Holufylla eftir leysingar
Þegar óveðri helgarinnar slotaði voru vegir á Snæfellsnesi víða illa farnir eftir vatnsveður og leysingar, klæðning á vegum er víða orðin þunn og þolir illa mikil umskipti í hita, sérstaklega ef því fylgir mikil úrkoma.
Strax og færi gafst vegna veðurs fóru starfsmenn Vegagerðarinnar af stað til að fylla í holur og nutu
þeir aðstoðar Balatáar en það fyrirtæki hefur á að skipa bíl með malbikskassa sem heldur malbikinu heitu svo að auðveldara er að vinna það.
Sigurjón Hilmarsson tók meðfylgjandi mynd þegar gert var við holur undir Kirkjufellinu.
- Bílaviðgerðir
- Skipaþjónusta
- Almenn suðuvinna
- Smurþjónusta
- Smábátaþjónusta
- Dekkjaverkstæði
Ákæra vegna
styttumálsins
Gefin hefur verið út ákæra á hendur listakonunum Bryndísi Björnsdóttur og Steinunni Gunnlaugsdóttur. Eru þær ákærðar styttumálið svokallaða en þær vöktu mikla athygli í fyrra þegar þær stálu styttunni af Guðríði Þorbjarnardóttur frá Laugarbrekku í mars. Styttan birtist svo inni í verki listakvennanna fyrir utan Nýlistasafnið í Reykjavík í apríl. Í kjölfarið fjarlægði lögreglan verkið en úrskurð Landsréttar þurfti til að aðskilja verkin.
Það gekk upp og var styttan komin heim á Laugarbrekku um sumarið. Bryndís og Steinunn eru ekki ákærðar fyrir að stela styttunni heldur vörslu þýfis og fyrir brot á höfundarrétti. Brot listakvennanna gagnvart höfundarlögum snúa að því að hafa not
að umrætt listaverk Ásmundar heimildarlaust í eigin þágu með því að hafa innlimað það í eigið lista verk og þannig „breytt listaverki Ásmundar og birt það með þeim hætti eða í því samhengi að það skerti höfund arheiður og höf und ar sér kenni hans,“ eins og það er orðað í ákær unni. Málið verður þingfest 16. febrúar og krefst héraðssaksókn ari þess að lista kon urn ar verði dæmd ar til refs ing ar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Jafnframt er lögð fram einkaréttarkrafa fyrir hönd Guðríðar og Lauga brekku hóps ins þar sem þess er krafist að ákærðu verði gert að greiða kr. 1.501.825 í skaðabæt ur auk vaxta vegna þjófnaðar styttunnar.
jó
1055. tbl - 23. árg.
16 . febrúar 2023
sj
vegr@vegr.is vegr.is
849-7276 Remek og 898-5463 Þórður
S:
Einn-Einn-Tveir-dagurinn
112 dagurinn er haldinn árlega þann 11. febrúar en vegna veðurs var dagskrá í Snæfellsbæ og Grundarfirði seinkað fram á sunnudaginn 12. febrúar. Markmiðið með deginum er að kynna neyðarnúmerið 112 og starfsemi aðila sem tengjast því, efla vitund fólks á mikilvægi þessarar starfsemi og hvernig hún nýtist almenningi. Í ár var þema dagsins “Hvað get ég gert?” og með því var ætlunin að vekja fólk til vitundar um hvernig hægt er að bregðast við þegar neyðarástand skapast, til dæmis þegar komið er að slysi, einhver nærstaddur veikist skyndilega, eldur brýst út eða annað slíkt. Í Snæfellsbæ var haldið upp á daginn með bílalest viðbragðsaðila sem ók frá slökkvistöðinni í Ólafsvík, tók hún hring um bæinn og fór það
an út á Hellissand og endaði að lokum á Rifi í Björgunarstöðinni Von þar sem viðbragðsaðilarnir voru með sýningu og kynntu störf sín og búnað. Í Grundarfirði fóru viðbragðsaðilar einnig rúnt um bæinn sem endaði á opnu húsi í slökkvistöðinni í Grundarfirði.
Getraunir 1x2
Veðrið var nú ekki til að laða að marga á laugardaginn, en nokkrir komu þó við og freistuðu gæfunnar. „Spekingunum“ okkar er að fara fram, hægt og rólega, en þeir náðu í 11 réttum úrslitum á seðli helgarinnar, þrátt fyrir að ensku dómararnir í tæknideildinni (VAR) staðfestu mark, sem ekki hefði átti að standa í einum leik á síðasta seðli. Ef svo hefði farið væru okkar menn með 12 rétta. Það hefði nú verið þokkaleg staða. Nú, en
11 réttir gáfu smá vinning og léttir andann, svo menn ganga um með bros á vör, allavega út í annað. Ekki veitir af í þessu leiðinda veðri, sem gengið hefur yfir á Þorranum. Leikar eru að æsast í enska boltanum, svo núna er eins gott að missa ekki af, og að venju verðum við í Átthagastofunni á laugardaginn, á milli klukkan 11.00 og 12.00 tilbúin að fylla út seðil með áhugasömum, svo endilega að mæta og allavega fá sér kaffisopa.
Upplag: 500
Áb.maður: Jóhannes Ólafsson
Prentun: Steinprent ehf.
Sandholt 22a, Ólafsvík
355 Snæfellsbæ
Með þessu minna viðbragðsaðilar á sig og það mikilvæga starf sem þeir sinna og að vanda var góð þátttaka í 112 deginum. Myndin úr Grundarfirði er
Blaðið er gefið út af Steinprent ehf. og liggur frammi í Snæfellsbæ og Grundarfirði,
Blaðið kemur út vikulega.
