Bæjarblaðið Jökull 1047. tbl. Jólablað

Page 1

Á EFTIR AÐ KLÁRA SÍÐUSTU PAKKANA?

Kíktu til okkar og athugaðu hvort við getum hjálpað.

65” sjónvarp á tilboði: 169.000,Erum einnig með 75” á staðnum

Bluetooth hátalarar og heyrnatól frá Bose, Sony ofl. Verð frá kr. 6.900,-

Yfirhafnir, flíspeysur, húfur og vettlingar frá Cintamani

Undirfatnaður frá Devold í þremur þykktum.

Úlpur, vind- og snjóbuxur, regn- og snjógallar, flísfatnaður á börn, vettlingar og lúffur frá Didriksons

Ýmislegt hlýtt í pakkann og skóinn frá Varma

Skór frá Viking

Verslun í heimabyggð eykur ölbreytni fyrirtækja á svæðinu.

VOOT verslun - Ólafsbraut 19 - Ólafsvík - 436 1214 - olafsvik@voot.is - www.voot.is

Ljósin

Ímyndum okkur að ferða maður sem vissi ekkert aðventu og jól kæmi Snæfellsnesið í desember. Ég tel að það sé óhætt að segja þennan ferðalang færi fljótt að gruna að eitthvað væri

í uppsiglingu - einhver hátíð - jól eitthvað - það stæði alltént jól út um allt. Jólatilboð á hinu og þessu, jólatónleikar, jólaball, jólasveinar, jólakúlur, jólatré, jólaljósamergð, gleði-

leg jól, jóla þetta, jóla hitt. Nema þessi ferðalangur sé foráttuvitlaus þá mun hann átta sig á að jólin eru að koma á Snæfellsnesi. En hann væri kannski litlu nær um hvað jól og aðventa merkja. Það vitum við, við þekkjum og kunnum á undanfara jóla og jólin sjálf. Skreytingarnar og ljósin eru til að létta skammdegið; minna okkur á ljós heimsins; að Jesú litli kom í heiminn og er að koma í heiminn. Jólin eru sístæður atburður í lífi okkar, endurtekinn ár eftir ár.

Allt sem við setjum upp til að gleðja augað og lund hefur táknrænt gildi; friður, kærleikur, samhjálp, gleði, vöxtur og hlýja; allt skrautið og margar athafnir okkar hafa merkingu, persónulega og samfélagslega merkingu. Við kunnum á þetta, vitum hvað þetta merkir. Hvernig vitum við þetta? Við bara vitum þetta, höfum lært þetta í gegnum lífið án þetta taka eftir því. Ferðalangurinn býr ekki að

því en það gerum við.

Hver er komin í heiminn?

Þessi jól verða helgidómar okkar uppljómaðir, söngurinn fær að óma, guðspjallið lesið í heyrandi hljóði og undir lokin - verður heilagt! Andstæða þess sem var við líði síðustu tvö ár þegar samkomubann var á jólum. Engu að síður og þrátt fyrir - þá varð heilagt þegar stundin var runninn upp.

Jólin eru í kjarnanum það sem við berum í brjósti okkar. Vissulega var hægt að líta á ástandið sem ríkti í samkomubanninu, hlusta á jólaguðspjallið og hugsa: “Sjáðu, hvernig komið er fyrir heiminum.” Það var myrkt yfir!

Þrátt fyrir það - varð heilagt - þegar stundin rann upp. Því innst í brjósti okkar ómaði hið sanna - “Sjáðu, HVER er kominn í heiminn.” Að Guð er kominn í heiminn, er hluti af heim-

31/12 kl. 10 - 16 Nýársdagur 01/01 lokað Mánudagur 02/01 kl. 10 - 22

á
og
Þorláksmessa 23/12 kl. 09 - 22 Aðfangadagur 24/12 kl. 10 - 14 Jóladagur 25/12 lokað Annar í jólum 26/12 kl. 12 - 18 Þriðjudagur 27/12 kl. 09 - 22 Miðvikudagur 28/12 kl. 09 - 22 Fimmtudagur 29/12 kl. 09 - 22 Föstudagur 30/12 kl. 09 - 22 Gamlársdagur
Óskum Snæfellingum gleðilegra jóla og þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. 5.690,5.590,1.195,Ýmislegt sniðugt í skóinn fyrir jólasveininn 4 ostborgarar, milli franskar, 2 dósir sósa og 2L Coke. 1.945,Ostborgari 1/2 L Coke, franskar og sósa 16” TILBOÐ 16” pizza x 2 álegg 8 brauðstangir + sósa 2L Coke 4.590,12” TILBOÐ 16” pizza x 2 álegg 5 brauðstangir + sósa 2L Coke Hotwings 8 stk, 1/2 L Coke og koktail sósa Bátur með lambakjöti, osti, piparsósu og frönskum á milli. BÚKOLLA Bátur með nautakjöti, osti, bernaise og frönskum á milli. HRIKALEGA GOTT MIKKI REFUR Aðeins kr. 2.295 m/ 0,5L Coke
húsunum
ljósið í brjóstum okkar

inum, er meðal okkar, í okkar mynd því Guð þráir að vera hluti af lífi okkar. Af því að Guð elskar okkur.

Jólin eru nefnilega ekki hversdagurinn, allt ber merki þess að svo er ekki, ljósin, maturinn, gjafirnar og fínasta pússið. Öllu er til tjaldað og hvort það er mikið eða lítið, þá er það merkilegt, einstakt og gott því að jólin eru fagnaðarhátíð. Fögnuður yfir fæðingu Jesú en ef þetta vill gleymast í öllu amstrinu þá verður amstrið einmitt bara það - amstur. Við megum ekki gleyma okkur, við megum ekki týna jólunum og gleðinni sem fylgir - því heilagt verður - þegar gleðin er með í för.

Það gildir því einu hvort við höldum jól með miklum tilbúnaði eða litlum, hvortveggja er jafngilt ef tíminn er gleðiog fagnaðartími. Auðvitað er ég fyllilega meðvitaður um að jólin geta líka verið erfiður tími, stundum vantar einn við borðið eða aðrar ástæður hamla gleðinni. En gleði jólanna á sér rót í þakklæti, von og kærleika og þær tilfinningar er að líka að finna í sorginni og þegar myrkt er yfir í lífi fólks og geta slíkar minningar og tilfinningar verið manni ljós sem ylur er af á jólum. Jafnvel í sorginni verður heilagt á jólum.

Stefnt að heilögum jólum

Jólin eru eitthvað sem við þekkjum vel, með öllum sínum siðum og venjum, en af því að þau eru sístæð og endurtekinn þá eru þau lifandi afl og það sem er lifandi er líka síkvikt og margbreytilegt. Við eigum ekki að þjóna siðum og venjum, heldur öfugt, siðir og venjur eiga þjóna okkar þannig að við döfnum og gleðjumst. Siðir og venjur okkar eiga að lýsa upp umhverfi okkar og þá sem eru með okkur. Í jólasiðum og -venjum okkar eigum við að minnast þess góða í lífinu, þakka fyrir það sem er þakkavert, gleðjast yfir stóru og smáu

sem gott er. Síðast en ekki síst, minnast afhverju við höldum jól. Kristur er fæddur af því að Guð elskar þig.

Kristur, þú einn hefur máttinn gegn myrkrinu svarta, miskunnin þín gerir jarðnesku nóttina bjarta.

Vertu mér hjá, veittu mér ljósi þitt að sjá, frelsa og helga mitt hjarta. Amen.

Ég óska öllum Snæfellingum gleðilegra jóla og Guðs blessunar á komandi ári.

GLEÐILEGA HÁTÍÐ OG SJÁUMST Á LANDSMÓTI UMFÍ 50+ UMFI.IS Ungmennafélag Íslands og Héraðssamband Snæfellsness og Hnappadalssýslu óskar öllum á vesturlandi gleðilegra jóla og farsællar hreyfingar á nýju ári. Hlökkum til að sjá ykkur á Landsmóti UMFÍ 50+ í Stykkishólmi í júní. Með jóla- og nýárskveðjum frá UMFÍ og HSH.
sr. Aðalsteinn Þorvaldsson.

OPNUNARTÍMAR UM HÁTÍÐIRNAR

Vínbúðirnar Ólafsvík og Stykkishólmi

Miðvikudagur 21. desember 14-18 Fimmtudagur 22. desember 14-18 Föstudagur 23. desember 11-19 Laugardagur 24. desember 10-12

Sunnudagur 25. desember Lokað Mánudagur 26. desember Lokað Þriðjudagur 27. desember 14-18

Miðvikudagur 28. desember 14-18 Fimmtudagur 29. desember 14-18 Föstudagur 30. desember 13-19 Laugardagur 31. desember 10-13

Sunnudagur 1. janúar Lokað Mánudagur 2. janúar 14-18

Nánari upplýsingar um opnunartíma er að finna á vinbudin.is

Vínbúðin Grundarfirði

Miðvikudagur 21. desember 16-18 Fimmtudagur 22. desember 16-18 Föstudagur 23. desember 11-19 Laugardagur 24. desember 10-12

Sunnudagur 25. desember Lokað Mánudagur 26. desember Lokað Þriðjudagur 27. desember 16-18 Miðvikudagur 28. desember 16-18 Fimmtudagur 29. desember 16-18 Föstudagur 30. desember 13-19 Laugardagur 31. desember 10-13

Sunnudagur 1. janúar Lokað Mánudagur 2. janúar 16-18

Við minnum á að áfengiskaupaaldurinn á Íslandi er 20 ár og biðjum fólk að hafa skilríki meðferðis.

MUNUM EFTIR FJÖLNOTA POKUNUM

Það hefur verið svona í kringum 1963 sem ég man fyrst eftir jólunum og það er bara alls ekki hægt að gleyma þeirri minningu. Við bjuggum í kjallarnum að Hjarðartúni 3 (í dag nr 2). Pabbi var duglegur að taka þátt í jólaundirbúningnum og hans framlag þetta árið var að föndra líkan af komandi Ólafsvíkurkirkju. Hann stillti henni uppá hansahillu og siðan bjó hann til „snjó“ úr englahárum og dreyfði hann englahárunum frá kirkjunni og uppmeð loftinu eftir jólaskreytingu og yfir á jólatréð. Þetta var rosalega flott hjá honum. Við bræðurnir höfum ábyggilega verið yfirspenntir og erfiðir á aðfangadagskvöldinu, því strax eftir að við vorum búin að taka upp pakkana að þá ákváðu mamma og pabbi að fara inní svefnherbergi að hvíla sig. Pabbi reykti þá og varð það á, að skilja eldspítustokk eftir í stofunni. Jóhannes þá svona 4ra ára og ég fimm ára, rak augun í eldspíturnar og segir við mig. Helgi, kveikjum pínulítið bál. Nei, sagði ég, ég þori því ekki. Bara pínulítið. Nei, sagði ég aftur. En hann hlustaði ekki á mig og kveikti „lítið“ bál og áður en við vissum af gaus eldurinn upp jólatréð, uppí jólaskrautið í loftinu og yfir í nýju kirkjuna hans pabbi. Ég rauk inn og vakti mömmu og pabba og sagði þeim að Jóhnnes hafi kveikt lítið bál. Þau ruku á fætur á methraða og ég man að pabbi tók teppi og mamma sótti vatn til að slökkva eldinn. Það tókst en stofan var brunarústir einar.

Það var ekki jólalegt í kjallaranum að Hjarðartúni 3 þessi jól.

