
1171. tbl - 25. árg.
september 2025
1171. tbl - 25. árg.
september 2025
Sunnudaginn 31. ágúst var nýtt listaverk eftir Jo Kley vígt á Hell issandi. Verkið ber nafnið Frels isleið og er staðsett í Krossavík. Fjölmenni var viðstatt vígsluna en þar brauð Kristinn Jónasson, bæj arstjóri Snæfellsbæjar, gesti vel komna, Þorgrímur Þráinsson, rit höfundur, hélt ræðu og listamað urinn sjálfur, Jo Kley, sagði svo frá verkinu. Kley sótti innblástur úr ævintýrasögunni Ferðin að miðju jarðar eftir Jules Verne. Verkið vann hann í malargrifjunni við Rif en það er meitlaður skúlptúr úr stein sem vegur um 60 tonn. Að vígslunni lokinni var boðið til veitinga í Þjóðgarðsmiðstöðinni. Frelsisleiðin er annað listaverk
Elja kaffihús hefur opnað í Þjóðgarðsmiðstöðinni á Hellissandi. Kaffihúsið tekur við af veitingastaðnum Matarlist sem hefur haldið úti starfssemi í Þjóðgarðsmiðstöðinni síðan sumarið 2023 en samningurinn rann út nú í lok ágúst og var reksturinn því boðinn út að nýju. Fjórar umsóknir bárust en það var kaffi -
húsið Elja sem fékk að lokum starfsleyfið í húsnæðinu. Það eru þær Lilja Hrund Jóhannsdóttir og Viktoría Kr. Guðbjartsdóttir sem standa að rekstrinum og bjóða þær upp á léttar veitingar á við súpur, samlokur og kökur ásamt fleiru í notalegu umhverfi sem hægt er að njóta á staðnum eða taka með sér.
Breytingar koma til með að verða á rekstri Sjóminjasafnsins á Hellissandi eftir sumarið en safn stjóri þess hefur tilkynnt um lok un safnsins til frambúðar, nema takist að tryggja laun fyrir starfs mann. Þakkar hún öllum þeim fyrir sem heimsóttu safnið í gegn um árin.
Safnið er minjasafn um sjó sókn og náttúru undir jökli. Þar hefur einnig verið starfrækt kaffi hús. Þar er einnig endurbyggð sú þurrabúð sem síðast var búið í á Hellissandi, Þorvaldarbúð. Ýmsa gamla muni má þar finna sem og vélar, veiðarfæri, hvalbein, myndir og fleira. Safnið byggir fyrst og fremst á munum frá tíma ára-
fyrsta skóflustungan var tekin að viðbyggingu þess. Í kjölfarið var Björn G. Björnsson sýninga- og leikmyndahönnuður fenginn til
fyrirtækjum á Hellissandi og Rifi. Í gegnum tíðina hefur safnið verið rekið með styrkjum, m.a. frá Sóknaráætlun Vesturlands, Upp-
klúbba var spiluð á Grundar fjarðarvelli helgina 15. til 17. ágúst. Átta lið spiluðu á mótinu og spilaðar voru fimm umferðir á þremur dögum. Völlurinn var upp á sitt besta þó veðrið hafi ekki verið að vinna með kylfingunum. Þeir létu það þó ekki á sig fá og spiluðu með besta móti. Golf -
klúbburinn Vestarr stóðu uppi sem sigurvegarar eftir helgina og munu því keppa í 3. deild að ári. Golfklúbburinn Jökull keppti sömuleiðis í 4. deildinni en lenti í 8. sæti að þessu sinni og mun því keppa aftur í 4. deild að ári. Meðfylgjandi mynd tók Sverrir Karlsson.
SJ
Upplag: 500
Áb.maður: Jóhannes Ólafsson
Prentun: Steinprent ehf. Sandholt 22a, Ólafsvík 355 Snæfellsbæ
Blaðið er gefið út af Steinprent ehf. og liggur
frammi í Snæfellsbæ og Grundarfirði,
Blaðið kemur út vikulega.
Netfang: steinprent@simnet.is
Sími: 436 1617
Fiskistofa hefur úthlutað aflamarki á fiskveiðiskip fyrir fiskveiðiárið 2025/2026 og fengu 456 skip í eigu 377 aðila úthlutað.
Heildarúthlutun er rúm 287 þúsund þorskígildistonn. Úthlutun í þorski er rúm 160 þúsund þorskígildistonn en var tæp 168 þúsund þorskígildistonn á síðasta fiskveiðiári. Úthlutun í ýsu er tæp 44 þúsund þorskígildistonn og hækkar um 5 þúsund þorskígildistonn milli ára.
Fyrirtæki með hæstu úthlutunina eru Brim hf. 9,16%, Samherji Ísland hf. 8,58%, Ísfélag hf. 6,61% og Fisk Seafood ehf. 6,36%.
Hæstu fyrirtækin í Snæfellsbæ eru Hraðfrystihús Hellissands hf. með 1,55% og KG fiskverkun ehf. með 1,21%, ef Hidda ehf. er tekin með Hraðfrystihúsinu þá hækkar hlutdeildin í 1,76% og með Valafelli fer KG í 1,65%.
Í Grundarfirði er Guðmundur Runólfsson hf. með hæstu út hlutunina eða 1,15%, aðrar út gerðir á Snæfellsnesi ná ekki 1% af heildarúthlutuninni.
Af rúmlega 287 þúsund þorskí gildistonnum eru 35.232 tonn vistuð í Reykjavík, til Grinda víkur fara 34 þúsund tonn og
ur safnsins síðan það var sett upp í þeirri mynd sem það er í dag. JJ
til Vestmannaeyja fara 31.655 tonn, Akureyri er í fjórða sæti með 18.523 tonn.
Rif er í sjöunda sæti yfir hafnir með hæstu úthlutunina en þar eru 12.620 þorskígildistonn, í Ólafsvík eru 5.734, á Hellissandi eru 1.399 þorskígildistonn og á Arnarstapa eru þau 913. Ef Snæfellsbær væri ein höfn þá mundi það duga í fjórða sæti listans yfir hafnir með mestu úthlutunina því að alls eru rúmlega 20.665 þorskígildistonn hjá fyrirtækjum í Snæfellsbæ. Í Grundarfirði eru 5.498 þorskígildistonn.
Úthlutuðum þorskígildistonnum fækkar um 944 tonn á milli ára í Snæfellsbæ eða úr 21.609 á síðasta fiskveiðiári í 20.665 á þessu. Svipaða sögu er að segja um Grundarfjörð en þar fækkaði tonnunum úr 6.374 þorskígildistonnum í fyrra í 5.498 á þessu fiskveiðiári, það er samdráttur um 876 tonn.
Sjóvá Ólafsvík | Ólafsbraut 19 | 440 2000 | sjova@sjova.is Nýtt útibú
Við höfum opnað útibú Sjóvá í Ólafsvík og deilum nú húsnæði með Hampiðjunni við Ólafsbraut 19.
Af því tilefni er þér boðið að koma og fagna með okkur á nýja staðnum þriðjudaginn 9. september á milli klukkan 10∶00 og 12∶30.
Sjóvá hefur alltaf lagt sig fram við að veita framúrskarandi og aðgengilega þjónustu á landsbyggðinni.
Við höfum áður haft þjónustu í Ólafsvík og gleður okkur mjög að koma aftur.
Opið mán. til fös. 8∶30 –12∶30
Það var hátíðleg stund á leikskólanum Kríuból á mánudagsmorgninum þegar gamall vinur barnanna, vináttubangsinn Blær, mætti í fyrsta sinn í heimsókn eftir sumarfríið. Blær kom langt að, alla leið frá Ástralíu, og bar með sér hlýju, vináttu og bros. Á leið sinni til Íslands eignaðist Blær skemmtilegan ferðafélaga. Í flugvélinni hitti hann Brunabangsann Bjössa, sem kemur til með að starfað með slökkviliðinu í Snæfellsbæ. Vinirnir tveir urðu samstundis óaðskiljanlegir.
Þegar til Íslands var komið beið Bjössi ekki boðanna. Hann fékk góða vini sína í slökkviliðinu Snæfellsbæjar til að skutla Blæ á leikskólann Kríuból, þar sem börnin tóku á móti honum með fögnuði og knúsum. Slökkviliðsmennirnir voru svo góðir að leyfa börnunum að skoða bílinn og búnaðinn sinn.
Blær minnir okkur á hvað vinátta og samkennd eru mikilvæg. Hann kennir okkur líka að vera
orðinn enn litríkari og hlýrri staður þar sem vináttan fær að blómstra.
Alzheimersamtökin héldu opna fræðslufundi í síðustu viku á Snæfellsnesi. Markmið fundanna er að fræða fólk um einkenni og afleiðingar Alzheimer og kynna starfsemi samtakanna í leiðinni. Reynsla þeirra sýnir að í kjölfarið leiti fólk til samtakanna eftir ráðgjöf og stuðningi. Ásta Kristín Guðmundsdóttir, ráðgjafi samtakanna og Thelma Jónsdóttir, fræðslustjóri héldu fimm fræðsluerindi á tveimur dögum fyrir bæði fagfólk og aðra áhugasama. Í heildina sóttu vel yfir 100 manns fræðslufundina sem haldnir voru í Ólafsvík, Grundarfirði og Stykkishólmi. Markmið Alzheimersamtakanna er að gæta hagsmuna skjólstæðinga sinna og efla samvinnu og samheldni aðstandenda með fræðslu, ráðgjöf og stuðningi. Þau halda úti öflugu ráðgjafa- og fræðslustarfi og þarf sjúkdómsgreining ekki að liggja fyrir. Öllum er frjálst að leita til
Við bjóðum upp á alhliða bílaviðgerðir, dek kjask ipti og smurþjónustu.
Til að nálgast Jökul á netinu er hægt að skanna QR merkið hér til hliðar með myndavélinni í símanum.
Tímapantanir í síma 436-1111
þeirra með spurningar og vangaveltur sem að þessum málefnum koma. Samtökin eru einnig með stuðningshópa sem hittast reglulega en einn þeirra hópa er rafrænn og hentar því vel fyrir sjúklinga og aðstandendur sem
búa ekki á höfuðborgarsvæðinu. Á Snæfellsnesi er einn starfandi svokallaður Alzheimertengill sem ráðleggur íbúum á svæðinu hvert sé best að leita þegar spurningar varðandi viðfangsefnið vakna. Samtökin eru að leita að fleirum
tenglum til að starfa á svæðinu og benda á að hafa samband á netfangið alzheimer@alzheimer.is ef áhugi er til staðar. JJ
Víkingur Ólafsvík hefur samið við Tomasz Luba um að taka við þjálfun liðsins eftir þetta tímabil en núverandi þjálfari þess, Brynjar Kristmundsson, sagði upp störfum fyrr í sumar. Tomasz mun einnig starfa sem yfirþjálfari yngri flokka umf. Víkings/Reynis. Tomasz var leikmaður Víkings Ó. frá 2010-2017 en hann hefur undanfarin ár þjálfað yngri flokka hjá Selfossi og meistaraflokk Árborgar.
Laugardaginn 23. ágúst tók Víkingur á móti Höttur/huginn á Ólafsvíkurvelli. Björn Darri Ásmundsson skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Víking þegar hann setti boltann í markið á 12. mínútu og Kwame Quee bætti við öðru marki á 39. mínútu. Víkingar héldu áfram að spila vel í seinni hálfleik en Hektor Bergmann Garðarsson skoraði þriðja mark leiksins fyrir Víkinga á 55. mínútu og því ljóst að víkingar væru í mjög góðri stöðu. Mótherjum þeirra tókst ekki að minnka muninn og unnu víkingar því sterkan sigur.
Víkingur átti leik á móti Gróttu
fyrsta mark leiksins fyrir Gróttu á 18. mínútu leiksins. Mikil harka var í leiknum sem varð til þess að tveir leikmenn Víkings fengu gult spjald stuttu seinna. Á 35. mínútu jafnaði Ivan Lopez Cristobal fyrir Víking Ó. og Hektor Bergmann Garðarsson kom Víkingum yfir stuttu seinna. Gróttumönnum tókst að jafna leikinn rétt áður en dómarinn flautaði til leikhlés. Mikil barátta átti sér stað í
seinni hálfleik enda mikilvæg stig í boði fyrir bæði liðin. Kristófer Dan Þórðarsson skoraði mark fyrir Gróttu á 64. mínútu en Víkingsmönnum tókst ekki að bæta við fleirum mörkum þrátt fyrir góðar tilraunir. Víkingur er í 7.8. sæti deildarinnar og eiga næst heimaleik á móti Kára þann 6. september klukkan 14:00. Reynir H. átti leik þann 25. ágúst á móti Skallagrími á Skallagrímsvelli. Leikmönnum Skallagríms tókst að skora fjögur mörk í fyrri
fjögur mörk til viðbótar en Aron Gauti Kristjánsson minnkaði muninn þegar hann skoraði mark á 90. mínútu leiksins. Lokatölur leiksins voru því 8-1 fyrir Skallagrími. Þetta var seinasti leikur Reynismanna í sumar og úrslitin því ljós. Liðið er í neðsta sæti deildarinnar eftir sumarið með engin stig.
Fjölskylduvænir og heilsueflandi viðburðir eru nýir af nálinni í Snæfellsbæ en með þeim vill sveitarfélagið stuðla að auknu framboði á gæðastundum fyrir fjölskyldufólk í nærumhverfinu. Viðburðirnir verða mánaðarlegir og einblínt verður á hreyfingu og samverustund utandyra fyrir alla fjölskylduna með það að markmiði að hvetja íbúa til útivistar og hreyfingar í góðum félagsskap og efla þar með heilsu og lífsgæði. Dagskrá viðburða fyrir áramót er klár og er skipulag í höndum Kristfríðar Rósar Stefánsdóttur, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, og Önnu Þóru Böðvarsdóttur. Þá mun fyrsti viðburðurinn fara fram 7. september þar sem farið verður farið í fjallgöngu og lautarferð á Saxhól. Þátttakendur eru beðnir um að klæða sig eftir veðri og koma með nesti og drykki fyrir sína fjölskyldu. Eins og áður segir eru viðburðirnir fjölskylduvænir og henta öllum aldurshópum. Seinna í haust og vetur verður svo boðið upp á
fjallgöngu og lautarferð á Rauð hól, gönguferð og lautarferð um Ólafsvík og jólaviðburð í samráði við skógræktarfélögin en nánari upplýsingar og dagsetningar má finna á Facebook síðu Snæfellsbæjar. Meðfylgjandi mynd er frá fjölskyldustund í Tröðinni á Hellissandi þegar boðið var til páskaeggjaleitar síðastliðna páska. SJ
ans fór fram á Fróðarvelli en það var jafnframt síðasta mót GJÓ í sumar. Teiggjafir voru í boði Landsbankans og tóku 23 kylfingar þátt í mótinu. Í punktakeppni var Rafn Guðlaugsson í fyrsta sæti með 39 punkta. Katrín Gísladóttir var í öðru sæti með 35 punkta og Jóhann Pétursson var sá þriðji með 35 punkta. Rebekka Heimisdóttir var sigurvegari í höggleik kvenna án
forgjafar og Jóhannes “Dúddi” Jóhannesson var sigurvegari í karlaflokki. Garðar Svansson fékk nándarverðlaun á 2. braut og Hjörtur Ragnarsson hlaut slík verðlaun á þeirri sjöttu. Landsbankamótaröðinni lauk fyrir viku og voru verðlaun veitt fyrir þrjú efstu sætin. Í fyrsta sæti var Viðar Gylfason, í öðru sæti var Kristinn Jónasson og Hjörtur Guðmundsson tók það þriðja. JJ
Rif. Skipið var þar við dýpkunarframkvæmdir og var innsiglingarennan dýpkuð í 7 metra dýpi. Framkvæmdin auðveldar skipum
fjöru. Meðfylgjandi mynd er af skipinu við vinnu. SJ
Í þessari grein vil ég fjalla í stuttu máli um safnkost Pakkhússins í Ólafsvík, einu elsta húsi Ólafsvíkur en þangað hef ég komið reglulega síðan árið 2023 og unnið fyrir Hollvinasamtökin. Hollvinasamtök Pakkhússins starfar í sjálfboðavinnu, með varðveislu og miðlun á sögu Pakkhússins og sögu Ólafsvíkur fyrir brjósti. Í Pakkhúsinu hefur safnkostur verið til sýnis á tveimur hæðum í formi uppstillinga; sumt um og í yfir 30 ár. Hollvinasamtök Pakkhússins hefur þrisvar sótt um styrki til þessa í Uppbyggingasjóð Vesturlands og fengið tvisvar. Sjóðurinn tengdi samtökin við mig og í kjölfarið hef ég síðan tekið út aðstæður á varðveislu og sýningum. Ég hef skrifað skýrslur um aðstæður sem sendar hafa verið eigendum minjanna í Snæfellsbæ en líka hreinsað og endurraðað hluta sýningar sem er í húsinu.
Safnkostur menningarminjasafns Snæfellsbæjar er geymdur að hluta til á sýningu í Pakkhúsinu í Ólafsvík og að hluta í geymsluhúsnæði á Hellissandi. Pakkhúsið í Ólafsvík er ekki viðurkennt safn, skv. Safnalögum (sjá reglugerð um viðurkenningu safna nr. 900/2013, í samræmi við heimild í safnalögum nr. 141/2011).
