

Byrjað að skreyta fyrir jólin

Starfsmenn Áhaldahúss Snæfellsbæjar nýttu blíðskaparveðrið í byrjun vikunnar og byrjuðu að hengja upp jólaljós á ljósastaura
sem liggja við aðalgötur þéttbýliskjarna Snæfellsbæjar. Víða er jólaskrautið farið að rata upp úr kössum og með jólaljósun-
um birtir yfir bæjarfélaginu nú þegar daginn styttir og rökkrið færist yfir. Enn eru tæpar tvær vikur í fyrsta sunnudag aðventu
og hlýjan sem jólaljósin veita í skammdeginu gera þessa myrkustu mánuði ársins léttari. SJ
1182. tbl - 25. árg. 19. nóvember 2025
Mikil fjölgun gesta á tjaldsvæðum Snæfellsbæjar
Tjaldsvæði Snæfellsbæjar voru opin frá apríl til 15. október í ár. Aðsókn á tjaldsvæði Snæfellsbæjar, sem staðsett eru í Ólafsvík og á Hellissandi, hefur aukist töluvert síðustu 10 árin, þó með fækkun gesta á meðan Covid faraldurinn gekk yfir. Í ár, 2025, er í fyrsta sinn sem tjaldsvæðin eru opin í april og þriðja sinn sem er opið í október. Metaðsókn var á tjaldstæðin í ár en 26.834 gestir gistu á tjaldsvæðunum í sumar sem er 45% aukning frá árinu 2024. Árið 2024 heimsóttu 19.471 gestur tjaldsvæði Snæfellsbæjar en árin 2017 og 2018 fór gestafjöldi síðast yfir 20.000. Í apríl, maí, júní, júlí og september voru aðsóknarmestu mánuðir tjaldsvæðanna frá upphafi en árið 2018 var ágúst með flesta gesti og október var með tvöfalt fleiri gesti í fyrra en í ár, 808 í stað 444. Gestafjöldi hef-

ur aukist ár frá ári eftir fækkunin gesta í Covid faraldrinum og má reikna með að aukningin verði enn meiri árið 2026 þar sem almyrkvi sólu verður sýnilegur af Snæfellsnesinu 12. ágúst 2026. SJ
Dagur
íslenskrar tungu
Dagur íslenskrar tungu er haldinn 16. nóvember ár hvert. Grunnskóli Snæfellsbæjar hélt að því tilefni Sögusamkeppni í 1.4. bekk þar sem nemendur skiluðu inn smásögu sem þau sömdu sjálf. Verðlaunaafhending fór fram föstudaginn 14. nóvember og voru verðlaun veitt fyrir bestu söguna í hverjum bekk. Í fyrsta bekk fékk Herdís Hulda Smáradóttir verðlaun fyrir söguna Týndi dropinn, í öðrum bekk var það Hildur Líf Emanúelsdóttir sem fékk verðlaun fyrir söguna Rósa fer í fjöruna, Elísabet Móey Aronsdóttir í 3. bekk fékk verðlaun fyrir söguna Villi vampíra fer á ball og Harpa Karen Orradóttir í 4. bekk fyrir söguna Hræðileg hrekkjavaka. Hvatningarverðlaun voru veitt fyrir framúrskarandi sögugerð í flokki lengri smásagna en þau verðlaun fékk Anna
Veronika Smáradóttir fyrir söguna Hellarnir.
Undanfarin tvö ár hefur Mjólkursamsalan efnt til textasamkeppnis hjá unglingum í efstu bekkjum grunnskóla landsins og hafa birt úrslit í kringum dag íslenskrar tungu. Þema keppninnar er „Hvað er að vera ég“ og hafa 48 textar verið valdir sem verða prentaðir á mjólkurfernur. Peningaverðlaun voru veitt fyrir fyrstu þrjú sætin en í ár voru einnig veitt tvö aukaverðlaun og fengu höfundar 50.000 krónur hvor. Önnur aukaverðlaunin hreppti Diljá Fannberg Þórsdóttir sem stundar nám í 10. bekk við
Lýsudeild í Grunnskóla Snæfellsbæjar. Ljóðið verður prentað á mjólkurfernur í byrjun næsta árs. JJ
Blaðið er gefið út af Steinprent ehf. og liggur
frammi í Snæfellsbæ og Grundarfirði,
Blaðið kemur út vikulega.
Upplag: 500
Áb.maður: Jóhannes Ólafsson
Prentun: Steinprent ehf. Sandholt 22a, Ólafsvík 355 Snæfellsbæ
Netfang: steinprent@simnet.is
Sími: 436 1617


