Grafarvogsbladid 4.tbl 2011

Page 7

7

GV

Að ferðast frá atburðum dymbilviku til athafna lífsins

Fréttir

- páskahugleiðing eftir sr. Lenu Rós Matthíasdóttur

Leið okkar inn í þetta líf var eitt allshverjar ferðalag, langt og viðburðarríkt, þar sem hver dagur var nýtt ævintýr, ný reynsla, ný skynjun, nýr vöxtur. Ferðalagið tók okkur flest u.þ.b. níu mánuði og okkur tókst að komast á leiðarenda. Á þann sama hátt kom Jesús inn í þetta líf, gegnum móðurskaut. Hann dvaldi í öruggu skjóli móðurkviðar, umvafinn þessari dásamlegu guðs gjöf, vatninu. Frá upphafi tilveru okkar hefur vatnið þannig verið okkur uppspretta lífs. Án þess getum við ekki lifað og sökum mikilvægis þess í tilveru okkar er það hlaðið merkingu sem varðar leiðina gegnum lífið. Vatnið, er dásamlegt, mjúkt, tært og þétt efni, sem kyrrir hugan. Því jafnvel þótt vatnið sé stöðugt á hreyfingu, þótt það geti beljað í stórum straumhörðum ám eða fossað með svo gífurlegum krafti að ógerlegt er í návist þess að heyra mælt mál. Þrátt fyrir kraftana og óreiðuna, já, stöðugan breytileika, frost eða funa, þá kyrrir það hugan hreinsar hann og nærir. Margir helgisiðafræðingar leggja mikla áherslu á skírnarfontinn í kirkjunni. Hann eigi að vera miðsvæðis ávallt fullur af vatni og fólkið eigi að geta gengið framhjá honum á leið sinni inn kirkjuna. Það eigi að geta ausið sig vatni. Þannig ætti fyrsta ferðalag safnaðarins ætíð að vera ferðin að ánni, ferðin að brunninum, sem ekkert byggt ból getur verið án. Þegar Jesús kom til Jóhannesar frænda síns við ánna Jórdan, ávarpaði hann Jóhannes af mikilli virðingu og bað hann að skíra sig. Jóhannes hváði, enda vissi hann að Jesús væri meiri og að eðlilegra væri að Jesús skírði sig. En þá ítrekar Jesús beiðni sína og segir: Jóhannes, skírð þú mig vatni,

ég skíri þig heilögum anda. Því jafnvel þótt skírnin marki upphaf hins andlega lífs, þá undirstrikar Jesús mikilvægi vatnsins við skírnina. Þannig verður vatnið að leiðarstefi jafnt við hina líkamlegu sem hina andlegu fæðingu. Síðan gerir Jesús þá kröfu til kristinna manna að þeir lifi skírninni á ferðalagi sínu hér í þessu lífi. Með þeirri kröfu biður Jesús þig að staldra reglulega við skírnarlaugina og spyrja sjálfa(n) þig – Á hvaða ferðalagi er ég? Með hvaða hætti lifi ég skírninni? Dymbilvikan, eða dagarnir í milli Pálmasunnudags og Páskasunnudags eru tilvaldir til að hugleiða það. Við skulum því skyggnast aftur til skírdagskvölds og skoða ferðalagið okkar í samhengi dymbilvikunnar!

sáramerki sem aldrei hverfa.

Það er þá sem vatnið kemur til sögunnar enn á ný. Í málverki Magnúsar Kjartanssonar, ,,Upprisan“, sjáum við þessi táknrænu stef kristinnar trúar. Fóturinn með naglafarinu bendir á það sem framundan er, á hinn myrka, langa föstudag. Daginn sem minnir okkur mennina á bresti okkar og

En hugur lærisveinanna var víðsfjarri slíkum þankagangi. Við sem stöndum hérna megin upprisunnar sjáum hins vegar atburð skírdagskvölds í réttu ljósi. Hið liðna er að baki. Framundan er upprisan og lífið, ferðalag í heilögum anda þar sem vatnið tæra bendir okkur stöðugt til nýrrar

vanmátt. Minnir okkur á hversu lítil við erum í eigin mætti. Fóturinn er lífið, lífið í Kristi, lífið hér og lífið í dauðanum. Eilífðin. Sigurinn. Við lítum fótinn og sjáum hvergi merki dauða, aðeins lífs. Æðar Jesú eru þrútnar af lífsins blóði. Aðeins sáramerkið minnir okkur á hve nálæg illskan er, hvernig hún meiðir og skilur eftir sig sáramerki. Jafnvel hið minnsta orð sem sagt er í vangá og reiði getur skilið eftir sig slík

vonar. En vatnið er einnig táknrænt fyrir vísan sína til trúarlegs umbrots í mannssálinni og opinberar þannig þrá mannsins eftir hreinleika og eftir því að fá að lifa lífinu í nýrri og stöðugri von. Löngum hefur verið um það rætt í draumafræðum að það að dreyma vatn geti gefið viðkomandi vísbendingu um þrá djúpt úr undirmeðvitundinni eftir hinu heilaga. Þrá eftir lifandi trú og samfélagi við Guð.

sr. Lena Rós Matthíasdóttir.

Og nú var skírdagskvöld upp runnið. Lærisveinarnir höfðu komið saman til kvöldverðar í samfélagi við kennara sinn og leiðtoga. Þeir gerðu sér enga grein fyrir því sem framundan var. Eflaust hefur þessi stund þeirra við borðið verið þeim ánægjulegt hlé frá amstri daganna. Hefðu þeir aðeins vitað að nú færi í hönd hin síðasta kvöldmáltíð þeirra allra saman. Gleðin var alls ráðandi við borðið og hversdagslegt áhyggjuleysi gaf þeim tóm að tala um allt það sem engu máli skiptir. Já, hefðu þeir aðeins vitað að þarna sat meistari þeirra og grét hljóðum tárum. Hann vissi að tíminn var kominn. Hryggðin læsti sig um hjarta hans, því hann þráði að fá að snerta við fleiri sálum. Hann þráði að fá að snerta við þér og hafa áhrif á líf þitt. En um leið gerði hann sér ljóst að ábyrgðin varð að flytjast yfir á lærisveinana, á okkur, systur og bræður Jesú. Og hann hugleiðir með sjálfum sér hvað sé það mikilvægasta af öllu, með hvaða hætti hann

Stærðfræðikeppni fyrir grunnskóla - á vegum Borgarholtsskóla 25. mars var haldin stærðfræðikeppni fyrir grunnskólanemendur úr Grafarvogi, Árbæ, Norðlingaholti og Mosfellsbæ. Stærðfræðikennarar við Borgarholtsskóla stóðu fyrir keppninni en tíu efstu nemendunum er boðin niðurfelling skólagjalda á fyrstu önninni ef þeir koma í Borgarholtsskóla auk margra annarra veglegra vinninga. Úrslit urðu eftirfarandi: 10. bekkur (34 keppendur): 1. Gylfi Tryggvason, Árbæjarskóla. 2. Darri Valgarðsson, Varmárskóla. 3. Magnús Óli Guðmundsson, Rimaskóla.

kveðji á þessari dýrmætu stundu.

9. bekkur (73 keppendur): 1. Stefán Már Jónsson, Varmárskóla. 2. Aðalbjörg Egilsdóttir, Varmárskóla. 3. Ásgrímur Ari Einarsson, Húsaskóla. 8. bekkur (71 keppandi): 1. Bryndís Muller, Húsaskóla. 2. Arna Karen Jóhannsdóttir, Varmárskóla. 3. Rósborg Halldórsdóttir, Varmárskóla. Skráðir þátttakendur voru 196 (178 mættu). Keppnin gekk alveg framúrskarandi vel og stóðu keppendur sig með sóma.

Hallgrímur Pétursson orðaði þetta af tærri snilld í passíusálmi 148: Ó, Jesús, gef þinn anda mér, allt svo verði til dýrðar þér uppteiknað, sungið, sagt og téð, síðan þess aðrir njóti með. Guð gefi okkur öllum innihaldsríka Dymbilviku og gleðilega páskahátíð!

H Hannaðu annaðu þína þína eigin e igin m myndabók yndabók VERÐ 0FRKÁR. 6.99 áo oddi.is ddi.is EINTAKIÐ

Farðu inn á www.oddi.is og búðu til persónulega gjöf. Vegleg innbundin myndabók með þínum myndum. Keppendur þungt hugsi í stærðfræðinni í Borgarholtsskóla.

Svo sendir Jesús okkur út á akurinn með þetta dýrmæta hlutverk að við lærum að auðmýkja okkur hvert gagnvart öðru, á sama hátt og hann sjálfur lægði sig frammi fyrir vinum sínum og þvoði fætur þeirra. Út á það gengur þetta ferðalag. Enginn fær vaxið í trúnni nema hann kannist við sjálfan sig sem hluta stærri heildar. Jesús setti sig ekki á hærri stall. E.t.v. var það hugsun Magnúsar heitins, þegar hann mundaði pensilinn við þetta mikla málverk (sem til skamms tíma hékk á skrifstofu borgarstjóra, en hangir nú uppi í Grafarvogskirkju). Auðmýktin og læging mannsins frammi fyrir hans eigin skorti og mennsku. Læging sem horfir framhjá yfirborðslegu líferni, horfir í áttina að því sem máli skiptir, leitar þess sem veitir fyllingu og glæðir lífið tilgangi og merkingu. Því með fótþvottinum og hvatningu sinni, gaf Jesús okkur leiðarvísi fyrir allt lífið. Það er leiðarvísir sem bendir í áttina að þjónustu sem veitt er af tærleika hjartans. Á því ferðalagi er drifkrafturinn kærleikur, farvegurinn auðmýkt og leiðarvísirinn Jesús Kristur. Kannast þú við þig á því ferðalagi?


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Grafarvogsbladid 4.tbl 2011 by Skrautás Ehf. - Issuu