Page 1

Málgagn veiðimanna – 2. tbl. – 27. árgangur 2008 – Verð kr. 899.- m/vsk.

Bíóbræðurnir

Dagvaktin á veiðum

Hafa ekki sleppt mörgum í sumar

Auður með maríula xinn


byssur & skot – topp gæði – botn verð

veiðideild - opið 7 daga vikunnar Húsgagnahöllinni, Bíldshöfða, sími 585 7239. Lindir, Skógarlind 2, sími 585 7262


Sportveiðiblaðið • 5

Veiðispjall

Einu besta laxveiðisumri fyrr og síðar er lokið. Sextíu og átta þúsund laxar veiddust og met var sett í mörgum veiðiám. Blikur eru á lofti með verð á veiðileyfum næsta sumar og verður fróðlegt að sjá hvað gerist næstu vikurnar. Þrátt fyrir þennan góða gang í laxveiðinni má búast við að veiðileyfi lækki í verði næsta sumar. Þeir ­fengu flest­ir vel í soð­ið sem eitt­hvað ­fóru til ­veiða ­þetta sum­ar­ið, það var mok­veiði á tíma­bili og marg­ar kist­ur eru full­ar af ­fiski. ­Sama mo­kið var í Rang­ án­um dag eft­ir dag og ­ekki ­þótti ­neitt stór­mál þó að veiði­menn ­væru að fá ­þetta 20–30 l­axa á dag. Bleikju­veið­in var að­eins ­betri en fyr­ir ári síð­an og því ­fagna veiði­menn veru­lega, fisk­ur­inn er ­stærri og ­vænni. Ein bleikju­á er þó enn­þá í vand­ræð­um og það er Eyja­fjarð­ará, þar sem lít­ið veið­ist af þess­um skemmti­ lega ­fiski. Áin má ­muna sinn fíf­il ­fegri og það ­sama má

Málgagn veiðimanna – 2. tbl. – 27. árgangur 2008 – Verð kr. 899.- m/vsk.

Bíóbræðurnir

Hafa ekki sleppt mörgum í sumar

s­ egja um dýr­ustu lax­veiði­á lands­ins, Lax­á á Ásum. Leið­ sögu­mað­ur, sem ég ­ræddi við ­núna þeg­ar ­hausta tók, ­sagði að ­ekki ­væri mik­ill lax í Lax­á á ­Ásum og stakk upp á því að ­kvóti ­yrði sett­ur á ána, STRAX. ­Þetta ­gengi ­ekki leng­ur ­eins og hann ­sagði, fisk­in­um hef­ur stór­fækk­að í ánni. Það verð­ur að ­gera eitt­hvað nú þeg­ar. Gunnar Bender Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu höfum við ákveðið að gefa Sportveiðiblaðið aðeins út í tveimur tölublöðum í ár þrátt fyrir fyrri áætlanir. En svona útgáfa byggist fyrst og fremst á auglýsingatekjum og sá markaður er í algeru lágmarki nú. Áskrifendur geta leitað til Veiðiútgáfunnar og fengið leiðréttingu á áskriftargjaldi.

8

Bíóbræðurnir Gunnar og Magnús Gunnarsynir eru í viðtali við Sportveiði­blaðið. Þeir hafa mjög ákveðnar skoðanir á ýmsu sem viðkemur stangveiði og deila þeim með lesendum.

Dagvaktin á veiðum

Auður með maríulax inn

Útgefandi og dreifing: Veiðiútgáfan ehf. Sími: 588-5020, Hamraborg 5, 200 Kóp. Ritstjóri og ábm.: Gunnar Bender Prófarkalestur: Helgi Magnússon Útlit og umbrot: Origami ehf. Litgreining: Litmyndir ehf. Prentun og bókband: Ísafoldarprentsmiðja Forsíðumyndina tók Gunnar Bender af Gunnari og Magnúsi Gunnarssonum.

24

Sagt frá aldeilis ótrúlegri veiðiferð í Hvolsá og Staðarhólsá þar sem sex maríulaxar voru dregnir á land.

G. Bender

20

Við slógumst í för með þeim Jóni Gnarr og Pétri Jóhanni þegar þeir fóru á veiðislóðir í Kiðafellsá í Kjós fyrr í sumar og mynduðu þá í bak og fyrir. Þeir fengu fiska, lax og urriða.

70

Hann hefur víða veitt hann Guðni Eyjólfsson, en hann varð 92 ára á þessu ári og í sumar veiddi hann feikna vel í Andakílsá.

