1046. tbl - 22. árg. 15. desember 2022 Valhöll fasteignasala hefur selt fasteignir á Snæfellsnesi sl. 25 ár. Við höfum mikila þekkingu og reynslu sem tryggir viðskiptavinum örugg og ánægjuleg viðskipti. Valhöll er í hópi frammúrskarandi fyrirtækja skv, Credit-info síðastliðin 8 ár (2% fyrirtækja á Íslandi). Við erum reiðubúin til þjónustu fyrir þig. Pétur Steinar Jóhannsson aðstoðarmaður Ingólfs í Snæfellsbæ. 893-4718 psj@simnet.is Ingólfur Gissurarson Löggiltur fasteignasali og ábyrgðaraðili 896-5222 ingolfur@valholl.is - Bílaviðgerðir - Skipaþjónusta - Almenn suðuvinna - Smurþjónusta - Smábátaþjónusta - Dekkjaverkstæði vegr@vegr.is vegr.is S: 849-7276 Remek og 898-5463 Þórður
10. bekkur Grunnskóla Snæfellsbæjar hefur um árabil staðið fyrir Bókaveislu í Klifi en hún var haldin þann 8. desember síðastliðinn. Viðburðurinn var fyrst haldinn árið 2002 og var það Framfarafélag Ólafsvíkur sem hélt hana fyrst, þá undir nafninu Bókamessa. Rithöfundarnir sem lásu upp úr nýútgefnum bókum sínum í ár voru Benný Sif Ísleifsdóttir, Jón Kalman Stefánsson, Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Rut Guðnadóttir og Gerður Kristný Guðjónsdóttir. Áður en upplestur hófs buðu nemendur venju samkvæmt, rithöfundunum í súpu og spjall. Nemendur 10. bekkjar kynntu höfundana og seldu veitingar til fjáröflunar fyrir útskriftarferð sem farin verður í vor, Verslunin Kassinn styrkti nemendur með smákökum og vilja þau koma á framfæri þakklæti fyrir það.
Bókaveislan er partur af átthagafræðiverkefnum árgangsins en í þeim er lögð áhersla á
verðlaunin á dögunum fyrir verkefnið sem framúrskarandi þróunarverkefni. Bókaveislan heppnaðist mjög vel að vanda og stóðu nemendur sig mjög vel í sínu hlutverki. jj
Alda Dís sigurvegari í jólalagakeppni Rásar 2
Blaðið er gefið út af Steinprent ehf. og liggur frammi í Snæfellsbæ og Grundarfirði,
Blaðið kemur út vikulega.
Upplag: 500
Áb.maður: Jóhannes Ólafsson
Prentun: Steinprent ehf. Sandholt 22a, Ólafsvík 355 Snæfellsbæ
Netfang: steinprent@simnet.is
Sími: 436 1617
Alda Dís Arnardóttir vann nýlega jólalagakeppni Rásar 2 árið 2022 með lag sitt Velkominn desember. Rúmlega 50 lög bárust í keppnina í ár og átta þeirra voru valin til úrslita. Líkt og vant er gafst landsmönnum kostur á að kjósa sitt eftirlætislag og gilda atkvæði þeirra til móts við dómnefnd Rásar 2. Lagið hennar Öldu Dísar reyndist hlutskarpast og er því jólalag Rásar 2 í ár. Lag og
texta samdi Alda Dís sjálf en textinn byggir á hennar eigin reynslu. Fannar Freyr Magnússon útsetti svo lagið og gaf því sannkallaða jólatöfra. Fyrir sigurinn í keppninni hlýtur Alda að launum vegleg verðlaun auk þess sem lagið verður flutt á jólatónleikum Björgvins Halldórssonar sem fara fram í Laugardalshöll 17. desember næstkomandi.
Bókaveisla í Klifi
sj
Við bjóðum upp á alhliða bílaviðgerðir, dek kjask ipti og smurþjónustu. Tímapantanir í síma 436-1111 Jökull Bæjarblað steinprent@simnet.is 436 1617
Opnun listsýningar í 3 Veggir
Formleg opnun jólasýningar í listrýminu 3 Veggir á Hellissandi var á laugardaginn síðastliðinn. Listrýmið er staðsett í húsi Himinbjarga að Munaðarhóli 25-27. Eigendur Himinbjarga, Bjarni og Ragnheiður sem eru myndlistarmenn, eru með verk frá liðnum tíma í ýmsum gerðum og stærðum á sýningunni. Boðið var upp á jólastemmingu og votar veitingar af ýmsu tagi. Gestir sýningarinnar geta skráð sig í happadrætti en dregið verður út eftir lokun á
Þorláksmessu. Opnunartími fyr ir jól eru 17.-18. desember frá 14:00-18:00 og á Þorláksmessu frá 14:00-22:00. Aðstandendur sýn ingarinnar bjóða alla velkomna í þessa frábæru viðbót við bæjarlíf ið á aðventunni.
