Embla - Auðunn Breki Auðunsson

Page 1

GRAFÍSK MIÐLUN | HAUST 2022 | 2. TBL.
BROT AF NÁMSKEIÐUM
Vatnagarðar 20 | 104 Rvk. | idan@idan.is | www.idan.is
NÁMINU LÝKUR ALDREI Mikil flóra af vefnámskeiðum Námsframboðið er fjölbreytt og í stöðugri þróun enda er það þýðingarmikið hlutverk okkar að sjá fyrirtækjum og einstaklingum fyrir nýrri þekkingu og færni eftir því sem þörf krefur.Horfum til framtíðar.
Umhverfismál umbúða
Stafræn gæðastýring
Hvað er nýsköpun?
Grafísk hönnun umbúða
Einfaldlega InDesign
Steinsteypa - frá hráefni til byggingar
SEM ERU Í BOÐI

Þá er komið að lokum í þessu skemmtilega krefjandi námi sem hefur gefið mér mikla reynslu hvað varðar umbrot, prentun, myndvinnslu, hönnun og svo mörgu fleira. Embla er einstaklings tímarit sem hver nemandi á fagbraut grafískrar miðlunar í Upplýsingatækniskólanum skilar við námslok.

Þetta tímarit á að sameina alla þá kunnáttu og færni sem við erum búin að læra á undanförnum árum.

Þar sem ég er mikill penni og fæ oft ritstíflur reyndist þetta frekar kúnst fyrir mér en það er alltaf gaman að reyna á sjálfan sig í krefjandi verkefnum sama hvort það sé námslega séð eða almenn verkefni í lífinu. Viðfangsefnin sem ég tók fyrir í tímaritinu eru mér nærri og spila stóran part í mínu lífi og ætla ég að leyfa ykkur að skyggnast aðeins í minn heim.

Umbrot og hönnun

Auðunn Breki Auðunsson Hönnun forsíðu Auðunn Breki Auðunsson

Ljósmyndir

Bíó Paradís, Exodus verslun

Icepick: Icelandic StreetArt eftirThordis Claessen www.thordisc.com

Grafík Auðunn Breki Auðunsson

Samantekt af texta Auðunn Breki Auðunsson Pappír Digi Finesse silk 130 gr Digi Finesse silk 170 gr

AUÐUNN BREKI AUÐUNN BREKI AUÐUNN BREKI

Ég heiti Auðunn Breki Auðunsson og fæddist ég í Reykjavík þann 10. desember 1996 og er því 25 ára gamall. Ég ólst upp í hlíðunum og gekk í Hlíðaskóla og stundaði íþróttir í Val. Allur minn vinahópur úr Hlíðaskóla fór í Menntaskólann við Hamrahlíð og var það til þess að vinahópur styrktist enn meira en hann nú þegar var. Nýir vinir eru silfur, gamlir gull.

Ég hef ávallt haft áhuga á list og hönnun af einhverju tagi. Frá því á yngri árum hef ég alltaf verið að krota og teikna á blað og fór það að aukast sérstaklega þegar ég fór að nálgast 11 ára aldurinn. Hip Hop tískan var mjög vinsæl hjá okkur vinunum og graffið líka. Anna Flosadóttir var myndmenntakennari minn í Hlíðaskóla og leyfði hún mér að fá mikið svigrúm til að skapa og teikna, fékk ég mikinn innblástur þaðan.

Exodus 1999

Exodus var og er goðsagnakennd verslun. Nína Sigríður Geirsdóttir, myndlistarkona og Orville Pennant eiginmaður hennar voru eigendur verslunarinnar Exodus við Hverfisgötu. Nína opnaði verslunina „Jónas á milli“ á Laugavegi árið 1992. Árið 1999 flutti hún búðina niður á Hverfisgötu og breytti nafninu í Exodus eftir vinsælu lagi með Bob Marley.

