__MAIN_TEXT__

Page 1

Alltmilli

himins og jarðar NÝTT! Húsgagnamarkaður Funahöfði 19 - Opið 14 - 18 ALLA VIRKA DAGA

Viltu gefa? . . . Ekki henda! +Sækjum ef óskað er föt, bækur, húsgögn eða annað sem þú getur séð af

Stangarhylur 3 – 110 Reykjavík Opið alla daga kl. 13 – 18 símar 561 1000 - 661 6996

Bifreiðaverkstæði Grafarvogs

Afreksmaður í allra fremstu röð Sundmaðurinn okkar í Fjölni, Jón Margeir Sverrisson, var kjörinn íþróttamaður Reykjavíkur við hátíðlega athöfn í Höfða fimmtudaginn 10. janúar. Jón Gnarr veitti Jóni verðlaunin sem eru farandbikar auk eignarbikars. Einnig hlaut Jón 200.000 króna styrk frá Íþróttabandalagi Reykjavíkur. Fyrr í vikunni voru Jón Margeir og Íris Mist fimleikakona kjörinn íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs. 28. desembervar Jón Margeir einnig kjörinn íþróttamaður fatlaðra og Matthildur Ösp Þorsteinsdóttir frjálsíþróttakona var útnefnd íþróttakona fatlaðra við sama tækifæri. Ungmennafélagið Fjölnir og Grafarvogsblaðið óskar Jóni Margeir, Írisi Mist og Matthildi Ösp innilega til hamingju með viðurkenningarnar og frábærann árangur á árinu 2012. Sjá nánar bls. 10

Allar almennar bílaviðgerðir Gylfaflöt 24 - 30 • 112 Reykjavík Sími 577 4477

www.bilavidgerdir.is

ÞjónustuaðiliTjóna­skoð­un­­.­­hringdu­og­við­mæt­um ]X j k \ ` ^ eX $ j X c X e ˆ ˆ e l _ m \ i] `

Bíla­mál­un­&­Rétt­ing­ar­ Bæjarflöt­10­-­Sími:­567-8686 www.kar.is

HeŽc\^c(,!'#]¨Â &&'GZn`_Vk†` H†b^*,*-*-* ;Vm*,*-*-+

lll#[b\#^h

þjón­ust­an­á­að­eins­við­Stór-Reykja­vík­ur­svæð­ið

ÓDÝRARI LYF Í

SPÖNGINNI

–einfalt og ódýrt Opið: Mán-fös: 9.00 -19.00 • Lau: 11.00 -16.00


2

GV

Fréttir

Kæru unglingar Grafarvogs

Graf­ar­vogs­blað­ið Útgefandi: Skrautás ehf. Netfang: gv@skrautas.is Ritstjóri og ábm.: Stefán Kristjánsson. Netfang Grafarvogsblaðsins: gv@skrautas.is Ritstjórn og auglýsingar: Höfðabakki 3 - Sími 587-9500 / 698-2844. Útlit og hönnun: Skrautás ehf. Auglýsingastjóri: Sólveig J. Ögmundsdóttir - solveig@skrautas.is Prentun: Landsprent ehf. Ljósmyndari: Pjetur Sigurðsson. Dreifing: Íslandspóstur og Landsprent. Grafarvogsblaðinu er dreift ókeypis í öll hús og fyrirtæki í Grafarvogi. Einnig í Bryggjuhverfi og öll fyrirtæki í póstnúmeri 110 og 112.

Gleðilegt ár Það er ekkert launungarmál að skoðun þess er þetta ritar er að Ísland eigi að halda sig sem lengst frá Evrópusambandinu og aðild að þessu sambandi sem að margra mati riðar til falls. Margir andstæðingar aðildar hafa haldið því fram að með aðild myndum við gangast undir töluvert afsal á fullveldi okkar. Margir stuðningsmenn aðildar hafa mótmælt þessu harðlega. Nú hefur utanríkisráðherra Íslands, sjálfur Össur Skarphéðinsson lýst því yfir í fjölmiðlum að breyttar reglur Evrópusmbandsins geti falið í sér mjög svo aukið afsal á fullveldi okkar. Ríkisstjórnin hefur nýverið samþykkt að staldra við og pakka aðildar- eða könnunarviðræðum við Evrópusambandið niður fram yfir kosningar til alþingis sem fram fara í apríl. Sem betur fer er komin kyrrstaða í viðræður okkar við Evrópusambandið og vonandi verður þeim aldrei áfram haldið. Við Íslendingar eigum þvert á móti að þétta raðirnar og standa enn frekari vörð en hingað til um íslenska hagsmuni, auðlindir okkar til lands og sjávar. Umfram allt verður að halda Evrópusambandinu svo fjarri auðlindum okkar sem kostur er en vitað er að ekkert freistar Evrópusambandsins meira en auðlindirnar okkar. Og aldrei síðan að viðræður okkar við Evrópusambandið hófust hefur verið meiri ástæða til að vera vel á verði en eftir nýjustu yfirlýsingar utanríkisráðherrans en oft hvarflar að manni að hann sé best geymdur í Brussel. Það eru stormasamir tímar framundan í íslenskum stjórnmálum. Búast má við fárviðri á alþingi þá daga sem eftir eru af örstuttum þingtíma fram að kosningum. Í kosningunum verður tekist á um stór mál. Aðild að Evrópusambandinu verður eitt stærsta kosningamálið í vor. Margt fleira mætti nefna. Eitt af stærstu málunum verður framtíðarstefna í heilbrigðismálum og málefnum Landsspítalans. Plön um að byggja spítalaskrímsli við Vatnsmýrina fyrir 100 til 140 milljarða vekja ugg meðal varkárra, ekki síst vegna þess að í dag eigum við ekki til peninga til að kaupa ný tæki á spítalann sem fyrir er.

Stef án Krist jáns son, rit stjóri Graf ar vogs blaðs ins

gv@skrautas.is

Innilegar þakkir fyrir allan stuðninginn. Dugnaður ykkar í góðgerðaviku félagsmiðstöðvanna er aðdáunarverður og það er mikill heiður að njóta liðsinnis ykkar. Verið stolt af ykkur, þið eruð framtíðin. Kærleikskveðjur frá fjölskyldu Davíðs Arnar Arnarssonar, Karen Björk Guðjónsdóttir og dætur. Davíð Örn og fjölskylda.

Góðgerðaráðið safnaði hálfri milljón fyrir fjölskyldu Davíðs

Dagana 4. - 7. desember stóðu unglingar og félagsmiðstöðvar á vegum frístundamiðstöðvarinnar Gufunesbæjar í Grafarvogi fyrir Góðgerðaviku til styrktar fjölskyldu Davíðs Arnar Arnarssonar. Davíð Örn sem nýlega lést eftir erfiða baráttu við krabbamein var Grafarvogsbúi og starfaði lengi með börnum og unglingum í hverfinu. Góðgerðaráð unglinganna sá alfarið um vikuna m.a. skipulagningu og framkvæmd viðburða og að mæta í

viðtöl til fjölmiðla. Í stuttu máli sagt stóð góðgerðaráðið sig algjörlega frábærlega og eiga mikið hrós skilið. Unglingarnir í ráðinu voru; Edda, Sunneva, Honey og Heiða úr Dregyn, Erna, Viktor og Ingibjörg úr Sigyn, Aníta, Þuríður og Bryndís úr Fjörgyn og Kolbeinn úr Púgyn. Vill starfsfólk Gufunesbæjar og góðgerðaráð koma á framfæri sérstöku þakklæti til þeirra fjölmiðla sem tóku þátt í að vekja athygli á þessu

flotta framtaki sem og þeim fyrirtækjum sem styrktu vikuna með gjafabréfum og aðföngum. Má þar nefna World Class, Gyllta köttinn, Veggsport, Aktu taktu, Borgargrill, Quiznos, Snæland, Krisma, Zoo.is, Serrano, Ísfólkið og Hárgreiðslustofu Dóra. Fjölskylda Davíðs Arnar hitti góðgerðaráðið á fundi í desember og tók við 463.552 krónum sem var innkoma Góðgerðavikunnar.

Tölum saman um betri hverfi Í fyrra óskaði Reykjavíkurborg eftir hugmyndum frá borgarbúum að smærri verkefnum í hverfum borgarinnar. Borgarbúar tóku vel við sér og komu með nærri 400 góðar hugmyndir. Embættismenn og hverfaráð Reykjavíkurborgar fóru síðan yfir hugmyndirnar og var kosið á milli 182 hugmynda í rafrænum íbúakosningum. Þar af kusu borgarbúar 124 hugmyndir sem komu til framkvæmda í fyrrasumar og haust. Hafa nú yfir 100 verkefni verið framkvæmd. Aðeins lítill hluti bíður vors. Þetta tilraunaverkefni tókst afar vel og ég þori að fullyrða að mikill meirihluti þessara verkefna eru í anda þeirra hugmynda sem íbúar settu fram. Kjörsókn var um 8.1%, í sumum hverfum um og yfir tíu prósent. Samt má enn gera betur. Óánægjuraddir heyrðust varðandi einstök verkefni og snerust þær m.a. um að borgin framkvæmdi hugmyndirnar eftir sínu höfði en ekki íbúanna. Þá kom fram sú gagnrýni að dýrari verkefni vantaði á hugmyndalistana sem kosið var um. Í ár

.

vil ég sjá enn fleiri borgarbúa taka þátt og við þurfum einnig að tryggja virkara samráð um framkvæmdirnar. Þann 14. janúar sl. var opnað fyrir

Jón Gnarr.

góðar hugmyndir í verkefnið Betri hverfi á samráðsvefnum Betri Reykjavík. Þar geta Reykvíkingar sett inn nýjar hugmyndir, skoðað og stutt við hugmyndir annarra. Hægt verður að setja inn hugmyndir til 15. febrúar nk. Rafrænar íbúakosningar um efstu hugmyndir verða svo haldnar dagana 14. – 19. mars. Reykjavíkurborg leggur aftur 300 milljónir í svokallaða hverfapotta á þessu ári til að koma þeim verkefnum í framkvæmd sem kosin verða. Á næstu vikum mun ég funda með íbúum í hverfum Reykjavíkur og fara yfir verkefni síðasta árs og óska eftir uppbyggilegum hugmyndum. Þar mun íbúum gefast kostur á því að bjóða fram þjónustu sína varðandi eftirfylgni verkefna. Með því viljum við tryggja að verkefnin sem koma til framkvæmda verði í anda þeirra hugmynda sem íbúar setja fram. Ég hlakka til og hvet alla Reykvíkinga til að mæta á fundina. Reykjavík er frábær borg en við getum gert hana enn betri. Jón Gnarr borgarstjóri í Reykjavík

Tékkland

8.945

Aðalskoðun

9.840

Frumherji

9.600

Samanburður á verðskrá aðalskoðunar bifreiða undir 3.500 kg að leyfðri heildarþyngd, skv. vefsíðum fyrirtækjanna 1. janúar 2013

Borgartúni

Reykjavíkurvegi

Holtagörðum

Sími 414 9900

tekkland@tekkland.is

www.tekkland.is


NÚ ER KOMIÐ AÐ ÍBÚUM Í

Árbæ og Grafarvogi

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 2 - 1 9 3 1

AÐ HÆTTA AÐ HENDA PAPPÍR Í RUSLIÐ

Sorphirða í Reykjavík mun á næstu mánuðum breytast til hins betra – og nú er komið að þínu hverfi. Reykvíkingar munu á þessu ári hætta alfarið að henda pappír, pappa, dagblöðum, tímaritum, fernum og skrifstofupappír í almennar sorptunnur. Pappír er verðmætt efni sem auðvelt er að nýta til hagsbóta fyrir umhverfið. Í stuttu máli: Pappír er ekki rusl.