Nemendur í fimmta bekk Gsnb heimsóttu 3 Veggi á þriðjudag og tók Inga Harðardóttir mynd menntakennari meðfylgjandi myndir við það tækifæri.
keppninni. Úrslit leikja þar hafa ekki verið eins fyrirséð eins og okkar spekingar ætluðu. Eins og lesendur þessara pistla rekur eflaust minni til, ætluðu okkar menn sér stóran hlut í vinn-
leikir á seðlinum. Við höldum ótrauð áfram höfum opið á laugardaginn á milli kl. 11.00 og 12.00 með kaffi á könnunni og Macintosh mola með. Með því að kaupa raðir styðjum við strák-
Félagskonur í Lionsklúbbnum Rán gerðu sér glaðan dag í síðastliðinni viku og gáfu gjafir. Fóru þær með veglega jólaglaðninga í Smiðjuna og á Dvalarheimilið Jaðar sem innihéldu allt það nauðsynlegasta til þess að njóta aðventunnar.
Aðventugjafir frá lionskonum Útgáfa Jökuls á næstunni
Sigrún, Bylgja og Marta afhentu gjafirnar fyrir hönd Lionskvenna. Inga Nellý tók á móti gjöfinni á Jaðri en vinirnir Jóhann Steinn, Hilmar Atli, Bjargmundur og Ómar tóku á móti gjöfinni fyrir hönd starfsmanna Smiðjunnar. jj
Jólablað Jökuls kemur út mmtudaginn 22. desember, efni, jólakveðjum og auglýsingum þarf að skila fyrir kl. 17 föstudaginn 16. desember.
Á milli jóla og nýárs kemur Jökull út mmtud. 29. des., efni og auglýsingum þarf að skila fyrir kl. 16 þriðjudag 27. des.
Gera ráð fyrir 134 milljóna rekstrarafgangi
Fjárhagsáætlun Snæfellsbæjar, A- og B-hluta stofnana, fyrir árið 2023 var samþykkt samhljóða á bæjarstjórnarfundi fimmtudaginn 8. desember. Við það tækifæri var samþykkt eftirfarandi bókun:
“Bæjarstjórn Snæfellsbæjar hefur í sameiningu unnið að gerð fjárhagsáætlunar Snæfellsbæjar fyrir árið 2023. Samstarf bæjarstjórnar hefur verið gott í þessari vinnu og samstaða verið um breytingar á gjaldskrám, styrkveitingar og framkvæmdaliði fyrir árið 2023.
Verðbólga ársins 2022 fór töluvert fram úr því sem búist var við og telur bæjarstjórn þörf á að mæta þeim kostnaði sem sú verðbólga hefur valdið með gjaldskrárhækkunum, sem nema þó ekki nema 5% að meðaltali á meðan verðbólgan hefur verið í kringum 10%. Gjaldskrár hækka þó ekki allar. Gjaldskrá leikskólagjalda stendur í stað. Jafnframt er engin hækkun á gjaldskrá barna, aldraðra og öryrkja í sund.
Gjaldskrá fasteignagjalda tekur einnig breytingum. Þegar gefið var út nýtt fasteignamat fyrir árið 2023 um mitt ár 2022 var fyrirsjáanlegt að ef engar breytingar yrðu gerðar á álagningarprósentu fasteignagjalda myndu gjöldin hækka um hátt í 25% á árinu 2023. Bæjarstjórn tók því ákvörðun um að lækka álagningarprósentur fráveitugjalda um 26% og vatnsgjalds um 30%, en þessi lækkun gerir það að verkum að hækkun
fasteignagjalda helst í hendur við verðbólgu ársins 2022.
Afsláttur fasteignaskatts til elliog örorkulífeyrisþegar hækkar, ásamt viðmiðunarmörkum tekna, sem nemur launavísitölu ársins.
