Samantekt um útskriftarsýningu Hársnyrtideildar Tækniskólans á haustönn 2017.
Nokkuð skemmtileg tilviljun að það séu 19 nemendur að útskrifast á 19. sýningunni.
Að koma upp svona sýningu er stórt og krefjandi verkefni sem ekki tækist nema með samstilltu átaki kennara og nemenda Hársnyrtideildar Handverksskólans. Þessi sýning var að öllum öðrum ólöstuðum lang stærsta og umfangsmesta sýningin fram að þessu. Ástæðan er auðvitað sú að aldrei fyrr hafa svona margir nemendur stefnt á útskrift á sömu önn.
Það eru mikil forréttindi að fá að vera hluti af útskriftarsýningunni og mér gleðiefni að geta deilt þessum viðburði með ykkur í fyrsta sinn í rafrænu tímariti skólans.
Með þakklæti Hrönn Traustadóttir kennari