Page 1

ASKUR GRAFÍSK MIÐLUN 1. tbl. 7. árg. 2018


BYRJAÐU STRAX

Sveinspróf

Hjá Iðunni fræðslusetri getur þú gert námssamning, tekið sveinspróf og komið á endurmenntunarnámskeið. Nánar á idan.is

Þekkingarmiðlun Námssamningar

Námskeið

Vatnagarðar 20, 104 Reykjavík – sími: 590 6400

idan@idan.is

– www.idan.is

Agnar Freyr

Fyrirtækjanámskeið


ASKUR Nú er loksins komið að þessu, við erum að útskrifast. Námið er búið að vera ótrúlega skemmtilegt og krefjandi og má segja að Vörðuskóli sé búinn að vera okkar annað heimili. Við erum ekki nema sex í bekknum, fámennt en góðmennt á vel við enda virkilega góður og eftirminnilegur hópur. Sum okkar munu fara í áframhaldandi nám og önnur á vinnumarkaðinn og jafnvel einhver sem fer nýja leið að námi loknu, en eitt er víst að þessar tvær annir á sérsviðinu hafa verið ógleymanlegar og margt hefur verið lært og hátt hefur verið hlegið. Í mörg ár hafa nemendur í grafískri miðlun í Upplýsingatækniskólanum gefið út tímaritið Ask sem lokaverkefnið sitt. Í ár er það ekkert öðruvísi en teljum við þetta tímarit meira en bara texta á fínum pappír, heldur er þetta ákveðin uppskeruhátíð okkar nemenda. Hér er samansafn af öllu sem við höfum lært á þessum árum í skólanum, allt frá týpógrafíu, myndvinnslu, forvinnslu, umbroti, prentun og yfir í bókband. Hér fáum við tækifæri til að sýna hvað í okkur býr. Að þessu sögðu viljum við þakka kennurum fyrir æðislegar minningar og frábæra reynslu sem mun án efa nýtast í framtíðinni. Takk fyrir okkur.

Ritstjórn Agnar Freyr Stefánsson Anton Örn Kærnested Björk Marie Villacorta David Melsted Jeremi Zyrek Viktoría Sól Birgisdóttir Samsetning tímarits Björk Marie Villacorta Forsíða Björk Marie Villacorta Útgefandi Tækniskólinn Nemamyndir Unnur Magna Prentun Upplýsingatækniskólinn Frágangur Litlaprent Letur Univers 45 light & 65 bold 9/13 Pappír UPM digital 150 gr & 350 gr


56

46

Jeremi Zyrek

Viktoría Sól Birgisdóttir

72

Námsferð til Danmerkur

66

Útskriftarsýning vorið 2018


Agnar Freyr Stefánsson Ég heiti Agnar og er að klára nám í grafískri miðlun hjá Upplýsingatækniskólanum. Þegar ég byrjaði í þessum skóla hafði ég ekki hugmynd um hvað ég væri að henda mér út í. Fyrr um árið hafði ég farið í inntökupróf hjá Myndlistaskólanum í Reykjavík því mig langaði að þjálfa mig fyrir nám í grafískri hönnun. Eftir að ég tók prófið hjá Myndlistaskól­ anum helltist yfir mig hræðsla yfir því að komast mögulega ekki inn og yrði ég þá án náms næsta árið. Í stresskastinu fór ég á Menntagátt og sótti um nám í Upplýsingatækniskólanum. Vikurnar liðu og ég heyrði ekkert í hvorugum skóla, þar til ég fékk póst frá þeim um boð í nám. Ég var innilega þakklátur, en fattaði strax að ég þurfti að velja á milli. Mér fannst það mjög erfitt, þar sem báðir skólar bjóða upp á frábært nám en hafa þó tvær gjörólíkar stefnur. Ég ræddi við mína nánustu, gerði fjölmarga „kostir og gallar“ lista og

fór mjög mikið í bað að hugsa. Að lokum kaus ég að fara í Upplýsingatækniskólann. Ástæðan var sú að námið hjá Tækniskólanum átti eftir að undirbúa mig betur undir tæknilegu hlið grafískrar hönnunar heldur en Myndlistaskólinn, sem einblínir meira á hugmyndafræði, list og sköpun. Ég sé alls ekki eftir því að velja þennan skóla, þar sem ég finn í dag hve sjálfsöruggur ég er þegar kemur að forvinnslu, umbroti og frágangi og hef þjálfað betri og hraðari vinnubrögð. Þetta er góð þekking að hafa og ég tel að hún muni hjálpa mér ótrúlega oft í framtíðinni. Nú þegar ég hef þennan sterka og góða grunn tel ég mig vera reiðubúi að fara á vit ævintýra í háskólanám í grafískri hönnun. Ég vil þakka öllum kennurum og samstarfs­ nemendum sem hafa hjálpað mér síðastliðin ár og er þetta blað ákveðin hátíðaruppskera námsins.

7


Mynd: Raphael Koh

Agnar Freyr skrifar Árin 1950–1970 voru mjög áhugaverðir tímar í arkitektúr. Evrópa var rétt byrjuð að ná sér eftir seinni heimsstyrjöldina og efnahagurinn var á uppleið. Með því komu áhugaverðar nýjungar og voru arkitektar bjartsýnir á framtíðina. Spruttu þá upp mjög fjölbreyttar stefnur og þar á meðal brútalismi. Orðið brutalism kemur frá franska orðinu „hrátt” vegna þess að arkitektinn Le Corbusier, lýsti byggingarefnum sínum sem hrárri steypu. Hreinskilni, styrkur og vald Það er ekki erfitt að bera kennsl á einkenni brútalísks arkitektúrs. Margar brútalískar byggingar eru úr hrárri steypu og reyna á hefðbundin form, þar á meðal ríkisbyggingar og stofnanir sem eru í þeim stíl til að vekja hreinskilni, styrk og vald. Einnig eru margir skólar byggðir í brútalískum stíl víða í

Nakagin hylkis turninn í Tokyo

Brútalismi Bandaríkjunum. Þegar byrjað var að byggja í þessum stíl frá árinu 1950, voru byggingarnar taldar vera sálarlausar og tilheyra lágstéttinni. Sumar brútalískar byggingar hafa lifað tímans tönn og unnið inn ást og umhyggju almennings en verða þó fyrir reglulegum hótunum um niðurrif og hafa margar þeirra þegar verið rifnar niður. Ísland og brútalismi Á Íslandi náðu vinsældir brútalisma ekki eins mikilli fótfestu en arkitektinn Högna Sigurðardóttir var ein þeirra Íslendinga sem nýtti sér áhrif brútalismans og íslenskrar náttúru í byggingum sínum. Hægt að finna nokkur einbýlishús á höfuðborgarsvæðinu sem sækja í þennan fallega og einstaka stíl. Í Bretlandi er hins vegar hægt að finna margar brútalískar byggingar, allt frá íbúðablokkum yfir í Konunglega þjóðleikhúsið í London.


Nú má finna svipmiklar skúlptúra Brútalískar byggingar munu aðeins tilheyra fortíðinni því núverandi byggingar í þessum stíl eru í hættu á að verða rifinar niður og ekki lítur út fyrir að fleiri verði reistar í framtíðinni. Nútíma arkitektúr er yfirfullur af póstmódernisma, hátækni arkitektúr og svipmiklum byggingum sem minna á gríðarstóra skúlptúra. Samt sem áður minna þessar gömlu, gráu byggingar okkur á þá tíma þar sem hreinskilni, hráleiki og verkhyggja var leiðarljós manna til bjartrar framtíðar.

Mynd: Agnar Freyr

Mynd: Agnar Freyr

Auglýsing

Ekki láta þig vanta! Ráðstefnan Engin sóun á vegum +Nýtingar verður haldin þann 1. – 2. maí í Hörpu. Fram koma: Al Gore Björk Marie Villacorta Sófus Guðjónsson

+Nýting eru samtök sem fylgja hugmynda­ fræðinni Zero Waste. Sú hugmyndafræði byggist á því að allir hlutir sem gerðir eru er hægt að nota aftur eða endurvinna svo hægt sé að búa til nýjan hlut án þess að ná í efni úr náttúrunni og þar af leiðandi draga verulega úr þeim hlutum sem enda svo á sorphaugum.


Mynd: Mirko Nicholson

10

Konunglega þjóðleikhúsið í London


10 brútalískar byggingar Bygging

Staður

Arkitekt

Byggt

Habitat 67

Montreal

Moshe Safdie

1967

Nakagin Capsule Tower

Tokyo

Kisho Kurokawa

1970

Royal National Theatre

London

Denys Lasdun

1976

Rudolph Hall

New Haven

Paul Rudolph

1963

Queen Elizabeth Hall

London

Greater London Council

1967

Birmingham Central Library

Birmingham

John Madin

1973

Herlev Hospital

Herlev

Gehrdt Bornebusch

1975

Geisel Library

San Diego

William L. Pereira

1970

Buffalo City Court

New York

Pfohl, Roberts and Biggie

1974

11


Mynd: Beast Studio

Agnar Freyr skrifar Á ferð minni um Kaupmannahöfn vorið 2018 ákvað ég að heimsækja frumkvöðla í einstöku studíói sem sérhæfa sig í að prenta í Riso-prentara. Ég tók lest yfir Eyrarsundið, til sænsku borgarinnar Malmø, þar sem stúdíóið Beast Studio var að finna í lítilli götu.

Riso-prentun þekkingar né kunnáttu á hana. Þar sem vélin var afar þung ákváðu þau í stað þess að koma henni fyrir í íbúð sinni á 4. hæð í lyftulausu húsi, að leigja sér vinnusvæði og hófust handa við að læra á vélina saman. Frá skrifstofum yfir í stúdíó

Fundu prentara á netinu og hófust handa Þau Li og Robert hafa verið að vinna við Risoprentun í 4 ár en áhugi þeirra á þessari sérstöku prentaðferð byrjaði fyrir nokkrum árum. Fyrstu kynni Robert við Riso-prentun var þegar hann stundaði nám í Québec við grafíska hönnun en í þeim skóla fékk hann þó ekki að nota prentarann. Það var ekki fyrr en Robert flutti aftur til Malmø að þau Li fundu prentara á netinu sem var til sölu. Þau ákváðu að fjárfesta í vélinni án mikillar

12

Risoprentun (e. Risography) er prentaðferð sem einungis er hægt að nota í sérstökum Riso-prentara. Risograph er ljósritunarvél sem framleidd er af Riso Kagaku Corporation í Japan. Þrátt fyrir að vera ljósritunarvél framleidd fyrir skrifstofur og stofnanir, hefur myndast sí stækkandi hópur listamanna sem sækjast í að prenta verk sín með Riso-prentara. Aðal ástæðan fyrir því er sú að hægt er prenta nokkur eintök í senn, án mikils kostnaðar og fá hágæða útkomu á mjög stuttum


Mynd: Agnar Freyr

tíma. Þetta er fínn kostur fyrir einyrkja sem vilja prenta 100 eintök af verkum sínum í stað 500 eintaka sem hefðbundin offsetprentun bíður upp á. Einn af Riso-prenturunum þeirra Li og Roberts er af gerðinni FR3950. Þegar hann er notaður byrja þau á því að taka frumrit af verkinu sem afritast á svokallaðan „master“ sem er gerður úr þunnum wahsi pappír. Þegar tekið er afrit af verkinu myndast rastapunktar sem gera blekinu kleift að flæða í gegn og prentast á pappír. Flestir Riso-prentarar taka einungis við einu blekhylki í einu, því þarf að skipta út hylkjum í hvert sinn sem nýr litur er prentaður á verk þar að auki þarf einnig að búa til nýjan master fyrir hvern lit. Fáeinir Riso-prentarar hafa pláss fyrir tvö blekhylki í einu og þykir það mikill lúxus. Eftir að Li og Robert komu sér fyrir í fyrsta stúdóinu sínu fengu þau með tímanum fleiri verkefni til að prenta á nýja „gamla“ prentarann sinn, aðallega frá listamönnum og myndasöguskáldum í Malmø. Þau fluttu í stærra og bjartara rými og stofnuðu saman Beast Studio. Nafnið Beast Studio varð til þegar þau Li og Robert voru að tala við vinkonu sína frá Kanada um viðhald og rekstur á Riso-prentara. Vinkona þeirra sagði þeim að auðvelt væri að laga vélarnar en þær væru ógurleg skrímsli (e. Beast). Li bætir við að prentararnir séu Beast Studios þar sem riso-prentararnir eiga þau.

Mynd: Agnar Freyr

júní og fyrstu vikuna í desember. Í kringum jólin setja þau Li og Robert upp jólamarkað í stúdíóinu sínu og selja alskyns jólakort og plaköt prentuð á riso-prentarann. Vilja finna jafnvægi Þegar farið er yfir heildarmyndina vilja þau Robert og Li finna gott jafnvægi í því að prenta fyrir aðra, prenta sín eigin verk og koma vefverslun sinni, sem þau hafa unnið hörðum höndum að, í loftið. Li segist vilja vinna einungis að prentuninni. Þau vilja ekki verðlaun og frama, þau vilja bara vera fullnægð á skapandi og andlegan hátt. „Þú þarft að muna að það er ekki heilbrigt að ýta sjálfum þér yfir mörkin þín, þú getur einungis verið besta útgáfan af þér og það verður alltaf einhver betri en þú“ segir Li. Það er ekki bein leið framundan. „Við veljum okkur leið sem við viljum sjá hvert leiðir, ef okkur líkar ekki við hana þá bökkum við. Annars, þá höldum við áfram.”