TVÆR LEIÐIR TIL AÐ LOSNA VIÐ PAPPÍRINN BLÁ TUNNA Þú pantar bláa tunnu á pappirerekkirusl.is, með símtali í 4 11 11 11 eða með tölvupósti á sorphirda@reykjavik.is. Við komum með bláu tunnuna til þín innan nokkurra daga.

GRENNDARGÁMAR Á pappirerekkirusl.is finnur þú næsta grenndargám í þínu hverfi. Allt um breytta sorphirðu í hverfinu þínu er að finna á

pappirerekkirusl.is

– Takk fyrir að flokka!


6

Mat­gogg­ur­inn

GV

Hráskinkurúllur,­ humarpasta og­ Fudge­súkkulaðikaka -­að­hætti­Steinunnar­Hall Steinunn Hall er matgæðingur okkar að þessu sinni. Við skorum á alla að prófa þessar girnilegu uppskriftir. HRÁSKINKURÚLLUR FORRÉTTUR FYRIR 4 8 sneiðar af hráskinku. 150 gr. mozzarella ostur – eða stór kúla. 50 gr. hvítlauks rjómaostur. Klettasalat eftir smekk. Aðferð Takið 8 sneiðar af hráksinku og skiptið hvítlauksrjómaostinum nokkuð jafnt á hverja sneið. Næst er mozzarellaostinun skipt í 8 jafnstóra hluta, og sett á hverja sneið ásamt klettasalati og sneiðinni rúllað upp og partý pinna (eða tannstöngli) stungið í gegn og borið fram. Frábær uppskrift af Humarpasta Humarpasta (fyrir 4-5) Ólífuolía. 3 hvítlauksrif, smátt söxuð. 1 rauður chillipipar skorinn í þunnar sneiðar. 1 hvítur salatlaukur saxaður fínt. 1 blaðlaukur eða vorlaukur, skorinn í þunnar sneiðar. 1 lítill bakki sveppir, skornir í báta. Humarsoð (heimatilbúið eða 1 pk Tasty humarsósugrunnur). ½-1 pk Tasty villisveppasósugrunnur. 1 ferna matreiðslurjómi. Hvítvín. Púrtvín.

Hlynsíróp. Rjómaostur með svörtum pipar (má sleppa). Salt. Nýmalaður svartur pipar. Cayenne pipar. 750g humar. Hvítlauksduft. -------------------Pasta. Salat. Brauð. Parmesanostur. Humarinn er þýddur og kryddaður með pipar, hvítlauksdufti og smávegis ólífuolíu hellt yfir hann. Humarinn er síðan geymdur þar til í lokin. Hvítlaukur, laukur, blaðlaukur og rauður chillipipar eru steikt saman þar til að laukur og hvítlaukur eru hálfglærir. Síðan er sveppum bætt út í og látið steikjast áfram í fáeinar mínútur. Skvettu af púrtvíni og/eða hvítvíni er hellt yfir grænmetið. Þá er bætt við matreiðslurjóma, humarsoði, sveppasósugrunni og svettu af hlynsírópi. Stundum set ég rjómaost með pipar í sósuna. Sósan er bragðbætt með salti, pipar og smá cayenne pipar og látin sjóða í smástund. Humarnum er bætt í sósuna sem er látin sjóða í smá stund (1-2 mín) þar til humarinn er tilbúinn. Mikilvægt er að ofsjóða hann ekki. Sósan er borin fram með pasta, salati, brauði og rifnum parmesanosti. Gott er að bera ólífuolíu á snittubrauð og hita í ofni í 2-3 mínútur. Þá er hvítlauksrifi nuddað yf-

ir brauðsneiðarnar. Síðan má setja á þær pestó, basil og mozzarella-ost og grilla í ofni í nokkrar mínútur. Brauðið er svo bragðbætt og skreytt FUDGE - SÚKKULAÐIKAKA MEÐ PEKANHNETUM Kakan 3 egg. 3dl. sykur. 4 msk. smjör. 1 plata suðusúkkulaði. 1 tsk. salt. 1 ½ tsk. vanilludropar. 1 ½ dl. hveiti. Bakað við 200 gráður í 15 mín.

Mat­gogg­arn­ir Steinunn Hall.

Lilja­Björk­verður næsti­mat­gogg­ur

Karmellan 4 msk. smjör. 1 dl. púðursykur. 3 msk. rjómi. 1 plata suðusúkkulaði. Ofan á kökuna að loknum bakstri 1 plata suðusúkkulaði. Pekanhnetur. (snickers ef vill). Aðferð Egg og sykur þeytt mjög vel saman Smjörið og súkkulaðið er brætt saman (auðvelt að skella í örbylgjuofninn á deefrost) Salt, vanilludropar og hveiti sett útí sykurinn og eggin og svo hellt útí smjörinu og súkkulaðinu – allt hrært saman. Sett í form

Steinunni Hall, Rósarima 7, skorar á Lilju Björk Jensen Sveinsdóttur, Rósarima 5, að vera matgoggur í næsta blaði. Við birtum girnilegar uppskriftir hennar í Grafarvogsblaðinu í febrúar.

og bakað í 15 mín við 200 gráður Á meðan kakan er að bakast, þá er brætt saman í potti smjörið, rjóminn og púðursykurinn. Þegar kakan hefur bakast í 15 mín er hún tekin út og hellt yfir hana þessari karamellu og sett inní ofninn aftur í 15 mín. (Ég hef stundum skorið niður snikkers

%ur 2f5 slátt a

Spönginni | Sími: 569 9112 | www.prooptik.is

og raðað yfir kökuna og leyft að bakast með síðustu ca 3 mín. – bara til að breyta til annað slagið) Um leið og kakan hefur verið tekin út úr ofninum, þá strax raða yfir hana súkkulaði og pekanhnetum meðan hún er enn heit svo bráðni aðeins ofan í kökuna - ENJOY! Verði ykkur að góðu, Steinunn


(m,*baIÖEJG  

995 KR.

:>CIÖE6;GÏ 

KG 859 8 59 KKR.R. 1 KG CDGÁ6C;>H@JG ;GDH>C<G¡CB:I>H7J;;&@<#  

ALI A LI FERSKUR FER SKUR G ÍSABÓGUR GR GRÍSABÓGUR

295 29 95 ::JGDH=DEE:G J G D H = D E E : G @DGC;A:@H,*%\g @DGC;A:@H,*%\g

298 29 98

1105 0 05

KR. K R. 75 750GR 750GR

K KR. R. 500GR 500GR

KR. KR. R 250 250 ML ML

6 659 59 KKR.R. KKGG

:JGDH=DEE:G :JGDH=DEE:G =6;G 6B?yA*%%\g =6;G6B?yA*%%\g

359 359 5 KR. K R. 2 LTR, LTR,

398 39 98 KR. K R. P PK K

CHICAGO C HICAGO TOWN TOWN y G7NA<?JE>O O 6 yG7NA<?JE>OO6 b ZÂDhi^ZÂVEZeeZgdc^ bZÂDhi^ZÂVEZeeZgdc^

''E>OOJGÏE6@@6 E >OO J G Ï E6 @ @6

BH=A:ÁHA6HÖ@@JA6Á>  +[Zgcjg{kZgÂ^)  

598 598

498 498 KR KR .

R. F FL L 398 398 KKR.

179 179 KR. K R. 2 L LTR, LT TR ,

1195 1195 KR. KR. KG

R.KG 1295 129 295 KKR.KG C6JI6K:>HAJ C 6JI6K:>HAJ C C6JI<G>E6=6@@ 6JI<G>E6=6@@

KR. K KG G 2 229 29 2 KR.

;G Ì@ 6JE;wA 6<>H@ 6<;>GÁ>C<6 ;GÌ@6JE;wA6<>H@6<;>GÁ>C<6 ;GDH>CA 6B76HK>Á ;GDH>CA6B76HK>Á

KR. KG KG 3 359 59 KR.

KR. KG KG 2 259 59 KR.

;;GÌ@6JE;wA6<>H@6<;>GÁ>C<6 G Ì@ 6JE;wA 6<>H@ 6<;>GÁ>C<6 ;;GDH>CA6B76=?yGIJ GDH>CA 6B76=?yGIJ

;G Ì@ 6JE;wA 6<>H@ 6<;>GÁ>C<6 ;GÌ@6JE;wA6<>H@6<;>GÁ>C<6 ;GDH>CA 6B76A>;JG ;GDH>CA6B76A>;JG

29 98 298 KR. K R. 620G 620G


6

GV

Frétt­ir

Styrkjum­Fjölni­ -­valgreiðslur!

Góðir Grafarvogsbúar Eins og við vitum mörg, hefur starfsemi Fjölnis vaxið mjög á undanförnum árum og hefur félagið styrkt stöðu sína sem eitt fjölmennasta íþróttafélag landsins. Við erum einnig stoltir meðlimir í Ungmennafélagi Íslands og sem slíkir tökum þátt í því góða starfi sem fram fer innan þeirra vébanda. Það er eflaust að bera í bakkafullan lækinn að ræða fjárhagsstöðu félagsins, þar sem flestir hafa fundið fyrir þeim breytingum sem orðið hafa í kjölfar hrunsins 2008. Bakhjarlar Fjölnis eru fyrst og fremst íbúar Grafarvogs og nágrennis, þar sem félagið hefur skilgreint sig sem íþróttafélag þess svæðis. Mörg okkar eiga börn og unglinga, sem stunda sínar íþróttir undir merkjum Fjölnis og við eigum því mikið undir, að áfram verði unnt að sinna þessu góða starfi. Hjá félaginu starfa yfir eitt hundrað manns, sem þjálfarar og aðstoðarmenn. Auk þess vinna vel á annað hundrað manns ýmis störf fyrir félagið í sjálfboðaliðsvinnu. Starf þeirra er ómetanlegt og er í raun undirstaða allr-

Jón Karl Ólafsson, formaður Fjölnis. ar starfsemi félagsins. Í kjölfar hruns hefur tvennt gerst, sem hefur haft mikil áhrif á rekstrargrundvöll Fjölnis og reyndar flestra íþróttafélaga hér á landi. Í fyrsta lagi hafa fyrirtæki þurft að draga saman segl og það er erfiðara að ná stuðningi þeirra. Við höfum átt mjög gott samstarf við mörg fyrirtæki og fyrir það erum við mjög þakklát. Sérstaklega ber að nefna langt

og farsælt samstarf við aðalstyrktaraðila félagsins, Bónus, N1 og Landsbanka Íslands. Það er þó sýnu alvarlegra, að framlög Reykjavíkurborgar hafa verið skert mjög á síðustu árum. Félagið okkar hefur því glímt við halla á rekstri síðustu 3 árin og það stefnir í enn eitt árið, þar sem afkoma verður neikvæð. Við viljum því leita til ykkar um stuðning með von um skilning og góðar undirtektir. Við vorum svo djörf að senda valkröfu í einkabankann hjá íbúum Grafarvogs, þar sem íbúum gefst kostur á því að styrkja félagið okkar. Upphæðin er 2.500 kr. Þessir seðlar eru að sjálfsögðu valkvæðir og greiðsla fer aðeins fram, ef viðtakandi samþykkir það sérstaklega. Ég vil gera tvennt fyrirfram – í fyrsta lagi að biðja ykkur að fyrirgefa ónæðið, en kannski enn frekar að þakka fyrirfram fyrir stuðninginn, hann mun skipta sköpum fyrir félagið okkar í framtíðinni. Áfram Fjölnir. Jón Karl Ólafsson Formaður Fjölnis

Íbúafundir­með­borgarstjóra Frá­bær gjöf­fyr­ir veiði­menn­ Gröf­um­nöfn­veiði­manna­á­box­in Uppl.­á­www.Krafla.is­(698-2844)

Jón Gnarr borgarstjóri stendur fyrir íbúafundum í öllum hverfum Reykjavíkur dagana 14. – 29. Janúar nk. Fundirnir eru hluti af verkefninu Betri Hverfi en frá og með mánudeginum 14. janúar geta Reykvíkingar sett inn hugmyndir að alls kyns smærri verkefnum, nýframkvæmdum og viðhaldsverkefnum, sem ætlað er að bæta íbúahverfi borgarinnar. Tekið er á móti hugmyndum á samráðsvefnum Betri Reykjavík á undirvefnum Betri Hverfi. Í fyrra bárust hátt í 400 hugmyndir frá borgarbúum um verkefni í hverfunum. Reykjavíkurborg hyggst enn á ný verja 300 milljónum til svokallaðra hverfapotta og geta íbúar hverfanna komið með hugmyndir að verkefnum og síðan kosið um þær í rafrænum íbúakosningum sem haldnar verða dagana 14. – 19. mars nk. með sama hætti og í fyrra. Á fundunum mun borgarstjóri fara yfir verkefni síðasta árs sem nú hafa verið framkvæmd í hverfunum auk þess sem

óskað verður eftir hugmyndum að nýjum verkefnum til að bæta íbúahverfin í Reykjavík. Einnig verður óskað eftir því á fundunum að íbúar gefi kost á sér til að fylgja eftir hugmyndunum frá byrjun til framkvæmdar. Í för með borgarstjóra verða æðstu embættismenn Reykjavíkurborgar. Fyrirkomulagið verður þannig að borgarstjóri mun taka til máls, síðan verður fyrirspurnatími en svo gefst fólki kostur á því að setjast niður, ræða málin og skrá niður hugmyndir sem verða settar fram í nafni íbúafundanna í hverju hverfi. „Ég hvet fólk til þess að koma vel nestað af góðum og uppbyggilegum hugmyndum á fundina svo að við getum gert Reykjavík enn betri en hún er,“ segir Jón Gnarr borgarstjóri. „Í fyrra komu borgarbúar með fjölmargar frábærar hugmyndir og nú hafa vel yfir hundrað af þeim verið framkvæmdar. Þær hafa þegar sett góðan svip á borgina.“ Fundir borgarstjóra hefjast í Laugardal, mánudaginn 14. Janúar kl. 17.00 í Lauga-

lækjarskóla. ÍBÚAFUNDIR MEÐ BORGARSTJÓRA Í ÖLLUM HVERFUM Laugardalur Mánudagur, 14. janúar, kl. 17.00, Laugalækjarskóli Árbær Miðvikudagur 16. janúar kl. 17.00, Árbæjarskóli Vesturbær Fimmtudagur, 17. Janúar, kl. 17.00, Hagaskóli. Háaleiti - Bústaðir Mánudagur, 21. janúar kl. 17.00, Réttarholtsskóli Breiðholt Þriðjudagur 22. janúar kl. 17.00 Gerðuberg Miðborg Miðvikudagur 23. janúar kl. 17.00 Ráðhúsi Reykjavíkur Grafarholt – Úlfarsárdalur Fimmtudagur 24. janúar kl. 17.00, Sæmundarskóli. Kjalarnes Fimmtudagur 24. janúar kl. 20.00, Klébergsskóli Hlíðar Mánudagur 28. janúar kl. 17.00 Kjarvalsstaðir Grafarvogur Þriðjudagur 29. janúar kl. 17.00 Gufunesbær

H^\gcHiZaaV :^cVghY‹ii^g

AŽ\\^aijg[VhiZ^\cVhVa^

HeŽc\^c(,!'#]¨Â#&&'GZn`_Vk†` H†b^*,*-*-*#;Vm*,*-*-+

Daníel Fogle sölumaður 663-6694

BREIÐAVÍK - 3JA HERB. - SÉR INNGANGUR Afar fallega innréttuð 100.5 fm, 3ja herb. íbúð með sér inngangi af svölum á 3. og efstu hæð við Breiðuvík. Parket og náttúrusteinn á gólfum. Innréttingar, fataskápar og hurðir úr kirsuberjavið. Stórar suð-vestur svalir.

H†b^*,*-*-*

GLEÐILEGT ÁR GRAFARVOGSBÚAR! Takk fyrir viðskiptin, flöskurnar og konfektið

FANNAFOLD 5 HERB. ENDARAÐHÚS Fallegt 234,2 fm endaraðhús, þar af er innbyggður 29,4 fm bílskúr og óskráð ca. 40 fm rými í kjallara. Fallegur garður og stórar útsýnissvalir. Stofan er björt með góðri lofthæð og gegnheilu eikarparketi á gólfi. Fallegt baðherbergi með sturtu og hornbaðkari með nuddi. Fjögur svefnherbergi. Seljandi skoðar skipti á minni eign. Verð 53,9 millj.

BERJARIMI 2JA HERB. OG STÆÐI Í BÍLAGEYMSLU

BERJARIMI 3JA HERB. VERÖND & BÍLAGEYMSLA

Góð 88,8 fm 2ja herbergja íbúð fjölbýli við Berjarima með stæði í bílageymslu. Íbúð er skráð 59,8 fm og stæði í bílageymslu 29 fm.

Falleg innrétting í eldhúsi, gas eldavél og SMEG blástursofni. Góð gólfefni eru á íbúðinni. Tvö rúmgóð svefnherbergi bæði með skápum. Stór verönd út af stofu með skjólveggjum. Verð 23.9 millj.

Verð 17.2 millj.

]Xjk\`^eXjXc Xeˆ ˆel_m\i]`

FLÉTTURIMI 5 HERBERGJA ÍBÚÐ Góð 112,7 fm íbúð á þriðju og efstu hæð með tveimur svölum og útsýni. Stofan er rúmgóð og björt, með flísum á gólfi, hita í gólfi og dyr út á stórar hornsvalir. Eldhúsið er með fallegri ljósri innréttingu. Hjónaherbergið er með stórum skáp og dyr út á svalir. Barnaherbergin er þrjú, öll með skápum. Geymslan/þvottahús er innan íbúðar. Verð 28.1 millj.

lll#[b\#^h


Þrjú undir sama þaki Aðalskoðun • Bón & þvottastöðin • Nesdekk Bifreiðaeigendur geta nú sótt sér alhliða þjónustu á einn stað. Aðalskoðun, Bón & þvottastöðin og Nesdekk, eru öll undir sama þaki Grjóthálsi 10. Af því tilefni verða fyrirtækin með vegleg tilboð vikuna 18. - 25. janúar. • Aðalskoðun: 30% afsláttur af bifreiðaskoðun • Bón & þvottastöðin: 30% afsláttur af bón og þvotti • Nesdekk: 30% afsláttur af vinnu við smurningu, umfelgun og smáviðgerðum.

Bón & þvottastöðin

30% 30% Aðalskoðun

afsláttur af bifreiðaskoðun

afsláttur af bón og þvotti

Nesdekk

30%

afsláttur af vinnu við smurningu, umfelgun og smáviðgerðir

Renndu við að Grjóthálsi 10 og láttu fagmenn þjóna þér og bílnum þínum

Vegleg tilboð 18. - 25. janúar


8

GV

Fréttir

Græna tunnan frí í tvo mánuði

- Grænn kostur fyrir Reykvíkinga -Íslenska Gámafélagið býður auðvelda leið í flokkun sorps, www.gamur.is Reykvíkingar eru hvattir til aukinnar flokkunar og býður Íslenska Gámafélagið upp á fyrstu tvo mánuðina fría. Venjulegt áskriftarverð á Grænu tunnunni er aðeins 990 kr á mánuði og ekki er rukkað fyrir skrefagjald s.s. sama verðið alls staðar óháð vegalengd. Fræðsla skiptir höfuð máli þegar kemur að því að fá fólk með sér í lið. Íslenska Gámafélagið þjónustar yfir 20 sveitarfélög á öllu landinu og hefur heimsótt rúmlega 30.000 heimili og veitt íbúum ráðgjöf í flokkun. Agnes Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs hjá Íslenska Gámafélaginu segir að fólk þurfi að vita af hverju það sé að flokka og hvernig það eigi að gera það? Aðal vandamál fólks virðist liggja í því að koma sér upp aðstöðu innandyra en þar býður Íslenska Gámafélagið upp á hagkvæmar og hentugar lausnir í þeim málum. Ráðgjafar Íslenska Gámafélagsins veita áhugasömum hlýtt og jákvætt viðmót í ráðgjöf sinni. Hægt er að hringja í síma 577 5757 eða panta Grænu tunnuna í netfanginu gamur@gamur.is . Græna tunnan frí í tvo mánuði Reykvíkingum býðst að prófa Grænu tunnuna án endurgjalds. Fólk getur pantað tunnuna á heimasíðu okkar www.gamur.is eða í síma 577 5757 og við komum með tunnuna endurgjaldslaust heim til fólks. Við hvetjum fólk til að prófa Grænu flokkunartunnuna enda er kostnaðurinn enginn. Græna flokkunartunnan býður uppá fleiri endurvinnsluflokka Í Grænu tunnuna má setja pappír, bylgjupappa, dagblöð, tímarit, sléttan pappa t.d. morgunkornspakka og mjólkurfernur, niðursuðudósir og að lokum allt endurvinnanlegt plast. Græna tunnan fyrir einbýlis- og Hentug flokkunarílát innandyra, raðhús einnig eru í boði fleiri lausnir. Græna tunnan hentar vel fyrir einbýlisog raðhús og í tunnuna má setja aukalega niðursuðudósir og plast, en plast er eitt af mestu mengunarvöldum 21. aldarinnar og tekur það plast allt að 500 ár að eyðast í náttúrunni. Flestar áldósir og sprittkerti eru endurunnin í aðrar álumbúðir. Reykjavíkurborg hefur rukkað sérstaklega skrefagjald fyrir sorpílát sem staðsett eru 15m eða lengra frá ákveðnum viðmiðunarpunkti en Íslenska Gámafélagið gerir það ekki. Græna karið fyrir fjölbýlishús Fjölbýlishús eiga oft og tíðum í erfiðleikum með að koma öllum flokkunartunnum fyrir eins og Bláu tunnunni en Græna karið er stærra ílát en venjuleg ruslatunna. Græna karið er í boði fyrir fjölbýlishús og leysir það plássvandamál mjög vel. Með því að fjölga losunum er Græna karið ódýrasti og þægilegasti kosturinn. Annað sparnaðarráð fyrir fjölbýlishús er að fækka almennum svörtum tunnum og fá í staðinn Græna tunnu/kar það er mikill sparnaður í því svo og mun umhverfisvænni leið. Græna karið kostar 2.490 kr á mánuði og er hugsað fyrir fjórar til fimm íbúðir.Hægt er að panta Græna tunnu/kar á www.gamur.is eða í síma 577 57 57. Græna tunnan.

Hér er Agnes Gunnarsdóttir komin hálf ofan í Grænu tunnuna en ekki má setja „lífrænan“ úrgang í tunnuna.

Á myndinni sést Karen Ósk brjótast í gegnum vörn FH í deildarleik í vetur.

GV-mynd Björn Ingvarsson

Afreksbrautarnemendur handboltans standa sig vel!

Síðast liðinn desember lauk þriðju önninni þar sem handbolti er kenndur við Borgarholtsskóla sem hluti af afreksbrautarsviði skólans. Þar gefst nemendum tækifæri á að æfa og efla sig í verklegum æfingum í handbolta ásamt því að fá þjálfun og kennslu í styrktaræfingum, íþróttasálfræði og næringarfræði svo eitthvað sé nefnt. Í dag stunda 14 nemendur nám við brautina, sex stúlkur og átta strákar. Áhersla er lögð á það að stunda námið af miklum krafti samhliða æfingum og er mæting og námsárangur afreksbrautarnemenda með því besta í skólanum.

Á síðustu önn fengu nemendur meðal annars; fyrirlestra frá Viðari Halldórssyni, styrktaræfingakennslu frá Ásmundi Arnarssyni sjúkraþjálfara, gestakennslu frá Boris Bjarna, nýnemaferð á hraðbát, keppni við afreksnemendur körfunnar og fótboltans, að taka þátt í rannsókn þar sem stuðst var við vöðvarafritsmæla til greiningar á öxlinni og ýmislegt fleira undir stjórn kennara brautarinnar Sveins Þorgeirssonar fyrir utan allar handbolta og styrktaræfingarnar. Brautin er í stöðugri þróun og verður sífellt betri. Við erum afar stolt af nemendum handboltans og gerum miklar

kröfur til þeirra. Við viljum að þau leggi sig fram við æfingarnar og temji sér afrekshugsunarhátt, það er að standa sig vel allsstaðar,- alltaf. Það er einmitt það sem þau gera því mörg þeirra hafa þegar spilað leik með meistaraflokki síns félags og Sunna Rúnarsdóttir var á dögunum valin í úrtakshóp fyrir U17 ára landsliðið sem undirbýr sig fyrir EM í mars 2013. Það verður spennandi að fylgjast með þessu efnilegu einstaklingum í framtíðinni, innan sem utan vallar. Með nýárskveðju. Nánari upplýsingar veitir Sveinn Þorgeirsson, s. 697-5098

Það má öllum vera ljóst að deildin glímir við mikið aðstöðuleysi. Til að vaxa áfram og dafna þarf að auka á þann þrýsting sem knýr á um bætta aðstöðu. Við búum við þá aðstöðu að þurfa að senda okkar iðkendur á æfingar alla leið í Kórinn í Kópavogi, og það sem meira er, það er hugsanlega besti æfingatími þeirra hópa því Dalhús eru svo þétt setin. Það sem er helst í deiglunni er viðbygging við Egilshöll þar sem fimleikar og handbolti fengju aðstöðu þar sem nú er grasflötur til knattspyrnuæfinga. Borgarholtsskóli

hefði einnig gagn af þessari byggingu og því er á allan hátt um mjög þarfa og hagnýta byggingu um að ræða. Til að hjálpa okkur í þeirri baráttu og þeirri stöðugu vinnu að bæta starf deildarinnar og sjá til þess að hún haldi áfram að vaxa og dafna um ókomin ár þarf fleira gott fólk til að koma að störfum fyrir deildina. Fyrir er mjög áhugsamur og duglegur hópur einstaklinga sem vill allt fyrir deildina gera en hann er of fámennur og því of mikið sem mæðir á fáum. Með því að fá fleiri hendur að léttum

verkum getur þátttakan orðið skemmtileg og mjög gefandi. Aðalfundur verður haldinn í mars, og við skorum á þig, handboltaunandi góður að mæta og stuðla að frekari uppbyggingu þjóðaríþróttarinnar í hverfinu þínu! Að lokum viljum við minna á facebook síðu deildarinnar þar sem allar helstu upplýsingar og fréttir fara inn. Þið finnið hana undir “Fjölnir handbolti” á facebook. Gleðilegt nýtt ár! Sveinn Þorgeirsson yfirþjálfari og stjórn hkd. Fjölnis

Aðstöðuleysi og aðalfundur

Ágóði af Góðgerðamarkaði frístundaheimila Gufunesbæjar Það gekk svo sannarlega vel með Góðgerðarmarkaðinn sem börn í frístundaheimilunum héldu í Hlöðunni í desember og náðu þau að safna um 95.000 krónum sem afhentar voru Barnaspítala Hringsins rétt fyrir jól. Fulltrúar frístundaheimilanna heimsóttu spítalann til þess að afhenda ágóðann og fengu góðar móttökur. Þau skoðuðu leikherbergið, var boðið upp á veitingar og fengu afhent viðurkenningaskjal fyrir frábært framlag.

Börn afhenda ágóðann af Góðgerðarmarkaðnum.


10

Heilsulindir í Reykjavík

Fréttir

GV

Fyrir a m a k lí l á s g o „Afreksfólk deilda“, fremri röð frá vinstri: Nansý skák, Iðunn Ösp fimleikar, Viktor Steinn karate. Aftari röð frá vinstri: Jón Karl formaður, Árni körfubolti, Haukur knattspyrna, Hafþór faðir Arndísar Ýrar frjálsar, Jón Margeir sund, Andrea Jacobsen handbolti, Hera tennis, Málfríður íþrótta- og félagsmálastjóri.

Jón Margeir Sverrisson afreksmaður Fjölnis 2012 - Steinar Ingimundarson Fjölnismaður ársins 2012

op nar sn em m a í öl lu m ve ðr um

fyrir alla fjölsky lduna

í þí n u hv erf i

Jón Margeir Sverrisson þekkja flestir eftir Ólympíumót Fatlaða sem fram fór í London í byrjun september 2012. Þar vann hann til gullverðlauna í 200 metra skriðsund karla og setti jafnframt nýtt heimsmet með tímanum 1:59:62. Jón keppir í fötlunarflokki S14 (þroskaheftir einstaklingar). Jón Margeir, sem er tvítugur hefur æft sund frá sjö ára aldri og árið 2005 keppti hann í fyrsta sinn erlendis. Strax þá var ljóst að hann væri meðal þeirra bestu í sinum fötlunarflokki. Síðan þá hefur hann æft af kappi með það að markmiði að vinna til verðlauna á Ólympíumótinu 2012. Jón Margeir á Íslandsmet í flokki Þroskahamlaða í eftirfarandi greinum. 25 m laug: 100, 200, 400, 800 og 1500 m skriðsund. 50 og 100 m bringusund, 100 m flugsund og 100 og 200 m fjórsundi. 50 m laug: 50, 100, 200, 400, 800 og 1500 m skriðsund, 50, 100, 200 m bringusund. 50, 100 og 200 m flugsundi. Þessi afrek eru mikil hvatning fyrir alla krakka, fatlaða og ófatlaða. Jón Margeir er afreksíþróttamaður á heimsklassa og flott fyrirmynd. Vonandi mun árangur hans hvetja unglinga áfram í að setja sér háleit markmið til að stefna á. Hann hefur sannað það að allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi. Jón Margeir hefur æft og keppt fyrir Sunddeild Fjölnis síðastliðin þrjú ár, undir handleiðslu Vadims Forafonov og Ragnars Friðbjarnarsonar yfirþjálfara Sunddeildar Fjölnis. Helstu afrek Jóns Margeirs árið 2012: • Ólympíumeistari. Jón Margeir varð Ólympíumeistari í 200 m skriðsundi í London í sumar. Í þessu sama sundi setti hann einnig nýtt glæsilegt heimsmet. • Heimsmet. Jón Margeir setti 3 heimsmet í flokki S14 (2 eru enn óstaðfest). • Heimslisti. Jón Margeir er á topp 10 heimslista IPC í 10 greinum, þar af í 1. sæti í 3 greinum. • Íslandsmet. Jón Margeir bætti 31 sinnum Íslandsmet á árinu 2012. Steinar Fjölnismaður ársins 2012 Steinar Ingimundarson, leikmaður og þjálfari í knattspyrnudeild til fjölda ára er Fjölnismaður árins 2012. Steinar spilaði upp eldri flokkana í knattspyrnu, hann var lengi leikmaður meistaraflokks, þjálfaði 3., 2. og meistaraflokk í áraraðir. Steinar er gríðarlegur keppnismaður, hann vann meistaraflokk upp úr 3. deild upp í 1. deild á 2 árum svo eitthvað sé nefnt. Steinar ásamt Innnes fyrirtækinu sem hann vinnur hjá hafa verið duglegir að styrkja félagið á undanförnum árum. Steinar glímir núna við erfið veikindi

Steinar Ingimundarson, Fjölnismaður ársins 2012 og Málfríður íþrótta- og félagsmálastjóri veita viðurkenninguna. sem hann er staðráðinn í að sigra, félagið Körfuboltadeild: Árni Ragnarsson. sendir honum hlýja baráttustrauma með Skákdeild: Nansý Davíðsdóttir. þessari viðurkenningu. Sunddeild: Jón Margeir Sverrisson. Afreksfólk deilda Tennisdeild: Hera Brynjarsdóttir. Fimleikadeild: Iðunn Ösp Hlynsdóttir. Aðalstjórn Fjölnis og starfsfólk skrifFrjálsíþróttadeild: Arndís Ýr Hafþórs- stofu óskar öllum sem hlutu viðurkenndóttir. ingu innilega til hamingju með árangurinn Handboltadeild: Andrea Jacobsen. og það gerum við á Grafarvogsblaðinu Karatedeild: Viktor Steinn Sighvatsson. einnig. Knattspyrnudeild: Haukur Lárusson.

„Afreksmaður Fjölnis 2012“ Jón Margeir Sverrisson tekur við bikarnum. Jón Karl formaður og Málfríður íþrótta- og félagsmálastjóri veita viðurkenninguna.


R U Ð A K R A M U L Ö S T Ú R U Ð ÚTSÖLUMAR A K R A M U L KAÐAUÐRURÚTÚTSÖ K S R Ö A L U M MARKAÐUR U L Ö S T Ú ÚTSÖLUMAR KAKÐAÐUURR R A M U L Ö S T Ú R U Ð A K R A M U L Ö S T Ú R U Ð A K R A M U L Ö S ÚT

ÚTSÖLUMARKAÐUR HVERAFOLD 1-3 EFRI HÆÐ FULLT AF NÝJUM SPENNANDI VÖRUM Á ÓTRÚLEGU VERÐI! OPIÐ ALLA DAGA FRÁ 12:00 -19:00

R U Ð A K R A M U L Ö S T Ú R U Ð A K R A M U L Ö S T Ú R U Ð A K R A ÖLMUMARKAÐUR ÚTSÖLUMARKAÐUR ÚTSÖLUMA TS ÚTÖSLU RKAÐUR


12

GV

Fréttir

Harmar ákvörðun Kirkjuráðs

ÍTR gefur í sund út janúar Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum þann 14. desember 2012 að veita börnun að 18 ára aldri frían aðgang í laugarnar í Reykjavík frá 20. desember næst komandi til og með 31.janúar 2013. Íþrótta- og tómstundaráð vill með þessari tillögu hvetja börn til sundiðkunar í jólaleyfi skólanna og í mesta skammdeginu. Tilvalið er fyrir fjölskyldur að sækja saman laugarnar yfir hátíðarnar, enda afgreiðslutími lauganna mikill.

Borghyltingur hlýtur bókmenntaverðlaun

- ályktun sóknarnefndar Grafarvogskirkju 13. janúar Sóknarnefnd Grafarvogskirkju harmar nýlega ákvörðun Kirkjuráðs að fresta auglýsingu á fjórða prestsembættinu í Grafarvogssókn til 1. ágúst og bíða þar með að ráða í stöðu séra Bjarna Þórs Bjarnasonar sem lét af störfum sl. haust við sóknina eftir ellefu ára farsælt starf. Þessi ákvörðun Kirkjuráðs er algerlega óviðunandi fyrir sóknina og hefur þær afleiðingar að guðsþjónustum fækkar um 50% í Borgarholtsskóla og sömuleiðis falla barnamessur þar niður þar til ráðið verður í embættið. Barnamessur verða hins vegar áfram með óbreyttu sniði í Grafarvogskirkju. Grafarvogssókn er langstærsta sókn á Íslandi með yfir

Dagur Hjartarson hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2012 fyrir ljóðahandritið ,,Þar sem vindarnir hvílast og fleiri einlæg ljóð”.

Dagur Hjartarson.

Dagur útskrifaðist af málabraut Borgarholtsskóla í desember 2005. Hann stundar nú meistaranám í íslenskum bókmenntum og ritlist við Háskóla Íslands. Ljóðabókin er komin út hjá bókaforlaginu Bjarti og er þetta fyrsta bók höfundar. Nýlega hlaut Dagur einnig Nýræktarstyrk Bókmenntasjóðs fyrir smásagnahandritið Fjarlægðir og fleiri sögur sem kemur væntanlega út á næsta ári. Jón Gnarr borgarstjóri afhenti Degi verðlaunin í Höfða en þau nema 600 þúsund krónum.

Sorg og sorgarviðbrögð í Grafarvogskirkju

18.500 íbúa og hefur haft fjóra presta í þjónustu sinni undanfarin ár. Reglur Kirkjuráðs eru að hver prestur þjóni að hámarki 4 þúsund íbúum og eru því hvorki meira né minna en 6 þúsund íbúar á bak við prestsembættið sem Kirkjuráð frestar núna að auglýsa til umsóknar. Miðað við íbúafjöldann þyrfti í raun að huga að stöðu fimmta prestsins við sóknina. Sóknarnefndin vonast til að brugðist verði hratt við og fundin lausn á þessu alvarlega máli í langfjölmennasta kirkjusöfnuði landsins. Sóknarnefnd Grafarvogskirkju.

Um 3000 á þrettándabrennunni Góð stemming var við þrettándabrennunni við Gufunesbæinn sunnudaginn 6. janúar þegar haldin var árleg brenna á vegum Miðgarðs þjónustumiðstöðvar, frístundamiðstöðvarinnar Gufunesbæjar, Skólahljómsveitar Grafarvogs, íþróttafélagsins Fjölnis og skátafélagsins Hamars. Við Hlöðuna í Gufunesbæ lék Skólahljómsveitin nokkur vel valin lög undir stjórn Einars Jónssonar og foreldrafélag Skólahljómsveitarinnar sá um að heitt kakó og kyndlar væru í boði. Skrúðganga fór frá Hlöðunni að brennustæði þar sem Söngvasveinar spiluðu og sungu og síðustu jólasveinunnum sást bregða fyrir á leið sinni til fjalla.

Fimmtudaginn 31. janúar kl. 20:00 mun séra Lena Rós Matthíasdóttir flytja erindi um sorg og sorgarviðbrögð. Í kjölfarið verður boðið upp á samfylgdarhóp á fimmtudagskvöldum kl. 20:00. Hópurinn er opin öllum syrgjendum, óháð tengslum við hinn látna og reiknað með að hópurinn hittist í fimm skipti. Skráning fer fram fimmtudagskvöldið 31. janúar eða á nefanginu: srlenaros@grafarvogskirkja.is

Brennan var glæsileg að vanda og tæplega þrjú þúsund manns lögðu leið sína á brennuna í frábæru veðri. Herlegheitunum lauk formlega með glæsilegri flugeldasýningu. Aðstandendur vilja færa öllum þeim sem á einhvern hátt komu að þessum viðburði og studdu hann bestu þakkir.

Þrettándabrennan var glæsileg að vanda.

ÍBÚAFUNDIR MEÐ BORGARSTJÓRA Í ÖLLUM HVERFUM Jón Gnarr borgarstjóri mun funda með íbúum í öllum hverfum borgarinnar í tengslum við verkefnið Betri Hverfi. Farið verður yfir verkefni síðasta árs og óskað eftir hugmyndum að nýjum verkefnum til að bæta íbúahverfin í Reykjavík auk þess sem óskað verður eftir samráði við íbúa um eftirfylgni verkefna. Laugardalur

Mánudagur

14. janúar

kl. 17.00

Laugalækjarskóli

Árbær

Miðvikudagur

16. janúar

kl. 17.00

Árbæjarskóli

Vesturbær

Fimmtudagur

17. Janúar

kl. 17.00

Hagaskóli.

Háaleiti - Bústaðir

Mánudagur

21. janúar

kl. 17.00

Réttarholtsskóli

Breiðholt

Þriðjudagur

22. janúar

kl. 17.00

Gerðuberg

Miðborg

Miðvikudagur

23. janúar

kl. 17.00

Ráðhúsi Reykjavíkur

Grafarholt – Úlfarsárdalur

Fimmtudagur

24. janúar

kl. 17.00

Sæmundarskóli

Kjalarnes

Fimmtudagur

24. janúar

kl. 20.00

Klébergsskóli

Hlíðar

Mánudagur

28. janúar

kl. 17.00

Kjarvalsstaðir

Grafarvogur

Þriðjudagur

29. janúar

kl. 17.00

Gufunesbær

www.betrireykjavik.is

Reykjavíkurborg

GERUM REYKJAVÍK ENN BETRI!


