

Fjölskylduferð á Saxhól
Fyrsti viðburðinn í röð mánaðarlegra heilsueflandi viðburða á vegum Snæfellsbæjar fór fram sunnudaginn 7. september síðastliðinn. Markmið viðburðanna er að hvetja íbúa til útivistar og hreyfingar í góðum félagsskap og efla þar með heilsu og lífsgæði en um er að ræða samverustund utandyra fyrir alla fjölskylduna. Þátttakendur hittust hjá bílastæðinu við Saxhól og þaðan var gengið upp. Léku ungir sem aldnir sér að því að telja þrepin og nutu umhverfisins, þegar upp var komið gæddu viðstaddir sér á nesti saman.
Eins og kom fram í síðasta tölublaði Jökuls eru það þær Kristfríður Rós Stefánsdóttir, íþróttaog æskulýðsfulltrúi og Anna Þóra Böðvarsdóttir sem sjá um skipulag viðburðanna.
Þann 4. október verður fjallganga og lautarferð á Rauðhól sem er um 2 og hálfur kílómeter

að lengd og er við allra hæfi. Fólk er líkt og áður minnt á að klæða sig eftir veðri og koma með nesti og drykki fyrir sína fjölskyldu.
- Bílaviðgerðir
- Skipaþjónusta
- Almenn suðuvinna
- Smurþjónusta
- Smábátaþjónusta
- Dekkjaverkstæði
vegr@vegr.is vegr.is
S: 849-7276 Remek og 898-5463 Þórður
Réttir að hefjast

Réttir eru framundan víða á Snæfellsnesi með tilheyrandi hauststemmingu, jarmi, réttarkaffi og gleði. Laugardaginn 20. september munu réttir fara fram í Ólafsvíkurrétt í Ólafsvík, Þæfusteinsrétt á Hellissandi/Rifi, Mýrum og í Hrafnkelsstaðarétt. Laugardaginn 27. september verður hinsvegar réttað í Bláfeldarrétt í Staðarsveit, Grafarrétt í Breiðuvík, Klofningsrétt í Beruvík og Ölkeldurétt í Staðarsveit. Í Ólafsvík eins og víða annars staðar hefur skapast sú hefð að bjóða upp á kjötsúpu og veitingar, réttargestir eru boðnir velkomnir í fjárhúsið Lambfell þar sem boðið verður upp á súpu frá kl 11:30. Réttirnar hefjast svo um klukkan 12:30. JJ
Aðsókn eykst í sundlaugar Snæfellsbæjar
Aðsókn í sundlaugar Snæfellsbæjar hefur aukist töluvert ár frá ári en svo virðist sem það stefni í annað met árið í aðsókn. Ef litið er á tímabilið 1. janúar til 10. ágúst í ár hafa 25.484 heimsótt sundlaugar Snæfellsbæjar, þar af 19.439 í sundlaugina í Ólafsvík og 6045 í Lýsulaugar. Það eru 2.052 fleiri heimsóknir en á sama tíma árið 2024 og 5.714 fleiri heimsóknir en árið 2023. Fjölda heimsókna fer því ört vaxandi á milli ára en starfsfólk sundlauganna finnur einnig fyrir aukningunni þar sem verið er að nota mun meira af hreinsiog hreinlætisvörum en síðustu ár.
Jökull á Issuu
Ef litið er einungis á sumarið frá 1. júní til 10. ágúst voru 14.971 sem heimsóttu sundlaugarnar til samans, 9.002 í sundlaugin í Ólafsvík og 5.969 í Lýsulaug. Á sama tímabili í fyrra heimsóttu 13.362 sundlaugarnar yfir sumartímann og árið 2023 voru það 11.424. Frá því í fyrra var aukning um 879 gesti í sundlauginni í Ólafsvík yfir sumartímann og 730 gesta aukning í Lýsulaugum. Þetta má eflaust rekja til samspils aukins ferðamannastraums, góðviðris daga og virkni heimamanna í að heimsækja sundlaugar sveitarfélagsins.
SJ
Til að nálgast Jökul á netinu er hægt að skanna QR merkið hér til hliðar með myndavélinni í símanum.

