






























Embla er einstaklingstímarit sem hver og einn nemandi hannaði. Við fengum að ráða efnisinnihaldi og hönnun. Í tímaritinu þurftu að koma fram 5 auglýsingar sem við þurftum að hanna, 3 af þeim voru fyrir kúnna. Efnið mitt endurspeglar minn lifsstíl og áhugamál.
Þetta verkefni var mjög skemmtilegt en krefjandi. Ég var farin að hlakka til þessa verkefnis síðan ég var á fyrri önn og var eiginlega búin að ákveða hvaða efni ég ætlaði að fjalla um.
Takk fyrir mig.
Umbrot og hönnun Margrét Lóa Björnsdóttir Hönnun á forsíðu Margrét Lóa Björnsdóttir
Ljósmyndir
innsíðum
og
Lóa Björnsdóttir
Ég heiti Margrét Lóa Björnsdóttir en er kölluð Lóa. Ég fæddist 15. apríl árið 1999 en átti að fæðast í júlí, en þar sem ég er fyrirburi ákvað ég að flýta mér í heiminn. Ég er uppalin á Álftanesi sem er oft kallað sveit í borg en bý núna á Háteigsveginum með kærastanum mínum og hundinum okkar Týra. Ég útskrifaðist með stúdentspróf árið 2018 af félagsfræðibraut frá Flensborg. Eftir útskrift vissi ég ekkert hvað ég vildi gera í framhaldinu og ekkert nám vakti áhuga minn fyrr en ég uppgötvaði grafíska miðlun í Tækniskólanum.
Hestamennska er mitt helsta áhugamál og má segja að lífið mitt snúist aðallega um það. Ég er mikill dýravinur og þegar ég var yngri var ég búin að ákveða að verða dýralæknir eða bakari þegar ég yrði stór en eitthvað hefur það nú breyst. Einnig hef ég áhuga á kvikmyndum, sjónvarpsseríum og föndri.
Nám í grafískri miðlun býður upp á fjölbreytta möguleika og er ég búin að nýta mér það mikið í mínu daglega lífi t.d. hannaði ég nýtt lógó og bjó til bók fyrir fyrirtæki sem mamma mín rekur.
Texti: Þorsteinn Thorsteinson, Deild Íslenska fjárhundsins og Gjósku hundar.
Myndir: Steinunn Guðbjörnsdóttir og Margrét Lóa
Talið er að Íslenski fjárhundurinn barst hingað til lands með landnámsmönnum. Hundarnir aðstoðuðu við smölun fjár, nautgripa og hesta. Litlar heimildir eru til um hunda frá fyrstu öldum byggðar á Íslandi. Engar lýsingar eru á fjárhundum í Íslendingasögum og þar er sömuleiðis mjög lítið að finna um hunda almennt. Þó eru til lýsingar á einstökum hundum sem skáru sig frá öðrum hundum og má þar nefna Sám hans Gunnars á Hlíðarenda en talið er að hann hafi verið Írskur úlfhundur.
Áður fyrr var algengt að hafa marga hunda á hverjum bæ enda var þörfin fyrir þá mikiil þegar fé var rekið, hvort sem það var til beitar að morgni og heim að kvöldi eða til lengri smalamennsku vor og haust. Nú til dags má einungis finna einn til tvo hunda á heimili, þar að segja þeir sem eru ekki með ræktun.
Erlend hundakyn voru flutt inn á 19. öld og um aldamótin 1900 hafði íslenskum fjárhundum fækkað mikið. Hins vegar hafa vinsældir íslenska fjárhundsins aukist á síðustu árum og þó stofn–inn sé ekki stór þá er tegundin ekki lengur í útrýmingarhættu. Árlega fæðast um 100 hvolpar á Íslandi og er nokkur hluti þeirra fluttur út, bæði til Evrópu og Norður-Ameríku
Á síðari hluta 19. aldar voru gerðar tilraunir með þjálfun íslenskra fjárhunda sem þjónustuhunda í
hernum í Danmörku. Hundarnir fluttu skilaboð milli herdeilda og reyndust vel þó tilraunirnar hafi lagst af og hundarnir farið til annarra eigenda. Íslenskir fjárhundar voru fyrst sýndir á hundasýningu í Tívolí í Kaupmannahöfn árið 1897 en þrír hundar voru sýndir á sýningunni. Íslenski hundurinn var viðurkenndur sem sérstakt ræktunarkyn í Danmörku árið 1898 og enska hundaræktarfélagið (English Kennel Club) ættbókfærði íslenskan hund árið 1905.
