

Réttað á norðanverðu Snæfellsnesi
Réttir fóru fram á norðanverðu Snæfellsnesi nýliðna helgi og ríkti þar líf og fjör í góðu haustveðri. Réttað var Ólafsvíkurrétt, Þæfusteinsrétt, Mýrum og Hrafnkellstaðarétt, þar sem bændur, smalar og gestir komu saman að hefðbundnum haustverkum. Veðrið lék við viðstadda, logn og hlýtt loft skapaði kjöraðstæður til smalamennsku.
Mjög góð mæting var í öllum réttunum og ríkti þar bæði gleði og eftirvænting þegar féð var dregið í dilka. Að venju var boðið upp á veitingar fyrir bæði smalamenn og gesti. Kaffi, súpur og heitar kræsingar hlýjuðu mannskapnum eftir langan dag á fjalli og bættu enn við hátíðlega stemninguna sem fylgir þessum árlega viðburði.
Meðfylgjandi mynd tók Aníta Rut Aðalbjargardóttir í Þæfusteinsrétt.
SJ




Jökull Bæjarblað
steinprent@simnet.is
436 1617

fundinum eftir úrsögn úr bæjarstjórn og öllum öðrum nefndum bæjarins sökum búferlaflutninga. Patryk hefur verið fyrsti
um 2022 en Margrét Sif Sævarsdóttir tekur nú við sem oddviti listans.
Þann 18. september var haldið opnunarpartý í félagsmiðstöðinni Afdrep sem staðsett er í Líkn á Hellissandi. Í sumar hefur verið unnið mikið verk í viðhaldi og framkvæmdum í húsinu en nú er félagsmiðstöðin starfandi í öllu húsnæðinu. Miklar breytingar hafa orðið á húsnæðinu en til að mynda er það mun rúmbetra og opnara sem býður upp á fjölbreytt starf fyrir unglingana sem sækja félagsmiðstöðina. Um 87% ungmenna á miðstigi og unglingastigi Grunnskóla Snæfellsbæjar mæta í og nýta sér aðstöðuna í félagsmiðstöðinni Afdrep en með bættri aðstöðu mætti sjá þetta tölu hækka. Félagsmiðstöðin Afdrep býður upp á uppbyggilegt frístundastarf fyrir miðstig og unglingastig þar sem boðið er upp á fjölbreytta afþreyingu fyrir alla, tilfólki félagsmiðstöðvarinnar og unglingunum. Nú hefst formlegt


Heilsuvika
Snæfellsbæjar 2025

Snæfellsbær gerir heilsu hátt undir höfði dagana 23.-30. September og heldur heilsuviku Snæfellsbæjar í áttunda skipti. Þetta er 10 ára afmælisár verkefnisins í ár.
Blaðið er gefið út af Steinprent ehf. og liggur
frammi í Snæfellsbæ og Grundarfirði,
Blaðið kemur út vikulega.
Upplag: 500
Áb.maður: Jóhannes Ólafsson
Prentun: Steinprent ehf. Sandholt 22a, Ólafsvík 355 Snæfellsbæ
Netfang: steinprent@simnet.is
Sími: 436 1617
Á heilsudögum er lögð áhersla á að bjóða íbúum upp á heilsutengda viðburði og kynningar sem henta öllum aldri. Fyrst og fremst er þetta kynning á þeim heilsutengdu viðburðum sem eru nú þegar í boði í Snæfellsbæ og ættu því allir að geta fundið sé viðburð bið hæfi eða sem vekur áhuga.
Í íþróttavikunni sameinast Evrópubúar undir slagorðinu #BeActive og er markmiðið
að kynna íþróttir og almenna hreyfingu og sporna þannig við auknu hreyfingarleysi meðal almennings. Íþróttavikan er ætluð öllum - óháð aldri, bakgrunni og líkamlegu ástandi. Sérstök áhersla er lögð á ná til grasrótarstarfsemi og hvetja almenning til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi. Við munum aftur auglýsa alla þá hreyfingu sem er í boði í samfélaginu okkar þessa daga ásamt að bjóða upp á fjölbreytta dagskrá.
Kristfríður Rós Stefánsdóttir Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
AFMÆLISTILBOÐ
VIÐ EIGUM 2 ÁRA AFMÆLI OG Í TILEFNI ÞESS VERÐA FRÁBÆR TILBOÐ ALLAN SEPTEMBER
LITLAR GRÖFUR Á 1.000.- KÍLÓIÐ! +vsk

Þyngd: 1000kg
Vél: Eins cylendra Koop Loftkældur
Afl: 7,6kw/3600rpm
Eldsneyti: Dísel
Búnaður: Breikkanlegur undirvagn, mekanískt hraðtengi, glussastýrður þumall og 40cm tennt skófla.
Tilboðsverð 1.000.000.– +vsk
HT20

Þyngd: 2000kg
Vél: Kubota D902
Afl: 20,4hp/3600rpm
Eldsneyti: Dísel
Búnaður: Sveigjanleg bóma, breikkanlegur undirvagn, mekanískt hraðtengi, 40cm skófla, glussastýrður þumall, hitari í húsi.
Tilboðsverð 2.000.000.– +vsk

BLEIKA SLAUFAN
Til að þakka fyrir viðtökurnar seinustu 2 ár ætlum við selja bleiku HT10 gröfuna á uppboði og mun öll upphæðin renna til styrktar bleiku slaufunnar.

Þyngd: 1600kg
Vél: Tveggja cylendra Koop loftkældur með forhitara Afl: 16,5kw/3600rpm
Eldsneyti: Dísel
Búnaður: Sveigjanleg bóma, Breikkanlegur undirvagn, mekanískt hraðtengi, 40cm tennt skófla og glussastýrður þumall.
Tilboðsverð 1.600.000.– +vsk
HT180

Þyngd: 2030kg
Vél: Kubota D1105
Burðargeta: 800–1.000 kg
Eldsneyti: Dísel
Búnaður: Skotbóma – allt að 3,6 m lyftihæð, Mjög lipur – liðamót sem snúa allt að 45°, Þétt og nett stærð – kemst auðveldlega inn í þröng svæði, Öflug vökvakerfi með 40L tanki.
Tilboðsverð 2.690.000.– +vsk
Fyrir frekari upplýsingar hafið samband við sölumann arnar@ljardalur.is
Forpöntunartilboð: Greitt er 50% við staðfestingu og rest við afhendingu. Afhendingar eru áætlaðar í mars 2026. Kynntu þér fleiri frábær tilboð á vélum og aukahlutum á www.ljardalur.is
ÞAÐ ER BETRA AÐ EIGA EN AÐ LEIGJA!
Víkingur leikur til úrslita á Laugardalsvelli
Víkingur Ó. spilaði undanúrslitaleik á móti Gróttu í Fótbolti. net bikarnum síðastliðinn laugardag á Vivaldivellinum. Andri Freyr Jónasson skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Gróttu á 10. mínútu en innan við mínútu seinna jafnaði Asmer Begic fyrir Víkinga. Mikil barátta var í leikmönnum beggja liða enda úrslitaleikur á Laugardalsvelli undir. Ingólfur Sigurðsson skoraði annað mark Víkings Ó. á 32. mínútu og Luke Williams bætti því þriðja við þremur mínútum seinna. Björgvini Brimi Andrésson tókst að minnka muninn fyrir Gróttu þegar hann skoraði mark rétt undir lok fyrri hálfleiks. Leikmenn Víkings Ó. gengu inn í klefa í hálfleik einu marki yfir og því í góðri stöðu. Víkingar gáfu allt sitt í seinni hálfleik en þegar fimm mínútur voru liðnar af uppbótatíma skoraði Elmar Freyr Hauksson fyrir Gróttu og því ljóst að liðin væru að fara í framlengingu. Mikil spenna heltók áhorfendur í framlengingunni en liðin skiptust á að sækja hart á mörkin en þeim tókst þó ekki að koma boltanum í netin. Liðin neyddust því
keppni sem endaði með þremur mörkum Gróttu gegn fjórum mörkum Víkingsmanna. Lokatölur í þessum spennuþrungna leik voru því 6-7 fyrir Víking Ó. og miðinn á úrslitaleikinn á Laugardalsvelli tryggður. Áhorfendur á leiknum voru tæplega 500 og voru stuðningsmenn Víkings Ó. í meirihluta. Meðfylgjandi myndir tók Kristinn Steinn Traustason en að auki er hægt að mynda QR kóðann og sjá myndband af fagni Víkinga eftir leikinn..
Úrslitaleikur Fótbolti.net bikarsins fer fram á Laugardalsvelli föstudaginn 26. september klukkan 19:15. Fríar rútuferðir verða frá Íþróttahúsi Snæfellsbæjar klukkan 14:00 í boði Breiðavík ehf. og Fiskmarkaðs Snæfellsbæjar. Skráning í rúturnar fer fram í SMS skilaboðum í símanúmerið 867-7957 en skráningin lokar í hádeginu á fimmtudag. Stuðningsmenn Víkings Ó. eru hvattir til þess að hittast í Þróttaraheimilinu klukkan 16:30 og ganga svo saman á völlinn. Ungmennafélagið Víkingur/Reynir mun selja pizzur, nammi og varning sem er