Miðaverð:

a t t é r u l s i e V s i f f a k a l ú M ð r o b ð a l h a r r o Þ Nýmeti

Súrmeti 

 Heitir réttir

 

 

    

  

 Ekki missa af balli ársins!
14

GV

Fréttir

Um málefni aldraðra Félag eldri borgara hefur lengi unnið að bættum kjörum skjólstæðinga sinna, en gjarnan verið daufheyrt. Í stað þess að sinna þeirri eðlilegu mannréttindakröfu, að hinir eldri fái að njóta áhyggjulauss ævikvölds, þá hefur hið opinbera skirrst við að sinna lögbundnum skyldum sínum og reyndar gengið svo langt að skerða kjör þeirra umfram aðra. Það er eins og stjórnmálamenn, sem ákveða kjörin, ætli sér ekki að verða gamlir sjálfir. Eðlilegt líf Það er ýmislegt gott hægt að gera til þess að bæta líf þessa fólks utan beinna launakjara. Þar má nefna að heimilis og hjúkrunaraðstoð verði í boði fyrir alla þá, sem vilja búa í eigin húsnæði. Að dagvistunar, skammtíma og hvíldarúrræðum sem og hjúkrunarrýmum verði fjölgað til þess að mæta þörf. Að settir verði gæðastaðlar um alla þjónustu við aldraða og eftirlit með henni verði aukið og bætt. Að búsetuúrræði verði sem fjölbreyttust og að dvalarheimili verði endurbætt til þess að gera þau vistlegri og heimilislegri, en höfundi finnst þau gjarnan vera of spítalaleg. Mér finnst t.d. að mötuneyti og matsalir eigi að hverfa frá hinum ósjarmerandi verksmiðjustíl átstaða og gera þetta líkara huggulegum veitingahúsum, eins og undirritaður hefur séð erlendis. Allt þetta til þess að umgangast fólkið með þeirri virðingu og tillitssemi, sem það á skilið, en ekki eins og annars flokks borgara. Eðlileg kjör Það er augljóst að bæta þarf kjör eldri borgara. Það þarf ekki bara að bæta þeim beinar launaskerðingar, sem þeir hafa mátt þola undanfarin ár, heldur finnst mér að hækka eigi launin umfram það að vera lágmarks framfærslukjör til þess að verða sæmileg og mannsæmandi svo fólkið megi vera sjálfstætt, en ekki háð einhvers konar ölumsu. Þeir, sem njóta skulu, hafa alla sína ævi greitt til samfélagsins og samfélagið verður að virða það. Þá verður að afnema allar tekjutengdar skerðingar TR svo ekki sé talað um auðlegðar eða eignaupptökuskattinn. Það er afar ódrengilegt og óskynsamlegt að hegna þeim, sem hafa sparað í gegn um lífið með þátttöku lífeyrissjóði eða annarri ráðdeild. Lífeyrissjóðirnir eru sérstakt vandamál, en það er líka óþolandi að skerða greiðslur frá TR vegna dugnaðs fólks eða sjálfsbjargarviðleitni þess ef það vill og getur unnið sér inn aukatekjur, þótt það sé farið að reskjast. Við skul-Kjartan Örn Kjartansson. um hafa í huga að þeir, sem eldri eru, eru líka þeir sem reyndari eru og í mörgum tilfellum besti vinnukrafturinn, sem þjóðfélagið á og sem það þarf á að halda. Og borga þeir ekki áfram sína skatta eins og aðrir? Og eiga svo ekki allir borgarar landsins að hafa jafnan rétt fyrir Guði og mönnum? Réttlætismál Ég fjalla um þetta vegna þess að mér finns þetta vera réttlætismál. Ég geri mér fulla grein fyrir að þetta kostar og að ná þarf þessu markmiðum í einhverjum skrefum, vonandi stórum og sem fyrst. Ég hef í öðrum blaðagreinum fjallað um vandamálið með lífeyrissjóðina og einnig það hvernig Ísland getur komist yfir stórfé með því af áræði að takast á við vogunar/hrægammasjóðina og snjóhengju þeirra sem og aflandskrónur samhliða upptöku nýs gjaldmiðils eins og er á stefnuskrá XG, Hægri grænna, flokks fólksins (sjá xg.is). Á sama tíma er landið að eyða miklum peningum í alls kyns og óteljandi nefndir, rekstur ýmiss konar fyrirtækja og fyrirbrigða, sem gaman er að hafa eins og stórþjóðirnar, en hægt er að spara við fyrir okkur eða leggja niður. Við eyðum milljarðafjöld í umsókn að ESB, sem aldrei verður af og síauknar milljarða stórgjafir í nafni þróunaraðstoðar, sem við höfum ekki heldur efni á við núverandi aðstæður. Til stendur að eyða vel á annan tug milljaraða króna í langt orlof fyrir ungt og hraust fók, sem er að eignast börn eða fóru þau í frí þau gömlu, þegar þau eignuðust okkur? Svona má lengi telja. Það má því segja að forgangsröðunin sé röng, mjög röng, en auðvitað þarf að hugsa með þakklæti til gamla fólksins og hugsa um þau eins og þau gerðu um okkur, sem yngri erum. Hugsum af kærleik og skilningi um fólkið í landinu, en ekki um eitthvað tilbúið kerfi. Kjartan Örn Kjartansson Höfundur er fyrrv. forstjóri

Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi á útsölumarkaði Nettó í Hverafold en þar er á boðstólum mikið úrval af vörum frá öllum Nettóverslununum. GV-myndir PS

Útsölumarkaður Nettó - í Hverafold

Opnaður hefur verið sameginlegur útsölumarkaður fyrir allar Nettóverslanir. Hann er staðsettur í Hverafold 1-3 efri hæð og opinn daglega frá kl. 12-19. Þar má finna allskyns vörur svo sem Leikföng, búsáhöld, fatnað, jólavörur og margt fleira. Daglega er fyllt upp með nýjum vörum og spennandi vörum á ótrúlegu verði.

Útsölumarkaðurinn er á 2. hæð í Torginu í Hverafold.

Það er mikið úrval á útsölumarkaðnum hjá Nettó í Hverafold.

b bfo.is fo.is 7 7^[gZ^ÂVkZg`hi¨Â^;g^Âg^`hÓaV[hhdcVgZ][ ^[gZ^ÂVkZg`hi¨Â^;g^Âg^`hÓaV[hhdcVgZ][

W[d5W[d#^h W[d5W[d#^h

BG

BG

S VO

SV

T T UÐ ÞJ Ó N US

TA

OT TUÐ ÞJÓNUS

TA

SMIÐJUVEGI 22 (GRÆN (GRÆN GATA) GA ATTA) · 200 KÓPAVOGI KÓPAVOGI · SÍMI: 567 7360

Jólaratleikur Sigynjar Skömmu fyrir jólin fór félagsmiðstöðin Sigyn með stóran hóp af unglingum í miðbæ Reykjavíkur í jólarat-og þrautaleik. Leikurinn hófst á Hlemmi og þurftu krakkarnir að vinna sig alla leið ofan í Hitt Húsið með því að leysa ýmsar þrautir á leiðinni. Allir sem tóku þátt stóðu sig mjög vel og gátu allir klárað þrautirnar með glæsibrag. Í Hinu Húsinu var síðan tekið á móti hópnum með léttu jólakaffi á meðan starfsfólk Sigynjar fór yfir stigafjölda. Sigurvegarar kvöldsins voru þær Sylvía, Birta, Selma, Bjargey, Steinunn og Andrea.

Sigurvegarar kvöldsins, Sylvía, Birta, Selma, Bjargey, Steinunn og Andrea.

Skipt­um­um­bremsuklossa­og­diska


15

GV

Fréttir Fyrsta bílapartasalan opnar í Grafarvogi:

Smápartar.is opnuðu í Fossaleyni 16 og gengur vel ,,Við vorum í byggingageiranum en þegar lítið var að gera þar ákváðum við að opna bílapartasöluna Smápartar.is að Fossaleyni 16 um vorið á síðasta ári og bæta henni við reksturinn,” segir eigandi Loftsteina ehf., Svanur Örn Tómasson. ,,Við sáum að húsnæði hafði losnað og kannski ekki miklir möguleikar á að leigja það út. Við ákváðum því að slá til og opna bílapartasölu. Þetta byrjaði rólega og í fyrstu keyptum við nokkrar bílategundir, tvær til þrjár tegundir, en fljótlega kom í ljós að það var ekki nóg

þannig að við höfum fjölgað tegundunum verulega. Núna er fjölbreytnin að skila sér og orðið mikið að gera,” segir Svanur Örn. Hann hefur nú fastráðið tvo starfsmenn, Birnu Láru og Aron Inga. Smápartar leggja áherslu á að veita viðskiptavinum sínum góða þjónustu og einnig á að bjóða góð verð. ,,Auk þess að vera með tvo fastráðna starfsmenn hafa verið tveir unglingsstrákar hjá okkur sem Miðgarður hafði leitast eftir að við tækjum að okkur til að skaffa þessum orkumiklu ungu

mönnum eitthvað að gera og hefur það samstarf gengið mjög vel,” segir Svanur Örn og er ánægður með gang mála. ,, Í dag lítur út fyrir að Smápartar.is þurfi frekar að stækka við sig húsnæði frekar en hitt, þar sem bílategundirar eru orðnar átta talsins og nokkrar undirtegundir útfrá hverri tegund.” Smápartar er opið alla virka daga frá kl. 10.00 til 18.00 nema föstudaga þá er opið kl. 10.000 til 16.00. Heimasíðan www.smápartar.is er mjög góð og símarnir 5675040 og 7785040. Þá má hafa samband á smapartar@smapartar.is

Svanur Örn Tómasson, Aron Ingi og Birna Lára hjá bílapartasölunni Smápartar.is í Fossaleyni 16.

GV-mynd PS

Unnið að gerð leiksvæðis fyrir börn og fullorðna við Gufunesbæ.

Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík:

Grafarvogsbúar völdu göngustíga og trjágróður Aukinn trjágróður og betri göngustígar eru meðal þeirra verkefna sem íbúar í Grafarvogi völdu og komust til framkvæmda í tengslum við verkefnaval „Betri hverfa“ í fyrra. Íbúar sendu fyrst inn hugmyndir sem síðan var kosið um í opinni rafrænni kosningu. Aftur verður efnt til kosninga í mars nk. Það kom ekki á óvart að óskir íbúa í Grafarvogi beindust einkum að betri gönguleiðum og umhverfi, en einnig var leiksvæði fyrir börn og fullorðna á óskalistanum. Hér eru verkefnin sem framkvæmd hafa verið: 1. Gróðursett voru tré til skjóls á nokkrum stöðum í hverfinu m.a. við Borgaveg og Víkurveg. 2. Trjágróður var settur niður við Langarima. 3. Sett var ræsi í göngustíg neðan Staðahverfis til að losna við klakamyndun þegar vatn rennur yfir hann. 4. Opið svæði norðan við Rimaskóla var hreinsað. 5. Svæði austan hafnarsvæðis í Gufunesi var hreinsað. 6. Gróðursett voru tré við Gullinbrú hjá Bryggjuhverfi. 7. Settir voru upp nýir ruslastampar á nokkrum stöðum í hverfinu. 8. Á göngustíg bak við Korpuskóla voru settir upp ljósastaurar á 140 metra kafla. 9. Lýsing á gangstíg norðan við Rimaskóla var bætt. Settir voru upp ljósastaurar á um 300 metra Dagur B. Eggertsson, formaður kafla við stíg sem liggur norðan við skólann, innan borgarráðs Reykjavíkur. skólalóðarinnar. 10. Unnið var að gerð leiksvæðis fyrir börn og fullorðna við Gufunesbæ. 11. Aðstaða og aðgengi á útivistarsvæði við Gufunesbæ var bætt m.a. með aukinni lýsingu. 12. Göngustígur frá Fossaleyni yfir á Korputorg var malbikaður. Eftir er að byggja brú yfir Korpu en það verður gert fljótlega. 13. Gróðurbeð á leiksvæðum í Staðahverfi voru hreinsuð og gróður yfirfarinn. Framkvæmdafé vegna verkefna Betri hverfa í Grafarvogi var í fyrra um 40 milljónir króna og verður það óbreytt í ár. Í ár verður haldið áfram með þessa lýðræðistilraun og einnig kallað eftir hugmyndum íbúa vegna verkefna og kosið milli þeirra í mars. Hvet ég alla Grafarvogsbúa til að liggja ekki á hugmyndum sínum, mæta á fund borgarstjóra um málið 29. Janúar kl. 17 í Gufunesbæ og taka þátt í kosningunni. Við getum öll lagt okkar af mörkum til að skapa betri borg. Höfundur er formaður borgarráðs Reykjavíkur


16

SG

Snyrtistofa Grafarvogs

GV

Fréttir

Láttu það eftir þér!, komdu til okkar persónuleg og góð þjónusta Berglind, Helga, Auður og Heiðbjört

Snyrtifræðingar og meistarar Hverafold 1-3 III hæð sími: 587-6700 www.ssg.is Séra Lena Rós Mattíhasdóttir með fyrsta pokann.