Vinnuálag misjafnt eftir árstíðum Á hverjum degi opna Li og Robert stúdióið sitt milli klukkan 9–10 og byrja á því að gera lista yfir hluti sem þau vilja klára yfir daginn eða vikuna. Suma daga prenta þau einn lit á verk og leyfa blekinu að þorna, aðra daga eru þau að skera og binda inn önnur verk. Vinnuálagið er misjafnt eftir mánuðum. Meira álag kringum apríl, maí, byrjun

Mynd: Agnar Freyr

Þau Li og Robert

13


Mynd: Didier Weemaels

Agnar Freyr skrifar

Peningaseðlar

Peningaseðlar komu fyrst til sögunnar á tímum Song-veldisins í Kína á 12. öld. Heilli öld síðar ferðaðist Marco Polo um Asíu og kynnti peningaseðla fyrir Evrópubúum. Napóleon gaf út peningaseðla í formi kvittana með ákveðinni upphæð af reikningi. Með tímanum fóru Bretar að tengja peningaseðla við gengi gulls og silfurs og voru þá sérstök ábyrgðarbréf notuð, í stað þess að burðast með gull og silfur út um allar trissur. Nú til dags eru allar þjóðir með einhverskonar prentaða mynt í pappírsformi. Falsaðir peningaseðlar eiga það einnig til að fara í umferð, samhliða alvöru peningum. Léleg hönnun, lélegir peningar Þegar peningaseðlar eru hannaðir er nauðsynlegt að hafa í huga að hönnunin á að höfða til allra og að vera auðlæsileg fyrir sem flesta. Í Bandaríkjunum er dollarinn alltaf prentaður í sömu stærð, með þeim afleiðingum að erfitt er fyrir fólk með lélega

14

sjón að greina á milli 1 dollara og 100 dollara seðla. Bandaríski seðilinn hefur því verið mikið gagnrýndur fyrir úrelta hönnun og er Bandaríski dollarinn einn mest falsaði seðill í heiminum. Til að koma í veg fyrir falsanir hafa hönnuðir lagt mikla vinnu í að finna nýjar og flóknari leiðir til að hanna peningaseðla. Fyrst var notuð flókin blanda af pappír og öðrum hráefnum, upphleyptur pappír og blek sem lýsist í útfjólubláu ljósi. Falsarar ná næstum alltaf að herma eftir prentaðferðum og öryggisþáttum. Nýjasta aðferðin, sem notuð er í löndum eins og Kanada, Nýja Sjálandi og Bretlandi, er að prenta peningaseðla á plast. Einnig er hægt að finna „Evrópska stjörnumerkið”, þyrpingu af hringjum sem koma í veg fyrir að heimilisprentarar geti prentað út peninga. Það er áhugavert að leita af þeim á ýmsum seðlum. Peningahönnun hér á landi hefur lítið breyst frá árinu 1980. Auglýsingastofa Kristínar Þorkelsdóttur hannaði núverandi íslensku seðilana og er


10.000. kr seðilinn sá nýjasti í safninu og fór hann í umferð árið 2013. Einn af lykil öryggisþáttum á þeim seðli er plastirönd sem kallast Optiks. Seðlar framtíðar Framtíð peningaseðla er óljós þar sem það eru færri seðlar í umferð með hverju árinu sem líður. Hönnun þeirra verður hins vegar ávallt aðdáðunarverð. Þar sem hún einkennist af fegurð, öryggi og gildi og er andlit og táknmynd hverrar þjóðar. Rafmyntir eru alltaf að verða vinsælli með tímanum en flest fyrirtæki taka þó enn ekki við þeim gjaldmiðli. Því er einungis hægt að fjárfesta í þeim og selja seinna meir þegar myntin hefur hækkað í verði. Ef til vill munu öll form viðskipta einn daginn fara fram í sýndarveruleika og mun þá enginn ganga um með seðla, kort eða klink.

ljósmynd í M. C. Eshcer stíl og að framan er litrík raunveruleg útfærsla á svart/hvítu myndinni sem er bakhlið. Travis vildi ekki einblína á ákveðið tímabil á seðlunum sínum heldur fagna þeim markmiðum sem mannkynið hefur náð í gegnum tíðina.

Endurhönnun Margir hafa leikið sér að því að endurhanna ýmsa seðla og er hér eitt dæmi um það; hönnuðurinn Travis Purrington gerði þessar tillögur að nýjum dollara og má vekja athygli á því að engar frægar manneskjur eru á seðlunum. Seðlarnir eru líka misstórir í ólíkum litum. Á bakhliðinni má finna

Notgeld Notgeld eða „neyðar peningur” er peningaseðill sem gefinn er út af fyrirtæki, stofnun eða öðrum í neyðarskyni, án blessunar seðlabanka. Þekktasta sagan af notgeld gerist á millistríðsárunum,

Ljósmynd: Freddie Collins

þegar Þjóðverjar og Austurríkismenn prentuðu notgeld í tonnatali. Á þeim árum féll mörkin, gjaldmiðill Þjóðverja niður í verði með hverjum deginum sem leið og gat Seðlabanki Þýskalands ekki keppt við þá lækkun. Þá var gefið út leyfi fyrir notgeld eða pappírsmarki. Þeir peningar gátu verið prentaðir á pappír af fyrirtækjum eða stofnunum. Hveiti, gull og sykur eru dæmi um notgeld mynt.

15


Anton Örn Kærnested Góðan og blessaðan, Anton Örn Kærnested heiti ég og er 22 ára út­ skriftarnemandi í grafískri miðlun. Frá því ég var lítill hef ég ekki getað staðist þá freistingu að krota á eitthvað ef í hendi minni reynist vera penni, út frá því byrjaði „graffiti“ listin og málverk á striga en það var allt lagt á hilluna þegar framhaldsskólinn nálgaðist. Árið er 2015 og ég er rekinn úr Flensborgar­ skólanum í Hafnarfirði sem reynist vera blessun í dulargervi, ég veit ekkert hvað ég á að gera og ákveð að fara í viðbjóðslega dýrt ferðalag með

vinum mínum. Einum og hálfum mánuði seinna er ég kominn heim, búinn að fara út fyrir „þæginda­ rammann“ og reyna að finna sjálfan mig en veit enn ekki neitt hvað ég vil gera við lífið mitt. Útundan mér heyrði ég talað um grafíska hönn­ un eitthversstaðar (ætli það hafi ekki verið eitthvað röfl í mömmu) og rúmlega 3 árum seinna er ég að útskrifast sem grafískur miðlari og stefnan er sett á háskólanám að útskrift lokinni. Skál fyrir því.

17


Þórsteinn Sigurðsson

Ertu í skóla? Ef svo er hvert stefniru að loknu námi?

Uppáhalds myndavél sem er í notkun að þessu sinni?

Er í Ljósmyndaskólanum á loka sprettinum þar. Nei ekki búinn að ákveða neitt, bara klára námið og svo fara þá leið sem mér býðst þá og þegar.

Fullt nafn?

Mamiya 7ii & 65mm linsa, lítið flass. Svart/hvít filma. Hvernig kom nafnið xdeathrow til? Xdeathrow

Bara eitthvað notendanafn. Ég veit það ekki. Það virkar vel, ég veit ekki afhverju.

Eru eitthver spennandi verkefni í vinnslu? Ef svo er hver eru þau? Já nokkur góð verkefni sem ég er að vinna í. Er að pæla í bókagerð og fleiru skemmtilegu. Uppáhalds ljósmyndari & afhverju?

Hvað hefur þú stundað ljósmyndun lengi?

Anton Örn Kærnested

Byrjaði að mynda sirka 17 ára, semsagt 13 ár frá því ég byrjaði að hafa áhuga á myndavélum og að prenta út myndir og svona. En ég var mjög óvirkur frá 2012 - 2015 þ.a.e.s. að mynda var svona að pæla í öðrum hlutum en fór já aftur að pæla mikið í þessu árið 2015 til dagsins í dag.

18

Það er kannski ekki einhver einn uppáhalds þannig séð, margir hafa gert klikkað shit sem ljómyndarar, en þeir sem eru mér ofarlega í huga núna eru kannski: Alec Soth, Mary Ellen Mark, Tim Walker, Robert Frank, Rob Hornstra, Nan Goldin og Diana Arbus. Allt frábærir en ólíkir listamenn sem veita mér innblástur.


„Myndavél er bara skráningatæki sem þú getur leikið þér með“

No love

Hringhella 3 • 221 Hafnarfjörður • S: 565 3557 • fura@fura.is


Tattoo í sundlaug

Hvað langar þig mest að mynda? Mig langar mest að mynda fyrir mig en ekki fyrir aðra, þ.a.e.s. hafa alveg frjálsar hendur. Hvert var þitt uppáhalds verkefni & hvers vegna? Þykir vænt um margar myndir eftir mig, Þær hafa mismunandi áhrif á mig og eru eins og allar ljósmyndir áminning um eitthvað tímabil, svo það er erfitt að segja. En mér finnst núna skemmtilegast í fikta í videoum fyrir tónlistamenn. Ég er alls ekki besti maðurinn í það því ég hef eiginlega enga reynslu í því en það er fáranlega gaman að taka upp video. Svo það eru örugglega skemmtilegustu verkefnin mín hingað til. Hefur þú einhver ráð fyrir lesendur sem vilja reyna fyrir sér í ljósmyndun? Mín ráð eru að þú þarft að hafa gaman af ljósmyndun og gera allt sem þér dettur í hug með myndavélina. Þá ferðu í eitthverja átt sem þróast síðan!

20

Má búast við fleiri rappvideóum leikstýrðum af þér? Haha já pottþétt. Hvað er ljósmyndun fyrir þér? Myndavél er bara skráningatæki sem þú getur leikið þér með. Hvaða eftirvinnslu tól/forrit notast þú við? Ég hýsi allt inná Lightroom og vinn svo þaðan inn á photoshop. Hef þetta allt bara einfalt, Skanna inn, laga white balance og rykhreinsa. Thats it. Hvar er hægt að hafa samband við þig? @xdeathrow Lokaorð: Verum góð hvort við annað.

xDeathrow


Austin Maples

21


SIGURÐUR sævar Hver er uppáhalds listamaðurinn þinn? Afhverju? Það er margir í uppáhaldi en þeir sem eru í eftstu 5 sætunum eiga það sameiginlegt að ég hef fengið að kynnast þeim öllum persónulega. Það eru listamenninrnir ERRÓ, Ólafur Elíasson, Hjalti Parelius, Kristján Davíðsson og Eggert Pétursson. Ég á erfitt með að gera upp á milli þessara stórkostlegu listamanna.

Sigurður Sævar

Hvernig er týpískur dagur í lífi listmálara?

Sigurður Sævar

Fullt nafn? Sigurður Sævar Magnúsarson

Anton Örn Kærnested

Lýstu sjálfum þér í stuttu máli: Ég er tvítugur myndlistamaður og elska ég listir, góðan mat og sundlaugar. Áttu þér listamannanafn? Nei, ég er bara Sigurður Sævar.

22

Mínir dagar eru nokkuð afslappaðir, ég vakna þegar ég vakna og fer þá beint að vinna en tek svo matarpásu í hádeginu. Ég held svo áfram að mála, teikna og taka á móti viðskiptavinum um daginn. Um sjö horfi ég á fréttir og borða og held svo áfram á vinnustofunni þar til ég fer í Vesturbæjarlaugina milli 9–10 en það er nauðsynlegt fyrir geðheilsuna að hitta fólkið í sundlauginni. Eftir sundferðina held ég áfram á vinnustofunni þar til ég verð þreyttur uppúr miðnætti og horfi þá stundum á einn þátt fyrir svefninn! Hvaðan færðu innblástur til að mála verkin? Innblásturinn er sóttur víða sem dæmi vann ég 30 olíumálverk undir áhrifum frá textum Megasar sem voru svo sýnd á stórri einkasýningu í Perlunni 2016. Einnig vann ég 13 olíumálverk


fyrir ODDSSON hótelið og þar sótti ég innblástur í hönnun hótelsins. Hvar sérðu þig eftir 5 ár? Á spennandi stað að gera spennandi hluti því hugmyndirnar eru margar. Hvað er list fyrir þér? Stór spurning sem margir hafa reynt að svara og heppnast misvel með en ég ætla ekki að reyna að svara þessu hér. Hvað var það sem lét þig taka upp pensilinn til að byrja með? Fór á sýningu Ólafs Elíassonar í Hafnarhúsinu 2004 þá sjö ára gamall en þessi sýning kveikti á áhuga mínum fyrir myndlist en það var svo loks í september 2007 þegar ég fékk pensla, málningu og striga í afmælisgjöf sem ég tek ákvörðun um að gerast myndlistamaður þá 10 ára gamall.

Án titils

Hvernig hafa málverkin þín þróast í gegnum árin? Maður er í stöðugri þróun í listinni og hef ég tekið miklum framförum síðustu ár sem dæmi hefur nákvæmni með pensilinn aukist og ég orðinn næmnari fyrir litablöndun. Verkin hafa þróast meira og meira úr abstrakti í fíkúratív verk. Hvernig fer ferlið að einu málverki fram? Allt byrjar á hugmynd og fer maður þá að skissa upp og ljósmynda áður en maður byrjar á sjálfu verkinu. Þegar undirbúningsvinnan er búin þá teikna ég upp á strigann og mála svo. Þótt þetta virðist vera frekar auðvelt eftir þessa stuttu lýsingu þá er það sjaldnast svo. Og oft eru margar pælingar á bak við hvert verk sem tekur stöðugum breytingum frá því maður fær hugmyndina að loka niðurstöðu. Hvar er hægt að hafa samband við þig?

Háborgin

Margir gestir koma í heimsókn á vinnustofuna og er það fínt til þess að brjóta upp vinnudaginn. Flestir hafa samband í gegnum Facebook likesíðuna mína eða í gegnum instagram en annars er netfangið alltaf á sínum stað: s@sigurdursaevar.is

Sigurður Sævar

23


Hvað er graffiti?

Hvernig byrjaði graff?

Margir kannast við orðið veggjakrot, mun frekar en „graffiti“ eða „graff“. Orðið graffiti er tekið úr ítölsku og merkir „að rista í/ klóra í“. Það er gjarna notað til að lýsa munstri sem er búið að rista á yfirborða eða hlut.

Í kringum 1960 í Bandaríkjunum þegar maður að nafni Dimitrios fór að skrifa (tagga) nafnið sitt TAKI 183 um New York borg.

Graffiti er á góðri íslensku lýst sem veggjakroti eða veggjalist og það finnst víða um land. Graffiti má rekja alla leið til rómaveldis og síðan þá hafa unglingar sem og fullorðnir krotað nöfnin sín á veggi, póstkassa og lestir svona til að nefna nokkur dæmi.

list eða glæpur ?

Anton Örn Kærnested

Anton Örn Kærnested

KIDDÖST

Afhverju TAKI og afhverju 183? Þetta er dæmi um spurningarnar sem íbúar New York spurðu sig í dágóðan tíma en á endanum náði þetta athygli blaðamanna sem grófu upp sannleikan bakvið dularfulla nafnið og tölurnar. Dimitrios var af grískum uppruna og stafirnir TAKI voru stytting á eftirnafninu hans Demetraki, einnig bjó Dimitrios í Washington heights á götu 183. Með þessu opnuðust flóðgáttirnar og götur New York fylltust af ungum og metnaðarfullum „gröffurum“ og með tímanum þróaðist taggið meira og meira. Graffarar fóru að prufa sig áfram með allskonar hluti t.d. límmiða, spreybrúsa, stærri penna, málningarúllur og slökkvitæki fyllt af þynntri málningu.


Tegund erfiðleiki Útskýring

Tagg

Hér byrja allir, tagg inniheldur eitthvað til að skrifa með, helst penna með góðu bleki sem endist, nafn listamannsins og eitthvað til að skrifa á. Sem dæmi má nefna rafmagnskassa, klósettstanda & strætóskýli.

Stikker

Þægilegasta og fljótlegasta leiðin til að koma taggi eða litlu listaverki upp er með límmiða, skrifað er á þá og svo labbað um borgina og gefið ljósastaur „high five“, áður en þú veist af eru límmiðar eftir þig um alla borg.

Bomba

Flóknari en tagg, en inniheldur vanalega tagg í stórum búbblu stöfum og oftar en ekki einn lit fyrir útlínur og annan fyrir lit fyrir fyllingu. Bombu á að vera hægt að gera í fljótu bragði og oft svipað og tagg, en hún grípur meiri athygli.

Póster Verk

Svipað og með stensilinn, eini munurinn er að listaverkið er tilbúið, fjölfaldað og það er límt á veggi og rafmagnskassa. Eini hængurinn á þessu er sá að gang þarf um með lím á sér hvert sem maður fer sem getur verið hrikalega þreytandi.