Mamma allra íslenskra skoppara Í Exodus var einstakt andrúmsloft og var aðall verslunarinnar alltaf skopparaföt og hiphop tíska. Þegar hiphoppið náði vinsældum hér á landi voru ungir strákar tíðir gestir í búðinni. Exodus seldi ekki bara föt og fylgihluti heldur líka sprey brúsa og penna af öllum stærðum og gerðum. Allir graffarar Íslands gerðu sér einhvern tímann ferð

í Exodus til þess að kaupa sér brúsa fyrir næsta verk. Nína tók alltaf einstaklega vel á móti manni og var hún til að mynda kölluð „mamma allra íslenskra skoppara“. Það ríkti alltaf mikil virðing inn í Exodus og Nína sá alltaf það góða í okkur sem sumir kölluðu vandræða unglinga. Hún kom alltaf fram við mann eins og jafningja og hlustaði þegar maður talaði við hana.

Óskrifuð regla Það voru ekki aðeins vörurnar sem fólk sóttist í hjá Nínu heldur félagsskapurinn og spjallið við hana um daginn og veginn. Það ríkti óskrifuð regla innan Exodus og hún var sú að það mætti alls ekki stela, sá sem datt það í hug að stela í Exodus myndi vera bannaður í búðinni og mjög illa séður meðal alla þeirra sem sóttu búðina.

Skissubækurnar

Ég var ennþá í grunnskóla þegar ég og vinir mínir fóru þangað. Um leið og skólinn kláraðist var förinni heitið niður í bæ á hjólabrettunum okkar. Fórum í Exodus til að hitta Nínu, gullfiskana og

Úrvalið af spreybrúsum Ljósm.: Óþekktur

kíkja í skissubækurnar sem voru opnar öllum þeim sem vildu spreyta sig. Þarna fengum við mikinn innblástur þegar það kom að list og graffi. Síðan keypti maður sér penna til þess að taka með sér í skólann daginn eftir til að krota í stílabækurnar sínar samhliða því að „læra”.

Reykjavíkurborg & aðkast

Það var ekki alltaf auðvelt fyrir Exodus þar sem þau seldu sprey brúsa og penna. Nína sagðist hafa orðið fyrir ofsóknum af hálfu embættismanna fyrir það eitt að selja sprey brúsa. Það gildu reglur hjá Exodus sem miðuðu að því að koma í veg fyrir að brúsarnir lentu í höndunum á skemmdarvörgum. Flestir sem keyptu brúsana notuðu þá í listrænum tilgangi. Hún hafði orðið fyrir aðkasti frá almenningi og áður höfðu fulltrúar Reykjavíkurborgar meðal annars hótað að sturta rusli fyrir framan verslunina til að koma í veg fyrir að kúnnar kæmust inn í hana.

Menningin

Í Exodus kynntust ótal margir með sama áhugamál sem var hip hop og teygði það anga sína í margar

áttir eins og graff, rapp, dj a, pródúsera og breikara svo eitthvað sé nefnt. Nína vildi alltaf styðja við menninguna á Íslandi og langaði hana að þessi menning dafnaði á Íslandi og lifði góðu lífi.

Hamborgari, franskar og sósa á 1.590! Hverfisgata 44 | Borg 29 Mathöll | Gróðurhúsið Mathöll | www.yuzu.is
Flísarnar sem settu svip á Exodus Ljósm.: Exodus

BROT AF ÚRVALI EXODUS BROT AF ÚRVALI EXODUS

MINNINGARORÐ UM NÍNU MINNINGARORÐ UM NÍNU

„Ég kynntist Nínu í gegnum syni mína Valdimar Kristján Pardo og Roberto Andrés Pardo. Ég held að þeir hafi verið 10 og 12 ára þegar þeir drógu mig í búðina æðislegu til að kaupa föt fyrir skóla byrjun. Ég var sjálf með saumastofu og verslun í miðbænum Blanco y Negro. Þegar ég lokaði minni búð fór ég að sauma fyrir Nínu. Velourbuxur með rönd í hliðinni. Þetta seldist eins og heitar lummar og var búbót upp í lélegu kennaralaunin. Saumaði alla vikuna eftir vinnu og skilaði á sunnudögum. Við Nína áttum margar góðar spjallstundir. Yndisleg manneskja með stórt hjarta. Og það var alveg stórkostlegt að hlusta á hana tala við unga fólkið. Alltaf sá hún jákvæðu hliðarnar og hvatti til sköpunar. Hún var frumkvöðull, stóð upp fyrir graffity og lét ekki deigan síga þó borgin væri endalaust að bögga hana.“

„Nína var eiginlega eins og fóstur mamma mín. Kalla hana Mamma Exodus. Ég fór fyrst að kaupa föt þarna þegar ég var 14–15 ára sem er sirka árið 1999–2000 þangað til að búðinni var lokað.

Ég hékk stundum þarna allan daginn til hitta fólk í hiphop menningunni og mínu helsta hobbíi sem varð svo minn lífsstíl sem er graffiti. Svo fór ég að hjálpa Nínu við hitt og þetta í búðinni þangað til ég fékk vinnu þarna aðallega við að raða sprey brúsunum og bara afgreiðslu maður, ég raðaði litaröðinni upp í hillu þegar Belton kom fyrst í búðina og sú röð var alltaf uppi eftir það.

Ég og Nína urðum mjög góðir vinir, hún vissi alltaf hvaða föt pössuðu á mig og var byrjuð að gefa mér föt og svo fór ég að gefa henni listaverk eftir sjálfan mig. Exodus var búð með hjarta og sál. Orvill maðurinn hennar bjargaði lífi mínu einu sinni við vera ekki stunginn og laminn af 20 manns, útaf graffiti beef deilum. Ég hefði viljað vera í útför hjá Nínu að segja bless en hún var í kyrrþey og ekki opin öllum. R.i.p. Nína.“

Anton Lyngdal a.k.a opes_vs_vato

„Þessi staður var stór og mikilvægur partur af mínum unglingsárum eins og hjá mörgum. Nína tók alltaf á móti manni með brosi og opnum örmum. Það sem maður gat eytt tíma þarna inni að skoða öll fötin, brúsa, penna, hjólabrettaplötur, hakkísakk bolta, húfur og spjallað við Nínu á meðan. Stundum kom maður bara við til þess að heilsa upp á því að maður átti leið hjá. Exodus og Jónas á milli var kjarni sem færði fólk og listamenn saman úr öllum undirflokkum íslenskrar hip hop menningar, hvort sem það var rapp, dj, breakdans eða graffiti og einnig hjólabretti. Þessi staður mun alltaf vera ógleymanlegur partur af sögu og kjarna íslenskrar hip hop menningar.

Hvíl í friði elsku Nína.“

Valdimar Kristján Pardo RIP MAMMA EXODUS Verk eftir.: @opesvsvato

Graphein

Upprunalega er orðið graffítí úr latnesku. Orðið sjálft er fleirtölumynd af orðinu graffito sem þýðir ristun eða áletrun. Upphaflega var graff ristað eða áletrað á yfirborð eða undirlag. Það á þó einnig við um það þegar spreyjað er eða málað á fleti. Orðið graffito kemur þó frá gríska orðinu graphein, sem þýðir einfaldlega að skrifa.

Tögg

Graff getur verið margvíslegt. Það getur samanstaðið af myndum og orðum, mörgum litum eða fáum, mismunandi lögun og formum, og allskonar fígúrum, en allt á þetta þó það sameiginlegt að vera ritað eða spreyjað á byggingar, veggi, farartæki eins og lestar, hluti eins og ruslafötur, gangstéttar eða í raun á hvaða flöt sem er. Það eru til margar mismunandi útgáfur af

graffi eins og til dæmis „tögg”. Tagg er letur sem annað hvort er spreyjað eða tússað á einkaeignir eða á almannarými. Svo virðist vera, að algengast sé að taggið sé litið hornauga. Taggarar fá þá helst að heyra það óþvegið og er taggið kallað skemmdarverk af stórum hópi fólks. Tögg innihalda yfirleitt aðeins letur, allt frá skammstöfun eða listamannanafni taggarans til skoðana eða pólitískrar ádeilu.

Götulist Götulist í borgum líkt og Reykjavík er liststíll sem hefur tengingu við borgina og borgarlífið sjálft. Götulist sem sameinast við veggjakrot er oft notað til að draga saman allar myndlistagerðir sem verða til í þéttbýli, innblásnar af borgar arkitektúr eða borgarlífsstíl. Vegna þess að götulist einkennist að því að vera í rými sem er ætlað almenning en er oft litið á það sem skemmdarverk og eyðileggingu á almannaeign. Jafnvel þó að mörgum finnst þetta vera skemmdarverk þá líta listamennirnir ekki á sig sem skemmdarvarga. Götulist er engu að síður alþjóðlegt listform með ótakmarkað notagildi. Margir listamenn ferðast á milli borga og sýna listir sínar og tengjast þannig umheiminum.