Útsvarsprósenta í Snæfellsbæ verður óbreytt, en þó með fyrirvara um breytingar á lögum frá Alþingi um útsvarsprósentur sveitarfélaga.
Bæjarstjórn leggur áherslu á að viðhalda þeirri góðu þjónustu sem veitt er í sveitarfélaginu og að henni hlúð eins og kostur er. Styrkir til félagasamtaka á árinu 2023 verða samtals kr. 65.380.000.- Að venju eru hæstu styrkirnir til íþrótta- og ungmennastarfs.
Snæfellsbær mun áfram bjóða upp á frístundastyrk til tómstundastarfs ungmenna og á árinu 2023 mun sá styrkur hækka úr kr. 20.000.- á barn í kr. 30.000., eða um 50%.
Svigrúm til framkvæmda er ágætt. Áfram er gert er ráð fyrir því að meginhluta framkvæmda ársins 2023 verði í viðhaldsframkvæmdum á húsnæði bæjarins. Samtals er gert ráð fyrir tæpum 95 milljónum í viðhaldsverkefni í grunnskóla, leikskóla og fleiri stöðum. Það hefur háð okkur töluvert undanfarin ár hversu erfitt hefur verið að bóka iðnaðarmenn í verkefnin sem við þurfum að vinna, en það horfir vonandi til bóta á árinu 2023.
Gert er ráð fyrir að fjárfestingar ársins verði um 514 milljónir króna sem er nokkuð á pari við árið 2022, þar af um 244 milljónir hjá bæjarsjóði Snæfellsbæjar og rúmar 270 milljónir hjá Hafnarsjóði. Stærstu framkvæmdir ársins 2023 verða trébryggja og stálþil við Norðurtangann í Ólafsvík, malbikun gatna í þéttbýli Snæfellsbæjar, endurnýjun á þaki grunnskólans á Hellissandi og ný rennibraut á útisvæði sundlaugarinnar í Ólafsvík.
Fjárhagsstaða Snæfellsbæjar er ágæt. Gert var ráð fyrir lántöku upp á 200 milljónir í fjárhagsáætlun ársins 2022, en ekki hefur verið nauðsynlegt að nýta þá heimild. Snæfellsbær er því ekki að auka við lán á árinu 2022, heldur lækka lán sín töluvert á raunvirði. Á árinu 2023 er gert ráð fyrir lántöku að upphæð 100 milljónir króna til að mæta fjárfestingum.
Fjárhagsáætlun ársins 2023 gerir ráð fyrir að skila rekstrarafgangi upp á rúmar 52 milljónir hjá A-hluta sjóðum, en um 134 milljónum hjá samanteknum Aog B-hluta sjóðum. Það þýðir að reksturinn gefur ákveðið svigrúm til fjárfestinga og ekki þurfi að fjármagna allar fjárfestingar ársins með lántöku. Skuldahlutfall Snæfellsbæjar í ársreikningi 2021 var 84% hjá A-hluta og 70,1% hjá samanteknum reikningi A- og B-hluta, en ef notað er skuldaviðmið skv. reglum um fjárhagsleg viðmið sveitarfélaga, þá fer prósentan niður í 61,17% hjá A-hluta og 49,18% fyrir samstæðuna. Þar sem engin lán voru tekin á árinu
2022 er gert ráð fyrir að skuldahlutfall Snæfellsbæjar verði enn lægra í árslok 2022 og jafnframt er gert ráð fyrir að það lækki enn frekar á árinu 2023 þar sem gert er ráð fyrir að afborganir lána verði töluvert hærri en hugsanleg lántaka. Rétt er að taka fram að skv. sveitarstjórnarlögum má skuldahlutfall sveitarfélaga ekki fara yfir 150% og er Snæfellsbær vel innan þeirra marka.
Hafnarsjóður Snæfellsbæjar er vel rekinn og verða miklar framkvæmdir á hans vegum árið 2023, eins og áður kemur fram, eða um 270 milljónir króna. Hafnarsjóður er fjárhagslega vel stæður og skuldar engin langtímalán. Ekki er gert ráð fyrir neinum lántökum hjá Hafnarsjóði á árinu 2023.