Stytting á orðinu „meistaraverk“ og er tímafrekt. Verk inniheldur að minnsta kosti þrjá mismunandi liti og í það fer mikill undirbúningur að útliti og litapallettu. Ef verk er málað á réttan stað fær það gríðarlega mikla athygli bæði frá gangandi vegfarendum sem og gröffurunum sjálfum, hinsvegar ef það er málað á augljósan stað án leyfis fær sá listamaður gríðarlega virðingu innan graffiti heimsins.


Björk Marie Villacorta Björk Marie Villacorta heiti ég og er fædd þann 27. september árið 1993, sem gerir mig að Vog. Oft er talað um að Vogin eigi erfitt með að taka ákvarðanir sem mér finnst eiga vel við en einnig er sagt að hún sé ákveðin, brosmild, félagslynd, glaðleg, listræn, vingjarnleg og skemmtileg. Nú svona til að kynna mig aðeins betur þá er ég filipseyskur Íslendingur eða íslenskur Filips­ eyjingur og er fædd á Akranesi en bjó í Ólafsvík öll mín uppvaxtarár. Ég á ættir mínar að rekja til Filipseyja en móðir mín er þaðan. Svo á ég eitt stykki pabba og bróður sem er 12 árum yngri en ég. Ég á mér áhugamál eins og margir aðrir en mín helstu áhugamál eru útlitshönnun, tækni, tónlist, förðun, neglur og hreyfing. Annars líður mér best þegar ég er umvafin fjölskyldu og vinum. Ég er búin að læra ýmislegt á lífsleiðinni en það er m.a. að taka eitt skref í einu og læra að njóta. En af hverju valdi ég grafíska miðlun? Það er góð spurning, spólum aðeins til baka. Ég lauk stúdentsprófi vorið 2012 og flutti þá endanlega til Reykjavíkur og hóf þar nám í

förðunarfræði og svo síðar í naglafræði. Haustið 2013 byrjaði ég svo í tölvunarfræði við Háskóla Íslands en þar stundaði ég nám í þrjú ár. Ég var ekki alveg að finna mig í því námi og þurfti ég mikinn kjark til þess að viðurkenna það fyrir sjálfri mér að þetta væri ekki fyrir mig. En þegar ég loksins tók skrefið gerðist svolítið sérstakt, ég kynntist grafískri miðlun. Ég hef alltaf haft áhuga á að hanna og búa eitthvað til og þótti listræn á mínum yngri árum. Mér var svo bent á grafíska miðlun af góðri vinkonu og ég hafði ekki einu sinni hugmynd um að það væri til. Áður en ég vissi af að þá var ég búin að sækja um námið og í framhaldi byrjaði ég í Tækniskólanum haustið 2016. Þetta var mögulega besta ákvörðun lífs míns. Síðan ég byrjaði í þessu námi hef ég þurft að fara svo langt út fyrir þægindarammann minn sem hefur verið krefjandi. Ég er búin að læra svo ótrúlega margt og fá að blómstra í mínu, ég kynntist frábæru fólki og eignaðist mjög góða vini. Nú er ég allt í einu að útskrifast í vor sem mér finnst magnað og hlakka ég ótrúlega mikið til að sjá hvað bíður mín.

27


Kókosolía á húð KOSTIR OG GALLAR

KOSTIR Kostir kókosolíu eru þónokkrir. Hún er náttúruleg og hentar til dæmis vel sem staðgengill fyrir smjör til steikingar, sérstaklega fyrir fólk sem vill af einhverjum ástæðum forðast mjólkurafurðir. Ég á til dæmis alltaf krukku uppi í skáp til að nota til steikingar og í hrákökur. Svo er hún líka bragðgóð og er einnig hægt að nota hana í ýmsa gómsæta rétti og bakstur. Hún hefur verið talin innihalda nokkuð „holla“ fitu, en hún inniheldur þó frekar hátt magn af mettaðri fitu svo það má deila um það. Samtök eins og World Health samtökin, FDA (bandaríska matar- og lyfjaeftirlitið), HHS (United States Department of Health and Human Services),

28

AHA (American Heart Association) og fleiri hafa til dæmis mælt gegn reglulegri inntöku hennar vegna þessa. Samkvæmt þessari grein hefur hún meiri áhrif á kólesteról en mjúk ómettuð fita (t.d. ólífuolía).

ÓKOSTIR Málið með kókosolíu er að eðli málsins samkvæmt þá harðnar hún í kulda. Ímyndið ykkur svo að þrífa andlitið með henni. Hún situr ofan í húðholunum, þó maður þrífi hana af, og stíflar þær, sérstaklega þegar maður fer út í kuldann. Einnig getur hún stíflað tárakirtlana ef hún er notuð til að taka af augnfarða. Þar að auki samanstanda allar fitur og olíur af sameindum sem kallast fitusýrur. Allar olíur og fitur sem settar eru í húðvörur eru sérstaklega gerðar til þess að fara á húðina, smjúga inn í hana og stífla ekki. En sameindirnar sem kókosolían inniheldur eru alltof stórar til þess að henta á húðina, enda ætluð til inntöku en ekki útvortis. Það er samt kannski ekkert að því að nota kókosolíu til að þrífa augnfarða af í neyð, en ég myndi þá frekar nota olíu sem harðnar ekki eins og t.d. ólívuolíu, möndluolíu, vínberjasteinsolíu eða aðra grænmetisolíu. Svo eru jojoba olía, fræolía og fleira mjög sniðugar olíur þar sem að þær líkja eftir húðfitunni okkar. Ég, ásamt öðrum förðunar- og snyrtifræðingum mælum ekki með því að nota kókosolíu á húð, hár eða til þess að þrífa af farða. Það þarf þó ekki að kaupa eitthvað rándýrt, heldur duga vel þær vörur sem ykkur hentar og eru sérstaklega gerðar fyrir húðina. Ég mæli samt með því að kíkja á innihaldsefni og velja vel.

TEXTI: GUNNHILDUR BIRNA GUNNARSDÓTTIR – LJÓSM.: TEKIN AF NETINU

Kókosolía er vissulega náttúruleg. Hún er æt olía sem unnin er úr innviðum þroskaðra kókoshneta, sem vaxa á pálmatrjám. Það eru nokkur ár síðan kókoshnetuæðið gerði vart við sig hér á landi sem og í öllum heimilum og síðan hefur hún verið notuð til steikingar, á húðina, hárið, til þrifa, til inntöku, í kaffi og örugglega einhverra fleiri hluta sem ég kann ekki skil á. Eftir að hafa hlustað í mörg ár á heilsumógúla og sjálfskipaða húðsérfræðinga sem segja að kókosolía sé fundin upp af englum og hægt sé að nota hana í allt og að hún hjálpi til við fitumissi, ónæmiskerfið og ótal fleiri hluti, þá langar mig að koma nokkrum atriðum „á hreint“ hvað hana varðar. Það er svo hverjum og einum í sjálfvald sett hvort viðkomandi tekur mark á þessu hjá mér og ég ætla ekki að standa hér (eða sitja) og þykjast vera næringarfræðingur, heldur er ég bara manneskja sem hefur mikinn áhuga á málefninu og hef bæði reynslu og hef lesið mér til.


Heimagerður líkamsskrúbbur 1 dl sykur 1 kreist sítróna 1/2 dl ólífuolía Hráefnunum er blandað saman. Mælt er með því að hafa blönduna ekki of þykka. Hægt er að geyma blönduna í fallegri krukku.

AFMÆLISMYNDATAKA „CAKE SMASH“ 30 MÍN MYNDATAKA 3 MYNDIR Í NETUPPLAUSN 1 MYND Í STÆKKUN (13X18 CM) BÓKANIR BERAST Í GEGNUM: krummadis.com krummadis@krummadis.com @krummadisphotography


// Tekin við gerð kvikmyndarinnar Fullir vasar

Tinna Miljevic

Tinna Miljevic er förðunarfræðingur í grunninn og hefur verið að gera góða hluti í förðunarbrans­ anum. Hún vinnur við förðun fyrir auglýsingar og kvikmyndir. Tinna starfaði lengi sem sminka fyrir Game of Thrones og hefur tekið að sér hin ýmsu verkefni.

námið sem var í boði og fór yfir helstu heima förðunarinnar. Eftir það nám skrapp ég til Belfast og tók námskeið í „special effects“ og „prost­ hetic“. Kennarinn sem kenndi námskeiðið varð svo síðar yfirmaðurinn minn í Game of Thrones. Hvers konar förðun heillar þig mest?

Af hverju valdir þú förðunarfræði? Ég var einn daginn að horfa á hvernig dragdrottn­ ingar setja upp andlitið og varð algjörlega heilluð. Þetta er ákveðið listform sem þær framkvæma. Ég fór í förðun af því að ég var svo heilluð af því hvað þú getur gert með það en ég ætlaði mér ekkert endilega að vinna við þetta, þetta var bara eitthvað svona, mig vantaði bara eitthvað í lífinu svo ég ákvað að fara þessa leið, prófa og sjá hvert það myndi taka mig. Hvar lærðiru? Hvernig fannst þér námið? Ég lærði í Snyrtiakademíunni sem var og hét. Mér fannst það virkilega góður skóli með dásam­ legum kennurum, þeim Selmu og Elsu. Ég valdi það nám í rauninni af því að þetta var lengsta

30

Ég heillast mest af ósýnilegri förðun, það sem augað greinir ekki í rauninni. Það að fá einstakling til mín sem á að virka alveg ófarðaður fyrir framan myndavélina. Svo finnst mér líka skemmtilegt að farða þegar einhver deyr. Það er svona þetta tvennt, báðir öfgarnir. Hvaða verk ertu ánægðust með? Það er alltaf eitt sem ég hugsa til og það er mynd­ band sem ég vann fyrir hljómsveitina Sigurrós við lagið Óveður. Þar vann ég undir stjórn manns sem ég hef alltaf litið svakalega upp til, leikstjórann og tökumanninn Jonas Åkerlund. Það var viss hápunktur verð ég að viðurkenna. Ég verð nú ekki starstruck auðveldlega en þarna hríslaðist smá gleðihrollur um mig.


// Tinna er afar listræn

Ertu að vinna að einhverju verkefni núna? Hvað er á næstunni?

// „Special effect“ förðun eftir Tinnu

Núna er ég í stærsta verkefni lífs míns og er í mömmó, er að klára fæðingarorlof. Ég er eigin­ lega að skipta um feril. Það sem er á næstunni er að nú er ég að fara í „microblading“ í auga­ brúnirnar. Ég er með diplóma í varanlegri förðun og er að bæta þessu ofan á. Augnháralengingar, „microblading“ og augnháralyfting. Þetta er það sem mun taka við. Hverjar eru helstu fyrirmyndir þínar? Mamma og systur mínar. Mjög fast á þeirra hæla er Ellen Degeneres af því ég held að hún sé góð manneskja sem virðist standa á sínu og er óhrædd við að vera hún sjálf.

// Skjáskot úr kvikmyndinni Fullir vasar

Hvar sérðu þig eftir 5 ár? Ég sé mig vera ótrúlega klára í Microblading, þannig að ef einhver dama hugsar augabrúnir þá hugsar hún um mig. Háfleig orð, en maður verður að láta sig dreyma annars gerist ekki neitt. Áttu þér einhverja lífsspeki sem þú vilt deila með lesendum? Að vera maður sjálfur svo lengi sem það skaðar engan annan og að eyða ekki of miklum tíma í að hugsa sjálf hvað öðrum finnst um mann. Mér var sjálfri kennt fyrir 17 árum að mér kæmi ekki við hvað öðrum finnst um mig og hvaða skoðun fólk hefur á mér. Skoðanir annarra væru þeirra einkaeign og á engum tímapunkti mitt að breyta þeim. Eina sem ég get gert er að vera sönn sjálfri mér, heiðarleg og koma fram við aðra eins og þeir vilja að komið sé fram við þá. Geng ekki út frá því að koma fram við aðra eins og ég vil láta koma fram við mig því við erum öll ólík með ólíkar þarfir. Ég lifi enn eftir þessari lexíu í dag og þarf oft að minna mig á það.

// Skjáskot úr kvikmyndinni Grimmd

// Skjáskot úr tónlistarmyndbandinu Óveður með Sigurrós

TEXTI: BJÖRK MARIE – LJÓSM.: TINNA MILJEVIC, ANNA BENDER

31


// Henna húðflúr á hendi

Hvað er henna? Henna er planta, hennaplanta. Laufin á plöntunni eru þurrkuð og síðan mulin niður í örfínt púður sem minnir helst á grænt hveiti. Úr því er gerð blanda sem getur verið mismunandi en alltaf 100% náttúruleg. Upprunann má rekja allt að 5000 ár aftur í tím­ ann og er hann að finna á Indlandi, Pakistan, Mið­Austurlöndum, Afríku og víðar svo eitthvað sé nefnt. Henna hefur verið notað sem skreyting á líkamann á ýmsa vegu, en í dag er henna best þekkt sem hátíðarskraut þar sem ungar konur skreyta sig og hvor aðra á hátíðisdögum. Enn þann dag í dag eru brúðir á Indlandi skreyttar með mehndi flúrum sem er m.a. ein tegund af Henna húðflúrum. Þá safnast dömur brúðarinnar saman og skreyta hana saman með fallegum myndum og táknum. Lágmarks tími til að hafa litablönduna á er fjórar klukkustundir, en best væri að hafa blönduna á í sex til tólf klukkustundir, jafnvel lengur til þess

32

// Henna húðflúr á læri

© Pexels.com

að fá sem bestan árangur. Það er aldrei hægt að hafa blönduna á of lengi, því lengur sem blandan er á því dekkri verður liturinn að lokum. Aldrei skal þvo blönduna af með vatni heldur er einfaldast að kroppa hana af. Hægt er að nota ögn af ólífuolíu til þess að ná að blöndunni af ef þörf er á. Þegar búið er að taka litablönduna af kemur fallega appelsínugulbrúna henna húðflúrið í ljós. Forðast skal vatn fyrstu tólf klukkustundirnar eftir að litablandan er fjarlægð. Á næstum 48 klukkustundum á liturinn til með að dökkna jafnt og þétt sem endar svo í fallegum rauðbrúnum lit. Þegar þessar 48 klukkustundir eru liðnar má segja að liturinn sé búinn að ná sér að fullu. Lokaútkoman veltur svo á húðgerð hvers og eins. Liturinn er dekkstur á höndum og fótum en ljósastur á búknum vegna þess að húðin er öðruvísi á höndum og fótum en á restinni af líkam­ anum. Með tímanum dofnar munstrið og hverfur að lokum alveg.


Ég heyrði einhversstaðar að það tæki um fjögur ár að fullkomna blönduna sína

Góð ráð til þess að vernda henna húðflúr og halda því eins fallegu og hægt er:

Hvað var það sem kveikti áhuga þinn á henna húðflúrum?

• Reyndu að forðast vatn fyrstu 12 klst. og eins mikið og hægt er fyrstu 24 klst. vegna þess að vatnið getur hindrað litinn í því ferli sem hann fer í gegnum þegar hann er að dökkna.

