Baeklingur_Lionsthing_2025

Page 1


FRÁ ÞINGNEFNDINNI

Kæru Lionsfélagar og gestir, fyrir hönd Lionsklúbbsins Ránar og Lionsklúbbs Ólafsvíkur bjóðum við ykkur velkomin til Ólafsvíkur á 70. fjölumdæmisþing Lionshreyfingarinnar á Íslandi.

Þetta er í annað sinn sem við höldum þingið og er von okkar að þetta þing verði ekki síðra en það sem við héldum 2007.

Ólafsvík verður miðstöð þinghaldsins og mun mannlíf bæjarins og næsta nágrennis að mestu snúast um það.

Við vonum að þið eigið með okkur ánægjulegar stundir og fáið notið umhverfisins sem við búum í. Þingnefndin.

Lionsklúbburinn Rán

Lionsklúbbur Ólafsvíkur

ÁVARP BÆJARSTJÓRA

Góðir Lionsfélagar.

Það er mér sönn ánægja að bjóða ykkur hjart anlega velkomin til Ólafsvíkur í Snæfellsbæ á Lionsþing árið 2025.

Snæfellsbær er víðfeðmt og fallegt sveitarfélag sem nær yfir stóran hluta hins magnaða Snæ fellsness. Hér búa um 1750 manns í nokkrum byggðakjörnum, þar sem Ólafsvík er stærst, ásamt Hellissandi, Rifi, Hellnum, Arnarstapa, Breiðavík, Búðum og Staðarsveit.

Atvinnulíf hér í Snæfellsbæ er fjölbreytt og öflugt, með útgerð, fiskvinnslu og ferðaþjónustu sem meginstoðir, ásamt þó nokkrum landbún aði. Með stofnun Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls árið 2001 hefur straumur ferðafólks hingað aukist mikið, enda svæðið rómað fyrir einstaka náttúrufegurð og líflegt mannlíf.

Félagsstarf er hér í miklum blóma. Lions hreyfingin hefur átt stóran þátt í því, hér var Lionsklúbbur Ólafsvíkur stofnaður árið 1973 og Lionsklúbburinn Rán árið 1987 (1994). Starf klúbbanna hefur markað djúp spor í samfélagið með margvíslegum verkefnum sem öll hafa haft það að leiðarljósi að bæta og auðga líf okkar allra.

Við í Snæfellsbæ höfum notið gæfu þess að eiga virka Lionsfélaga sem eru tilbúnir að leggja samfélaginu lið og bæta það með verkum

Með Lionskveðju, Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar.

70. LIONSÞING FJÖLUMDÆMIS 109

HALDIÐ Í ÓLAFSVÍK 25. - 27. APRÍL 2025

FIMMTUDAGUR 24. APRÍL

DAGSKRÁ

19:00-21:00 Skráning og afhending þinggagna: Grunnskólinn í Ólafsvík .

FÖSTUDAGUR 25. APRÍL

08:00-10:30 Skráning og afhending þinggagna: Grunnskólinn í Ólafsvík.

09:00-12:00 Skólar embættismanna: Grunnskólinn í Ólafsvík.

11:00-12:00 Að vera maki Lionsfélaga, spjall og fræðsla: Grunnskólinn í Ólafsvík.

12:00-13:00 Hádegisverður: Grunnskólinn í Ólafsvík.

13:10-13:20 Safnast saman við inngang sundlaugar. Munið eftir stóru klúbbfánunum.

13:30-14:00 Skrúðganga leggur af stað. Myndataka að lokinni skrúðgöngu.

14:15-15:15 Þingsetning: Íþróttahúsið í Ólafsvík.

15:30-16:00 Kaffihlé: Íþróttahúsið í Ólafsvík.

16:00-18:30 Umdæmisþingi A-umdæmis framhaldið í Íþróttahúsinu í Ólafsvík.

16:00-18:30 Umdæmisþingi B-umdæmis framhaldið í Grunnskólanum í Ólafsvík.

20:00-23:00 Kynningarkvöld: Í aflagðri fiskverkun við Bankastræti. Fiskur, franskar og annað góðgæti úr Breiðafirði. Þar verður stuð og stemmari með lifandi tónlist.

LAUGARDAGUR 26. APRÍL

09:00-10:00 Skráning og afhending þinggagna: Íþróttahúsið í Ólafsvík.

10:00-12:00 Fjölumdæmisþingi framhaldið í Íþróttahúsinu í Ólafsvík.

12:00-13:00 Hádegisverður: Grunnskólinn í Ólafsvík.

13:00-15:30 Makaferð. ATHUGIÐ BREYTTA TÍMASETNINGU Óvissuferð að hætti heimamanna.

13:00-15:30 Fjölumdæmisþingi framhaldið í Íþróttahúsinu í Ólafsvík.

15:30-16:00 Kaffihlé: Íþróttahúsið í Ólafsvík.

Sameginlegt kaffi þingfulltrúa og maka til að fagna 70. Fjölumdæmisþinginu.

