Sportveiðiblaðið 2. tbl. 2009

Page 1

on rk yr i af Lík

u r!

Málgagn veiðimanna – 2. tbl. – 28. árgangur 2009 – Verð kr. 899.- m/vsk.

Starfsmaður á plani

Pétur Jóhann er illa haldinn af veiðidellu Veiðikonan Sjöfn í Heydölum Lárus Gunnsteinsson ræðir um veiðibransann Jakob Bjarnar á hreindýraveiðum Tungufljót, veiðistaðalýsing Gerð nýrra veiðimynda


byssur & skot – top

veiðideild

Húsgagnahöllinni, Bíldshöfða, sími 585


pp gæði – botn verð

d - opið 7 daga vikunnar

5 7239. Lindir, Skógarlind 2, sími 585 7262


ALLTAF NÝGENGINN Því ferskari sem bjórinn er, því betri er hann á bragðið. Þess vegna er okkur mikið í mun að þú getir séð hvenær Egils Gull er framleiddur. Dagsetningin gefur til kynna hvort bjórinn þinn er ekki alveg örugglega ferskur. Þannig færðu nýgenginn Egils Gull allt árið.

EGILS GULL - FERSK UPPLIFUN!

Til að tryggja sem mestan ferskleika er best að neyta bjórs innan 100 daga frá framleiðsludegi.

LÉTTÖL


Sportveiðiblaðið • 5

Veiðispjall Ég hef lesið margar skrýtnar greinar um ævina en sú skrýtnasta var í Viðskiptablaðinu fyrir nokkru. Hún var skrifuð af veiðisnillingnum Pálma Gunnarssyni og fjallaði um hver væri frægastur í veiðiheiminum á Íslandi. Pálmi var að hnýta í Fréttablaðið sem hafði haldið því fram að Þorsteinn J. væri einn frægasti veiðimaður á Íslandi og Pálmi var alls ekki hress með það. Þó svo að hann segi að þetta hafi bara verið skrifað í gríni. Og Pálmi heldur áfram: „Auðvitað er allt hér að ofan ýmist lygi eða ýkjur ... en að öllu gríni slepptu þá er stangaveiði, með öllu því sem henni fylgir, alveg hreint magnað leikhús. Eitt af því sem einkennir hana er blessaður hégóminn sem birtist til dæmis í því að ekki þarf mikið til að veiði„snillingar“ baði sig eða séu baðaðir óumbeðnir í ljóma frægðarsólarinnar. Þessi ljómi umlykur núorðið sístækkandi hóp íslenskra stangaveiðimanna. Um þá verða til hetjusögur, ekki ósvipaðar þeim sagðar voru af fornmönnum sem hjuggu mann og annan og stukku að því loknu hæð sína í loft upp í öllum herklæðum. En það var þetta með frægðina, hún er fallvölt, blessunin, og kannski ekki endilega af

hinu góða í öllum tilfellum. Ef þú vilt verða góður stangaveiðimaður þá gengur það út á kunnáttu og hún kemur ekki með því einu að verða heimsfrægur á Íslandi, kaupa sér græjur eða komast í fréttirnar.“ Svo mörg voru þau orð. Í fyrsta lagi: Þorsteinn J. skrifaði ekki fréttina og einhver hefur sagt veiðimanninum Jakobi Bjarnar, sem hefur ýmislegt unnið sér til frægðar í veiðinni, frá þessari heppni Þorsteins þegar hann var að veiða lax á silunga­ svæðinu í Vatnsdalsá, þegar enginn annar fékk neitt. Ég fékk nú lax í á fyrr í sumar þar sem lax hafði aldrei veiðst fyrr, og enginn lax hefur veiðst í henni síðan. Enginn hefur skrifað um það, mér er slétt sama. Veiðin heldur áfram og frægir og ófrægir veiða sér til skemmtunar. Ég kom við í Elliðaánum fyrr í sumar og það var veiðidagur barnanna, enginn var að metast við annan, allir voru ánægðir með veiðina og meira að segja hafði einn veitt stóran lax. Hann hélt á honum undir hendinni og var á leið með hann út í bílinn hans pabba. G. Bender

a Lík fyr r!

u on ir k

Málgagn veiðimanna – 2. tbl. – 28. árgangur 2009 – Verð kr. 899.- m/vsk.

Starfsmaður á plani

Pétur Jóhann er illa haldinn af veiðidellu Veiðikonan Sjöfn í Heydölum Lárus Gunnsteinsson ræðir um veiðibransann Jakob Bjarnar á hreindýraveiðum Tungufljót, veiðistaðalýsing Gerð nýrra veiðimynda

Útgefandi og dreifing: Veiðiútgáfan ehf. Sími: 588-5020, Hamraborg 5, 200 Kóp. Ritstjóri og ábm.: Gunnar Bender Prófarkalestur: Helgi Magnússon Útlit, umbrot og myndvinnsla: Skissa ehf. Prentun og bókband: Prentsmiðjan Oddi Forsíðumyndina tók G. Bender af þeim Pétri Jóhanni Sigfússyni og Jóni Gnarr við veiðar í Kiðafellsá í Kjós.

8

Hann er langvinsælasti leikarinn í dag og honum finnst gaman að renna fyrir fisk. Maríulaxinn sinn veiddi hann í Eystri-Rangá. Eggert Skúlason ræðir við Pétur Jóhann um veiðiskapinn.

36

Blaðamaðurinn Jakob Bjarnar fór á hreindýr í fyrsta sinn nú í ár og lýsir æsispennandi veiði­ ferð fyrir lesendum Sportveiðiblaðsins.

20

Sjöfn Jóhannesdóttir, prestur á Djúpavogi, hefur veitt marga laxa en hún veiðir einna helst með eigin­ manni sínum, Gunnlaugi Stefánssyni. Sjöfn þykir mjög fiskin og hefur frá mörgu að segja.

48

Lárus Gunnsteinsson hefur veitt víða. Hann gerði við vöðlur veiðimanna lengi vel á Dun­ haganum og núna leigir hann nokkrar laxveiðiár.

Að auki: Stefán Jón Hafstein skrifar um þurrfluguveiði, veiðistaðalýsing í Tungufljóti, nýjar veiðimyndir, Ingvi Hrafn segir sína skoðun, ný matreiðslubók, á hreindýraveiðum með Maríu Gunnarsdóttur og margt, margt fleira.


Fólk & veiði

Laxarnir taka ekki fyrr en hálftíu

„Við eigum Dalsárósinn núna, það er töluvert af fiski hérna en ég held að laxinn taki ekki fyrr en um hálftíu, það er frekar kalt ennþá,“ sagði Lúther Einarsson er við hittum hann og Rögnvald Guðmundsson við Dalsárósinn í Víðidalsá í Húnavatns­ sýslu núna í lok ágúst. Þetta voru orð að sönnu hjá Lúther, fiskurinn tók rétt um hálftíu um morguninn. „Þetta var tveggja ára fiskur og hann var stutt á, sá hann aðeins, hann tók svakalega grannt,“ sagði Rögnvaldur er hann hafði misst lax rétt um tíuleytið og fiskurinn hélt áfram að taka grannt. Það kom ekki að sök, þeir félagar voru komnir með 25 laxa. Víðidalsá var að skríða í 1500 laxa. v

Laxá í Leirársveit

Hafliði Ragnarsson og Gunnlaugur Örn Valsson.

Alfreð S. Jóhannsson.