Öflugir karlar í Fjörgyn

Rúnar Geirmundsson

Sigurður Rúnarsson

Elís Rúnarsson

Þorbergur Þórðarson

Alhliða útfararþjónusta Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is

Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990

- Lionsklúbburinn Fjörgyn afhenti 50 matargjafir fyrir jólin Hinn árlegi matargjafaviðburður Lionsklúbbsins Fjörgynjar í Grafarvogi var haldinn þann 17. desember sl. Upp úr hádegi söfnuðust saman vaskir menn og pökkuðu ýmsu góðgæti í 50 veglegar matargjafir sem ætlaðir eru þeim í heimabyggð sem ýmissa hluta vegna eiga erfitt um þessi jól og leituðu til Grafarvogskirkju með aðstoð. Þetta ferli byrjar á haustdögum í september þegar byrjað er að leita fanga hjá fyrirtækjum og nutum Lionsklúbburinn Fjörgyn góðs af einstöku tengslaneti Guðmundar Harðarsonar, eins félaga okkar í klúbbnum og nutum við því eins og svo oft áður einskærrar velvildar eftirtalinna fyrirtækja: Krónan, ÍslenskAmeríska, Ölgerðin, Natan og Olsen, sælgætisverksmiðjan Freyja og Nekó

auk þess að sérvalinn bóndi útvegaði Fjörgyn kartöflur í þetta verkefni og konur í Lionsklúbbnum Fold í Grafarvogi bökuðu sérstaklega tvær sortir af smákökum fyrir þetta tilefni. Innihald pakkanna að þessu sinni var eftirfarandi: 2 kg af hamborgarhrygg, 2 kg af kartöflum, kippa af malti og tveggja lítra appelsín, 500 gr. af Merrild kaffi, tvær tegundir af smákökum, rauðkál, grænar baunir, sósur, nammipoki, sérvettu pakki og kerti auk þess sem að hugljúf jólakveðja fylgdi með. Auðvitað eru aðstæður fólks misjafnar en allt átti fólkið það sammerkt að fullvissa meðlimi í Fjörgyn um að þessar gjafir færu þangað þar sem þeirra væri mest þörf því litlu augnatilitin og feimnislega brosið sýndu það að fólkið var þakklátt og það var eins og það góða sem allt sér fylgdist

með okkur þarna í kjallara Grafarvogskirkju. Og tilfinningin sem fylgir því að gera öðrum til góða ýtti til hliðar þeim hugsunum að sú mikla vinna sem við hefðum lagt í þetta væri að enda komin í þetta skiptið og jafnvel voru menn farnir að spá í hvernig við myndum bera okkur að fyrir næstu jól á þessu ári. Verðmæti pakkanna 50 var um 500.000 krónur og sinntu tveir menn skipulagningu og efnisöflum og síðan voru um 8 í viðbót í pökkun. Matargjafanefnd Fjörgynjar vill þakka þeim fjölmörgu aðilum sem lögðu hönd á plóginn að gera þetta svona veglegt, klúbbfélögum fyrir veitta aðstoð og Grafarvogskirkju fyrir samstarfið. Fh. Verkefnanefndar Lkl Fjörgynjar, Friðrik Már Bergsveinsson.

Hvar varst þú 12.12.12 kl. 12.12.12? Mikið hefur verið rætt um dagsetninguna 12.12.12 og það gerðu nemendur 10. bekkjar Vættaskóla einnig og talan 12 var ofarlega í huga allra. Augnablikið 12.12.12 kl. 12.12.12 var fest á filmu og allir hamingjusamir og glaðir í tilefni dagsins. Þetta er augnablikið! Hvar varst þú 12.12.12 kl. 12.12.12? Þessir nemendur í 10.bekk í Vættaskóla vita nákvæmlega hvar þeir voru.

Frábær gjöf fyrir veiðimenn Gröfum nöfn veiðimanna á boxin Uppl. á www.Krafla.is (698-2844)

Augnablikið. Myndin var tekin 12.12.12 kl. 12:12,12.


17

GV

- Bókmenntaklúbbur Grafarvogskirkju

Mánudaginn 21. Janúar kl: 20 - 22 hefur göngu sína, nýstofnaður bókmenntaklúbbur við Grafarvogskirkju. Markmiðið með klúbbnum er að stefna saman áhugasömum lestrarhestum til samlesturs á frambærilegum skáldsögum. Fyrsta bókin sem lesin verður heitir Minning um óhreinan engil, eftir Henning Mankell. Áhugasamir verði sér úti um bókina og lesi bls. 1-36 fyrir fyrsta kvöldið, en þá mun hópurinn hittast yfir kaffi og kruðerý og rýna í efnið. Hópurinn hittist öll mánudagskvöld þar til sagan verður á enda lesin. Lokakvöldið verður þann 18. mars. Björg Ólafsdóttir, Grafarvogsbúi og áhugamanneskja um góðar bókmenntir, leiðir hópinn. Nánari upplýsingar veita Björg og séra Lena Rós á netföngunum: bolafs@gmail.com og srlenaros@grafarvogskirkja.is Henning Mankell er óhemjuvinsæll um allan heim fyrir sögur sínar um lögreglumanninn Wallander. Mankell hefur dvalið langdvölum í Afríkuríkjum og nýtir hér þekkingu sína í áhrifamikilli sögulegri skáldsögu um samskipti hvítra og svartra. Á bókarkápu segir: 1904 yfirgefur Hanna Lundmark með leynd sænskt gufuskip sem liggur við bryggju í stórum bæ í Portúgölsku Austur-Afríku. Fyrir duttlunga örlaganna verður hún eigandi stærsta vændishússins þar. Hún fær samúð með

svörtu vændiskonunum og tekur nærri sér að sjá hvernig nýlenduherrarnir koma fram við íbúa landsins en konurnar snúast öndverðar gegn tilraunum hennar til að vingast við þær. Kynni Hönnu af Pedro Momenta, sem gerir út á stöðugan ótta hvíta fólksins og skelfilegur harmleikur neyða hana til að gera upp við sig hver hún er og hvaða lífi hún vill lifa. Hólmfríður K. Gunnarsdóttir þýddi, (M&M, 2012). Ummæli má finna hér: http://www.landogsaga.is/section.php?id =10003&id_art=11151

GV

Sími 587-9500

Gerum leiðina greiðari Við hvetjum íb búa borgarinnar til að huga að trjágróðri í görðum sínum.. Vel sprottin tré é eru augnayndi en gætum þess að gróðurinn seilist ekkii út á gangstéttir og stíga. Umferðarmerki þurfa að sjást vel og trjágróður má ekki byrgja götulýsingu. Skólabörn, hjólreiðafólk og aðrir vegfarendur þurfa að komast leiðar sinnar og eins er mikilvægt að snjómoksturstæki geti hindrunarlaust rutt snjó af gönguleiðum. Tökum höndum saman – og hugsum út fyrir garðinn, snyrtum trén svo að leiðin sé greið allt árið!

Reykjavíkurborg ı Þjónustuver 411 1111 ı www.reykjavik.is

R ey

Yndislestur

REYKJAVÍKURBORG

Fréttir


18

GV

Fréttir

Mjög góð íbúð, hæð og ris, í Dvergaborgum - til sölu hjá Fasteignamiðlun Grafarvogs í Spönginni Mjög góð 4-5 herbergja íbúð á hæð og í risi við Dvergaborgir. Gott útsýni er úr íbúðinni. Tvö baðherbergi og þrjú til fjögur svefnherbergi. Hátt til lofts er í stofu og mjög rúmgott eldhús. Stórar svalir. Laus til afhendingar 1. febrúar.

bergi. Lítið baðherbergi með glugga er á rishæðinni, þar er dúkur á gólfi. Á öllum gólfum er dúkur nema í anddyri og á baðherbergi niðri, þar eru flísar. Á jarðhæð er sameiginleg hjóla og vagnageymsla. Sér geymsla er á jarðhæð.

Komið er í íbúðina sem er á 3. og efstu hæð, um sér inngang af opnum svalagangi. Forstofa er með flísum á gólfi, skáp og fatahengi. Inn af holi er rúmgott svefnherbergi með fataskáp. Baðherbergi á hæðinni er með glugga, ljósum flísum á gólfi og hluta af veggjum, sturtuklefa og tengt er fyrir þvottavél og þurrkara. Eldhúsið er opið og mjög rúmgott og bjart. Gluggi er á eldhúsi með góðu útsýni. Hvít innrétting er í eldhúsi, eldavél og vifta. Flísar eru á vegg við eldavél og tengt er fyrir uppþvottavél. Rúmgóður borðkrókur er í eldhúsi. Stofan er björt og með mikilli lofthæð. Útgengt er úr stofu á stórar suð-austur svalir. Yfir íbúðinni er rúmgott risloft. Þar eru tvö svefnherbergi með fataskápum og stór geymsla. Hægt er að setja upp þakglugga yfir geymslunni og nýta sem svefnher-

Nýbúið er að flota svala- og stigagang í húsinu. Stutt er í skóla og Borgarholtsskóli er í næsta nágrenni. Spöngin verslunar-og þjónustumiðstöð er einnig stutt frá. Fallegar útivistar og gönguleiðir eru í Grafarvogi, Egilshöllin og golfvöllur eru innan hverfisins.

Eldhúsið er opið og mjög rúmgott og bjart. Gluggi er á eldhúsi með góðu útsýni.

Baðherbergi á hæðinni er með glugga.

Útgengt er úr stofu á stórar suð-austur svalir.

Stofan er björt og með mikilli lofthæð.

Langir dagar í Kastala -Turninum Frístundaheimilið Kastali/Turninn sem staðsett er í Húsaskóla er eitt af átta frístundaheimilum sem frístundamiðstöðin Gufunesbær rekur. Ástæðan fyrir tveimur nöfnum er sú að þar er starfsemin tvískipt eftir aldri barnanna, yngri börnin eru í Kastala en þau eldri í Turninum. Í jólaleyfi skólanna eru svokallaðir langir dagar í frístundaheimilunum en þá geta krakkarnir dvalið þar allan daginn. Á þeim dögum er starfsemin oft brotin upp og t.d. farið í ferðir. Þann 21. desember s.l. fóru krakkarnir í árlega ferð í Kringluna til að setja pakka undir jólatré Mæðrastyrksnefndar. Þau voru búin að útbúa tvo pakka fyrir stráka og stelpur á

Nýju ári var fagnað í keilu í Egilshöll.

Fernur Pappi

Rafhlöður

Pappír

Málmar

Dagblöð/ tímarit

Plastumbúðir

þeirra aldri. Síðan var jólastemmningin í Kringlunni skoðuð og að lokum farið á kaffihús þar sem allir fengu heitt kakó og meðlæti. Nýju ári var svo fagnað 3. janúar með ferð í Egilshöll þar sem farið var í keilu. Mikil gleði var í hópnum og keppnisskapið á sínum stað. Þegar heim var komið biðu nýbakaðar vöfflur, smákökur og ís. Það má með sanni segja að löngu dagarnir hafi verið góðir hjá þeim krökkum sem voru í Kastala – Turninum í jólaleyfinu.

an Endurvinnslutunnan Endur vinnslutunnan er raunhæfur valkostur!

Fyrir 7 árum hóf Gámaþjónustan hf. að bjóða upp á Endurvinnslutunnu á höfuðborgarsvæðinu til flokkunar á heimilissorpi. Í hana mega fara SJÖ flokkar af efnum, allt laust í tunnuna nema rafhlöður sem fara í þar til gerða poka. Aðeins Endurvinnslutunnan bíður upp á þetta marga flokka í sömu tunnu, sem er mikil hagræðing. Allt sem í Endurvinnslutunnuna fer er síðan flokkað í móttöku- og flokkunarstöð Gámaþjónustunnar hf., baggað og gert klárt til útflutnings. Endurvinnsla okkar er ábyrg og örugg!

E ET+ T+

Þarft þú að losna við raftæki? Við sækjum stærri raftæki til viðskipta vina Endurvinnslutunnunnarr þeim að kostnaðarlausu.

Kynnið ykkur allt um Endurvinnslutunnuna á

endurvinnslutunnan.is

maggi@12og3.is 21.850/01.13

Kynnið ykkur vel hvaða valkostir eru í boði: Þið eigið val um að panta Endurvinnslutunnuna frá Gámaþjónustunni en í hana má setja SJÖ flokka af endurvinnsluefnum. Okkar lausn er umhverfisvæn, ódýr og sparar þér sporin.

Ekkert skrefagjald!

Söludeild Hringhellu 6 • 221 Hafnarfjörður • Sími 535 2510 • gamar@gamar.is • endurvinnslutunnan.is


19

GV

FrÊtt­ir

Risablót í­Grafarvogi å­fÜstudaginn­26.­jan -­Sålin­og­Stebbi­Hilmars­leika­fyrir­dansi

NĂş stuttist mjĂśg Ă­ glĂŚsilegt ĂžorrablĂłt FjĂślnis sem haldiĂ° verĂ°ur Ă­ Ă­ĂžrĂłttamiĂ°stÜðinni DalhĂşsum ĂĄ fĂśstudaginn, 26. janĂşar. Ă&#x17E;ennan dag ĂŚtla FjĂślnismenn aĂ° blĂĄsa til risavaxins ĂžorrablĂłts Ă­ Ă?ĂžrĂłttamiĂ°stÜðinni viĂ° DalhĂşs. BoĂ°iĂ° verĂ°ur upp ĂĄ Ăžorramat eins og hann gerist bestur frĂĄ MĂşlakaffi en Ăžeir sem ekki Ăžora Ă­ Ăžorrann Ăžurfa ekki aĂ° ĂśrvĂŚnta ĂžvĂ­ nĂłg verĂ°ur af góðmeti ĂĄ svĂŚĂ°inu. BlĂłtiĂ° verĂ°ur nefnilega meĂ° nokkru steikarĂ­vafi og boĂ°iĂ° verĂ°ur einnig upp ĂĄ stĂłrsteikur. Landskunnir listamenn verĂ°a viĂ° stjĂłrnvĂślinn ĂĄ ĂžorrablĂłtinu. Gamanleikarinn Ă&#x2013;rn Ă rnason verĂ°ur veislustjĂłri og Ăžegar borĂ°haldi er lokiĂ° mun SĂĄlin hans JĂłns mĂ­ns leika fyrir dansi ĂĄsamt

hinum eina og sanna StefĂĄni Hilmarssyni. FjĂślnir hefur oft haldiĂ° ĂžorrablĂłt ĂĄ undanfĂśrnum ĂĄrum. Stundum hefur tekist vel til en stundum misvel. NĂş eru FjĂślnismenn staĂ°rĂĄĂ°nir Ă­ ĂžvĂ­ aĂ° taka Ăžetta alla leiĂ° og ljĂłst er aĂ° engum ĂŚtti aĂ° leiĂ°ast Ăžann 26. janĂşar. ViĂ° skorum ĂĄ GrafarvogsbĂşa aĂ° taka daginn frĂĄ og skella sĂŠr ĂĄ ĂŚrlegt ĂžorrablĂłt Ăžar sem Ă­ boĂ°i verĂ°a bestu krĂŚsingar og algjĂśrir snillingar Ăžegar kemur aĂ° veislustjĂłrn og tĂłnlist. TakiĂ° daginn frĂĄ. MiĂ°ar verĂ°a seldir Ă­ Hagkaup Ă­ SpĂśng og kostar miĂ°i Ă­ mat og ĂĄ ball 7.500 krĂłnur en miĂ°iĂ° ĂĄ balliĂ° eingĂśngu kostar 3.200 krĂłnur.

Fyrsti viĂ°skiptavinur Nesdekkja aĂ° GrjĂłthĂĄlsi 10, SalvĂśr Ă&#x17E;ĂłrisdĂłttir, var leyst Ăşt meĂ° veglegum blĂłmvendi og fĂŠkk auk Ăžess frĂ­a umfelgun, ĂĄsamt Ăžvotti og skoĂ°un ĂĄ bĂ­inn sinn.

Nesdekk­opnar­að­Grjóthålsi­10

StefĂĄn Hilmarsson og SĂĄlin mĂŚtir Ă­ Grafarvoginn 26. janĂşar.

Rit­stjórn­og­aug­lýs­ing­ar­GV­­-­­587-9500

HjĂłlbarĂ°averkstĂŚĂ°iĂ° Nesdekk ĂĄ sĂŠr langa og farsĂŚla sĂśgu ĂĄ markaĂ°num. NĂ˝lega opnaĂ°i fyrirtĂŚkiĂ° fullkomna starfsstÜð aĂ° GrjĂłthĂĄlsi 10. Ă&#x17E;ar eru AĂ°alskoĂ°un og BĂłn- og ĂžvottastÜðin einnig meĂ° starfsemi. Nesdekk sĂŠrhĂŚfir sig Ă­ almennri hjĂłlbarĂ°a- og smurĂžjĂłnustu, ĂĄsamt sĂślu hjĂłlbarĂ°a og Ăžar verĂ°ur einnig boĂ°iĂ° upp ĂĄ smĂĄviĂ°gerĂ°ir. â&#x20AC;&#x17E;StaĂ°setningin er frĂĄbĂŚr, Ă­ sama hĂşsnĂŚĂ°i og Nesdekk eru tvĂś Ăśflug bĂ­laĂžjĂłnustufyrirtĂŚki. Ă&#x17E;etta býður upp ĂĄ mjĂśg fjĂślbreytta mĂśguleika og breidd Ă­ ĂžjĂłnustu sem lĂŠttir lĂ­fiĂ° hjĂĄ Ăśllum bĂ­leigendum ĂĄ svĂŚĂ°inu, â&#x20AC;&#x153; segir BjĂśrgvin Hermannsson, rekstrarstjĂłri Nesdekkja Ă­ GrjĂłthĂĄlsi 10. â&#x20AC;&#x17E;Nesdekk byggir ĂĄ mikilli reynslu ĂĄ Ăžessu sviĂ°i og starfsfĂłlkiĂ° hlakkar til aĂ° veita bĂ­leigendum fyrsta flokks dekkja-, smur- og smĂĄviĂ°gerĂ°arĂžjĂłnustu.â&#x20AC;&#x153;

Ă&#x17E;jĂłnusta­í­Þínu­hverfi .Â&#x2122;-3+%)¨)./++!2%25!¨(%&*!34 Erum ĂĄ facebook

'LERNšMSKEIĂ&#x2C6; LEIRMĂ&#x2039;TUNARNšMSKEIĂ&#x2C6; ',%2"2Â&#x17E;¨3,! ,%)2-ÂŤ45. OGĂ&#x2022;MISSKARTGRIPANšMSKEIĂ&#x2C6;

,%)234%90! ',%23+!24'2)0)2 -IKIĂ&#x2C6;Ă&#x2019;RVALAFSKARTGRIPAEFNI /'3+!24'2)0!'%2¨-)+)¨ GOTTVERĂ&#x2C6; ²26!,!&3+!24'2)0!%&.) !LLTTILGLERVINNSLUOGLEIRVINNSLU

777',)4)3

LÜg­gilt­ur­raf­verk­taki Sími­-­699-7756

Ă&#x17E;jĂłnustuauglĂ˝singar í­GrafarvogsblaĂ°inu eru­ ĂłdĂ˝rar­og­skila­årangri

587-9500


VERTU MEÐ

Taktu heilsuna föstum tökum á nýju ári fáðu 2013 startpakkann frítt *

Startpakkinn 2013 að andvirði 18.000 kr.

Innifalið: Tími hjá þjálfara Aðstoð við markmiðasetningu Ástandsmælingar Æfingaáætlun sem hentar þér Blue Lagoon húðvörugjöf Tveir fyrir einn miði í Bláa Lónið *Ef gerður er áskriftarsamningur til 12. eða 24. mánaða.

Profile for Skrautás Ehf.

Grafarvogsblaðið 1.tbl 2013  

Grafarvogsblaðið 1.tbl 2013

Grafarvogsblaðið 1.tbl 2013  

Grafarvogsblaðið 1.tbl 2013

Profile for skrautas
Advertisement