

Marion Anita flutti möl til Ólafsvíkur
Ýmsu er landað í Ólafsvíkurhöfn en það er þó ekki oft sem landað er möl.
Þann 11. september var skipið Marion Anita við höfn í Ólafsvík. Skipið kemur frá Noregi og er flutningaskip en það sigldi til Ólafsvíkurhafnar með möl til malbikunar. Malbikunarfyrirtækið Colas mun nota mölina i malbik sem verið er að leggja fyrir Vegagerðina í Stykkishólmi. Áður en það skipaði 700 tonnum af möl á land í Ólafsvík landaði áhöfnin 2.400 tonnum af möl í Hafnarfirði.
Marion Anita er nokkuð stórt skip, það er 87,8 metrar að lengd og 12,8 metrar að breidd. Því kallaði norska flutningaskipið til aðstoðar og mættu sjálfboðaliðar Lífsbjargar á Björgunarskipinu Björgu til að lóðsa skipið inn í

ur í Ólafsvíkurhöfn og lóðsuðu Marion Anita aftur út úr höfn inni og hélt skipið ferðalagi sínu

störf sem sóknarprestur Set bergsprestakalls. Sr. Karen Hjart ardóttir hefur verið valin í starf ið en Karen er fædd árið 1993 á Akranesi og ólst upp á Snæfellsnesi. Karen lauk stúdentsprófi

Í samtali við blaðamann sagð ist Björn Arnaldsson, hafnarstjóri í Snæfellsbæ ekki muna til þess að jarðefnum hafi verið skipað á land hér áður, helst séu skip að koma með fisk, salt og olíu.
Þó á útflutningur á jarðefnum sér nokkra sögu í Snæfellsbæ því
ur útflutningur á vikri frá Rifi og Ólafsvík. Enn fyrr en það, eða um 1935, var byrjað að flytja vikur frá Arnarstapa og var því haldið fram undir 1970.
SJ
frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga árið 2012 og útskrifaðist með mag. theol. próf frá Guðfræði og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands veturinn 2018. Hún vígðist þann 12. febrúar árið 2023 til Bjarnanesprestakalls. JJ
Snæfellsjökulhlaupið styrkir Lífsbjörgu
Á dögunum veittu þær Ingunn Ýr Angantýsdóttir og Sigrún Ólafsdóttir, skipuleggjendur Snæfellsjökulshlaupsins, björgunarsveitinni Lífsbjörgu styrk.
Í Snæfellsjökulshlaupinu í sumar sem haldið var í 15. sinn og sá björgunarsveitin um gæslu á hlaupaleiðinni auk þess að standa vaktina á drykkjarstöðvum líkt og áður.
Styrkurinn frá skipuleggjendum hlaupsins var í formi Lenovo fartölvu. Með því að veita björgunarsveitinni þennan styrk vilja þær sýna þakklæti fyrir hjálpina og vel unnin störf. Mun tölvan koma sér vel í fjölbreyttu starfi björgunarsveitarinnar en þá sérstaklega þegar kemur að námskeiðum og fræðslu. SJ


Undanfarna mánuði hefur Snæfellsbær í samvinnu við aðra unnið að margvíslegum undirbúningi vegna fágæts atburðar á næsta ári þegar almyrkvi verður sjáanlegur á sólu frá Íslandi í fyrsta skipti síðan 1954. Gert er ráð fyrir miklum fjölda gesta sem sækir Snæfellsnes heim af þessu tilefni. Almyrkvi á sólu þykir ein stórfenglegasta sýning náttúrunn-
ar og verða fáir staðir í heiminum betri til að njóta sýningarinnar á næsta ári en í Snæfellsbæ þar sem hann stendur einna lengst. Á meðal þeirra fjölmörgu verkefna sem unnið er að vegna almyrkvans er skipulag alþjóðlegrar fjögurra daga tónlistar- og menningarhátíðar sem haldin verður á Hellissandi dagana 12. til 15. ágúst 2026. Hátíðin heitir Iceland Eclip -
Upplag: 500
Áb.maður: Jóhannes Ólafsson
Prentun: Steinprent ehf. Sandholt 22a, Ólafsvík 355 Snæfellsbæ
Blaðið er gefið út af Steinprent ehf. og liggur
frammi í Snæfellsbæ og Grundarfirði,
Blaðið kemur út vikulega.
Netfang: steinprent@simnet.is
Sími: 436 1617
se og mun bjóða upp á dagskrá með innlendu og erlendu tónlistarfólki, listasýningum, fyrirlestr-
um, vinnustofum og fræðslu. Á meðal þeirra 100 nafna sem búið er að tilkynna að komi fram á hátíðinni eru heimamenn á borð við Davíð Svan, Kára Viðarson, Hinrik Jóhannesson og Ragnhildi Sigurðardóttir auk stærri nafna eins og GusGus, Meduza og Emilía Torini. Skipuleggjendur hátíðarinnar eru þaulvanir viðburðahaldi bæði hérlendis og erlendis og leggja mikið upp úr öryggi og upplifun gesta en gert er ráð fyrir 3000 til 5000 gestum á hátíðina og er miðasala farin af stað á heimasíðu hátíðarinnar. Á meðfylgjandi mynd er Kristinn Jónasson, bæjarstjóra Snæfellsbæjar, og Heimir Berg Vilhjálmsson, markaðs- og upplýsingafulltrúa, ásamt hluta af teyminu sem kemur að skipulagi hátíðarinnar.
SJ
Kynningarfundur á vegum Rannís
Mennta- og menningarsvið Rannís heimsótti Snæfellsbæ þriðjudaginn 16. september og hélt opinn kynningarfund í Þjóðgarðsmiðstöðinni á Hellissandi. með það að markmiði að kynna ýmis tækifæri og styrki sem bjóðast í alþjóðasamstarfi innan evrópskra og norrænna styrkjaáætlana á borð við Erasmus+, Creative Europe - kvikmyndaog menningaráætlun ESB, Nordplus - menntaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar og Uppbyggingarsjóð EES. Kynningin var skipulögð í samstarfi við Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi og voru sveitarfélög, skólar, fræðsluaðilar, menningarstofnanir, íþróttafélög, fyrirtæki, ungt fólk og öll sem áhuga hafa á alþjóðasamstarfi hvött til að nýta tækifærið og mæta. Að kynningunni lokinni var boðið upp á súpu frá Elja kaffihúsi. Rannís hélt svo áfram áleiðis til Stykkishólms og Borgarness með samskonar kynningu.