Íslenskir hundar hafa verið þjálfaðir til snjó flóðaleitar bæði hér á landi og erlendis og íslenskir fjárhundar hafa einnig verið þjálfaðir sem með ferðarhundar með einhverfum börnum. Þar til viðbótar eru íslenskir fjárhundar að sjálfsögðu enn notaðir við smalamennsku og við leit að týndu fé í fönn. Við smalamennsku nýtist þefskyn hundsins vel og í slæmu skyggni rennur hann á lykt af fé og finnur þó maðurinn sjái það ekki. Þefskyn hundsins nýtist einnig vel til eggjaleitar og íslenskum hundum hefur verið kennt að leita einungis eftir eggjum ákveðinna tegunda fugla.
Svipur íslenska hundsins er oft brosleitur og er öruggt og fjörlegt fas einkennandi fyrir íslenska fjárhundinn. Íslenski fjárhundurinn er úthaldsgóður smalahundur sem geltir og nýtast þeir eiginleikar við rekstur og smölun búfénaðar úr haga eða af fjalli. Þetta er glaður og vingjarnlegur hundur með ljúfa lund, forvitinn og óragur við vinnu. Kynið
hentar vel til margra starfa en flestir hundarnir eru þó heimilishundar í dag.
Aðallitir íslenska hundsins eru gulur, leirhvítur, mórauður, grár og svartur. Litbrigði geta verið með ýmsu móti en þó skal einn aðallitur ávallt vera ríkjandi. Það er mjög algengt að aðalliturinn sé ljósari, jafnvel hvítur, frá hálsi undir kvið og aftur á skottenda.
Íslenski fjárhundurinn er mikil félagsvera og elskar að vera í kringum fólk. Hann elskar eigandann sinn og gengur á eftir manni eins og skuggi. Íslenski fjárhundurinn er glaður og vingjarnlegur hundur, forvitinn og fjörmikill með ljúfa lund, harðger og óragur.
Síðan ég fæddist hefur alltaf verið Íslenskur hundur á heimilinu og ég get ekki ímyndað mér yndislegri og vingjarnlegri hundategund til að umgangast. Margir segja að hundurinn sé besti vinur mannfólksins og það á alveg við Íslenska hundinn.
Týri er Íslenskur fjárhundur sem ég og kærasti minn Hákon eigum. Hann er 2 ára gamall og svartur og hvítur á litinn. Hann er mjög kátur og elskar að hitta nýtt fólk.
Hákon var búinn að leita sér að hundi í langan tíma og þegar félagi hans fékk sér Íslenskan hund sagði hann honum frá því að hundar úr sama goti væru tilbúnir til afhendingar. Við skutumst á Selfoss að kíkja á hvolpana sem voru í boði en Hákon var búinn að sjá mynd af þeim og eiginlega alveg viss um hvern hann vildi taka. En þegar hann settist hjá hvolpunum kom Týri og settist hjá honum þá snerist Hákoni hugur og hætti við hundinn sem hann var búin að ákveða og vildi frekar Týra. Það má því segja að Týri hafi valið hann. Nokkrum vikum seinna fengum við að taka hann heim.
Þorkelsdóttir, Jón Þór Jónasson, Steinunn Guðbjörnsdóttir og Svenja Au.
Ferðin hófst á Álftanesi þar sem meiri hluti hópsins var með hestana sína þar. Farið var með stóran flutningabíl með 8 hestum inn í og kerru aftan á með 4 hestum, auk þess voru 2 aðrir bílar með kerru. Keyrt var í Skagafjörð þar sem hestar og menn fengu næturstopp. Næsta dag var svo haldið áfram og endað á Langanesi. Keyrt var með hestana upp á vitanum Fonti.
Hestaferðir er eitt af mínum uppáhalds afþreyingu þegar kemur að hestamennsku. Ég hef ferðast um landið allt á hestum síðan ég var 9 ára. Hestaferðir eru aðallega stundaðar á sumrin en geta einnig verið um haustin.
Þegar kemur að því að fara í hestaferð þarf að hafa margt í huga og undirbúningur getur verið mikill. Það þarf að ákveða hvaða leið skal fara, hvaða hestar fara með, hvaða búnað þarf maður að hafa með sér, hvar skal gista (bæði hestar og menn) hversu langa dagleið er farið, hvað skal borða, o.s.frv. Ferðir geta verið miserfiðar. Allt fer það eftir hestum, veðri, fólki og skapi en maður þarf fyrst og fremst að hugsa jákvætt og ekki vera of stressaður. Hestar eiga ólíka daga alveg eins og mannfólkið og þú veist aldrei hvað getur gerst. Það besta sem hægt er að gera er að vera vel undirbúinn og hafa góða þekkingu því svæði sem farið er á.