Kvenfélagið og Ung mennafélagið Víkingur og jafnvel fleiri félagasamtök héldu alltaf jólaball á milli jóla og nýjars í gamla félagsheimilinu fyrir börnin. Við vorum börn og þess vegna mættum við ásamt okkar kynsllóð,

Helgi Kristjánsson Fyrsta jólaminningin mín
Útgáfa Jökuls á næstunni Jökull kemur út milli jóla og nýárs. Skil á auglýsingum og efni er fyrir kl. 16 þriðjudaginn 27. desember. Snæfellingum óskum við gleðilegra jóla og þökkum viðskiptin á árinnu.
Bræðurnir Jóhannes og Helgi, fyrir framan þá eru systur þeirra þær Olga og Lára.

klædd í okkar fínustu föt. Stórt jólatré var sett á mitt „dansgólfið“ og þar var dansað í kringum jólatréð og sungin jólalög eins og t.d. „Göngum við í kringum“ . En aðalspenningurinn hjá mér og hugsanlega öðrum börnum var þegar jólasveinninn kom

uppá sviðið og byrjaði að útdeila glænýjum og ilmandi rauðum eplum. Á þessum árum var ekki algengt að fólk keypti epli útí búð eins og í dag.

Jólastemmningin var öðruvísi þá heldur en í dag. Það var svo

margt spennandi að fylgjast með. Til dæmis var rosa spennandi fyrir okkur krakkana að mæta fyrir utan Verslun Jóns Gíslasonar að Ennisbraut 2 og fylgjast með því þegar rútan kom, því það komu svo margir pakkar með henni sem hlaðið var upp fyrir innan útidyrnar á búðinni. Við vorum að tékka á því hvort við værum að fá jólapakka. Í Verslun Jóns Gíslasonar eða búðinni hennar Láru Bjarna sem seldi bæði hannyrðarvörður og bækur flykktist fólk að skoða nýjustu bækurnar og kaup jólagjafir.

Við systkinin fengum alltaf bækur í jólagjöf og lágum öll jólin langt fram eftir nóttu við lestur. Þetta voru skemmtilegar bækur eins og Frank og Jóa bækurnar og bækur eftir Ármann Kr. Einarsson.

Í lokin óska ég öllum íbúum Snæfellsbæjar og nágrennis gleðilegra jóla og farsæls komandi ár.

Jólakveðja frá Jaðri

Sendum öllum bæjarbúum okkar bestu jóla- og nýarsóskir með kærri þökk fyrir hlýhug á árinu sem er að líða. Jólakveðja, Íbúar, starfsfólk og stjórn Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Jaðars
Jólaball í gamla félagsheimilinu, myndin er líklega tekin árið 1966. Gamla félagsheimilið í Ólafsvík.

Ég var liggjandi upp í rúmi og hugsaði um hvað ég hlakkaði mikið til jólanna, mig langar í takkaskó og einhver önnur fótboltaföt og líka í eitt lítið systkini.

Ég fór á fætur akkúrat klukkan sjö, klæddi mig í föt og fékk mér hafragraut. Síðan kom mamma og sagði ,,góðan daginn Guðmundur”, ,,daginn mamma”

,,Segðu mér Guðmundur hvað langar þér í jólagjöf?” Spurði mamma.

,,Mig langar í nýja takkaskó og líka aðra fótbolta treyju og líka í annan keppnisbol hann er að verða of lítil”

..Já varðandi það mér langar tala við þig eftir æfingu í dag” sagði mamma. ,,Allt í lagi bæ bæ.”

Skólinn var helvíti leiðinlegur í dag en æfingin var mun skárri ég skoraði fjögur mörk. Mamma sótti mig eftir æfingu og það var ekkert talað á leiðinni heim. Mamma og pabbi stóðu inn í stofu. Ég spurði þau hvað er að gerast. Þau horfðu á hvort annað og sögðu við erum

Sagan hans Guðmundar

að flytja. ,,Ha af hverju mér finnst skemmtilegt í skólanum og mér gengur best í fótboltanum” ,,Ég veit þú ert bara ellefu” sagði pabbi ,,Ég er að verða tólf” ,,Afsakið afsakið” sagði pabbi. ,,En hvert erum við að fara flytja?” ,,Það er hús rétt fyrir utan Selfoss. ég veit að þetta verður erfitt en leigan á húsinu er orðin svo dýr og pabbi þinn fann góða vinnu og gott stórt hús stærra en húsið okkar. Sumir segja þetta hús sé reimt” Sagði mamma. ,,Hvað í fjandanum þýðir reimt”

,,það er orð yfir draugagang” ..Einmitt ég trúi því nú ekki og af hverju þurfum við stærra hús þurfum við ekki þá bara borga meira?”

,,Nei það er svo gamalt og við keyptum það út af því að ég er ófrísk” svaraði mamma.

,,Ha í alvörunni hvort er það strákur eða stelpa”

,,Það sést ekki en þá”

,,OMG hvað er það gamalt” ,,eins og hálf mánaða gamalt” ,,Hvenær leggjum við á stað?” spurði ég.

,,Eftir þrjá daga við munum gista á gistiheimili. Flutningabílinn er lagður af stað”

,,Eru þið búin að pakka?”

,,Jebs allt klappað klárt” svaraði pabbi.

,,Allt í lagi þá en má ég fara til Einars?

..Já þú mátt fara”

,,Allt í lagi bless”

Einar tók þessum fréttum illa og var orðin svolítið illur að því ég sagði honum þetta ekki fyrr. ég sagði honum að ég vissi þetta ekki fyrr en í dag. Við lékum okkur alveg þangað til mamma sótti mig. Við fórum beint á gistiheimili. Þetta gistiheimili var nú ekkert sérstakt. Ég spurði mömmu og pabba af hverju

við þyrftum að bíða svona lengi ?. Þau sögðu að konan sem keypti húsið væri svo frek að hún vildi fá húsið strax annars mundi hún ekki kaupa það.

Síðustu dagarnir á Akranesi vorum við bara að kveðja alla og já það var nú eiginlega allt. Við keyrðum í sirka einn og hálfan klukkutíma að húsinu og það var helvíti stórt ég bjóst við minna húsi það var stór garður bak við hús það voru runnar og tré og það var líka frekar hræðilegt. munum við bara búa í þessu hræðilega brúna húsi. Neibb Líka Halli og Palli. Ó nei nei nei. Fyrirgefið ég gleymdi að kynna ykkur fyrir hálf bræðrum mínum þeir eru hræðilegir. Við bræðurnir eigum sömu mömmu. Haraldur eða Halli er 20 ára og Palli er 23. Okkur pabba líkar ekki við þá og ekki heldur kærustu hans Palla hana Örnu en barnið hans Palla er samt svo sætt það er bara eins árs og er byrjað labba um allt. Palli er samt allt öðruvísi þegar Arna er með honum þá lætur hann eins og hann er fullorðinn. Hvar eru þeir spurði ég. Ábyggilega inni, það er engin bíll hérna sagði pabbi. Þeir eru pottþétt í einhverju teiti. Nei sjáið hverjir standa þarna sagði mamma. Mamma hljóp til Palla og Örnu maka hans Palla og ekki gleyma litla krúttinu hana Ragnhildi. Hvar er Halli? Spurði mamma. Hann fór að skoða bæinn sagði Palli. Mér langar að fara inn sögðum við pabbi. Það var allt í drasli inni þetta var tveggja hæða hús með sex svefnherbergum. Eldhúsið var stórt og stofan enn stærri. Við pabbi fórum upp og þar var langur gangur með fjórum herbergjum hin tvö voru niðri. Ég pantaði stærsta herbergið en mamma og pabbi sögðu að þau ætluðu að sofa þar. Þá gat ég ekki pantað næst stærsta herbergið út af þar var Palli og hann sagði að þetta væri fullkomið fyrir barnarúmið. Svo ég þurfti að fá næst minnsta herbergið sem var nú alveg svolítið stórt. Loksins kom hann Halli prumpudós hann var helvíti kátur. Hann sagði að hann hafi fundið fullkomin bíl það var Lada sport árgerð 1990 og hann var búinn að kaupa hana bara fyrir hálfa milljón. Pabbi skellihló,,Af hverju ert þú að hlæja?” Spurði Halli.

,,Mamma og pabbi áttu lödu sport og hún var hræðileg alltaf að bila” svaraði pabbi. ,,Mér finnst flott að þú keyptir þinn fyrsta bíl” sagði mamma og gaf pabba illt auga. ,,Já fyrirgefðu ég hefði ekki átt að segja þetta. Keyrðir þú á henni hingað?” Spurði pabbi.

,,Já ég gerði það “ ,,Megum við sjá hana” Hún var alveg svolítið flott, rauð á litin hún var jepplingur. Ég spurði hann hvort við gætum farið á rúntin. Hann sagði já og vildi fara síðan í sund. Ég sagði auðvitað já. Ég haðfi aldrei farið í Selfoss Sundlaug. Ég greip sundfötin mín og dreif mig inn í Löduna flottu svo brunuðum af stað. Það má segja að það var mikið að fólki ég sá rennibrautina hún var ekkert sérstök en hún var samt allt í lagi. Ég hitti strák sem var ábyggilega jafn gamall og ég. Hann sá mig labbaði beint til mín hann spurði hressilega ,,ertu nýr hér eða ertu bara í sumarbústað’’. Ég sagði að ég væri ný fluttur í stóra húsið upp á hæðinni.

,,Flott hvað ertu gamall‘’. Ellefu að verða tólf í janúar’’ ,,Æfirðu fótbolta við þurfum góðan framherja’’

,,Já ég geri það og er líka framherji’’. síðan öskraði Halli Komdu Guðmundur við erum að fara. Við fórum upp úr og stigum inn í löduna. ,,Heyrðu langar þér í hamborgara’’ Við fengum okkur hamborgara og hann var góður.

,,Það jafnast ekkert á við sveittan hamborgar’’ sagði Palli.

Þegar við vorum búnir lögðum við af stað aftur heim eða það hélt ég. Þegar ég hugsa ég til baka þá voru Halli og Palli ekkert slæmir nema þegar þeir voru með unglingaveikina. Við keyrðum fram hjá húsinu okkar.

,,Mér langar að sýna þér hvað þessi elska getur’’ sagði Palli.

Palli brunaði af stað og það drapst á vélinni á leiðinni.

,,Andskotans djöfulsins drasl er þetta” öskraði Palli.

,,Róa sig, hringjum í pabba, hann kann ábyggilega að laga lödu” segi ég.

Pabbi kemur og hann segir ,,Hvað er vandamálið”. ,, Bíllinn er bilaður og við vorum að spá hvort þú gætur lagað hann því að mamma þín og pabbi áttu líka lödu’’. ,, Ég veit ekkert um vélar’’. Sagði pabbi.

Við hringdum í bílaþjónustu og þeir drógu bílin á bílaverkstæði og gerðu við hann. Síðustu vikurnar hafa verið frábærar ég er byrjaður í skólanum og er byrjaður að æfa fótbolta. Þeir eru með gott og sterkt lið og ég held að við getum unnið Faxaflóamótið.

Endir

Jón Svavars Þórðarsson Ölkeldu 1. Staðarsveit Snæfellsbæ nemandi í 7.bekk í Lýsudeild GSNB.

Óskum viðskiptavinum okkar og Snæfellingum öllum gleðilegra jóla. Við þökkum viðskiptin á árinu. Jólasögusamkeppnin

Opnunartími yfir jólin

Föstud. 23. des. Þorláksmessa 09.00 - 22.00 Laugard. 24. des. Aðfangadagur 09.00 - 13.00 Sunnud. 25. des. Jóladagur Lokað Mánud. 26. des. Annar í jólum Lokað Þriðjud. 27. des. 09.00 - 18.00

Gleðilega hátíð Þökkum viðskiptin á árinu

Norðurtangi 1 - s. 436 1376

Líkt og síðustu ár er Björgunarsveitin Lífsbjörg í umboði fyrir þá rauðklæddu í hádeginu á aðfangadag.

Opið verður fyrir sekkjaáfyllingu að kvöldi 22. des. á milli kl. 20:00 - 22:00 í Björgunarstöðinni Von.

Verð fyrir fyrsta pakka er 1.500 kr. og 500 kr. pr. pakka umfram það. Merkja þarf pakkana með nafni og heimilisfangi.

brauðið, uppskriftina hennar

mömmu. Soðbrauð og hangikjöt er málið á jólunum. Einnig að fá SMÁ jólasnjó.