Íbúðaverð á Vesturlandi
21. ágúst kom út ný Glefsa sem Vífill Karlsson skrifaði fyrir SSV en Glefsurnar eru smárit sem ætlað er að koma upplýsingum um afmarkað viðfangsefni hratt og skipulega til stjórna sveitarfélaga á Vesturlandi og í raun allra íbúa. Í brennidepli að þessu sinni var íbúðaverð og skoðaði Vífill hversu mikið lægra fermetraverð væri í sveitarfélögum á Vesturlandi í samanburði við Reykjavík. Á meðfylgjandi mynd sést að íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu var mun hærra en raunlaun árið 2007 og 2022 en vísitala íbúðaverðs var 62% til 70% hærri en raunlaun yfir þetta tímabil. Íbúðaverð á Vesturlandi hefur hins vegar verið lægra en raunlaun í gegnum
tíðina. Í athugunum Vífils kom í ljós að munur á fermetraverði einbýlishúsa á Vesturlandi milli ára borið saman við Reykjavík fer lækkandi ef marka má viðskipti fyrsta hálfa árið 2025 borið saman við tímabilið 2021 til 2025. Munurinn á árunum 2021 til 2025 er minnstur á Akranesi þar sem fermetraverðið var 27% lægra en í Reykjavík. Mesti munurinn var hins vegar í Dalabyggð en þar er fermetraverðið 67% lægra en í Reykjavík, 64% lægra í Snæfellsbæ og 58% lægra í Grundarfirði. Þessi munur var minni fyrsta hálfa árið 2025 í öllum sveitarfélögum nema Snæfellsbæ, þar var fermetraverðið orðið 68% lægra en í Reykjavík og þar með orðið

það lægsta á Vesturlandi. Augljóst er af greiningunni að nálægð við Reykjavík dregur úr muninum á fasteignaverði sem og fjöldi íbúa í hverju sveitarfélagi eða þéttbýli. Stuðst var við gögn HMS sem byggja á öllum skráðum kaupsamningum áranna 2021 til 2024 og fyrstu 6 mánuði 2025. Í Glefsunni er um einföld meðaltöl að ræða og þess má geta að viðskipti það sem af er árinu 2025 hafa ekki
verið mikil, því er meira að marka tölurnar yfir lengra tímabil. Samningum í öllum dreifbýlispóstnúmerum var sleppt vegna hættu á skekkju þegar íbúðir á bújörðum eru seldar með öllum húsakosti en slíkt er ekki tilgreint sérstaklega í gögnunum. Glefsuna í heild sinni má nálgast inni á vefsíðu Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, www.ssv.is.

Sumrinu lokið í Snæfellsjökulsþjóðgarði
Nú er tekið að hausta og fræðsluviðburðum Snæfellsjökulsþjóðgarðs þetta sumarið lokið. Þjóðgarðurinn hefur boðið upp á gönguferðir, barnastundir, fuglaskoðun, blómaskoðun og fleira fróðlegt í heillandi umhverfi í sumar. Rúmlega 400 gestir hafa tekið þátt í fjölbreyttum viðburðum og göngum sem landverðir þjóðgarðsins stóðu fyrir víðsvegar um þjóðgarðinn. Nú þegar haustið tekur við heldur þjóðgarðurinn ekki úti föstum viðburðum en þó er alltaf eitthvað skemmtilegt á nálinni. Einstakir viðburðir eru auglýstir sérstaklega á Facebook síðu Snæfellsjökulsþjóðgarðs og www.snaefellsjokull.is en sömuleiðis eru skólar og hópar velkomnir allt árið í kring.

Nýr meðhjálpari í Ólafsvíkurkirkju
Sunnudaginn 7. september fór fram hefðbundin guðsþjónusta í Ólafsvíkurkirkju sem var þó óhefðbundin að því leyti að þar tók nýr aðili við starfi meðhjálpara. Guðríður Þórðardóttir hefur sinnt starfi meðhjálpara í Ólafsvíkurkirkju til margra og lét af störfum í þessari guðsþjónustu þar sem Lilja Þorvarðardóttir tók við starfi hennar. Fámennt var í kirkjunni þennan dag en bæjar-
búar eru hvattir til að nýta sér þessar stundir til að hvílast frá dagsins amstri, finna frið og styrk, næra andann og styrkja tengslin við Guð. Á meðfylgjandi mynd sem Pétur Steinar Jóhannsson tók í guðsþjónustunni eru Séra Ægir Örn Sveinsson, Guðríður Þórðar dóttir, fráfarandi meðhjálpari, og Lilja Þorvarðardóttir, meðhjálpari í Ólafsvíkurkirkju.

