1027. tbl - 22. árg.
30. júní 2022
Góður afli á opnu móti SjóSnæ
Opið mót SjóSnæ var haldið í Snæfellsbæ helgina 24. til 25. júní og er þetta fjórða aðalmót sumarsins sem telur til Íslandsmeistara SJÓL 2022. Mótið var sett að kvöldi 23. júní í Björgunarsveitarhúsinu Von á Rifi og var svo haldið til veiða frá Ólafsvík á föstudag og laugardag. 16 keppendur tóku þátt í mótinu og róið var á sex bátum. Alls veiddust átta tonn af fiski, 11 tegundir og var stærsti fiskur mótsins 16 kg þorskur. Það var Sigríður Rögnvaldsdóttir frá Siglufirði sem átti þennan stærsta fisk en hún var jafn fram aflahæðsta konan og gekk frá borði með fullt hús stiga og gott betur en það. Leiðinda veð-
- Bílaviðgerðir - Skipaþjónusta - Almenn suðuvinna - Smurþjónusta - Smábátaþjónusta - Dekkjaverkstæði
ÁRALÖNG ÞEKKING OG REYNSLA AF FASTEIGNAMARKAÐI Á VESTURLANDI
sj
Allir kaupendur og seljendur fá
Vildarkort Lindar sem veitir 30% afslátt
hjá fjölmörgum fyrirtækjum
BOGI MOLBY Löggiltur fasteignasali
699 3444
vegr@vegr.is vegr.is S: 849-7276 Remek og 898-5463 Þórður
ur einkenndi föstudaginn en það var fljótt að gleymast því á laugardeginum var sól og blíða og aflabrögð umvöfðu hvert einasta hjarta keppenda. Að kvöldi laugardags fór lokahóf mótsins fram í Félagsheimilinu Röst á Hellissandi. Þar mettuðust keppendur á ljúffengum mat og lygasögum. Eftir fjögur aðalmót í sumar er Pawel Szalas efstur karla í stigafjölda og Björg Guðlaugsdóttir efst kvenna, en þau eru bæði meðlimir Sjósnæ. Stjórn Sjósnæ vill þakka keppendum, skipstjórum og öllum þeim sem lögðu hönd á plóg kærlega fyrir samveruna og aðstoðina um liðna helgi.
molby@fastlind.is