ur beint til meistaraflokks. Á svæð inu verður trúbador sem mun sjá um að halda uppi stuðinu og hita raddböndin fyrir leikinn og það verður andlitsmálning í boði fyrir börnin. Brottför úr Þróttaraheimilinu á Laugardalsvöll er áætluð klukkan 18:30.
Áfram Víkingur Ó! JJ

Í tilefni af heilsuviku Snæfellsbæjar dagana 23. - 30. september þá ætlum við leikskólinna að vera með lita þema alla vikuna og gæða okkur á ávöxtum og grænmeti í sama lit og við ætlum að klæðast. Endum vikuna á ávaxta og grænmetisballi þar
sem hvert og eitt barn má koma með 1 ávöxt eða grænmeti með sér í leikskólann. Einnig ætlum við að vera með Jóga, útistöðvar í leikur að læra. Dans með jón Pétri, íþróttahúsið og íþróttabrautir settar upp um leikskólann.
Við bjóðum upp á alhliða bílaviðgerðir, dek kjask ipti og smurþjónustu.
Tímapantanir í síma 436-1111
Drekinn kaupir candyflossvél
Unglingadeildin Dreki í Snæ fellsbæ hefur fest kaup á svokall aðri candy floss vél sem mun nýt ast deildinni vel í nammi sölum á hátíðardögum. Til fjáröflunar hafa þau einnig ákveðið að prófa að leigja vélina út en candy floss hentar fyrir hvaða tilefni sem er. Unglingadeildin sér fyrir sér að leigja vélina með sykri, ílátum og öllu öðru sem þarf að hafa við candyfloss gerð. Tækið er skemmtileg viðbót við tækjaflóru deildarinnar og það verður gam an að smakka góðgætið á næsta hátíðardegi.

Heilsuvika Snæfellsbæjar
Leikskóli Snæfellsbæjar
Litaþema í klæðnaði alla vikuna og ávextir í sama lit og fötin verða borðaðir á hverjum degi
Vikan endar á ávaxta- og grænmetisballi þar sem hvert barn má koma með einn ávöxt eða grænmeti að heiman
• Við ætlum að fara í jóga
• Útistöðvar í leikur að læra
• Danskennsla Jóns Péturs
• Við förum í íþróttahúsið og setjum upp íþróttabrautir í leikskólanum
Haldið áfram að bjóða upp á hollan og góðan mat
Dvalarheimilið Jaðar
• Jóhanna Johannesdóttir sér um hreyfingu 2x í viku
• Íbúar hafa aðgang að tækjasal þar sem eru fjölþjálfi, handa- og fótahjól með drifkrafti, trampólín og alls konar lóð og boltar
Nuddtæki fyrir herðar og fætur
Boccia eða keila 1x í viku
Blöðrubolti í tilefni heilsuvikunnar
• Gönguferðir
• Grænmeti og ávextir á boðstólnum líkt og alltaf
• Fiskur 4x í vikur
Grunnskóli Snæfellsbæjar
• Danskennsla Jóns Péturs
Danssýning Jóns Péturs og nemenda Grunnskóla Snæfellsbæjar verður í íþróttahúsi Snæfellsbæjar fimmtudaginn 25. september.
Sundkennsla 2x í viku
• Íþróttakennsla 2x í viku
• Símalaus grunnskóli
• Haldið áfram að bjóða upp á hollan og góðan mat



