

Leiðari
Þá er komið að lokaverkefninu sem er frekar ótrúlegt því mér líður eins og önnin hafi verið rétt að byrja. Önnin byrjaði vel og allir glaðir að þurfa ekki að vera með grímur í skólanum. En alltaf þarf samt eitthvað að koma uppá og í þetta skiptið var það tölvuárás á skólann sem gerði það að verkum að við gátum lítið unnið í verkefnum. Öll gögning okkar voru horfin og við máttum ekki kveikja á tölvunum en eftir nokkrar vikur var allt orðið eðlilegt eftir smá bras.

Embla er lífstílstímarit og lokaverkefnið í náminu og var ótrúlega skemmtilegt að vinna það. Við þurftum að gera allt sjálf frá grunni og nýta öll tæki og tól sem kennararnir okkar hafa kennt okkur á í gegnum námið.
Mér fannst mjög erfitt að ákveða hvernig greinar ég ætti að hafa í mínu tímariti þar sem að einu mörkin voru að þetta er lífstílstímarit og margt sem fellur undir það. Ég endaði á að skrifa um ýmsa hluti sem ég hef áhuga á og lýsir mínum persónuleika frekar vel.
Ég vil þakka kennurunum bæði í grunnnáminu og á sérsviði fyrir góða kennslu og skemmtileg og krefjandi verkefni. Ég á eftir að sakna þess að mæta í skólann á Háteigsveginum. Hvað næst?
Ég veit það ekki en draumurinn er að fá skemmti lega vinna tengda faginu
Ég vona að þið njótið lestursins!


Ég heiti Andrea Þórðardóttir og er 23 ára gömul, fædd og uppalin í Reykjavík með stuttu stoppi í Stokkhólmi. Frá því að ég man eftir mér hef ég haft áhuga á hönnun og sköpun en þrátt fyrir það ákvað ég að fara á náttúruvísindabraut í Kvenna skólanum í Reykjavík þar sem ég útskrifaðist með stúdentspróf vorið 2018.
Ég vissi að ég gæti alveg skráð mig í nærri hvaða nám sem er í háskólanum og klárað það. Ég gat bara ekki ímyndað mér að vinna við neitt þeirra alla ævi. Þá fór ég að skoða hvað annað væri í boði og vann á leikskóla á meðan. Haustið 2019 skráði ég mig á námskeið hjá NTV í grafískri hönnun og í byrjun árs 2020 fór ég í förðunar
fræði í Reykjavík Makeup School. Þá var mér orðið frekar ljóst að ég vildi fara í einhverskonar listrænt nám og prófaði að sækja um í grafíska hönnun í Listaháskólanum en komst ekki inn. Eftir það fór ég að leita að námi sem gæti virkað sem grunnur fyrir Listaháskólann og skráði mig í grafíska miðlun í Tækniskólanum án þess að vita nákvæmlega hvað það væri. Upphaflega var planið að nýta námið til þess að safna í portfolio en svo líkaði mér það svo vel að hér er ég í dag, tveimur og hálfu ári seinna, að gera lokaverkefni á sérsviði í grafískri miðlun.

„Digital nomad“ ferðalag

Hvað heitið þið?
Sigurlaug Þórðardóttir, 27 ára og Einar Brandsson, 29 ára.
Hver er menntun ykkar og starf?
Einar: Ég kláraði BSc Tölvunarfræði frá Háskóla Íslands vorið 2017 og vinn að sjálfvirknivæðingu ferla hjá Sjóvá eða með einfaldari orðum þá bý ég til róbóta sem einfalda ýmis verkefni innan fyrirtækisins.
Sigurlaug: Ég kláraði BSc Hugbúnaðar verkfræði frá HÍ ári seinna, vorið 2018 og starfa hjá Five Degrees við hugbúnaðarþróun á fjármálalausnum.
Hvað kom til að þið fóruð í „digital nomad“ ferðalag?