Vaxandi athygli

Allt frá graffi, stenslum, þrykkingu og veggmyndum, málverkum, listrænum samstarfsverkefnum sem og leiklistar og myndbandslistar er mjög óhætt að segja að götulist á undanförnum árum hafi fest sig í sessi í dægurmenningu okkar

HALLÓ, nafn mitt er NORES Ljósm.:Thordis Claessen Tögg eftir Eddu Ljósm.:Thordis Claessen

JÓI

og hefur fengið vaxandi athygli á listmarkaði og listastofnunum. Verk eftir götulistamenn hafa ratað í gallerí, uppboðshús og söfn. Sumum listamönnum hefur verið gefinn kostur á að búa til umfangsmikil listaverk sem verða svo viðurkennd. Á sama tíma hefur víðtæk ljósmyndaskráning á götulistaverkum og dreifing mynda á netinu veitt listamönnum alþjóðlega þekkingu.

Náskyldar listgreinar

Graffi og götulist er oft ruglað saman, bæði er þetta lista þar sem verk eru sýnd á almannafæri frekar en í galleríum, þó að graffarar koma verkum sínum fyrir opinberlega, hafa þeir almennt ekki áhuga á að almenningur skilji verk þeirra; þeir vilja geta talað við aðra graffara, sem geta skilið verkin þeirra og kunna að meta stílinn. Götulistamenn vilja að allir skoði og hrifist af verkum sínum, þeir eru meira með yfirlýsingu. Graff og götulist eru náskyldar listgreinar, þó eru þær ólíkar hvað varðar ásettning, tækni og stíl.

Jóhann Jónmundsson, eða Jói eins og hann er kallaður, vann í undirgöngunum við Klambratún frá 1993–2005. Á þessum tíma reis hip hop menningin sem hæst hér á landi og báru veggir ganganna þess augljós merki með mikilli aukningu graffitis. Göngin voru á þessum tíma einn vinsælasti graffiti staður landsins. Á þessum tíma reis hip hop menningin sem hæst hér á landi og báru veggir ganganna þess augljós merki með mikilli aukningu graffitis. Göngin voru á þessum tíma einn vinsælasti graffiti staður landsins.

Þá, líkt og nú, var graffiti almennt bannað í Reykjavík. Þrátt fyrir það fékk Jói fljótlega áhuga á graffiti listinni eftir návígið við hana í göngunum. Jói fór til sinna yfirmanna og fékk það í gegn að undantekningin á reglunni yrði gerð í Hlíðargöngunum og graffiti leyft. Eina skilyrðið var að hann myndi þjóna hlutverki nokkurs konar listráðunautar, ofan á aðrar starfsskyldur sínar. Jói átti að gæta þess að göngin væru snyrtileg og að graffiti myndirnar samræmdust almennu velsæmi. Jói skyldi mála yfir allt krot og myndir sem að talist gætu klám eða satanískar af einhverjum toga.

Fljótlega eftir að Jói hóf störf fór hann að taka ljósmyndir af graffitiverkum ganganna í þeim tilgangi að til væru einhverjar heimildir um þessa tegund myndlistar. Hann lét prenta myndirnar út, flokkaði þær í möppur til varðveislu og bar allan kostnað af því sjálfur. Safn Jóa telur í dag um 500 ljósmyndir og er af mörgum talið ein heildstæðasta heimild um graffiti list í Reykjavík frá þessum tímum.

Fígúrur eftir Nores Ljósm.:Thordis Claessen Verk eftir Osesh Ljósm.:Thordis Claessen

Hvað ertu gamall? Tuttugu og sexy. Hvar býrðu? Í Köpen.

Hvað skrifaru/graffaru/teiknaru? Tacc / taccini /.

Hvað ertu búinn að vera lengi að graffa? Líklegast síðan ég var 10–12 ára.

Hver er ástæðan fyrir því að þú gerir það? Fyrst og fremst vesenið, ég elska líka að ögra öðrum.

Hvað er það hættulegasta sem þú hefur lent í þegar þú ert að graffa? Örugglega að vera hótað með hníf af litlum Nørrebro gangsterum. Þeir eru hrifnir af því að stinga fólk.