Smiðjan
Markmið að fara gangandi í öll verk þegar veður leyfir
Unnið með jákvæða styrkingu og hvatningu
Borin virðing fyrir dagsformi hvers og eins
Sjálfboðaliðastarf hjá Póstinum 2x í viku og berum út póst í tvær götur
• Sund 1x í viku þar sem við nýtum reynslu af fyrra
námskeiði í sundleikfimi
• Sjálfboðaliðastarf í matvöruverslun 2x í viku
Sjálfboðaliðastarf í Grunnskóla Snæfellsbæjar 1x í viku Fjölbreytt og hollt mataræði. Ávextir og grænmeti með í öll mál.
Snæfellsjökulsþjóðgarður
• Snæfellsjökulsþjóðgarður býður upp á hressandi göngu frá Þjóðgarðsmiðstöð að þjóðgarðsmörkum fimmtudaginn 25. september.
• Góðir skór og klæðnaður eftir veðri.
Landvörður tekur á móti fólki í þjóðgarðsmiðstöð.
Annað
Frítt í sundlaugina í Ólafsvík 29. og 30. september
Smiðjan hefur til sölu fjölnotapoka, ávaxtapoka og íþróttapoka
• Frisbígolf í Ólafsvík og Hellissandi
• Golfhermir á Hellissandi. Skráning hjá klúbbnum,
• Opið í Sólarsport
▪ frá kl. 6:30 - 21:00 á virkum dögum
▪ frá kl. 10:00 - 19:00 á laugardag
Frítt í CF SNB
▪ frá kl. 6:00 - 21:30 á virkum dögum
▪ frá kl. 6:00 - 19:00 á laugardag
▪ frá kl. 6:00 - 15:00 á sunnudag
Sérstök athygli er vakin á því að fjölmörg fyrirtæki í Snæfellsbæ taka þátt í heilsuvikunni og bjóða upp á afslætti á vörum eða þjónustu.
Við hvetjum alla til að kíkja á samfélagsmiðla fyrirtækja og sjá hvaða tilboð standa til boða.
23.30. september 2025
Heilsuvika Snæfellsbæjar
Föstudagur, 26. september
Barre Burn, CF SNB
Boccia: Eldri borgarar Crossfit, CF SNB Smiðjan, íþróttafjör Víkingur Ó.Tindastóll á Laugardalsvelli Úrslitaleikur í fotbolti.net bikarnum
Barre Burn, CF SNB
Crossfit PartnerWod, CF SNB
Laugardagur, 27. september 11:0011:45 Fjölskylduæfing, CF SNB
Íþróttavika Evrópu 9:0010:00 10:3011:30
Ólympískar lyftingar, CF SNB HotFit, CF SNB Mömmuhreysti, CF SNB Ólympískar lyftingar, CF SNB Kynningartími fyrir byrjendur, Sólarsport Knattspyrna, 7. flokkur KK & KVK Knattspyrna, 6. flokkur KK & KVK UnglingaFit 7.10. bekkur, CF SNB Knattspyrna, 5. flokkur KK & KVK Kvennahreysti námskeið, CF SNB Knattspyrna, 3. & 4. flokkur KK & KVK Barre Burn, CF SNB Blak Pílurnar (konur 18+)
Sunnudagur, 28. september
Crossfit, CF SNB Jóga, CF SNB (lokað námskeið)
Eðalhreysti (60+ ára), CF SNB
TABATA/HIIT, CF SNB Jóga, CF SNB (lokað námskeið)
Eðalhreysti (60+ ára), CF SNB
6:007:00 8:309:20 9:3010:30 12:0512:50 13:0014:00 14:1015:10 15:1016:10 15:3016:30 16:1017:10 16:3017:15 17:1018:40 17:3018:20 19:4021:40
Miðvikudagur, 24. september 6:007:00 11:0012:00 12:0512:50 13:0014:00 19:1521:00
Mánudagur, 29. september 6:007:00 9:1510:15 10:3011:20 10:5012:00 12:05
Boccia: eldri borgarar Barre Burn, CF SNB Eldriborgara starf í Klifi Frír prufutími og kynning í sal, Sólarsport Íþróttafjör 1.4. bekkur
Þriðjudagur, 23. september 6:007:00 9:3010:30 10:3011:20
Boccia-mót í íþróttahúsi Ávextir og kaffi í boði eftir mót
TABATA/HIIT, CF SNB Knattspyrna, 7. flokkur KK & KVK Knattspyrna, 5 flokkur KK & KVK
Sund 5.10. bekkur Knattspyrna, 3. & 4. flokkur KK & KVK
Sund 2.4.. bekkur Kvennahreysti námskeið, CF SNB Knattspyrna, 8. flokkur KK & KVK
TABATA/HIIT, CF SNB Dívurnar: Sundleikfimi fyrir konur, Suad
10:5012:00 12:0512:50 14:1015:10 15:1016:10 16:1017:10
Knattspyrna, 6. flokkur KK & KVK KrakkaFit 1.6. bekkur, CF SNB Knattspyrna, 4. flokkur KK & KVK Crossfit, CF SNB Blak, 5.8. bekkur
Barre Burn, CF SNB Blak Pílurnar (konur 18+)
KarlaFit, CF SNB
Barre Burn, CF SNB 15:1016:10 15:3016:30 16:1017:10
Fimmtudagur, 25. september
HYROX, CF SNB Danssýning Jóns Péturs í íþróttahúsi
Tímasetning sýningar berst foreldrum frá GSNB
Þriðjudagur, 30. september
Snæfellsjökulsþjóðgarður býður upp á göngu frá þjóðgarðsmiðstöð með landverði
Ólympískar lyftingar, CF SNB HotFit, CF SNB Mömmuhreysti, CF SNB Sundleikfimi Eldriborgara, Suad Begic Ólympískar lyftingar, CF SNB Kynningartími fyrir byrjendur, Sólarsport Knattspyrna, 7. flokkur KK & KVK Knattspyrna, 6. flokkur KK & KVK UnglingaFit 7.10. bekkur, CF SNB Knattspyrna, 5. flokkur KK & KVK Kvennahreysti námskeið, CF SNB Knattspyrna, 4. fl. & 3. flokkur KK & KVK Barre Burn, CF SNB Blak Pílurnar (konur 18+)



7:00
HYROX, CF SNB Kynningartími fyrir byrjendur, Sólarsport
Knattspyrna, 7. flokkur KK & KVK
Knattspyrna, 6. flokkur KK & KVK
Margrét Lára og Einar Örn halda fyrirlestur fyrir unglinga í íþróttahúsi Snæfellsbæjar
Knattspyrna, 5. flokkur KK & KVK
Kvennahreysti námskeið, CF SNB
Knattspyrna, 3. & 4. flokkur KK & KVK
HYROX, CF SNB Opinn tími í badminton í íþróttahúsinu
Snæfellsbær gerir heilsu hátt undir höfði dagana 23.-30. september og heldur heilsuviku Snæfellsbæjar í áttunda skipti. Þetta er 10 ára afmælisár verkefnisins í ár. Á heilsudögum er lögð áhersla á að bjóða íbúum upp á heilsutengda viðburði og kynningar sem henta öllum aldri. Fyrst og fremst er þetta kynning á þeim heilsutengdu viðburðum sem eru nú þegar í boði í Snæfellsbæ og ættu því allir að geta fundið sé viðburð bið hæfi eða sem vekur áhuga. Íbúar eru hvattir til að mæta á viðburði, skella sér í sund, stunda útivist eða aðra hreyfingu og anda að sér fersku lofti í okkar fallega sveitarfélagi. 6:007:00 8:309:20 9:3010:30 10:1011:10 12:0512:50 13:0014:00 14:1015:10 15:1016:10 15:3016:30 16:1017:10 16:3017:15 17:1018:40 17:3018:20 19:4021:40
20:30
Smiðjan og Heilsuvika Snæfellsbæjar
Smiðjan er vinnustaður fyrir fólk með skerta starfsgetu og er staðsett í Ólafsvík, nánar tiltekið ólafsbraut 55.
Í daglegu starfi vinnum við með fjölbreytta hæfingu, hvort sem það er í vinnu, verki, næringu eða hreyfingu. Markmið okkar er að stuðla að fjölbreyttni með gleði og öryggi í fyrirrúmi. Hér er unnið saman og veittur einstaklingsmiðaður stuðningur. Leiðbeinendur
nokkur fyrirtæki hér í Snæfellsbæ sem við alla jafna göngum til og frá. Má nefna Sjoppuna en við sækjum verkefni þangað 2x í viku, flöskumóttökuna í Ragnar og Ásgeir 1x í viku eftir hádegi, Verslunin Kassinn 3x í viku, Póstburður 3x í viku, Matarlist 1x í viku og Gistiheimilið Við Hafið 1x í viku. Veður og vindar vinna ekki alltaf með okkur en við erum svo sem vön því hér á Íslandi.


með stuðning leiðbeinenda. Við förum ýmist í körfubolta, fótbolta, badmington, blöðruleikir, þrautabrautir, dans, hlaup, leikir og allt sem okkur dettur í hug. Markmiðið er að allir geri það sem þeim finnst skemmtilegt, séu á hreyfingu og upplifi gleði á meðan. Það er miklu skemmtilegra að hreyfa sig þegar það er gaman.
Í samstarfi við Símenntunarstöð Vesturlands er þriggja daga dansnámskeið í gangi undir leiðsögn Jóns Péturs danskennara, þetta er hans þriðja námskeið með okkur. Námskeiðin hafa verið fjölbreytt síðustu fjögur ár og má nefna, sundnámskeið, snyrtinámskeið, íþróttanámskeið, dansnámskeið, hestanámskeið á Brimilsvöllum, tónlistarnámskeið hjá tónlistarskóla Snæfellsbæjar o.s.frv.
Í Smiðjunni er morgunkaffi alla morgna, við leggjum upp með fjölbreyttri næringu og erum alltaf með ávexti og grænmeti
í boði með morgunkaffi og hádegismat alla daga. Starfsmenn sinna innkaupum fyrir morgunkaffi og erum við með sjónræna innkaupalista sem gefur okkur skýrt hlutverk í innkaupum. Það er töluvert þæginlegra að fara í búðina með skýran innkaupalista, við þekkjum það öll. Hádegismatur er útbúinn hjá okkur. Í Smiðjunni erum við með léttan hádegisverð og reynum við að huga að fjölbreyttni og skynsemi þegar kemur að næringu. Matseðlar okkar eru settir upp fyrir hvern mánuð og er sjónrænn svo allir vita hvað er í matinn. Í kringum matargerð eru allskonar hlutverk, eins og að skera, hræra, leggja á borð, opna pakkningar, frágangur o.fl. Við hvetjum til þátttöku í allskonar verkefnum hjá okkur í Smiðjunni. Athafnir daglegs lífs eru fjölbreyttar og mikilvægt er að viðhalda þeim í daglegu lífi.
dagsins 20. september barst björgunarsveitinni útkall um vélarvana togara um 7 sjómílur norður af Hellissandi. Fimm fé lagar björgunarsveitarinnar Lífs bjargar fóru í útkallið á björg unarskipinu Björgu að sækja togarann Runólf SH 135. Björgin lagði af stað úr Rifshöfn 10 mínútur yfir 9 og var áhöfnin komin að vélarvana togaranum klukkan 10. Runólfur var þá dreginn til heimahafnar í Grundarfirði en nokkur stærðarmunur er á skipunum tveimur, Björgin er um 15 metrar á lengd og Runólfur nánast tvöfalt lengri og tölu-
vert þyngra skip. Ferðin gekk því rólega en í Breiðafirðinum var NA kaldi, 5 til 10 m/s og gengu skipin þrjár til fjórar sjómílur á -
una. Þrátt fyrir að skipin hafi far-

laust fyrir sig og voru þau komin til Grundarfjarðarhafnar um hálf fjögur síðar um daginn. Eftir að hafa komið Runólfi að bryggju hélt Björgin heim á leið, þá fór skipið heldur hraðar yfir og var komin aftur í sína heimahöfn á Rifi um 20 mínútur yfir fjögur. Meðfylgjandi mynd er frá björgunarsveitinni Lífsbjörgu.
Eitt foreldrafélag
Þriðjudaginn 16. september buðu stjórnir foreldrafélaga leikskólanna Krílakots og Kríubóls til sameiginlegs aðalfundar. Boðið var til sameiginlegs fundar þar sem stjórnir félaganna töldu það skynsamlegt skref að sameina félögin í eitt. Með sameiningu töldu stjórnirnar að foreldrafélag leikskólanna yrði sterkara sameinað, skipulag yrði einfaldara og fjármunir og verkefni nýtt betur auk þess sem samræmi yrði á því sem gert er fyrir börnin á báðum starfsstöðvum leikskólans. Vel var mætt á fundinn þar sem farið var yfir kosti og
galla sameiningarinnar og mögulegar útfærslur á henni. Málefnalegar umræður mynduðust meðal foreldra sem enduðu svo í kosningu þar sem mikill meirihluti viðstaddra kaus með sameiningu félaganna. Að því loknu var kosið í nýja stjórn sameinaðs foreldrafélags en lagt var upp með að minnsta kosti sex aðilar sitji í stjórn félagsins, þrír frá hvorum leikskóla. Næsta verk núverandi stjórnar er að útfæra nánar hlutverk og reglur nýs félags og kynna það svo fyrir foreldrum barna á leikskólum Snæfellsbæjar. SJ
Snæfellsbær í
Fjölskyldutempó
Fjölskyldur leika sér og læra í samstarfi við Akademias
Styrkur til Krabbameinsfélagsins

Til að nálgast Jökul á netinu er hægt að skanna QR merkið hér til hliðar með myndavélinni í símanum.








Líkt og kom fram í síðasta tölublaði Jökuls stóðu kórarnir á Snæfellsnesi fyrir Gospel námskeiði dagana 19. til 21. september. Var námskeiðið öllum opið og sá Óskar Einarsson um kennsluna. Óskar er tónlistarmaður sem er einna helst þekktur fyrir gospeltónlist en hann hefur stjórnað kór Fíladelfíu, kór Lindakirkju, Gospelkór Reykjavíkur og fleiri verkefna tengdum hópum. Námskeiðið hófst í Ólafsvíkurkirkju á föstudagskvöldið, á laugardeginum og sunnudagsmorguninn fór námskeiðið fram í Grundarfjarðarkirkju og sunnudaginn 21. september buðu söfnuðir og kirkjukórar Þjóðkirkjunnar á Snæfellsnesi til Gospelveislu í Grundarfjarðarkirkju. Söngfólk af Snæfellsnesi sem sótt hafði námskeiðið flutti þar kröftuga gospeltónlist undir stjórn Óskars Einarssonar. Á milli laga kóranna var létt helgihald með Séra Kareni Hjartardóttur og Séra Ægi Erni
Gospel á Snæfellsnesi

Sveinssyni og nutu kirkjugestir lifandi tónlistar og andlegrar upplifunnar. Meðfylgjandi mynd tók Þröstur Albertsson. SJ
Lokaútkall
Efni og auglýsingum í Jökul þarf að skila fyrir kl. 16, þriðjudag fyrir útgáfu.

réttina.
T.S. vélaleiga dreifir efni í dilka og almenning. Aðal vinna sjálfboðaliða er að raka mol og moka að hleðslunum. Þurfum við dágóðan mannskap í það ver-
og annað í síma 894 5160 Guðrún og 894 2832 Sölvi.
Hittumst kát og hress og drífum þetta af.
Það er í lagi að skila fyrr.
Umferðaröryggi aukið í Grundarfirði

Vegagerðin hefur samþykkt beiðni Grundarfjarðarbæjar um að fjármunir verði lagðir í að auka umferðaröryggi á Grundargötu. Vegurinn er þjóðvegur í þéttbýli bæjarins og er það því Vegagerðin sem sér um uppbyggingu og endurbætur. Undir það falla hraðalækkandi aðgerðir. Um nokkurn tíma hefur staðið til að bæta við hraðahindrunum og verður það nú gert á tveimur stöðum á götunni. Hraðahindrun hefur verið malbikuð við fyrstu hús-
in við austanverða Grundargötu og sá Malbikun Akureyrar um það verk. Hin hindrunin mun verða á vestur hluta Grundargötu en hún verður ekki sett upp fyrr en síðar í haust. Tvö raunhraðaskilti eru nú á götunni en Vegagerðin hefur samþykkt að bæta við tveimur til viðbótar sem munu einnig veita upplýsingar um umferðarhegðun á götunni. Allt er þetta gert með það að markmiði að bæta umferðaröryggi á götunni. JJ
Matreiðslunemar heims
Á heimasíðu Íslandsstofu segir frá því að þrír efnilegir matreiðslunemar frá Spáni, Portúgal og Ítalíu heimsóttu Ísland nýverið í boði verkefnisins Bacalao de Islandia. Tilefnið var sigur þeirra í hinni árlegu keppni Concurso de Escuelas Culinarias Bacalao de Islandia (CECBI), sem haldin er í samstarfi við matreiðsluskóla í Suður Evrópu. Keppnin fór nú fram í fjórða sinn og hefur þegar fest sig í sessi sem eftirsóttur vettvangur fyrir unga kokka.
Að baki verkefninu stendur Íslandsstofa fyrir hönd markaðsverkefnisins Seafood from Iceland, í eigu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS).
Verðlaunahafar að þessu sinni voru þeir Bryan Quintero frá Spáni, Tiago Papafina frá Portúgal og Emanuele Scattarella frá Ítalíu. Þeir hlutu að launum fimm daga ævintýraferð til Íslands þar sem saltfiskurinn var í forgrunni – en einnig tækifæri til að kynnast íslenskri náttúru og menningu. Á ferðalagi sínu veiddu þeir á sjóstöng í Breiðafirði, fóru í

hestaferð um Borgarfjörð og heimsóttu Æðarsetrið í Stykkishólmi. Einnig fengu þeir að sjá framúrskarandi saltfiskvinnslu KG Fiskverkunar á Rifi, þar sem slegið var upp glæsilegri saltfiskveislu. þar fengu framleiðendur á Snæfellsnesi að njóta matargerðar þessara ungu og hæfileikaríku kokka. Auk þess galdraði mat-

son fram ljúffenga fiskisúpu sem hlaut afar góðar undirtektir. Ferðin var ekki aðeins upplýsandi og skemmtileg fyrir nemana, heldur einnig mikilvæg kynning á íslenskum saltfiski. Með í för voru blaðamaður frá Elle Gourmet á Spáni, vinsæll portúgalskur matarbloggari Miguel Telles, og fulltrúi frá Turismo de Portugal, samstarfsaðila Íslandsstofu við framkvæmd keppninnar í Portúgal. Þessi hópur mun að líkind-
un um ferðina og styrkja ímynd íslensks saltfisks á lykilmörkuðum í Suður-Evrópu í framtíðinni. Að ferð lokinni voru ánægja og þakklæti ofarlega í huga gesta. Saltfiskurinn er og verður órjúfanlegur hluti af matarmenningu Suður-Evrópu. Þessir ungu kokkar hafa orðið að sannkölluðum sendiherrum íslensks saltfisks – og fara heim með nýjar hugmyndir, minningar og innblástur frá Íslandi.

Sjóvá opnar í Ólafsvík
Við höfum opnað útibú Sjóvá í Ólafsvík og deilum nú húsnæði með Hampiðjunni við Ólafsbraut 19.
Sjóvá hefur alltaf lagt sig fram við að veita framúrskarandi og

aðgengilega þjónustu á landsbyggðinni. Við höfum áður haft þjónustu í Ólafsvík og gleður okkur mjög að koma a ftur. Verið hjartanlega velkomin.
Opið mán. til fös. 8∶30 –12∶30