Hver er þín fyrsta jólaminning?

Fara á Skálholtið til ömmu Kristjönu Þórey og afa Víglundar á aðfangadagskvöld og fá heitt súkkulaði og kræsingar.

Hver er þín uppáhalds

jólaminning?

Jólaboðin þegar skipts var á að fara í jólaboðin á Lindarholt 10 og svo Skálholt 13. Þá komu fjölskyldurnar saman og bjuggu til minningar sem eru svo dýrmætar.

Besta eða eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið?

Er þakklát fyrir allar gjafir sem mér eru gefnar en það kom ein sterkt upp í hugann og er eftirminnileg. Það er rauður Range Rover barbí bíll sem ég fékk í jólagjöf frá mömmu og pabba, svakalega flott græja. Sömu jólin fékk Marta frænka mín alveg eins bíl og vorum við aldeilis lukkulegar með nýju barbí bílana okk-

Hver er uppáhalds jólamaturinn þinn?

Hamborgarhryggur á aðfangadag og hangikjöt á jóladag.

Hvað finnst þér vera besta jólalagið?

Þegar jólin koma með Á móti sól og Styttist í það með Baggalút.

Rauðakrossdeild Snæfellsbæjar óskar íbúum Snæfellsbæjar og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Um leið viljum við vekja athygli á 1717 - hjálparsíma og netspjall Rauða krossins, þar er hægt að hafa samband vegna alls þess sem þér liggur á hjarta og fá sálrænan stuðning, ráðgjöf, hlustun og upplýsingar um þau úrræði sem í boði eru í íslensku samfélagi.

og nafnleynd er heitið og hann er ókeypis. The Red Cross Helpline 1717 is a dedicated phone and chat for those who need someone to talk to in con dentiality.

No matter is too big or small for the helpline. Annually we receive about 15.000 contacts that are as diverse as they are many. Our volunteers are professionally trained, well-experienced and from all walks of life.

Żaden problem nie jest zbyt duży, lub zbyt mały dla Telefonu Zaufania 1717 i czatu internetowego Czerwonego Krzyża a co roku odbieramy około 15 tysięcy spraw, tak różnych jak jest ich wiele. Wyszkoleni i doświadczeni wolontariusze w każdym wieku odpowiadają na telefony 1717.

Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull óskar íbúum á Snæfellsnesi gleðilegra jóla og farældar á komandi ári.
Ekkert vandamál er of stórt eða lítið fyrir Hjálparsímann 1717 og netspjall Rauða krossins en árlega berast um 15 þúsund mál inn á borð 1717 sem eru jafn ólík og þau eru mörg. Hjálparsíminn er alltaf opinn, trúnaði
Jólaspurningar
Frænkurnar Marta Pétursdóttir og Þórey með Range Rover Barbíbílana.

Gleðilega hátíð

Lítill drengur úr Grafarnesi minnist jólanna

börn að upplifa. Hann pabbi minn hafði farið kvöldið áður að hjálpa Þórði að saga út göt á bakhlið sýningargluggans svo lestin gæti ekið í hringi inn og út í gluggann. Þetta er ein af mörgum minningum úr Þórðarbúð, sem 50 árum síðar urðu kveikjan að leikfangasafni í Sögumiðstöðinni í Grundarfirði sem sett var upp sem endurbyggð Þórðarbúð.

Leikföng og viðskipti

Fyrir 1960 áttu börn aðallega tréleikföng af ýmsum gerðum og mörg þeirra voru heimagerð. Þekkt barnaleikföng frá þessum tíma, voru frá Reykjalundi, vörubíll fyrir drengi og dúkkuvagn fyrir stelpur. Frá síðari heimsstyrjöld og fram til 1960 var

skömmtun á ýmsum hlutum og mikil gjaldeyrisskortur. Því var verslun við útlönd að miklu leiti byggð á vöruskiptum. Þar vógu einna þyngst viðskipti við austantjaldsríkin, svokallaðir „síldarsölusamingar“. Þeir samningar gengu út á að Íslendingar fluttu út síld og síðar annað fiskmeti til landa þar sem matarskortur var viðvarandi. Lítið var

Við undirbúning jóla, koma upp allskonar minningar tengdar þessari hátíð. Hér verður boðið upp á minningabrot frá æskujólum lítils drengs í Grafarnesi, fyrir sextíu árum.

Þórðarbúð

Mér er minnisstæð stund við gluggann í Þórðarbúð þar sem járnbrautarlest keyrði í endalausa hringi. Þetta mun hafa verið á jólaföstu 1962 eða ´63. Þetta var mikil nýjung fyrir

Verslunin var að stofni til sjoppa í eigu Þórðar Pálssonar sem einnig gerði út rútu og flutningabíl á þessum tíma. En Þórður gegndi líka fleiri merkilegum hlutverkum í þorpinu. Hann var revíuhöfundur, leikari og jólasveinn þorpsins. Hann var nefnilega einn af þessum glysgjörnu einstaklingum sem elskuðu allt sem viðkom jólum. Á aðventu byrjaði Þórður að viða að sér allskyns jólavarningi og viku fyrir jól breyttist litla sjoppan hans í jólabúð. Þar ægði saman allskonar dóti, leikföngum, fatnaði, bókum og skrauti. Þetta var ævintýraheimur fyrir litla krakka.

Ingi Hans Jónsson
Greinarhöfundur 7 ára Skoðað í glugga Þórðarbúðar
Kynntu þér Aukakrónur á landsbankinn.is/aukakronur 1% afsláttur 5% afsláttur 3% afsláttur 5% afsláttur 5% afsláttur 6% afsláttur 5% afsláttur Gerðu eitthvað skemmtilegt á Snæfellsnesi með Aukakrónum

um peninga þar, eins og hér og því fengu Íslendingar greitt í allskyns iðnvarningi sem vaxandi samfélag þurfti s.s. vélar fyrir trésmiðjur, vélsmiðjur og fleira. Einnig bifreiðar eins og Moskvits og Skóda en í þessu leyndist einnig talsvert af leikföngum. Ég eignaðist á þessum tíma rússneskan kranabíl og systir mín eldavél. Seinna í lífinu langaði mig að eignast aftur svona kranabíl og tókst það, eftir 16 ára leit á netinu. (þetta er náttúrulega bilun). Mjög margt af nauðsynjavöru var skammtað á þessum tíma, til dæmis syk-

neyti. Innflutningur á sælgæti var alveg bannaður en undanþágu naut Prins Póló sem var frá Póllandi.

Frelsi og pjátur

Upp úr 1960 losnaði um höft og þá fóru að koma í búðir leikföng úr blikki, frá Japan og seinna frá Hong Kong. En ekki var frelsið algjört og aðgengið að þessu dóti var einungis rétt í kringum jólin. Margt af þessu var litríkt og fallegt en óttalegt pjátur og entist ekki alltaf fram

yfir nýárið. Ég naut þess að á jólaföstunni fór Ingibjörg amma mín alltaf í jólagjafaleiðangur til Reykjavíkur og verslaði þá leikföng í Liverpool sem var eina stórverslunin með leikföng. Ég man eftir brunabíl sem hún gaf mér í jólagjöf á þessum tíma. Já, allt þetta tengi ég minningum mínum við Þórðarbúð og jól.

Jólaballið

Og svo kom jólaballið og enn tengjast minningarnar við öðlinginn Þórð Pálsson. Á ballið

Jólasveinninn kemur á jólaballið í fallhlíf. Allar fjölskyldur mættu á jólaballið.

mætti Þórður með fjölskyldunni, eins og foreldra var siður og dansaði í kringum jólatré uns hann þurfti að skreppa heim einhverra erinda (oftast sagðist hann þurfa að kúka). Og svo einkennilega vildi til að það gerðist alltaf skömmu áður en jólasveinninn kom í Samkomuhúsið. Jólasveinar eru eins og

ir og hugmyndaríkir og það var einmitt á þessum jólum, þessum járnbrautarjólum að jólasveinninn kom til byggða í járnbrautarlest, en vegna þess að ekki var komin brautarstöð í Grundarfirði þurfti hann að stökkva út í fallhlíf. Mikið hefði Þórður haft gaman að þessu, hugsaði ég.

Óskum viðskiptavinum og Snæfellingum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Þökkum ánægjuleg viðskipti á árinu sem er að líða.

Óskum Snæfellingum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

HÓTEL ÓLAFSVÍK

Gleðileg jól

Sendum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt nýtt ár.

Þökkum gott samstarf á árinu sem senn er liðið.

Kær kveðja, starfsfólk Grunnskóla Snæfellsbæjar

Þórður Pálsson afgreiðir Stefán Helgason á jólaföstu 1966

Jólagjöfin

og Sævar talar við þá og tekur brettið af þeim og segir þeim að þeir verði að hætta að vera vondir við aðra. Heima hjá Árna er bankað og Árni hleypur til dyra, fyrir utan stendur jólasveinninn með hjólabrettið hans í höndunum. Árni var svo glaður að jólasveinninn hafi hjálpað honum. Jólasveinninn rétti Árna brettið sitt og hélt svo áfram á Norðurpólinn.

Daginn eftir þegar Árni vaknar kíkir hann í skóinn og þar er undarlegt bréf. Árni tekur bréfið og les það:

Kæri Árni

Takk fyrir daginn í gær það var gaman að hitta þig og hjálpa þér. Ég verð að geta treyst þér fyrir leyndarmálinu okkar. Þú verður að lofa mér því að segja engum frá því að ég hafi hitt þig í gær og hjálp að þér því með réttu þá mátt ir þú ekki sjá mig. Ég ákvað að gefa strákunum kartöflu í skó inn fyrir það sem þeir gerðu og vonandi læra þeir af þessu og fara að haga sér vel.

Gleðileg jól frá jólasveininum.

um. Þeir labba að honum og taka hjólabrettið hans af honum. Árni labbar dapur heim til sín. Á leiðinni kemur jólasveininn á móti honum og sér hvað Árni er dapur og spyr hann hvað hafi komið fyrir. Árni segir honum frá því sem gerðist og jólasveinninn lofaði Árna að hann skyldi ná í hjólabrettið hans. Jólasveinninn hittir Jóa

Árni sagði aldrei neinum frá þessu, strákarnir Jói og Sævar hættu að stríða honum og allir urðu glaðir. Jólin gengu í garð og Árni átti góð jól með fjölskyldunni sinni.

Njótið jólanna og gleðileg jól

Steinar Henry Oddsson

Jólaspurningar

og oft hjá okkur fullorðna fólkinu heldur eru jólin bara eintóm gleði og eftirvænting hjá þeim, sem er svo gaman að sjá.

Besta eða eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið?

Þegar ég var barn fékk ég heimatilbúið barbie hús sem pabbi hafði eytt þvílíkum tíma í að smíða og mála fyrir mig, það var á fjórum hæðum og með stiga og hurðar og allt gert eins og þetta væri alvöru hús. Þessi jólagjöf stendur enn þá upp úr en stelpurnar mínar nota núna húsið fyrir sitt dót.

Hvað kemur þér í jólaskap?

Hlusta á jólalög, skreyta og pakka inn jólagjöfum með stelpunum mínum.

Hver er þín fyrsta jólaminning?

Skutla jólagjöfunum til ættingja og vina með pabba og systrum mínum á aðfangadag. Það var alltaf okkar hefð sama hvernig veðrið var og það var svo gaman.

Hver er þín uppáhalds jólaminning?

Ég held að það séu bara fyrstu jólin hjá stelpunum mínum. Það er svo magnað að upplifa jólin í gegnum börnin sín. Hjá þeim snúast jólin ekki um stress og endalaus verkefni eins

Hver er uppáhalds jólamaturinn þinn?

Hamborgarhryggurinn hennar mömmu og meðlætið með, það toppar það ekkert.

Hvað finnst þér vera besta jólalagið?

Úff ég get ekki valið eitthvað eitt lag en ég elska jólalög. Þessi gömlu góðu eins og “ég hlakka svo til” og “jólin eru að koma” eru alltaf klassísk en annars hlusta ég mikið á nýju lögin hennar Jóhönnu Guðrúnar núna og fleiri.

Óskum Snæfellingum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Þökkum samskiptin á árinu sem er að líða.

Ég ætla að segja frá nokkrum minningum um jólin og jólaundirbúninginn í mínu lífi. Margt af því sem ég nefni er mér minnisstæðara en annað og rifjast upp á hverju ári, annað sem var komið neðar í minningapokann rifjaðist upp í spjalli við móður mína og systur.

Það fyrsta sem kemur upp í hugann er hve lánsöm ég er með fjölskyldu, hef að því leyti dottið í stóra lukkupottinn í lífinu. Ég á kærleiksríka og dugmikla foreldra, Guðrúnu Alexandersdóttir og Stefán Jóhann Sigurðsson, þrjú yndisleg og samheldin systkini þau Kristjönu, Magnús og Sigríði þannig að grunnur minn og uppvöxtur var góður. Það er væntanlega lykillinn að því að æskuminningar mínar tengdar jólum eru allar á jákvæðum nótum. Foreldrar mínir eru bæði Snæfellingar, mamma ólst upp í stórum systkinahópi í Miklaholtshreppnum, pabbi ólst upp á Hellissandi hjá fósturforeldrum. Þau hafa bæði verið virk í samfélaginu, sungið í kórum

og sinnt félagsmálum af ýmsu tagi sem hafa alla mína tíð verið stór hluti af undirbúningi jólanna. Ég vísa á viðtal við foreldra mína sem birtist í 58. tbl. Bæjarblaðsins Jökuls árið 2012 með yfirskriftinni Í jólamessu á hestakerru og má finna á netinu.

Jól og jólaundirbúningur barnæsku minnar einkenndust af því að mamma sá um allan undirbúning á heimilinu eins og tíðkaðist á þeim tíma, Hún saumaði yfirleitt jólafötin á okkur systkinin, bakaði nokkrar sortir af smákökum, tertubotna og lagtertu svo eitthvað sé nefnt og kom heimilinu í jólabúning með þrifum og snurfusi. Ég aðstoðaði mömmu stundum við smákökubaksturinn. Hún átti gamla, handsnúna hakkavél sem var fest við borðbrúnina á eldhúsborðinu. Mót var fest við stútinn á vélinni til þess að fá nokkrar útfærslur af deigi, þar urðu til kókoshringir og loftkökur. Ég fékk að snúa sveifinni og mamma lagði deigið á ofnplöturnar. Eins og á flest-

um heimilum í þá daga voru smákökur ekki á boðstólum fyrr en á jólunum og bannað að stelast í boxin.

Mamma hefur alla mína tíð verið í Kvenfélagi Ólafsvíkur og var því ýmist í nefnd fyrir aðventukvöldið eða jólatrésskemmtunina. Ég tók nokkrum sinnum þátt í að syngja með

hópi stelpna á aðventukvöldi. Sérstaklega er mér minnistætt frá unglingsárunum að við sungum saman nokkur lög, þ.á.m. lagið Þá nýfæddur Jesús, en lagið hafði ég aldrei heyrt áður. Pabbi var húsasmiður á mínum æskuárum, vann mikið og sinnti félagsmálum af kappi. Í minningunni var hann yfirleitt á jóla-

Minningar tengdar jólum og jólaundirbúningi Snæfellingum óskum við gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. Smiðjan Fönix sími 436 6500 Smiðjugötu 6, Rifi
fram að jólum: Mánud. - fimmtud. 08:00 - 17:00 Föstudagar 08:00 - 16:00 Þorláksmessa 08:00 - 17:00 Aðfangadagur 08:00 - 12:00 Gamlársdagur 08:00 - 12:00
Opnunartími
Jólin 1967, fyrstu jólin í Engihlíð 8. Kristjana, greinarhöfundur og Magnús.

böllunum í gamla félagsheimilinu, ekki með okkur systkinunum heldur var hann í jólatrésnefndinni og þá oftast fyrir Umf. Víking.

Ég byrjaði snemma að vinna mér inn vasapening með því að bera út og selja ýmislegt. Þegar ég var sex ára ákvað ég að gefa mömmu og pabba jólagjöf. Þau höfðu fengið nýja innréttingu í eldhúsið rétt fyrir jólin og mig langaði til að gefa þeim glös sem ég hafði séð í versluninni Hvammi og var viss um að pössuðu vel í skrauthilluna sem var á innréttingunni. Ég fór ein í búðina og útbjó svo pakkann sjálf. Mamma rifjar upp að þeim fannst mjög sérstakt að svo ungt barn skuli hafa gert þetta upp á eigin spýtur.

Foreldrar mínir ólust upp við að fara í jólamessu í sinni kirkju, sá siður hefur haldist hjá mér til dagsins í dag. Foreldrar mínir sungu bæði i í kirkjukórnum, mamma frá því Ólafsvíkurkirkja var vígð árið 1967 en pabbi frá árinu 1978. Þau sungu í messum á aðfangadag og jóladag og að sjálfsögðu mættum við í kirkjuna. Ég á eina minningu úr jólamessu frá því ég var sjö eða átta ára. Mamma söng með kórn-

um en ég, pabbi og systir mín sem er þremur árum yngri en ég sátum í kirkjunni sem var ekki full, en nokkuð góð mæting. Pabbi hafði eitthvað dottað undir ræðu prestsins og mér fannst það frekar vandræðalegt. Eftir predikun söng kórinn sálminn Ástarfaðir himin hæða. Mér varð alveg nóg boðið þegar litla systir hóf upp raust sína og söng hástöfum þannig að mér fannst allir í kirkjunni heyra í henni og horfa á okku

Margar jólahefðir voru á mínu heimili, þar má nefna að jólaljósin voru sett í gluggana nokkrum dögum fyrir jól, en jólatréð var skreytt á Þorláksmessukvöld allt þar til ég flutti úr foreldrahúsum og ég held nánast alveg í þá hefð ennþá. Í matinn á aðfangadagskvöld var hangikjöt ef messan var á aðfangadag, en ferskt kjöt (lambaeða nautakjöt) ef messan var á

ur var alltaf hamborgarhryggur á aðfangadagskvöld og hangikjöt á jóladag og þannig hef ég haft fyrirkomulagið á mínu heimili. Mamma lagði mikinn metnað í að gera góðan mat, það er ein af góðu minningunum. Við kynntumst laufabrauðum í kringum 1980 og héldum lengi í þá hefð að fjölskyldan hittist til að skera út og steikja laufabrauð. Frá því að ég man eftir

sem
Sendum viðskiptavinum og Snæfellingum öllum okkar bestu óskir um gleðilega jólahátíð og farsæld á komandi ári. Þökkum viðskiptin á árinu. Óskum Snæfellingum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Umslag Sefán Jóhann sendi frá Ísrael
jólin 1986
Fjölskyldan saman seinustu jólin í Engihlíð 8. F.v. Magnús, Kristjana, Stefán, Guðrún, Sigríður og Lilja.

til skiptis hjá mömmu og tveimur systrum hennar sem búsettar eru í Rifi. Þetta voru skemmtilegar samverustundir, en auðvitað réði veðrið miklu um það hvort við gátum hist. Þessi boð lögðust af þegar barnabörnunum fjölgaði hjá systrunum og fjölskyldurnar stækkuðu.

Við systkinin fengum alltaf góðar jólagjafir. Þar var þó hvorki íburður né mikill fjöldi gjafa. Föðurafi minn var búsettur í Reykjavík, við fengum oft hluti frá hon-

um sem ekki höfðu sést í verslunum hér. Mér eru minnistæð jólin þegar ég var tólf ára. Á aðfangadagskvöld vorum við öll saman í stofunni og búið að opna alla pakkana sem voru við tréð. Mér þótti mjög einkennilegt að ég hafði ekki fengið neinn pakka frá mömmu og pabba og varð daprari yfir því með hverri mínútunni sem leið þar til dyrabjallan hringir allt í einu. Pabbi biður mig að fara til dyra og ég stekk á fætur en fannst frekar undarlegt að

einhver væri að koma til okkar á aðfangadagskvöldi. Ég opna dyrnar og með það sama detta skíði í fangið á mér. Þeim hafði verið stillt upp við hurðina. Þetta varð mjög dramatísk stund, gleðin yfir að fá skíði og léttirinn yfir því að foreldrarnir höfðu ekki gleymt að gefa mér jólagjöf. Að lokum vil ég nefna hefð tengda jólagjöfum, en pabbi hafði það fyrir vana að fá mig eða yngri systur mína með sér í apótekið á Þorláksmessu til að kaupa ilm eða eitthvað annað gott handa mömmu í jólagjöf. Þá skipti ekki máli hvort hann var búinn að kaupa eitthvað annað handa henni, þetta var bara mikilvægt atriði í dagskrá dagsins.

Eins og ég nefndi áður, þá sungu foreldrar mínir í kirkjukór Ólafsvíkurkirkju. Ég fetaði í fótspor þeirra fyrir nokkrum árum, náði að syngja nokkur ár með pabba áður en hann lést árið 2015 en ég tók nánast við af mömmu. Í haust var ráðist í það skemmtilega verkefni að kirkjukórarnir á Snæfellsnesi ásamt Karlakórnum Kára æfðu saman jólalög sem við sungum á þrennum jólatónleikum. Í æfingaferlinu var nokkrum sinnum minnst á söngferðalag Jöklakórsins, félaga úr kirkjukórunum á Snæfellsnesi, sem farið var til Ísrael árið 1986. Hópurinn dvaldi í Landinu helga yfir jól og áramót. Pabbi fór með í þessa ferð, en mamma var heima. Á þessum tíma var ég í framhaldsskóla í Reykjavík og ég man hvað ég var kvíðin fyrir þessu jólafríi. Ég hef alltaf verið mikil pabbastelpa og fannst frekar óþægilegt að hann yrði ekki heima um jólin, en auðvitað samgladdist ég honum að fá þetta einstaka tækifæri að fara til Ísrael. Pabbi sendi okkur póstkort frá Betlehem á að-

fangadag þar sem hann er staddur í fæðingarkirkju frelsarans og annað póstkort dagsett á gamlársdag frá Kairó. Fyrir stuttu fann ég svo bréf sem hann hafði skrifað til okkar áður en hann fór út, við áttum að lesa það kl. 18:00 á aðfangadag þannig að við myndum öll sameinast í hugsunum til hvors annars á sama tíma. Stundin var ansi tilfinningaþrungin þegar bréfið var lesið á sínum tíma og ekki síður núna, 36 árum síðar.

Það er margs að minnast eftir rúmlega hálfrar aldar veru á þessari jörð, en ég hef aðeins stiklað á því helsta úr uppvextinum. Eftir að ég stofnaði mitt heimili ásamt eiginmanni mínum Eiríki Gautssyni og eignaðist börnin mín Hilmar, Jóhann og Önnu Köru, hef ég haldið í margar af þeim hefðum sem ég ólst upp við og tengjast jólum og undirbúningi þeirra. Auðvitað skiptir mestu máli að pör nái að skapa sínar hefðir saman, en við hjónin erum svo lánsöm að eiga svipaðar hefðir úr okkar uppvexti. Helst vildi ég hafa alla fjölskylduna mína hjá mér um jólin, en það gengur ekki upp og því þakka ég fyrir hverja samverustund með þeim. Ég tengi jólin og aðdraganda þeirra við samveru með fjölskyldu og vinum, söng og góðan mat, en jólailmurinn skipar líka stóran sess hjá mér og þá er enginn einn ilmur sem um ræðir. Hvað tengir þú helst við jólin og aðdraganda þeirra kæri lesandi?

Bestu óskir um gleðileg jól og farsælt nýtt ár.

Vilborg Lilja Stefánsdóttir Fjölskyldan Lilju í desember 2022.

Óskum starfsfólki okkar og öðrum Snæfellingum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Gleðileg jól og farsælt komandi ár.

Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða.

sveit hjá Búðardal. Þau voru 3 í fjölskyldunni. Snorri var yngstur, 5 ára strákur sem var búinn að missa pabba sinn og átti enga vini.

Dag einn vaknaði Snorri. Það var jólafrí og hann var mjög spenntur fyrir jólunum en honum leiddist mikið þrátt fyrir það. Hann leit út og sá að það var allt útí snjó. Hann ákvað því að fara út og búa til snjókarl. Snjókarlinn var svaka flottur. Þá kall-

Snorri og snjókarlinn

aði mamma hans í hann í mat. Í matinn var grjónagrautur og slátur en það var uppáhalds maturinn hans Snorra. Eftir matinn fékk Snorri kakó og á meðan hann drakk kakóið horfi hann á jóladagatalið í sjónvarpinu. Síðan þurfti Snorri að fara að sofa og mamma hans kyssti hann góða nótt.

Snorri var alveg að sofna þegar hann heyrði að einhver var að labba frammi. Það gat ekki verið mamma hans því hún lá uppi í rúmi að lesa bók. Hann kíkti fram og brá svakalega mikið þegar hann sá hver var frammi.

,,ÁÁÁÁÁÁ HVER ERT ÞÚ”? öskraði hann.

,,Ég er snjókarlinn sem þú varst að gera áðan” svarar Snjókarlinn. ,,Ég vildi kynnast þér og vera vinur þinn”.

,,Snorri ertu ekki sofnaður”? kallar mamma Snorra.

,,Mamma ég var að eignast vin, hann heitir Herra Snjórkarl” segir Snorri.

Mamma hans kemur nú og

heilsar. ,,Hæ, Ég heiti Guðrún, mamma Snorra, gaman að kynnast þér.

,,Sæl, ég heiti Herra Snjókarl og er mjög hungraður”.

,,Ekkert mál”, segir mamma. ,,Má ekki bjóða ykkur smákökur? En svo verðir þið að fara að sofa, klukkan er orðin ellefu”.

,,Jú, ég elska smákökur.” Herra Snjókarl gæddi sér á smákökunum. ,,Vá, hvað þetta var gott”.

Nú buðu þeir góða nótt og fóru að sofa. Þegar Snorri vaknaði var Herra Snjókarl horfinn.

,,HERRA SNJÓKARL, HVAR ERTU?” hrópaði Snorri.

,,Ég er bara frammi”. Þegar Snorri kom fram rak hann upp

stór augu.

,,VÁÁÁÁÁ varst þú að gera þetta. Það er alllllllt í jólaskrauti, það er snjór útum allt og ég veit ekki hvað og hvað”.

,, Já ég vaknaði klukkan fimm og byrjaði að skreyta, klukkan er núna tíu”.

,,Vááá”, sagði mamma. ,,Það er aðfangadagur, gleðileg jól”.

,,Gleðileg jól”, segja þeir báðir og knúsa Guðrúnu.

Klara Dögg Tryggvadóttir 5. bekk

Grunnskóla Grundarfjarðar

Sendi öllum ættingjum og vinum mínar bestu jóla- og nýársóskir með þökk fyrir það liðna.

Kær kveðja Bjarni Ólafsson, Geirakoti

Jólasögusamkeppnin
Sími: 431 3600 - fmsnb@simnet.is Farsímar: 853 1002 & 853 1003 FISKMARKAÐUR SNÆFELLSBÆJAR Viðskiptavinum okkar og landsmönnum öllum óskum við gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum viðskiptin á árinu.

Margrét og leitin að jólakettinum

bara ekki jólaköttinn hún skildi ekkert í þessu og hún hrópaði og hrópaði eins hátt eins og hún gat ,jólakötturinn er laus, en hún hélt að hann hefði farið í bæinn og svo hún hljóp þangað. Hún var hrædd um að hann hefði étið bestu vini sína svo hún hljóp hrædd til mömmu sinnar og sagði henni alla söguna af ævintýrinu á Esjunni. Daginn eftir sagði hún öllum í skólanum frá sögunni og svo fór hún heim og uppgötvaði að jólakötturinn væri kannski bara ekki til?

Endir

Ísabella Ósk Davíðsdóttir 9 ára.

í bókum að Grýla og Leppalúði byggju þar. En hvernig átti hún eiginlega að komast þangað?. Hún hugsaði hvernig hún ætti að komast þangað og hélt svo af stað, Hún labbaði á Esjuna og leitaði og leitaði en fann

Jólasögusamkeppnin

um rauðan eða gulan sleða alveg eins og þennan sem ég átti. Það var miðvikudagur og ég var að labba heim úr skólanum þegar ég sé hrekkjusvíninn labba í áttina að mér. Ég verð smeikur því þeir eru alveg vísir til að lúskra á mér.

Gjöfin undir jólatrénu

Þeir stoppa fyrir framan mig, taka í mig en ég næ að losa mig frá þeim og hlaupa í burtu. Ég næ að hlaupa heim. Mamma er í eldhúsinu og tekur á móti mér, ég kem varla upp orði því ég er svo móður og hræddur. Ég segi mömmu allt og þá skilur mamma afhverju ég var að biðja um nýjan sleða. Mamma segir mér að fara græja mig á háttinn því Stekkjastaur kemur í nótt. Ég leggst á koddann og ákvað að óska mér. Dagarnir líða og það verður æ styttra í jólin, jólasveinarnir voru búin að koma með gjafir í skóinn minn alla dagana og ég var svo þakklátur fyrir það. Eina nóttina vakna ég við hávaða frammi, ég hrekk upp en þori ekki fram til að kíkja hvað þetta gæti mögulega verið. Eftir smá stund ákvað ég kíkja fram. Ég læðist fram og sé þá eitthvað sem ég hafði aldrei séð áður. Þetta var einhver í rauðum fötum sem var að reyna koma risastórum pakka undir jólatréð hjá okkur. Veran í rauðu fötunum snýr sér skyndilega við og sér mig. Þetta var jólasveininn hann

sá mig og ég sá hann. Við öskrum báðir en jólasveininn ákvað að reyna tala við mig. Ég hætti að öskra og sá að hann var vingjarnlegur, við settumst inn í eldhús og fengum okkur smákökur og mjólk. Jólasveininn sagðist hafa verið að koma með gjöfina sem ég hafði óskað mér. Jólasveininn ákvað að halda ferð sinni áfram, þakkaði mér fyrir góðgætið og ég fór að sofa. Daginn eftir vakna ég og finnst eins og ég hafi ver-

ið að dreyma. Ég fer fram í stofu, sé stóra pakkann undir trénu og átta mig á því að þetta var bara alls ekki draumur. Ég opna pakkann og þetta er stór rauður sleði. Ég klæði mig fer út að renna og þetta voru bestu jól sem ég hafði upplifað.

Óskum Snæfellingum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum viðskiptin.

Bestu óskir um gleðileg jól og farsæld og frið á nýju ári.

Þökkum góð samskipti á árinu sem er að líða.

Opnunartími y r hátíðirnar: 23. des 13-22 24. des 10-12 Virka daga 14-18

Síðasti skiladagur fyrir bækur er 6. janúar
Jólasögusamkeppnin

Hvað kemur þér í jólaskap?

Vá, það er svo margt sem kemur mér í jólaskap. Verð að velja nokkur atriði. Til að byrja með er það þegar ég hef fengið að labba á milli búðanna

Jólaspurningar

skatan, þá hittist fjölskyldan og borðar skötu saman.

Hver er þín fyrsta jólaminning?

Mín fyrsta jólaminning eru aðfangadagsmorgnarnir þegar maður var yngri. Maður vaknaði fyrir allar aldir til þess að sjá hvað maður fékk í skóinn fá Kertasníki, þar sem skógjöfin var alltaf pökkuð inn og var einhversstaðar annarsstaðar í húsinu vegna þess að hún var aðeins “stærri“. Svo kíkti maður auðvitað hvort eldri systkini sín hafi ekki fengið eitthvað líka.

Hver er þín uppáhalds jólaminning?

Það eru svo margar eftirminnilegar minningar sem maður á.

Ég myndi segja að uppáhalds minningin séu fyrstu jólin okkar Dagnýjar og Árný Láru saman sem fjölskylda.

í bænum með gítarinn á Aðventugleði menningarnefndar og fengið að syngja jólalög fyrir gesti og gangandi. Svo er það þegar jólalögin byrja að heyrast og þegar ég kem í heimsókn til mömmu og pabba og mamma er að byrja að baka lagtertuna! Svo auðvitað líka þorláksmessu-

En svo er ein mjög eftirminnileg jólaminning. Það var þegar ég fór óvænt að sækja Línu frænku mína sem var að koma að utan, út á Keflavíkurflugvöll. Systir hennar, Jenný, bjó þá hér á Íslandi og var ólétt af sínu fyrsta barni. Þá voru þær systur ekki búnar að hittast í þó nokkurn tíma. Það var búið að halda því leyndu að systir hennar væri að koma að utan og ég var fenginn í að sækja hana út á flugvöll. Ég lagði af stað á Þorláksmessu eftir skötuna. Það voru nú ekki allir par sáttir við að ég væri að fara að vesenast í að keyra til Reykjavíkur þar sem veðurspáin var ekki góð. Enginn vissi neitt, en það reddaðist allt og ég komst suð-

ur. Eldsnemma á aðfangadagsmorgun legg ég síðan af stað og næ í Línu út á flugvöll og við keyrum síðan af stað vestur til Ólafsvíkur. Það átti að vera eitthvað leiðinlegt veður þennan dag en sem betur fer slapp það. Við komum til Ólafsvíkur eldsnemma á aðfangadagsmorgun og náum að koma systur hennar rækilega á óvart án þess að nokkur uppgötvaði hvað við værum að bralla. Mjög annasamir tveir dagar en ótrúlega eftirminnilegir!

Besta eða eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið?

Vá, þetta er erfið spurning. Það hafa verið svo margar eftirminnilegar! En ég held að sú besta sé snjóbrettið sem ég fékk í jólagjöf hér um árið, manni var búið að langa mikið í snjóbretti sem maður kunni ekkert á. Það ar mikil skemmtun og ekki langt síðan það fékk nýjan eiganda.

Hver er uppáhalds jólamaturinn þinn?

Minn uppáhalds jólamatur er graflaxinn og heimatilbúna graflax sósan hennar mömmu, síðan er það líka hamborgarhryggurinn. En kalkúnabringurnar eru líka búnar að koma sterkar inn síðustu ár.

Hvað finnst þér vera besta jólalagið?

Ef ég nenni með Helga Björns kemur manni einhvernveginn alltaf í jólaskap. En besta lagið væri It‘s beginning to look a lot like christmas með honum Michael Bublé.

Óskum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.
Þökkum viðskiptin á árinu.
Jón Haukur Hilmarsson

Aðventustund í kirkjunum

Aðventustund var haldin í Ólafsvíkurkirkju á fyrsta í aðventu, þann 27. nóvember síðastliðinn. Stundin fór fram í umsjón Kvenfélags Ólafsvíkur. Tekið var á móti kirkjugestum með harmonikkuleik, tendrað var á spádómskertinu, barnakór söng ásamt fleirum tónlistaratriðum, Pétur Steinar Jóhannsson las upp minningar frá jólum, Séra Aðalsteinn fór með jólahugleiðingu og að lokinni aðventustund buði kvenfélagskonur til veitinga í safnaðarheimilinu, heita drykki og smákökur eftir notalega stund. Aðventustundin á annan í aðventu, þann 4. desember fór fram í Ingjaldshólskirkju undir stjórn Kirkjukórs Ingjaldshólskirkju. Tónlistaratriði og samsöngur, tendrað var á Betlehemskertinu, Sóley Jónsdóttir

ir hátíðlega stund saman bauð kórinn í kakó og smákökur í safnaðarheimili Ingjaldshólskirkju. Þriðja Aðventustundin var í Grundarfjarðarkirkju þriðjudaginn 13. desember. Kirkjukórinn tók þar nokkur lög, Séra Aðalsteinn fór að vanda með jólahugleiðingu og Margrét Hjaltadóttir var ræðukona kvöldsins en hún sagði frá jólunum sínum og upplifunum á jólunum. Söfnuðurinn átti ljúfa, einfalda og létta stund saman í aðdraganda jólanna. Vel hefur verið sótt í messur undanfarið en virðist sem starfið sé að taka aftur við sér eftir lægð vegna heimsfaraldurs. Bæjarbúarnir eru kirkjustarfið og þegar fólk mætir brosandi til kirkju er greinilegt að það er að í sameiningu að reisa starfið aftur upp sjálft.

Kæru vinir.

Guð ge ykkur öllum gleðileg jól og hamingjuríkt nýtt ár.

Við þökkum samstar ð, samfélag og hlýhug síðasta rúman áratug.

Guðrún og Óskar Ingi.

jóla og farsæls komandi árs Megi nýja árið vera ykkur hamingjuríkt og gjöfult. Við óskum íbúum Snæfellsness

Jólaspurningar

Hvað mér þótti leiðinlegt að bíða eftir að klukkan yrði sex og jólin kæmu.

Hver er þín uppáhalds jólaminning?

Þegar jólatréð varð of stórt og komst ekki inn í stofuna hjá

Besta eða eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið?

Hef fengið fullt af fínum gjöfum en man ekki eftir einhverri sérstaklega.

Hver er uppáhalds jólamaturinn þinn?

Andabringur.

Hvað finnst þér vera besta jólalagið?

Jólasögusamkeppnin

Jói og Jólasveinninn

lega þegar hann svarar í símann. “Þú verður að koma jólasveinninn, er veikur.” Er sagt mjóróma röddu.

“Hvert á ég að koma?” Spyr Jói.

“Þú átt að fara á flugvöllinn.” Segir röddin í símanum. Jói svarar “Allt í lagi.”

Hver er þín fyrsta jólaminning?

Er ekkert sérstaklega hrifinn af jólalögum.

“Jói, kominn tími til að vakna, skólinn er að byrja.”

“Það er ekki skóli mamma.” Svarar Jói.

“Æi já ég gleymdi því.” Segir mamma.

Riiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinnnnng, riiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinnnnng! “Síminn er að hringja, Jói.” Kallar mamma. Jói fer fram á náttfötunum og svarar í símann. Honum bregður rosa-

Þegar hann kemur á flugvöllinn, hittir hann álf sem segir honum að klæða sig í búning sem hann hélt á. Álfurinn hafði verið að bíða eftir þeim. Þegar hann er búinn að klæða sig í búninginn, sem var jólasveinabúningur, fer hann í jólasveinavagn, sem er fullur af pökkum, á flugvellinum .

Þeir fljúga út um allan heiminn og gefa öllum gjöf.

Daginn eftir batnaði jólasveininum.

Sævar Hjalti Þorsteinsson 5. bekk Grunnskóla Grundarfjarðar
Jökull Bæjarblað steinprent@simnet.is 436 1617

Ævintýrið í fjöllunum

um að fara út í búð að kaupa mjólk og brau. Á leiðinni heim hitti Brandur Gunnar vin sinn. Gunnar kom með hugmynd um að þeir myndu fara upp á fjall í ævintýraleit. Þeir labba upp á fjall þegar þeir hafa labbað í smá stund sjá þeir stóra skessu standa rétt hjá þeim. Gunn-

ar hvíslar að Brandi og segir að þetta sé Grýla en Bandur var viss um að þetta væri Leppalúði. Skessan snéri sér við og þeir sáu að þetta var hún Grýla. Grýla kom auga að þá og hljóp af stað á eftir þeim. Grýla náði Brandi og fór með hann í hellinn sinn. Gunnar ákvað að elta þau því hann varð að bjarga Brandri úr þessari hræðilegu klípu. Grýla setur Brand í pottinn sinn, fer svo að sækja krydd og fleira til að setja út í pottinn því hún ætlaði að búa til súpu úr honum. Á meðan Grýla snýr sér við fer Gunnar inn og nær að bjarga Brandi úr pottinum. Þeir hlaupa eins hratt og þeir geta niður fjallið og heim til sín og þeir ætla aldrei aftur upp á fjall eftir þetta.

Grýla mætti á upplestur

Mánudaginn 12. desember stóð Græna Kompaníið í Grundarfirði fyrir upplestri á Grýlusögu í garðinum aftan við kaffihúsið. Tekið var að dimma og höfðu börnin fengið smjörþef af því að óvæntur gestur myndi ef til vill láta sjá sig á viðburðinum. Þar sem þetta var daginn eftir að fyrsti jólasveininn kom til byggða áttu eflaust einhverjir von á að hitta Stekkjastaur í garðinum. Svo var þó ekki og við upplestur á Grýlusögu mætti Grýla sjálf í fullum skrúða. Börnin voru skiljanlega skelkuð en þó hugrökk og létu sig að lokum flest þeirra hafa það að vera á mynd með Grýlu. sj

Jólasögusamkeppnin

Jólasögusamkeppnin

Stúfur gefur í skóinn

ar litli strákurinn. Hann kíkir út um gluggann og sér þá Stúf liggjandi á jörðinni, þá fer hann og klæðir sig í útiföt og hjálpar Stúfi á fætur. Stúfur þakkar stráknum fyrir aðstoðina. Hann býður honum að hjálpa sér að klára að gefa krökkunum í skóinn. Strákurinn verður ánægður með það og skellir sér með honum. Þegar þeir eru búnir að gefa í skóinn fer litli strákurinn heim að sofa, en Stúfur heldur heim á leið í Grýluhelli.

Þegar litli strákurinn vaknar, heldur hann að hann hafi verið að dreyma því hann trúir ekki að hann hafi séð Stúf.

Aðventugleði í Útgerðinni

inn. Hann er að gefa litlum strák í skóinn, en rennur á rassinn og meiðir sig í bakinu. Við hávaðann þegar Stúfur dettur, vakn-

Bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þakka viðskiptin á árinu sem er að líða.

Miðvikudaginn 14. desember síðastliðinn var hin árlega Aðventugleði í Útgerðinni. Þá mæta þær Margrét Eir, eigandi Snyrtistofunnar Glóey og María, eigandi Pastel hárstofu í Útgerðina með svokallaðar Pop up verslanir. Að þessu sinni mætti barnafataverslunin Mó mama einnig á svæðið. Buðu þær allar upp á góð tilboð af vör-

um auk þess sem happadrætti var í gangi fyrir alla viðskiptavini. Fjórir veglegir vinningar voru dregnir úr pottinum fyrir heppna aðila, einn frá hverri verslun. Mikil gleði ríkti bæði hjá verslunareigendum og gestum en komin er á skemmtileg jólahefð á aðventunni.

sj
Bergur

Jólaútvarp Grunnskóla Snæfellsbæjar

Jólaútvarps GSnb var í loftinu í sjöunda árið í röð dagana 12. til 16. desember. Allir nemendur skólans tóku þátt í undirbúningi útvarpsins á einn eða annan hátt. 1. til 7. bekkur undirbjuggu og tóku upp svokallaða bekkjaþætti þar sem bekkirnir settu saman klukkustunda langan útvarpsþátt saman. Þættirnir voru mjög fjöl breyttir og voru skemmtileg við fangsefni tekin fyrir. Nemendur í 8. til 10. bekk sömdu útvarps handrit, 2 til 3 saman í hóp. Þau höfðu val um að fara í beina út sendingu. Að taka þátt í slíku verkefni sýnir mikið hugrekki og eiga nemendur því hrós skil ið fyrir fagmannleg vinnubrögð á þessum vettvangi. Jólaútvarp ið er skemmtileg hefð hjá skól anum en í því felst einnig lærdómur fyrir nemendur en þetta er góð leið til þess að æfa munnlega framsögn, að semja handrit og til þess að læra á allskonar tækni og forrit. Það er ákveðin tækni sem felst í því að fram-

kvæma útvarpsgerð vel og hafa nemendur og starfsmenn þróað þessa tækni í gegnum árin.

Jólaútvarp GSnb er ekki einungis námstækifæri fyrir nemendur heldur er það einnig fjár-

öflun en ágóði útvarpsins rennur í árlega skíðaferð 10. bekkjar. Nemendur hafa unnið hörðum höndum að auglýsingasöfnun og gerð auglýsinga fyrir fyrirtæki og stofnanir sem styrktu þau. Þau

fyrirtæki sem keyptu auglýsingar geta verið sátt með viðskiptin en auglýsingarnar voru einstaklega vel heppnaðar og skondnar í ár.

jj
BAL ATÁ Bjarnarbraut 8 310 Borgarnes Sími: 433 2310 ssv@ssv.is SAMTÖK SVEITARFÉLAGA Á VESTURLAND I

Líf og fjör var í Ólafsvík fimmtudagskvöldið 24. nóvember þegar fyrirtæki, félög og Menningarnefnd Snæfellsbæjar stóðu fyrir svokallaðri Aðventugleði.

Efndu þá verslanir og veitingastaðir til kvöldopnunar en opið var á flestum stöðum frá 18 til 21. Verslanir, félög og einstaklingar settu upp sölubása inni í þeim verslunum sem opnar voru í Ólafsvík og í Átthagastofu Snæfellsbæjar voru einnig básar með ýmsum varn-

Aðventugleði í Ólafsvík

ing til sölu. Afslættir, jólalegar veitingar og útdráttarleikir voru á meðal þess sem auðgaði bæjarlífið. Menningarnefnd Snæfellsbæjar bauð upp á lifandi tónlist en Jón Haukur Hilmarsson þræddi staðina og spilaði jólalög fyrir gesti og gangandi.

Gríðarlega góð þátttaka var á aðventukvöldinu, jólaverslunin fór fram í heimabyggð og jólaandinn færðist yfir. sj

Óskum Snæfellingum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum viðskiptin. Happdrættismiðar í leikfangahappdrætti Lionsklúbbs Ólafsvíkur eru komnir í sölu, sölustaðir eru: Verslunin Kassinn, Verslunin Hrund, Söluskáli ÓK og Voot. Úrdráttur í leikfangahappdrætti Lionsklúbbs Ólafsvíkur fer fram í félagsheimilinu Kli á aðfangadag kl. 11.
miðar 2.500, aðeins dregið úr seldum miðum.
Ólafsvíkur Leikfangahappdrætti Lionsklúbbs Ólafsvíkur
Útgefnir
Lionsklúbbur

Guðný Jakobsdóttir

Hvað kemur þér í jólaskap?

Það verður að viðurkennast að ég er hálfgerður jólaskröggur! En jólaskapið hellist yfir mig af og til og þá er það kannski bakstur á ákveðnum smákökum, þegar börn og barnabörn fara að streyma heim í jólafrí og svo þegar þorláksmessukvöldi lýkur og allt er skreytt og ró færist yfir heimilið.

Jólaspurningar

Þín fyrsta jólaminning?

Sennilega svona 4-5 ára í Hrafnhólunum í Breiðholtinu, við matarborðið kl. 6 og gestur hjá okkur var gamall frændi vestan af fjörðum. Og svo einhverra hluta vegna Bjarni Fel. að lýsa enska boltanum!! Hmm, ég þarf nú sennilega að ræða þetta eitthvað við mömmu!

Þín uppáhalds jólaminning?

Þarna trónir nú hæst æskuminningarnar um jólaboðin hjá ömmu og afa í sveitinni, Hvammi í Ölfusi, á annan í jólum. 11 Hvammssystkinin með mökum og öllum sínum börnum. Það var sko fjör. Einnig aðdáunarvert hvað var lagt mikið á sig til að komast í jólaboðið, ég man eftir nokkrum skelfilegum heimferðum yfir Hellisheiðina, þar sem að ekkert sást nema snjóbylurinn!