Sjóvá opnar aftur í Snæfellsbæ

næði með Hampiðjunni í Ólafsvík við Ólafsbraut 19, að því tilefni var
gangandi gafst kostur á að taka spjallið og gæða sér á bakkelsi og
Upplag: 500
Áb.maður: Jóhannes Ólafsson
Prentun: Steinprent ehf. Sandholt 22a, Ólafsvík 355 Snæfellsbæ
Blaðið er gefið út af Steinprent ehf. og liggur
frammi í Snæfellsbæ og Grundarfirði,
Blaðið kemur út vikulega.
Netfang: steinprent@simnet.is
Sími: 436 1617
drykkjum. Jón Haukur Hilmarsson stendur vaktina og veitir íbúum og fyrirtækjaeigendum Snæfellsbæjar og nærliggjandi svæða þjónustu varðandi tryggingar en opið er alla virka daga frá klukkan 8:30 til 12:30.
Skrifstofa Sjóvá var staðsett í Ólafsvík til margra ára en árið 2024 færði Sjóvá útibúið um set
og tók Jón Haukur Hilmarsson við nýju útibúi í Stykkishólmi í ágúst sama ár. Nú hefur fyrirtækið tekið ákvörðun um að opna að nýju í Snæfellsbæ en Sjóvá hefur alltaf lagt sig fram við að veita framúrskarandi og aðgengilega þjónustu á landsbyggðinni. SJ
Opnunarhátíð
Félagsmiðstöðin Afdrep í Snæfellsbæ býður bæjarbúum öllum hjartanlega velkomin á opnunarhátíð fimmtudaginn 18. september.
Að undanförnu hafa staðið yfir miklar framkvæmdir og stækkun á húsnæði félagsmiðstöðvarinnar, og nú er loksins komið að því að fagna því að ný og bætt aðstaða er tilbúin til notkunar.
Á hátíðinni verður boðið upp á ýmsa afþreyingu, ljúffengar veitingar og ekki síst tækifæri til að hittast, spjalla og kynnast nýjum rýmum Afdreps.
Við hvetjum öll til að mæta og taka þátt í þessum ánægjulega áfanga með okkur.
Fyrsta opnun vetrarins verður svo mánudaginn 22. september: kl. 16:30–18:00 fyrir miðstig kl. 18:30–20:30 fyrir unglingastig
Við hlökkum til að sjá sem flesta og deila gleðinni með samfélaginu.
Kær kveðja, Starfsfólk Afdreps