Sala á Neyðarkalli björgunarsveitanna fór fram fram 5. til 9. nóvember 2025. Neyðarkall björgunarsveitanna á sér orðið langa sögu að baki þar sem það hófst 2006 og er því um að ræða 20. skiptið sem björgunarsveitirnar bjóða almenningi að kaupa Neyðarkall. Hagnaður af sölunni rennur til björgunarsveita og slysavarnadeilda og er hann notaður til að efla og styrkja starfið. Í ár var Neyðarkallin straumvatnsbjörgunarkall en með honum vill Landsbjörg heiðra minningu félaga síns, Sigurðar Kristófers McQuillan Óskarssonar, sem lést af slysförum í fyrra við æfingar á straumvatnsbjörgun. Björgunarsveitin Lífsbjörg gekk í hús í Snæfellsbæ eins og síðustu ár og bauð íbúum að kaupa lyklakippu með Neyðarkallinum á auk þess sem hægt var að nálgast hann í Versluninni Kassanum og Hraðbúðinni Hellissandi. Fyrirtækjum og styrktaraðilum gafst færi á að kaupa stærri útgáfu af Neyðarkallinum og gekk salan vonum framar. Móttökur á Neyðarkallinum
Neyðarkallinn seldist vel

voru mjög góðar í ár, var mikil söluaukning og þá sérstaklega á stóra Neyðarkallinum. Sjálfboðaliðar björgunarsveitarinnar Lífsbjargar eru mjög þakklátir fyrirtækjum og styrktaraðilum í bæjarfélaginu fyrir stuðninginn. Það er aðdáunarvert hve almenn -



Jökull Bæjarblað steinprent@simnet.is 436 1617
ingi og fyrirtækjum bæjarfélagsins er umhugað um starf björgunarsveitarinnar enda veit fólk að þegar neyðarkall berst bregst Lífsbjörg hratt við með allan sinn mannskap, búnað, tækni og þekkingu. Á meðfylgjandi mynd sem er í eigu Lífsbjargar er Jón Hauk-
ur Hilmarsson að taka við stóra Neyðarkallinum fyrir hönd Sjóvá frá Kristian Sveinbirni Sævarssyni, sjálfboðaliða björgunarsveitarinnar.
SJ
Efni og auglýsingum í Jökul þarf að skila fyrir kl. 16, þriðjudag fyrir útgáfu.
Það er í lagi að skila fyrr.
Upplýsingar um auglýsingaverð á www.steinprent.is
Kvenfélag með bingó á Jaðri
Hefð hefur verið fyrir því að Kvenfélag Ólafsvíkur haldi bingó fyrir íbúa á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Jaðri á fyrsta vetrardegi. Fyrsti vetrardagur í ár var laugardaginn 25. október.
Kvenfélagskonur voru búnar að setja saman glæsileg verðlaun sem samanstóðu af fljótandi veigum og súkkulaði. Mikil spenna var á meðan leiknum stóð enda til mikils að vinna. Að bingói loknu buðu kvenfélagskonur íbúum upp á gómsætar veitingar.
Félagasamtök eru dugleg að vera með viðburði sem þessa fyrir íbúa og er það uppbrot mikilvægur hluti af félagsstarfi heimilisins.

Vill þitt fyrirtæki taka á móti gjafabréfum frá Snæfellsbæ?
Í ár tekur Snæfellsbær upp nýtt fyrirkomulag við jólagjafir starfsfólks sem miðar að því að gleðja starfsfólk í aðdraganda jóla, veita því val um nýtingu og styrkja starfandi fyrirtæki og þjónustuaðila í sveitarfélaginu.
Snæfellsbær auglýsir því eftir verslunar- og þjónustuaðilum í Snæfellsbæ sem hafa áhuga á að taka á móti gjafabréfum sem eru jólagjöf til starfsfólks Snæfellsbæjar.
Gert er ráð fyrir að hægt verði að nota gjafabréfin frá 15. desember 2025 til 30. júní 2026.
Skráningarfrestur fyrirtækja er til 30. nóvember 2025.
Nánari upplýsingar veitir Heimir Berg Vilhjálmsson, markaðs- og upplýsingafulltrúi, í síma 866 6655 eða á netfanginu heimir@snb.is
Skráning fyrirtækja fer fram í sama netfangi.