Besta eða eftirminnilegast jólagjöfin?

Þegar Guðjón gaf mér ferð

til New York, til að heimsækja Gunnhildi, sem var þar við nám. Þá fór ég nú bara að skæla. Og svo var það jólin sem ég fékk allar Abba-barbídúkkurnar!! Vá, þær voru æðislegar og fötin, maður minn!

Uppáhaldsjólamaturinn?

Hamborgarhryggurinn með öllu sem tilheyrir.

Uppáhaldsjólalagið?

Ég komst að því um daginn að ég tengi sterkt við og kemst í jólaskap við að heyra lagið I´ll be home for Christmas. Enda var þetta það mikilvægasta á Reykjavíkurárunum, að komast örugglega heim fyrir jólin.

Sendi ykkur öllum

bestu jóla og nýárskveðjur. Þakka fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða. Kveðja, Clemens

Bókasafn Snæfellsbæjar Jól og áramót

Bókasafn Snæfellsbæjar verður lokað frá og með 23. desember til 26. desember. Opið þriðjudaginn 27. des til föstudags 30. des. Venjulegur opnunartími frá og með 2. janúar 2023.

Bókasafn Snæfellsbæjar óskar öllum íbúum Snæfellsbæjar gleðilegra jóla og gæfu og hamingju á árinu sem fer í hönd.

líða.

Á síðasta ári tók pólskur hópur frá Ólafsvik þátt í alþjóðlega verkefninu „Kort til Mikołaj Rej“. Sem hluti af verkefninu voru búin til einstök jólakort. Framhaldsskólanemar í Óleśnica í Póllandi bjuggu til jólakort og skrifuðu óskir til Pólverja sem búa í Snæfellsbæ. Pólverjar frá Snæfellsbæ bjuggu líka til kort og skrifuðu jólaóskir fyrir íbúa Oleśnica. Kort frá Póllandi var hægt að sjá á sýningu í Útgerðinni en kort frá Íslandi voru til sýnis á bókasafni í Oleśnica. Fólk með fötlun frá Póllandi leist mjög vel á aðgerðina og í ár bjuggu þau til kort og skrifuðu óskir fyrir íbúa Ólafsvíkur. Börn og ungmenni tóku einnig þátt í aðgerðinni með hvatning frá Staszek Król frá bókasafni í Olesnica.

Í Ólafsvík tóku starfsmenn Smiðjunnar þátt í þessu verkefni 6. desember síðastliðinn með hjálp pólska hópsins ,,VIð erum í sambandi’’. Bjuggu þau til um

um á íslensku og pólsku. Þann dag fengu starfsmenn Smiðjunnar gjafir í þakkarskyni fyrir vinnuna sína. Pólski hópurinn útbjó litla gjafapoka með pólsku sælgæti og seglum á ísskápinn auk gjafa frá bókasafn-

Mikołaj er nafn pólska jólasveinsins og nafn hins mjög fræga pólska rithöfundar og skálds Mikołaj Rej. Bókasafnið í Oleśnica, sem einnig tekur þátt í verkefninu, ber nafn hans. Þann

5. desember ár hvert skrifa pólsk börn bréf til jólasveinsins og biðja um gjafir og hann færir þeim gjafir á kvöldin sem hann setur undir koddann. Þess vegna er verkefnið kallað „bréf til Mikołaj ... Rej“.

Bréf til Jólasveinsins Kort með jólakveðjum eru á leiðinni til Póllands. Dvalar- og hjúkrunarheimilið Fellaskjól kar öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum góðar stundir og alla velvild á líðandi ári. Jólakveðjur frá heimilis- og star fólki

Kallinn sem hataði jólin

maturinn í fjallinu en hann vildi ekki fara í þorpið sækja meiri mat að því hann var alltaf einn. Hann var alltaf grænn og hann þurfti að fara í þorpið að því hann var að deyja úr hungri.

hataði ekki jólin lengur.

Aron Hjaltason og Viktor Alex Gunnarson 5. bekk Grunnskóla Grundarfjarðar

Jólasögusamkeppnin
Gleðileg jól og farsælt komandi ár Svæðisgarðurinn Snæfellsnes þakkar samstarfið á árinu sem er að líða. Mörg mikilvæg verkefni bíða okkar Snæfellinga á nýju ári.

Víkingur annáll 2022

Þegar farið er yfir knattspyrnu árið 2022 hjá Víkingi Ólafsvík er hægt líta á tímabilið eins og að tvö mismunandi lið hefðu tekið þátt í mótinu. Liðið spilaði í 2. deild í fyrsta sinn síðan árið 2010. Tímabilið byrjaði erfiðlega og eftir fyrri umferðina var liðið aðeins með 9 stig sem var langt fyrir neðan væntingar. Í seinni umferðinni mætti allt annað lið til leiks þar sem liðið sýndi að þeir væru með betri liðum deildarinnar og náðu í 19 stig í seinni umferðinni, einnig var liðið taplaust í síðustu 6 leikjum mótsins. Margir ungir heimamenn spiluðu stórt hlutverk í sumar. Strákar eins og Konráð Ragnarsson, Bjartur Bjarmi, Brynjar Vilhjálmsson, Anel Crnac og Ísak Máni léku flesta leiki með liðinu og öðluðust í leiðinni dýrmæta reynslu sem mun nýtast liðinu vel á næsta tímabili.

Eftir tímabilið var tekin sú ákvörðun að endurnýja ekki samning við Guðjón Þórðarson um áframhaldandi samstarf. Þökkum við Guðjóni kærlega fyrir gott samstarf og óskum honum velfarnaðar í framtíðinni.

Ákveðið var að Brynjar Krist-

mundsson myndi taka við liðinu.

Brynjar sem hefur verið aðstoðarþjálfari liðsins undanfarin þrjú ár þarf ekki að kynna stuðningsmönnum enda er hann uppalinn á Snæfellsnesi og lék lengi með Víking Ó.

Undirbúningur fyrir næsta tímabil er nú þegar hafin og hefur penninn verið á lofti undanfarna mánuði. Félagið hefur endur-

samið

Einnig hefur Ingvar Freyr Þorsteinsson, Asmer Begic og Brynjar Óttar Jóhannsson skrifað undir sína fyrstu samninga við félagið.

Að lokum vill knattspyrnudeild Víkings Ó. nýta tækifærið og þakka stuðningsmönnum, sjálfboðalið-

um og öðrum velunnurum fyrir samstarfið á árinu sem er að líða. Vonumst við eftir áframhaldandi stuðning ykkar á næsta ári. Gleðileg jól og farsælt komandi ár.

Áfram Víkingur Ó.!

Stjórn og framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Víkings Ó.

við Björn Axel Guðjónsson, Konráð Ragnarsson, Emmanuel Eli Keke, Luis Romero Jorge og Carlos Casanovas.

Getraunir 1x2

Þá er HM lokið og fram undan eru leikir úr ensku deildarkeppninni. Þar eru okkar spekingar á heimavelli að sögn, þó svo að það hafi ekki komið í ljós enn sem komið er. Hver okkar uppskera af þessu brölti er, er kannski ekki aðalmálið, þó svo að einhverjir vinningar efli baráttuþrekið. Aðalmarkmið okkar er að afla tekna fyrir Víking. Greinilegt er að Víkingur á velunnara víðar, það sést á sölutölum Víkings frá Getspá. Þær eru töluvert hærri, en það sem við erum að selja.

Næst er leikið í enska bolt-

anum á annan í jólum. Við ætlum að sleppa því að vera í Átthagastofunni fyrir jól, en stefnum á að hittast fyrir áramót, sem verður auglýst síðar. Við viljum þakka öllum, sem hafa styrkt Víking, þá sem heimsóttu okkur á árinu og tippuðu á úrslit hjá okkur og sérstaklega hópnum, sem borið hefur kostnaðinn af hópseðlinum. Öllum þessum ágætu vinum okkar óskum við gleðilegra jóla og farsæls komandi árs með von um að næsta ár verði happa ár fyrir okkur öll í leik og starfi.

Áfram Víkingur.

Stafnafell ehf. óskar öllum Snæfellingum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári með þökk fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða.

Hvað kemur þér í jólaskap?

Þorláksmessa í Útgerðinni, jólaglögg og lifandi tónlist í gamla Pakkhúsinu hefur sl. ár komið mér í brjálað jólastuð. Dóttir mín hún Heiður Malín (næstum 5 ára) hefur tekið jólin algerlega í sínar hendur og keyrir upp allt jólaskap á heimilinu með einlægum áhuga á öllu sem viðkemur jólunum, hvort sem

Jólaspurningar

dásamleg jólaminning. Aðventumessa á Ingjaldshól með ömmu og mömmu, sérstaklega þegar kórinn kom niður og söng Heims um ból við altarið.

Eftir að ég eignaðist börnin mín þykir mér dásamlegt að upplifa jólin í gegnum þau og búa okkur til okkar eigin uppáhalds minningar.

Besta eða eftirminnilegasta jólagjöfin?

það séu jólalögin, jólaísinn eða bara jólaskreytingarnar.

Þín fyrsta jólaminning?

Þorláksmessuskata á Hraunásnum. Öll stórfjölskyldan mætt, hræðileg lykt í húsinu og mamma græjaði alltaf risa pizzaveislu fyrir krakkana.

Þín uppáhalds jólaminning?

Öll jólin þegar amma Níní og afi Konni voru hjá okkur er

Eftirminnilegasta gjöfin er ekki mín gjöf en einu sinni fékk Þórný systir mín takkasíma í jólagjöf frá mömmu og pabba, tímamótagjöf á þeim tíma. Pabbi sá um innpökkun, setti símann í brjóstvasann á vinnugallanum sínum og pakkaði inn. Svipurinn

á minni konu þegar upprúllaður ristastór kraftgalli kom uppúr pakkanum var kostulegur, hún þurfti aðstoð við að finna símann.

Uppáhalds jólamaturinn?

Jólasalatið með hamborgarahryggnum, jólasíld og tartalettur en svo þykir mér líka hangikjötið frá Ferstiklu í Hvalfirði hjá tengdapabba alltaf uppáhalds.

Uppáhalds jólalagið?

Spotify les mig eins og opna bók, finnur alltaf nýtt uppáhaldslag.

Kæru vandamenn og vinir. Gleðileg jól, farsælt komandi ár. Megi Guð og lukka fylgja bátum og byggð y r ókomna tíð

Kærar kveðjur, Vigfús Kr. Vigfússon

Óskum Snæfellingum

gleðilegra jóla og þökkum samstarfið

á árinu sem er að líða.

sem verður auglýst nánar síðar.

Miðar verða til sölu í Hraðbúð Hellissands og á Þorláksmessu í félagsh. Röst á milli kl. 16-17. ATH engin posi á staðnum.

Einnig er hægt að hringja og panta miða í síma: Ari Bent: 866-6939

Fjöldi veglegra vinninga

Aðeins dregið úr seldum miðum.

Miðaverð 300kr.

Leikfangahappdrætti Lionsklúbbs Nesþinga. Árlegt jólahappadrætti Lkl. Nesþinga verður haldið 23. desember kl. 17:00 og hvetjum við alla til að mæta. Einnig verður útsending frá happadrættinu á netinu

Frosin tjörnin á Rifi laðar að og hefur Grunnskóli Snæfellsbæjar nýtt sér aðstæðurnar og farið með nemendur að skauta. Tjörnin er einungis um fet að dýpt og þægilegt er að komast að henni. Starfsfólk skólans og nemendur í 2., 4., 5. og 7. bekk hafa farið á skauta og var ætlunin að fleiri færu fyrir jólafrí en veðuraðstæður gáfu ekki færi á því. Mikil kátína er á meðal nemenda með þessa skemmtilegu dægrastyttingu. Eins er málun-

Snæfellingar skauta

um háttað í Grundarfirði en þar hefur Slökkvilið Grundarfjarðar útbúið heimatilbúið skautasvell á bílaplaninu gegnt grunnskólanum. Þegar aðstæður leyfa sprautar slökkviliðið vatni á planið sem frýs og úr verður skautasvell. Veðurbreytingar gera það að verkum að svellið er ekki jafn varanlegt og ella en það gerir ekki minna úr gleðinni sem slíkt svell veitir bæjarbúum. sj

Kæru ættingjar og vinir

Guð gefi ykkur gleðileg jól og gæfuríkt nýtt ár. Þakka vináttu og hlýhug á liðnu ári.

Guðrún Alexandersdóttir

LIONSKLÚBBURINN RÁN ÓLAFSVÍK 21. janúar 1973 Lionsklúbburinn Rán, Ólafsvík Lionsklúbbur Grundarfjarðar Lionsklúbbur Ólafsvíkur Kvenfélag Ólafsvíkur Lionsklúbbur Nesþinga Skotfélag Snæfellsness Sjálfstæðisfélögin í Snæfellsbæ Kvenfélag Hellissands Soroptimistaklúbbur Snæfellsness Golfklúbburinn Jökull

Leikskólastarfið í desember

Eins og ávallt í desember hefur verið mikið um að vera hjá leikskólunum, börnin hafa meðal annars tekið þátt í piparkökubakstri, kirkjuheimsókn ásamt kósýkaffihúsa stemmningu að henni lokinni.

Börnin fóru í jólaljósagöngu og að sjálfsögðu var svo slegið upp jólaballi.

Leikskólarnir í Snæfellsbæ sendu okkur meðfylgjandi myndir úr starfinu í desember.

Gjaldskrá

fyrir tónlistarskólagjöld í Snæfellsbæ GJALDSKRÁ

fyrir tónlistarskólagjöld í Snæfellsbæ

Gildir frá 1. janúar 2023

1. gr.

Forskóli: Grunngjald 13.850 kr.

Undir 21 árs:

Heilt tónlistarnám 32 350 kr. Hálft tónlistarnám. 19 400 kr. Heilt söngnám 37 150 kr. Hálft söngnám 22 290 kr.

21 árs og eldri:

Heilt tónlistarnám....................................................................................... 45.000 kr. Hálft tónlistarnám....................................................................................... 27.000 kr. Heilt söngnám............................................................................................. 51.000 kr. Hálft söngnám............................................................................................. 30.600 kr.

Hljóðfæraleiga............................................................................................ 7 350 kr.

2. gr.

Afslættir af dvalargjald: Einstæðir foreldrar og námsmenn........................................................... 25% Systkinaafsláttur, 2. barn......................................................................... 25% Systkinaafsláttur, 3. barn.......................................................................... 50%

Afsláttur til námsmanna gildir ef báðir foreldrar eru skráðir í fullt nám og ljúka a.m.k. 75% af fullu námi. Afsláttur reiknast frá því að vottorð um skólavist er lagt fram. Ljúki ekki bá ðir foreldrar 75% af fullu námi, fellur afsláttur niður. Systkinaafsláttur reiknast af lægsta dvalargjaldinu. Afsláttur gildir fyrir systkini yngri en 18 ára og á ekki við um frændsystkini þó þau deili lögheimili og greiðandi sé sá sami.

3. gr.

Gjaldskrá þessi er samin með vísan til 11. gr. laga um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla nr. 75/1985 og var samþykkt í bæjarstjórn Snæfellsbæjar þann 8. desember 2022. Tekur gjaldskrá þessi gildi þann 1. janúar 2023 og frá sama tíma fellur niður gjaldskrá tónlistarskóla Snæfellsbæjar sem gilt hefur frá 1. janúar 2022.

Snæfellsbær, 8. desember 2022

Kristinn Jónasson, bæjarstjóri

Snæfellsbær | Klettsbúð 4 | 433 6900 | snb.is

Heimsókn slökkviliða

í grunnskóla

Slökkvilið Snæfellsbæjar og fulltrúar frá Lionsklúbbunum Rán og Þernunum heimsóttu 3. bekk Grunnskóla Snæfellsbæjar þann 15. desember síðastliðinn. Tilgangur heimsóknarinnar var

brunavarnir á heimilum.

Slökkvilið Grundarfjarðar gerðu slíkt hið sama þegar þeir heimsóttu 3. bekk Grunnskóla Grundarfjarðar. Þeir sýndu nem endum einnig búnað og tæki

Gleðileg jól og farsælt komandi ár.

Þökkum viðskiptin á árinu.

Gleðilega hátíð & takk fyrir árið.

Við hlökkum til að taka á móti ykkur á nýju ári.

Starfsfólk Lýsulauga

GUÐMUNDUR JENSSON SH 717

Við óskum öllum Snæfellingum gleðilegra jóla og heillaríks komandi árs. Þökkum starfsfólki okkar og viðskiptavinum samstarfið á árinu sem er að líða.

Vasaljósaganga í Grunnskóla Grundarfjarðar

sögu sem varð til þess að sumir

endur og starfsfólk Grunnskól ans í Grundarfirði í sína árlegu

sj

Viðburðaríkur desember á Jaðri

Desembermánuður hefur verið ánægjulegur og viðburðaríkur á Jaðri. Fjölmargir hafa heimsótt dvalar- og hjúkrunarheimilið og glatt íbúa með gjöfum og góðum samverustundum. Til að mynda mættu nemendur 8. bekkjar í Grunnskóla Snæfellsbæjar með upplestur, eldri nemendur Tónlistarskóla Snæfellsbæjar kíktu í heimsókn og sungu og eins gerði Skólakór Snæfellsbæjar. Starfsfólk Smiðjunnar mætti færandi hendi og gáfu kerti og kort sem þau bjuggu sjálf til. Ungmennaráð Snæfellsbæjar færði Jaðri 20 handlóð að gjöf, buðu upp á veitingar, sungu jólalög og lásu jólasögu fyrir heimilisfólkið og Soroptimistaklúbbur Snæfellsness hélt sitt árlega jólabingó. Þar voru að vanda glæsilegir bingóvinningar og að spilinu loknu buðu þær upp á heitt súkkulaði og randalínuköku. Íbúar og starfsfólk Jaðars eru afar þakklát fyrir góðar heimsóknir, væntumþykju og vinarhug á aðventunni frá íbúum Snæfellsbæjar og fleiri gestum og óska öllum gleðilegra jóla. sj

Sameiginlegt jólaball í Snæfellsbæ

Miðvikudaginn 28. desember kl. 16.30 - 18.00 verður sameiginlegt jólaball á vegum félagasamtaka í Snæfellsbæ.

Jólaballið verður á Kli

Hefðbundin dagskrá: Veitingar, jólasveinar og dansað í kringum jólatré. Miðaverð er 500 kr. og enginn posi, börn skulu vera í fylgd með fullorðnum.

Allir velkomnir - Góða skemmtun

Kvenfélag Ólafsvíkur

Kvenfélag Hellissands

Lionsklúbburinn Rán

Lionsklúbburinn Þernan

Lionsklúbbur Nesþinga

Gjaldskrár fyrir skólamáltíðir

og heilsdagsskóla í Snæfellsbæ GJALDSKRÁ

fyrir skólamáltíðir og heilsdagsskóla í Snæfellsbæ

Gildir frá 1. janúar 2023

1. gr.

Í grunnskólanum eiga nemendur kost á heitri máltíð í hádeginu fimm daga í viku, alla skóladaga skv. skóladagatali Maturinn er eldaður í eldhúsi grunnskólans Foreldrar skrá börn sín í áskrift í byrjun skólaárs.

2. gr.

Ekki er í boði að kaupa stakar máltíðir, en fast mánaðargjald kr. 9.400.-

3. gr.

Heilsdagsskóli, Skólabær, er í boði fyrir börn í 1. – 4. bekk á Hellissandi Hann er starfræktur á skóladögum, samkvæmt skóladagatali frá því að skóla lýkur kl 13:40 og til kl 16:00 Heilsdagsskóli er ekki opinn í vetrarfríum Starfsemi hefst á skólasetningardegi og lýkur á skólaslitadegi

4. gr.

Gjald fyrir hverja dvalarstund í heilsdagsskóla er kr. 335.- Gjald fyrir síðdegishressingu er kr 165.-

Afslættir af dvalargjald: Einstæðir foreldrar og námsmenn......... 40% Systkinaafsláttur, 2. barn 50% Systkinaafsláttur, 3. barn 100%

Afsláttur til námsmanna gildir ef báðir foreldrar eru skráðir í fullt nám og ljúka a m.k. 75% af fullu námi. Afsláttur reiknast frá því að vottorð um skólavist er lagt fram. Ljúki ekki báðir foreldrar 75% af fullu námi, fellur afsláttur niður Systkinaafsláttur er á milli leikskóla og heilsdagsskóla. Hæsti afsláttur reiknast af lægsta dvalargjaldinu. Afsláttur reiknast eingöngu af heilu dvalargjaldi, ekki af kortersgjaldi, fæði eða öðrum gjöldum

5.gr.

Greitt er fyrirfram fyrir hvern mánuð og er innheimt með greiðsluseðli Ekki er veittur afsláttur þó nemendur fari í íþróttir eða tónlistartíma á dvalartíma. Ekki er endurgreitt vegna fjarvista eða veikinda, nema þau vari lengur en eina viku samfellt

6. gr.

Skráning í mat og heilsdagsskóla er hjá skólaritara. Skráning eða afskráning tekur gildi um næstu mánaðarmót samkvæmt tilkynningu sem þarf að berast skólaritara fyrir 20. dag mánaðar á undan. Gjaldskrá þessi er samin með vísan til 23. og 33. gr laga um grunnskóla nr 91/2008 með síðari breytingum og var samþykkt í bæjarstjórn Snæfellsbæjar þann 8. desember 2022. Tekur gjaldskrá þessi gildi þann 1. janúar 2023 og frá sama tíma fellur niður gjaldskrá grunnskóla Snæfellsbæjar sem gilt hefur frá 1. janúar 2022

Snæfellsbær, 8. desember 2022

Kristinn Jónasson, bæjarstjóri

Snæfellsbær | Klettsbúð 4 | 433 6900 | snb.is

Aðventan hefur verið ánægjuleg og annasöm á Fellaskjóli. Dvalarheimilið hefur verið skreytt hátt og lágt og jólatréð að sjálfsögðu komið á sinn stað. Ekki hefur setið á heimsóknunum en ungir sem aldnir sem vilja gleðja heimilisfólkið í aðdraganda jólanna hafa litið við. Söngatriði frá nemendum tónlistarskóla Grundarfjarðar og fleirum, upplestur frá nemendum Grunnskólans í Grundarfirði og jólabingó er á meðal þess sem heimilisfólkið hefur fengið að njóta og eru vafalaust flestir komnir í jólaskap á Fellaskjóli. sj

Kyndlaganga 10. bekkjar

meðferðis sem lýstu þeim veginn í myrkrinu. Veðrið var tunglbjart og stillt og útsýnið yfir Ólafsvík var fallegt, jólaskreytt húsin í bænum nutu sín vel og sjá mátti bátar að sigla út á miðin. Þessi ganga nemendanna í 10. bekk var nokkurs konar tilraunaverkefni en stefnt er að því að fara með alla nemendur og starfsfólk skólans í slíka göngu, þá um 250 manns. Draumurinn er þá að hafa eld í bálpönnu og bjóða upp á heitt kakó og piparkökur á áfangastað uppi á Bekk. Þessi frumraun tókst virkilega vel og var sterk upplifun að ganga upp á Bekk með kyndlana.

sj

Brynja SH Bjartsýnn ehf. ssu.is

Sóley saumar

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Bæjarblaðið Jökull 1047. tbl. Jólablað by Steinprent - Issuu