16:00-17:00 Fjölumdæmisþingi framhaldið í Íþróttahúsinu í Ólafsvík.

19:00-01:00 Lionshátíð í Félagsheimilinu Klifi. Húsið opnar kl. 19:00

Vinsamlegast athugið að notkun tóbaks er bönnuð

í og við Grunnskóla og Íþróttahús Snæfellsbæjar

HVAÐ ER HVAR?

Hér til hliðar gefur að líta kort af Ólafsvík. Til þess að gestir átti sig betur á hvar borðað er, hvar skólar eru og fleira höfum við númerað þá staði sem koma þinghaldinu beint við.

Einnig er á kortinu rauð brotalína sem markar leiðina sem skrúðgangan gengur kl: 13:30 á föstudaginn.

Nr. 1 er Íþróttahús Snæfellsbæjar, þar verður þingsetning, umdæmisþing A og fjölumdæmisþing.

Nr. 2 er Grunnskólinn, þar verður skráning og afhending þinggagna, skólar embættismanna, Umdæmisþing B, og hádegisverður báða dagana.

Nr. 3 er Sundlaug Snæfellsbæjar en þar safnast allir saman fyrir skrúðgönguna.

Nr. 4 er Verðbúð – þar verður kynningarkvöldið haldið.

Nr. 5 er Félagsheimilið Klif, þar verður lokahóf á laugardagskvöld.

Eftirtaldir aðilar bjóða lionsfólk velkomið á Fjölumdæmisþing í Ólafsvík

Balatá

Bárður SH

Bjartsýnn ehf

Guðbjartur SH

Hárgreiðslustofa Gunnhildar

Kristinn J. Friðþjófsson ehf

SB rafverktaki

Sóley Saumar

Útnes ehf / Saxhamar ehf

Verslunin Kassinn

Tannlæknastofa ARA BJARNASONAR

UPPLIFUN Á SNÆFELLSNESI

Snæfellsnes hefur upp á margt að bjóða, afþreyingu og skoðun hverskonar. Ber þar fyrst að nefna Snæfellsjökul, kórónu Snæfellsness, svo fagran að annað þótti ótækt en að stofna um hann þjóðgarð. Þjóðgarðurinn var stofnaður 28. júní 2001 og þykir hann um margt merkilegur vegna sérstöðu svæðisins í jarðfræði og landmótun. En áhugaverðir staðir innan hans auk Snæfellsjökuls eru td. Arnarstapi, Djúpalónssandur, Dritvík, Gufuskálar, Lóndrangar, Saxhóll og Þúfubjarg. Miklir möguleikar eru til útivistar á svæðinu.

Ýmis söfn og sýningar eru í Snæfellsbæ svo sem Pakkhúsið í Ólafsvík, Gestastofa Þjóðgarðsins á Malarrifi, Sjóminjasafnið og Þjóðgarðsmiðstöð á Hellissandi og að sjálfsögðu Frystiklefinn á Rifi en hann er atvinnuleikhús og suðupottur alls kyns snilldarverka og tónleikahalds í bland við annað viðburðahald. Kirkjur Snæfellsbæjar eru sex talsins, á Staðarstað, Búðum, Hellnum, Brimilsvöllum, Ingjaldshóli og Ólafsvík. Ólafsvíkurkirkja er nokkuð sérstök í útliti en úr lofti er hún í laginu eins og flattur fiskur, Ingjaldshólskirkja er talin elsta óbreytta steinsteypta kirkja í heimi og er friðlýst. Gaman er að skoða hana ásamt þeim fjölmörgu áhugaverðu gripum sem eru í eigu hennar.

Ýmsu er hægt að kynnast á Snæfellsnesi. Hér er einna styst í hvalaskoðun á landinu en boðið er upp á slíkar ferðir frá Ólafsvík. Einnig er hægt að fara í ógleymanlegar siglingar um innanverðan Breiðafjörð þar sem fjölbreytt náttúra eyjanna og fuglalíf eru skoðað, en við Breiðafjörð eru hafernir flestir á Íslandi. Víða við ströndina má sjá seli flatmaga í fjörunni og fuglalíf er fjölbreytt.

Möguleikar til útivistar eru miklir á Snæfellsnesi, ber þar fyrst að nefna ferðir á Snæfellsjökul, gönguleiðir innan þjóðgarðsins og utan eru fjölmargar og af öllum gerðum þannig að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Rauðfeldargjá í Breiðuvík er eitthvað sem allir þurfa að skoða og eins er það mikil upplifun að heimsækja Vatnshelli. Þá eru möguleikar á stangveiði miklir á Nesinu þar sem sumar af bestu ám og vötnum landsins eru staðsett.

Fjórir 9 holu golfvellir eru á Snæfellsnesi, í Ólafsvík, í Grundarfirði, í Stykkishólmi og í Staðarsveit.

Sundlaug er í Ólafsvík og er stutt síðan hún var mikið endurbætt. Einnig er nýendurnýjuð útilaug á Lýsuhóli en hún er heilsulaug. Hestaleigur eru víða í Snæfellsbæ.

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.