Sigurlaug: Ég var alltaf með plan að flytja erlendis og fara í meistaranám. Í miðju covid ástandinu sóttum við um nám í Þýskalandi. Þegar það gekk svo ekki upp fengum við þá flugu í hausinn að fara til Tælands í staðin en við eins og margir aðrir vorum orðin þreytt á íbúðinni okkar og covid hversdagsleikanum.
Voru þið lengi að safna fyrir ferðinni?
Einar: Já og nei, við höfðum verið að safna fyrir mastersnáminu í um 2 ár svo við áttum ágætis sparnað en svo vorum við að vinna í 50% fjarvinnu í sömu störfum og áður sem leyfði okkur að lifa nokkuð þægilega.
Var erfitt að fá leyfi til að vinna í fjarvinnu frá fyrirtækjunum?
Sigurlaug: Í raun ekki þar sem ágætis reynsla er á mínum vinnustað að starfsfólk flytji erlendis og haldi starfinu þó það sé ekki nákvæmlega það sem við gerðum.

Einar: Í mínu tilviki þurfti fyrirtækið að taka að eins meiri áhættu en þökk sé covid var það orðið eðlilegra að starfsfólk væri ekki að vinna á skrif stofunni.
Sigurlaug: Við fórum reyndar líka til Tenerife um jólin 2020–2021 með fjölskyldunni minni þar sem við þurftum að vinna aðeins í fjarvinnu og sýndun að við gætum alveg gert það.

Hvað voruði lengi á ferðalagi? Við lögðum af stað 2. september 2021 og komum aftur heim 30. ágúst 2022. Svo við vorum í 362 daga á ferðalagi og ferðuðumst til þrettán landa í Evrópu og Asíu.
Hvernig gekk að vinna? Einar: Það gekk misvel eftir löndum og aðstöðunni sem við gátum sett upp á hverjum stað en heilt yfir var þetta frekar auðvelt og alls ekki ósvipað því að vinna heima í covid nema það var aðeins betra útsýni.
Hvernig vinnuaðstöðu höfðu þið? Sigurlaug: Í Evrópu vorum við með mánaðarlegan áskriftarsamning við Regus en í gegnum það gátum við bókað skrifstofurými nánast hvar sem er í heiminum og unnið þar til kl. 17–18 á daginn. Þegar við komum svo til Asíu gekk það ekki vegna tímamismunar og gerðum við þá langtímasamn ing við Regus í Chiang Mai og Bangkok þar sem við áttum ákveðna skrifstofu sem við höfðum aðgang að allan sólarhringinn. Á öðrum stöðum, þar sem við vorum í of stuttan tíma til að geta gert svoleiðis samning reyndum við að finna AirBnB íbúðir sem voru með nægilegu borðplássi til að setja um 2 vinnustöðvar.
Ljósmyndari: Sigurlaug Þórðardóttir



Tæland
Tæland er staðsett í Suðaustur-Asíu og hefur landamæri að Kambódíu, Laos, Malasíu og Mjanmar. Íbúar Tælands eru um 66 milljónir og er flatarmál landsins um 5 sinnum stærra en Ísland eða um 513.120 km2. Árið 2019 ferðuðust um 40 milljónir ferðamanna til Tælands en árið 2021 ferðuðust aðeins 427 þúsund ferðamanna til landsins þar sem landið var lokað fyrir ferða mönn um meirihlutann af árinu og opnaði í nóvember.
Ég fór til Tælands með fjölskyldunni minni yfir síðustu jól og áramót og var þá í gildi svokallað „SandBox program“. En Því fylgdu ýmsar kvaðir sem þurfti að uppfylla til þess að fá að ferðast til landsins. Áður en lagt var af stað þurftum við að sýna fram á bólusetningarvottorð, niðurstöður úr PCR prófi fyrir brottför, covid tryggingu, upp lýsingar um flug, sækja um og fá Thailand PASS, vera með bókaða nótt á SHA+ vottuðu hóteli og fyrirfram greitt PCR próf við komuna til landsins.
Þegar öll skjöl voru tilbúin og samþykkt var komið að ferðinni til Tælands. Ferðalagið út tók um 25 klukkustundir og flugum frá Keflavík til Amsterdam, svo til Istanbúl og þaðan til Bangkok. Í Bangkok tókum við PCR próf og fórum í sóttkví á SHA+ vottuðu hóteli þar sem við biðum eftir niðurstöðu prófsins. Það tók tæpan sólarhring sem hentaði vel því við áttum flug daginn eftir til Phuket.
Phuket


