7 minute read

Íslamska Ríkið – Viðtal við Magnús Bernharðsson

Íslamska ríkið

– Viðtal við Magnús Bernharðsson

Advertisement

Magnús Bernharðsson útskrifaðist með gráðu í stjórnmálafræði og guðfræði frá Háskóla Íslands árið 1990. Árið 1992 lauk hann meistaragráðu í guðfræði við Yale háskóla í Bandaríkjunum. Því næst eyddi hann ári í Sýrlandi þar sem hann lærði arabísku áður en hann sneri aftur til Yale háskóla og lauk þar doktorsnámi í sögu Mið-Austurlanda árið 1999. Í dag starfar hann sem prófessor við Williams háskóla í Bandaríkjunum og kennir áfangann Mið-Austurlönd: Trúarbrögð, stjórnmál, og saga sem gestaprófessor við Háskóla Íslands. Hann sérhæfir sig í sögu Mið-Austurlanda, einkum stjórnmála og menningarsögu Írak. Ég leitaði til hans í von um að fræðast meira um ISIS (DAESH).

Viðtal: Eiríkur Haraldsson

Hvaðan kemur ISIS? ISIS er afsprengi ýmissa atburða og þróunar í Mið-Austurlöndum. Í fyrsta lagi má segja að síðustu tuttugu til þrjátíu árin hafi verið heilmikil valdabarátta í Mið-Austurlöndum þar sem margs konar aðilar hafa viljað endurskilgreina upp á nýtt hvers konar ríki þeir eiga að hafa á sínum slóðum. En svona nánar tiltekið þá eru ISIS liðarnir margir fyrrverandi hermenn íraska hersins og fengu þjálfun sína þar. Þetta eru þar af leiðandi Írakar sem voru mjög nánir stjórnvöldum þegar Saddam Hussein var við lýði. Þegar Bandaríkjamenn réðust inn í Írak og ráku hermennina, þar með talda æðstu hermenn landsins, urðu þeir atvinnulausir og vildu hefna sín á nýju stjórninni sem Bandaríkjamenn settu á laggirnar. Þeir fóru að berjast gegn hernáminu og nýju ríkisstjórninni. Þá myndaðist stjórnarandstaða sem taldi að eina leiðin til að ná tilsettu markmiði væri að beita vopnaðri baráttu gegn stjórn sem þeir vildu ekki að hefði rödd innan samfélagsins. Samhliða Arabíska vorinu var mikið stjórnleysisástand í Sýrlandi. ISIS varð einn af mörgum hópum sem flykktust til Sýrlands undir þeim formerkjum að steypa stjórnvöldum Sýrlandsforseta af stóli. Þetta stríðsástand varð ágætis flóra fyrir svona samtök til þess að vaxa.

Er þetta að einhverju leyti minnisvarði um hversu illa hefur gengið að koma á farsælum og stöðugum samfélögum sums staðar í Mið-Austurlöndum eftir Arabíska

vorið? Eftir heimsstyrjöldina síðari hefur verið töluverð spenna í Mið-austurlöndum. Á vissan hátt hefur einnig verið friður eða ákveðinn stöðugleiki, en það getur gerst í einræðisríki eða þar sem einræðisherra er við völd. Þegar Arabíska vorið átti sér stað í Egyptalandi var einræðisherra sem var búinn að vera við lýði síðan 1981 steypt af stóli, þannig að það var eitt sinn mikill stöðugleiki. Í Sádí Arabíu er sama fjölskyldan líka búin að vera við völd síðan 1920. Það er svolítið mótsagnakennt við þetta svæði að það er mikill stöðugleiki en um leið á sama tíma spenna. Eitt af því sem stöðugleiki síðustu fimmtíu ára færði stórum hópi fólkins á þessu svæði var óánægja með gang mála og vilji til þess að fá upp á dekk nýja elítu með breyttar áherslur sem kæmi til með að vinna að öðrum málefnum með allt öðrum hætti en gamla elítan.

