

Hönnunarverðlaun til Gestastofu
Hönnunarverðlaun Íslands 2025 voru veitt við hátíðlega athöfn í Grósku þann 6. nóvember. Níu framúrskarandi og fjölbreytt verkefni voru tilnefnd til verðlaunanna í ár í þremur mismunandi flokkum, vara ársins, staður ársins og verk ársins. Þar að auki hlaut Náttúruverndarstofnun viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun á Hönnunarverðlaunum Íslands fyrir framúrskarandi nálgun við uppbyggingu gestastofa með hönnun og arkitektúr að leiðarljósi. Náttúruverndarstofnun rekur átta gestastofur um allt land, þar af tvær í Snæfellsjökulsþjóðgarði, en þær þjóna sem hlið inn á friðlýst svæði og þjóðgarða og veita gestum margvíslega þjónustu og upplýsingar. Mikil uppbygging hefur átt sér stað í þjóðgörðum landsins undanfarna tvo áratugi í takti við fjölgun ferðamanna, íslenskra og erlendra. Mikill metnaður og framsýni hefur einkennt þessa uppbyggingu þar sem vönduð nálgun, verndun náttúrunnar og góð upplifun gesta á friðlýstum svæðum er höfð að leiðarljósi. Þess er vel gætt að framkvæmdir valdi sem minnstu raski og byggingar falli vel að náttúrunni. Dómnefndin leit sérstak -

lega til Snæfellsstofu í Vatnajökulsþjóðgarði, bygging eftir Arkís frá 2010. Þjóðgarðsmiðstöðvarinnar á Hellissandi í Snæfellsjökulsþjóðgarði, bygging eftir Arkís frá 2023, og Skaftárstofu í Vatnajökulsþjóðgarði, bygging eftir Arkís frá 2024. Þá var einnig litið til sýninga í gestastofunum en í Þjóðgarðsmiðstöð á Hellissandi í Snæfellsjökulsþjóðgarði er nú verið að setja upp sýningu eftir
Kvorning Design og Yoke en boðið hefur verið til opnunar sýningarinnar 22. nóvember. Fjöldi manns hafa komið að þessari uppbyggingu, starfsmenn þjóðgarðanna, hönnuðir og arkitektar. Öllu þessu fólki er veitt viðurkenningin Besta fjárfesting í hönnun með ósk um að þjóðgarðarnir undir stjórn Náttúruverndarstofnunar haldi áfram á þessari fallegu og vönduðu vegferð og geti þannig með stolti
þjónustað gesti sem njóta stórbrotinnar náttúru Íslands. Hluti af þessum hóp var viðstaddur á Hönnunnarverðlaununum til að taka við þessari viðurkenningu, þar á meðal Ingunn Ýr Angantýsdóttir, þjónustustjóri Snæfellsjökulsþjóðgarðs, Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, Ragnhildur Sigurðardóttir, þjóðgarðsvörður Snæfellsjökulsþjóðgarðs. SJ

Hundahornið opnar á Rifi
Hundahornið, ný hundasnyrtistofa og verslun, er að opna á Rifi. Eftir mikla vinnu og undirbúning síðustu mánuði er komið að því að Birgitta Rún Baldursdóttir, dýrahjúkrunarfræðingur, og Jóhannes Snær Eiríksson opni dyrnar að Norðurgarði 14 fyrir
hundaeigendum Snæfellsbæjar og nágrennis. Þar hefur verið komið upp aðstöðu fyrir hundasnyrtingu auk þess sem þar verða til sölu gæðavörur fyrir hunda, til dæmis Royal Canin hundamatur, bæli, ólar, baðvörur og leikföng svo eitthvað sé nefnt. Áhersla

- Bílaviðgerðir
- Skipaþjónusta
- Almenn suðuvinna
- Smurþjónusta
- Smábátaþjónusta
- Dekkjaverkstæði
vegr@vegr.is vegr.is
S: 849-7276 Remek og 898-5463 Þórður
Blaðið er gefið út af Steinprent ehf. og liggur
frammi í Snæfellsbæ og Grundarfirði,
Blaðið kemur út vikulega.
Upplag: 500
Áb.maður: Jóhannes Ólafsson
Prentun: Steinprent ehf. Sandholt 22a, Ólafsvík 355 Snæfellsbæ
Netfang: steinprent@simnet.is
Sími: 436 1617
verður lögð á ró og jákvæða upplifun í Hundahorninu en Birgitta Rún segist spennt að taka á móti viðskiptavinum og bjóða upp á aukna þjónustu fyrir hunda og hundaeigendur í Snæfellsbæ og nágrenni. Auk þess að bjóða upp á þjónustu á Rifi munu þau rekja netverlsunin www.hundahornid.
is samhliða því en verið er að leggja lokahönd á hana og mun hún opna þegar allt er klárt. Til að fagna þessum stóra áfanga verður boðið til opnunarpartýs í Hundahorninu á Rifi laugardaginn 15. nóvember kl 17:00 og vonast eigendurnir til að sjá sem flesta. SJ

Akstursstyrkur
Snæfellsbæjar
hækkar
Snæfellsbær hefur hækkað akstursstyrk íbúa í dreifbýli Snæfellsbæjar. Íbúar sem búa í skólahverfi Lýsudeildar Grunnskóla Snæfellsbæjar, það er í Breiðuvík, Staðarsveit, Arnarstapa eða Hellnum og aka börnum sínum á norðanvert Snæfellsnes á íþróttaæfingar eða annað skipulagt félagslíf geta sótt um árlega um sérstakan akstursstyrk. Akstursstyrkur þessi er ætlað að koma til móts við kostnað vegna aksturs barna
til Ólafsvíkur og Hellissands í íþrótta- og tómstundaiðkun. Áður var styrkurinn 30.000 krónur en hefur hann nú hækkað í 40.000 krónur árlega. Umsóknir skulu berast til bæjarritar í tölvupósti en þar þarf að koma fram nafn foreldris eða forráðamanns, nafn barns, kennitala og reikningsnúmer þar sem leggja á styrkinn inn. Einnig þarf að fylgja vottorð eða staðfesting frá þjálfara um að barnið sé skráð í íþróttir norðan heiðar. SJ
Sjóvá Ólafsvík | Ólafsbraut 19 | 440 2000 | sjova@sjova.is Nýtt útibú
Sjóvá opnar í Ólafsvík
Við höfum opnað útibú Sjóvá
í Ólafsvík og deilum nú húsnæði með Hampiðjunni við Ólafsbraut 19.
Sjóvá hefur alltaf lagt sig fram við að veita framúrskarandi og

aðgengilega þjónustu á landsbyggðinni. Við höfum áður haft þjónustu í Ólafsvík og gleður okkur mjög að koma a ftur. Verið hjartanlega velkomin.
Opið mán. til fös. 8∶30 –12∶30
Gengið um skógræktarsvæði
Þriðji viðburðurinn í Heilsueflandi fjölskylduviðburðarröðinni í Snæfellsbæ fór fram síðastliðinn sunnudag. Þá hittust hressar og kátar fjölskyldur við tjaldsvæðið í Ólafsvík fóru í lautarferð. Hópurinn gekk um Lambafell, Krókabrekku og framhjá bekk undir Enni. Farið var yfir sögu Ólafsvíkur á leiðinni sem vakti mikinn áhuga. Á leiðinni settust vösku göngugarparnir niður og fengu sér nesti. Markmiðið með þessum viðburðum er að hvetja fjölskyldur til útivistar og hreyfingu í góðum félagsskap og efla um leið heilsu sína og lífsgæði. Viðburðirnir eru skipulagðir af Kristfríði Rós Stefánsdóttur, íþróttaog æskulýðsfulltrúa og Önnu Þóru Böðvarsdóttur. Síðustu viðburðirnir verða í byrjun desember í samstarfi við skógræktarfélögin en þá verða samverur í Tröð og Réttarskógi með jólaívafi. Þá verða sagðar jólasögur, drukkið

heitt kakó og börnin fá að grilla sykurpúða. Dagsetning verður auglýst síðar.





Sædís Rún meðal fimm efnilegustu í Noregi
Sædís Rún Heiðarsdóttir er meðal fimm efnilegustu leikmanna norsku úrvalsdeildarinnar þessu tímabili. Fimm efnilegustu leikmenn norsku úrvalsdeildarinnar voru tilnefndir í lok október af NISO sem er miðstöð norskra íþróttamanna. Ólsarinn Sædís Rún er landsliðskona í knattspyrnu og hefur verið leikmaður í norsku úr-
valsdeildinni með liðinu Vålerenga. Sædís hefur spilað stórt hlutverk hjá liðinu Vålerenga undanfarin tvö tímabil en hún gekk til liðsins frá Stjörnunni fyrir tímabilið 2024. Þeir leikmenn sem voru tilnefndnir ásamt Sædísi eru Signe Gaupset, Synne Aunehaugen, Karna Sæther Södahl og Thea Kyvåg.

Akstursstyrkur vegna íþróttaog tómstundaiðkunar barna
Íbúar í dreifbýli Snæfellsbæjar geta sótt árlega um sérstakan akstursstyrk til að koma til móts við kostnað sem fellur til vegna aksturs barna til Ólafsvíkur eða Hellissands í íþróttaog tómstundaiðkun.
Árlegur styrkur er nú 40.000 krónur og skulu umsóknir berast bæjarritara í tölvupósti.
Í umsókn þarf að koma fram nafn foreldris / forráðamanns, nafn barns / barna, kennitala og reikningsnúmer þar sem leggja á styrkinn inn.
Einnig þarf að fylgja staðfesting um að barn sé skráð í tómstundaiðkun norðan heiða.
Nánari upplýsingar veitir Lilja Ólafardóttir, bæjarritari, í síma 433 6900 eða á netfanginu lilja@snb.is.

Svakalega lestrarkeppnin
Dagana 15. september til 15. október fór Svakalega lestrarkeppnin á landsvísu. Öllum skólum á Íslandi gafst færi á að taka þátt í keppninni og tóku 90 skólar af þeim 174 sem eru á Íslandi þátt, þar á meðal Grunnskóli Snæfellsbæjar. Nemendur 1. til 7. bekkjar tóku þátt í þessu 30 daga lestrarátaki, hver nemandi las að meðaltali 967 mínútur og lenti skólinn í 13. sæti af þeim 90 sem tóku þátt. Í upphafi skólaárs tók grunnskólinn í notkun skráningarforritið Læsir sem er notað til að halda utan um lestur nemenda í 1. til 7. bekk, bæði heima og í skólanum. Læsir hélt utan um
mínútufjölda í lestri og hlustun í lestrarkeppninni og las eða hlustuðu nemendur 1. bekkjar samtals 17.790 mínútur á þessum mánuði, 2. bekkur las eða hlustaði í 16.941 mínútur, 3. bekkur í 23.659 mínútur samanlegt og 4. bekkur 16.192 mínútur. Lestur er eitt af áhersluatriðum þessa skólaárs í Grunnskóla Snæfellsbæjar en alltaf má vinna betur að því að efla lestrarfærni nemenda. Nemendur þurfa að lesa á hverjum degi, foreldrar að hlusta og leiðrétta ef þarf og hvetur skólinn nemendur til að fylgja lestrarnámi barna sinna vel eftir.
SJ

Efni og auglýsingum í Jökul þarf að skila fyrir kl. 16, þriðjudag fyrir útgáfu.
Það er í lagi að skila fyrr.
Upplýsingar um auglýsingaverð
www.steinprent.is

Yfir 400 manns séð Stelpuhelgi
Leikritið Stelpuhelgi í uppsetningu Leikfélagsins Laugu hefur verið í sýningu í Röstinni síðastliðnar tvær helgar. Alexander Schultz leikstýrir verkinu og fara þau Arna Dögg Tómasdóttir, Ármann Örn Guðbjörnsson, Dagbjört Hjartardóttir, Guðbjartur Þorvarðarson, Guðmundur Jensson, Ísabella Una Halldórsdóttir, Olga Guðrún Gunnarsdóttir og Sólveig Bláfeld Agnarsdóttir með hlutverk í farsanum sem er bæði fyndinn og spennandi. Þá kemur fjöldi manns að sýn-
ingunni án þess þó að stíga á svið, til að mynda við að stýra hljóð og mynd, setja upp áhorfendapalla, sjá um búninga, sviðsmynd og förðun og margt fleira. Nú hefur sýningin verið sett upp sex sinnum og yfir 400 manns séð leikritið í Röstinni. Vegna mikillar eftirspurnar var bætt við aukasýningu fimmtudaginn 13. nóvember og eru örfáir miðar eftir á þá sýningu, það fer því hver að verða síðastur að næla sér í miða til að sjá þetta verk leikfélagsins Laugu. SJ

Heldri borgarar velkomnir í Höllina
Höllin, félagsmiðstöð heldri borgara er opin flesta virka daga. Þar er margt verið að gera, s.s. spila, prjóna, sauma, leirgerð, glervinnsla, rennismíði, viðgerðir á leikföngum leikskólabarna, pílukast, spjalla og margt fleira. Klukkan 8 á morgnanna mæta hressir karlar í spjall (um daginn og veginn) á svokölluðum Bölmóðsstöðum. Eftir hádegi koma svo flestir og gera það sem þeim hentar best og þykir skemmtilegast. Fyrir fáum dögum út-
bjuggu félagskonur og afhentu Jól í skókassa. Þann 16. nóvember verða félagar með jólabasar í Klifi, eins og undanfarin ár og þar mun ýmislegt fást. Margt er að gerast og alltaf er gaman að fá fleiri í Höllina hvort sem þeir eru úr öðrum bæjarfélögum eða heimamenn. Við höfum t.d. fengið gesta-hópa frá Hvammstanga og úr Hvalfjarðarsveit ofl. Gaman væri að fá fleiri heldri-borgara úr bæjarfélaginu í Höllina.
Birna Sigurðardóttir




Bæjarblaðið Jökull mun ekki koma út á pappír í þessari eða næstu viku, 12. og 19. nóvember, einungis verður um að ræða vefútgáfu. Því er 50% afsláttur af auglýsingum í þessum tveimur blöðum.
Hægt er að nálgast Jökul á:
Facebooksíðu: Jökull Bæjarblað
Issuu: issuu.com/steinprent
Heimsíðu Snæfellsbæjar: snb.is
Einnig er hægt að fá tölvupóst með blaðinu með því að senda póst á steinprent@simnet.is

1181.tbl-25.árg.

Hönnunarverðlaun Íslands 2025 voru veitt við hátíðlega athöfníGróskuþann6.nóvember.Níuframúrskarandiogfjölbreyttverkefnivorutilnefndtil verðlaunannaíáríþremurmis munandi flokkum, vara ársins, staðurársinsogverkársins.Þarað auki hlaut Náttúruverndarstofn unviðurkenningufyrirbestufjár festinguíhönnunáHönnunar verðlaunumÍslandsfyrirfram úrskarandi nálgun við upp byggingugestastofameðhönnun ogarkitektúraðleiðarljósi.Nátt úruverndarstofnun rekur átta gestastofurumalltland,þaraf tvær í Snæfellsjökulsþjóðgarði, enþærþjónasemhliðinnáfrið lýstsvæðiogþjóðgarðaogveita gestummargvíslegaþjónustuog upplýsingar. Mikil uppbygging hefuráttsérstaðíþjóðgörðum landsinsundanfarnatvoáratugi ítaktiviðfjölgunferðamanna,íslenskraogerlendra.Mikillmetnaðurogframsýnihefureinkennt þessauppbygginguþarsemvönduðnálgun,verndunnáttúrunnar oggóðupplifungestaáfriðlýstum
ljósi. Þess
kvæmdirvaldisemminnsturaski ogbyggingarfallivelaðnáttúrunni. Dómnefndin leit sérstaklegatilSnæfellsstofuíVatnajök ulsþjóðgarði,byggingeftirArkís frá2010.Þjóðgarðsmiðstöðvar innaráHellissandiíSnæfellsjök ulsþjóðgarði,byggingeftirArkís frá2023,ogSkaftárstofuíVatnajökulsþjóðgarði,byggingeftirArkísfrá2024.Þávareinniglitið tilsýningaígestastofunumení ÞjóðgarðsmiðstöðáHellissandi íSnæfellsjökulsþjóðgarðiernú veriðaðsetjauppsýningueftir uppbyggingu,starfsmennþjóð garðanna, hönnuðir og arki tektar.Ölluþessufólkierveitt viðurkenninginBestafjárfesting íhönnunmeðóskumaðþjóðgarðarnirundirstjórnNáttúruverndarstofnunar haldi áfram á þessarifalleguogvönduðuveg ferð og geti þannig með stolti þjónustaðgestisemnjótastórbrotinnarnáttúruÍslands.Hluti afþessumhópvarviðstaddurá Hönnunnarverðlaununumtilað takaviðþessariviðurkenningu, þarámeðalIngunnÝrAngantýsdóttir,þjónustustjóriSnæfellsjökulsþjóðgarðs,KristinnJónasson, bæjarstjóriSnæfellsbæjar,RagnhildurSigurðardóttir,þjóðgarðsvörðurSnæfellsjökulsþjóðgarðs.SJ
Jökull mun svo koma aftur út á pappír frá og með tölublaðinu sem kemur út 26. nóvember.
Jökull á Issuu
Til að nálgast Jökul á netinu er hægt að skanna QR merkið hér til hliðar með myndavélinni í símanum.
Leitin af regnboganum
Viðbjóðumuppá alhliðabílaviðgerðir,framrúðuskipti, dekkjaskiptiogsmurþjónustu.
Tímapantanirísíma436-1111

Í tilefni af Barnamenningarhátíð Vesturlands bauð Menningarnefnd Snæfellsbæjar börnum á aldrinum 2 til 6 ára á viðburðinn Leitin af regnboganum. Þar fer Ósk á ferðalag um Regnbogaland í leit af regnboganum. Grettir Græni, Glóey Gula, Aría Appelsínugula og fleiri skemmtilegar persónur koma alla leið frá Regnbogalandi að skemmta börnunum við nýja barnatónlist. Leitin að regnboganum á að sýna börnum mikilvægi hugrekkis, þakklætis, virðingar og hjálpsemi. Unnið var með dans, tjáningu, slæður, hristur og litina og voru börnin virkir þátttakendur í ævintýraheimi Regnbogalands. Guðný Ósk Karlsdóttir, sem samdi Leitin af Regnboganum, leiddi börnin í gegnum ævintýraheim Regnbogalands, börnunum til mikill-

ar lukku. Hópunum var aldursskipt, fyrst fóru börn á aldrinum 2 til 3 ára í ferðalagið og seinna mættu svo börn á aldrinum 4 til 6 ára. Klifið iðaði af lífi á meðan börnin sungu og dönsuðu með

en fyrir áhugasöm börn sem vilja halda ferðalaginu áfram er hægt að nálgast Leitina af regnboganum á Spotify.

