Bæjarblaðið Jökull 1024. tbl.

Page 1

1024. tbl - 22. árg.

9. júní 2022

Þorsteinn sigraði Jökulmíluna

Jökul, um sunnanvert Snæfellsnesið, yfir Vatnaleið og enda aftur í Grundarfirði. Þorsteinn, ásamt Hafdísi Sigurðardóttur, er efstur

Hjólareiðadeild Breiðabliks hélt götuhjólreiðamótið Jökulmíluna á Snæfellsnesi síðastliðinn laugardag en keppnin var fyrst haldin í þessari mynd árið 2013. Um er að ræða þriðju umferð sumarsins í bikarmótaröð götuhjólreiða. Keppt var í nokkrum flokkum og vegalengdum og byrjuðu og enduðu allar leið-

ir í Grundarfirði. Heimamaðurinn Þorsteinn Bárðarson sigraði í A-flokki Elite karla í æsispennandi keppni og hjólaði hann 161 km á 04:03:52.09 eða 12 sekúndum á undan þeim sem lentu í öðru og þriðja sæti í þeim flokki. Á þessari 161 km leið er ráspunktur við Grunnskólann í Grundarfirði og hjóla keppendur út fyrir

eftir þrjár umferðir í þessari stigamótaröð og verður spennandi að fylgjast með honum í sumar. sj

Grunnskólinn fagnar fjölbreytileikanum Júnímánuður er alþjóðlegur hinsegin mánuður og í tilefni þess var Grunnskólinn í Snæfellsbæ skreyttur síðustu vikuna fyrir sumarfrí. Þær Stefanía Klara Jóhannsdóttir og Hanna Imgront áttu hugmynda og var skólinn skreyttur með fjölbreyttum hinsegin fánum og litríku skrauti ásamt fróðleik um hinsegin samfélagið og orðaforða sem er ekki öllum kunnugur. Með þessu sýnir skólinn og nemendur hans að hinsegin einstaklingar eru velkomnir og samþykktir. Í pistli sem Hanna Imgront skrifar og er birtur á Facebook síðu grunnskólans minnir hún á að margir eigi erfitt með að finna sig og að sætta sig við kynhneigð sína og að samfélagið beri ábyrgð á að sína þessum einstaklingum stuðning og virðingu. “Þó að heimurinn sé búinn að breytast til hins betra,

þurfum við að halda áfram að gera heiminn enn betri. Allir eiga að hafa rétt á því að elska hvern sem er án þess að vera dæmdur fyrir það” skrifar Hanna. Einnig tekur hún fram að Hinseginhátíð sé hátíð okkar allra þar sem hægt er að fagna fjölbreytileikanum og ástinni en Hinseginhátíð Vesturlands verður haldin í Snæfellsbæ, dagana 22.-24. júlí. sj


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Bæjarblaðið Jökull 1024. tbl. by Steinprent - Issuu