Hver er munurinn á graff menningunni hérna á Íslandi og í Danmörku?

Fyrst og fremst er senan talsvert meira lifandi í Köpen. Fólk kemur alls staðar að úr heiminum til þess að mála klassísku rauðu DSB lestarnar. Mín kenning er sú að það leiðir til meiri samkeppni og þar að leiðandi verða gæðin meiri. Senan í Köpen er miklu meira framúrstefnuleg. Þeir sem ég fylgist með leggja mikið uppúr því að vera original, koma með eitthvað nýtt og ferskt.

Hvað færðu út úr því að graffa? Það er útrásin, hvort sem ég er að mála stöðum þar sem maður fær næði til þess að taka sér sinn tíma eða að eitt/tvö tögg þegar maður er fullur á leiðinni heim af barnum. Það kemur út á því sama fyrir mér.

Hvað finnst þér mikilvægt í graffi? Að vera orginal, númer eitt tvö og þrjú. Það getur líka túlkast á það að vera útum allt, hvaða staði sem þú velur til þess að skrifa á.

Hvers þarf maður að gæta þegar maður fer út að graffa? Ekki láta ná þér.

Eftir ár í háskóla kemst ég að því að góður félagi og bekkjarbróðir er graffari sem ég er búinn að vera að fylgjast með í nokkur ár. Hann passar mjög vel upp á að aðeins fólk sem hann treystir fullkomlega viti hvað hann skrifar, alvöru Nørrebro karakter. Við tengdumst fyrst í gegnum það að eiga báðir mjög erfitt með vera mættir aftur í skóla þurfa að vera undirgefnir prófessornum. Hann til dæmis kallaði það að þurfa að mæta á studio fundi klukkan 9:00 „morgun fasisma“. Ári seinna förum við saman í skólaferð til Porto, mig minnir haustið 2018. Við höfðum málað einu sinni saman áður, ég átti mjög erfitt með að aðlagast hugmyndafræðinni hans. Hann er búinn að vera mjög aktívur

lengi, og ég reikna með því að með tímanum og á skalanum sem hann er á þá verður maður mjög vænusjúkur. En í Danmörku er umhverfið allt öðruvísi, hér, annað en á Íslandi, er deild innan lögrelugnar sem einbeitir sér einungis að því að taka niður graffara.

Í Porto ákveðum við að fara út að mála eina nóttina. Hann var nokkra „spots“ í huga. Hann vill hittast áður en við leggjum af stað upp í íbúð og fara yfir stöðuna, hvernig við förum að „spottinum“ og hvert við flýjum ef eitthvað kemur uppá. Hann var með Google earth loftmynd prentaða út. Hann fer eftir öllum reglum; engir símar með, gríma, hanskar, öll fingraför þrifin af brúsunum og brúsar hristir áður en það er lagt af stað. Allt hlutir sem ég hefði ekki látið mér detta í hug að gera og ekki heldur núna. Markmið næturinnar var að mála að að minnsta kosti þrjá panela sem liggja að Metro lestarteinunum miðsvæðis í Porto. Við þurftum að byrja á því að klifra yfir tveggja metra háann vegg til þess að komast í gegnum bakgarð á íbúðar húsnæði. Í raun og veru vissum við ekki 100 prósent hvað var fyrir aftan vegginn. Ég ákveð að klifra á undan og fæ að kynnast alvöru „ghetto fixi“. Þegar ég gríp upp á vegginn fæ ég glerbrot á kaf í báða lófana. Að steypa glerbrot ofan á svona veggi er víst gert mikið í austur og suður Evrópu til þess að passa að fólk eins og við komumst ekki inn á lóðirnar þeirra.

Ég entist bara í einn panel því það fossaði úr báðum lófunum á mér allan tímann og ég var á góðri leið með að missa aðeins of mikið af blóði.

Fyndin nótt.