Rekstur Snæfellsbæjar hefur verið með ágætum. Ljóst er þó að kjarasamningar eru flestir, ef ekki allir, lausir nú um eða eftir áramótin, sem gerir það að verkum að rennt er blint í sjóinn með áætlun launa fyrir árið 2023. Hagstofan gerir ráð fyrir 5,4% hækkun launavísitölu á árinu 2023 og er það viðmiðið sem notað er í fjárhagsáætlun Snæfellsbæjar. Rekstur stofnana hefur gengið mjög vel á árinu 2022 og er að miklu leyti því að þakka hversu gott samstarf hefur verið við forstöðumenn og starfsfólk Snæfellsbæjar. Bæjarstjórn Snæfellsbæjar treystir á að samstarfið verði áfram farsælt, því einungis þannig verður hægt að ná fram góðum rekstri hjá sveitarfélaginu.“
Undir bókunina skrifuðu allir bæjarfulltrúar.
Dæmi um fasteignagjöldin, hvernig þau voru 2022, hvernig þau verða 2023 miðað við þær breytingar sem gerðar verða á gjaldskrá, og svo hvernig þau hefðu orðið ef engar breytingar hefðu verið gerðar.
Gjaldskrár fasteignagjalda í Snæfellsbæ 2023
Gjaldskrár fasteignagjalda í Snæfellsbæ 2023
Álagning fasteignagjalda byggir á fasteignamati húsa og lóða í Snæfellsbæ, sem tekur meðal annars mið af stærð þeirra, notkun og lóðarhlutastærð. Álagningarstofninn er fenginn frá Þjóðskrá Íslands 31. desember ár hvert auk þess sem fasteignaskattur leggst á nýjar lóðir og ný mannvirki í hlutfalli við ársálagningu frá næstu mán aðarmótum eftir að þau eru skráð og metin í Fasteignaskrá. Fasteignaskattur fellur niður næstu mánaðamót eftir að mannvirki er afskráð í Þjóðskrá Íslands. Byggingarfulltrúi sendir Þjóðskrá Íslands upplýsingar og gögn um nýbyggingar, viðbyggingar, eldri by ggingar sem er breytt, hús sem eru rifin og aðrar viðeigandi upplýsingar. Eigendaskráning húsa og lóða er í höndum Sýslumannsins á Vesturlandi og er hún í samræmi við þinglýst skjöl/gögn. Allar þessar upplýsingar eru notaðar við álagningu fasteignagjalda, leiðréttingar, reikningagerð og innheimtu sem fer fram hjá Snæfellsbæ
Fasteignagjöld íbúðarhúsnæðis: A-skattflokkur
Fasteignaskattur – A-flokkur 0,44% af fasteignamati
Lóðarleiga – A-flokkur 1,80% af lóðarmati
Vatnsgjald – A-flokkur 0,21% af fasteignamati (30% lækkun)
Fráveitugjald – A-flokkur 0,11% af fasteignamati (26% lækkun)
Sorphirðu- og sorpeyðingargjald á íbúðir 41 500.- á tunnu (5% hækkun) Sorpeyðingar- og gámagjald á sumarhús 16 000 - á tunnu (5% hækkun)
Fasteignagjöld á annað húsnæði: B- og C-skattflokkur
Fasteignaskattur – B-flokkur 1,32% af fasteignamati
Fasteignaskattur – C-flokkur 1,55% af fasteignamati
Lóðarleiga – B- og C-flokkur 2,50% af lóðarmati
Vatnsgjald – B- og C-flokkur 0,45% af fasteignamati
Fráveitugjald – B- og C-flokkur 0,20% af fasteignamati
Í A-flokki eru íbúðir, íbúðarhús, sumarhús, útihús og mannvirki á bújörðum tengd landbúnaði. Í B-flokki eru opinberar byggingar. Í C-flokki eru allar aðrar byggingar.
Aukavatnsskattur fer úr 28 krónum í 29 per rúmmeter. Það er hækkun um 3,5% milli ára.