Mig langar að segja frá nokkrum af mínum uppá–haldsferðum í gegnum árin.
Fontur — Reykanestá
Árið 2014 lagði 8 manna hópur af stað í 19 daga hestaferð þvert í gegnum Ísland. Ferðin hófst 26. júlí og endaði 14. Ágúst. Í hópnum var ég, Ari Sigurðsson, Ágúst Harðarson, Hugrún
Við byrjuðum ferðina hjá vitanum Fonti sem er á langanesi. 6 knapar með 12 hesta lögðu af stað, en í ferðinni var hver knapi með 5-6 hesta, samtals voru því um 30 hestar í ferðinni. Það má segja að ferðin byrjaði ekki vel þar sem hundurinn Stjarna týnist eftir fyrsta legg ferðarinnar. Við leituðum og leituðum og nóttin var erfið en sem betur fer fengum við gleðifréttir næsta dag að Stjarna væri fundinn heil á húfi við Font. Eftir nokkra daga kom pabbi minn alla leið úr Reykjavík til að ná í hana og fara með hana heim.
Eftir þetta óhapp gekk ferðin vel fyrir sig. Við fengum nánast sól og blíðu allan tímann. Reiðleiðirnar voru allskonar, við riðum yfir hálendi, fjörur, bílvegi, moldargötur, gras og nokkrar ár.
Við höfðum 2 hvíldardaga og voru þeir vel nýttir. Á fyrri hvíldardeginum voru hestar fluttir á milli staða og járnað var upp. Á seinni hvíldardeginum
Frá vinstri: Hugrún, Jón, Ari, Gústi, Jörundur, Svenja, Lóa, Stjarna Ljósm: Steinunn Guðbjörnsdóttir
ákváðum við að taka því rólega og hvíla okkur. Einnig hélt Ari upp á 60 ára afmælið sitt og bauð okkur og fjölskyldu sinni upp á veglegt kaffihlaðborð sem allir nutu góðs af.
Síðasti dagur ferðarinnar var langur en allir orðnir vel spenntir. Við riðum frá Krýsuvík í Grindavík og hittum á leiðinni nokkra félaga úr hestamannafélaginu Brimfaxa sem riðu með okkur til Grindavíkur. Þar var okkur boðið uppá dýrindis kaffihlaðborð og það var einstaklega vel tekið á móti okkur. Eftir klukkutíma stopp héldum við af stað einhesta síðasta spölinn. Síðasti áfanginn var ansi drjúgur en u.þ.b. tveimur tímum síðar fögnuðum við áfanganum við Reykjanesvita. Það mátti sjá tár blika á hvarmi og það voru blendnar tilfinningar í brjóstum manna, gleði yfir að áfanganum var náð og trega yfir að ævintýrið var á enda. Efst í huga okkar er þakklæti til allra sem gerðu þessa ferð að veruleika og ekki síst til allra leiðsögumannanna okkar sem skiptu sköpum fyrir þessa ferð.
Út á Fonti fantagóð ferðumst um á hestum með sól í hjarta, sæl og rjóð í sómahópi bestum
Steinunn Guðbjörnsdóttir
Þessi ferð er ógleymanleg og einstök upplifun. Ég fékk að kynnast mögnuðu fólki og hestum. Þessi ferð gerði mig að sterkari reiðmanni og ein af mörgum ástæðum af hverju mér finnst gaman að ferðast á hestum.
Texti: Margrét Lóa Björnsdóttir. Myndir: Steinunn Guðbjörnsdóttir
Mamma mín er eigandi ferðaþjónustu fyrirtækisins Exploring Iceland sem selur meðal annars hestaferðir. Þar er ég að vinna á sumrin sem leiðsögumaður og aðstoðamaður í hestferðum. Við notum okkar eigin hesta í allar okkar ferðin og fer þess vegna mest allur veturinn í það að þjálfa þá upp fyrir sumarið.
Árið 2021 fór ég og mamma ásamt vini okkar Ara í 4 daga hestaferð í kringum Húsafell með 6 manna fjölskyldu frá Hollandi.
Reiðleiðin var að mest megnu góð en það kom fyrir að við þurftum að fara bílvegi. Útsýnið á leiðinni er fallegt þar sem sjá má í jökla, fossa og eldfjöll. Það má segja að þetta er fallegasta reiðleið Borgarfjarðar á Vesturlandi.
