2 minute read

Úr fjósagryfjunni í fræðaheiminn

Höfundur: Jóna Ástudóttir

Árið er 2015, senn fer að hausta. Á meðan laufblöðin svífa hægt til jarðar, viðbúin frosthörku vetrarins, breyttist líf tuga barna á eyjunni litlu í norðri. ,,Umsókn þín í stjórnmálafræðideild HÍ hefur verið samþykkt.” Full af eftirvæntingu og draumum um bjarta framtíð bjuggust þau til skólagöngu þetta haust. Stúlka ein austan úr sveit með fornafnið Jóna kennd við móður sína Ástu var ein af þessum krílum og verður hennar saga sögð hér. Nágrannarnir, póstkonan, sundlaugarvörðurinn og kallinn í búðinni ásamt öllum öðrum í sveitinni kepptust við að spyrja hvað stúlkan ætlaði sér að verða þegar hún yrði stór. Þegar svarið leit dagsins ljós urðu viðbrögðin þurr og einsleit. ,,Svo þú ætlar á þing?” ,,Er nokkur vinna í því?” ,,Hví ferðu ekki í lögfræði, nú eða hjúkrunarfræði?” “Ég sem hélt að þú yrðir eitthvað” “Þú sem varst svo efnileg” “Hvað sem gerir þig hamingjusama”. Eftirvæntingin varð skyndilega að efasemdum í huga hennar. Hin barnslega einfeldni þessarar ungu stúlku gufaði upp þegar erlendur túristi frá kurteisu landi sagði við hana: “At least you are doing something.” Yfir sumarið náði þessi eymdarlegi snjóbolti túristans að verða að tignarlegum snjókarli sem stefndi án nokkurs vafa í höfuð borgina stóru í stjórnmálafræði. Stúlkan með ljósu lokkanna skóf undan nöglunum og skipti um sokka fyrir fyrstu vikuna í háskólanámi í virðulegri kima landsins. ,,Á ég að mæta í bláu? Grænu? Rauðu? Með sjóræningahatt?” Röndótt varð fyrir valinu í þetta skipti hjá stúlkunni.

Advertisement

Í fyrstu virðast háskólabyggingarnar vera gríðarstórar og svo ótalmargar að stúlkan á í erfiðleikum með að rata á rétta staði. Nýtir hún sér því þráðlausu ADSLtengingu borgarinnar og tengist staðsetningarforriti í snjallsímanum. Áttavitinn verður bara notaður í næstu leitum, en núna þarf að finna Odda. Eins og gatslitin lopapeysa í Karen Millen í Kringlunni er hún skyndilega stödd í frægðarhöll Odda. Í stofu 201 er hún umkringd stjörnu prýddu liði. Spurningar um háskólann streyma um huga stúlkunnar: – Hver er félagslega samþykktur skrefafjöldi í Stúlkan með ljósu lokk hringstiganum anna skóf undan á Háskólatorgi? nöglunum og skipti um – Ef ég fæ mér kaffi í Bóksölunni er ég þá bóhem? sokka fyrir fyrstu vikuna í háskólanámi í virðulegri kima – Er meira kúl að glósa á tölvu en á gamaldags pappírssnifsi? landsins. ,,Á ég að mæta í bláu? Grænu? Rauðu? – Heyrir sessunautur minn hvað ég hugsa? Með sjóræningahatt?” Spurningarnar eru margar og óskiljanlegar en stúlkan er fullviss að komandi reynsla muni án efa færa henni svörin. Stúlkan úr fjósagryfjunni er ekki lengur hluti af sauðsvörtum almúganum. Hún er orðin hluti af einhverju miklu stærra og flottara; fræðaheiminum, rjómanum af þjóðfélaginu. Hún er háskólaborgari.

This article is from: