Grafarvogsbladid 9.tbl 2011

Page 4

4

Mat­gogg­ur­inn

GV

Grillspjót, hrefnukjöt og­berjakaka -­að­hætti­Maríu­og­Sveins

María Hauksdóttir og Sveinn Þrastarson,Leiðhömrum 7, eru matgoggar okkar að þessu sinni og uppskriftir þeirra fara hjér á eftir: Þetta eru allt fljótlegir en góðir réttir sem taka ekki mikinn tíma. Maturinn er lauslega áætlaður fyrir um 6 manns Forrétturinn er grillspjót með hörpuskel, risarækju ásamt rauðri og grænni papriku. Einn poki frosin hörpuskel Einn poki frosin risarækja 1 stk. rauð paprika 1 stk. Græn paprika Maldonsalt eftir smekk Best er að setja tréspjótin í bleiti í vatnsbaði áður en raðað er á þau. Þau vilja nefnilega brenna ef þau eru þurr. Raða skal þannig að paprikan kemur alltaf fyrst og síðust og á milli hörpuskelin og risarækjan. Að síðustu er saltinu stráð varlega yfir. Með grillpinnunum er gott að hafa með hvítlaukssósu og jafnvel snittubrauð. Hrefnukjöt í aðalrétt Ég hef valið að bjóða upp á hrefnukjöt sem smakkaðist einstaklega vel á grillinu í

sumar en Dagný vinkona mín úr Kópavoginum bauð mér upp á þessa fínu steik í einni af útileigunum okkar í sumar. Best er að láta sérskera fyrir sig kjötið af fagmanni í kjötborðinu þannig að eldunin verði sem best en hrefnukjöt þarf að vera akkúrat rétt steikt til að vera gott. Kjötið skal skorið í eins til tveggja sentimetra þykkar sneiðar. 1,2 - 1,5 kg Hrefnukjöt Marinering er einföld Heila flösku LA CHOY Teriyaki marinade og sauce 3 hvítlauksrif skorin mjög fínt. Sósan og hvítlaukurinn eru sett í skál og kjötið út í. Kjötið látið marinerast í 2 til þrjá tíma en alls ekki lengur Þá kemur að því að grilla en best er að allt meðlæti og sósur sem á að hafa með séu komin á borðið. Grillið á að vera funheitt á mesta styrk og gott er að hafa aðstoðarmann til að taka með sér tíman. Þá er það grilltíminn 32 sekúndur á fyrri hliðinni og 36 á þeirri síðari. Ef maður passar vel upp á eldunartímann þá er maður nokkuð öruggur um að fá

Mat­gogg­arn­ir María Hauksdóttir og Sveinn Þrastarson ásamt tíkinni Pílu.

GV-mynd PS

Sæunn­og­Kristinn næstu­mat­gogg­ar Við hjá GV vorum sjálf með uppskriftirnar í síðasta blaði og skoruðum því sjálf á Maríu Hauksdóttur og Svein Þrastarson, Leiðhömrum 7. Nú birtum við uppskriftir þeirra og þau skora á Sæunni Kjartansdóttur og Kristinn Þór Arnarsson, Rauðhömrum 5. Við birtum uppskriftir þeirra í blaðinu í október. þessa líka fínu hrefnusteik. Eftirréttur Tillögur að meðlæti eru t.d gott ferskt sallat og bökuð kartafla ásamt bernessósu.

Ber eru sett í kringlótt kökuform, t.d bláberin sem þú tíndir í berjamó nú í haust eða þá frosin úr poka úr búðnni. Uppskriftin þín af hvítum botni eða þessi uppskrift helt yfir berin. 2 egg 100 gr. sykur 80 gr. hveiti 1 tesk. liftiduft 1/2 matsk. vatn Bakað í 15 til 20 mínútur á 16 gráðum. Leift að kólna augnablik og hvolt á disk þannig að berin snúa nú upp. Bráðið súkkulaði látið drjúpa yfir kökuna og rjómi eða ís hafður með. Verði ykkur að góðu, María og Sveinn

Berjakaka með ís

ÓDÝRARI LYF Í

SPÖNGINNI

–einfalt og ódýrt Opið: Mán-fös: 9.00 -19.00 • Lau: 11.00 -16.00


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.