En það sem gerði þessa ferð svo einstaka var fólkið sem var með okkur. Þar sem við fáum nánast eingöngu erlenda ferðamenn í ferðirnar okkar vitum við aldrei hvernig fólki má búast við eða hvernig reynslu það hefur. Þessi fjölskylda hafði góða reynslu og hestarnir okkar pössuðu hverjum og einum. Þau voru öll mjög jákvæð og frábærir reiðmenn. Við höfum ennþá samskipti við þau í dag og sendum þeim myndir af hestunum okkar af og til.
Þessi hestaferð (Tölt with glacier view) er ein–staklega falleg leið og fólkið sem bókar ferðina gistir á hóteli þannig þetta er algjör lúxus ferð. þessi ferð er ennþá vinsæl í dag og er uppbókuð fyrir næsta sumar. Það er alltaf gaman að kynnast nýju fólki sem hefur áhuga á Íslenska hestinum.
Þingvellir
Ég hef oft farið í hestaferð á Þingvelli og nú til dags finnst mér það ekkert merkilegt að fara þá reiðleið en það er ein ferð á Þingvelli sem stendur uppi fyrir hinum.
Árið 2010 þegar ég var aðeins 11 ára og ekki búinn að fara í margar hestaferðir fór ég með mömmu minni og Ara vini okkar í létta helgarferð. Við fengum dásemdar veður og fallegt útsýni alla leið. Á þessum tíma voru símar ekki eins góðir og þeir eru nú til dags þannig það eina sem tekið var með var lítil myndavél sem komst í vasann og gott nesti. Síðan var það bara að njóta náttúrunnar.
Á þessum tíma átti ég ekki minn eigin hest en var alltaf á meri sem mamma átti sem hét Perla. Einnig fékk ég lánaða merina Frostrós frá Íshestum, fyrirtækið sem mamma mín var að vinna hjá. Þó ég hafi einungis verið 11 ára var ég að teyma 1 til 2 hesta sem mér fannst vera mjög fullorðinslegt en það er ekki óalgengt að fólk teymi hesta í Íslenskum hestaferðum. Þarna var ég rétt aðeins að byrja í hestaferðum og þetta var alls ekki mín síðasta ferð.
Hestaferðir á Íslandi eru æsispennandi ævintýri og ómissandi ef þú átt hesta eða hefur áhuga á hestamennsku. Það gerir ferðalagið enn betra og þú upplifir svo miklu meira af náttúru og útsýni heldur en að keyra bíl. Einnig færðu nánast alltaf skemmtileg félagsskap hvort sem það eru Íslendingar eða erlent fólk.
Í nánast öllum hestaferðum sem ég fer í gerist eitthvað sem var ekki planað. T.d. missum við hestana úr girðingunni, einhver reiðtygi gleymist heima, það dettur skeifa undan hesti í miðri ferð o.s.frv. En það eru þessir litlu hlutir sem gera ferðirnar svo eftirminnilegar. Þó ég hef farið í margar hestaferðir og jafnvel oft á sama stað er hver og ein hestaferð aldrei eins sem gerir þær svo skemmtilegar og ævintýralegar. Ég er nokkuð viss um að ég mun ennþá ferðast á hestbaki þegar ég verð níræð.
200 gr hveiti 2 msk. sykur 1/2 tsk. salt 1/2 tsk. matarsódi 2 egg 1 1/2 l mjólk 1 tsk. vanilludropar 50 g brætt smjörlíki
Blandið sykri, salti og matarsóda saman við hveit–ið. Þeytið vel saman egg og mjólk, og hræðið helminginum af því út í hveitið og þeytið þar til deigið er kekkjalaust. Bætið afganginum af mjólkinni og vanilludropunum út í.
Bræðið smjörlíkið á pönnukökupönnunni og hellið því út í.
Hitið pönnuna. Hellið dálitlu deigi á hana, og snúið henni, svo deigið hylji pönnuna í þunnu lagi. þegar deigið er orðið ljósbrúnt, er pönnukökunni snúið við.
Hræðið öðru hverju í deiginu og þynnið það ef þarf. Leggið pönnukökurnar á fat í stafla.
Berið fram með sultu og rjóma eða einung bara sykri og rúllið upp.
1 kg hveiti 250 gr sykur 4 tsk. lyftiduft 1 tsk. matarsódi 2 egg 1/2 l súrmjólk 1/2 dl. matarolia 1/2 glas kardimommudropar
Setjið hveitið í stóra skál eða á borðplötu og setjið þurrefnin saman við. Vætt í með eggjum, olíu, súrmjólk og kardimommudropum.
Hnoðið deigið og skerið í 4 jafnstóra parta. Fletjið út frekar þynnt, mótið kleinur með kleinuhjóli, snúið upp á þær og steikið í fitu í potti.
