Bæjarblaðið Jökull 1014. tbl.

Page 1

Ólafsbraut 55, Ólafsvík Sími: 436 1212

1014. tbl - 22. árg.

31. mars 2022

Snæfellingar á Mannamótum Mannamót Markaðsstofanna fór fram í sl. fimmtudag í Kórnum í Kópavogi. Þessi árlegi viðburður, sem ekki náðist þó að halda á síðast ári, er fyrir löngu orðinn fastur liður í samskiptum ferðaþjónustuaðila á landsbyggðinni við ferðaskrifstofur og ferðaskipuleggjendur. 210 sýnendur voru á Mannamótum Markaðsstofu landshlutanna í ár og vel mætt af gestum sem vildu kynna sér ferðaþjónustufyrirtækin á landsbyggðinni. Frá Snæfellsnesi voru 9 fyrirtæki sem mættu á Mannamót og kynntu sína starfsemi. Þar á meðal var Svæðisgarðurinn Snæfellsnes sem kynnti sameiginlega heimavinnu Snæfellinga í sambandi við uppbyggingu ferða-

þjónustu, á forsendum heimamanna og þá áfangastaði sem byggðir hafa verið upp fyrir íbúa og gesti. Ragnhildur Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Svæðisgarðsins Snæfellsness segir margt vera í boði á svæðinu þegar kemur að náttúru og menningu en auðvitað ekki allt, þá segir hún að fullt af flottum fyrirtækjum opni svo þessa fjársjóðskistu sem Snæfellsnesið er fyrir gestunum. Mikið var um að fólk væri spennt fyrir göngu- og hjólreiðaleiðum, tjaldstæðum og salernum, helst þeim sem eru opin allan sólarhringinn. Nokkrir kvörtuðu undan lélegum skilyrðum á vegum og vöntun á meiri vetrarþjónustu á ákveðnum köflum. Einnig var komið að orði

- Bílaviðgerðir - Skipaþjónusta - Almenn suðuvinna - Smurþjónusta - Smábátaþjónusta - Dekkjaverkstæði vegr@vegr.is vegr.is S: 849-7276 Remek og 898-5463 Þórður

hve mikilvægt væri að allir þéttbýliskjarnar hefðu að minnsta kosti einn stað sem byði upp á nokkrar rafmagnshleðslustöðvar þar sem rafmagnsbílar eru að færast í aukana og þegar hópar ferðast um á slíkum bílum dugar ein og ein stöð skammt. Þá sagði Ragnhildur að mikið hafi verið um að ferðaskrifstofum vanti gistingu á Snæfellsnes í sumar yfir háannatímann og benti hún þeim áfram á þau ferðaþjónustufyrirtæki sem bjóða upp á gistingu.

En það þykir mörgum gott að koma á Snæfellsnesið og þakklæti fyrir heimavinnu Snæfellinga í uppbyggingu ferðamannastaða er sýnilegt. Auk Svæðisgarðsins Snæfellsness voru Miðhraun og Hjá Góðu Fólki úr Eyja- og Miklaholtshrepp, Langaholt, Sker, Frystiklefinn, Sagnaseiður og Lýsulaugar mættu úr Snæfellsbæ, Kirkjufell Hótel úr Grundarfirði og Fosshótel Stykkishólmur úr Stykkishólmi. sj


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.