Í hverju felst átrúnaðurinn sem ISIS tengir

sig við? Hvernig á að meta hver átrúnaður þeirra er þegar ekki er hægt að meta átrúnað hvers einstaklings? Lífssýn þeirra snýst um að stofnsetja nýtt ríki þar sem væri sterkt dómsvald og mjög sterkt framkvæmdarvald. Þeir vilja taka sér það vald að geta sagt fólki nákvæmlega hvernig lífi það á að lifa. Það eru mjög skýrar reglur um dómsvaldið. Þeir vilja koma á svona hreinræktuðu ríki þar sem þeir gætu íhlutast í málefnum fólks og komið á sterku einræðisríki sem þeir myndu þá stjórna sjálfir. Þeir réttlæta eigin athæfi með tilvísun í hefðina og nota mjög fallegt myndmál og hefðbundin trúarleg tákn til þess. En vissulega eru margir sem eru algjörlega á móti því og kalla þetta afbökun á fallegum og góðum gildum trúarinnar í pólitískum tilgangi.

Nú hefur ISIS notað börn til hernaðar, er það til marks um að þeir séu á undanhaldi?

Þetta er því miður einkenni 21. aldar og kallast óhefðbundinn hernaður. Þetta hefur sést í borgarastyrjöldum í Afríku og etnískum deilum en þar eru ungir strákar notaðir einmitt í hernaðarlegum tilgangi. ISIS eru að fara á sömu braut. Landfræðilega hafa þeir ekki stækkað eða hert ítök sín á því landsvæði sem þeir stjórna Eitt af því sem Nú er meira vegið að þeim stöðugleiki síðustu ,,systematískt,“ fimmtíu ára færði stórum hernaðarlega og efnahagslega hópi fólkins á þessu sérstaklega, þannig að máttur svæði var óánægja með þeirra er ekki gang mála og vilji til þess eins mikill. Það eru margar að fá upp á dekk nýja elítu vísbendingar um með breyttar áherslur það að í febrúar síðastliðinn hafi sem kæmi til með að ýmsir starfsmenn þeirra ekki vinna að öðrum málefnum fengið útborgað, með allt öðrum eða allavega ekki á réttum tíma. hætti en gamla Þeir eru ekki elítan. eins voldugir efnahagslega og þeir voru fyrir um það bil ári síðan. Það hefur einnig gengið erfiðlega fyrir þá að koma vörum sínum í verð á svörtum markaði, til dæmis olíu. Olíuverðið er það lágt að það eru ekki mörgum aðilum í hag að kaupa olíu á svarta markaðnum.

Hvernig er staða kvenna innan íslamska

ríkisins? ISIS vilja að fjölskyldulöggjöfinni sé framfylgt. Sérstaklega hvað varðar réttindi kvenna í erfðarétt og í hjónabandinu. Eitt af því sem hefur verið einkenni 20. og 21. aldar er að mörg nútímaþjóðríki Mið-Austurlanda hafa verið að jafna hlut kvenna hvað varðar einkamál. En Íslamska ríkið vill snúa þeirri þróun við. Hlutverk konunnar eins og þeir útskýra það í sínum áróðri, er að framleiða hermenn, að búa til börn, vera heima fyrir og að hlúa að hermanninum í hinu Íslamska ríki. Því setja þeir mjög skýrar skorður á hvað hlutverk konunnar á að vera í sínu fyrirmyndarsamfélagi. Í etnískum deilum eru nauðganir

oft notaðar sem vopn til þess að niðurlægja óvininn og þeir nota það í síauknum mæli. Konur eru í veigamiklu hlutverki í áróðri þeirra bæði varðandi það hvernig hin fyrir-myndarkona eigi að vera og hvernig hún er notuð sem kynlífsþræll.