Netfang: steinprent@simnet.is
Sími: 436 1617
umræðu um leikskólastarf og um leið beina athygli samfélagsins að því faglega og metnaðarfulla starfi sem innt er af hendi
á leikskólum landsins á hverjum degi. Kennsluhættir og starfsaðferðir leikskólastigsins eru börnum mikilvægt veganesti fyrir líf
ið sjálft og er þessi dagur leikskólans góð áminning á því. Á Leikskólum Snæfellsbæjar var foreldrum boðið til morgunverðar á mánudagsmorguninn þar sem
irði komu nemendur úr 5. bekk Grunnskóla Grundarfjarðar í heimsókn á drekadeildina, léku við börnin og lásu fyrir þau bækur. Boðið var upp á kræsingar fyrir alla og svo hjálpuðu nemendur 5. bekkjar til við að klæða börnin á drekadeild í útifötin fyrir útiveru. Meðfylgjandi mynd er tekin á morgunverðarstund á Sæbóli á Leikskólanum Kríubóli. sj
sj
Bjuggu til snjókarl í rigningunni
Gula og Rauðadeildin á Krílakoti létu ekki veðrið stoppa sig á föstudag í síðustu viku, börnin fóru út í roki og rigningu og bjuggu til flotta snjókarla. Snjókarlana skreyttu þau með kartöflu fyrir augu, gulrót í stað nefs og vínberjum var raðað til að búa til munn.
þú
Enn eitt óveðrið
in á fætur annarri hafa gengið yfir landið. Hafa sjómenn þó nýtt þá daga sem hefur gefið á sjó og komu alls 853 tonn í 49 löndunum á land í höfnum Snæfellsbæjar dagana 6. til 12. febrúar. Þar af var landað 495 tonnum í 20 löndunum í Rifshöfn og 358 tonnum í 29 löndunum í Ólafsvíkurhöfn.
ur á. Laugardaginn 11. febrúar var óveður á nesinu og höfðu
Björgunarsveitin Lífsbjörg og
Björgunarsveitin Klakkur í nógu að snúast. Á Búlandshöfða fóru vindhviður upp í 45 metra á sekúndu og voru þök og þakplötur að losna, skúrar að fjúka, tré og ruslatunnur og jafnvel bílar fóru á hreyfingu. Það leið ekki á löngu þar til næsta lægð skall á en mánudaginn 13. febrúar var sömu söguna að segja, ofsaveður með snörpum vindhviðum og
köllum. Vindur á svæðinu náði 38 til 40 metrum á sekúndu en í Grundarfirði fóru hviðurnar mest upp í 44 metra á sekúndu. Þá voru þakplötur aftur að losna, ruslatunnur, landfestar og fleira auk þess sem húsbíl sem var að fara á ferðina var komið í skjól. Miklir vatnavextir voru einnig á mánudeginum en vatn flæddi yfir vegi og göngustíga víða á nesinu. Meðfylgjandi mynd tók Þröstur Albertsson af tækjageymslu Golfklúbbsins Jökuls. sj
Hjá dragnóta bátunum landaði Steinunn SH 69 tonnum í 3, Magnús SH 60 tonnum í 2, Esjar SH 49 tonnum í 3, Gunnar Bjarnason SH 47 tonnum í 3, Egill SH 43 tonnum í 2, Matthías SH 26 tonnum í 1, Sveinbjörn Jakobsson SH 25 tonnum í 1, Saxhamar SH 16 tonnum í 1 og Guðmundur Jensson SH 12 tonnum í 1 löndun. Handfæra bátarnir eru
víkurhöfn, lönduðu þeir 3 tonnum í 3 löndunum. Hjá litlu línu bátunum landaði Tryggvi Eðvarðs SH 38 tonnum í 2, Gísli Súrsson GK 37 tonnum í 3, Særif SH 31 tonni í 2, Stakkhamar SH 30 tonnum í 2, Kristinn HU 19 tonnum í 2, Lilja SH 17 tonnum í 1, Brynja SH 16 tonnum í 2, Bíldsey SH 14 tonnum í 1, Gullhólmi SH 11 tonnum í 1, Sverrir SH 8 tonnum í 3 og Rán SH 6 tonnum í 2 löndunum. Hjá stóru línu bátunum landaði Tjaldur SH 65 tonnum, Örvar SH 53 tonnum, og Rifsnes SH 32 tonnum allir í 1 löndun. Tveir neta bátar lönduðu Bárður SH landaði 90 tonnum í 3 og Ólafur Bjarnason SH 36 tonnum í 2 löndunum. þa
Einu sinni í viku hittist hópur kvenna í íþróttahúsinu í Snæfellsbæ og gera eitthvað skemmtilegt saman, þær kalla sig Pílurnar. Á þriðjudagskvöldum klukkan 19:3020:30 er húsið frátekið fyrir Pílurnar og er yfirleitt mjög vel mætt. Skráning fer fram á facebook síðu þeirra en þar kemur einnig fram hvaða leikir eða íþrótt verður stunduð hvert
Pílurnar eins árs
viku með frábrugðnu sniði. 30 Pílur mættu í brennó og var lit ríkt fata þema. Allir voru hvatt ir til að mæta í litríkum fötum en verðlaun voru í boði fyrir litrík asta dressið. Hafrún Björnsdótt ir hlaut verðlaunin fyrir litríkasta dressið enda einstaklega glæsilegt og litríkt fataval. Erla Gunnlaugs dóttir fékk verðlaun fyrir tilþrif kvöldsins og Rebekka Heimisdótt
gæddu sér á afmælisköku. Kristfríður Rós Stefánsdóttir blés á af
eru allar konur hvattar til þess að mæta og taka þátt í léttum íþrótt
ímapa