Grafarvogsbladid 4.tbl 2011

Page 4

4

Matgoggurinn

GV

Fljótableikja og lambafillet - að hætti Kára og Kristínar Fyrsti réttur í matarboði Kára Kort og Kristínar Alfreðsdóttur er léttreykt fljótableikja. Matur fyrir 4 fullorðna. Í upphafi matarboðs. Lyngreykt fljótableikja 1 skt. snittubrauð. 2 blöð af grænu káli. Graflaxsósa. Aðferð Skerið niður ca. 12 sneiðar af snittubrauðinu Setja smá af graflaxsósu á brauðið. Setja kálið yfir sósuna Má skreyta með t.d eggjum eða tómötum. Forréttur Léttsteikt bleikja Takið tvö beinhreinsuð flök af bleikju og skerið í 2 bita. 4 matsk. smjör. 1/2 des. ólífuolía. 10 litlir sveppir. 1 græn paprika. 1 laukur. 1 dl. rjómi. Smá hveiti. Aðferð Eitt egg brotið í skál með hálfri teskeið af sítrónupipar, 1/4 tsk af salti og einni teskeið af dionsinnepi. Allt pískað saman og flökin sett í löginn í ca. einn tíma. Á meðan flökin eru að taka sig er laukur, sveppir og paprika léttsteikt á pönnu. Flökunum er velt upp úr hveiti, salti og pipar.

Síðan eru þau steikt í 1 - 1og hálfa mín. á hvorri hlið. Lauk, sveppum og papriku er bætt á pönnuna. Rjóma hellt yfir Lok sett yfir og slökkt undir pönnunni. Aðalréttur Lambafillet úr norðlensku fé 4 stk. lambafillet. 1 dl góð olía. 1 lítill blómkálshaus. 1 laukur. 1 paprika. Sjávarsalt. Pipar. Aðferð Skerið niður í fiturönd með beittum hníf. Olíu, sjávarsalti og pipar er blandað saman og smurt á kjötið. Skerið niður lauk, blómkál og papriku og setið í stutta stund á pönnu með olíu. Steikið síðan kjötið í 2 - 3 mín. á hvorri hlið. Setjið allt saman í eldfast mót og inn í 180 gráðu heitan ofn í ca 15 mín. Fínt er að nota kjötmæli. Gott að bera fram með bernaise sósu. Eftirréttur Súkkulaði suffle 140 gr. smjör. 140 gr. saxað dökkt súkkulaði. 85 gr. hveiti. 2 egg. 3 eggjarauður. 140 gr. flórsykur. Aðferð

www.grafarvogurinn.is

Þér er boðið í afmæli FFélag élag sjálfstæðismanna 25 ára Í til e f n i 25 á r a a f m æ lis Félags ssjjálfstæðismanna í Grafar vogi er þér boðið í afmæliskaffi laugardaginn 16. aprí l. Kaffið stendur frá 14 . 0 0 ti l 1 6 . 0 0 í s a l f é l a g s i n s að Hverafold 5.

Allir velkomnir Nánari upplý singar á w ww.grafarvogurinn.is

Matgoggarnir Kári Kort og Kristín ásamt syni sínum Alfreð og heimilishundinum. 6 lítil suffleform eru smurð með

GV-mynd PS

bræddu smjöri.

Elísabet og Arnór eru næstu matgoggar Kári Kort Jónsson og Kristín Alfreðsdóttir, Hesthömrum 8, skora á Elísabetu Gísladóttur og Arnór Valdimarsson, Vættarborgum 75, að koma með uppskriftir í næsta blað. Við birtum girnilegar uppskriftir þeirra í næsta Grafarvogsblaði sem kemur út í maí.

Bræðið súkkulaði og smjör saman yfir vatnsbaði við vægan hita. Þeytið eggjarauður og egg saman og bætið flórsykri út í. þeytið vel. Bætið hveitinu út í og hrærið rólega saman. Súkkulaðiblöndunni bætt út í með sleif og sett í formin 6. Sett í ofninn og bökuð við 180 gráður í 8 mínútur. Gott er að hafa þeyttan rjóma og vanilluís með kökunum. Verði ykkur að góðu, Kári og Kristín

Sumarstarf hjá Gufunesbæ Í sumar verður fjölbreytt starf í boði fyrir börn og unglinga í Grafarvogi á vegum frístundamiðstövarinnar Gufunesbæjar. Sumarstarfið verður kynnt á sumarvef ÍTR sem opnar 20. apríl n.k.: www.itr.is/sumar Sumarfrístund Í sumar verður frístundastarf fyrir 69 ára börn (fædd 2001-2004) á þremur stöðum í hverfinu; Vík í Víkurskóla, Regnbogalandi í Foldaskóla og Tígrisbæ við Rimaskóla. Opið verður allan daginn frá 6. júní - 15. júlí og frá 8. – 19. ágúst. Í boði verða fjölbreytt viðfangsefni þar sem áhersla verður lögð á útivist og skapandi starf. Að hluta til verður þátttakendum skipt upp eftir aldri. Skráning hefst 2. maí á Rafrænni Reykjavík. Skráð er fyrir viku í senn. Sumarsmiðjur Eins og undanfarin sumur mun Gufunesbær bjóða upp á frístundastarf fyrir börn sem ljúka 5. – 7. bekk í vor, fædd 1998-2000. Um er að ræða mikið úrval af smiðjum og skemmtilegum viðburðum sem standa yfir í hálfan eða heilan dag og hægt er að skrá sig í hverja smiðju eða viðburð fyrir sig. Mikill fjölbreytileiki er í dagskránni og því ættu allir á þessum aldri að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Tímabil starfsins er frá 9. júní til 8. júlí, eða fjórar vikur. Skráning hefst 2. maí á Rafrænni Reykjavík. Sumaropnanir í félagsmiðstöðvum Í sumar verða félagsmiðstöðvar Guf-

unesbæjar með fjórar kvöldopnanir og fjórar dagopnanir í viku í Grafarvoginum. Sumaropnanir hefjast 6. júní og standa yfir til 30. júní. Staðsetning opnana hefur ekki verið ákveðin ennþá en mun miða við tvær kvöldopnanir og tvær dagopnanir í hverri viku í norðurhluta Grafarvogs annars vegar og hins vegar tvær kvöldopnanir og tvær dagopnanir í suðurhlutanum. Allar nánari upplýsingar verða settar á heimasíður félagsmiðstöðvanna þegar nær dregur. Sumarstarf fyrir börn og unglinga með fötlun

Frístundaklúbburinn Höllin er fyrir 10–16 ára börn og unglinga með fötlun (fædd 1995-2000) sem sækja almenna skóla. Frístundaklúbburinn Höllin verður með skemmtilegt og fjölbreytt starf í sumar. Þátttakendur koma til með að skipuleggja dagskrá í samvinnu við starfsmenn og verður mikið lagt upp úr ferðum um borgina sem og rólegum og notalegum stundum. Komið er til móts við hvern og einn með einstaklingsmiðaða þjónustu. Skráning í Höllina verður frá 18. apríl – 1. maí á Rafrænni Reykjavík.

Fjölbreytt sumarstarf er í boði í sumar hjá Gufunesbæ.

ÓDÝRARI LYF Í

SPÖNGINNI

–einfalt og ódýrt Opið: Mán-fös: 9.00 -19.00 • Lau: 11.00 -16.00


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.