Bæjarblaðið Jökull 1117. tbl.

Page 1

Palli tryllti lýðinn í Klifi

Sjómannadagshelgin litaðist nokkuð af veðrinu þetta árið, kuldi og hvassviðri gerði það að verki að ýmsir viðburðir voru fluttir inn í hús. Veðrið hafði hins-

vegar ekki áhrif á Sjómannahófið í Klifi, þar skemmti Páll Óskar gest um fram eftir nóttu.

Nánar er fjallað um sjómanna helgina inni í blaðinu.

- Bílaviðgerðir

- Skipaþjónusta

- Almenn suðuvinna

- Smurþjónusta

- Smábátaþjónusta

- Dekkjaverkstæði

vegr@vegr.is vegr.is

S: 849-7276 Remek og 898-5463 Þórður

þeim nú lokið. í framkvæmdunum fólst að skipta út gúmmíhellum sem voru í kringum leiktækin fyrir gervigras og undirlag. Fallsvæðin í kringum leiktækin voru einnig stækkuð í leiðinni. Undanfarin ár hafa foreldrar kvartað undan svörtum lit sem gömlu motturnar smituðu í föt

Gallinn á mottunum var borinn undir framleiðendur en niðurstaðan í málinu var sú að litað gervigras með undirlagi myndi henta betur í þetta tiltekna verkefni. Nú er leikskólalóðin mun litríkari en áður og börnin eflaust ánægð með það. JJ

Útskriftir af leikskólum Snæfellsbæjar

inni lokinni var boðið upp á grillaðar pylsur og skúffuköku. Gestum gafst svo tækifæri til að skoða sig um á leikskólunum og sjá afrakstur vetursins. Ómar Lúðvíkson gaf leikskólanum Kríubóli gjöf í tilefni þess að barnabarn hans, Harpa Guðný Aradóttir, var að ljúka námi við leikskólann og tók Hermína Lárusdóttir, leikskólastjóri, við tveimur settum af kubbum frá honum. Annars vegar 120 kubba sett, 12 fígúrur sem samanstanda úr 72 hringjum og 36 penignum og hins vegar 72 hluta kubba sett. Ótrúlega margir möguleikar eru í boði með báðum settunum en þetta er allt úr

Björgunarbátarsjóður

fær milljón frá FMÍS

Blaðið er gefið út af Steinprent ehf. og liggur

frammi í Snæfellsbæ og Grundarfirði,

Blaðið kemur út vikulega.

Upplag: 500

Áb.maður: Jóhannes Ólafsson

Prentun: Steinprent ehf. Sandholt 22a, Ólafsvík 355 Snæfellsbæ

Netfang: steinprent@simnet.is

Sími: 436 1617

tölublaði Jökuls er nýsmíði á nýjum björgunarbát Björgunar bátasjóðs Snæfellsnes nú í full um gangi í skipasmíðastöðinni KewaTec í Kokkola, Finnlandi. Þessi nýja Björg er sú fjórða í röðinni en með nýju skipi mun viðbragðstími hjá björgunarsveitinni á svæðinu styttast um helming, aðstaða verða betri ásamt því að viðhaldsrekstur mun minnka til muna. Að hafa öflugt björgunarskip í Breiðafirði er mjög nauðsynlegt þar sem hér fer um fiskveiðiflotinn, skemmtiskip, ferja og fleiri fley. Áætlaður afhendingartími á nýju skipi er í desember 2024 og er stórt og krefjandi verkefni framundan en báturinn kostar 324 milljónir króna. Íslenska ríkið mun borga helming þeirrar upphæðar og Landsbjörg fjórðung en þá

unarsveitin Lífsbjörg mun greiða. Seinna í sumar fer söfnun á fullt en nú þegar hafa nokkur félög, fyrirtæki og einstaklingar stigið

sjóð Snæfellsnes peningastyrk til nýsmíðarinnar. Í síðustu viku afhenti Fiskmarkaður Íslands sjóðnum veglegan styrk upp á 1.000.000 krónur til kaupa á bátnum en styrkurinn var veittur á aðalfundi Fiskmarkaðs Íslands í björgunarstöðinni Von á Rifi. Á meðfylgjandi mynd eru Ragnar Smári Guðmundsson, framkvæmdastjóri Fiskmarkaðs Íslands, Hafrún Ævarsdóttir, ritari Lífsbjargar, Höskuldur Árnason, formaður Lífsbjargar og Guðmundur Smári Guðmundsson, stjórnarformaður Fiskmarkaðs Íslands.