Kolagata 1 | Laugavegur 105 | skorbar.is | skorbar@skorbar.is
TACCINI

Opnaði 15. september 2010

Bíó Paradís er kvikmyndahús við Hverfisgötu 54 í miðborg Reykjavíkur. Áður var þar kvikmyndahúsið Regnboginn sem var fyrsta fjölsala kvikmyndahús í Reykjavík. Bíó Paradís sýnir einkum myndir sem almenn kvikmyndahús taka ekki til sýninga, eins og heimildarmyndir og myndir á öðrum málum en ensku, auk þess sem það hýsir kvikmynda viðburði eins og Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík og Alþjóðlega barnakvikmyndahátíð í Reykjavík. Húsið var opnað 15. september 2010 með sýningu heimildarmyndarinnar Backyard eftir Árna Sveinsson. Rekstraraðili kvikmyndahússins er sjálfseignarstofnunin Heimili kvikmyndanna sem ýmis fagfélög kvikmyndagerðafólks standa að. Kvikmyndahúsið er aðili að samstarfsneti evrópskra kvikmyndahúsa, Europa Cinemas.

Kósí fílingur í forgangi

Bíó Paradís er ekki aðeins kvikmyndahús heldur menningarhús okkar Íslendinga sem allir ættu að kynna sér. Andrúmsloftið er alltaf hlýtt og huggulegt að mínu mati. Það sem stendur út þegar þú labbar inn er mjúk lýsing, kertaljós, retró húsgögn og mögulega dj að spila góða og rólega tónlist (fer eftir dögum). Húsgögnin sem prýða í Bíó Paradís heilla mig svakalega og eru ekki af verri endanum, hrikaleg falleg hönnun og kósí fílingur í forgangi. Barinn hefur verið nýlega breytt frá þessum klassíska sölubar sem má finna í

öðrum bíóhúsum yfir í vandaðan og flottan viðar bar. Sjálfur fer ég þarna oft þó að ég sé ekki að fara á sýningu í bíó, ég fæ mér kaffibolla eða bjór á happyhour og les Reykjavík Grapevine eða teikna aðeins í skissubókina.

Mikið úrval af vínum

Bíó Paradís eru einnig dugleg að halda sérstök kvöld fyrir sérstakar sýningar líkt og svartir sunnudagar eða föstudagspartísýningar. Þá sýna þau nostalgíu myndir eins og Pulp Fiction, Se7en, Wayne‘s World og Alien svo eitthvað sé nefnt. Það sem skilur Bíó Paradís frá öðrum bíóhúsum er að það er staðsett í miðbænum og þá myndast alltaf öðruvísi stemning en í hefðbundnum bíóhúsum. Þau eru með mikla flóru af vínum, kokteilum, bjórum, kaffi og jú auðvitað popp og nammi.

Hvernig finnst þér úrvalið af myndum í Bío Paradís?

Gott Sæmilegt Lélegt

Sunneva Friðþjófsdóttir x

Victor Páll Sigurðsson x

Hekla Sörensen x Gabríel Gauti Einarsson x

Fallegi barinn sem er nú uppgerður Ljósm.: Bíó Paradís Fallega
hönnun tekur á móti þér í Bío Paradís Ljósm.: Bío Paradís
FORVINNSLA PRENTUN FRÁGANGUR
PRENTUN ER OKKAR FAG.
Skemmuvegur 4, Blá Gata | 200 Kópavogi | sími 540 1800 | litlaprent@litlaprent.is | www.litlaprent.is
Hjá Litlaprenti starfa prentarar með mikla fagþekkingu og fagmenntun til margra ára. Öflugur og fullkominn vélakostur skilar viðskiptavinum okkar vönduðu og góðu prentverki.
Opið mánudaga - fimmtudaga: 8:00-16:00 Opið föstudaga: 8:00-14:30

MEÐ OKKUR ERTU ÁHYGGJULAUS

Á að skella sér í frí um páskana? Umsóknartími er 7.-28. janúar. Rafræn úthlutun.

Orlofshús GRAFÍU eru eins fjölbreytt og mörg líkt og félagsmenn okkar. Grafía er nú aðildarfélag Rafiðnaðarsambands Íslands og hafa orlofsvefir verið sameinaðar á orlof.is/rafis/

Allar upplýsingar um orlofshús RSÍ og reglur um komur og brottfarir er hægt að nálgast á orlofsvefnum.

Heyrðu, það eru orlofshús á öllu landinu hjá GRAFÍU!

Stéttarfélag í prentog miðlunargreinum GRAFÍA

Stórhöfða 31, 3.hæð, 110 Reykjavík | Sími 552 8755 grafia@grafia.is | www.grafia.is

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.