Að auki: Ástþór Jóhannsson, Skotveiðar í Svíþjóð, Pistlar frá Hjálmari Árnasyni, Opna Reykjavíkurmótið í skotfimi, Boltahængur úr Svalbarðsá og margt, margt fleira.


6 • Sportveiðiblaðið

Veiddu með hjart­anu Í minn­ingu Mel Krie­ger

­ eiddu með hjart­anu V - ­sagði mað­ur­inn sem ­kenndi mér að ­kasta ­flugu. Ég ­spurði hvað hann ­ætti við og hann svar­aði mér góð­lát­ lega. „Því verð­ur þú að kom­ast að sjálf­ur“. Mel Krie­ger, meist­ari meist­ar­anna í flugu­köst­um, er all­ur. Hann lést á heim­ili ­sínu í San Frans­isco sjö­unda okt­ób­er síð­ast­lið­inn eft­ir s­ tutta bana­legu. Fyr­ir mörg­um ár­um stóð ég að gerð sjón­varps­þátta um flugu­veiði. Ég ­hafði þá ný­ver­ið kom­ist yf­ir ­eitt af mörg­um frá­bær­um kennslu­mynd­bönd­um Mel Krie­ger og hrif­ist af því sem ég sá og ­heyrði. Úr varð að Jó­hann­ es Guð­munds­son, vin­ur minn, sem ­lagði mér lið við gerð þátt­anna ­hafði sam­band við Mel með það fyr­ir aug­um að ­bjóða hon­um til lands­ins að ­veiða og fá hann í leið­inni til að ­koma fram í ein­um af þátt­un­um. Mál­ið var auð­sótt og ­komu Mel og veiði­fé­lagi hans og vin­ur til ­margra ára til lands­ins í byrj­un ág­úst­mán­að­ar. Leið­in lá aust­ur í Land­brot að ­veiða sjó­birt­ing. ­Þeir fé­lag­ar ­dvöldu með okk­ur í ­viku og tek­ið var upp ­efni í ­einn sjón­varps­þátt. Að fá að kynn­ast Mel út við á í nokk­urra ­daga veiði­ferð var æv­in­týri í ­sjálfu sér. ­Snilli hans með flugu­stöng var eitt­hvað sem ég ­hafði aldr­ei áð­ur upp­lif­ að. Mel miðl­aði okk­ur af ára­tuga ­reynslu ­sinni sem kast­kenn­ari og ­gerði það af eðl­is­lægu lít­il­læti, full­kom­ lega ­laus við al­genga fylgi­fiska þess að ­vera þekkt­ur. Í ­raun varð vik­an ein stór kennslu­stund í flugu­köst­um. Á ­milli þess sem hann ­sneið af okk­ur ag­nú­ana með af­ar af­ger­andi ­hætti og ­kenndi okk­ur velti­kast, spey­kast og

snákakast ­sagði hann okk­ur sög­ur af veiði­mönn­um og uppá­kom­um úr hundr­uð­um veiði­ferða. Vina­sam­band Mel og Pet­er var al­veg ein­stak­lega skemmti­legt. Sam­mála um það ­eitt að ­vera ósam­mála löbb­uðu vin­irn­ir ­eins og göm­ul hjón á ­milli veiði­staða full­ir þakk­læt­is fyr­ir líð­andi stund. Ég ­trúi að ég ­hafi aldr­ei hleg­ið ­meira á ­einni ­viku en ­þeirri sem ég ­átti með ­þeim fé­lög­um. Mel var ­alla tíð tals­mað­ur þess að ­hlífa fiski­stofn­um með því að ­sleppa ­þeim eft­ir við­ur­eign og reynd­ar ­einn af höf­und­um þeirr­ar að­ferð­ar. Við tók­umst á um að­ferða­ fræð­ina en ­eins og bú­ast ­mátti við af Mel ­virti hann að ­fullu skoð­an­ir mín­ar um hóf­sama ­veiði. Á ­móti hélt hann fræð­andi fyr­ir­lest­ur um upp­bygg­ingu arg­en­tísku sjó­birt­ ing­sánna sem hann ­þekkti af­ar vel eft­ir ára­tuga heim­ sókn­ir til Suð­ur-Am­er­íku með við­skipta­vini. Dag­inn eft­ir að mér barst til­kynn­ing um lát Mel Krie­ger ­lagði ég ­leið ­mína aust­ur í Land­brot. Það var góð­ur stað­ur að ­fara á og minn­ast ­þessa ­góða drengs. Mér eru ein­stak­ lega minn­ist­æð orð Mel þeg­ar hann ­sleppti gull­fal­leg­um stór­um sjó­birt­ingi efst í Gren­læk. Hann sá það sem ég var ­ekki al­veg bú­inn að með­taka, ómet­an­leg verð­mæt­ in sem ­liggja í ósnort­inni nátt­úru og heil­brigð­um fiski­ stofn­um. Þeg­ar Mel og Pet­er ­veiddu árn­ar í Land­broti var stað­an fyr­ir aust­an ekk­ert til að ­hrópa ­húrra fyr­ir og ­ekki er hægt að ­segja að hún ­hafi batn­að síð­an. ­Þeirri hug­mynd hef­ur af og til skot­ið upp­í ­huga mér að ­stofna sam­tök um vernd­un sjó­birt­ings­ins í Vest­urSkafta­fellsýslu. Ef af verð­ur mun það ­verða gert í minn­ ingu Mel Krie­ger. ­Pálmi Gunn­ars­son


8 • Sportveiðiblaðið

Bíó­bræð­urn­ir Gunn­ar og Magn­ús Gunn­ars­syn­ir:

Færum seint af stað í veiðiferð

til að henda öllum aflanum!


Sportveiรฐiblaรฐiรฐ โ€ข 9


10 • Sportveiðiblaðið

Tví­bur­arn­ir Magn­ús og Gunn­ar Gunn­ars­syn­ir eru mikl­ir veiði­menn í orðs­ins ­fyllstu merk­ingu. ­Þeir ól­ust upp í veiði­skap og hann er ­þeim í blóð bor­inn. ­Þeir eru allt í senn, afla­menn, sport­veiði­menn, nátt­úru­börn og keppn­is­menn. ­Þetta er mik­ill hræri­graut­ur en all­ir þess­ir eig­in­leik­ar spegl­ast í þeim. ­Þeir eru ­líka menn ákveð­inna skoð­anna og ­þeim þyk­ir t.d. „reglu­gerða­farg­anið“ kom­ið út fyr­ir öll skyn­ sem­is­mörk. Það er því hress­andi að setj­ast nið­ur með ­þeim og ­ræða um veiði­skap og um­gjörð hans hér á ­landi nú og fyrr­um. Virki­lega skemmti­legt að ­heyra ­þessa ­miklu afla­menn ­gera upp skoð­an­ir sín­ar og við­horf. ­Þeir bræð­ur eru ­ekki „gaml­ar kemp­ur“, ríf­lega fer­tug­ir, en ­eiga samt lang­an veiði­fer­il að baki. ­Þeir ól­ust upp á Garða­holti í Garða­bæ þar sem karl fað­ir ­þeirra ­gerði út trillu á grá­ sleppu. ­Nýttu ­þeir bát­kost­inn til skaks og ­seinna sjó­stanga­veiða. ­Fundu með­al ann­ars stór­ lúðumið úti fyr­ir Vatns­leysu­strönd. Þá ­voru ­þeir farn­ir að ­bauna á ­máva í fjör­unni 10–11 ára gaml­ir. 15–16 ára ­voru ­þeir farn­ir að ­stunda vötn­in og byrj­uðu eðli­lega í Víf­ils­staða­vatni og síð­an lá leið­in í Með­al­fells­vatn­ið sem ­þeir stund­uðu mik­ið á sín­um tíma. Lax­veið­in kom ­ekki til skjal­anna fyrr en ár­ið 1985 en þá ­voru ­þeir farn­ir að ­reka sam­an mynd­banda­leigu. ­Einn af við­skipta­vin­um ­þeirra kom oft og talaði aldr­ei um ann­að en lax, lax, lax og aft­ur lax. ­Þetta var eng­inn ann­ar en Snæ­björn Kristjáns­son sem var um ára­bil ­einn ­allra afla­sæl­asti veiði­mað­ur lands­ins og sér­stak­ur snill­ing­ ur í ­hinu svo­kall­aða sjón­rennsli með ­maðki. Full­yrða ­þeir bræð­ur að eng­inn hafi, ­hvorki fyrr né síð­ar, staðist hon­um snúng­ing í ­þeim fræð­um ­enda ­naut hann leið­sagn­ar föð­ur sins, Kristjáns í Krist­al, sem var goð­sögn í lif­anda lífi. Snæ­björn ­þurfti ­ekki að ­hræra ­lengi í tví­ burun­um og 1986 ­höfðu ­þeir ­keypt sér ­daga í byrj­un ­júlí í Norð­ur­á með Snæ­birni.

Halda á þér hita í vöðlunum

Hlý flísnærföt og micro dry nærföt 3.900 kr parið

Icefin

Nóatúni 17 Sími 534-3177 www.icefin.is


Sportveiðiblaðið • 11

Maggi, Gunni og Sturla Pétursson með flotta veiði úr Ytri-Rangá.

Tvær stang­ir í þrjá daga. „Ég man vel eft­ir þess­um túr. Við feng­um 22 ­laxa og feng­um báð­ir mar­íu­lax­ana. ­Magga lax var frek­ar sér­ kenni­leg­ur. ­Snæi var með okk­ur í Hraun­boll­un­um og sigt­aði út þrjá eða ­fjóra ­laxa og ­Maggi ­renndi að ein­um ­þeirra. ­Snæi var á hött­un­um og ætl­aði að ­renna að ­næsta ­laxi en ­Maggi ­mátti þá ­ekki ­taka á sín­um ­laxi fyrr en ­Snæi ­væri bú­inn að ­setja í ann­an lax. ­Þetta fór ­ekki bet­ ur en svo, að lax­inn hans ­Magga ­gleypti líka maðk­inn hjá ­Snæja og ­þeir ­fóru að ­toga hvor á ­móti öðr­um,“ seg­ir Gunn­ar og Magn­ús botn­ar ­þetta: „Hann var veru­ lega feig­ur, ­þessi 5 pund­ari, með tvo maga­gleypta ­öngla á 40 ­punda lín­um of­an í sér, en ég fékk lax­inn skráð­an á mig ­vegna þess að maðk­ur­inn minn var ­dýpra of­an í lax­in­um! ­Gunni fékk svo mar­íu­lax­inn sinn við Króks­ brú.“ Kapp hef­ur fylgt ­þeim bræðr­um á veið­um ­alla tíð og ­þeir eru þekkt­ir fyr­ir að ­veiða mik­ið. ­Þeir ­hafa lít­ið gef­ið sig út fyr­ir ­seinni ­tíma fyr­ir­bæri ­eins og „­veiða-­ sleppa“ og ­veitt í góð­um ám á góð­um ­tíma og ­veitt mik­ið. Það kem­ur því ­eitt og ann­að á ­óvart þeg­ar ­þeir eru spurð­ir út í þ ­ essi mál. „­Þetta er al­veg rétt, við höf­um ­veitt af mik­illi kapp­ semi, en á ­sama tíma höf­um við ver­ið ró­legri í tíð­inni en marg­ur held­ur. Við höf­um oft haft það þann­ig að ­fara ­ekki út fyrr en klukk­an níu eða svo og höf­um raun­ar lít­ið gert að því að ­vera á klukk­unni um sex­leyt­ið og

til­bún­ir við hyl­inn klukk­an sjö. Við höf­um ­líka oft og iðu­lega ver­ið fyrst­ir inn á kvöld­in. Veiði­fé­lag­ar okk­ar ­hafa oft haft ­þetta á orði. Það breyt­ir því ­ekki að kapp­ið hef­ur allt­af fylgt okk­ur þó að við sé­um í ­raun ­ekki að ­keppa við veiði­fé­laga okk­ar. Höf­um ver­ið ­meira að ­keppa við okk­ur ­sjálfa. En síð­an gerð­ist það fyr­ir svona þrem­ur ár­um að við vor­um sam­ mála um að nóg væri kom­ið.Það má eig­in­lega ­segja að við hefð­um vakn­að upp við það að við vær­um bún­ir að ­veiða yf­ir okk­ur. Við, sem höfð­um ­veitt ­heilu og ­hálfu sumr­in, minnk­uð­um veru­lega við okk­ur. Adr­ena­lín­ kikkið, sem áð­ur var svo gef­andi, var ­ekki að ­gera sig leng­ur. En nú, eft­ir að ­þetta er aft­ur orð­ið í hóf­leg­um mæli, verð­ur ánægj­an ­meiri af veið­un­um. Nú för­um við að ­veiða á öðr­um for­send­um.“ Hvað hald­ið þið að ­hafi ­breytt ­þessu og hverj­ar eru ­nýju for­send­urn­ar? „­Ekki gott að ­segja með hug­ar­fars­breyt­ing­una, ­kannski er það ­bara ­þessi gíf­ur­legi er­ill sem við er­um bún­ir að fá nóg af. Við höf­um horft upp á það hjá öðr­um, og ör­ ugg­lega ver­ið oft þann­ig sjálf­ir, að menn ­veiða ­eins og í ak­korði og ­halda að ­þeir ­verði að berj­ast í ­þessu í tólf ­tíma af því að veiði­leyf­ið er svo dýrt. Við er­um ­líka í ­raun bún­ir að fá okk­ur full­sadda af þó ­nokkru sem fylg­ ir veið­inni. Það eru til dæm­is ­þessi enda­lausu boð og bönn. Það er allt­af að bæt­ast eitt­hvað við. Það er nú þann­ig að við höf­um allt­af ver­ið hlynnt­ir skyn­sam­legri


12 • Sportveiðiblaðið

Tekist á við lax í Leirvogsánni.

nýt­ingu. Það eru mörg ár síð­an við fund­um upp á því hjá sjálf­um okk­ur að ­sleppa legn­um hrygn­um á haust­in. Við höf­um ­líka bent mönn­um á vernd­un­ar­mögu­leika. Við veidd­um t.d. um ára­bil í Lax­á í Kjós og það vor­um við bræð­ur sem bent­um leigu­tök­um ár­inn­ar á að það ­væri ef til vill snið­ugt að ­friða Þóru­foss og gljúfr­ið. Það var eng­in ­hemja hvern­ig menn not­uðu Þóru­foss­inn ef það var lít­ið vatn í ánni, þá ­bara ­sátu menn þar og ­tóku 15 ­laxa á maðk­inn. Ann­að gott ­dæmi er að veiði­stað ­eins og Lang­hyl í Lax­á á ­Ásum ­mætti og ­ætti að ­friða. Við er­um sem sagt til­bún­ir að ­kyngja ­ýmsu og ­virða margt en þá ætl­umst við ­líka til þess að allt sé gert af heil­ind­um og menn séu sjálf­um sér sam­kvæm­ir. Við nefn­um eng­in nöfn í því sam­bandi en höf­um því mið­ur séð of mik­ið af ­hinu gagn­stæða því að ­þeir sem tal­a fyr­ir ákveðn­um boð­um og bönn­um í veiði­ám, sem ­þeir ­hafa hags­muna að ­gæta í, ­fara síð­an til ­veiða í öðr­um ám og ­hafa þá ­gleymt ­öllu sem ­þeir ­hafa tal­að fyr­ir á öðr­um vett­vangi. Það er ­eitt að ­hafa sann­fær­ingu en menn ­verða þá að v­ era trú­ir s­ inni sann­fær­ingu. Menn ­kaupa veiði­leyfi þar sem dag­ur­inn kost­ar á ann­að hundr­að þús­und en svo fylg­ir lang­ur ­listi yf­ir það hvað má ­ekki gera, hvað má ­nota sem agn, hvað má ­drepa ­marga ­fiska og það síð­asta sem ­manni dett­ur til hug­ar er að sett­ur sé ­kvóti á hvað ­megi ­veiða og ­sleppa mörg­um löx­um. En af því að þú spurð­ir út í nýj­ar for­send­ur þá eru þær senni­lega bara of­ur ein­fald­lega að stanga­veiði er fyrst og síð­ast ­leið til að kom­ast út í nátt­úr­una og ­njóta þar hvíld­ar og af­þrey­ing­ar en einn­ig að fá að ­eiga þær stund­ir sem okk­ur finnst ­fylgja veiði­mennsk­unni þeg­ar veiði­gyðj­an skammt­ar mönn­um vel og menn ­lenda í göng­um og öðr­um óvænt­um uppá­kom­um sem fá blóð­

ið til að ­renna hrað­ar. ­Enda höld­um við að það sé það sem sann­ur veiði­mað­ur sæk­ist allt­af eft­ir. En þar sem veiði­mennsk­an er svo marg­slung­in ­geta þær stund­ir þar sem fá­ir fisk­ar fást ver­ið al­veg jafn eft­ir­minni­leg­ar og þeg­ar hið gagn­stæða ger­ist. ­Þetta er allt­af spurn­ing um að menn ­leggi sig 100 % fram í því sem ­þeir eru að ­gera og nái ­þeim ár­angri sem mögu­leg­ur er ­hverju ­sinni. Við ­bara njót­um okk­ur bet­ur og tök­um líf­inu með ­meiri ró en áður.“ Ef við skoð­um ­þetta nán­ar með ­kvóta, ­veiða-­sleppa og regl­ur á regl­ur ofan.... „Við fell­um okk­ur al­ger­lega við skyn­sam­lega ­kvóta ef sýnt er fram á að ­þeir séu nauð­syn­leg­ir. Það er til dæm­ is mik­ill mun­ur á Norð­ur­á og segj­um Kross­á á Fells­strönd. Þar mynd­um við ­halda að það ­væri vel hægt að ­stúta líf­rík­inu með óhóf­leg­um veið­um og þar mynd­um við ­halda að skyn­sam­legt væri að ­setja skyn­sam­lega ­kvóta. En við höf­um sterk­ar skoð­an­ir á því að ­veiða og ­sleppa. Í mörg­um til­vik­um telj­um við hrein­lega ­vera um villi­ mennsku að ræða. Menn ­halda ­bara að af því að lax­inn sé með kalt blóð þá sé það bara í ­lagi að ­henda hon­um út í vatn­ið aft­ur þar sem hann bíð­ur eft­ir því að ­vera veidd­ur aft­ur og ­kannski aft­ur og aft­ur. Við skilj­um ­kannski ekki til­finn­ing­ar ­fiska en ­þetta finnst okk­ur ­ekki boð­legt. ­Þetta er eng­in með­ferð á fisk­in­um. Það ­hafa all­ir ­heyrt um að dauð­þreyta fisk. Það heit­ir að dauð­þreyta ­vegna þess að fisk­ur­inn er kom­inn yf­ir strik­ið þeg­ar hann er dauð­þreytt­ur. Menn ­eiga það til að ­hanga yf­ir löx­um lang­tím­um sam­an til að ­koma ­lífi í þá aft­ur og ef skil­ yrð­in til slíks eru ­ekki hundr­að pró­sent þá get­ur það ein­fald­lega far­ið á þann veg að lax­inn ­bara deyr. Við höf­um oft ­heyrt menn ­lýsa því þeg­ar ver­ið er að ­sleppa


14 • Sportveiðiblaðið löx­um í ­heitu ­veðri og vatns­leysi. Þá eru dauð­ir lax­ar ­víða í án­um því að það er súr­efn­is­skort­ur og lax­inn þol­ ir ­ekki með­ferð­ina. Síð­an er tal­að um að ­þreyta ­laxa sem minnst til þess að ­þeir ­eigi góð­an þrótt eft­ir, en það er ekk­ert hlaup­ið að því að ­böðla spræk­um og ­kannski stór­um ­laxi á land á f­lugu án þess að ­rífa úr hon­um. Við vor­um ­einu ­sinni að ­veiða í Víði­dals­á með Þor­ birni ­Helga veiði­fé­laga og ­vini okk­ar. Það ­voru fiski­ fræð­ing­ar frá Veiði­mála­stofn­un á staðn­um sem ­báðu okk­ur að ­láta sig ­hafa væn­an lax til merk­ing­ar. ­Þeir ­skildu eft­ir hjá okk­ur rör sem var op­ið í ­báða ­enda til að ­setja lax­inn í og síma­núm­er til að ­hringja í ef við næð­um laxi. Síð­an ­setti Þor­björn ­Helgi í ­flotta 12 ­punda ­hrygnu í Harð­eyr­ar­streng og ­náði ­henni á skömm­um ­tíma á land. Lax­in­um var ­smeygt í rör­ið og síð­an hringd­um við í sér­fræð­ing­ana. Það ­liðu ­ekki fimm­tán mín­út­ur frá því að við sett­um lax­inn í rör­ið, sem við geymd­um í ­góðu ­rennsli, og þar til að fiski­fræð­ing­arn­ir ­komu á stað­inn. En lax­inn var stein­dauð­ur. Síð­an vant­ar allt sam­ræmi. Í veiða/sleppa eru marg­ ir sem ­telja tök­una vera að­al­at­rið­ið, en síð­an er ­veitt með risa­stór­um túp­um og þrí­krækj­um. Samt er stund­ um ­eins og mað­ur sé að ­mæta Gunn­ari í Kross­in­um þeg­ar mað­ur hitt­ir fyr­ir leið­sögu­menn við veiða/sleppaárn­ar, hvern­ig ­þeir ­mæra og ­prísa og ­lofa veiða/sleppa. Það virð­ist sem það sé enda­laust hægt að heila­þvo menn.

Ár ­eins og Vatns­dals­á eru okk­ur hug­leikn­ar þeg­ar við velt­um þess­um mál­um fyr­ir okk­ur. Hvað er til dæm­ is að ­marka veiði­töl­ur úr slík­um ám? Fyr­ir það ­fyrsta þá er sann­að mál að menn eru að tví­veiða ­fjölda ­laxa og ­suma ­laxa jafn­vel þrisv­ar eða oft­ar. Fyr­ir ut­an villi­mennsk­ una sem veiði­dýr­inu er sýnd með því, þá skekk­ir ­þetta raun­veru­leg ­gæði ár­inn­ar og ­stöðu henn­ar. Síð­an er hitt, og við vit­um um fjöl­mörg ­dæmi þess, að menn ­fara allt í ­einu að ­landa löx­um úti um ­alla á þeg­ar ­þeir ­hafa ­kannski byrj­að ­illa og ver­ið með lít­ið eft­ir 1–2 vakt­ir. Menn ­vilja ­ekki ­sitja eft­ir og segj­ast ­hafa feng­ið þenn­an lax og hinn lax­inn. ­Þeir ­þurfa ­ekki að ­sanna ­neitt og ­gleyma ­bara mynda­vél­inni ­uppi í bíl. ­Ekki ­hafa veiði­ töl­ur ver­ið ­betri í ­henni en án­um í ná­grenn­inu ­nema síð­ur sé. En þá ­grípa menn til þess hálm­strás að full­yrða að ­stærri fisk­ur sé í ­henni en áð­ur en ­eins og all­ir veiði­ menn ­vita hef­ur Vatns­dals­á allt­af ver­ið þekkt fyr­ir stór­fisk. Það ­eina sem gerst hef­ur er að ­sami stór­fisk­ur­inn er veidd­ur þrisv­ar eða oft­ar og met­inn eft­ir hug­lægu ­mati veiði­manns­ins. Af ­hverju eru þess­ir stór­fisk­ar ­ekki sér­ stak­lega merkt­ir þann­ig að vit­að sé ­hversu oft ­þeir eru að veið­ast? Þá ­geta menn rétt ímynd­að sér ­hversu auð­ velt það er að þykj­ast ­hafa ­veitt ­nokkra ­laxa og sleppt þeim aft­ur. Nei, það er ekk­ert að ­marka þess­ar ár. Ann­að ­dæmi er t.d. Lang­á á Mýr­um. Þar er nú ­eitt flott­asta veiði­hús lands­ins og allt til alls en þar er eng­in tölvu­vog og er þó áin eng­in veiða/sleppa-­veiðiá. Þá

Rjúpnaveiði á Austurlandi Haustið 2008 verður boðið upp á pakka með lúxusgistingu í veiðihúsunum að Eyjum í Breiðdal og í Hálsakoti í Jökulsárdal og aðgang að frábærum rjúpnasvæðum í nágrenninu.

Strengir V E I Ð I Þ J Ó N U S TA N

w w w. s t r e n g i r. i s


Sportveiðiblaðið • 15

Bræðurnir með boltalax úr Blöndu.

kem­ur það í ljós að ­fjöldi veiði­manna veið­ir aldr­ei lax und­ir 5–6 pund­um. ­Þeir sem ­þekkja Lang­á ­vita að lax­ inn í ­henni er mjög smár. Samt er hver blað­síð­an af ann­arri ­varla með fisk und­ir 4,5 til 5 pund­um. Við höf­ um ­veitt mik­ið í ­ánni og veg­ið ­afla okk­ar vand­lega. Far­ið síð­an í veiði­bók­ina og skráð 1,5 til 1,9 kg lax­ana okk­ar. Og þ ­ eir eru flest­ir af þ ­ eirri stærð. Svona ­mætti ­halda ­lengi ­áfram og við bæt­ast enda­ laus­ar regl­ur og þreng­ing­ar að veiði­mönn­um. Mis­jafn­ar frá ­einni á til ann­arr­ar og virki­lega mis­jafn­lega gáfu­leg­ ar að okk­ar mati. ­Fara stund­um ­bara eft­ir geð­þótta leigu­taka að því er virð­ist. Enda­laust ósam­ræm­ið veld­ ur því að enda­laus­ir konflikt­ar koma upp og það el­ur á for­dómum, sem er skilj­an­legt. En það geng­ur ­ekki að ­þeir sem að­hyll­ast að ­hirða afl­ann sinn séu út­hróp­að­ir sem glæpa­menn og slátr­ar­ar.“ ­Þeim bræðr­um er mik­ið ­niðri fyr­ir og sér­stak­lega Gunn­ari þeg­ar ­þessi mál eru rædd. Greini­legt að það hef­ur tek­ið á þá hvern­ig þró­un­in hef­ur ver­ið síð­ustu árin. ­Þeir ­segja „Bott­om line“ vera: Þú kaup­ir veiði­leyfi á 150 þús­und krón­ur dag­inn og tek­ur um ­leið á þig lang­an ­lista ­boða og ­banna. „Hvers ­vegna eru ­ekki ­bara sett­ir kvót­ar? Hvers ­vegna er ­ekki fækk­að stöng­um? Svæð­um lok­að?“ ­spyrja ­þeir bræð­ur. Og ­bæta við: „Svo kem­ur á dag­inn á sumr­um ­eins og 2008, að það skipt­ir ­engu ­máli hvort ­veitt hef­ur ver­ið og sleppt, eða ­veitt og allt drep­ið, eða ­veitt og gef­inn ­kvóti, það er alls stað­ar fullt af ­laxi og það eru stór­lax­ar og ­tveggja ára lax­ar alls stað­ar í ­meira ­mæli en áður.“ En hvað h ­ alda ­þeir um sleppi­skyldu á stór­laxi ... gagn­ast hún þá eitt­hvað? „Það vit­um við nátt­úr­lega ­ekki og við höld­um að fiski­ fræð­ing­arn­ir ­viti það ­ekki held­ur. Þess­ar slepp­ing­ar á

stór­laxi eru al­far­ið hafð­ar ­vegna þess að það er ­kannski það ­eina sem stanga­veiði­menn ­geta lagt til mál­anna. En hvort það hef­ur eitt­hvað að ­segja skul­um við ekk­ert full­yrða um. Það er reynd­ar al­menn skoð­un okk­ar að það sem stanga­veiði­menn gera yf­ir höf­uð skipt­i eng­um sköp­um, það er ástand­ið í haf­inu sem er núm­er eitt, tvö og þrjú. En ­eins og við segj­um, fiski­fræð­ing­arn­ir ­vita ­þetta ­ekki ­einu ­sinni. ­Þeir ­vita þó, að áð­ur var hlut­fall ­milli stór­laxa og smá­laxa yf­ir land­ið í ­heild 40 pró­sent stór­lax og 60 pró­sent smá­lax. Þá er­um við að tal­a um tíma­bil sem spann­ar allt frá 1950 og til okk­ar dags. All­ an þenn­an ­tíma hef­ur ver­ið mik­ill breyti­leiki og mikl­ar sveifl­ur. Þó að við bræð­ur sé­um ­ekki gaml­ir, þá höf­um við sjálf­ir séð mikl­ar sveifl­ur í þess­um hlut­föll­um. ­Eitt ár­ið tók­um við t.d. sam­an 13 ­laxa 17.–19. ­júní í Víði­ dals­á og ­voru all­ir ­tveggja ára og fjór­ir ­þeirra 17–18 ­punda. Ár­ið áð­ur sást ­varla slík­ur lax í ánni. Okk­ur sýn­ ist að ár­ferð­ið í haf­inu ­skipti hér ­öllu ­máli og það sé í gena­upp­bygg­ingu lax­ins hvort hann af­ráði að ­vera ­eitt ár í ­hafi eða tvö eða ­fleiri.“ Þið er­uð þá ekk­ert hrifn­ir af veiða/sleppa? „Við þurf­um ekk­ert að ­fara yf­ir það mál aft­ur. Fyr­ir ut­an að ­sleppa legn­um hrygn­um sem eru ­ekki of lask­að­ar, og ­kannski skipt­ir það ­engu ­máli þeg­ar upp er stað­ið, þá er það í flest­um til­fell­um okk­ar skoð­un að ­þetta sé villi­mennska og nán­ast ­bara úr­kynj­un sem er­lend­ir veiði­menn ­höfðu hing­að til lands með sér á sín­um tíma. Við er­um mjög hrifn­ir af sviss­nesku leið­inni, hún bann­ ar að veidd­um ­fiski sé sleppt af dýra­vernd­un­ar­ástæð­um. Sann­iði til að ­þessi vit­leysa á eft­ir að ­kalla yf­ir okk­ur al­þjóð­leg dýra­vernd­ar­sam­tök áð­ur en langt um líð­ur, með ­allri ­þeirri vit­leysu sem því fylg­ir. ­Ekki ­vilja menn það eða hvað? Allt er ­þetta svo vit­laust, því það er svo

Sportveiðiblaðið 2. tbl. 2008  

Sportveiðiblaðið, málgagn veiðimanna