Einhver samstarfssamningur var á tímabili milli Norska hússins í Stykkishólmi, sem er viðurkennt safn, og Snæfellsbæjar um skráningar safnkostsins í Sarp en virðist ekki gilda lengur. Sarpur er menningarsögulegt gagnasafn, opið öllum á vefslóðinni www.sarpur.is. Sýningin, sem byggir á munum úr safnkostinum, segir sögu húsbúnaðar, heimilishalds, bústarfa, útgerðar og margs annars í héraðinu. Hún var opin samhliða skemmtilegri hönnunarverslun, sem var líka með léttar veitingar, á jarðhæð Pakkhússins. Rekstri var hætt fyrir nokkrum árum og ekki hefur enn fundist nýr rekstraraðili á jarðhæð Pakkhússins, þrátt fyrir auglýsingar. Á meðan er engin starfsemi í Pakkhúsinu í Ólafsvík og því lokað al-
menningi. Úttekt mín á sýningarrými Pakkhússins í Ólafsvík ásamt punktum um „safngeymslu“ á Hellissandi var unnin í maí árið 2023 og svo aftur sumarið 2024 að beiðni Hollvinasamtaka Pakkhússsins. Ég set hér viljandi gæsalappir við hugtakið geymsla. Nafnorðið „geymsla“ hefur orðið til þess að safnkostur hefur oft liðið fyrir þann misskilning að hann þarfnist ekki meiri aðhlynningar en það sem geymt er í samnefndum rýmum, á heimilum og öðrum stofnunum almennt. Við safnafólk viljum því mun fremur nota orðið varðveislurými og undirstrika með því sérhæfðar þarfir og umhverfi safna, sem hafa lítið að gera með hefðbundnar heimilisgeymslur.
Ég náði að skoða varðveislurými á Hellissandi í frekar stuttan tíma en þar voru þrátt fyrir það mörg atriði sem var augljóslega ábótavant. Þau voru m.a. eftirfarandi:
Engin umhirðuáætlun var til staðar og hafði ekki verið þrifið í rýminu í mjög langan tíma. Hreinlætisstig var því alls ekki viðunandi. Meindýravarnir vantaði og einnig hita- og rakamæli. Í hillur vantaði stamt undirlag og fallvarnir í tilfelli jarðskjálfta eða þess háttar.
Ummerki voru í millirými hjá pappír og málverkum um mikinn utanaðkomandi vatnsleka úr rörum í loftinu. Munir og myndir lágu undir skemmdum vegna ryks og drullu en ekki síst vegna þessa leka. Efni til sérhæfðar pökkunar, sýrufríar öskjur og silkipappír, var að miklu leiti ónýtt eftir að hafa lent undir lekanum
Mikið magn var af óviðkomandi dóti í rýminu frá öðrum stofnunum í bænum m.a. grunnskólanum, áhaldahúsi og fleirum. Umgangur virtist töluverður um húsið og samnýting með annarri starfsemi sveitarfélagsins. Það gerði þessa geymslu óviðunandi sem varðveislurými fyrir menningarminjar, list eða annað sem þar átti að vera. Í varðveisluhúsnæði er nauðsynlegt að lágmarka umgengni
eins og hægt er til að minnka álag og umhverfisáhrif á safnkostinn.
Í Pakkhúsinu og sýningum þess á annarri hæð fór mestur tími í að þrífa muni og umhverfi. Gluggar voru óþéttir og flugur og umhverfismengun (ryk) í rýminu.
Það vakti athygli mína að á meðan ég vann að verkefnum mínum í húsinu var stöðug aðsókn frá ferðafólki sem vonaðist til að getað séð eitthvað um sögu staðarins og menningu. Það þurfti frá að hverfa, enda ekki opið yfirhöfuð. Pakkhúsið er fallegt hús og reisulegt, á besta stað í bænum, og því skiljanlegt að það hafi þótt augljós áfangastaður.
Sumarið 2023, að frumkvæði Hollvinasamtaka Pakkhússins, samþykkti bæjarfélagið gluggaskipti í Pakkhúsinu. Styrkur fékkst til verksins og tilboð fengin í það. Vonast var til að það yrði unnið fyrir veturinn en það hefur tafist. Mælt var með að sett yrði UV filma í öll gler í leiðinni. Það er mjög góð leið til verndar safnkosti á húsasýningum eins og í Pakkhúsinu. UV filma er gegnsæ plastfilma sem tekur allt að 99% útfjólublárra geisla úr dagsbirtunni í gluggaglerjum. Hún ver viðkvæma list og muni fyrir skaðlegum áhrifum sólarinnar. Þetta er sérlega gagnlegt fyrir varðveisluaðstæður í húsasýningum og þar sem munir standa í einhvern tíma. Vonir standa nú til þess að sjá nýja glugga í húsinu fyrir veturinn 2025.
Það er alltaf þess virði að hugsa vel um menningarminjar. Bæði menningarsögulega en ekki síður fjárhagslega séð. Staðir á landsbyggðinni eru mikið heimsóttir af ferðafólki og því eru tækifæri fólgin í því að hafa sem flesta, fjölbreyttasta og áhugaverða
ur. Fólk dvelur þá lengur á staðnum og nýtir betur þjónustuna sem þar er til staðar.
Sjálfsmynd samfélags endurspeglast í menningarminjum þess og meðferð og varðveislu þeirra á eigin sögu og menningararfi. Í vestrænum heimi hefur undanfarna mánuði verið sótt meira að sanngildi og sögu en áður. Dæmi um slíkt er til dæmis að finna í söfnum Smithsonian í Washington en nýlega hætti listakonan Amy Sherald við að sýna þar verk sín vegna ritskoðunartilburða Bandaríkjastjórnar. Söfn og sýningar hafa dagskrárvald og það er þeim en ekki síst eigendum þeirra í sjálfvald sett að nýta þá ábyrgð og forréttindi eins og mögulegt er.
Mér finnst ákaflega gaman að kynnast menningu, mat og list samfélaga. Hvort sem það er á Hellissandi eða einhversstaðar á Indlandi. Man lærir mikið og dýpra um hópana sem þar búa og getur fengið tilfinningu fyrir mannlífinu, lifibrauði og lífinu þar yfirhöfuð. Það er nákvæmlega það sama og ferðafólkið sækir í sem bankar upp á í Pakkhúsinu í Ólafsvík þegar það sér ljósglætu þar inni.
Í sumar var sett upp örsýning á jarðhæð Pakkhússins á þeim örfáu munum sem tengjast skáldinu Jóhanni Jónssyni. Sú sýning stendur enn og hvet ég Snæfellinga og alla aðra sem eiga leið um að kíkja á hana, ef húsið er opið.
Guðlaug Dröfn Gunnarsdóttir, safnafræðingur Hollvinasamtök Pakkhússins í Ólafsvík
Þyngd: 1000kg
Vél: Eins cylendra Koop Loftkældur
Afl: 7,6kw/3600rpm
Eldsneyti: Dísel
Búnaður: Breikkanlegur undirvagn, mekanískt hraðtengi, glussastýrður þumall og 40cm tennt skófla.
Tilboðsverð 1.000.000.– +vsk
Þyngd: 2000kg
Vél: Kubota D902
Afl: 20,4hp/3600rpm
Eldsneyti: Dísel
Búnaður: Sveigjanleg bóma, breikkanlegur undirvagn, mekanískt hraðtengi, 40cm skófla, glussastýrður þumall, hitari í húsi.
Tilboðsverð 2.000.000.– +vsk
BLEIKA SLAUFAN
Til að þakka fyrir viðtökurnar seinustu 2 ár ætlum við selja bleiku HT10 gröfuna á uppboði og mun öll upphæðin renna til styrktar bleiku slaufunnar.
Þyngd: 1600kg
Vél: Tveggja cylendra Koop loftkældur með forhitara Afl: 16,5kw/3600rpm
Eldsneyti: Dísel
Búnaður: Sveigjanleg bóma, Breikkanlegur undirvagn, mekanískt hraðtengi, 40cm tennt skófla og glussastýrður þumall.
Tilboðsverð 1.600.000.– +vsk
Þyngd: 2030kg
Vél: Kubota D1105
Burðargeta: 800–1.000 kg
Eldsneyti: Dísel
Búnaður: Skotbóma – allt að 3,6 m lyftihæð, Mjög lipur – liðamót sem snúa allt að 45°, Þétt og nett stærð – kemst auðveldlega inn í þröng svæði, Öflug vökvakerfi með 40L tanki.
Tilboðsverð 2.690.000.– +vsk
Fyrir frekari upplýsingar hafið samband við sölumann arnar@ljardalur.is Forpöntunartilboð: Greitt er 50% við staðfestingu og rest við afhendingu. Afhendingar eru áætlaðar í mars 2026. Kynntu þér fleiri frábær tilboð á vélum og aukahlutum á www.ljardalur.is
ÞAÐ ER BETRA AÐ EIGA EN AÐ LEIGJA!