– Tinna Miljevic

Það var sú staðreynd að hægt væri að skreyta líkamann með fallegum mynstrum án þess að vera stunginn með nál! Hvar lærðir þú þetta? Ég lærði þetta nú bara sjálf. Hefur tekið mig mörg ár að æfa mig og prófa mig áfram og held ég hætti aldrei að læra meira um henna og það listform. Hvert er þitt uppáhalds munstur?

• Ef þú nærð ekki litablöndunni af með því einu að kroppa hana af, er mælt með því að nudda létt sítrónusafa eða ólífuolíu á staðinn sem þurfa þykir, en alls ekki nota vatn. • Forðastu að nota barnaolíu, vaseline eða önn­ ur líkamskrem ef möguleiki er. • Forðastu að nudda svæðið með flúrinu á. Allt áreiti veldur því að húðin endurnýji sig fyrr en það þýðir að munstrið mun hverfa fyrr.

Mandala mynstur eru í uppáhaldi. Einnig öll þau mynstur sem tákna eitthvað og fela í sér merk­ ingu.

• Forðastu að raka svæðið sem munstrið er á. Við rakstur getur húðin þornað og húðflögur farið af og þar af leiðandi munstrið dofnað fyrr en ella.

Hvað varir henna húðflúr lengi?

• Forðast skal mikinn handþvott og sápunotkun. TEXTI: BJÖRK MARIE & TINNA MILJEVIC – LJÓSM.: PEXELS.COM & TINNA MILJEVIC

Það er misjafnt eftir húðgerð hvers og eins. Við­ miðið eru 7–10 dagar, en getur verið skemur og getur verið lengur. Ef viðkomandi er með mjög þurra húð endist það t.d. styttra en manneskja sem er með rakastig húðarinnar í topp standi. Úr hverju er litablandan? Blandaru þína eigin blöndu? Blandan er mismunandi en alltaf 100% náttúruleg. Mín blanda samanstendur af fersku henna dufti, sítrónusafa, lavender og tea tree olíu sem og galdramagni af sykri. Ég blanda blönduna mína alltaf sjálf og persónulega myndi ég aldrei nota lit sem ég þekki ekki 100%. Ertu að taka að þér að gera henna húðflúr? Er mikil eftirspurn? Ég tek svona henna tarnir. Eftirspurnin er mjög mikil og eitt af markmiðunum mínum fyrir kom­ andi sumar er að geta boðið upp á henna í miklum mæli til að lofa fleirum að kynnast þessu með mér og njóta töfra henna.

© Pexels.com

33


Húðumhirða Við erum öll með húð og hún er okkar stærsta líffæri, en það eru ansi margir sem sniðganga húðumhirðu í daglegu lífi. Ef við sleppum því að þrífa og bóna bílinn okkar, þá lítur lakkið frekar illa út á endanum – ekki satt? Einnig vil ég minna á að karlmenn eru hvorki húðlausir né undanskyldir reglum um húðumhirðu. Hreinsun Þrífið húðina vel á kvöldin (ásamt léttri hreinsun á morgnana). Ef þið málið ykkur þá er nauðsynlegt að þrífa hana í tveimur skrefum; farða­ hreinsun og húðhreinsun sem hentar ykkar húðgerð. Nú ætla ég svo að vera leiðinleg: Eins mikið og mann langar að trúa því þá er ekki nóg að hreinsa húðina bara einu sinni og það er ekkert til sem heitir „all in one“ hreinsir. Í þau skipti sem ég hef ætlað að nota svoleiðis þá enda ég alltaf með einhver óhreinindi í húð­ inni. Ég mæli með að nota fyrst Micellar vatn eða annan farða­ hreinsi og svo húðhreinsi þar á eftir. Ef þið kjósið að nota andlits­ vatn, sem ég mæli eindregið með, þá er það síðasta skref hreinsunar. Andlitsvötn loka húðinni eftir hreinsun ásamt því að næra hana og losna við allar leifar af óhreinindum ef þau skildu sitja eftir. Næring Notið gott krem, viðeigandi fyrir ykkar húð­ gerð. Það er nauðsynlegt til að verja húðina fyrir veðri, umhverfisáhrifum,


Skóverslunin TEXTI: GUNNHILDUR BIRNA GUNNARSDÓTTIR LJÓSM.: TEKIN AF NETINU

óhreinindum, þurrki og svo mætti lengi lengi telja. Krem veita ekki bara raka heldur draga þau líka úr línumyndun, jafna áferð húðarinnar og vernda hana. Það er ekki endilega nauðsynlegt að eiga sér næturkrem þó svo að það sé auðvitað gott. Serum og olíur er svo ótrúlega góð viðbót til að nota með kremum til þess að fá meiri virkni og næringu. Serum vinna dýpra ofan í húðina en krem og virkja neðra húðlagið, en andlitsolíur eru svo æðislegar til þess að bæta raka við húðrútínuna. Ég mæli eindregið með því að byrja að nota gott augnkrem upp úr tvítugu til þess að næra augnsvæðið og sporna við línumyndun.

FYRSTU SKREFIN OPNAR 25.05.18

20% afsláttur af öllum skóm

Djúphreinsun/djúpnæring Djúphreinsið húðina reglulega (að minnsta kosti einu sinni til tvisvar í viku) með kornaskrúbbi, ensýmskrúbbi eða ávaxtasýruskrúbbi til að hjálpa henni að losna við óhreinindi og dauðar húðfrumur. Góðir maskar eru einnig nauðsyn að mínu mati, en hægt er að fá óteljandi tegundir af möskum fyrir hverja húðgerð. Rakamaski finnst mér einnig nauðsyn einu sinni til tvisvar í viku, sérstaklega á veturnar. Treystið fagfólki Ekki taka við hvaða ráðleggingum eða heimaráðum sem er af netinu eða frá hvaða fólki sem er. Spyrjið frekar snyrtifræðinga eða jafnvel förðunarfræðinga sem hafa lesið sér til og unnið við fagið. Fjárfestið í húðinni Ekki spara þegar það kemur að vörum sem þið setjið á húðina ykkar. Ekki misskilja mig; hjá mörgum ódýrari merkjum er hægt að fá vörur sem virka vel á sanngjörnu verði en athugið vel innihaldsefni, umsagnir og hvaða áhrif vörurnar hafa á húðina.

20%

Vatn, mataræði og hreyfing

af strigaskóm

afsláttur

Vatnsdrykkja hefur ótrúlega margt að segja fyrir fallega og ljómandi húð. Hreyfing skiptir einnig gríðarlegu máli. Með henni eykst blóðfæði til húðarinnar og hún svitnar út óhreinindum. Einnig þarf varla að nefna að allt sem við borðum fer beinustu leið út í húðina. Svo er auðvitað góð regla að gæta að streitustjórnun í lífinu.

Laugavegur 77 101 Reykjavík 567 8888 info@fyrstuskrefin.is fyrstuskrefin.is


David Melsted Ég heiti David Melsted og er 19 ára. Ég fæddist í Maastricht í Hollandi og bjó þar í góð tíu og hálft ár þangað til foreldrar mínar hættu saman og mamma mín tók mig og bræður mína með til Íslands. Við misstum húsið okkar og pabbi minn bjó núna í öðru landi og ég myndi ekki geta hitt hann næsta hálfa árið, en ég reyndi að vera jákvæður þótt ég talaði enga íslensku á þeim tíma. Ég hef alltaf elskað að teikna og hanna dót og er enn með teikningar frá þessum tíma í skúffunum mínum enn í dag. Ég var í Langholtsskóla og bý enn mjög nálægt sem er þægilegt fyrir litla bróðir minn því hann er núna í þeim skóla. Ég var búinn að ákveða mig mjög snemma að mig langaði að fara í Tækniskólann að læra eitthvað

í tölvum eða hönnun/vefsíðuhönnun. Ég veit ekki alveg hvernig ég endaði á þessari braut en ég er mjög ánægður með að hafa farið á hana því að vinna við auglýsingagerð var og hefur alltaf verið draumastarfið mitt. Ég safna allskonar dóti heima hjá mér en það fyrsta sem maður myndi taka eftir er að á öllum veggjum eru veggspjöld sem ég fann eða bjó til sjálfur. Aðallega veggspjöld tengd þáttum, tónlist eða tölvuleikjum. Ég hef alltaf verið mjög góður í tölvum og hef alltaf verið mikið fyrir tónlist þannig að ég er með mjög spes stíl sem ég vinn með á flestum mínum veggspjöldum. Mig hefur alltaf langað til að vinna við svona verkefni og núna kemur að því að ég ljúki námi í grafískri miðlun.

37


Betri orka betra líf

ir og tilgátur um uppgövtunina. Meira enn 1700 manns fjárfestu þessari rannsókn og gáfu meira enn 100.000 dali til að hægt væri að vinna áfram með þessar rannsóknir sem komst síðan að þeirri niðurstöðu að líklegasti sökudólgurinn var bara ryk. Gögnin sýndu mismunandi liti ljós á mismunandi styrkleika, sem þýddi að það sem liggur á milli okkar og stjörnurnar er ekki ógegnsætt. Það er það sem vænst er af annaðhvort plánetu eða geimveru uppbyggingu. Ef það er ryk en það er samt ekki alveg ljóst hvers vegna svona mikið ryk myndi vera í kerfinu í fyrsta lagi. Þá kom í ljós að það virðist ekki vera ungt stjörnukerfi, þá ætti ryk að hafa safnast saman í röð af plánetum, en annarri hluta þrautarinnar um KIC8462852. Það er ennþá vinna framundan til að finna frekari svör um þessa stjörnu. Við getum samt ekki sagt hvað er að gerast. En það sem ég get sagt er að alheimurinn er stór og áhugaverður og við erum bara að byrja að uppgötva hann.

www.askur.is


Jeremi Zyrek Ég heiti Jeremi og eftirnafnið mitt er Zyrek. Eins og nafnið gefur til kynna þá er ég ekki alíslenskur. Ég á pólska foreldra en er annars fæddur og upp­ alinn á Íslandi, nálægt miðbæ Reykjavíkur. Ef ég ætti að nefna einhvern hlut sem ég hef átt sam­ eiginlegt við þetta nám áður en ég hóf það, þá væri það týpógrafía, ég hef alltaf haft gaman að skrautskrift og skrítnum letrum. Þegar ég var yngri fór ég til dæmis oft út að skoða veggjalist, eða það sem flestir myndu kalla veggjakrot, til þess að sjá hvernig aðferðum væri beitt til þess að skrifa mismunandi stafi. Flest veggjakrot er

(eins og orðið bendir til) algjört krot, svo það var oft erfitt að lesa úr því. Ég er annars að verða 19 ára, fæddur 1999 og ég valdi þessa braut af algjörri tilviljun, ég vissi ekki að hún væri til fyrr en ég las smá um hana og ákvað síðan bara að henda mér í það nám. Ég myndi ekki segja að ég hefði einhvern sérstakan undirbúning fyrir þessa braut, ég hef að sjálfsögðu alltaf teiknað, málað og skrifað frá barnsaldri (hvaða barn gerir það ekki?) en aldrei neitt sem maður tók alvarlega. Þótt að það væri ekki til staðar þá er áhuginn það sem skiptir máli.

47


Ragnarock Safn rokk- og popptónlistar

Um Ragnarock Ragnarock er safn um poptónlist, rokktónlist og menningu unga fólksins. Safnið hýsir marga gripi sem sýna hvernig ungt fólk breytti heiminum í gegnum tónlist, hvernig það breytti viðhorf samfélagsins að tónlist, hvernig það bjó til nýja menningu og nýja fatastíla. Safnið og safngripirnir lýsa á ákveðinn hátt hvernig fólk naut tónlistar á þessum tíma. Safnið opnaði í apríl 2016. Síðan 1950 hefur ungt fólk túlkað sig í gegnum tónlist, þá aðallega rokk og pop-tónlist. Það er það sem Ragnarock museum er að reyna að sýna. Útlit og hönnun Safnið er algjört ævintýri frá mismunandi tímabilum, mismunandi tónlistarsmekk, fatastílum og

48

margskonar þema sem lætur fólk upplifa lífið frá þessum tímum. Byggingin sjálf er hönnuð í fremur áhugaverðan stíl, hún er kubbsleg með mjög langan frampart sem fer langt útfyrir. Hönnunarliðin MVRDV og COBE teiknuðu bygginguna upp. Við hönnuninni á byggingunni var mikil áhersla lögð á að hún sýni sögu og andrúmsloftið sem safnið hefur, bæði að innan og utan. Þríhyrningsgaddarnir á henni eiga að líta út eins og gaddarnir á beltunum sem flestar rokkstjörnur og pönkarar notuðu. Maður fær að kynnast villtum litum safnsins um leið og labbað er inn við afgreiðsluna; veggir, gólf og loft skærrautt, gjafabúð með veggspjöldum, bolum og bókum sem eru settar upp á kolsvörtum borðum með virkilega skær og stór ljós í loftinu.


Staðsetning Ragnarock er staðsett í borginni Roskilde, sem hýsir einnig árlegu tónleikahátíðina Roskilde Festival.

Ferðin mín til Ragnarock í Roskilde Þetta ár fór ég með bekknum mínum í útskriftarferð til Danmerkur. Ég vildi heimsækja nokkra staði sem ég gæti fjallað um í blaðinu og ég fór meðal annars til borgarinnar Roskilde til að skoða safnið og afla mér myndefnis og upplýsinga. Ég og Davíð félagi minn tókum lest þangað og það tók okkur góðar 40 mínútur aðra leið. Þrátt fyrir biðina þá var ferðin þess virði því safnið var glæsilegt. Við þurftum því miður að flýta okkur úr safninu eftir hálftíma skoðun til þess að ná lest til baka, því þær voru víst að fara að hætta að ganga mjög bráðlega, það var svo mikið fleira sem ég vildi skoða.

FÖSTUDAGUR

LAUGARDAGUR

KENDRICK LAMAR BROCKHAMPTON PLAYBOI CARTI EARTHGANG A$AP ROCKY SMOKEPURPP DENZEL CURRY RAE SREMMURD GOLDLINK

GETTER KAYTRANADA ANDERSON .PAAK MASEGO BADBADNOTGOOD FLYING LOTUS NXWORRIES MEDASIN JOSH PAN

LAUGARDALUR 20.‑23. JÚLÍ 2018 Askur

//

Jeremi Zyrek

2

TEXTI: museumragnarock.dk, wikipedia.org | MYNDIR: Jeremi Zyrek

Herbergin á sýningunni sjálfri eru fyllt með skrauti, skrýtnum ljósum, listaverkum, upplýsingum og gripum frá tímabili pönkara. Safnið opnaði 2016 og fékk yfir 50.000 gesti fyrsta mánuðinn.


5 albúm í uppáhaldi Uppáhalds lögin mín hafa alltaf einhverjar góðar eða slæmar minningar hjá mér, eins og skemmtilegar sumarnætur með vinum, klisjuleg fyrrverandi sambönd, bæði innanlands og utanlands bílrúntar með fjölskyldunni eða bara einmana nætur. Hér fyrir neðan tel ég upp 5 uppáhalds albúmin mín.

5 4 3 50

„Animals“ eftir Pink Floyd Pink Floyd er bresk rokkhljómsveit sem var stofnuð 1965 í London. Stúdentarnir Syd Barret, Nick Mason, Roger Waters og Richard Wright stofnuðu bandið og byrjuðu að spila á litlum stöðum út um allt í London. Sveitin hefur gefið út 15 albúm, tvö af þeim eru eitt af mest seldu albúm allra tíma. Animals var gefið út 1977. Uppáhalds lag úr albúminu: „Dogs“.

„Doris“ eftir Earl Sweatshirt Thebe Neruda, betur þekktur sem Earl Sweatshirt er rappari og taktasmiður frá Ameríku. Hann er fæddur 1994 og hefur gert tónlist frá um það bil 2008. Doris er fyrsta albúm sem Earl gaf út, það kom árið 2013. Uppáhalds lag úr albúminu: „Sunday“.

„Vs.“ eftir Pearl Jam Pearl Jam er amerísk rokk- og grunge hljómsveit, stofnuð 1990 af Mike McCready, Jeff Ament og Stone Gossard. Seinna meir bættist Eddie Vedder við og hann varð söngvari hópsins. Vs. kom út árið 1993 og rokseldist í ríflega milljón eintökum á fyrstu vikunni. Uppáhalds lag úr albúminu: „Go“.


2

1

„Strays with rabies“ eftir Earthgang Earthgang er Amerískt hiphop dúó sem var stofnað 2008 af Olu O. Fann, sem kýs að kalla sig Johnny Venus og Eian Undrai Parker, sem kýs að kalla sig Doctur Dot. Strays with rabies kom út 2015 og er fjórða albúmið þeirra. Uppáhalds lag úr albúminu: „Missed Calls“.

„Mirage“ eftir Camel Camel er bresk progressive rokk hljómsveit, stofnuð árið 1971. Andrew Latimer, Peter Bardens, Doug Ferguson og Andy Ward stofnuðu hljómsveitina en síðan þá hafa margir af þeim hætt og nýir komið í staðinn. Sveitin er búin að gefa út 14 albúm. Mirage er annað albúmið þeirra og það var gefið út árið 1974, það inniheldur 5 lög og heildarlengdin er 38 mínútur af spilatíma. Uppáhalds lag úr albúminu: „Freefall“.

Albúm

Hljómsveit/artisti

Ár

Pop Trash

Duran Duran

2000

The Sun‘s Tirade

Isaiah Rashad

2016

No Code

Pearl Jam

1996

Ten

Pearl Jam

1991

Deep Purple In Rock

Deep Purple

1970

The Ooz

King Krule

2017

Currents

Tame Impala

2015

Lonerism

Tame Impala

2012

TEXTI: wikipedia.org | MYNDIR: fengnar af netinu.

Auka tilnefningar

51


Geisladiskabúð Valda Þorvaldur er eigandi verslunarinnar Geisladiskabúð Valda. Þar selur hann allskonar geisladiska, kassettur og vínylplötur af öllum tónlistartegundum, margskonar tölvuleiki og myndir. Ég fékk að vita aðeins meira frá manninum í stjórn.

Ég heiti Þorvaldur Kristinn Gunnarsson.

Það verður þá eitthvað gert til að fagna því ekki satt?

Hver er þín uppáhalds tónlistartegund?

Jú það verður að vera einhver svona tilboðsvika eða eitthvað þannig.

Hver ertu?

Það er aðallega allskonar þungarokk og síðan líka klassískt rokk sem ég hlusta mest á.

Gekk alltaf vel með búðina?

Þú ert þá ekkert í progressive rokki?

Það byrjaði bara hægt og rólega þegar ég opnaði, síðan var náttúrulega alltaf samkeppni.

Eitthvað smá, jújú, Rush og Pink Floyd og svoleiðis, ég tek það eiginlega sem klassískt rokk þó maður gæti flokkað það sem progressive rock. Enda er ein af mínum uppáhalds plötum „The Wall“, mér finnst hún frábær, og „Dark Side of the Moon“ og „Wish You Were Here“ eru náttúrulega snilldar albúm. Hvenær opnaðir þú þessa verslun? Heyrðu, ég byrjaði með þessa búð sumarið 1998, komin 20 ár í sumar, ég var 29 ára gamall þegar ég opnaði.

52

Hvað fékk þig til að opna verslunina? Bara mikill áhugi á tónlist, tölvuleikjum og bíómyndum, var svona nörd. Varstu með þitt eigið safn sem þú byrjaðir að selja eða keyptiru diskasöfn af fólki? Já ég tók einhvern hluta af mínu eigin safni, ég átti fullt af bíómyndum, alveg fleiri þúsundir svo að þannig byrjaði það.


Hvaðan færðu þá vörurnar sem þú selur?

Hvað er vinsælast í búðinni þinni?

Ég kaupi yfirleitt heil plötusöfn af fólki hérlendis en síðan kaupi ég af og til plötur frá heildsölum erlendis. Stundum þegar ég skoða diskasöfn hjá fólki þá sé ég eitthvað virkilega sjaldgæft, eitthvað sem hætt er að framleiða.

Það er sennilega klassískt rokk og þungarokk, en síðan er hiphop líka mjög vinsælt. Ég er samt með miklu meira af rokktónlist hérna. Síðan er vinsældin á vínylplötum alltaf að aukast.

Það er misjafnt bara, stundum að sjálfsögðu þarf ég að neita fólki, þá vilja þeir meira en ég get selt það á. Hverjir eru helstu samkeppnisaðilarnir þínir? Sko í gamla daga var Skífan mesti samkeppnisaðilinn, núna eru það Tólf Tónar og Smekkleysa. Finnst þér þessi bransi vera að deyja út? Já og nei, en það eru örugglega túristarnir sem halda okkur fljótandi og síðan að sjálfsögðu ungt fólk. Hvað aðgreinir þína búð frá öðrum búðum? Þetta er í fyrsta lagi miklu smærri búð, svo ég get brugðist miklu betur við viðskiptavinum, stórar verslanir eiga það oft til að hlusta ekkert á viðskiptavini, ég reyni alltaf að hlusta á þá og ef fólk er með tillögu þá tek ég tillit til þess. Stærri verslanir, sérstaklega keðjur er oft sama um viðskiptavini, það er pínulítið þannig.

Hvernig fólk verslar við þig? Hver er þinn markhópur? Ég myndi segja að það væru lengra komnir áhugamenn í tónlist. Síðan er bara nördahópurinn sem verslar tölvuleiki. Aðallega eru það samt safnarar, flestir sem stunda geisladiskasöfnun eiga yfir 5.000 diska, einn til dæmis á 30.000 vínylplötur og það bætist við bunki mánaðarlega hjá honum. Spilaðir þú einhverntíman í hljómsveit? Bara með einhverjum félögum, þetta varð ekkert alvarlegt. Við náðum að gera fjórar æfingar en síðan fórum við að rífast svo mikið að við hættum. Trommarinn tók alltaf bara sóló allan tímann, hann vildi ekkert taka undir lagið. Ég er líka alveg hræðilegur hljóðfæraleikari, ég glamra bara á gítar og bassa, en ef maður færi að mæta á hljómsveitaræfingar þá kannski myndi maður fá smá spark í sig. Viltu fá að segja eitthvað í lokin? Nei, mér eiginlega dettur ekkert í hug (hlær).

TEXTI OG MYNDIR: Jeremi Zyrek.

Spyr fólk oft um hátt verð þegar þú kaupir diskasöfnin?

53


Súrrealismi

„Freistingar heilaga Antons“ eftir Salvador Dalí.

Útskýring á súrrealisma Súrrealismi, er tekið frá franska orðinu „surréalisme“, eða „ofurraunveruleiki“, er menningarleg stefna og listhreyfing sem á sér upphaf 1920, þá aðallega í Frakklandi og Belgíu, sem sérkennist í listaverkum og ritlist. Málarar máluðu dramatísk, draumkennd og órökrétt verk, oftast mjög raunveruleg í útliti, sköpuðu verur úr allskonar dagsdaglegum hlutum og þróuðu aðferðir sem gerðu hlutunum kleift að tjá sig á listrænan hátt. Súrrealísk listaverk (ekki endilega málverk) innihalda yfirleitt tjáningu og heimspeki listamannsins og kalla einnig fram ímynd og hugsunarhátt þeirra. Verkin eru oftast gerð með innblástur sem sóttur er í drauma og dulvitund. Liststefnan þróaðist út frá dadaisma, sem var önnur liststefna, mjög lík súrrealisma að mörgu leyti; hvorugar stefnurnar fylgja rökfræðileika, fagurfræði eða hefðum sem settar voru af samfélaginu og fóru þvert á móti þeim, í einhverskonar mótmælisskyni. Frá árunum 1920–1930 breiddist

54

súrrealismi út um allan heim eins og eldur og kvikmyndagerð, ljósmyndagerð, skúlptúragerð, arkítektúr, tónlist, heimspeki og jafnvel pólítískar hugmyndir urðu fyrir áhrifum. Súrrealíska stefnan var ýtt af stað með þeirri hugsun að list væri bundin of miklum hefðum, að það mætti hleypa henni aðeins af stað og t.d. tengja saman hluti sem virðast óskyldir. Frumkvöðlar súrrealisma Hægt væri að segja að André Breton, Guillaume Apollinaire og Yvan Goll hafi stofnað stefnuna að eitthverju leyti. Guillaume Apollinaire hafði gefið orðinu meininguna sem við þekkjum í dag. André Breton, ljóðskáld og rithöfundur starfaði sem geðlæknir í fyrri heimstyrjöldinni. Hann hitti rithöfundinn Jacques Vaché og hreifst af andfélagslegu og uppreisnarlegu skapi hans. Þeir tveir og nokkrir aðrir rithöfundar, ljóðskáld og listamenn söfnuðust saman og mynduðu hóp sem síðan seinna meir þróaði nokkrar aðferðir


í ritun og list, eins og automatisma, sem er rit- og myndlist sem gengur út á það að skrifa eða teikna án þess að hugsa eða plana verkið fyrirfram og láta verkið „gerast sjálfkrafa“. Sú stefna myndaði áhugaverða listgripi sem voru langt frá hefðbundnum verkum. Deilur frumkvöðlanna

TEXTI: wikipedia.org | Myndir: fengnar af netinu.

Frá árunum 1924 hafði rithöfundurinn Yvan Goll (Isaac Lang) einnig stofnað hóp með Pierre Aldbert-Birot, Paul Dermée, Céline Arnauld, Tristan Tzara og fleiri listamönnum. Hópurinn hans Yvan og hópurinn hans André Breton áttu í miklum deilum yfir því hver ætti heiðurinn á upphafi súrrealisma. Bæði Breton og Goll gáfu út bækur um stefnuna miklu og kepptust að í skriftum hver væri þá hinn sanni eftirmaður súrrealismans. Deilurnar urðu það ákafar að aðilarnir tveir lentu í slagsmálum á Champs-Élysées leikritinu. Í lokin vann Breton deilurnar með meiri stuðning í hans hag heldur en hag Yvans. „Oasis“ eftir Salvador Dalí, 1946.

André Breton, algjör tískulávarður

„The Barbarians“ eftir Max Ernst, 1937.

55


Viktoría Sól Birgisdóttir Þann 15. júlí árið 1997 kom ég í heiminn á ógnar­ hraða. Mér lá mikið á að komast í heiminn, en lá ekki eins mikið á að komast gegnum mennta­ skóla. Ég er á 21. aldursári og flestir jafnaldrar mínir útskrifaðir, annað en ég. Þegar sækja átti um framhaldskóla á sínum tíma, var ég lítið að stressa mig. Ég sótti um skiptinám og flutti til Portúgal í eitt ár. Þegar því ári lauk fylgdi ég straumnum og stundaði nám við Menntaskólann á Akureyri. Eftir tvö ár í þurru bóknámi fann ég, að ég þurfti útrás fyrir sköp­

un og koma hugmyndum mínum í framkvæmd. Orðin 18 ára gömul taldi ég mig vera tilbúna til að flytja úr foreldrahúsum, flutti suður og hóf nám við Tækniskólann. Ég sótti um í nám í grafískri miðlun og hafði gert mér upp ákveðna hugmynd um námið. Hinsvegar var námið allt öðruvísi en ég hafði búist við og fór langt framúr væntingum mínum. Ég er mjög heilluð af faginu, það höfðar mikið til mín og ég stefni á að halda áfram í sambærilegu námi í náinni framtíð.

57


TÓNLISTAR- OG LISTAHÁTÍÐIR Á AUSTURLANDI Ætlar vinahópurinn í útilegu í sumar? Nú styttist í sumarið og ekki seinna vænna að fara plana. Á Austurlandi fara fram þrjár af þekktustu tónlistarhátíðunum á Íslandi. Hátíðarnar eru jafn ólíkar og þær eru margar og þar má finna tónlist við allra hæfi. En austurlandsfjórðungur er ekki bara mekka tónlistar því þar má finna ýmsa aðra afþreyingu og stórbrotna náttúru.

UMSJÓN: VIKTORÍA SÓL BIRGISDÓTTIR

LJÓSMYND: GUÐBJÖRG HELGA AÐALSTEINSDÓTTIR

Eistnaflug 11.–14. júlí. Eistnaflug er innihátíð á Neskaupstað sem haldin hefur verið árlega síðan sumarið 2005. Fyrst um sinn var hátíðin haldin í Egilsbúð en hefur vaxið ört og hefur því verið færð yfir í íþróttahús staðarins. Um er að ræða fjóra daga þar sem metal-, harðkjarna-, pönk-, rokk- og indí-bönd deila saman sviði. Í dag er þetta ein flottasta tónlistarhátíð landsins og tvímælalaust besta þungarokkshátíð Íslendinga.


LungA 12.–22. júlí Árið 2000 leit listahátíð LungA dagsins ljós í fyrsta sinn. Um er að ræða listahátíð þar sem sköpun, listum og menningu er fagnað. Það er gert með námskeiðum, fyrirlestrum og öðrum viðburðum og lýkur með uppskeruhelgi með sýningum og tónleikum. Hátíðin er haldin á Seyðisfirði sem hefur verið miðstöð listamanna og sköpunar í gegnum árin. Seyðisfjörður er með fallegri fjörðum landsins og þegar sólin glampar á fjöllin sem umkringja þorpið er það töfrum líkast. Ef þú átt leið á LungA máttu alls ekki láta pítsurnar á Skaftafell Bistro framhjá þér fara.

Bræðslan 28. júlí. Bræðslan fer fram í gömlu síldarbræðslunni á Borgarfirði eystra. Hátíð þessi hefur vaxið síðustu ár enda fjölbreytt úrval tónlistaratriða hverju sinni þar sem allir í fjölskyldunni finna eitthvað við sitt hæfi. Hátíðin hefur einnig verið að lengjast og farið er að tala um Bræðsluviku þar sem tónleikar eru haldnir í félagsheimilinu Fjarðaborg síðustu dagana fyrir hátíðarkvöldið sjálft. Þar er ósvikin sveitaballastemming og mikið fjör.

Töfrum líkast!

