__MAIN_TEXT__
feature-image

Page 12

12

GV

Fréttir

Árangur Rimaskólakrakka í skák í vetur á sér engin fordæmi í íslenskri skáksögu Í byrjun aprílmánaðar lauk síðustu Íslandsmótum barna-og grunnskólasveita í skák og Reykjavíkurskákmótum grunnskóla í opnum flokki og stúlknaflokki. Öll þessi mót voru gífurlega fjölmenn enda mikill uppgangur í skákiðkun í landinu, ekki síst í kjölfar efnahagshrunsins. Skáksveitir Rimaskóla gerðu sér lítið fyrir og unnu með nokkrum yfirburðum öll þessi mót og hefur það aldrei gerst hér á landi hvorki fyrr né síðar. Fyrstar til afreka voru það Rimaskólastúlkurnar ungu sem unnu Íslandsmót grunnskólasveita í stúlknaflokki og áttu sigurvegara í báðum aldursflokkum stúlkna í einstaklingskeppninni. Frá þessum afrekum var greint í GV blaðinu fyrr á árinu. Í lok mars og í byrjun apríl mánaðar voru haldin með hálfsmánaðar millibili Íslandsmót grunnskólasveita og Íslandsmót barnaskólasveita en sigrar á þessum mótum

gefa vinningskólunum rétt á þátttöku á Norðurlandamótum barna-og grunnskólasveita næsta haust. Skáksveitir Rimaskóla skipuð jafnt nemendum yngstu og elstu bekkja, jafnt stúlkum sem strákum unnu þessi mót nokkuð afgerandi og þar með alla Íslandsmeistaratitilana þrjá. Nemendur skólans kórónuðu síðan árangurinn með tvöföldum sigri á Reykjavíkurmóti grunnskóla bæði í opnum flokki og stúlknaflokki. Glæsilegir verðlaunagripir hrúguðust inn í skólahúsið og var komið fyrir í bikaraskápunum sem þegar eru hlaðnir öðrum bikurum frá síðustu níu árum í skákinni og frábærum árangri nemenda í frjálsum íþróttum, boltaleikjum og ræðumeistarakeppnum í gegnum árin. Það vekur aðdáun og undrun þeirra sem fylgjast með skákkrökkum framtíðarinnar hversu þéttar skáksveitir Rimaskóla eru og þar virðist engan veik-

an hlekk að finna. Í hópnum eru krakkar sem þegar er farið að tala um sem framtíðarskákmeistara Íslands og má þar nefna þá félaga Oliver Aron Jóhannesson og Dag Ragnarsson sem fóru mikinn gegn erlendum skákmeisturum á alþjóðlega skákmótinu Reykjavik Open í Ráðhúsi Reykjavíkur í mars sl. og hina níu ára gömlu skákprinsessu Nansý Davíðsdóttur sem talin er með efnilegustu skákstúlkum á alþjóðlega vísu. Enginn andstæðingur hennar á fyrrgrindum Íslands- og Reykjavíkurmótum hafði roð við Nansý við taflborðið og vann hún allar sínar skákir örugglega. Íslandsmeistaranna bíða mörg spennandi verkefni síðar á árinu og ber þar helst að nefna tvöfalda þátttöku skólans á Norðurlandamótum barna-og grunnskólasveita. Íslandsmeistarar grunnskólasveita 2011 eru þau Dagur Ragnarsson, Oliver

Aron Jóhannesson, Jón Trausti Harðarson, Hrund Hauksdóttir og Kristinn Andri Kristinsson sem urðu Norðurlandameistarar barnaskólasveita í Osló haustið 2010. Íslandsmeistarar barnaskólasveita 2011 eru Oliver Aron Jóhannesson (í báðum Íslandsmeistarasveitunum) Kristófer Jóel Jóhannesson, Nansý Davíðsdóttir, Jóhann Arnar Finnsson og Svandís Rós Ríkharðsdóttir. Skólinn hefur undir forystu skólastjórans Helga Árnasonar fengið alla fremstu skákþjálfara landsins til að vinna með krökkunum og eru í þeim hópi Helgi Ólafsson stórmeistari og skólastjóri Skákskóla Íslands, Skákaka-

demíumeistararnir Björn Þorfinnsson landsliðsmaður í skák og Stefán Bergsson framkvæmdarstjóri Skákakademíunnar og síðast en ekki síst fyrrum afreksnemendur og útskrifaða Rimaskólanemendur, þau Ingvar Ásbjörnsson, Hjörvar Steinn Grétarsson landsliðsmann í skák, og Sigríði Björgu Helgadóttur í landsliðshópi kvenna en þau síðasttöldu voru liðstjórar krakkanna á fyrrgreindum Íslandsmótum. Grafarvogsblaðið óskar Rimaskóla og þessum miklu afreksnemendum skólans í skáklistinni til hamingju með þennan glæsilega árangur.

A{iijn[^g[VgV[ZgÂVkV\c^cc[ng^ghjbVg^ ;Zaa^]Åh^"=_‹a]Åh^"EVaa]Åh^"=hW†aVg"I_VaYkV\cVg

Í eldlínunni á fjölmennu Íslandsmóti barnaskólasveita í Rimaskóla 2011. Svandís Rós Ríkharðsdóttir, Sigríður Björg Helgadóttir liðsstjóri og Nansý Davíðsdóttir voru í sigurliði Rimaskóla.

™ 6a]a^ÂVW†aVgV[bV\chk^Â\ZgÂ^g ™ K^Â\ZgÂ^g{hiŽgijgjb!  VaiZgcVidgjbd\[aZ^gj# H‚g]¨[jbd``jg†Vaag^Ä_‹cjhij d\k^Â\ZgÂjb{[ZgÂVkŽ\cjbd\ i_VaYkŽ\cjbV[Žaajb\ZgÂjb# N[^g'*{gVgZnchaV#

TÆKNIVÉLAR ehf. Ijc\j]{ah^*"H†b^*,,&*%% lll#iVZ`c^kZaVg#^h

Eðalbón Ný bónstöð í Árbæ Jeppar: 8000 kr. Fólksbílar: 6000 kr. Við sækjum bílinn og skilum þér að kostnaðarlausu

Pantaðu tíma í síma 848-5792

SMURT BRAUÐ

einfaldlega betri kostur

Brauð með hangikjöti.

490,-

ILVA Korputorgi, Blikastaðavegi 2-8, 112 Reykjavík, sími 522 4500 www.ILVA.is mánudaga - föstudaga 11-18:30 laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18

Profile for Skrautás Ehf.

Grafarvogsbladid 4.tbl 2011  

Grafarvogsbladid 4.tbl 2011

Grafarvogsbladid 4.tbl 2011  

Grafarvogsbladid 4.tbl 2011

Profile for skrautas
Advertisement

Recommendations could not be loaded

Recommendations could not be loaded

Recommendations could not be loaded

Recommendations could not be loaded