3 minute read

Ertu þá farin(n)?

Við fengum nokkra stjórnmálafræðinema sem útskrifast á næstunni til þess að svara nokkrum laufléttum spurningum. Við óskum þeim góðs gengis í framhaldinu. Pétur Andri Dam

Uppáhaldsfagið þitt á háskólagöngunni? Stjórnmálaheimspeki.

Advertisement

Besta minning frá háskólanum?

Vísindaferðirnar, lokaprófs lærdómssessionin í góðra vina hópi og stjórn-hag dagarnir.

Næsta skref eftir útskrift? Ég stefni á að fara í meistaranám erlendis.

Draumastarfið væri? Að kenna við háskóla.

Hvern viltu sjá sem næsta forseta

Íslands? Jón Steinsson hagfræðing eða Andra Snæ Magnason.

Hvað færðu þér á Stúdenta-

kjallaranum? Bröns.

Skemmtilegasta vísindaferðin?

Ölgerðin.

Júlía Skúladóttir

Uppáhaldsfagið þitt á háskóla-

göngunni? Valnámskeið sem ég tók í Hagnýttri siðfræði síðasta haust.

Besta minning frá háskólanum?

Án efa námsferðin til Bandaríkjanna vorið 2015! Næsta skref eftir útskrift? Ég ætla að byrja á því að vinna út sumarið og svo er aldrei að vita hvert ævintýrin leiða mann.

Draumastarfið væri? Ég á mér svo mörg draumastörf og eitt af þeim er að vinna í tengslum við alþjóðamál.

Af hverju ætti fólk að velja

stjórnmálafræði? Af því að námið í stjórnmálafræði er mjög áhugavert og skemmtilegt. Fjölbreytnin er mikil sem ég tel skipta miklu máli. Einnig er félagslífið innan stjórnmálafræðinnar mjög virkt og skemmtilegt sem er nauðsynlegt í gegnum námið.

Hvern viltu sjá sem næsta forseta

Íslands? Þegar stórt er spurt....

Hannes Hólmsteinn er: Skemmtilegur fyrirlesari.

Jón Stefán Hannesson

Næsta skref eftir útskrift?

Stefnan sett á atvinnumarkaðinn eins og stendur, mögulega að taka meiraprófið... hef heyrt að ráðherrabílstjórar séu nánast á ráðherralaunum.

Draumastarfið væri? Vel borgað með góðum fríum... samt ekki þingmaður.... mögulega ráðherrabílstjóri.

Af hverju ætti fólk að velja

stjórnmálafræði? Til þess að finna sig, til þess að skilja umhverfið sem við þrífumst í og til þess að fara í nýja vísindaferð á hverjum föstudegi.

Hvern viltu sjá sem næsta forseta

Íslands? Alla vega ekki hvítan forréttindapésa. Helst einhvern sem tilheyrir minnihlutahóp og er vegan.

Hvað færðu þér á Stúdenta-

kjallaranum? Ódýran bjór, biðin eftir matnum er yfirleitt svo löng að ég gleymi því að ég hafi komið þangað til að snæða.

Hannes Hólmsteinn er: besti fyrirlesari deildarinnar, mannvinur og húmoristi.

Skemmtilegasta vísindaferðin?

Í Heimssýn að ræða við JBH og fleiri óvini ESB.

Álfrún Perla Baldursdóttir

Uppáhaldsfagið þitt á háskóla-

göngunni? Utanríkisstefna: Mótun, framkvæmd, mat er uppáhalds áfanginn minn þessa stundina. Áfanginn er mjög vel skipulagður og í hverjum tíma er farið yfir eitt atvik úr sögunni til að útskýra betur fræðilega hlutann.

Við fórum til dæmis yfir þá ákvörðun Bandaríkjanna að ráðast inn í Írak og svo seinna fórum við yfir ákvörðun Breta að styðja þá innrás. Mér finnst lang áhugaverðast þegar kennarar ná að tengja efnið við atburði sem hafa átt sér stað og atburði sem eru að eiga sér stað.

Besta minning frá háskólanum?

Bestu minningarnar eru úr Bandaríkjaferðinni, Brusselferðinni og frá árshátíðinni. Svo hef ég lúmst góðar minningar frá því að sitja langt fram á kvöld með góðum vinum með kertaljós og kaffibolla í hönd að læra fyrir próf.

Næsta skref eftir útskrift? Vonandi meistaranám, ef ég kemst inn í þá skóla sem ég hef sótt um... krossið fingurnar fyrir mig.

Draumastarfið væri? Ég er ekki með augastað á einu góðu og áhugaverðu starfi. Mig langar ekki í akademíuna, held ég. Minn helsti vandi er að mér finnst allt svo spennandi en mig langar að vinna í fjölbreyttu starfi og reyna að vinna að því að gera heiminn að betri stað (já, já, ég henti bara í gömlu góðu klisjuna).

Af hverju ætti fólk að velja

stjórnmálafræði? Því að námið er mjög fjölbreytt og fjallar um málefni sem skipta okkur öll máli. Það sem við lærum er eitthvað sem allir ættu að velta fyrir sér, námið er mjög áhugavert og nær bæði að auðvelda og flækja sýn manns á heiminn.

Hvern viltu sjá sem næsta forseta

Íslands? Úff, ég veit það ekki... má ég segja Vigdísi Finnbogadóttur aftur?

Skemmtilegasta vísindaferðin?

Ég ætla að fá að svindla og segja að “vísindaferðin” í íslenska sendiráðið í Washington hafi slegið öll met. Klárlega á topp tíu skemmtilegustu viðburðum sem ég hef farið á. Það er ekki hægt að toppa það að syngja hástöfum Á Sprengisandi með Geir H. Haarde og öðrum rúllandi stjórnmálafræðinemum.

This article is from: