__MAIN_TEXT__
feature-image

Page 4

4

Matgoggurinn

GV

Fljótableikja og lambafillet - að hætti Kára og Kristínar Fyrsti réttur í matarboði Kára Kort og Kristínar Alfreðsdóttur er léttreykt fljótableikja. Matur fyrir 4 fullorðna. Í upphafi matarboðs. Lyngreykt fljótableikja 1 skt. snittubrauð. 2 blöð af grænu káli. Graflaxsósa. Aðferð Skerið niður ca. 12 sneiðar af snittubrauðinu Setja smá af graflaxsósu á brauðið. Setja kálið yfir sósuna Má skreyta með t.d eggjum eða tómötum. Forréttur Léttsteikt bleikja Takið tvö beinhreinsuð flök af bleikju og skerið í 2 bita. 4 matsk. smjör. 1/2 des. ólífuolía. 10 litlir sveppir. 1 græn paprika. 1 laukur. 1 dl. rjómi. Smá hveiti. Aðferð Eitt egg brotið í skál með hálfri teskeið af sítrónupipar, 1/4 tsk af salti og einni teskeið af dionsinnepi. Allt pískað saman og flökin sett í löginn í ca. einn tíma. Á meðan flökin eru að taka sig er laukur, sveppir og paprika léttsteikt á pönnu. Flökunum er velt upp úr hveiti, salti og pipar.

Síðan eru þau steikt í 1 - 1og hálfa mín. á hvorri hlið. Lauk, sveppum og papriku er bætt á pönnuna. Rjóma hellt yfir Lok sett yfir og slökkt undir pönnunni. Aðalréttur Lambafillet úr norðlensku fé 4 stk. lambafillet. 1 dl góð olía. 1 lítill blómkálshaus. 1 laukur. 1 paprika. Sjávarsalt. Pipar. Aðferð Skerið niður í fiturönd með beittum hníf. Olíu, sjávarsalti og pipar er blandað saman og smurt á kjötið. Skerið niður lauk, blómkál og papriku og setið í stutta stund á pönnu með olíu. Steikið síðan kjötið í 2 - 3 mín. á hvorri hlið. Setjið allt saman í eldfast mót og inn í 180 gráðu heitan ofn í ca 15 mín. Fínt er að nota kjötmæli. Gott að bera fram með bernaise sósu. Eftirréttur Súkkulaði suffle 140 gr. smjör. 140 gr. saxað dökkt súkkulaði. 85 gr. hveiti. 2 egg. 3 eggjarauður. 140 gr. flórsykur. Aðferð

www.grafarvogurinn.is

Þér er boðið í afmæli FFélag élag sjálfstæðismanna 25 ára Í til e f n i 25 á r a a f m æ lis Félags ssjjálfstæðismanna í Grafar vogi er þér boðið í afmæliskaffi laugardaginn 16. aprí l. Kaffið stendur frá 14 . 0 0 ti l 1 6 . 0 0 í s a l f é l a g s i n s að Hverafold 5.

Allir velkomnir Nánari upplý singar á w ww.grafarvogurinn.is

Matgoggarnir Kári Kort og Kristín ásamt syni sínum Alfreð og heimilishundinum. 6 lítil suffleform eru smurð með

GV-mynd PS

bræddu smjöri.

Elísabet og Arnór eru næstu matgoggar Kári Kort Jónsson og Kristín Alfreðsdóttir, Hesthömrum 8, skora á Elísabetu Gísladóttur og Arnór Valdimarsson, Vættarborgum 75, að koma með uppskriftir í næsta blað. Við birtum girnilegar uppskriftir þeirra í næsta Grafarvogsblaði sem kemur út í maí.

Bræðið súkkulaði og smjör saman yfir vatnsbaði við vægan hita. Þeytið eggjarauður og egg saman og bætið flórsykri út í. þeytið vel. Bætið hveitinu út í og hrærið rólega saman. Súkkulaðiblöndunni bætt út í með sleif og sett í formin 6. Sett í ofninn og bökuð við 180 gráður í 8 mínútur. Gott er að hafa þeyttan rjóma og vanilluís með kökunum. Verði ykkur að góðu, Kári og Kristín

Sumarstarf hjá Gufunesbæ Í sumar verður fjölbreytt starf í boði fyrir börn og unglinga í Grafarvogi á vegum frístundamiðstövarinnar Gufunesbæjar. Sumarstarfið verður kynnt á sumarvef ÍTR sem opnar 20. apríl n.k.: www.itr.is/sumar Sumarfrístund Í sumar verður frístundastarf fyrir 69 ára börn (fædd 2001-2004) á þremur stöðum í hverfinu; Vík í Víkurskóla, Regnbogalandi í Foldaskóla og Tígrisbæ við Rimaskóla. Opið verður allan daginn frá 6. júní - 15. júlí og frá 8. – 19. ágúst. Í boði verða fjölbreytt viðfangsefni þar sem áhersla verður lögð á útivist og skapandi starf. Að hluta til verður þátttakendum skipt upp eftir aldri. Skráning hefst 2. maí á Rafrænni Reykjavík. Skráð er fyrir viku í senn. Sumarsmiðjur Eins og undanfarin sumur mun Gufunesbær bjóða upp á frístundastarf fyrir börn sem ljúka 5. – 7. bekk í vor, fædd 1998-2000. Um er að ræða mikið úrval af smiðjum og skemmtilegum viðburðum sem standa yfir í hálfan eða heilan dag og hægt er að skrá sig í hverja smiðju eða viðburð fyrir sig. Mikill fjölbreytileiki er í dagskránni og því ættu allir á þessum aldri að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Tímabil starfsins er frá 9. júní til 8. júlí, eða fjórar vikur. Skráning hefst 2. maí á Rafrænni Reykjavík. Sumaropnanir í félagsmiðstöðvum Í sumar verða félagsmiðstöðvar Guf-

unesbæjar með fjórar kvöldopnanir og fjórar dagopnanir í viku í Grafarvoginum. Sumaropnanir hefjast 6. júní og standa yfir til 30. júní. Staðsetning opnana hefur ekki verið ákveðin ennþá en mun miða við tvær kvöldopnanir og tvær dagopnanir í hverri viku í norðurhluta Grafarvogs annars vegar og hins vegar tvær kvöldopnanir og tvær dagopnanir í suðurhlutanum. Allar nánari upplýsingar verða settar á heimasíður félagsmiðstöðvanna þegar nær dregur. Sumarstarf fyrir börn og unglinga með fötlun

Frístundaklúbburinn Höllin er fyrir 10–16 ára börn og unglinga með fötlun (fædd 1995-2000) sem sækja almenna skóla. Frístundaklúbburinn Höllin verður með skemmtilegt og fjölbreytt starf í sumar. Þátttakendur koma til með að skipuleggja dagskrá í samvinnu við starfsmenn og verður mikið lagt upp úr ferðum um borgina sem og rólegum og notalegum stundum. Komið er til móts við hvern og einn með einstaklingsmiðaða þjónustu. Skráning í Höllina verður frá 18. apríl – 1. maí á Rafrænni Reykjavík.

Fjölbreytt sumarstarf er í boði í sumar hjá Gufunesbæ.

ÓDÝRARI LYF Í

SPÖNGINNI

–einfalt og ódýrt Opið: Mán-fös: 9.00 -19.00 • Lau: 11.00 -16.00

Profile for Skrautás Ehf.

Grafarvogsbladid 4.tbl 2011  

Grafarvogsbladid 4.tbl 2011

Grafarvogsbladid 4.tbl 2011  

Grafarvogsbladid 4.tbl 2011

Profile for skrautas
Advertisement

Recommendations could not be loaded

Recommendations could not be loaded

Recommendations could not be loaded

Recommendations could not be loaded