Hefur þú einhverja innsýn í virkni stjórn-

kerfisins innan íslamska ríkisins? Eigum við að gefa þeim það virðingarheiti að kalla þetta stjórnkerfi þó að þeir séu náttúrulega með stjórn á afmörkuðu svæði? Þetta er svona ,,ad hoc” stjórnkerfi af því að þeir taka ákvarðanir dag frá degi. Þar hafa þeir ákveðin prinsipp mál en leyfa þeim sem ráða í þorpum og borgum að taka ákvarðanir eins og þeir telja að sé best. Það er ekkert löggjafarvald af því að þeir hafa lögin sem þeir telja sig þurfa að hafa. Stjórnkerfið er með mjög sterkt framkvæmdarvald og dómsvald. Dómsvaldið gengur út á það að allir vita nákvæmlega hver þeirra staða er út frá lögunum. Það er mjög skýrt hvernig á að framfylgja þessum lögum og hverjir geta tekið lögin í sínar hendur til þess að framfylgja þeim. Þetta eru megineinkenni stjórnkerfis þeirra, ef stjórnkerfi má kalla.

Hvað getur alþjóðasamfélagið gert til þess að sporna við uppgangi ISIS og hvað geta

nágrannaríkin gert? Til þess að sporna við uppgangi ISIS þarf að leysa mörg önnur mál. Það þarf að leysa stöðuna í Sýrlandi annars vegar og í Írak hins vegar. Þetta er mál alþjóðasamfélagsins alls. Evrópubúar eru að sjá fórnarlömb þessa stríðs núna á hverjum einasta degi. Þúsundir manna koma til Evrópu til að flýja þetta stríð. Þetta er ekki bara svæðisbundið stríð og þess vegna þarf að vera mun sterkari áhersla í alþjóðasamfélaginu að knýja þá sem geta gert eitthvað í stöðunni til aðgerða eins og til dæmis Rússa, Tyrki, Írani, Bandaríkjamenn og Ísraela. Þeir þurfa að koma saman til þess að ræða þessi mál og skiptast á skoðunum um hvernig best sé að leysa þau. ISIS hafa einnig verið mjög öflugir á samfélagsmiðlunum. Þeir eru ekki bara í stríði með hefðbundnum hætti heldur leita þeir nýrra leiða í gegnum samfélagsmiðlana. Þar getum við svarað þeim.

Ætti Twitter ekki að loka á þá? Nei ég held ekki. Það væri svolítið varhugavert skref ef Twitter eða einhver miðill færi að ákveða hver má og hver má ekki tjá sig. Ef að Twitter lokar á þá finna þeir sínar leiðir til þess að vera með áróður sinn.

Reynsla síðustu ára virðist benda til þess að viðbrögð Vesturlanda við hryðjuverkum séu ekkert síður hættuleg en hryðjuverkin sjálf. Hvað væru rétt viðbrögð við hryðjuverkum?

Þetta er það sem kallað er „risk management“. Við getum aldrei búið í heimi þar sem ekki verða slys eða árásir. Við getum ekki útilokað að einhverjir brjálæðingar geri eitthvað sem er okkur ekki að skapi. Það sem gerðist í París núna í nóvember síðastliðnum og með Charlie Hebdo árásinni árið áður er fyrirmynd árásarinnar í San Bernadino í Kaliforníu. Þar fengu þau innblástur frá samtökunum og ákváðu að taka lögin í sínar hendur með þessum hætti heima fyrir. Þetta er meðal þess sem við verðum að spyrja okkur að, hversu miklu viljum við fórna af frelsi okkar til þess að stemma stigu við svona samtökum? Eitt af því sem þeir óska eftir er að við verðum lokaðri samfélög og að við munum vígbúast, því ISIS eru hersamtök sem vilja fá okkur í beint stríð við þá. Það er þannig sem þeir viðhalda eldinum.

...hversu miklu viljum við fórna af frelsi okkar til þess að stemma stigu við svona samtökum? Eitt af því sem þeir óska eftir er að við verðum lokaðri samfélög og að við munum vígbúast, því ISIS eru hersamtök sem vilja fá okkur í beint stríð við þá. Það er þannig sem þeir viðhalda eldinum.

This article is from: