

Smíði nýrrar Bjargar gengur vel
Þeir Viðar Páll Hafsteinsson og Halldór Kristinsson gerðu sér ferð á dögunum til Kokkola í Finnlandi fyrir hönd Björgunarbátasjóðs Snæfellsness. Var ástæða ferðarinnar að skoða nýsmíðina á nýju björgunarskipi í skipasmíðastöðinni KewaTec í Kokkola en þessi nýja Björg er sú fjórða í röðinni. Með þeim í för voru einnig Kristján Þór Harðarson framkvæmdastjóri Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og Guð -
jón Guðmundsson, stjórnarmað ur Slysavarnarfélagsins Lands bjargar. Smíðin er komin vel á veg, komið er að því stigi í skipa smíðinni að vélarnar verða settar í á næstunni en áætlað er að skip ið komi til landsins og afhendist Björgunarbátasjóði Snæfellsness fyrir lok 2024. Stórt og krefjandi verkefni er framundan en bátur inn kostar 324 milljónir króna. Ís lenska ríkið borgar helming þeirr ar upphæðar og Landsbjörg fjórð




arið. Í ár var það Sylvia Earle sem kom fyrst í höfn fimmtudaginn 23. maí á 10 nátta hringferð sinni um Ísland. Skipið er 104 metrar að lengd, 8000 tonn og tekur 132 farþega. Strax daginn eftir lagði næsta skip festar í Grundarfjarðarhöfn en það var Deutschland, 175 metra og 22,000 tonna skip sem tekur 650 farþega og 260 starfsmenn.
komu í 8 höfnum á Íslandi, þar á meðal Grundarfjarðarhöfn. Von er á næsta skemmtiferðaskipi til Grundarfjarðar 1. júní og svo 71 skipi til viðbótar í sumar. Áætlað er að flest skip munu leggja festar í júlí en þá verða heimsóknirnar 32 talsins. Koma síðasta skemmtiferðaskipsins er áætluð 28. september.
1116. tbl - 24. árg. 30. maí 2024nesið síðastliðna helgi, mikill vindur og öflugar vindhviður sem náðu sumar yfir 35 metra á sek úndu auk mikillar rigningar. Hékk veðurviðvörunin inni á Snæfells nesi fram eftir laugardeginum en gera má ráð fyrir að þetta verði síðasta veðurviðvörunin í bili. Á fimmtudagskvöldið byrjaði að rigna og rigndi samfellt fram að miðnætti aðfaranótt laugardags, íbúar á Snæfellsnesi eru vissu lega vanir vindasömum veðrum og mikilli vætu en þykir þetta heldur mikið á þessum árstíma. Hjólhýsi, trampólín og annað sem fylgir sumrinu þolir illa slíkt ofsa veður en þrátt fyrir að það sé flest komið úr geymslu varð lítið um óhöpp. Hjólhýsið á meðfylgjandi mynd fauk hinsvegar á hliðina og

Breytingar á heilsugæslunni
Undanfarið árið hefur vinna staðið yfir hjá HVE þar sem þjónusta hefur verið bætt og samþætt. Ráðgjöf vegna veikinda og bráðra erinda fer nú fram í gegnum símaráðgjöf í síma 1700 og hefur Upplýsingamiðstöð Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins umsjón með því. Þetta fyrirkomulag hefur sýnt að leysa má úr stórum hluta fyrirspurna í síma og netspjalli og hafa margir einstaklingar á svæðinu nú þegar verið að nýta sér þessa þjónustu. Þann 16. maí síðastliðinn tók í gildi nýtt fyrirkomulag á heilsugæslustöðvum HVE þar sem bráð erindi voru flokkuð í síma 1700 og á netspjalli Heilsuveru fyrir komu á stöðina. Þeir einstaklingar sem voru í brýnni neyð fengu þá tíma samdægurs eða daginn eftir. Með
þessu er verið að flokka og meta nauðsyn til þess að tryggja að allir fái rétta þjónusta á réttum tíma. Þeir skjólstæðingar sem fengu úrlausn sinna mála í gegnum síma þurftu ekki að gera sér ferð á heilsugæslu og sparaður tími. Þau erindi sem 1700 sinnir nú er lyfjaendurnýjun, niðurstöður úr rannsóknum, símatímar hjá læknum, vottorð og tilvísanir. 1700 er opið allan sólarhringinn og netspjall heilsuveru er opið frá klukkan 8:00-22:00. Nú þegar er símsvörun HVE farin að bjóða upp á beint samband við 1700 í staðinn fyrir heilsugæslu í sveitarfélagi. Mikilvægt er að benda á að neyðarsíminn er ennþá 112 fyrir mjög brýn erindi.

vísar þannig í vegglistaverkin sem prýða svæðið. Mikil ánægja er meðal bæjarbúa með staðinn og áætla eigendur að hafa Mural opið allan ársins hring. Undanfarna daga hefur listakonan Karen Ýr unnið hörðum höndum í allskonar veðrum að því að setja vegglistaverk á hótelið. Það er á þeirri hlið hússins sem snýr að þjóð -
ljósum og hvítum ref. Myndbönd frá þeirri vinnu má finna á samfélagsmiðli Karenar Ýrar en þar sést vel að hún lét veður og vinda ekki stoppa sig við gerð þess. Útkoman er ekki af síðri endanum og bætir í flóru vegglistaverka á Hellissandi.
Blaðið er gefið út af Steinprent ehf. og liggur frammi í Snæfellsbæ og Grundarfirði,
Blaðið kemur út vikulega.
Upplag: 500
Áb.maður: Jóhannes Ólafsson
Prentun: Steinprent ehf. Sandholt 22a, Ólafsvík 355 Snæfellsbæ
Netfang: steinprent@simnet.is
Sími: 436 1617

Útskriftaferðalag árgangs 2018
Þriðjudaginn 21. maí fóru börnin í árgangi 2018 í leikskóla Snæfellsbæjar í útskriftaferðalag. Rútan kom kl 9.00 á Krílakot og þaðan lá leiðin á Kríuból. Fyrsta stopp var í Skarðsvík, þar fengu allir fötu og sköflur og búið var til allskonar skemmtileg listaverk í sandinum. Eftir góðan tíma í fjörunni þá var fengið sér smá ávaxtahressingu og eftir það lá leið okkar á Malarrif. Þar tók Guðmundur Jensson á móti okkur á Gestastofunni og fræddi okkur um náttúruna og okkar nærumhverfi. Mikil gleði var að leika sér í náttúrunni á Malarrifi og að leita af Rebba eins og Gummi bað börnin um. Eftir góða útiveru á Malarrifi beið barnanna dýrindis muffins kökur, saltstangir og safi. Það vakti mikla lukku og rann ljúft niður. Síðan lá okkar í reiðhöllina þar sem Selma og Jóna tóku á móti okkur og fengu allir að fara nokkra hringi á hestbaki. Sum börnin voru að fara langt út fyrir þægindarammann sinn en allir fóru á hestbak og voru ótrúlega stolt af sér sem þau máttu svo sannarlega vera. Til að toppa góðan dag þá


enduðum við á Sker og bauð Lilja Hrund, eigandi Skers, okkur upp á pizzahlaðborð. Okkur langar að þakka Gumma Jens fyrir góða fræðslu á Gestastofunni, Selmu og Jónu fyrir að taka á móti okkur í reiðhöllinni og leyfa börnunum að upplifa að fara á hestbak, Lilju Hrund fyrir að bjóða útskriftarhópum í pizzahlaðborð og Hans


Grundarfjarðarbær vinnur nú að umsókn um efnistökuleyfi í Grundarfjarðarhöfn vegna frekari landfyllinga og hafnarframkvæmda á komandi árum. Sem liður í undirbúningi þessarar umsóknar fóru fram mælingar á dýpi og þykkt setlaga á sjávarbotni Grundarfjarðar nýlega. Það var Köfunarþjónustan sem sá um verkefnið, notað var fjölgeislamæli og náðist að safna rúmlega 6 milljónum mælipunkta. Mælipunktunum hefur verið safnað saman og raðað í eina samfellda mynd af
lögun botnsins og dýpislínum sem hægt er að nálgast í vefsjá Grundarfjarðarbæjar. Dýpið er merkt með litaskala sem er appelsínugulur á grynningum og blánar eftir því sem dýpið verður meira. Þar sem dýpið er sem mest er það rúmlega 20 metrar en dýpið miðast við sjávarborð við stórstraumsfjöru. Alta sá um gagnavinnslu úr mælingum Köfunarþjónustunnar og framsetningu upplýsinga sem birtar eru á vefsjánni á vefsíðu Grundarfjarðarbæjar. SJ

Forsetakosningar 2024
Auglýsing um kjörfundi
Auglýsing um kjörfundi í Snæfellsbæ vegna kosninga til embættis forseta Íslands laugardaginn 1. júní 2024.
Ólafsvíkurkjördeild
Kjörfundur verður haldinn í húsnæði Grunnskólans í Ólafsvík.
Kosning hefst kl. 10:00 og stendur til kl. 22:00.
Hellissandsog Rifskjördeild
Kjörfundur verður haldinn í húsnæði Grunnskólans á Hellissandi.
Kosning hefst kl. 10:00 og stendur til kl. 22:00.
Staðarsveitarog Breiðuvíkurkjördeild
Kjörfundur verður haldinn í húsnæði Grunnskólans á Lýsuhóli.
Kosning hefst kl. 11:00 og stendur til kl. 19:00.
Munið eftir persónuskilríkjum, yfirkjörstjórn Snæfellsbæjar
Sjómannadagsblaðið að koma út
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar kemur nú út í þrítugusta og annað sinn frá upphafi. Það byrjar á hugvekju eftir sr Laufeyju Brá Jónsdóttur sóknarprest í Grundarfirði. Í blaðinu er að finna nokkur viðtöl. Þau byrja á viðtali við duglega og framúrskarandi konu í bæjarfélaginu okkar hana Guðrúnu Tryggvadóttur sem er orðin 84 ára gömul. Hún var sjómannskona og þá var hún sjómaður á sínum yngri árum er hún réri með Tryggva Jónssyni föður sínum nokkur sumur á síldveiðum. Margt hefur á daga hennar drifið sem hún segir frá. Þá er viðtal við Ragnar Konráðsson farsælan skipstjóra frá Hellissandi þar sem hann segir frá sinni sjómennsku. Áhugavert viðtal er við Jón Hlífar Aðalsteinsson frá Norðfirði. Hann var með Guðmundi Kristjónssyni
á Stapafellinu í nokkur ár og var þeim vel til vinna alla tíð og hann kinntist mörgum góðum mönnum í Ólafsvík. Gylfi Magnússon einn af eigendum fiskvinnslunar Bakka í Ólafsvík rekur minningarbrot sín frá Ólafsvík á áhugaverðan hátt og segir frá mörgum skemmtilegum hlutum sem gaman er að rifja upp.
Vigfús Vigfússon í Ólafsvík og
Hans Bjarni Sigurbjörnsson ræða saman um húsið Gimli á Hellissandi. Hvernig það var flutt á bát til Hellissands frá Ólafsvík þar sem það byggt upp aftur. Ellert Kristinnsson í Stykkishólmi segir frá Jóhannesi Kristjánssyni framsýnum hugsjónamanni sem var með þörungaverksmiðju í Rifi. Gunnlaugur Árnason segir frá tímans rás í Stykkishólmi og Þá eru skemmtilegar greinar eft-

ir þær Helgu Jóhannsdóttur og Viktoríu Guðbjartsdóttur. Margt fleira má nefna ma Afli í fimmtíu ár, áhugaverð samantekt um aflabrögð Ólafs Bjarnasonar SH en árið 2023 voru 50 ár liðin frá því að hann var smíðaður á Akranesi. Áhugaverð grein er um
Kaldalæk eftir Árna Brynjar Bragason. Þá segir Skúli Kristinn Skúlason skipstjóri sögur af sjónum í góðri grein. Að auki eru margar greinar, frásagnir og ekki má gleyma stórskemmtilegum vísum Guðjóns Jóhannessonar bónda í Syðri -Knarrartungu. Myndir eru frá því er sjómenn voru heiðraðir og fjöldi mynda frá sjómannadögunum á Snæfellsnesi.
Blaðið er brotið um í Steinprent í Ólafsfsvík og prentað í Litlaprenti. Það er 92 síður að stærð. Ritstjóri er Pétur Steinar Jóhannsson.
Blaðið verður til sölu í versluninni Gleraugna Pétri á Garðatorgi 4 í Garðabæ og einnig á Norðurkaffi Lækjargötu 34d í Hafnarfirði. PSJ

Steinunn SH vélarvana
Skólakór Grundarfjarðar

kór Grunnskóla Grundarfjarðar tónleika í Grundarfjarðarkirkju. Á tónleikunum var hvítt þema en nemendur í kórnum klæddust öll hvítum fötum og báru hvíta blómakransa á höfði. Sungið var lög úr öllum áttum auk þess sem
söng. Mikil ánægja var með tónleikana, bæði meðal flytjenda og gesta og er nú þegar komin tilhlökkun í hópinn fyrir næstu tónleikum.
SJ

Björgunarsveitir voru kallaðar út á dögunum þegar dragnótabáturinn Steinunn SH missti vélarafl. Útkallið barst á níunda tímanum fimmtudaginn 23. maí og svöruðu björgunarsveitirnar Klakkur og Lífsbjörg kallinu. Skipverjar voru á snurvoðaveiðum þegar þeir fengu nótina í skrúfuna sem varð til þess að gír gaf sig og skipið varð vélarvana. Báturinn var staddur vestur af Melrakkaey fyrir utan Grundarfjörð. Björgunarsveitin Klakkur var því fljót á
staðinn á harðbotna slöngubátnum Reyni. Það viðraði vel þegar óhappið varð og voru skipverjar búnir að skera nótina frá skrúfunni þegar björgunarsveitin kom að. Björgunarsveitarmenn úr Lífsbjörg í Snæfellsbæ mættu stuttu síðar á björgunarsveitarbátnum Björg og tóku þeir Steinunni SH í tog til Ólafsvíkur. Myndin er fengin hjá Björgunarsveitinni Klakki.




Öldungamót í blaki

Lífsbjörg í verðmætabjörgun

Björgunarsveitarbáturinn
Björg var kallaður út mánudaginn 27. maí þegar beiðni barst um verðmætabjörgun. Grundarfjarðarhöfn hafði sent út beiðni til sjófarenda degi áður um að hafa augu með fríholti eða bamba sem hafði tapast í sunnan foráttuveðrinu sem var um helgina. Fríholtið getur verið sjófarendum hættulegt og óskaði höfnin því eftir upp lýsingum ef sæist til þess. Það fannst að lokum 10 mílur Suð vestur af Látrabjargi og var haft samband við björgunarsveitina
Lífsbjörgu að beiðni Grundarfjarðarhafnar og Landhelgisgæslunnar. Rekaldið fannst þá 15 mílum vestur af Látrabjargi eða um 50 sjómílum frá Rifi. Fríholtið var þaðan dregið til hafnar í Rifi og verður keyrt landleiðina til Grundarfjarðar á ný.
Öldungamótið í blaki fór fram í Mosfellsbæ dagana 9. til 12. maí. Öldungamót BLÍ er eitt stærsta íþróttamótið á landinu með um 1.000 keppendur að jafnaði ár hvert. Keppendur eiga það allir sameiginlegt að hafa náð 30 ára aldri og er markmiðið með mótinu að útbreiða blakíþróttina, stuðla að framförum í blaktækni
og viðhalda getu keppenda. Frá Snæfellsnesi fóru tvö lið í ár, Men in black 2 sem kepptu í 2. deild karla og urðu í 2. sæti í sínum riðli og Ungmennafélag Grundarfjarðar sem keppti í 4. deild kvenna og enduðu í 7. sæti í sínum riðli. Meðfylgjandi eru myndir af keppendum í liðunum tveimur sem voru sátt með skemmtilega helgi. SJ
Vorhátíð barnastarfsins
í Grundarfjarðarkirkju
dikt Björn Sveinbjörnsson tók
JJ


Sunnudaginn 12. maí var haldið vorhátíð barnastarfsins í Grundarfjarðarkirkju. Börn úr Staðastaðarprestakalli og Setbergsprestakalli hittust þá í kirkjunni og gerðu sér glaðan dag með Kirkjubralli, lokahátíð sóknanna. Séra Laufey Brá Jónsdóttir, sókarprestur í Setbergsprestakalli, og Séra Brynhildur Óla Elínardóttir, sóknarprestur í Staðastaðarprestakalli, sáu um lokahátíðina og var þemað í ár kærleikur og sköpun Guðs. Magnús Hlynur Heiðarsson, fréttamaður á Stöð 2 tók viðtal við prestana áður en hátíðin hófst og kom það fram að
barnastarf í kirkjum á Snæfells nesi hafi blómstrað í vetur og í vor. Gott dæmi um það er kirkjan í Grundarfirði þar sem allt hefur iðað af lífi og fjöri í starfi með börnum og unglingum á svæðinu. Dagurinn heppnaðist stórkostlega vel og mættu um 110 einstaklingar frá báðum sóknum til að ljúka vetrinum saman. Prestarnir skelltu sér í dulargervi kisupresta og börnin sköpuðu, hoppuðu í kærleika Guðs, léku dýr, sungu og tóku þátt í sameiginlegu borðhaldi.

Óskum sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með sjómannadaginn.

ALLT TIL ÚTGERÐAR OG VINNSLU Ólafsbraut 19, 355 Ólafsvík

































Launafólk athugið
ORLOFSUPPBÓT 2024
Minnum félagsmenn á rétt sinn á að fá greidda orlofsuppbót/persónuuppbót, en það er föst árhæð sem atvinnurekendum er skylt að greiða starfsfólki sínu ár hvert.
Starfsfólk á almennum vinnumarkaði: 58.000 kr. miðað við fullt starf og greiðist 1. júní.
Starfsfólk hjá ríkinu:
Ekki hefur verið samið um árhæð uppbótarinnar. Á árinu 2023 var orlofsuppbótin 56.000 kr. miðað við fullt starf og greiðist 1. júní.
Starfsfólk sveitarfélaga:
Ekki hefur verið samið um árhæð uppbótarinnar. Á árinu 2023 var orlofsuppbótin 55.700 kr. miðað við fullt starf og greiðist 1. maí.
Keppendur af Snæfellsnesi á Rey cup

Rey cup vormótið fór fram í Laugardalnum helgina 24. og 25. maí. Mótið er haldið fyrir unga og upprennandi knattspyrnuiðkendur og er frábær leið til að byrja skemmtilegt fótboltasumarið. 6., 7., og 8. flokkur drengja og stúlkna kepptu á mótinu með fyrirkomulagi sem hentar vel fyrir þessa aldursflokka. Spilað var til sigurs í öllum deildum í 6. og 7. flokki og bikar veittur sigurvegurum auk þess sem allir þátttakend-

ur mótsins fengu þátttökugjöf. Snæfellsnes átti 7 lið á mótinu, eitt drengja og eitt stúlkna lið í 8. flokki, eitt drengja lið í 7. flokki og þrjú drengjalið og eitt stúlknalið í 6. flokki. Tvö lið í 6. flokki drengja sigruðu alla sína leiki og lönduðu 1. sæti í sínum riðli og fengu bikarinn heim. Allir þátttakendur á mótinu stóðu sig með miklum sóma og eru framtíðin í knattspyrnu á Snæfellsnesi björt. SJ

- Bílaviðgerðir - Skipaþjónusta - Almenn suðuvinna - Smurþjónusta - Smábátaþjónusta - Dekkjaverkstæði
Víkingur - Selfoss

Leik Víkings og Selfoss sem átti að fara fram laugardaginn
25. maí var frestað vegna veðurs og mættu Selfyssingar því aftur í Ólafsvíkina mánudaginn 27. maí til að spila fjórða leik Víkinga á Íslandsmóti KSÍ. Víkingar fóru taplausir inn í leikinn og áttu eina markið í fyrri hálfleik, Luis Alberto Diez Ocerin
eða Tatu skoraði á 17. mínútu. Í seinni hálfleik jafnaði Selfoss á 54. mínútu og á 58. komust þeir svo yfir. Björn Axel Guðjónsson jafnaði svo muninn á 88. mínútu. Víkingar eru því ennþá taplausir á mótinu og deila nú 2. sætinu með Ægi, 2 stigum á eftir Selfossi sem er í 1. sæti. SJ



Jökull Bæjarblað steinprent@simnet.is
1617
vegr@vegr.is vegr.is
S: 849-7276 Remek og 898-5463 Þórður

Mikil úrkoma hefur verið á Snæfellsnesi það sem af er sumri enda gróðurinn farinn að taka vel við sér. Úrkomumælingar Veðurstofu Íslands í Ólafsvík sýndu að úrkoma frá 23.-24. maí var nærri 110mm. Það byrjaði að rigna að kvöldi fimmtudags og það rigndi samfellt í meira en sólarhring. Ákefðin var mjög mikil og ekki síst á norðanverðu nesinu. Klukkan 18:00 föstudaginn 24. maí hafði rignt 110mm í Ólafsvík og nærri 90mm á sama tíma í Grundarfirði,
til að setja það í samhengi jafngilda 100 mm af rigningu því að hellt sé 100 lítrum af vatni á hvern fermetra lands. Það hefur haldið áfram að rigna af og til síðan þá en veðurspáin viðist ætla að vera góð fyrir sjómannadagshelgina. Þó að flestum leiðist rigningin þá leynist fegurð í henni líkt og sjá má á þessari mynd sem tekin var í síðustu viku þegar sólin lét sjá sig inn á milli skúra.





Starfsfólk hafna Snæfellsbæjar sendir sjómönnum og fjölskyldum þeirra bestu kveðjur á sjómannadaginn.

38. útskrift Fjölbrautaskóla Snæfellinga
Föstudaginn 24. maí 2024 voru 27 nemendur útskrifaðir frá Fjöl brautaskóla Snæfellinga.
Tíu nemendur luku námi á fé lags- og hugvísindabraut, tveir nemendur luku námi á náttúru og raunvísindabraut, tveir nem endur luku námi nýsköpunarog frumkvöðlabraut, átta nem endur luku námi á opinni braut, þrír nemendur luku námi á starfs braut og tveir nemendur luku við bótarnámi til stúdentsprófs. Með þessum hóp hefur skólinn útskrif að 597 nemendur frá fyrstu út skriftinni sem var í desember 2005. Það er rétt að nefna að í útskriftarhópnum voru nemend ur úr tíu póstnúmerum. Á fyrstu árum skólans komu nemendur fyrst og fremst af upptökusvæði skólans, þ.e. Snæfellsnesi en í dag eru nemendur alls staðar af að landinu.
Í ræðu Hrafnhildar Hallvarðsdóttur skólameistara kom m.a. fram að nú hefur Fjölbrautaskóli Snæfellinga lokið 20. starfsárinu sínu en hér hófst kennsla 30. ágúst 2004 og árið 2007 hóf

FSN rekstur á Framhaldsdeild á Patreksfirði fyrir nemendur á sunnanverðum Vestfjörðum. Það verður aldrei of oft sagt og ítrekað hve mikil tímamót það voru þegar unglingar á Snæfellsnesi og síð-
Nýtt merki
Taflfélagsins
Skákin hefur verið í mikilli uppsveiflu á Snæfellsnesinu síðustu misserin og hefur Taflfélag Snæfellsbæjar átt sinn þátt í því. Taflfélagið býður íbúum Snæfellsbæjar og Grundarfjarðar upp æfingar í hverri viku, ungum sem öldnum, og bætist sífellt í hóp þeirra sem falla fyrir íþróttinni. Taflfélagið var fyrst stofnað árið 1962 og tók starfsemi sína aftur upp í október 2021 eftir nokkurra ára pásu. Á dögunum birti félagið nýtt logo en Sigurður Scheving og Gunnar Gunnarsson heitinn fengu hugmynd um að setja logo félagsins á boli og hettupeysur og gekk það ekki upp með gamla logoið sem var hannað af Jónasi Gunnarssyni, syni Gunnars. Sigurður fór því í að hanna nýtt logo, hugmyndirnar streymdu og tók hann sér nokkra daga í að teikna og að endaði að lokum með nýja logoið. Stóð það uppúr og segist Sigurður sáttur

með niðurstöðuna. Þá fékk hann aðstoð frá Jónasi Gunnarssyni, hönnuði gamla logosins, til að koma því á rafrænt form, velja letur og litasamsetningu. Nú þegar logoið er tilbúið og komið á rafrænt form er hægt að prenta það á varning og er það fyrsta tilbúið, fáni félagsins sem er á meðfylgjandi mynd. SJ
ar einnig á sunnanverðum Vest fjörðum áttu þess kost að sækja framhaldsnám í heimabyggð en fyrir stofnun skólans var aldurshópurinn 16-20 ára varla sýnilegur í samfélögunum yfir veturinn því allir sem vildu ganga menntaveginn fóru í burtu um haustið með þeirri undantekningu að í Stykkishólmi var rekin framhaldsdeild sem útibú frá Akranesi.
Eftir útskrift veitti Hermann Hermannsson kennari viðurkenningar fyrir námsárangur.
Bjarni Þormar Pálsson var dúx með 9.03 í meðaleinkunn og fékk menntaverðlaun Háskóla Íslands auk peningagjafar frá Arion banka. Einnig fékk hann viðurkenningu fyrir góðan námsárangur fyrir dönsku. Berglind Hólm Guðmundsdóttir og Harpa Dögg Bergmann Heiðarsdóttir hlutu einnig viðurkenningu fyrir góðan námsárangur í dönsku. Berglind Hólm fékk viðurkenningu fyrir góðan námsárangur í félagsgreinum auk þess sem hún fékk viðurkenningu fyrir störf sín sem forseti nemendafélagsins. Harpa Dögg hlaut þá einnig viðurkenningu fyrir góðan námsárangur í sögu.
Marta Björg Einarsdóttir fékk verðlaun frá Háskólanum í Reykjavík fyrir góðan námsárangur í raungreinum. Ásdís Gísladóttir hlaut viðurkenningu fyrir góðan námsárangur í tungumálum
og Patrycja Stepinska fékk hvatn ingarverðlaun frá Zontaklúbbnum Uglu í Borgarfirði.
Davíð Svanur Hafþórsson flutti frumsamið lag en með sama lagi tók hann þátt í Söngkeppni framhaldsskólanna fyrir hönd skólans. Að því loknu fluttu hann og Berglind Hólm kveðjuræðu útskriftarnema. Þau töluðu um skólabraginn og hlýja viðmótið við skólann, tækifærin sem þau fengu á sinni skólagöngu í verkefnum og ferðalögum.
Því næst flutti Gauti Daðason 10 ára stúdent ræðu fyrir hönd eldri útskriftarnema og sagði frá því hvað námið við skólann hefði undirbúið hann vel undir laganámið sem hann fór í eftir útskrift frá skólanum.
Erna Guðmundsdóttir flutti ræðu fyrir hönd starfsfólks en hún hefur starfað við skólann í 15 ár en hefur ákveðið að láta af störfum við FSN. Í ræðu sinni kom Erna m.a. inn á mikilvægi þess að hafa framhaldsskóla í heimabyggð þannig að nemendur þyrftu ekki að fara ungir að heiman og að það hefði sýnt sig að nemendur kæmu vel undirbúnir til frekara náms eftir útskrift úr FSN. Kannanir á gengi nemenda í háskólum hefðu t.d. sýnt að nemendur úr FSN væru í 6. sæti yfir nemendur sem ljúka námi úr háskólum. Eftir athöfn var gestum og velunnurum boðið til veislu.
Forseti kosinn á laugardag


Nokkrir forsetaframbjóðendur hafa komið við á ferð sinni um landið og rætt við Snæfellinga.
Baldur Þórhallsson ræddi við kjósendur í Stykkishólmi, Grundarfirði og á Rifi. Í Grundarfirði og á Rifi bauð Baldur upp á vöfflukaffi og var mjög vel mætt á báða staði. Áður en Baldur fór í vöfflubakstur á Rifi mætti hann á afmælis æfingu í CFSNB en fyrir tilviljun var verið að halda upp á 5 ára afmæli stöðvarinnar. Baldur er vanur að þræða crossfit stöðvar á ferð sinni um landið og var þetta góð leið til þess að nálgast og ræða við kjósendur.
Arnar Þór Jónsson var á ferðinni og hélt opinn fund á REKS í Ólafsvík síðastliðinn laugardag. Arnar kom við á dvalarheimilinu Jaðri og átti gott spjall við íbúa og starfsfólk auk þess að eiga samtal við kjósendur á Staðastað og á Lýsuhóli.
Halla Hrund Logadóttir átti einnig gott spjall við íbúa á svæðinu. Hún var með opinn fund í félagsheimilinu Klifi og í samkomuhúsinu í Grundarfirði. Þar bauð hún upp á léttar veitingar og kynnti fyrir bæjarbúum sína sýn og áherslur.
Nú styttist í forsetakosningar og eru flestir líklega búnir að gera upp hug sinn. Kjörfundir vegna kosninganna verða laugardaginn 1. júní á þremur stöðum í Snæfellsbæ. Þeir verða í grunnskólanum í Ólafsvík og í grunnskólanum á Hellissandi frá klukkan 10:00-22:00. í Staðarsveit verður kjörfundur haldinn í grunnskólanum á Lýsuhóli frá klukkan
10:00-19:00. Í Grundarfirði verður kjörfundur í samkomuhúsinu frá klukkan

10:00-22:00. Kjósendum er bent á að vissara er að hafa persónuskliríki með á kjörstað og ennþá er
hægt að kjósa utan kjörfundar. JJ

