Bæjarblaðið Jökull 1026. tbl.

Page 1

1026. tbl - 22. árg.

23. júní 2022

Þjóðhátíðardagurinn í Snæfellsbæ 17. júní fór fram með hefðbundnu sniði í ár í Snæfellsbæ en hátíðleg athöfn fór fram í Ólafsvík. Dagurinn hófst á Landsbankahlaupinu, föstum lið á þjóðhátíðardaginn. Hlaupið var frá útibúi Landsbankans í Ólafsvík og hlupu krakkar á aldrinum 5 til 16 ára mismunandi vegalengdir eftir að Ingunn Ýr hafði séð til þess að allir hefðu hitað vel upp. Félagar úr Hestaeigendafélaginu Hringur buðu börnum að fara á hestbak í opnu húsi í Reiðhöllinni áður en að Unglingadeildin Drekinn tók á móti öllum í andlitsmálningu í íþróttahúsinu. Skrúðgangan hélt svo þaðan og leiddi hópinn í sjómannagarðinn í blíðviðri. Þátttaka í skrúðgöngunni sjálfri var heldur dræm en fjöldi fólks beið í garðinum svo að góð þátttaka var á hátíðarhöldunum sjálfum. Það var Lilja Hrund Jóhannsdóttir sem setti hátíðina í ár og við tók svo Hrund Hermannsdóttir sem kynnir. Fjallkona Snæfellsbæjar að þessu sinni var Stefanía Bláfeld Viðarsdóttir og flutti hún ljóðið Til fánans eftir Einar Benediktsson. Séra Óskar Ingi Ingason sóknarprestur sá um helgistund og Aníta Ólafsdóttir flutti ræðu nýstúdents þar sem hún hvatti unga fólkið til að fylgja hjartanu

og leggja sig fram á áhugasviðum sínum og þannig væri hægt að ná langt. Verðlaun fyrir Tiktok keppnina og Lego keppnina sem fóru fram fyrr um daginn voru veitt og Birgitta, Margrét og Sara Ýr, undir nafninu Vargurinn, fengu verðlaun fyrir flottasta myndbandið, Hugrún átti frumlegasta myndbandið og Eiríkur Elías fékk verðlaun fyrir Lego keppninni. Að dagskránni lokinni var

Við bjóðum upp á alhliða bílaviðgerðir, dekkjaskipti og smurþjónustu. Tímapantanir í síma 436-1111

haldið aftur niður í íþróttahúsið í Ólafsvík þar sem Snæfellsbæjarleikarnir fóru fram með allskyns leikjum og fjöri, pannavelli, frisbígolfi, Sk8roots Projects voru á svæðinu og meistaraflokkur Víkings með knattþrautir fyrir börnin. Mikið líf og fjör var í sveitarfélaginu öllu, fánar dregnir að húni, rjómatertur, vöfflur og pönnukökur á borðum og þau sem höfðu tök á drógu þjóðbúningana fram. sj


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.