Ferðafélag Íslands www.fi.is | fi@fi.is | sími 568 2533

Hildur Hlín Jónsdóttir / hildur@dv.is

Skráðu þig inn – drífðu þig út


8 • Sportveiðiblaðið

Pétur Jóhann Sigfússon, stórleikari og einn dáðasti grínisti þjóðarinnar, er heltekinn af veiðidellu


Sportveiðiblaðið • 9 Fyrsti laxinn kom á flugu Það er tvennt sem einkennir marga karlkyns kvikmyndaleikara. Þeir eru lágvaxnir og höfuðið er hlutfallslega stærra en hjá flestum. Pétur Jóhann Sigfússon uppfyllir bæði þessi atriði. Hann er sennilega einn vinsælasti Íslendingurinn í dag. Hann er að leika í sjónvarpi, fyrir hvíta tjaldið, einn í standup, auglýsingar í massavís og svo er verið að gera þætti um hann og taka endalaus viðtöl. Jóhann Pétur kíkir í heimsókn til mín í Ármúlann og ég er búinn að kaupa viðurgjörning. Tvö dönsk vínarbrauð, eina karamelluköku og kanilsnúð. Við ætlum að tala um veiði. Ég sé Pétur Jóhann fyrir mér sem matmann og því eru kræsingarnar sýnilegar á borðinu. Þekkt trix úr spjallþáttum er að gefa gestum og áhorfendum bjór og vín til gera alla hressari – það er svo mikil þörf á hressleika. Ég er að nota kreppuútgáfu á þetta gamla trix. Enda þegar Pétur rennur inn á skrifstofuna horfumst við ekki í augu. Hann er límdur við dönsku vínarbrauðin. „Hva, er bara veisla?“ Hann tók.

Elliðavatn með afa Pétur Jóhann kynntist stangaveiði hjá afa sínum, Sigurði Kára Jóhannssyni, sem nú er látinn. „Blessuð sé minning hans,“ segir Pétur Jóhann. „Ég var mikið að þvælast með honum og veiða þegar ég var svona átta ára og fram á unglingsárin.“ Foreldrar Péturs Jóhanns skildu og hann flutti með móður sinni til Reykjavíkur ásamt bróður sínum en faðir hans flutti með tvo bræður þeirra á Vopnafjörð þar sem hann gerðist prestur á Hofi. „Mínar fyrstu veiðiminningar tengjast vötnunum í nágrenni Reykjavíkur. Ég fór mjög oft með afa upp að Elliðavatni. Stundum kom amma líka með. Þetta var töluvert ferðalag og bara eins og maður væri að fara út í sveit. Dáldið annað en í dag. Kallinn var mjög flinkur veiðimaður og veiddi iðulega vel. Afi var fyrrverandi sjómaður og starfaði svo sem verslunarstjóri í Bókabúð Æskunnar en var heltekinn af veiðidellu. Þetta var samt soldið spes þegar maður hugsar til baka. Afi óð með flugustöngina sína lengst út í vatn, eftir að hafa hjálpað mér með ABU-kaststöngina. Þar gat hann staðið allan daginn ef því var að skipta. Hann var alveg sjálfur sér nógur þegar hann var kominn út í. Af og til komu frá honum miklir reykjarbólstrar þegar hann fékk sér að reykja. Svo stóð hann bara og veiddi. Hann var þarna iðulega frá átta á morgnana til hádegis. Öll aksjónin fór fram úti í vatni og ég dáðist alltaf soldið að þessu.“ Pétur Jóhann leikur nánast allt sem hann segir. Hann rifjar upp glaðlegur á svip: „Það heyrðist aldrei orð í honum nema þegar afi setti í hann, þá sneri hann sér svona til hálfs í átt til lands og heyrðist í honum; „Hahh.“ Pétur Jóhann margleikur þetta. Eiginlega frá öllum hliðum og hlær alltaf á milli. Gamli maðurinn var greinilega með þessu að vekja athygli á að eitthvað væri að gerast en fannst samt of mikið að kalla: „Ég er með ´ann.“ Pétur Jóhann segir að í minningunni hafi þetta verið stórir fiskar og stundum mikið af þeim. Svo spyr hann: „Það er soldil kúnst að veiða þarna, er það ekki?“ Jú, ég held það og vitna til margnotaðrar klisju um að ýmsir kalli Elliðavatnið háskóla fluguveiðanna. „Já Sææææll, þá var afi lektor.“


10 • Sportveiðiblaðið Pétur Jóhann veiddi úr landi og skartaði bara sínum hefðbundnu Nokia-stígvélum. „Maður gat náttúrlega ekki vaðið neitt.“ Hann var ýmist með maðk og flot eða maðk og sökku. „Ég gat ekki kastað eins langt og afi. Stundum kom hann í land og kastaði fyrir mig. Þá fór þetta miklu lengra og hann vissi greinilega alveg hvar fiskurinn lá. Það var stundum sem ég veiddi fisk eftir að hann hafði kastað fyrir mig. Mér fannst það bara ekki alvöru. Ef hann kastaði þá var þetta náttúrlega hans fiskur. Ég hafði bara ekki þolinmæðina í þetta. Ég þurfti alltaf að vera að gera eitthvað og gat ekki bara beðið.“

Skorpuskorið franskbrauð með spægipylsu „Ég fékk aldrei fisk sjálfur í Elliðavatni, öll þessi ár. Enda fannst mér oftast meira varið í nestið en veiðina. Eftir að ég var búinn að kasta út og setja stöngina milli steina fór maður fljótlega að hugsa um eitthvað annað. Afi var alltaf með spægipylsubrauð og það sem var best var að hann skar skorpuna af. Það var svo gott að bíta í þessar brauðsneiðar og hann skar þær í flotta þríhyrninga og þetta var eiginlega eins og svona flottar snittur.“ Pétur Jóhann verður dreyminn á svipinn og hann kjamsar á danska vínarbrauðinu af meiri ákefð. „Ég fór alltaf í brauðið áður en eiginlegur kaffitími byrjaði. Það fór svolítið í taugarnar á honum. Það kom fyrir að ég var búinn með nestið þegar stutt var liðið á daginn.“ Pétur Jóhann og afi hans áttu góða tíma við Elliðavatnið. Pétur Jóhann lærði reyndar mikið af gamla manninum í veiðiskap, bæði góða siði og einnig lakari. Við komum að því síðar. „Afi var útpældur. Hann hnýtti sínar eigin flugur og ég man sérstaklega eftir einni þeirra sem var lítil nett púpa og hann skírði í höfuðið á ömmu. Þessi púpa heitir Ingibjörg. Ég man reyndar ekki hvernig hún lítur út.“ Pétur Jóhann átti lengi vel eintak af þessari púpu, en: „Því miður glataði ég henni.“

Tröllið á Þingvöllum „Við afi fórum líka oft í Þingvallavatn sem mér hefur skilist að sé frekar erfitt og dyntótt. Hann var kominn á aldur og það var líka ákveðið öryggi í að einhver væri með honum. Hann vílaði nú ekki fyrir sér að vaða fram og til baka. Vatnið er nú ekki auðvelt að vaða og fullt af hættulegum gjótum og það þurfti einhver að hafa auga með honum. Karlinn var líka kominn á þann aldur að hann þurfti ekki að borga, var kominn með ellilífeyriskort og alles upp á vasann. Við veiddum víða í þjóðgarðinum og líka utan hans. Svona spari þá fórum við á Lambhagann en svo átti afi leyfi í Mjóanesi og á þeim tíma fengu ekki margir að veiða þar.“ – En hvernig var það með Þingvallavatn, veiddirðu sjálfur eitthvað þar? „Já,“ segir Pétur Jóhann og lifnar yfir honum. „Þar fékk ég oft fiska. Til dæmis á Öfugsnáðanum sem við veiddum oft á. Ég var farinn að kasta flugu og flotholti á þessum tíma, eftir að hafa kvartað mikið við afa um maðkinn. Afi lét mig vera með langan taum, tvo til þrjá metra. Hann sagði því lengri þess betra. Þegar ég var kominn með þessar græjur var maður alltaf að gera eitthvað. Ég [ Texti: Eggert Skúlason Ljósmyndir: G. Bender og Karl Lúðvíksson ]