Fyrsta umferð Taflfélagsins í 3. deild
Taflfélag Snæfellsbæjar tók þátt í fyrri umferð Íslandsmóts Skákfélaga sem fór fram í Rimaskóla í Reykjavík dagana 14. til 16. nóvember. Íslandsmót Skákfélaga er vanalega fjölmennasta skákmót sem haldið er á Íslandi ár hvert en 300 til 400 keppendur taka þátt í því. Í 3. deild taka 8 lið þátt og munu tvö efstu vinna sig upp í 2. deild en tvö neðstu falla í 4. deild. Á Íslandsmóti skákfélaga 2024-2025 keppti liði Sæfellsbæjar í 4. deild og lenti þá í 3. sæti eftir báðar umferðir mótsins. Það vann sig upp í 3. deild og mættu í fyrsta sinn til leiks í þeirri deild um síðastliðna helgi og nú í glænýjum liðsfatnaði sem vakti mikla athygli. Liðið fann fyrir töluverðum mun á milli deilda en Taflfélags Snæfellsbæjar situr í neðsta sæti deildarinnar. Meðlimir taflfélagsins tapa seint jákvæðninni og græða reynslu og gleði að hafa spilað krefjandi leiki við efnilega keppendur. Seinni umferð Íslandsmótsins fer fram eftir áramót og mun þá framhald liðsins koma í ljós. SJ

Barnó í félagsmiðstöðinni Afdrep
Á Barnamenningarhátíð Vesturlands í Snæfellsbæ voru bæði vegglistasmiðja og tónlistarsmiðja í boði fyrir börn í félagsmiðstöðinni Afdrep. Vegglistasmiðjan var fyrir börn á aldrinum 6-16 ára og var haldin í þrjú skipti. Börn fengu að mála sína eigin útgáfu af Snæfellsjökli á vegg í rými félagsmiðstöðvarinnar og var hann túlkaður á marga vegu í smiðjunni. Halldóra Unnarsdóttir sá um smiðjuna og aðstoðaði krakkana við að koma litadýrð jökulsins á veggina. Tónlistarsmiðjan

var á vegum Davíðs Svanssonar þar sem hann kenndi krökkunum textasmíð, að semja tónlist og að rappa. Smiðjan var fyrir krakka á aldrinum 12-16 ára. Félagsmiðstöðin sótti um styrk hjá SSV vegna barnamenningarhátíðarinnar sem var nýttur í þessu tvö verkefni. Styrkurinn hljóðaði upp á 300.000 krónur og fór meðal annars í kaup á hljóðbúnaði sem mun einnig nýtast þeim sem sækja félagsmiðstöðina í framtíðinni. JJ



Bæjarblaðið Jökull mun ekki koma út á pappír í þessari viku,19. nóvember, einungis er um að ræða vefútgáfu.
Hægt er að nálgast Jökul á:
Facebooksíðu: Jökull Bæjarblað
Issuu: issuu.com/steinprent
Heimsíðu Snæfellsbæjar: snb.is
Einnig er hægt að fá tölvupóst með blaðinu með því að senda póst á steinprent@simnet.is


Jökull mun svo koma aftur út á pappír frá og með tölublaðinu sem kemur út 26. nóvember.
Jökull á Issuu
Akstursstyrkur vegna íþróttaog tómstundaiðkunar barna
Íbúar í dreifbýli Snæfellsbæjar geta sótt árlega um sérstakan akstursstyrk til að koma til móts við kostnað sem fellur til vegna aksturs barna til Ólafsvíkur eða Hellissands í íþróttaog tómstundaiðkun.
Árlegur styrkur er nú 40.000 krónur og skulu umsóknir berast bæjarritara í tölvupósti.
Í umsókn þarf að koma fram nafn foreldris / forráðamanns, nafn barns / barna, kennitala og reikningsnúmer þar sem leggja á styrkinn inn.
Einnig þarf að fylgja staðfesting um að barn sé skráð í tómstundaiðkun norðan heiða.
Nánari upplýsingar veitir Lilja Ólafardóttir, bæjarritari, í síma 433 6900 eða á netfanginu lilja@snb.is.

Endurunninn Jökull
á leikskólum
Börn í leikskóla Snæfellsbæjar eru dugleg að endurnýta efni í föndur þar sem hugmyndaflugið fær að ráða för. Undanfarin ár hefur leikskólinn fengið afgangs eintök af bæjarblaðinu Jökli sem börnin hafa nýtt í allskonar föndur. Börnin eru því að vinna með
úrklippur af ljósmyndir úr bæjarlífinu og texta úr blaðinu. Þau klippa, líma, útbúa listaverk og læra stafina á meðan og er þetta verkefni alltaf jafn vinsælt. JJ