Phuket er eyja í suður Tælandi og einn vinsælasti ferðamannastaður landsins. Þar eru íbúar rúmlega 416 þúsund og árið 2019 voru um 10 milljónir ferðamanna sem heimsóttu eyjuna.
Eitt af því sem var mest heillandi við Phuket voru strendurnar en við fórum á nokkrar þeirra og þær eru ólíkar öllum öðrum ströndum sem ég hef komið á. Fyrst og fremst er sjórinn í alvörunni heitur og það var aldrei kalt að fara ofaní eða uppúr honum og svo var sandurinn á ströndinni svo mjúkur og alltaf falleg útsýni. Fyrsta ströndin sem við fórum á heitir „Nai Harn“ en hún var mín uppáhalds því hún var frekar lítil og var aðeins út fyrir stærstu bæina á eyjunni svo það voru mjög fáir ferðamenn. Einnig fórum við á „Kata“ ströndina en þar sá ég fallegasta sólsetur sem ég hef nokkurn tímann séð þar sem að himininn varð alveg appelsínugulur. Við fórum líka á Patong ströndina sem er líklegast þekktasta ströndin á Phuket þar sem eru mikið af hótelum, verslunum og næturklúbbum.
Á Phuket eru 29 búdda hof og merkilegast þeirra er Wat Chalong sem er tileinkað tveim ur virðulegum munkum, Luang Pho Chaem og Luang Pho Chuang. Þeir leiddu íbúa Chalong í baráttunni gegn kínversku uppreisninni árið 1876 og hjálpuðu slösuðum með jurtalækning um. Við fórum að skoða hofið og var magnað að sjá byggingarnar á svæðinu, þær voru ótrúlega fallegar í gylltum, hvítum og rauðum tónum. Það er líka magnað að hugsa til þess að þessi hof með öllum litlu smáatriðunum voru byggð snemma á 19 öld þegar að meirihluti Íslendinga bjó enn í torfbæjum.
Suður og austur af Phuket eru fullt af eyjum sem er skemmtilegt að skoða og er mikið úrval af allskyns bátsferðum þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Við fórum í tvær báts ferðir þar sem við sigldum á milli nokkurra eyja. Í fyrri bátsferðinni skoðuðum eyjarnar Phi Phi Don og Phi Phi Leh, en á þeirri síðarnefndu er Maya Bay sem er þekktast fyrir að hafa verið tökustað ur kvikmyndarinnar „The Beach“ með Leonardo DiCaprio í aðalhlutverki sem kom út árið 2000. Á

en við lögðum af stað til baka til Phuket fórum við á Khai eyjuna sem er aðeins 255 metra löng og tæplega 200 metra breið en þar var lítill bar þar sem var hægt að fá sér drykki og narsl og njóta útsýnisins.
Í seinni bátsferðinni fórum við að skoða Ko Panyee sem er sjávarþorp byggt á stöplum af malasískum fiskimönnum. Þar búa um 360 fjöl skyldur sem eru afkomendur tveggja múslima ætta frá Indónesíu. Það var magnað að sjá hvernig þorpið var byggt og menninguna. Ég upplifði í raun að þetta væri ein stór fjölskylda sem hjálpaðist að í einu og öllu í lífinu. Við skoðuðum einnig Khao Phing Kan sem er betur þekkt sem James Bond eyjan en þar var tekið upp frægt atriði í James Bond kvikmyndinni „The man with the golden gun“.
Á Þorláksmessu fór ég á matreiðslunámskeið á veitingastaðnum Blue elephant. Við byrjuðum á að fara á matarmarkað að kaupa í réttina sem við vorum að fara elda. Það var ótrúlega skemmtilegt að byrja á markaðnum og sjá hvaðan hráefnin komu og læra um allskonar grænmeti og jurtir sem finnast ekki á Íslandi og varla í Evrópu. Af réttunum fjórum sem við elduðum var fiskurinn í rauðu karrýsósunni minn uppáhalds og er upp skriftin af honum á næstu síðu.
bogans litum standa við. Á markaðnum voru básar með allskonar mat, t.d. sushi, lítil lasagne, grilluð skordýr á priki, Dragon´s Breath puffs sem búið er til með því að hella fljótandi köfnunarefni yfir morgunkorn. Þessi næturmarkaður var ótrúlega skemmtileg upplifun og ég myndi mæla með fyrir alla sem fara til Phuket að kíkja á hann.
Bangkok




Síðustu dögunum í Tælandi eyddum við í Bangkok sem er eins ólík Phuket og hægt er. Bangkok er höfuðborg Tælands og fjölmennasta borg lands ins með tæplega 11 milljónir íbúa. Ef ég ætti að lýsa Bangkok í einföldu máli er hún samansafn af húsum, bílum, götum og lestum á frekar litlu svæði miðað við fjölda íbúa. Ástæðan fyrir því er líklega sú að á 20 ára tímabili fjölgaði íbúum í borginni um átta milljónir.
Við vorum á hóteli í Pathum Wan hverfinu sem er eitt af fimmtíu hverfuf í Bangkok og tókum það an lestir eða Tuk-Tuk á staðina sem okkur langaði til þess að skoða þar sem það er frekar erfitt að ganga á milli staða í borginni. Við vorum í Bangkok yfir áramótin og á gamlársdag fórum við að skoða konungshöllina og hofin við hana. Eftir það fórum við yfir Chao Phraya ánna og skoðuðum Wat Arun hofið sem dregur nafn sitt af hindúaguðinum Aruna sem er kenndur við upprisu sólar. Wat Arun er meðal þekktustu kennileita Tælands og líklega fallegasta hofið sem ég skoðaði í Tælandi. Við enduðum árið með flugeldasýningu á 18. hæð hótelsins en fjöldi þeirra var aðeins örlítið brot af því sem er venjan á Íslandi. Á nýársdag skoðuðum við okkur meira um og enduðum daginn á bátsferð með kvöldverði á Chao Phraya ánni og nutum ótrúlega fallegs útsýnis.
Einn af mínum uppáhalds dögum í Phuket var þegar við fórum á næturmarkað í gamla bænum. Markaðurinn er settur upp á 350 metra langri götu sem gömul kínversk-portúgölsk hús í öllum regn
Þá var komið að heimferð til Íslands sem endaði með 50 klukkutíma ferðalagi sem er efni í aðra grein en var samt klárlega þess virði fyrir geggjaða ferð til Tælands.
Khao Phing Kan Ljósm.: Andrea Þórðard. Markaður í Phuket Ljósm.: Andrea Þórðard.Fiskur í rauðri karrýsósu
Skammtur fyrir 1
Hráefni
1 msk. grænmetisolía
1 msk. rautt karrýpaste 70 ml kókosmjólk
0,5 msk. þurrkaðar rækjur 10 blöð sæt basilíka
1 msk. kókosrjómi
2 blöð kaffir-lime lauf, fínt saxað
1 stk. stór rauður chili 80 gr hvítur fiskur, t.d. þorskur


Marinering
1 msk. sykur
1 msk. fiskisósa
Skraut
2 blöð kaffir-lime lauf

5 blöð sæt basilíka
Aðferð
1. Myljið þurrkaðar rækjur með morteli.

2. Hitið olíu á wok pönnu, bætið rauðu karrýmauki út í og hrærið í 2 mínútur.
3. Bætið kókosmjólk út í og látið suðuna koma upp.
4. Bætið þurrkuð rækjum, sykri og fiskisósu út í. Hrærið í 5 sekúndur.
5. Blanaið 1 kaffir lime laufi og sætri basilíku vel saman við, takið af hitanum.
6. Gufusjóðið fiskinn í 1 mínútu.
7. Setjið fiskinn í skál og hellið karrýsósunni yfir.
8. Hellið kókosrjóma yfir og stráið restinni af kaffir-lime laufi og sætri basilíku yfir .
Sir Lewis Hamilton


Margfaldi heimsmeistarinn í Formúlu 1 kappakstri, Sir Lewis Carl Davidson Hamilton fæddist þann 7. janúar árið 1985 í Stevenage, rólegum bæ norður af London í Englandi.
Hamilton kom sér á kortið í Formúlu 1 heiminum þegar hann kynnti sig fyir McLaren liðsstjóranum Ron Dennis á verðlaunaafhendingu árið 1995. Ha milton var þá 9 ára gamall og bað Dennis um eigin handaráritun og sagði „Hæ, ég er Lewis Hamilton. Ég vann breska meistaratitilinn og einn daginn vil ég keppa á bílnum þínum.“ Dennis sagði honum að hringja í sig eftir 9 ár og þá mynda hann redda því. En það var aðeins 3 árum seinna sem hann skrifaði undir samning við breska kappakstursliðið og hóf að vinna keppnir og titla.

Frumraun hans í Formúlu 1 var árið 2007 þegar hann fékk sæti í liði McLaren ásamt tvöfalda heimsmeistaranum Fernando Alonso. Á nýliða tímabilinu endaði Hamilton í öðru sæti í heims meistarakeppni ökumanna, aðeins einu stigi á eftir Finnanum Kimi Räikönen. Hann vann 4 keppnir á tímabilinu það ár og jafnaði met Jacques Villeneuve í Formúlu 1 yfir flesta sigra á nýliða tímabili. Ári síðar, aðeins 23 ára gamall, fagnaði Hamilton sínum fyrsta heimsmeistaratitli með Ron Dennis sem liðsstjóra.
Hamilton varð fyrsti breski heimsmeistarinn síðan Damon Hill vann árið 1996. Hann er einnig fyrsti svarti ökumaðurinn til að vinna titilinn og er enn í dag sá eini sem keppt hefur í Formúlu 1.
Næsta tímabil byrjaði illa hjá McLaren liðinu og Hamilton þar sem hann var aðeins kominn með 9 stig í fyrstu 9 keppnum tímabilsins. Hamilton talaði um að bílinn væri hræðilegur og lýsti Eddie Jordan, Formúlu 1 fréttaskýrandi, bílnum sem „mögulega versta bíl sem McLaren hefur hann að“. Uppfærslur voru gerðar á bílnum og í tíundu umferð tímabilsins vann Hamilton sinn 10. sigur á ferlinum á í Ungverjalandi. Seinni hluti tímabilsins gekk vel hjá Hamilton sem endaði í fimmta sæti í heimsmeistarakeppni ökumanna árið 2009.
Á næstu árum hélt Hamilton áfram að vera einn sóknardjarfasti ökumaðurinn á brautinni og sigraði nokkrar keppnir en tókst ekki að vinna heimsmeistaratitilinn aftur fyrr en fjórum árum síðar. Árin 2010–2013 var það Red Bull liðið með Sebastian Vettel sem ökumann sem var best á brautinni og vann 4 heims tímabilsins til væri að hætta sem öku og væri komin með sæti hjá Mercedes á næsta tímabili.
Lewis Hamilton átti erfitt með að aðlagast bílnum á fyrsta tímabili sínu hjá Mercedes og vann aðeins eina keppni árið 2013 en náði engu að síður að enda í fjórða sæti í heimsmeistarakeppni ökumanna. Miklar breytingar voru á næsta tímabili þegar að nýjar tvinnvélar voru teknar í notkun þar sem bílarnir keyrðu bæði á bensíni og raf magnsorku.
Hamilton hafði afgerandi forystu á 2014 tímabilinu þar sem hann byrjaði 7 á ráspól, vann 11 keppnir og tryggði sér í annað sinn meistaratitil öku manna. Á næsta tímabili hélt hann
áfram að vinna keppnir með yfirburðum og endaði með 10 sigra og var hann þegar búinn að tryggja sér sinn þriðja heimsmeistaratitil mánuð fyrir loka keppnina. Á árunum 2014 og 2015 varð frammi staða liðsfélaganna Hamilton og Nico Rosberg til þess að Mercedes liðið vann heimsmeistara keppni bílasmiða í Formúlu 1.
Mercedes hélt áfram að vinna heimsmeistaratitla í keppni bílasmiða næstu árin en það var Rosberg sem vann heimsmeistarakeppni ökumanna árið 2016 ökumanna og Hamilton endaði í öðru sæti.
Hamilton vann sinn 4 heimsmeistaratitil öku manna árið eftir með 9 sigra á tímabilinu. Árið 2018 jafnaði Hamilton met Juan Manuel Fangio með því að vinna sinn fimmta heims meistaratitil á ferlinum. Ári seinna þegar hann vann sinn sjötta heimsmeistaratitil var hann þá aðeins einum titli frá meti Michael Schumacher sem vann sjö heimsmeistaratitla ökumanna í Formúlu 1 á árunum 1994–2004 með liðunum Benetton og Ferrari. Hamilton tókst að jafna met Schumachers með sjöunda titlinum árið 2020 og sló þá einnig met fyrir flesta sigra í Formúlu 1 kappakstri á ferlinum með 91 sigri. Sama ár var Hamilton-ráðið stofnað í samstarfi við Royal Academy of Engineering til að hvetja til fjölbreytni í akstursíþróttum.
Í upphafi 2021 tímabilsins urðu Hamilton og Max Verstappen, ökumaður Red Bull, líklegir til sigurs í heimsmeistarakeppni ökumanna. Þeir skiptust á að vera í forystu allt tímabilið og fyrir síðustu keppnina sem fór fram í Abu Dhabi voru þeir jafnir stigum með 369,5 stig hvor. Keppnin endaði á dramatískan hátt með sigri Verstappen eftir að Hamilton hafði leitt nánast alla keppnina. En þrátt fyrir að Hamilton hafi ekki tekist að vinna heimsmeistarakeppni ökumanna það árið þá tókst Mercedes að næla sér í sinn áttunda heims meistaratitil í röð í keppni bílasmiða. Nokkrum dögum eftir lokakeppnina var Hamilton sleginn til riddara af Karli bretaprins í Windsor kastala fyrir framlag sitt til akstursíþrótta.
Síðasta tímabilið hefur ekki gengið eins vel hjá Mercedes og síðustu ár og er þetta fyrsta tímabil á ferli Hamilton í Formúlu 1 þar sem hann hefur hvorki byrjað á ráspól né unnið keppni. Í ár endaði Hamilton í fimmta sæti í heimsmeistarakeppni ökumanna og Mercedes liðið kláraði tímabilið í þriðja sæti í heimsmeistarakeppni bílasmiða á eftir Red Bull og Ferrari. Næst síðasta keppni tímabilsins fór fram í Brasilíu þar sem liðsfélagi Hamilton, George Russel, náði sínum fyrsta sigri í Formúlu 1 og Hamilton lenti í öðru sæti á eftir honum. Þetta var ekki aðeins viðburðarík helgi fyrir liðið þar sem Hamilton var gerður að heiðursborgara Brasilíu um helgina og tileinkaði hann titilinn átrúnaðargoði sínum, brasilíska öku manninum Ayrton Senna sem lést í San Marinó kappakstrinum árið 1994.
Lífið utan Formúlu 1 Lewis Hamilton er þó ekki eingöngu Formúlu 1 ökumaður. Undanfarin ár hefur hann tekið þátt í ýmsum félagslegum málum og not að rödd sína til að berjast fyrir jafn rétti minnihlutahópa. Fyrir allar keppnir árið 2020 tók Hamilton hnéð til að sýna stuðning við George Floyd og „black lives matter“ hreyfinguna.


ár. Hann var lengi eini ökumaðurinn í Formúlu 1 sem mætti um keppnishelgar í fötum beint af tískupöllunum en ekki í fötum sem voru merkt liðinu og styrktaraðilum. Hann hefur birst á for síðum margra tímarita og vonar að djarft tískuval sitt hafi góð áhrif fyrir Formúluna. Árið 2018 gaf hann út fatalínu með Tommy Hilfiger sem kallað ist TOMMYXLEWIS og í ár hefur hann gefið út fatalínur undir merkinu +44 sem er ökumanns númerið hans.

Hamilton hefur einnig talað um að gefa út plötu og er hann sagður hafa tekið upp nokkur lög í covid þegar enginn kappakstur fóru fram. En hann rappaði stutt vers í laginu „Pipe“ með Christina Aguilera undir dulnafninu „XNDA“ árið 2018 sem hann viðurkenndi þó ekki að væri hann fyrr en árið 2020.

Fyrir nokkrum árum gerðist Hamilton vegan og fjárfesti í veganborgarakeðjunni „Neat Burger“ sem opnaði sinn fyrsta veitingastað í London 2019. Í framhaldinu seldi hann einkaþotuna sína með það að markmiði að lifa hollari og grænni lífsstíl. Veganborgarakeðjan er aðeins eitt fyrirtæki af mörgum sem hann hefur fjárfest í og lengist sá listi með árunum. Hann er meðal annars hlut hafi í fyrirtækjum tengdum matvælaiðnaði eins og Zapp, Bowery farming og NotCo. Hamilton var hluti af hóp sem fjárfesti í Ameríska fótbolta liðinu Denver Broncos fyrir 4,65 milljarða dollara í ágúst á þessu ári.

HÖRPU 1.–2. DESEMBER