Þar sem litrík fjöll í allri sinni dýrð mæta hafinu og mynda stórbrotin fjörð. Bókaðu núna á www.alfheimar.com

Álfheimar | 720, Borgarfjörður eystri | S: 861-3677 | info@elftours.is


BRÆÐSLAN, LUNGA & EISTNAFLUG ... Ólíkar hátíðir, ólík tíska


LungaA Þar sem litir & list ráða ríkjum

BRÆÐSLAN

Listræn stjórnun Viktoría Sól Birgisdóttir Ljósmyndun Lára Lind Jakobsdóttir Förðun Svana Ottósdóttir Módel Eyjólfur Júlíus Kristjánsdóttir Tinna Reynisdóttir Sérstakar þakkir Snjólaug Vala Bjarnadóttir

EISTNAFLUG

Faxaból


Stjörnu 20. apríl til 20. maí Í sumar er það garðvinna. Þú þarft jarðtengingu og náttúrubarnið í þér þarf útrás. Blóm í beði og vel klipptir runnar gera meira fyrir þig í sumar en ferð til Tenerife. Þó þú sért heimakær verður einhver þvælingur á þér. Það verður gaman og mikið að gera, en mundu að fara vel með peningana þína. Þú veist það manna best að þeir vaxa ekki á trjánum.

21. maí til 21. júní Sumarið í ár verður eins og konfektkassi fyrir tvíbura, alls konar girnilegar freistingar í boði. Það er tvennt í stöðunni, annað hvort að gúffa öllu í sig í eða taka einn mola í einu og njóta til fulls. Tvíburar verða skemmtilega áberandi þar sem eitthvað verður um að vera en ættu að fara varlega í stríðninni og prakkaraskapnum.

22. júní til 22. júlí Ferðalög og aftur ferðalög, bæði innanlands sem utan. Vinna, kaupa lottó vinna í lottó. Það þarf nefnilega að fjármagna þessi ferðalög. Krabbinn verður með allar klær úti og þetta reddast. Sjálfshjálparbækur af ýmsu tagi verða á náttborðinu og krabbinn gefur sér tíma til að efla og þroska sinn innri mann.

23. júlí til 22. ágúst. Er ekki kominn tími á fótsnyrtingu? Sól, sandur, stuttbuxur og sandalar verða nefnilega málið í sumar. Þú færð undarlega þörf fyrir að læra og prófa eitthvað nýtt og skellir þér á námskeið. Þú klárar líka öll verkefnin sem sátu á hakanum í vetur og það verður nóg að gera. Sólardagar verða samt letidagar.

23. ágúst til 22. september Sumarið er tíminn þinn. Það gýs upp í þér íþróttaálfur og hreyfing og hollt mataræði einkenna sumarið. Meyjurnar fara alla leið í því sem þær taka sér fyrir hendur, þannig að það verður maraþon, crossfit og allur pakkinn. Þú gefur þér samt tíma til að slaka á annað slagið og hlaða batteríin

UMSJÓN: VIKTORÍA SÓL BIRGISDÓTTIR

MYNDSKREYTING: APOLINARIA

21. mars til 19. apríl Hægðu á þér! Það er kominn tími til að lifa og njóta. Þú ættir að ganga á fjöll eða fara í veiði. En kæri hrútur, þú þarft ekki að vera stórtækur! Dagsferð á Grábrók og veiðikort fjölskyldunnar er málið í sumar. Njóttu stunda með þínum nánustu og fáðu útrás fyrir orkuna með því að draga allt liðið í leiki. Vatnsbyssur og vatnsblöðrur koma til með að slá í gegn.

62


uspá

Sumarið 2018

23. september til 23. október Tónleikar, listasöfn, málverkasýningar og aðrar uppákomur verða í deiglunni hjá þér í sumar. Þetta menningarbrölt á hug þinn allan og þú vanrækir vini þína á facebook. Það er því gott að byrja sumarið á því að senda öllum tilvonandi afmælisbörnum kveðju, svona til að tryggja að enginn móðgist. Að öðru leiti verður sumarið bara ljúft og notalegt.

24. október til 21. nóvember Í vetur tókstu engar áhættur og það fór lítið fyrir þér. Þú ákveður að fara út fyrir þægindarammann og notar sumarið til kynnast nýju fólki. Máltækið segir að grasið sé grænna hinu megin við lækinn, en þú þarft auðvitað meira og ferð yfir hafið. London, París, Róm og Riga. Það er bara allt að gerast og þú verður í djammgallanum í allt sumar.

22. nóvember til 21. desember Bogmaðurinn er svo ævintýragjarn að Harry Potter fölnar við hliðina á honum. Hálandaferðir, svifdrekar, teygjustökk og köfun verða málið í sumar. Á milli þess sem ævintýrin gerast verður tími til að taka til í bílskúrnum og á háaloftinu. Slá svo upp einni garðsölu og græða helling. Sumarið verður því endurnærandi og yndislegt.

22. desember til 19. janúar

20. janúar til 18. febrúar Þú ferð á flakk í sumar og þræðir útihátíðir. Það verður púsl en þú átt góða að og svo gúgglarðu rest. Þú kemur þér á óvart í sumar og lest þrjár skáldsögur en engar fræðibækur. Það þýðir ekkert að fá fílukast yfir öllum túristunum sem verða fyrir þér í sumar. Þú skalt heldur blanda geði við þá og gera gott úr þessu öllu saman.

19. febrúar til 20. mars Þó þú sért fiskur verður þú á þurru landi í sumar. Mögulega ferð þú út fyrir landsteinana en þá ferðu í flugvél. Þú færð þörf fyrir að skapa í sumar og verður í vanda með að finna tíma til að koma öllum hugmyndum þínum í framkvæmd. Reyndu að taka eitt fyrir í einu og gera það vel, í stað þess að ætla þér of mikið.

Þetta verður hið fullkomna sumar því þú setur þarfir þínar í forgang. Þú færð útrás fyrir metnaðargirni þína því grillin í Byko verða á tilboði og þú færð þér flottara grill en nágranninn. Þú verður sólarmegin í sumar svo mundu eftir sólgleraugum hvert sem þú ferð. Hjálpsemi er dygð, en réttu ekki fram hjálparhönd nema þú hafir tíma til þess.

63


STUDIO HOLT

Skrifstofa Studio Holt við Laugaveg 25

Júlía og Svanhildur

Í miðbæ Reykjavíkur, nánar tiltekið á Laugarveg 25 er staðsett skapandi stúdíó sem býður upp á alhliða þjónustu varðandi hönnun og markaðssetningu. Það er Studio Holt, sem þær Júlía Runólfsdóttir og Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir standa á bakvið. Júlía og Svanhildur hafa ekki þekkst lengi en samband þeirra nær aftur til 2014, þegar þær komu saman að veftímaritinu Blær. Ég settist niður með þeim á Reykjavík Roasters í Brautarholti. Sá staður er þeim mjög kær því þar unnu þær oft saman áður en þær fengu aðstöðu. Við fórum yfir hugmyndina á bakvið Studio Holt og verkefnavinnu, ásamt því að þær sögðu mér aðeins frá þeirra persónulega bakgrunn.

LJÓSMYNDIR: STUDIO HOLT

Þakklátar fyrir gott traust

UMSJÓN: VIKTORÍA SÓL BIRGISDÓTTIR

Pítsastaðurinn Flatey

Umbrot fyrir Women‘s issue, gefið út af Húrra Reykjavík i desember 2016

64

Eins og áður kom fram unnu þær Júlía og Svanhildur saman að veftímaritinu Blær. Áður hafði Svanhildur unnið að skólatímariti í Verslunarskóla Íslands og Júlía var á fyrsta ári í grafískri hönnun í Listaháskóla Íslands. Það var ekki ráðist í gerð veftímaritsins til að hagnast á því en þær fengu oft spurningar um hvers vegna þær væru að þessu, þar sem ekkert tekjumódel stóð að baki. Tilgangurinn var að skapa, líkt og að semja tónlist, koma hugmyndum í framkvæmd og læra í leiðinni. Þær lærðu heilmikið á þessu, þetta hjálpað þeim að mynda tengsl og kom þeim á framfæri.


Laugavegur 28, 101 Reykjavík

Vorið 2017 útskrifaðist Júlía frá LHÍ og bauðst henni verkefni að hanna matseðil fyrir nýjan veitingastað. Júlía fékk Svanhildi með sér í verkefnið og gekk það vonum framar. Áður en þær vissu af voru þær hálfpartinn með yfirhöndina yfir grafískri hönnun og ímyndunarsköpun á veitingastaðnum. Um er að ræða pítsu staðinn Flatey og eru þær mjög þakklátar eigendum staðarins fyrir það svigrúm og traust sem þeim var gefið. Þetta samstarf var kveikjan að áframhaldandi samvinnu og úr varð Studio Holt.

Segja markaðinn vera að breytast

HAPPY HOUR

Studio Holt er lítið fyrirtæki og eru Júlía og Svanhildur einu starfmenn þess. Fyrir hvert verkefni setja þær saman teymi og telja það mikilvægt að geta sett saman teymi sem hentar hverju verkefni fyrir sig. Nóg er af verkefnum á döfinni og þrátt fyrir að vera smátt og ungt fyrirtæki finna þær ekki endilega fyrir samkeppni frá stærri auglýsingastofum. Þær eru vissulega búnar að skapa sambönd en segja það ekki vera lykilatriði. Þær segja markaðinn vera að breytast og að fyrirtæki séu tilbúin til þess að leita til ólíkra aðila og eru ekki bundin við eina auglýsingastofu. Framtíðin sé að leita til aðila sem henti hverju verkefni fyrir sig.

Alla daga frá 16:00–18:00 Föstudaga & laugardaga 23:00–01:00 Innblástur Miðjarðarhafsins ræður ferðinni á barnum með ferskum, fjölbreytilegum og freistandi kokteilum

Upptekin, verkefni fyrir Húrra Reykjavík

VIKTORÍA SÓL

Pantaðu borð á www.sumac.is


ÚTSKRIFTARNEMAR

Bókband Einar Sveinn Ragnarsson Rebekka Halldórsdóttir Sigrún Sif Þorbergsdóttir Grafísk miðlun Agnar Freyr Stefánsson Anton Örn Kærnested Björk Marie Villacorta David Melsted Jeremi Zyrek Viktoría Sól Birgisdóttir Ljósmyndun Anna María Gramata Aron Sigurðar Atli Freyr Hannesson Bryndís Malana Daniel Þór Ágústsson Elsa María Pétursdóttir Gunnhildur Lind Hansdóttir Hrafndís Maríudóttir Kim Klara Ahlbrecht Sara Andrea Ólafsdóttir Unnur Magna Prentun Ólafur Snorri Ottósson


ÚTSKRIFTARSÝNING 03.03.18 Laugardaginn 3. mars sl. héldu útskriftarnemar Upplýsingatækniskólans sýningu þar sem sýnd voru verk eftir nemendur og afrakstur námsins. Markmið sýningarinnar var að vekja athygli at­ vinnulífsins á verkum nema í bókbandi, grafískri miðlun, ljósmyndun og prentun því nú eru flestir nemendur í þeim sporum að finna sér námssamn­ inga til þess að ljúka sveinsprófi. Á sýningunni mátti sjá ýmis verk þar sem nem­ endur í grafískri miðlun sýndu verk í tengslum við ráðstefnur um umhverfisáhrif, bækur sem unnar eru fyrir prent, ePub og Issuu, ásamt verk­ efnum fyrri anna sem og persónuleg verkefni. Ljósmyndanemar sýndu skólaverkefni sem og

persónuleg verkefni t.d. arkitektúr, portrett, filmuljósmyndun, auglýsingamyndir, landslag og fleira. Frá bókbandi og prentun mátti sjá ýmis bókbands­ og prentverkefni sem nemendur hafa unnið að í vetur og á vettvangi fyrirtækja ásamt úrvali handbundinna og handgylltra bóka. Þetta er í fyrsta sinn, eða svo menn muni, sem útskrifað er úr öllum fjórum iðngreinum, þ.e. bók­ bandi, grafískri miðlun, ljósmyndun og prentun á sama tíma. Í ár útskrifast alls 21 nemandi, þrír í bókbandi, sex í grafískri miðlun, ellefu í ljósmynd­ un og einn í prentun. Hóparnir unnu saman að skipulagi, uppsetningu og markaðssetningu á sýningunni með góðri og faglegri aðstoð kennara.


Námsferðin okkar til Danmerkur Þann 10. mars fóru nemar í grafískri miðlun ásamt Einari bókbandsnema og kennurunum Helgu og Svanhvíti í tveggja vikna námsferð til Danmerkur. Ferðin er styrkt af Erasmus+ verkefninu sem er styrkjaáætlun Evrópusambandsins fyrir mennta-, æskulýðs- og íþróttamál.

og þær brautir sem þeir bjóða upp á. Skoðuð voru hin ýmsu söfn sem dæmi má nefna Design Museum of Denmark, Louisiana Museum of Modern Art, Statens Museum for Kunst og Ragnarock Museum ásamt hönnunarstofunni AM á Njalsgade.

Heimsóttir voru þrír skólar, DMJX (Danmarks Medie- og Journalisthøjskole), KEA (Copenhagen School of Design and Technology) og NEXT. Í skólunum fengum við virkilega góða innsýn í danska menntakerfið ásamt kynningu um skólana

Við viljum þakka Ingibjörgu fyrir alla aðstoðina í sambandi við ferðina, kennurunum Katarina, Lars, Herman og Henrik fyrir hlýlegar móttökur, heilbrigðiskerfinu í Danmörku, Carsten fyrir glæsilegu íbúðina og Helgu og Svanhvíti fyrir samveruna.

73


Viðtal við Juli í skólanum NEXT Interview with Juli, a student in NEXT college

What‘s your name? Juli.

never used Adobe programs so I started from scratch, I had never even opened Photoshop before.

How old are you? I‘m 27.

What is your favorite application? (adobe)

What are you currently studying?

I‘d say it‘s Adobe Illustrator. I drew a lot before I started here and you can do it in Illustrator.

I study media graphics here at NEXT in Copenhagen. What did you study prior to this? I went through gymnasium and then I went to university but it wasn´t for me so i returned to my original plan which was to study this course. Why and how did you choose this course? I have always wanted to do something creative with my education. I chose it is because I have always been drawing a lot. In this course we learn everything from the beginning and I had

74

How do you apply for this school and what are the requirements? The requirements are not so many. When applying, you send in 5 projects you‘ve done. I didnt have any so I just sent in 5 drawings. You also write about what motivates you. You will then be asked for an interview and you‘re supposed to bring 2 products that you think are a good design and a bad design and explain why they are what they are. I brought in a german beer, it was a beautiful design, the bad design was some supermarket food.


What are your interests? Making graphics, drawing, doing ceramics, or going out and meeting friends. What is your current project? Right now we‘re designing a car magazine. We have to make our own brand tagged group. I chose to make a really exclusive magazine so it has to be fancy, we‘ll see if I‘ll succeed with that. Right now I‘m making html coding for the infographic part of the magazine. I would prefer if we could choose our own topic to write about in the magazine because I have no interest in cars at all. It‘s also a really narrow topic so we‘ll most likely see many similar looking magazines.

What do you like about this school the most? I like, like I said before, how we learn everything from beginning and we learn all the technical stuff which is really important. In other schools they expect the students to know all of the technical things beforehand and I‘ve heard that most of the students there don‘t know that much about it. So i think that the best thing about the place is that we learn to use all the programs. It starts with the basics but gets really deep into the detailed things.

75


Viðtöl við Nikolaj í skólanum NEXT Interview with Nikolaj, a student in NEXT college

What is your name? Nikolaj Tchikai Nielsen. How old are you?

can‘t stand for itself so I needed this course to have the full education and to be able to use it. The web integration can‘t be a standalone education.

I‘m 21 years old. What are you currently studying? I‘m studying as a graphic designer. What did you study prior to this? I finished a course called web integration, I‘m not sure if that‘s the correct term for it but it‘s pretty much just web based side of this education and it‘s mostly just making websites. Why and how did you choose this course? I actually chose this because the web integration

76

How do you apply for this school and what are the requirements? The requirements are that you need to have a certain skill level in english, danish and I think that was the only thing. I don‘t think there was any age requirement, you can just apply for it What are your interests? Pretty much just music, videogames and being online.


What is your current project? My current project is to make a car magazine, we need to make a website for it for both computers and mobiles. What is your favorite Adobe application?

What do you like about this school the most? I like how we can get to be creative, I enjoy having different assignments and I like how we‘re given assignments where we can use our creativity and different skills.

Adobe Photoshop.

77


Viðtal við Birki í skólanum KEA

Hvað heitir þú? Ég heiti Birkir Björnsson. Hvað eru gamall? 29 ára.

reyndar ekki stúdent, ég er sorglega nálægt því, ég veit ekki afhverju ég kláraði það aldrei. Hvernig og afhverju var þessi braut fyrir vali?

Ég er að læra „Multimedia Design Communication“ eða margmiðlunarhönnun, held það sé besta orðið yfir það á íslensku.

Einn af mínum bestu vinum útskrifaðist héðan fyrir tæplega 10 árum síðan. Ég hef alltaf verið svona fiktari, kynnti mér öll forrit, hef til dæmis lært á Adobe pakkann sjálfur síðustu ár. Ég hef alltaf haft áhuga á einhverskonar hönnun.

Hvað varstu að læra áður en þú komst hingað?

Hvað er uppáhalds forritið þitt í Adobe pakkanum?

Ég lærði grunn í vélvirkjun og tók svo tækniteiknaranám í Tækniskólanum. Þar fór ég aðeins öðruvísi leiðir heldur en bekkurinn minn, ég lærði meira að teikna vélateikningu heldur en húsateikningar. Ég fór síðan að vinna aðeins við að hanna og teikna varahluti í skip. Áður en það gerðist kláraði ég reyndar bóklegt nám í Menntaskólanum á Egilsstöðum, síðan fór ég í Verkmenntaskólann á Norðfirði og tók hluta af iðnnáminu þar. Ég kláraði

Ætli það sé ekki Premiere Pro, vídeoforritið, mér finnst geggjað að vinna í því.

Hvað ert þú að læra?

78

Hvernig sækir maður um í þennan skóla og hver eru inntökuskilyrðin? Eins og þið heyrðuð áður þá er ég ekki með stúdentspróf. Ég sótti um vetrarinntöku og mér var hafnað einu sinni frá KEA, þá töldu þeir mig ekki eiga hafa mikla enskukunnáttu því ég var ekki


með stúdentspróf. Ég fór þá í TOEFL og hæsta stigið í því prófi er 120 og ég fékk 113. Skilyrðin fyrir prófinu á heimasíðu KEA voru 79 stig þannig að önnina eftir það var mér hleypt inn. Það var alls ekkert erfitt að sækja um. Ég byrjaði þá í janúar 2017. Hvað er þetta langt nám? Tvö ár. Þriðja árið er síðan topup í bachelor. Mér sýnst samt að þeir ætli núna að kenna allt á dönsku. Hvernig er þín dönskukunnátta? Ég bý á kollegi þar sem eru svona 100 Íslendingar þannig að ég hitti eiginlega enga Dani nema ég fari út í búð. Svo tala sumir svo bjagaða ensku þarna inni þannig að mér finnst ég vera að fara aftur á bak í ensku. Ég er þá bara á íslensku allan tímann liggur við. Ég reyni náttúrulega að tala dönsku þegar ég fer í bíó eða út í búð en það hjálpar ekkert þegar hringurinn í kringum þig talar alltaf íslensku.

Hver eru þín áhugamál? Það var myndvinnsla og myndbandavinnsla en núna er það líka orðin kóðun. Líka kvikmyndun og ljósmyndun og svoleiðis. Hvað er þitt verkefni í skólanum eins og er? Núna erum við að fara gera svona campaign, það voru þrjú umræðuefni sem við áttum að velja, það voru global warming, barátta gegn rasisma og fátækt. Við eigum sem sagt að gera 360° myndband til að vekja athygli um hvað það varðar. Við erum líka að læra að setja 360° myndbönd inn í virtual reality og vinna út frá því. Hvað líst þér best á við þennan skóla? Bara hvað menn eru skemmtilegir og hressir hérna. Kennararnir vilja vera eins og sænski töffarinn í Tvíhöfða, reyna að vera vinir þínir.

79


Dagbók bókbindarans Einar Sveinn Ragnarsson Texti og myndir

Útskriftarnemi í bókbandi skrifar um námsferð til Kaupmannahafnar dagana 10.– 25. mars Hugmyndin Undanfarnar tvær annir hafa nemar í sérnámi frá Upplýsingatækniskólanum farið til Danmerkur í ferð til að kynna sér skóla þar og möguleika á áframhaldandi námi. Þessar ferðir hafa þó einskorðast við nema í grafískri miðlun og ákváðum við prent- og bókbandsnemar því að skoða möguleikann á því að reyna að fara með þeim og víkka sjóndeildarhringinn. Það var vel tekið í það og þar sem að hópur útskriftanema í grafískri miðlun var í minni kantinum þessa önnina þá varð úr að við fjögur myndum slást í hópinn og fara með til Kaupmannahafnar. Ferðin er styrkt af Erasmus+ sem er styrkja áætlun ESB fyrir mennta-æskulýðs- og íþróttamál en eftir því sem nær dró þá fækkaði svo í hópnum mínum að á endanum varð ég sá eini úr hóp prent- og bókbandsnema sem fór í ferðina ásamt upprunalega hópnum af nemum í grafískri miðlun. Það er ekki á hverjum degi þar sem að

80

maður fær „fría“ ferð erlendis og því vildi ég ekki hætta við, það er ákvörðun sem ég sé sko ekki eftir, eftir stutta fundi og nokkra tölvupósta þá varð svo ferðin að veruleika. Ævintýrið hefst Þann 10. mars var ákveðið að hittast um klukkan 11 í Leifsstöð. 7 nemar, 6 í grafískri miðlun og 1 í bókbandi ásamt 2 kennurum hittust á Joe and the juice yfir kaffi áður en farið var í að innrita sig og farangurinn. Við mættum snemma til að eiga tíma fyrir flugið sem átti að vera kl. 14:15. Sá tími varð aðeins lengri en við höfðum gert ráð fyrir. Fljótlega fengum við tilkynningu um að fluginu hafði verið frestað til 19:45 og við tók biðin. Ég eyddi henni aðallega í að kynnast strákunum betur en ég hafði lítið spjallað við þá að ráði nema í kringum útskriftarsýninguna. Við vorum búin að setja okkur í samband við


leigusalana okkar þarna úti vegna seinkunarinnar en þar sem að ég kom örlítið seinna inn í hópinn þá var ég ekki í sömu íbúð og krakkarnir og leigði því stúdíóíbúð í vestur Amager sem er hverfi aðeins sunnan við miðbæinn þar sem þau gistu. Ég hitti leigusalann minn, Nicolai og hann fór með mér inn og upp á 13. Hæð þar sem að íbúðin er. Hann sagði mér að það stæði til að rífa húsið og ég skil það eiginlega alveg. Húsið er gamalt og allt útkrotað. Gangurinn uppi á 13. Hæð lyktar rosalega og lítur út eins og eitthvað sem ætti heima í hryllingsmynd. Íbúðin hjá Nicolai hins vegar er bara nokkuð snotur. Gömul reyndar en hrein og allt til alls þar. Nicolai tjáði mér að ég mætti ganga í allt eins og ég vildi og hann hafði skilið eftir á eldhúsborðinu danskt nammi og kex handa mér. Einnig hafði hann skrifað lista um allt í íbúðinni og útlistað hvar hvað væri að finna sem og kort af nánasta umhverfi þar sem hann hafði merkt inn tvo stórmarkaði fyrir mig. Kaffi með lókalnum Þar sem við komum á laugardegi þá var frídagur og engin dagskrá daginn eftir. Ég ákvað því að taka orð Helgu kennara á þetta og stilla ekki vekjara-

klukku og svaf fram eftir. Svo var bara að gera sig klárann, taka strætó niður í miðbæ og finna liðið. Þegar ég var kominn niður á Rådhusplads fann ég mér Starbucks og fékk mér kaffi og morgunmat. Þar naut ég þess að sitja með lókalnum og hlusta á þau og þó svo að ég hafi ekki lært mikla dönsku á mínum námsferli þá skildi ég 5 –10 hvert orð og það var gaman að ná samhengi. Eftir kaffið hafði ég samband við krakkana og voru þau í verslunarmiðstöð sem var aðeins lengra frá mér. Þökk sé Google maps þá sá ég þau voru aðeins kílómeter í burtu frá mér. Þannig að ég tók næstu götu í áttina að þeim. Gatan var Strikið hið margfræga og naut ég því göngunnar og tók myndir á leiðinni og dúllaði mér. Þau voru í Magasin mollinu og eftir að hafa skoðað tvær hæðir þá gekk ég fram á Anton og Agnar þar sem að þeir voru orðnir þreyttir á því að skoða föt með Björk og Viktoríu. Við ákváðum því að rölta aftur niður Strikið, finna okkur kaffihús og setjast niður. Eftir smá skoðun þá var ákvörðun tekin um Mamas Bar þar sem að við settumst niður undir teppi við hliðina á arni og gaslömpum, fengum okkur hressingu og ræddum lífið og tilveruna. Ekki leið á löngu áður en allir í hópnum

81


voru búnir að þefa okkur uppi og sátum við þarna í kósý spjalli fram eftir degi. Generator Svanhvít og Helga stungu svo upp á því að fara á Generator, hostel sem þær þekktu úr síðustu ferð og var það samþykkt einróma. Ég tók eftir því að þetta var sami staður og ég hafði verið að skoða þegar ég var að leita af gistingu og eftir að þær lýstu vistarverum þarna þá sá ég pínu eftir að hafa ekki pantað mér herbergi þarna. Hostel með bar, veitingastað og afþreyingu eins og hugurinn girnist eins og pool, shuffleboards og fleira. En það þýðir ekki að gráta það. Ég er með fína íbúð og verð þar. Styrkurinn verður bara að ná yfir leigubílakostnað. NEXT Daginn eftir vaknaði ég snemma til að vera tímanlega á staðnum í NEXT tækniskólanum. Lestarstöðin var aðeins 5 mínútur frá íbúðinni. Lestarkerfið í Kaupmannahöfn er furðulega auð-

82

velt notkunar og lestin stoppaði nánast upp við skólann. Við fórum beint í tíma og sátum fyrirlestur á dönsku um tákn og skýringarmyndir. Það kom mér á óvart hvað ég skildi lítið en þar sem að þetta er svo sem ekki mitt sérfag þá er það skiljanlegt. Þetta er eins og áður að þó maður hafi lært tungumálið í nokkur ár og skilur að mestu skrifað mál þá nær maður ekki nema ca. 8. hverju orði sem orsakar það að ég átti í erfiðleikum með að skilja fyrirlesturinn og verkefnið í kjölfarið. Sem betur fer var þetta hópavinna og var okkur skipt niður á borð með nemendum sem öll töluðu mjög góða ensku. Þar á eftir fóru þau svo í að vinna verkefni og okkur var boðið að vera með. Ég var í hóp með Anton og David og þrátt fyrir að þetta sé ekki mitt fag þá reyndi ég að vera með og koma með ábendingar um það hvernig ég sá þetta fyrir mér. Þeim leist vel á hugmyndirnar mínar og á endanum varð úr fínt samvinnu verkefni þar sem að margar hugmyndir sameinast á flottan hátt. Áður en að tímanum lauk var farið með okkur


í skoðunarferð um skólann þar sem að við fengum að kynnast verkefnum sem nemendur eru að vinna og þeirri kennslu sem fer þarna fram. Alveg er það merkilegt að þó að þetta sé í rauninni alveg eins skóli og Tækniskólinn hvað það er samt ólíkt um að lítast þarna. Ekkert veggjakrot á klósettunum og nemendur ekki á rápi né heldur í símum eða á FB. Kennarinn fær óskipta athygli. Ég held að íslenskir krakkar þurfi að læra smá aga. Að kennslu lokinni skiptist hópurinn í tvennt og planið var að hittast öll aftur síðar um daginn. Við Viktoría fórum saman á kaffihús og fengum okkur kaffi og hittum svo krakkana sem voru komin á kaf í verslunarleiðangur. Helga kennari átti afmæli og því var ákveðið að fara saman út að borða á stað að hennar vali. Helga valdi Mama Rosa þar sem við hittumst öll og áttum saman gott kvöld með ofeldaðri steik og smá þrefi við þjóninn um reikninginn áður en haldið var heim. Það var ákveðið að allir yrðu mættir snemma fyrir seinni daginn í NEXT þar sem að við vorum nokkrum mínútum of sein í gær. Ég tók lest eins og áður og var mættur rétt áður en tíminn byrjaði og þá fóru skilaboðin að berast. Allir voru fastir sökum þess að leigubílar voru ekki að láta sjá sig. Ég spjallaði við Lars kennara og tjáði honum um hvernig ástandið var. Hann tók þessu bara vel og byrjaði tímann. Námið þeirra þarna í NEXT er aðeins öðruvísi háttað en heima hjá okkur. Nemarnir eru til skiptis í skólanum og í fyrirtækjum að læra og fá því fjölbreytta kennslu ásamt því að kynnast vinnumarkaðinum sem fyrst. Í byrjun tímans var það ung stúlka sem hafði verið í starfsnámi hjá dagblaði sem hélt pistil og sýndi og sagði frá hvað hún hefði verið að gera og hvað hún hefði lært. Virkilega áhugavert og gaman að sjá hvað er mikið lagt upp úr starfsnáminu í tengslum við skólann. Að því loknu hélt Lars fyrirlestur um forritun og hvernig það væri hægt að láta grafík sem nemar gerðu hreyfast, birtast og renna til á vefsíðum með því að samræma HTML, CSS og Jquery eða Javascript. Þetta fannst mér mjög svo skemmtilegur og áhugaverður fyrirlestur þar sem að mitt áhugasvið hefur verið á vefforritun. Eftir því sem leið á þá fór mitt fólk að tínast á

svæðið og unnið var að verkefninu frá í gær og það notað til að gera vefsíðu eins og Lars var að sýna. Lars kom til okkar og við spjölluðum lengi vel við hann um nám við skólann og umhverfi hans og bárum saman NEXT og Tækniskólann heima. Eftir skóla löbbuðum við öll saman í bæinn en svo skiptist hópurinn. Við Helga, Svanhvít og Anton settumst niður á veitingastað og fengum okkur nachos og drykk. Fólk fer gjarnan í litlum hópum hvort sem það er til að versla eða bara að skoða sig um. Svanhvít fór svo í verslunarleiðangur fyrir barnabörnin enda í landi Lego en við Helga og Anton sátum lengur og spjölluðum. Það var svo ákveðið í framhaldi að rölta á hótelið þeirra, ná í Svanhvíti og fara út að borða. Við fórum bara 4 í þetta skiptið þar sem að hin höfðu farið heim í slökun og mat. Pizzur voru ákvörðun kvöldsins og við römbuðum inn á ítalskan veitingastað þar sem ég smakkaði eitthvað alveg nýtt. Pizza carbonara með beikoni og eggjum. Hrikalega góð. Ég hefði senni lega aldrei pantað mér svona heima en ef það er ekki tíminn til að smakka og prófa nýja hluti þegar maður er erlendis, hvenær þá?