til að virkja ímyndunarafl sitt og SJ
SJ

Sjómannadagur Snæfellsbæ 2024

Sjómannahelgin í Snæfellsbæ var haldin hátíðleg dagana 31. maí til 4. júní og hófst á fimmtudagskvöldið með Sjómannadagsmóti Golfklúbbsins Jökuls og kvöldopnun á Kaldalæk þar sem allur ágóði sölunnar rann til meistaraflokks Víkings. Á föstudeginum héldu Egill SH, Gunnar Bjarnason SH og Saxhamar SH í skemmtisiglingu með áhugasama sem endaði svo á grillveislu, hoppuköstulum og lifandi tónlist í Sjómannagarðinum í Ólafsvík. Á laugardeginum fór árleg þrautakeppni á planinu við Sjávariðjuna á Rifi þar sem lið kepptu í kappróðri, þrautakeppni og reipitogi. Í heildina tóku 7 lið þátt í keppnunum en í ár voru einung-

en þess í stað kepptu krakkarnir í reipitogi við mikinn fögnuð áhorfenda. Að kvöldi laugardags hélt fólk á sjómannahóf í Klifi.

þessu sinni var færð inn vegna veðurs, í Röstina á Hellissandi og í kirkjuna í Ólafsvík. Á Hellissandi fór Lea Hrund Sigurðardóttir með hátíðarræðuna og Baldur Guðni Jónsson var heiðraður. Í Ólafsvík fór Þráinn Jónsson, framkvæmdastjóri Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur, með hátíðarræðuna og Magnús Höskuldsson og Magnús Jónasson voru heiðraðir. Að dagskránni lokinni fjölmennti fólk á sjómannakaffi Slysavarnadeilda Helgu Bárðar og Sumargjafar sem er haldið árlega í Björgunarstöðinni Von.

Börnum var svo boðið á leiksýninguna Bangsímon hjá Leikhópnum Lottu í Íþróttahúsinu í Ólafsvík. Áhafnir á Matthíasi SH, Magnúsi SH, Ólafi Bjarnasyni SH og Katrínu II SH sáu um skipulag og utanumhald á hátíðarhöldunum í ár og sáu til þess að sjómenn ásamt fjölskyldum sínum, öðrum bæjarbúum og gestum hafi átt ánægjulega og vel heppnaða helgi. Að ári munu sjómannadagshelgin vera í höndum áhafna á Agli SH, Saxhamri SH, Esjari SH, Hrefnu SH og Naustvík ST. SJ

Í sumar fer fram kvennamótaröð í golfi á Snæfellsnesi og hefst hún 12. júní á Fróðárvelli. Mótið er eitt af þremur mótum í mótarröðinni en næsta mót verður á Bárarvelli hjá Golfklúbbnum Vestarr 16. júlí og það þriðja á Víkurvelli hjá Golfklúbbnum Mostra í Stykkishólmi þann 15. ágúst. Mótaröðin er samstarfsverkefni milli kvennaráða golfklúbba á norðanverðu Snæfellsnesi.

Mæting er klukkan 17:30 á Fróðárvöll og verður ræst út af öllum teigum. Leikfyrirkomulag er 9 holu punktakeppni með forgjöf. Mótsgjaldið er 3000 krónur og fá keppendur súpu og brauð eftir keppni. Verðlaun verða veitt fyrir 1.-3. sæti auka nándarverðlauna. Skráning fer fram inni á vefsíðunni Golfbox og eru nýliðar sérstaklega hvattar til að skrá sig.