Ljósleiðaravæðing í Snæfellsbæ
Míla, í samstarfi við VV verk, hefur undanfarið unnið að lagningu ljósleiðara í Snæfellsbæ. Verkefnið er hluti af áætlun um að efla fjarskiptainnviði á svæðinu og bæta nettengingar heimila og fyrirtækja. VV verk byrjaði að leggja í Stykkishólmi, eru nú við vinnu í Ólafsvík og munu næst færa sig yfir á Hellissand. Á framkvæmdaáætlun Mílu fyrir 2025 er gert ráð fyrir ljósleiðaravæð-
ingu á Borgarholti, Bæjartúni, Kirkjutúni og Grundarbraut fyrir neðan Borgarholt, Mýrarholti, Ólafsbraut 20 til 50 og Vallholt. Á Hellissandi er áætlað að leggja ljósleiðara í Keflavíkurgötu, Dyngjubúð, Skólabraut, Munaðarhól, Hraunás og Laufás. Meðfylgjandi mynd tók blaðamaður af starfsmönnum VV verk við vinnu á dögunum.
SJ
Tímapantanir í síma 436-1111
Þegar nafni minn Hans klaufi settist upp á geithafurinn og reið til hallarinnar vissi hann ekki hvað sú ákvörðun átti eftir að breyta lífi hans. En hann vissi að gengi plottið upp gæti líf hans breyst. Hann þekkti ekki hugtakið félagsleg einangrun. Nafni minn vissi ekki heldur að löngu eftir hans daga yrði til skilgreint félagslegt og heilsufarslegt vandamál sem kallast „félagsleg einangrun“. Og þó gömlu ævintýrin innihaldi heilt menntakerfi er ekki víst að við skiljum alltaf hvað þau kenna. Ég hafði hvorki kráku né drulluslettu ídýfu þegar ég mætti fyrst í Höllina í Ólafsvík. En þar sátu kátar konur og prjónuðu, hekluðu og saumuðu undir skemmtilegu spjalli og hlátrasköllum. Í öðrum sal sat blandaður hópur og spilaði kóngaspil, þar fyrir aftan voru karlar við smíðar og sunnan við þá
Áhugafólk um söng
Kórarnir á Snæfellsnesi standa fyrir Gospelnámskeiði með Óskari Einarssyni helgina 19. – 21. september n.k. Þetta námskeið er öllum opið sem hafa áhuga hvort sem þeir eru í kór eða ekki. Námskeiðið hefst í Ólafsvíkurkirkju föstudaginn 19. september kl.19:00 og er til kl. 22:00. Laugardaginn 20. september í Grundarfjarðarkirkju kl.10:00 til kl.16:00 með hádegishléi (súpa og brauð á Kaffi 59) og sunnudaginn 21. september í Grundarfjarðarkirkju kl. 12:00 til kl.13:15 og námskeiðinu lýkur svo með helgistund/tónleik-
Hans klaufi og Höllin
var hópur að vinna í leir og gler. Á ganginum spilaði hljómsveit. Þeir sem muna eftir Hans klaufa muna að hann fór aldrei til baka. Höllin varð hans athvarf. Það sama gerðist með mig og Steina Gun, því okkur var fagnað eins og öllum sem þangað koma.
Sú aðstaða sem Snæfellsbær hefur þarna skapað þessum aldurshópi er alveg stórkostleg og í raun með eindæmum. Félagsleg einangrun er talin vera ein stærsta ógn við lífsgæði fólks og heilsu, í nútímanum. Ég starfaði um skeið við fangavörslu og lærði að það tekur 3 – 4 mánuði að læra að vera í fangelsi. Það tekur álíka langan tíma að byggja sitt eigið fangelsi. Það gerist þegar tölvan er komin á sófaborðið í sjónvarpsherberginu, sængin komin í sófann og þá þarf bara að sækja kaffikönnuna. Þá er leiðinda truflun
að þurfa að fara á klósettið í öðru herbergi. En þegar við erum farin að leita að þeim tíma í búðinni sem ólíklegast er að maður rekist á einhvern, þá er baráttan töpuð. Öll þekkjum við stöðuna sem skapaðist í Covid og hvernig samfélagið lamaðist og fólk einangraðist. Sá tími kom okkur upp á það að una okkur við „ekkert“. Félög eldri borgara um allt land hafa síðan unnið þrekvirki í því að virkja sinn hóp og skapa samveru og skemmtun. Bara bros yfir kaffibolla er gjöf og framlag til betri líðanar.
Tímarnir breytast og fólkið með, félagsþarfir fólks breytast með kynslóðunum. Þess vegna er okkur nauðsynlegt að velta fyrir okkur „hvað nú?“. Hvað gerum við næst? Hvernig bætum við líf okkar og hvernig nýtum við þá stórkostlegu aðstöðu sem boðin er
um kl. 14:00 einnig í Grundarfjarðarkirkju.
Nú er tækifærið að koma og vera með.
Nánari upplýsingar og skráning er hjá eftirfarandi aðilum en athugið að skráningu lýkur 17. september.
Þorbjörg S. 8936652, Gerður S. 8486538, Linda María S. 8682232
Agnar S. 8937050
Bestu kveðjur Undirbúningsnefnd
í Höllinni í Snæfellsbæ? Í öllum samfélögum er til fólk sem býr yfir margskonar reynslu og þekkingu. Þekkingu sem er vel þegið að miðla og njóta.
Mig langar eins og Hans klaufa að leggja eitthvað með mér inn í þetta góða samfélag! Geithafur á ég engan, né dauða kráku en ég hef mikið rannsakað sögu fyrstu bílnúmeranna á Snæfellsnesi og stefni að því að vera með nokkur erindi sem þeirri sögu tengjast. Fyrst mun ég fjalla um sögu herjeppanna og komu þeirra á Snæfellsnes. Síðan um upphaf bílaaldar í þeim byggðum sem í dag mynda Snæfellsbæ. Allt mun þetta vera auglýst síðar.
Stöndum saman og höfum gaman!
Ingi Hans Jónsson
Vináttu bangsinn Blær mætti til okkar síðast liðinn föstudag við mikinn fögnuð barnanna á Krílakoti. Blær var að koma úr góðu sumarfríi í Ástralíu og er tilbúinn í haustið með okkur. Blær fékk aðstoð frá Stefáni gröfumanni, en hann sá til þess að flytja Blæ til okkar frá Keflavík. Fyrir Blæ dugði ekkert minna en stæðsta grafan sem ferðamáti, en hann var að sjálfsögðu í bílstól og með belti á leiðinni. Vináttuverkefnið Blær er táknmynd vináttu og samhyggðar og minnir okkur á okkar góðu gildin alla daga. Við upphaf leikskólagöngu fær hvert barn lítinn Blæ að gjöf sem er eign barnsins og það tekur hann með sér þegar leikskólagöngu lýkur. Blær er notaður í kennslu/ samverustundum, er vinur barnanna og huggun í dagsins önn.

Efni og auglýsingum í Jökul
þarf að skila fyrir kl. 16, þriðjudag fyrir útgáfu.
Það er í lagi að skila fyrr.

Breyting
Útivistarreglur fyrir börn og unglinga breyttust 1. september síðastliðinn eftir að skólar tóku til starfa. Samkvæmt 92. grein laga númer 80/2002 mega börn 12 ára og yngri vera lengst úti til klukkan 20:00
á kvöldin. Börn á aldrinum 13-16 ára mega lengst vera úti til klukkan 22:00. Lögin gilda á skólatíma eða frá 1. september til 1. maí ár hvert. JJ