Bæjarblaðið Jökull 1004. tbl

Page 1

Ólafsbraut 55, Ólafsvík Sími: 436 1212

20. janúar 2022

1004 tbl - 22. árg.

Hjólabrettagarður á Hellissandi

Íþróttahúsið á Hellissandi hefur fengið nýtt hlutverk en þar opnaði hjólabrettagarður í síðustu viku að því er greint er frá á Facebook síðu Snæfellsbæjar. Það er Sk8roots Project sem hannaði og setti hjólabrettagarðinn upp en það er verkefni sem miðar að því að kynna brettaíþróttina og kosti hennar fyrir börnum og fullorðnum. Verkefnið sem stuðlar að aukningu

á fjölbreytileika þeirra íþróttagreina sem hægt er að stunda í sveitarfélaginu er samstarf Snæfellsbæjar og Umf. Víkings/Reynis. Unnið hefur verið við það undanfarnar vikur að setja aðstöðuna upp og er það þeir Pétur, Hugo og Stefán sem hafa gert það en þeir standa að verkefninu. Hafa þeir fengið góða hjálp úr samfélaginu og fengið efni, málningu og góða hjálp ásamt fleiru

frá bæði einstaklingum og fyrirtækjum í Snæfellsbæ. Gert er ráð fyrir að fyrst um sinn verði opið hús í íþróttahúsinu og eru allir velkomnir á ákveðnum tímum. Ætlunin er svo í framhaldinu að bjóða uppá skipulagðar æfingar fyrir börn og einstaklinga sem búa við fötlun. Íþróttahúsið á Hellissandi hefur ekki verið í notkun síðustu tvö ár og því ánægjulegt að það hafi fengið nýtt hlutverk

með tilkomu þessa verkefnis sem slegið hefur í gegn hjá þeim sem nú þegar hafa prófað. Það er því greinilegt að mikið líf og fjör verður í framhaldinu í húsinu enda hjólabretti skemmtilegt íþrótt og verður gaman og spennandi að fylgjast með hvernig þróunin verður enda spennandi tækifæri hér á ferð.

Vissir þú að í sveitarfélögunum eru 221 grunnskólanemendur og börn í leikskólum 90 talsins? Nánar á snaefellingar.is

þa


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.