Rétta flugan skiptir miklu máli.

dró löturhægt inn og ég var að fá slatta af fiski með þessari aðferð. Sérstaklega man ég eftir flottum og stórum urriða sem ég fékk á Öfugsnáðanum. Það var stór fiskur.“ Jæja, loksins komnir í flotta aksjón, urriðarnir, sem veiðst hafa í Þingvallavatni, hafa verið metfiskar og dæmi um hreinar skepnur sem telja yfir 30 pund. Það verður gaman að heyra lýsingarnar af þessum bardaga, hugsa ég með mér. – Hvað var hann stór? Pétur Jóhann er kominn í stuð og andlitið verður íbyggið. „Hann var alveg tvö pund, svaka flottur, hálfgert tröll. Kannski hefur hann bara verið pund en í minningunni er hann alveg tveggja punda.“ Já! Boltafiskur? „Já sko, ég var búinn að vera að veiða bleikju í Elliðavatni og murtur í Þingvallavatni en þarna kom loksins einn stór.“ Pétur Jóhann er ánægður með þessa minningu. Það er gott. „Eftir þetta varð ég svolítið veikur fyrir Þingvallavatni og það minnkaði ekki eftir að afi kjaftaði sig inn á ábúendur í Mjóanesi. Afi komst á Lödunni alla leið út á tangann og við veiddum oft vel þar.“ – Var þetta Lada Sport? „Nei, þetta var Lada Safír, mjög fín. Við tókum einu sinni heilt sumar í að pússa hana upp, alveg niður í stál, og pensla hana svo með vinnuvélalakki. Það tókst vel hjá okkur.“


Hann hugðist kasta í hylinn við hólmann í straumvatnaskilin en ljóst fyrir lá og laxinn það sá, að línan fór beint upp í bylinn.

léttöl

Á sál hans kom svolítið rót er sendi loks öngul í fljót og eitthvað kom á’ann en aldrei ég sá’ann á botninum grófst hann í grjót. Þegjandi bölvaði því en þeytti út línu á ný sá stöngina svigna og stamaði „hrygna“ en upp kom þó einungis slý.

Fáðu þér við ána – einn í tána!


12 • Sportveiðiblaðið

Pétur kominn á bragðið.

Engar upplýsingar gefnar „Eftir því sem ég varð eldri fór ég að njóta þessara ferða okkar með öðrum og fjölbreyttari hætti. Bæði hafði ég gaman af veiðinni en svo fór ég líka að stúdera afa sem persónuleika. Hann var virkilega spes og ég hafði mjög gaman af að sökkva mér í að fylgjast með karlinum. Til dæmis ef einhverjir komu og spurðu hvernig gengi þá fannst honum það bölvaður dónaskapur. Hann var svo spes með allt. Það kannski kom veiðimaður og spurði: „Ertu að fá eitthvað?“ þá gerði hann sér alltaf upp heyrnarleysi og svaraði bara með „haaaa?“ Og ég man einu sinni eftir á Öfugsnáðanum, þá komu tveir veiðimenn og byrjuðu á að spyrja: „Hvernig gengur? Ertu búinn að fá eitthvað?“ Þá kom: „Haaa, það er eitthvað lítið.“ Samt var karlinn kominn með fullt af fiski í svartan ruslapoka sem hann var með á sér. Svo klikkti hann út með: „Það er ekkert að hafa hérna.“ Honum fannst fólki bara ekki koma við hvort hann væri að fá eitthvað eða á hvað hann væri að veiða. Hann laug því alltaf og gerði mér grein fyrir því að svoleiðis ætti þetta að vera. Það var svona pínu Georg í honum hvað þetta varðar.“ – Og hvað, lýgur þú alveg miskunnarlaust að veiðifélögunum þegar þú ferð að veiða? Síminn hringir. Pétur Jóhann segir: „Ég verð að svara þessu.“ Held að hann hafi verið pínu feginn. Síðasta spurningin var frekar snúin miðað við það sem sagt hafði verið á undan. Pétur Jóhann er að undirbúa tökur á Fangavaktinni. Hann á langar umræður í símann um

búninga og texta og sitthvað fleira sem leikarar þurfa að vera uppteknir af. Ég spyr aftur. Hann verður kyndugur á svip. „Maður lýgur ekki að veiðifélögunum, en spurning hvað maður segir hinum.“ Hann svarar þessu ekkert frekar. Við tók tími í lífi Péturs Jóhanns sem margir veiðimenn þekkja. Unglingsárin ásamt sumarvinnu gerðu það að verkum að hann fjarlægðist veiðina. Hann fór í sveit í Skagafirði nokkur sumur á bænum Uppsölum og líkaði vel. Stundum var farið að kasta í Héraðsvötnin. „Ég reyndi stundum en fékk ekkert. Eina veiðin þarna var nú bara í skjóli myrkurs. Stundum var farið með net á kvöldin og svo var þetta borið inn í bölum. Mikið af stórum og flottum fiski.“ Pétur Jóhann var ekki upplýstur um þetta allt og hann minnist fyrsta morgunsins þegar bali fullur af fiski var á gólfinu. „Hver veiddi þetta allt?“ spurði okkar maður. „Ég fékk þetta í gærkvöldi.“ Svo var það ekki rætt í neinum smáatriðum. Síðar meir lagði hann saman tvo og tvo og áttaði sig á þessari aðferð. Við tók svo vinna í BYKO sem alþjóð hefur heyrt um og þá voru starfsmannafélagsveiðitúrar farnir í Veiðivötn sem Pétur Jóhann fór stöku sinnum í. Þá voru farnir nokkrum sinnum í gegnum árin fjölskyldutúrar í leit að silungi á Arnarvatnsheiði. Allt þetta fannst okkar manni hið huggulegasta sport og hafði gaman af. Það var hins vegar alltaf soldið bras að fara í þessar ferðir. Hann átti engan veiðibúnað og þurfti að fá þetta allt


Góðar vörur fyrir veiðina

VEIDDU! VÍK

Verð peysa: 13.500 kr. Verð buxur: 10.800 kr.

POWER STRETCH® NÆRFÖT Vík er aðsniðin nærfatnaður úr Polartec® Power Stretch® flísefni sem teygist á fjóra vegu og þornar einstaklega fljótt. Peysan er með rennilás að framan sem gefur kost á smá kælingu. Frábær nærfatnaður í veiðina sem heldur þér þurrum/þurri.

BÁSAR

VÍK hanskar

Merino ullarnærföt

***********

Kláðafrí ull!

***********

Verð bolur: 9.800 kr. Verð buxur: 8.600 kr.

FISHERMAN sjóara taska

• 90 ltr. •

Mjúkir & hlýir

Verð: 5.700 kr.

Vatnsheldur Rykheldur

Verð: 19.800 kr.


14 • Sportveiðiblaðið lánað og hann snerti aldrei annað en kaststöng í þessum ferðum. Það var hins vegar ekki fyrr en eftir aldamót sem á ný dró til tíðinda.

Hítará heillar „Ég var að vinna í Strákunum á Stöð 2 þegar Kristófer Dignus, pródúsent að þáttunum, drífur mig í veiði upp í Hítará. Það datt einhver úr skaftinu í hollinu sem þeir voru að fara í. Hann sagði að ég kæmi bara með og það varð úr. Ég fékk lánaðan komplet veiðigír frá félaga mínum. Flugustöng og galla og allt sem þarf. Það varð ekkert öðruvísi en svo að ég varð alveg veikur. Ég hef farið fjóra veiðitúra í Hítará en aldrei fengið fisk þar.“ Pétur Jóhann hlær og horfir í ásökunartóni á segulbandið sem mallar á milli okkar. „En alltaf gaman. Þetta er sparitúrinn minn. Glæsilegt veiðihús, góður hópur og allur pakkinn. Í fyrra tókum við konurnar með og það lukkaðist afar vel. Allir fengu eitthvað – nema ég. Meira að segja hún Sigrún, konan mín, kom upp í á í fyrra, degi á eftir mér og var að fara í sinn fyrsta veiðitúr. Þegar hún kom var ég staddur í Langadrætti og var þar að kasta rauðri Frances. Ég var búinn að græja stelpuna upp og lána henni stöngina. Ég sýndi henni svona rétt si svona handtökin, rölti svo upp á bakka og fékk mér einn kaldan og fór að horfa á hana kasta. Hún var búin að kasta nokkrum sinnum þegar hún lítur til mín og kallar: „Hvað á ég að gera?“ Stöngin var kengbogin. Ég öskraði á móti:

„Lyftu stönginni.“ Mér láðist að segja: „Lyftu henni hægt.“ Hún kippti stönginni upp og reif út úr honum. En þetta er meira en ég hef nokkurn tíma gert þarna. Ég hef aldrei sett í fisk í Hítará. En Sigrún er greinilega með natúral veiðieðli og ég hlakka til að sjá það betur í sumar. Það bara leiðinlegt að hún skyldi ekki ná þessum. Ég bjóst ekkert við að hún myndi setja í fisk þannig að ég var ekkert búinn að útlista fyrir henni hvernig hún ætti að taka á því. Það var ekkert inni í myndinni.

Þrjóskaðist með flugustöngina – Hefurðu aldrei fengið neitt? „Hvers konar dónaskapur er þetta?“ Spyr einhver karakter sem ég þekki ekki. „Jú, ég fékk minn fyrsta lax í Rangánum sumarið 2006. Ég hefði sjálfsagt fengið hann fyrr nema ég þrjóskaðist við og neitaði að veiða á neitt nema flugu. Strákar í Hítarárhópnum vildu meina að ég ætti að nota maðkinn þar sem það væri leyft. Þá væru meiri líkur á að ég næði maríulaxinum. Ég hélt nú ekki. Og bara barði með flugustönginni. Svo hringdi Kalli Lú í mig og bauð mér í þáttinn Veitt með vinum. Ég var til í að við skelltum okkur í Rangárnar. Við vorum búnir að vera heila helgi og allir búnir að fá eitthvað nema ég, nema ég. Kalli var búinn að veiða nokkra og það var ekki fyrr en á síðustu metrunum á síðustu vaktinni sem ég náði að setja í fisk með aðstoð veiðivarðar sem kom aðvífandi og hjálpaði mér.

Hefur þú skaðast í slysi? EFLIR al m an n ate ng s l / H N OTS KÓ GUR gr afís k h ö n nu n

Slys geta gerbreytt aðstæðum í lífi okkar allra. Erfiðleikarnir geta verið líkamlegir, sálrænir, félagslegir og fjárhagslegir. Hringdu þá í okkur hjá Fulltingi. Við erum sérfræðingar á þessu sviði og útskýrum rétt þinn á mannamáli. l Það kostar þig ekkert að kanna rétt þinn á bótum! l Þér er velkomið að hafa samband hvenær sem þér hentar.

Hringdu vinsamlega í síma 533 2050 eða sendu okkur tölvupóst: fulltingi@fulltingi.is Suðurlandsbraut 18 • 108 Reykjavík • www.fulltingi.is • fulltingi@fulltingi.is


Sportveiðiblaðið • 15 – Hvað heitir þessi staður? „Mér skilst að þetta sé nokkuð fengsæll staður. Það er þarna löng, bogadregin beygja á ánni og þú kastar einhvern veginn upp í þetta og lætur línuna leka einhvern veginn undir bakkann. Það er soldið brattur bakki þarna. Fattaru hvaða staður þetta er?“ – Nei. „Nú, átt þú ekki að þekkja þetta allt?“ – Fyrirgefðu. „Já, þetta er nú bara ekki nógu gott hjá þér. Menn, sem gefa sig út fyrir að taka viðtöl við alvöruveiðimenn í svona flott veiðiblað, verða að hafa þessa hluti á hreinu. Ég mun kvarta undan þessu við Gunnar Bender.“ – Já, mér þykir þetta leitt. „Það er engin afsökun.“ Þó svo að Pétur Jóhann sé ósáttur er ákveðið að halda áfram. „Ég verð greinilega að tala við þig eins og smábarn og útskýra þetta allt í drep.“ Ég gengst undir það. „Ég sá nú ýmislegt furðulegt í Rangánum. Veiðiverðirnir voru oft að veiða fyrir útlendingana sem sátu bara inni í bíl og komu svo kjagandi þegar búið var að setja í fisk. Þetta er náttúrlega ekki veiðiskapur. Við horfðum á þetta í eitt skipti. Veiðivörður með þrjá Spánverja kom keyrandi að hyl og hann fór út en þeir sátu áfram í bílnum. Hann óð út í og kastaði nokkrum sinnum. Svo kom allt í einu hátt blístur og þá fór einn út. Hann tók við stönginni og þá komu hinir. Eftir smástund missti hann fiskinn. Það var nánast í löndun. Þeir löbbuðu aftur í bílinn og veiðivörðurinn fór að kasta. Þetta fannst mér skrýtið.“

Borgun er eina fyrirtækið á landinu sem býður heildarlausn í færsluhirðingu. Fyrirtæki sem eru með öll kortaviðskipti hjá Borgun njóta betri kjara og fá betri yfirsýn yfir tekjur með einu uppgjöri fyrir öll kortaviðskipti. Með Borgun tekur þú við öllum kortum.

AUÐVELDAR VIÐSKIPTI Ármúla 30 • 108 Reykjavík Sími 560 1600 • www.borgun.is

Ólafur Ragnar fulltrúi margra Mér leikur forvitni á að vita hvort ekki hafist gefist gott tækifæri til silungsveiða í Bjarkalundi þegar tökur stóðu yfir á Dagvaktinni. Í ljós kom, sem engum þarf að koma á óvart, að Georg Bjarnfreðarson fór nokkrum sinnum en Ólafur Ragnar komst bara einu sinni. „Ég fékk ekki neitt,“ segir talsmaður Ólafs Ragnars. Við vendum okkar kvæði í kross og spyrjum áleitinnar spurningar um Ólaf Ragnar og Guggu. Í fyrstu skiptin sem þau voru saman, Gugga og hann, fannst Ólafi Ragnari þetta gott? Pétur Jóhann lítur forviða á mig. „Nei. Alls ekki.“ Það er hneykslunarsvipur í augnaráðinu. Það á ekki að djóka með þetta, greinilega. Ég ákveð að nota ekki uppáhaldssetningu Guggu heitinnar, gott í kroppinn. „Sko, Ólafur Ragnar er ekki kynlífshneigður maður. Ég sá alltaf fyrir mér að hann hefði einhvers staðar orðið fyrir einhvers konar kynlífsreynslu og bara ekki fílað það. Sko, fyrst þú ert að velta þessu fyrir þér þá vil ég benda þér á að skoða þættina. Eftir fyrstu nauðgunina verður Ólafur Ragnar beygður maður. Hann er það í raun alla seríuna eftir að þetta byrjar. Það er allt tekið af honum, bíllinn, sígaretturnar, starfið og launin. Svo er hann sendur út í Buffalo-skónum sínum sem eru í uppáhaldi hjá honum, AÐ TÍNA UPP PLASTFLÖSKUR. Svo kemur þarna kona sem nauðgar honum.“ – Hvað nauðgaði hún honum oft, heldurðu? „Það var býsna oft.“ Pétur Jóhann horfir ásakandi á mig. Honum er ekki skemmt. Honum finnst vænna um þessa


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.