Bæjarblaðið Jökull 1028. tbl.

Page 1

1028. tbl - 22. árg.

11. ágúst 2022

Mikil fjölgun skútuheimsókna Það eru engar ýkjur að segja að túrisminn hafi sprungið út í sum­ ar, í vor var útlit fyrir einhverja aukningu ferðamanna en eftir því sem liðið hefur á sumarið hefur komið í ljós að réttara er að tala um sprengingu í fjölda þeirra sem heimsækja Snæfellsnes. Bílaleigu­ bílar ásamt ásamt rútum af öll­ um stærðum mynda langar raðir á vegakerfinu, sérstaklega í byrjun dags og á kvöldin, ekki eru þó allir að sækjast eftir dagsferðum enda næg tækifæri til skoðunarferða og afþreyingar á Snæfellsnesi. Hótel, gistiheimili og önnur gistiþjón­ usta hafa verið með ágætis nýt­ ingu í sumar og hafa komið helg­ ar þar sem ekki var hægt að fá gistingu. Ferðamenn koma ekki aðeins landleiðina til okkar, mjög margir koma sjóleiðina og hafa áður ver­ ið fluttar fréttir í Jökli af komu skemmtiferðaskipa með tilheyr­ andi fjölgun í þéttbýlisstöðun­ um á Snæfellsnesi, gestir skip­ anna eru einnig duglegir við að heimsækja helstu ferðamanna­ staði og er þá oft ekið með þá hring um Nesið. Það hefur ekki aðeins orðið mikil fjölgun skemmtiferða­ skipa við Snæfellsnes í sumar, fjöldi skemmtibáta og snekkj­ ur hafa einnig verið á ferðinni

beggja vegna Snæfellsness og er þá ótalinn allur sá fjöldi af seglskútum sem heimsótt hefur hafnir Snæfellsness það sem af er ári. Í samtali við starfsmann Hafna Snæfellsbæjar kom fram að það sem af er þessu ári hafa 29 seglskútur heimsótt Ólafsvíkur­

höfn, suma dagana hafa verið tvær og jafnvel þrjár skútur í einu við bryggju og þó að tekjur af skút­ unum séu ekki jafn miklar og af fiskibátum þá gleðja þær íbúa og ferðamenn, ein af stærri skút­ unum í sumar var við bryggju í Ólafsvík um síðustu helgi, hún

Ingólfur Gissurarson Löggiltur fasteignasali og ábyrgðaraðili 896-5222 ingolfur@valholl.is

ber nafnið Eye of the Wind og er tveggja mastra, rúmlega 40 metra löng og smíðuð árið 1911. Eins og sést á myndinni er þetta hið glæsi­ legasta skip og vekur athygli hvar sem það kemur. jó

Valhöll fasteignasala hefur selt fasteignir á Snæfellsnesi sl. 25 ár. Við höfum mikila þekkingu og reynslu sem tryggir viðskiptavinum örugg og ánægjuleg viðskipti. Valhöll er í hópi frammúrskarandi fyrirtækja skv, Credit-info síðastliðin 8 ár (2% fyrirtækja á Íslandi).

Við erum reiðubúin til þjónustu fyrir þig. Pétur Steinar Jóhannsson

aðstoðarmaður Ingólfs í Snæfellsbæ. 893-4718 psj@simnet.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.