5. maí 2022
1019. tbl - 22. árg.
Upplestrarkeppni Snæfellinga Lokahátíð upplestrarkeppni 7. bekkjar hjá grunnskólum á Snæfellsnesi fór fram í Stykkis hólmskirkju 28. apríl síðastliðinn. Þrír fulltrúar frá hverjum skóla tóku þátt í keppninni og stóðu þau sig öll með mikilli prýði. Verðlaun voru veitt fyrir efstu þrjú sætin og voru þau frá Landsbankanum í Snæfellsbæ. Haukur Smári Ragnarsson úr Grunnskóla Grundarfjarðar hlaut verðlaun fyrir fyrsta sætið, Sara Ýr Birgisdóttir var í öðru sæti og Margrét Arnbjörg Vilhjálmsdóttir í því þriðja en þær eru báðar úr Grunnskóla Snæfellsbæjar. Dómnefndina skipuðu þau Björk Einarsdóttir, fulltrúi Radda, áhugahóps um framsögn og upp lestur, Eyþór Benediktsson, fyrr verandi íslenskukennari og Anna Margrét Ólafsdóttir, kennari. Berglind Axelsdóttir, skólastjóri Grunns kólans í Stykkish ólmi sá um stjórn á lokahátíðinni og neme ndur Tónl istars kólans í Stykkishólmi skemmta gestum með tón l istar a triðum á milli
umferða. Á meðan dómnefndin réði ráðum sínum voru veitingar í boði Nesbrauðs og Mjólkursam sölunnar. sj
- Bílaviðgerðir - Skipaþjónusta - Almenn suðuvinna - Smurþjónusta - Smábátaþjónusta - Dekkjaverkstæði vegr@vegr.is vegr.is S: 849-7276 Remek og 898-5463 Þórður
Jökull Bæjarblað steinprent@simnet.is 436 1617
Opnun kosningaskrifstofu í Átthagastofu Miðvikudaginn 4.maí Vöfflukaffi D-listans við opnun kosningaskrifstofu frá kl. 20-22 Allir íbúar velkomnir!
Snæfellsbær okkar allra @xdsnaefellsbaer
XD-Snæfellsbær