Ólafsbraut 55, Ólafsvík Sími: 436 1212
1000 tbl - 21. árg.
16. desember 2021
Búsetukjarni vígður
Vígsluhátíð búsetukjarnans að Ólafsbraut 62-64 fór fram þriðjudaginn 14. desember en það var Húsheild aðalverktaki og undirverktakar þeirra sem sáu um byggingu Þjónustuíbúðakjarnans fyrir Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga. Í húsinu sem er 441 fm að stærð, eru 5 einstaklingsíbúðir þar sem fatlaðir einstaklingar búa sjálfstæðri búsetu með stuðningi FSS. Þar er einnig starfsmannarými og sólskáli ásamt bílastæði og fullgerðri lóð einnig er verönd fyrir framan hverja íbúð. Bygging hússins er fjármögnuð af eigið fé FSS, stofnframlögum sveitarfélaganna hér á Snæfells nesi, Húsnæðis- og mannvirkja
stofnun, Jöfnunarsjóði sveitar félaga ásamt lántöku FSS hjá Lánasjóði sveitarfélaga. Var bæjarbúum boðið á vígslu hátíðina og að skoða húsnæðið að henni lokinni margar gjafir bárust sem ekki verða tíundaðar hér frá hinum ýmsum aðilum og félögum, Olga Guðrún Gunnars dóttir og Sigurður Höskuldsson spiluðu jólalög áður en Sveinn Þór Elinbergsson, forstöðumaður Félags- og skólaþjónustu Snæfell inga bauð alla velkomna. Gaf hann að því loknu Kristni Jónassyni bæjarstjóra orðið sem var stutt orður, óskaði hann íbúum til hamingju með þennan glæsilega búsetukjarna. Að því loknu fór
Sveinn yfir framkvæmdir á húsinu þar kom einnig fram að ekki væri kominn endanlegur kostnaður en hann væri í um það bil 330350 milljónir. Bauð Svenn að því loknu þeim sem vildu að taka til máls. Að athöfninni lokinni gafst gestum tækifæri á að skoða húsið. Tilkoma byggingarinnar og stuðn ingur við sjálfstæða búsetu fatl
aðra einstaklinga til aukinna lífs gæða og þátttöku í samfélaginu er mikið framfaraspor. Jón Haukur Hilmarsson þroskaþjálfi FSS hefur verið ráðinn í starf for stöðumanns en stefnt er að því að þjónustan fari af stað á nýju ári.
Útgáfa Jökuls á næstunni Jólablað Jökuls kemur út fimmtudaginn 23. desember, efni, jólakveðjum og auglýsingum þarf að skila fyrir kl. 16 föstudaginn 17. desember. Jökull kemur ekki út á milli jóla og nýárs. Fyrsta blað á nýju ári kemur út fimmtudaginn 6. janúar
þa