Við bjóðum upp á alhliða bílaviðgerðir, dek kjask ipti og smurþjónustu. Tímapantanir í síma 436-1111
Kvennamótaröð í golfi
JJ

Afmælisvika 11. - 17. júní

30 ára afmæli Snæfellsbæjar

Snæfellsbær verður 30 ára 11. júní 2024.

Snæfellsbær fagnar þessum áfanga með afmælisviku sem hefst 11. júní og lýkur á þjóðhátíðardegi Íslands 17. júní.

Dagskrá er enn í mótun og hvetjum við fyrirtæki, íbúa og félagasamtök til að taka þátt með einhverjum hætti. Áhugasöm hafi samband við Kristfríði Rós Stefánsdóttur, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa.

Á dagskrá verður m.a. listasýning í Pakkhúsinu, afmæliskaka fyrir íbúa, formleg opnun á rennibrautinni í sundlaug Snæfellsbæjar, mótaraðir í golfi, ljósmyndasýning frá fyrri tíð, leik- og danssýning fyrir yngstu kynslóðina og margt fleira.

Formleg dagskrá auglýst þegar nær dregur.

Litahlaupið í Grundarfirði

Litahlaupið 2024 fór fram í Grundarfirði miðvikudaginn 29. maí síðastliðinn. Þátttakendur fengu frábært veður, logn og sólskin en um 300 þátttakendur voru í hlaupinu í ár. Komið var fyrir litastöðvum við Fellaskjól, á Fagurshólstúni, við gatnamót Sæbóls og Sólvalla, bakvið heilsugæsluna

og í þríhyrningum. Stöðvarstjóri tóku á móti keppendum með litasprengjum og íbúar við brautina hvöttu hlaupara áfram með tónlist og fagnaðrlátum. Viðburðurinn er haldinn í annað sinn í Grundarfirði og er styrktur af Lýðheilsusjóði, Samfélagssjóði BM Vallár, Múr og steypu slf, Ragnar og Ás-

geirs, Grundarfjarðarbæjar og Kaffi 59. Hlaupið hófst á upphitun á skólalóðinni þar sem Viktoría Sigurðardóttir, söng- og leikkona, stóð fyrir upphitun og svo hlupu ungir sem aldnir af stað í skemmtilega hlaupabrautina. Þátttakendur komu í mark í öllum regnbogans litum eftir að hafa þrætt braut-

ina og að hlaupi loknu var grill að pylsur ofan í alla sem mættu í boði Múr og Steypu slf. Hlaupið verður haldið aftur að ári liðnu og strax orðin mikil spenna fyrir Litahlaupinu 2025. SJ

Sjómannadagurinn Grundarfirði 2024

Helgina 31. maí til 2. júní héldu grundfirðingar Sjómannahelgina hátíðlega. Helgin hófst með sjómannadagsmóti í leirdúfuskotfimi hjá Skotfélagi Snæfellsness á fimmtudeginum. Ungmennafélag Grundarfjarðar bauð svo krökkum í íþróttahúsið að hitta sjálfan Íþróttaálfinn á föstudeginum við mikla kátínu. Árlegt golfmót Guðmundar Runólfssonar var haldið á Bárarvelli þar sem 48 manns tóku þátt og tókst vel til. Laugardagurinn byrjaði svo á krakkasprelli í Vélsmiðju Grundarfjarðar með hoppuköstulum fyrir börnin. Hringur SH og Runólfur SH fóru með áhugasama í hátíðarsiglingu um fjörðinn og svo var haldið til hátíðardagskrár á hafnarsvæð inu, bæði liðakeppni og reipi togskeppni um Pétursbikarinn. Björgunarsveitin Klakkur fór með sigur úr býtum í þrautabrautinni og Fiskmarkaður Íslands sigraði reipitogið og fór því heim með

Pétursbikarinn. Þá var blakleikur í íþróttahúsinu þar sem sjómenn öttu kappi við konur sínar, mæður, systur og hafði kvennaliðið betur í ár. Eftir annasamanmannadagsráð Grundarfjarðar tilum, sjálfan Sjómannadaginn var

á milli stofnanna. Samstarfið mun m.a. felast í því að FSN hafi tök á að nýta aðstöðu í gestastofum Snæfellsjökulsþjóðgarðs til skapandi starfa og verkefna nemenda.

Einnig felur samstarfið í sér miðlun fræðslu frá starfsfólki Snæfellsjökulsþjóðgarðs til nemenda FSN með fyrirlestrum og erindum eða öðrum þáttum sem samstarfsaðilum kemur saman um.

úruverndar, líffræðilegrar fjöl breytni og landvörslu.

Forstöðumenn gera með sér samstarfssamning um hvert of antalinna verkefna eða önnur sem ákveðið er að hafa sam staf um. Í samningnum er gerð grein fyrir hlutverki, ábyrgð og kostnaðarhlutdeild hvors aðila um viðkomandi verkefni. snaefellsjokull.is

börnum boðið á leiksýninguna Bangsímon með Leikhópnum Lottu í íþróttahúsinu. Sjómannamessa var haldin í Grundarfjarðarkirkju þar sem bræðurnir

Ingi Þór og Páll Guðfinnur Guðmundssynir, fyrrum sjómenn, ásamt eiginkonum sínum, þeim Hjördísi Hlíðkvist Bjarnadóttur og Guðbjörgu Hringsdóttur, voru heiðruð fyrir störf sín og sæmd heiðursmerki sjómannadagsráðs Grundarfjarðar. Að messu lokinni var svo athöfn við styttuna Sýn þar sem blómakrans var

lagður til minningar um látna sjómenn. Kvenfélagið Gley mér ei var svo með sinn árlega kökubasar í Samkomuhúsinu sem var vel sóttur. Sjómannadagsráð Grundarfjarðar kemur á framfæri þökkum til allra þeirra sem styrktu hátíðina og öllum þeim sem lögðu sitt fram við undirbúning og framkvæmd helgarinnar svo sjómenn ásamt fjölskyldum sínum, öðrum bæjarbúum og gestum gætu skemmt sér yfir helgina.

SJ

Nú þegar hillir undir lok skólaársins og ný verkefni taka við hjá unga fólkinu okkar er ágætt að hafa í huga að foreldraábyrgðin fer ekki í sumarfrí. Hlutverk foreldra tekur breytingum í takt við aldur barnanna en ábyrgðin er alltaf fyrir hendi. Flest vitum við og íslenskar rannsóknir hafa sýnt fram á það að stuðningur foreldra getur komið í veg fyrir brotthvarf úr skóla og stutt við nám og velferð ungmennis. En stuðningur foreldra einskorðast ekki við skólann.

Margar ógnir mæta börnunum okkar á sumrin, á sama tíma og við viljum gjarnan slaka aðeins á taumnum er félagslega taumhaldið frá skólanum ekki til staðar. Eitt er að slaka, annað að sleppa.

Þegar kemur að félagsog skemmtanalífi ungmenna gegna foreldrar lykilhlutverki, bæði sem fyrirmyndir og eftirlitsaðilar. Eftirlitslaus partý barna undir 18 ára er ein af þessum stóru ógnunum sem mæta krökkunum okkar, partý sem fara úr böndunum. Bæjarhátíðir heima eða að heiman eru ekki fyrir eftirlitslaus ungmenni á eigin vegum. Síðustu árin hefur því miður orðið bakslag, bæði hvað varðar utanumhald foreldra og tölur sýna okkur einnig að hvers kyns vímuefnaneysla er að aukast og ofbeldi fer vaxandi meðal ungmenna. Foreldrar hafa oft áhyggjur af áfengisnotkun ungmenna á framhaldsskólaaldri og auknu aðgengi að vímuefnum. Þær áhyggjur eru því miður ekki óþarfar. Ábyrgð foreldra er því mikil og munið að barnið ykkar fæddist með 18 ára ábyrgð. Vert er að

minna á að það er lögbrot að versla áfengi handa þeim sem er undir 20 ára. Kæru foreldrar. Ekki vera lögbrjótar!

Það verður aldrei of oft kveðið að foreldrar eru mikivægastir þegar kemur að öllum þáttum velferðar barna. Foreldar þurfa að taka ábyrgð sína á foreldrahlutverkinu alvarlega og vera í góðu sambandi við börnin sín.

Margar greinar og rannsóknir hafa sýnt fram á mikilvægi þess að foreldrar séu leiðandi í sínu hlutverki. Leiðandi foreldrar krefjast þroskaðrar hegðunar af börnum sínum. Þeir setja skýr mörk, rökstudd og útskýrð svo unglingurinn skilji hvað er að gerast. Þá er gott að hafa í huga að barn sem elst upp við markaleysi á sjálft erfitt að setja sjálfu sér og öðrum mörk. Leiðandi foreldrar aðlaga sig að auknum þörfum unglinga fyrir frelsi og ábyrgð. Þeir hvetja þá til að skýra út sjónarmið sín og leggja áherslu á að ræða saman þar sem fram koma bæði sjónarmið barna og foreldra, til dæmis þegar reglur eru settar. Reglur eru settar til að verja börnin okkar.

Allir þurfa að upplifa það að þeir séu mikilvægir, að einhverjum þyki vænt um þá og það skipti máli hvernig þeim líður. Mikilvægt er að foreldrar leggi rækt við og séu í góðu samband við börn sín, því það samband virkar sem fyrirmynd fyrir seinni tíma sambönd. Öruggt umhverfi fyrir börn er grunnur til að öðlast trú á sjálfan sig og hæfileika sína. Gleðilegt sumar.

Forvarnarteymi Snæfellsnes

Lögreglan á Vesturlandi

Jafntefli í 8 spjalda leik

Meistaraflokkur Víkings Ó. mætti Reyni S. á Brons vellinum þann 31. maí síðastliðinn í 2. deild karla. Reynismenn settu fyrsta mark leiksins á 36. mínútu. Mikil barátta var í leiknum og fóru alls 8 gul spjöld á loft. Daniel Arnaud Ndi skoraði fyrir Víking þegar tvær mínútur voru komnar yfir uppbót-

artíma og endaði leikurinn því með jafntefli, 1-1. Víkingur því í 4. sæti deildarinnar með 9 stig og þarf sigur í næsta leik ef liðið ætlar að halda sér í toppbaráttunni. Næsti leikur Víkings Ó. er heimaleikur laugardaginn 8. júní á móti KF sem er í neðsta sæti deildarinnar með 3 stig. JJ

SR hafði betur gegn Reyni

Reynir H. mætti liði SR á Ólafsvíkurvelli þann 29. maí síðastliðinn í B-riðli 5. deild karla. Fyrsta mark leiksins kom á 2. mínútu leiksins þegar leikmaður SR kom boltanum í netið. Fyrri hálfleikur var tíðindalítill en Reynismenn komu sterkir inn í seinni hálfleik í baráttuhug. SR skoruðu annað mark á 49. mínútu. Mikil barátta var í mönnum og náðu

Reynismenn að halda SR mönnum þangað til á 89. og 91. mínútu þegar SR innsiglaði sigurinn með tveimur mörkum í lokinn. Lokatölur leiksins voru 4-0 fyrir SR og Reynir H. situr í 7. sæti deildarinnar með 1 stig eftir 3 leiki. Næsti leikur Reynis verður gegn Mídas þann 5. júní á Víkingsvelli í Reykjavík klukkan 20:00. JJ

Sumarið er tíminn!
Skrifstofa prentsmiðjunnar Steinprent og umboðs Sjóvá á Snæfellsnesi verður lokuð 5. - 11. júní Þeir sem þurfa aðstoð eða upplýsingar vegna trygginga er bent á síma 440 2390 og 440 2000

Innanundirfatnaður

Stígvél

Skór

Vindbuxur

Vindjakkar

Úlpur

Vettlingar

Innanundirfatnaður buxur og bolir

Hettupeysur

Stuttermabolir

Regnsett

Húfur

Vettlingar

Flíspeysur

Úlpur, pollagallar og ýmislegt eira í útsöluhorninu á 50% afslætti

Ólafsbraut 19
436 1214 olafsvik@voot.is - www.voot.is SUMARFATNAÐUR fyrir
rigningu
- Sími
sól og

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.