Veittur er afsláttur af fasteignaskatti til þeirra elli- og örorkulífeyrisþega sem búa í eigin íbúð. Miðast afslátturinn við eftirfarandi tekjumörk liðins árs og er hámarksafsláttur kr. 127.000.-
ATH: afsláttur og tekjumörk hækka miðað við hækkun á launavísitölu
100% lækkun
Einstaklingar með heildarárstekjur allt að 5 000.000 krónur Hjón með heildarárstekjur allt að 7 790.000 krónur
75% lækkun:
Einstaklingar með heildarárstekjur á bilinu 5 000.001 - 5 550.000 krónur Hjón með heildarárstekjur á bilinu 7 790.001 - 8 310.000 krónur
50% lækkun:
Einstaklingar með heildarárstekjur á bilinu 5 550.001 – 6.000.000 krónur Hjón með heildarárstekjur á bilinu 8 310.001 - 8 780.000 krónur
25% lækkun:
Einstaklingar með heildarárstekjur á bilinu 56000.001 - 6 510.000 krónur Hjón með heildarárstekjur á bilinu 8 780.001 - 9 300.000 krónur
Við álagningu fasteignagjalda er afslátturinn reiknaður út frá álagningu 2022 vegna skatttekna ársins 2021, þ.e. samtalan af stofni til útreiknings tekjuskatts og útsvars (reitur 2.7) og fjármagnstekjum samtals(reitur 3.10.)
Gjalddagar fasteignagjalda eru 8: 1. febrúar og síðan 1. hvers mánaðar (mars – september) Eindagi er 30 dögum eftir gjalddaga. Dráttarvextir reiknast frá gjalddaga ef ekki er greitt fyrir eindaga. Veittur er 3% staðgreiðsluafsláttur ef gjöldin eru greidd í heild sinni fyrir 15. mars 2023 Hægt er að ganga frá staðgreiðslu með því að draga 3% frá heildarálagningu gj aldanna og leggja inn á banka: 0190 -264240, kt.: 510694-2449.
Snæfellsbær | Klettsbúð 4 | 433 6900 | snb.is
Erasmus + er áætlun Evrópusambandsins sem styður við menntunarskipti. Undir áætluninni getur ungt fólk stundað nám erlendis og sinnt fræðsluverkefnum. Markmið þess er að styðja nemendur, kennara og sjálfboðaliða við að sinna alþjóðlegum verkefnum. Erasmus+ er frábært tækifæri fyrir alla sem vilja stunda nám erlendis. Námið gefur þér einnig tækifæri til að ferðast, eignast nýja vini, læra um menningu og hefðir í öðrum löndum, æfa erlend tungumál og skapa tækifæri til evrópsks samstarfs.
Þann 6. desember heimsóttu fulltrúar Landskrifstofu Erasmus+ áætlunarinnar á Íslandi Grundarfjörð. Aðalefni dagsins var tækifærin sem námið býður ungu fólki, kennurum, skólum, félagasamtökum og æskulýðsstarfsmönnum upp á. Allir fundir voru haldnir á íslensku, ensku og pólsku.
Dagurinn hófst með heimsókn í FSN þar sem kynnt voru námstækifæri fyrir nemendur erlendis. Á opna deginum hjá FSN var hægt að fá ráðgjöf um Erasmus+ verkefni, læra að fylla út styrkumsóknir og fá ráðgjöf um nám og
sjálfboðaliðastarf erlendis.
us + á Íslandi ungt fólk í Kaffi brennslunni Valeria í Grundarf irði og í notalegri jólastemningu ræddu þau um námsstyrki fyrir ungt fólk. Í þessum samtölum hafa þegar fellsbæ.
Aflafréttir
Í höfnum Snæfellsbæjar komu á land þessa sömu daga alls 1082 tonn í 83 löndunum. Þar af komu á land í Rifshöfn 377 tonn í 44 löndunum, í Ólafsvíkurhöfn 699 tonnum í 38 löndunum og á Arnarstapa 6 tonn í 1 löndun. Einn handfærabátur landaði þessa daga og landaði hann í Ólafsvíkurhöfn og 1 tonni í 3 löndunum. Hjá dragnóta bátunum landaði Egill SH 68 tonnum í 4, Gunnar Bjarnason SH 43 tonnum í 3, Ólafur Bjarnason SH 23 tonnum í 1, Sveinbjörn Jakobsson SH 23 tonnum í 3, Magnús SH 19 tonnum í 3, Saxhamar SH 16 tonnum í 3 og Guðmundur Jensson SH 10 tonnum í 2 löndunum. Hjá litlu línu bátunum landaði Tryggvi Eðvarðs SH 66 tonnum í 5, Lilja SH 66 tonnum í 7, Gullhólmi SH 58 tonnum í 3, Stakkhamar SH 58 tonnum í 6, Særif SH 58 tonnum í 4, Kristinn HU 46 tonnum í 6 löndunum, Sverrir SH 26 tonnum í 5, Brynja SH 24 tonnum í 4 löndunum, Kvika SH
bátunum landaði Tjaldur SH 129 tonnum í 1, Rifsnes SH 119 tonnum í 1 og Örvar SH 111 tonnum í 1 löndun. Bárður SH sem er á netum landaði svo 10 tonnum í
tonnum í 1 löndun þessa daga. Hjá botnvörpu bátunum landaði Kaldbakur EA 221 tonni í 1, Viðey RE 189 tonnum í 1, Breki VE 149 tonnum í 1, Sigurborg SH 132
Þórunn GK 57 tonnum í 1, Farsæll SH 52 tonnum í 1 og Þinganes SF 51 tonni í 1 löndun.
