1025. tbl - 22. árg.
16. júní 2022
Skemmtiferðaskipin farin að koma Skemmtiferðaskipin Le Bellot og Ambience lágu við festar í Grundarfirði á þriðjudag þegar Sverrir Karlsson tók þessa mynd af þeim. Le Bellot er 430 fet að lengd og ferjar allt að 184 farþega, starfsfólk um borð eru 118. Ambi ence er talsvert stærra eða 811 fet og tekur allt að 1.400 gesti í 789 káetur Á heimasíðu Grundarfjarðar hafnar www.grundport.is má sjá dagskrá skemmtiferðaskipa í sumar, dagskráin er breytileg og uppfærist sjálfkrafa á vefsíðunni. Í samtali við hafnarstarfsmann kom fram að talið er að um 45 skemmtiferðaskip muni koma til Grundarfjarðar í sumar. jj
Snæfellsbær hlýtur jafnlaunavottun
ÁRALÖNG ÞEKKING OG REYNSLA AF FASTEIGNAMARKAÐI Á VESTURLANDI
Allir kaupendur og seljendur fá
Vildarkort Lindar sem veitir 30% afslátt
hjá fjölmörgum fyrirtækjum
BOGI MOLBY Löggiltur fasteignasali
699 3444 molby@fastlind.is
Snæfellsbær hefur hlot ið jafnlaunavottun en það er staðfesting á því að jafnlauna kerfi bæjarfélagsins samræm ist kröfum jafnlaunastaðalsins ÍST 85-2021. Með jafnlauna vottun er markmiðið að vinna gegn kynbundum launamun og stuðla þannig að jafnrétti allra kynja á vinnumarkaði. Undan farna mánuði hafa starfsmenn Snæfellsb æjar unnið að inn leiðingu vottunarinnar auk ráð gjafa Attentus og úttektar frá vottunarstofunni iCert. Í byrj un júní fékkst staðfesting á því að jafnlaunakerfi Snæfellsbæj ar samræmist kröfum staðals ins. Greiningin sýndi að í úrtaksmánuði voru launamenn sveitarfélagsins 198 talsins, 23 karlmenn á móti 175 konum. Í niðurstöðunum kom í ljós 2,9% óútskýrður launamunur körlum í vil en það er innan skekkju marka jafnlaunavottunar. Snæ
fellsbær hefur sett sér markmið að óútskýrður launamunur verði ekki meira en 2%, sá launamun ur sem nú er til staðar er nálægt þeim markmiðum sem sveitar félagið hefur sett sér en úrbóta vinna er þegar farin af stað og stefnt er á að ná 2% markinu sem fyrst. Í tilkynningu frá Snæfells bæ um jafnlaunavottunina seg ir að það sé stefna Snæfellsbæjar að tryggja að einstaklingar sem starfa hjá sveitarfélaginu hafi jöfn tækifæri í starfi, fái greidd jöfn laun og njóti sömu kjara fyr ir sömu eða jafnverðmæt störf óháð kyni eða öðrum ómálefn alegum sjónarmiðum. sj