Bæjarblaðið Jökull 1025. tbl.

Page 1

1025. tbl - 22. árg.

16. júní 2022

Skemmtiferðaskipin farin að koma Skemmtiferðaskipin Le Bellot og Ambience lágu við festar í Grundarfirði á þriðjudag þegar Sverrir Karlsson tók þessa mynd af þeim. Le Bellot er 430 fet að lengd og ferjar allt að 184 farþega, starfsfólk um borð eru 118. Ambi­ ence er talsvert stærra eða 811 fet og tekur allt að 1.400 gesti í 789 káetur Á heimasíðu Grundar­fjarðar­ hafnar www.grundport.is má sjá dagskrá skemmtiferðaskipa í sumar, dagskráin er breytileg og upp­færist sjálfkrafa á vefsíðunni. Í samtali við hafnarstarfsmann kom fram að talið er að um 45 skemmtiferðaskip muni koma til Grundarfjarðar í sumar. jj

Snæfellsbær hlýtur jafnlaunavottun

ÁRALÖNG ÞEKKING OG REYNSLA AF FASTEIGNAMARKAÐI Á VESTURLANDI

Allir kaupendur og seljendur fá

Vildarkort Lindar sem veitir 30% afslátt

hjá fjölmörgum fyrirtækjum

BOGI MOLBY Löggiltur fasteignasali

699 3444 molby@fastlind.is

Snæfellsbær hefur hlot­ ið jafn­launa­vottun en það er stað­festing á því að jafnlauna­ kerfi bæjar­félagsins samræm­ ist kröf­um jafnlaunastaðalsins ÍST 85-2021. Með jafnlauna­ vottun er markmiðið að vinna gegn kyn­bundum launamun og stuðla þannig að jafnrétti allra kynja á vinnumarkaði. Undan­ farna mánuði hafa starfsmenn Snæ­fells­b æjar unnið að inn­ leiðingu vottunar­innar auk ráð­ gjafa Attentus og úttektar frá vott­unar­stofunni iCert. Í byrj­ un júní fékkst staðfesting á því að jafn­launa­kerfi Snæfellsbæj­ ar samræmist kröfum staðals­ ins. Greiningin sýndi að í úrtaksmánuði voru launamenn sveitarfélagsins 198 talsins, 23 karlmenn á móti 175 konum. Í niðurstöðunum kom í ljós 2,9% óútskýrður launa­munur körlum í vil en það er innan skekkju­ marka jafn­launa­vottunar. Snæ­

fellsbær hefur sett sér markmið að óútskýrður launa­munur verði ekki meira en 2%, sá launamun­ ur sem nú er til staðar er nálægt þeim mark­miðum sem sveitar­ félagið hefur sett sér en úrbóta­ vinna er þegar farin af stað og stefnt er á að ná 2% markinu sem fyrst. Í til­kynningu frá Snæfells­ bæ um jafn­launa­vottunina seg­ ir að það sé stefna Snæfellsbæjar að tryggja að einstaklingar sem starfa hjá sveitarfélaginu hafi jöfn tækifæri í starfi, fái greidd jöfn laun og njóti sömu kjara fyr­ ir sömu eða jafnverðmæt störf óháð kyni eða öðrum ómálefn­ alegum sjónarmiðum. sj


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.