Passið að hafa fituna ekki of heita.
Margrét Lóa Björnsdóttir
5 msk. sykur 120 g smjör (við stofuhita)
2 egg 100 g hveiti 100 g döðlur
1 tsk. matarsódi
1 tsk. kanill
1 tsk. salt
1 tsk vanilludropar
1 1/2 tsk. lyftiduft
Karmellusósa
120 g smjör
1 1/2 dl rjómi 120 g púðursykur
Stillið ofninnnn á 180‘C. Leggið döðlurnar í pott og látið vatn fljóta yfir. Hitið döðlurnar og vatnið í potti. Þegar vatnið er byrjað að sjóða takið þá pottin af hitanum. Blandið matarsóda saman við og hrærið vel saman. Leggið blönduna til hliðar. Hræðið saman sykur og smjör þar til það verður létt og ljóst. Bætið svo eggjunum saman við. Sigtið þurrefnin saman við auk vanilludropunum. Blandið döðlumaukinu saman við og hrærið. Hellið deginu í hringlaga kökuform og bakið í 30-40 mín.
Fyrir sósuna eru öll hráefni sett saman í pott á lágum hita þar til karmellan fer að sjóða.
Exploring Iceland býður upp á 4-5 daga hesta- og gönguferðir þar sem við njótum útiveru allan daginn með leiðsögumanni en gistum á hótelum og njótum ljúffengra veitinga.
Sími: 519 1555 | info@exploringiceland.is Exploringiceland.is
Það er ekki langt síðan ég byrjaði að sauma. Vinkona mín hafði lengið verið að sauma og gaf mér oft gjafir af verkum sem hún hafði gert. Einn daginn var ég að leita mér af föndri til þess að gera og fann heklusett fyrir byrjendur. Ég fann strax að þetta væri ekki fyrir mig og ákvað að prófa útsaum.
Til að byrja með var það pínu flókið en ég æfði mig reglulega og núna er þetta fislétt fyrir mér. Ég geri oftast lítil verk þar sem þau taka minni tíma og minni efni. Jólin 2020 gerði ég stóra mynd af hundi foreldra minna sem tók mig um 3 mánuði að gera. Flestur útsaumur sem ég bý til verða gjafir.
Ég finn allar mínar uppskriftir á netinu eða kaupi í föndurbúðum. Þetta áhugamál er ekki ódýrt og garnið sem þarf í þetta getur verið mikið og dýrt.
Útsaumur getur tekið langan tíma en mér finnst best að eyða kvöldunum upp í sófa, setja eitthvað í sjónvarpið og byrja að sauma. Þegar ég er í löngum hestaferðum finnst mér gaman að taka eitthvað lítið til að sauma og slaka á eftir langan dag á hestbaki.
Ég sá það ekki fyrir að verða mikil saumakona en það má segja að það rennur í blóðinu mínu. Mamma mín er mjög góð í að prjóna lopapeysur og flestar lopapeysur sem ég á eru eftir hana. Amma mín er einnig mjög góð í handavinnu og getur gert ýmislegt flott og sniðugt. Hver veit nema í framtíðinni að ég læri að prjóna lopapeysur eða reyni aftur að hekla.
Heimagerð borðspil Eftir að ég byrjaði í grafískri miðlun hef ég gert þó nokkur verkefni þar sem ég notfæri mér þekkingu sem ég hef fengið í náminu.
Um jólin gef ég heimagerðar jólagjafir frekar en keyptar þar sem mér finnst það skemmtilegra og persónulegra. Síðustu 2 árin hef ég gefið vinkonu minni spil sem ég hef búið til. Í fyrra bjó ég til Monopoly spil sem var sérgert með stöðum sem við könnumst við. Árið eftir gerði ég Guess who spil.
Ég byrja á því að finna hugmyndir á netinu og vinn öll spilin í Illustraitor og/eða Indesign og prenta svo út. Það er svolítill tími sem fer að gera eitt spil en það er alveg þess virði fyrir góðar gjafir.
Auk þess að gera spil hef ég einnig notað þekkinguna mína til að búa til bók og lógó fyrir Exploring Iceland.
Að vera í rétta stéttarfélaginu skiptir máli.
Kjaramál eru mikilvæg fyrir launafólk, þess vegna er Grafía með öfluga kjaradeild sem vinnur í þágu félagsfólksins.
Grafía er eitt af aðildarfélögum Rafiðnaðarsambands Íslands sem þýðir sterkara og betra félag.
Stéttarfélag í prentog miðlunargreinum