83


Óvænt uppákoma

KEA

Við áttum að fara í DMJX skólann næsta dag en Björk lenti í slysi kvöldið áður (það er sem betur fer í lagi með hana) og fékk stóran skurð á sköflunginn og þar sem að hún var flutt á sjúkrahús og kennararnir með var ákveðið að fresta heimsókn dagsins um viku. Við fengum því skilaboð um það og gátum sofið út. Eftir tvo kaffi ákvað ég að koma mér út úr húsi og hitta krakkana. Þegar ég kom þangað þá voru bæði Helga og Svanhvít á svæðinu þannig að það var haldinn fundur um slysið, frestunina á heimsókninni og næstu daga. Þar sem að ég er aðeins eldri en hinir krakkarnir þá var ég svona sitt á hvað með nemendunum og kennurunum. Í eftirmiðdaginn ákváðu ég og kennararnir að fara og fá okkur aðeins að borða og svo elduðu krakkarnir heima í íbúð hjá þeim og mér var boðið að vera með, sem ég þáði að sjálfsögðu. Eftir matinn ákváðum við strákarnir að rölta á Strom. Það var mikið rætt og skrafað um lífið og tilveruna og það var virkilega gaman að Agnar var með en ég hafði ekki fengið jafn mikil tækifæri til að kynnast honum og hinum.

Daginn þar eftir vaknaði ég óhemju snemma þar sem að ég þurfti að taka strætó kl. 07:03 til að ná í KEA fyrir 08:00 enda óvenju langt ferðalag fyrir höndum skv. Google maps. KEA skólinn er hrikalega flottur skóli og námið sem er þar í boði er virkilega forvitnilegt. Við fengum mjög góða kynningu á náminu og fengum að skoða skólann sem er allur nýtískulegur og flottur. Meðal annars fengum við að sitja smá stund á fyrirlestri í tíma um það hvernig er hægt að setja sig inn í mismunandi menningarhópa. KEA er framúrstefnulegur skóli og er meðal annars þarna rými þar sem að hægt er að prófa hinar ýmsu nýjungar á markaði eins og dróna og Virtual Reality. Alveg magnað. Að lokinni kynningunni þá fórum við aftur í miðbæinn og ég, Agnar og Viktoría röltum saman að bókakaffi sem Viktoría vissi um. Að loknum hádegismatnum þá fórum við í sitthverja áttina. Ég ákvað að fara í labbitúr og skoða mig um á meðan hin fóru að versla eða heim. Fór yfir síkið og í áttina að Christiansborg Slot og skoðaði margar fallegar byggingar. Ég mundi ekki eftir því hvað Kaupmannahöfn er falleg. Ég ákvað að ganga í gegnum Alþingisgarðinn (Cristianb. Slot) og skoða. Þaðan gekk ég þröngar, fallegar götur niður á Ráðhústorg og með fram Tivoli þar til ég fann strætóstöð. Ég ákvað að halda heim og hvíla mig enda var planið að hitta Íslendinga á Generator um kvöldið kl. 19:00. Það var náttúrulega búið að ganga svo vel hjá mér að taka strætó að það hlaut að koma að því að ég gerði vitleysu. Ég mis las á vagninn og tók því vitlausan strætó og ferðaðist töluvert í s-vestur áður en ég tók eftir því. Við tók labb til að finna réttan strætó með misheppnuðum árangri. Ég gekk inn vitlausa götu fyrst og varð að fara hana alla til baka til að finn rétta strætóstöð. Hún fannst þó og ég komst til þeirra á Generator þó að ég væri ca. 45 mín. seinna á ferð en ég ætlaði mér að vera. Þetta var seinasta kvöldið þeirra Helgu og Svanhvítar þannig að það voru allir mættir og mikið rætt og skrafað. Við vorum svo kennaralaus seinni vikuna.

84


Nýr farskjóti Í seinni vikunni ákvað ég að leigja mér reiðhjól og nýtti ég það mikið. Kaupmannahöfn er náttúrulega nánast flöt og því mjög auðvelt að komast um. Svo eru hjólastígar út um allt og Danir mjög duglegir að fara eftir umferðarreglum. Ég sá ekki Íslendinga alveg fyrir mér stoppa í röð á hjólum á rauðu ljósi eins og reglurnar eru þarna úti. Veðrið var gott nánast allan tímann sem við vorum þarna úti og þrátt fyrir kalda daga þá lét sólin sjá sig inn á milli sem gerði þetta mjög bærilegt þannig að það var fínt að nota hjólið og skoða sig um. Áframhaldandi kynningar Við fórum á fund hjá AM hönnunarstofunni og fengum þar alveg prýðilegan fyrirlestur um upphaf og starfsemi fyrirtækisins. Þetta er lítil hönnunarstofa sem hefur náð merkilegum árangri á stuttum tíma en stofan er aðeins 5 ára gömul. Að fundinum loknum var tekin ákvörðun um að labba í áttina að Svarta demantinum sem er landsbókasafn þeirra Dana og var ég að vonast til að gömlu skinnhandritin væru þar til sýnis. Því miður var svo ekki og aðeins sýning á bréfum frá börnum víðs vegar um heiminn sem höfðu skrifað safninu. Við settumst því á kaffihúsið og snæddum aðeins áður en við fórum á ljósmyndasýningu í húsinu sem var með bestu fréttaljósmyndum Dana ársins 2017. Hún var alveg mögnuð og það var auðséð að við sem höfum flest ef ekki öll tekið grunn að ljósmyndun í Tækniskólanum kunnum að meta þessi listaverk vel. Að lokinni heimsókn í Svarta demantinn þá löbbuðum við í miðbæinn og fengum okkur að borða. Að því loknu skildu leiðir og við fórum í sitthverja áttina. Ég ákvað að fara í Skindhuset sem selur alls kyns skinn og er því nátengt mínu fagi. Ég eyddi dágóðum tíma í að skoða og þreifa á skinnum af öllum tegundum. Þarna má finna skinn sem við sjáum heima eins og kindur, kýr og kanínur og að sjálfsögðu af geitum sem er hvað mest notað og eru bestu skinnin en einnig öðruvísi skinn s.s. af slöngum, eðlum eða krókódílum og strútsfótum svo að eitthvað sé nefnt. Þarna voru líka roð en ég var nú ekki mjög hrifinn af vinnslunni á þeim.

Ég var þó að vonast eftir því að finna ákveðið rexín en þar sem að Skindhuset selur ekki gerviefni þá var eitthvað lítið að finna af því. Að þessu loknu ákvað ég að gera leit að Colibri bókbandsverkstæðinu sem ég fann en það var lokað. Ég reyndi í aftur í tvígang að fara þangað en alltaf var lokað. Ég hef sennilega bara verið óheppinn með tímasetningu. Fleiri skoðunarferðir Næstu daga var ýmislegt skoðað og má til að mynda nefna danska hönnunarsafnið, Fredriks kirke, Hviids vinstue sem hefur haldið upprunalegu útliti sínu frá því fyrir tíma Jónasar Hallgrímssonar, Amalienborg og garðinn þar fyrir neðan, Litlu hafmeyjuna og labb um kastalagarðinn sem er við hana. Einnig fórum við í Lousiana safnið þar sem að við skoðuðum hina ýmsu hönnun og verk eftir meistara eins og Picasso og Jackson Pollock. Og svo margt, margt fleira.

85


Það skal tekið fram að við vorum ekki öll saman öllum stundum og oft tvístraðist hópurinn í tvennt eða fleiri litla hópa hvort sem að fólk fór í skoðunarferðir um garða, kirkjur, dýragarðinn eðbara um litlu göturnar í miðbæ Kaupmannahafnar. Einnig fórum við í DMJX skólann þar sem við fræddumst um hvernig námi er háttað þar, hvernig sækja skal um og hvernig umsóknarferlið fer fram. Mjög áhugaverður skóli en því miður fer námið eingöngu framm á dönsku og því fór ég að hugsa um næstu nemendur sem fara í svona ferð. Kannski væri rétt að bæta við heimsóknum í tungumálaskóla til að sýna fram á möguleika nemenda til að ná tökum á tungumálinu áður en hið eiginlega framhaldsnám hefst. Einnig var bæði í KEA og DMJX skólunum lögð mikil áhersla á gagnvirka, stafræna miðlun í stað grafískrar miðlunar þannig að námið er kannski ekki beint framhald heldur mögulega frekar viðbót. Fyrir vikið spáði ég í það hvort að það væri ekki sniðugt fyrir næstu nema að fara til dæmis í eina heimsókn í almennan háskóla ásamt hinum heimsóknunum þó það væri ekki nema til þess að víkka sjóndeildarhringinn og meta þá möguleika sem eru í boði í annars þessari mögnuðu borg, Kaupmannahöfn.

86

Horft til baka Þegar ég horfi til baka þá var ferðin í heild sinni alveg frábær. Ég lærði heilan helling, tel mig hafa eignast eðal kunningja fyrir lífstíð í samnemendum mínum og ég myndi klárlega hvetja alla nemendur Tækniskólans til að fara ef kostur er á. Að hika er sama og að tapa. Dagurinn í gær er minning, dagurinn á morgun er draumur en dagurinn í dag er lífið sjálft. Við tökum öll grunnnámið og kynnumst öll öllum þáttum margmiðlunar að einhverju leiti og því þarf enginn að óttast að hann skilji ekki hvað um er rætt, hvort sem verið er að kynnast grafískri miðlun, kóðun og vefforritun eða gamaldags handbókbandi eða hæðaprenti. Höfum það hugfast að menntun er máttur. -Einar Sveinn Ragnarsson


87


88


89


TAKK FYRIR OKKUR! Nokkrum vikum síðar, klukkustundum, mínútum, ritgerðaskrifum, hóruungum, blóði, svita og tárum er þetta tímarit loksins tilbúið. Askur væri ekki til ef við hefðum ekki fengið alla þá aðstoð og stuðning frá kennurunum okkar og frá þeim sem hafa stutt okkur og staðið þétt við bakið á okkur. Við erum ótrúlega þakklát fyrir alla þá aðstoð sem við fengum við vinnslu þessa tímarits ásamt allri þeirri aðstoð sem við fengum við gerð og uppsetningu útskriftarsýningar Upplýsingatækniskólans. Því viljum við tileinka þessari síðu þeim sem hafa stutt við bakið á okkur í gegnum súrt og sætt. Við viljum fyrst og fremst byrja á því að þakka kennurunum okkar fyrir það að hafa sýnt okkur mikla þolinmæði og ómetanlegan stuðning síðustu misseri. Takk Helga, Svanhvít, Bjargey, Brynhildur, Hildur, Jón Sandholt og Sófus. Það verður erfitt að kveðja ykkur en þið munuð ávallt eiga stóran part í líf okkar allra og eigið þið allt okkar þakklæti skilið. Unnur Magna fær sérstakar þakkir fyrir myndatöku af okkur fyrir útskriftarsýninguna og í þetta blað. Henni og Kristínu Þóru ljósmyndakennara viljum við þakka fyrir myndir af útskriftarsýningu Upplýsingatækniskólans. Um miðjan mars fór bekkurinn ásamt Einari bókbandsnema og kennurum í námsferð til Danmerkur sem heppnaðist mjög vel. En sú ferð var styrkt af verkefninu Erasmus+. Við viljum þakka Ingibjörgu Rögnvaldsdóttur fyrir alla þá að-

stoð sem hún veitti okkur í sambandi við ferðina. Einnig viljum við þakka Katarina Thieden og Lars Grønvad – NEXT, Herman Bailey – KEA, Henrik Birkvig – DMJX og hönnunarstofunni AM fyrir frábærar og hlýjar móttökur. Einnig þökkum við þeim fyrirtækjum sem tóku á móti okkur í starfskynningu í vor: Ikea, Prentmet og Morgunblaðið. Sérstakar þakkir fá styrktaraðilar útskriftarsýningar sem styrktu okkur með veglegum veitingum: Mjólkursamsalan, Nemendafélag Tækniskól­ ans, Brauð & Co, Nathan & Olsen, Dominos, Myllan, Krispy Kreme, GHS flutningar, 10/11, Geirabakarí, Sambó og Upplýsingatækniskól­ inn. Að lokum viljum við þakka Grafíu, Iðunni og Upplýsingatækniskólanum fyrir að styrkja útgáfu tímaritsins Asks með keyptum auglýsingum í tímaritið. Við viljum líka þakka prentnemanum Ólafi Ottó og prentsmiðjunni Litlaprent fyrir frágang blaðsins.

Takk kærlega fyrir okkur! Agnar Freyr Stefánsson Anton Örn Kærnested Björk Marie Villacorta Davíð Melsted Jeremi Zyrek Viktoría Sól Birgisdóttir


Ný tækni – nýjir tímar Upplýsingatækniskólinn býður upp á nám sem tekur mið af nýjum tímum og nýrri tækni.

Bókband Grafísk miðlun K2 Stúdentaleið Ljósmyndun Prentiðn Tölvubraut tskoli.is

Þú finnur okkur á samfélagsmiðlum

tskolinn

VIKTORÍA SÓL

tskoli.is

Skólavörðuholti, 101 Reykjavík Sími 514 9000 Netfang: tskoli@tskoli.is Veffang: www.tskoli.is


NÝTTU ÞÉR STYRK OKKAR! ÞJÓNUSTA SEM VIÐ BJÓÐUM UPP Á:

Kynntu þér málið á grafia.is

Stórhöfða 31, 3. hæð, 110 Reykjavík 552 8755 grafia@grafia.is grafia.is

Stéttarfélag í prentog miðlunargreinum

GRAFÍA

BJÖRK MARIE

KJARAMÁL × SJÚKRASJÓÐUR × FRÆÐSLUSJÓÐUR × ENDURMENNTUN × ORLOFSSJÓÐUR ×

Askur vor 2018  

Tímaritið Askur er lokaverkefni nemenda í grafískri miðlun.

Askur vor 2018  

Tímaritið Askur er lokaverkefni nemenda í grafískri miðlun.