þa Heimsókn frá fulltrúum Erasmus+ áætlunarinnar
Gjaldskrár fyrir leikskólagjöld í Snæfellsbæ
GJALDSKRÁ
fyrir leikskólagjöld í Snæfellsbæ Gildir frá 1. janúar 2023 1. gr.
Dvalargjald: Grunngjald fyrir hvert auka korter að dvalartíma loknum..................... 1.000 kr. Grunngjald fyrir hverja dvalarstund....................................................... 4 000 kr.
Fæðisgjald: Morgunmatur.......................................................................................... 2.600 kr. Hádegismatur.............. 5.250 kr. Siðdegiskaffi........................................................................................... 2.600 kr. Fullt fæði........................................ 10.450 kr. 2. gr.
Afslættir af dvalargjald: Einstæðir foreldrar og námsmenn........................................................... 40% Systkinaafsláttur, 2. barn......................................................................... 50% Systkinaafsláttur, 3. barn........................... 100%
Afsláttur til námsmanna gildir ef báðir foreldrar eru skráðir í fullt nám og ljúka a.m.k. 75% af fullu námi. Afsláttur reiknast frá því að vottorð um skólavist er lagt fram. Ljúki ekki báðir foreldrar 75% af fullu námi, fellur afsláttur niður.
Systkinaafsláttur er á milli leikskóla og heilsdagsskóla. Hæsti afsláttur reiknast af lægsta dvalargjaldinu. Afsláttur reiknast eingöngu af heilu dvalargjaldi, ekki af kortersgjaldi, fæði e ða öðrum gjöldum.
3. gr.
Gjaldskrá þessi er samin með vísan til 27. gr. laga um leikskóla nr. 90/2008 og var samþykkt í bæjarstjórn Snæfellsbæjar þann 8. desember 2022. Tekur gjaldskrá þessi gildi þann 1. janúar 2023 og frá sama tíma fellur niður gjaldskrá leikskóla Snæfellsbæjar sem gilt hefur frá 1. janúar 2022.
Snæfellsbær, 8. desember 2022
Kristinn Jónasson, bæjarstjóri
Snæfellsbær | Klettsbúð 4 | 433 6900 | snb.is
Gáfu Fellaskjóli eldvarnakerfi
Grundarfjarðar hefur ekki setið auðum höndum en á dögunum gaf félagið Dvalarheimilinu Fellaskjóli í Grundarfirði eldvarnakerfi. Eldvarnakerfið var komið til ára sinna og kominn tími á endurnýjun. Starfsmannafélagið stendur árlega fyrir fjáröflun þar sem þeir selja dagatöl sem þeir útbúa sjálfir. Hafa þeir nýtt fjár-
munina sem safnast í að uppfæra búnað og tæki slökkviliðsins og gefa gjafir sem tengjast brunavörnum í bænum. Í ár hafa þeir auk eldvarnakerfisins gefið öllum eldri borgurum í Grundarfirði reykskynjara í samstarfi við Grundarfjarðarbæ en bærinn sá um kostnað við uppsetningu tækjanna.
Leikfangahappdrætti Lionsklúbbs Ólafsvíkur
Happdrættismiðar í leikfangahappdrætti Lionsklúbbs Ólafsvíkur eru komnir í sölu, sölustaðir eru: Verslunin Kassinn, Verslunin Hrund, Söluskáli ÓK og Voot. Úrdráttur í leikfangahappdrætti Lionsklúbbs Ólafsvíkur fer fram í félagsheimilinu Kli á aðfangadag kl. 11.
Útgefnir miðar 2.500, aðeins dregið úr seldum miðum.
Lionsklúbbur Ólafsvíkur
jj