1031. tbl - 22. árg.
1. september 2022
Frelsisvitinn vígður á Hellissandi Fimmtudaginn síðasta, 25. ágúst var nýtt listaverk vígt á Hellissandi en það var Frelsisvitinn eftir Jo Kley. Jo Kley er þýskur listamaður sem hefur dvalið í listhúsinu Saltport undanfarna mánuði. Í húsinu er hentugt rými fyrir skúlptúrgerð með útiaðstöðu sem eru kjöraðstæður fyrir listamanninn. Frelsisvitinn er viti númer 25 í stórri listaverkaröð Jo en hann hefur sett upp slíka skúlptúra um allan heim. Það er mark mið listamannsins að tengja lönd sem hafa ólík gildi, bæði menningarlega og sögulega. Listaverkaröðin samanstendur af háreistum skúlptúrum en hann kýs að skapa þessa skúlptúra þar sem allir í heiminum geta tengt við þá, sama frá hvaða bakgrunni fólk er. Hver turn er hannaður til að endurspegla ákveðinn hluta þróunar nútíma samfélags, en þetta byggir Jo á ítarlegum rannsóknum á sögu hvers staðar
fyrir sig, bæði á landi og fólki. Frelsisvitinn á Hellissandi var eins og áður segir vígður við
hátíðl ega athöfn fimmtud ags kvöldið 25. ágúst og að lokinni vígslu bauð þýska sendiráðið á
Íslandi upp á veitingar í Saltporti.
Barnamenningarhátíð Vesturlands Barnamenningarhátíð Vesturlands verður haldin í Snæfellsbæ í september. Hátíðin hefst 8. september og stendur út mánuðinn. Fyrirtæki og einstaklingar sem vilja taka þátt og bjóða upp á sýningar, viðburði og annað í tilefni hátíðarinnar eru hvattir til að hafa samband við skipuleggjendur í gegnum neðangreint netfang. heimir@snb.is
- Bílaviðgerðir - Skipaþjónusta - Almenn suðuvinna - Smurþjónusta - Smábátaþjónusta - Dekkjaverkstæði vegr@vegr.is vegr.is S: 849-7276 Remek og 898-5463 Þórður
sj