnuna og sérstaklega þegar sólin er ein á himni og ekki ský sjáanlegt.
Til þess að njóta sólarinnar sem mest á þessum dögum fer ég aðeins fyrr af stað í vinnuna. Ég tek strætó nr. 18 og í stað þess að taka annan strætó sem keyrir mig alla leið að vinnunni, labba ég restina af leiðinni. Það er svo ljúft að byrja daginn á því að ganga, finna fyrir sólinni sleikja andlitið og anda áður en maður fer að sitja inni í 7–8 klst.
Ef að sólin brosir enn til okkar eftir vinnu tekur annar göngutúr við í stað þess að fara í ræktina.
Fiskar á þurru landi Það er sérstaklega skemmtilegt að fara í göngutúr með fjölskyldu eða vinum, labba og spjalla í rólegheitunum. Stundum er farið upp á fell til að fá hjartað til að slá smá og þá erum við eins og fiskar á þurru landi að reyna tala og anda djúpt á meðan við löbbum upp. Þegar við erum loksins kominn á toppinn erum við sveitt, þreytt en glöð að vera loksins kominn á toppinn sérstaklega þegar útsýnið yfir Reykjavík og Mosó blasir á móti okkur.
Fram og til baka
Sjórinn er eitt af mínum uppáhalds fyrirbærum til að horfa á, hann heillar mig alveg og eitthvað sem ég þarfnast mikið eftir langan vinnudag.
Eftir að hafa að labbað og labbað blasir sjórinn við mér og öll mín þreyta virðist hverfa þegar ég tek fyrsta andan að honum. Esjan stendur í fjarska, bátar sigla, fuglar fljúga og sjórinn ruggar, fram og til baka í afslöppuðum dansi, allt er eins og það á að vera. Ég dáist af þessari fegurð.
Ég vel mér oftast stein til að sitja á og leyfi sjálfri mér að anda djúpt, inn og út, njóta þessara sjónar og finna streitu dagsins leka með bárunum langt út á sjó.



VIÐ GETUM AÐSTOÐAÐ
PRENTUN Opið mánudaga – fimmtudaga: 8:00 – 16:00 Opið föstudaga : 8:00 – 14:30