Grafarvogsbladid 1.tbl 2009

Page 14

15

GV

Fréttir

Grænfánahátíð í Foldaskóla

Mikil gleði ríkti í Foldaskóla þann 1. desember s.l. en þá fékk skólinn Grænfánann í annað sinn til tveggja ára. Grænfáninn er alþjóðlegt umhverfismerki sem táknar virkt umhverfisstarf í skóla. Markmið umhverfisstarfsins í Foldaskóla s.l. tvö ár tengdust m.a. flokkun pappírs, betri nýtni almennt, glímunni við tyggjóklessur og þekkingu nemenda á umhverfismerkjum. Einnig hefur verið í gangi verkefni um söfnun notaðra rafhlaðna. Nemendur á yngsta- og miðstigi gerðu bekkjarsáttmála um náttúruna, umhverfið og samskipti. Á dagskrá hátíðarinnar var m.a. söngur nemenda í 3. bekk og 1. des atriði frá 10. bekk. Í tengslum við hátíðina fór fram ljóðasamkeppni og voru ljóðin sem komust í úrslit lesin upp á hátíðinni. Fjórir fulltrúar í umhverfisráði skólans sögðu frá starfi ráðsins og mikilvægi þess að hugsa vel um jörðina. Hafdís Ragnarsdóttir verkefnastjóri umhverfisstarfsins og fulltrúar nemenda í umhverfisráðinu tóku við Grænfánanum af Orra Páli Jóhannssyni fulltrúa Landverndar. Tónlistarfólk úr Skólahljómsveit Grafarvogs sá um tónlistina þegar fáninn var dreginn að húni.

Fulltrúi Landverndar, Orri Páll Jóhannsson afhendir nemendum í umhverfisráði Foldaskóla Grænfánann.

Á neðri myndinni dregur Edward Árni Pálsson, nemandi í 6. HR Foldaskóla, Grænfánann að húni.

Foldaskáli tekur til starfa á ný - miklar breytingar hjá nýjum eiganda ,,Byrjunin hér í Foldaskála hefur gengið vonum framar og viðskiptavinir hér hafa lýst yfir mikilli ánægju með breytingarnar,’’ segir Gunnar Þór Gunnarsson, eigandi Foldaskálans í verslanamiðstöðinni Foldatorgi við Hverafold. Um mánuður er liðinn frá því að Gunnar Þór keypti og opnaði Foldaskála á nýjan leik en söluskálinn hafði verið lokaður um sinn. ,,Aðkoman hér eftir fyrri eiganda var ekki skemmtileg og hér þurfti að moka út skít og þrífa allt hátt og lágt. Í dag er þetta allt annar staður en var og í framtíðinni munu margar nýjungar líta hér dagsins ljós. Við erum mjög ánægð með byrjunina og fólk sem komið hefur til okkar hefur lýst yfir mikilli ánægju með staðinn,’’ sagði Gunnar Þór. Af nýjungum sem verða í boði í Foldaskála má nefna að í febrúar verður kominn í sölu nýr gamaldags

ís frá Emmess. ,,Þetta verður frábær ís og mun ekki gefa gamaldagsísnum í vesturbænum neitt eftir og kosta aðeins 99 krónur. Þá verðum við með mjög sanngjarnt verð á grillmat og höfum nú þegar fengið mjög góð viðbrögð við honum. Við höfum verið að selja samloku og kók á 499 krónur og þetta hefur mælst mjög vel fyrir hjá skólafólkinu hér í nágrenninu. Þá verða allir dagar nammidagar hjá okkur og 50% afsláttur af namminu alla daga vikunnar en ekki bara á laugardögum,’’ sagði Gunnar Þór. Í Foldaskála verður mjög öflugt getrauna- og lottósvæði. Mikið hefur verið lagt í góða aðstöðu fyrir tippara og Fjölnismenn munu örugglega fjölmenna í Foldaskálann enda verður mikið kapp lagt á að kynna númer Fjölnis (112) eins og frekast er hægt. Gunnar Þór sagði að hann legði mikla áherslu á að hafa staðinn

Messa í Borgó á sunnudögum

Frá messu í Borgarholtsskóla.

Frá því í september síðastliðnum hefur Grafarvogssöfnuður verið með guðsþjónustur hvern sunnudag í Borgarholtsskóla. Sunnudagaskóli hefur verið þar mun lengur starfandi eða í um sex ár og jafn lengi hefur Grafarvogsbúum gefist kostur á að sækja aftansöng á jólum í Borgarholtsskóla. Síðasta ár var tekin sú ákvörðun að bjóða upp á guðsþjónustu hvern sunnudag í Borgarholtsskóla og er sú þjónusta fyrst og

fremst hugsuð fyrir fólk sem er búsett í efri hverfum Grafarvogs þó að sjálfsögðu séu allir velkomnir. Grafarvogur er stærsta sókn á Íslandi og vegalengdirnar orðnar miklar miðað við að vera söfnuður í Reykjavík. Því var ákveðið, þrátt fyrir að Grafarvogskirkja rúmi marga, að bjóða upp á guðsþjónustur í öðrum hluta Grafarvogs. Ástæða þess að Borgarholtsskóli varð fyrir valinu er nálægð hans við þjónustu-

Hafþór Sigtryggsson, rekstrarstjóri og Gunnar Þór Gunnarsson, nýr eigandi að Foldaskála.

GV-mynd PS

þrifalegan og huggulegan á allan hátt. ,,Ég er búinn að skipta út öllu starfsfólki og það er eldra en verið hefur. Þetta hefur farið afar vel af stað og betur en okkar áætlanir

gerðu ráð fyrir. Og enn eigum við eftir að bæta mörgu við,’’ sagði Gunnar Þór en hann á og rekur einnig söluturninn Hraunberg í Breiðholti. Þess má geta að 13 öryggis- og eft-

irlitsmyndavélar eru í og við Foldaskála og mikið lagt upp úr öryggi og öllu eftirliti að sögn Gunnars Þórs Gunnarssonar.

miðstöðina og kirkjuselið sem áætlað er að rísi við Spöng á allra næstu árum. Í kirkjuselinu verður Grafarvogssöfnuður með góða aðstöðu og kapellu þar sem hægt verður að halda guðsþjónustur og aðrar kirkjulegar athafnir. Guðlaugur Viktorsson organisti kirkjunnar í Borgarholtsskóla stofnaði á haustdögum nýjan kór sem hefur að mestu leyti stutt við safnaðarsönginn í guðsþjónustunum. Kórinn

hefur fengið nafnið Vox populi en hann samanstendur af ungu fólki sem fyrir nokkrum árum var í unglingakór hjá Guðlaugi. Guðsþjónusturnar í Borgarholtsskóla hafa verið vel sóttar af sóknarbörnum í haust en yfirleitt hafa verið samankomin þar um eða yfir hundrað manns, börn og fullorðnir. Þar hefur verið boðið upp á hefðbundnar guðsþjónustur, gospelmessu og fjölskylduguðsþjónustur.

Hver guðsþjónusta hefst á því að allir er saman bæði börn og fullorðnir en síðan gefst börnunum kostur á því að fara í sunnudagaskólann. Prestar kirkjunnar skiptast á að þjóna í Borgarholtsskóla og nývígður djákni kirkjunnar, Gunnar Einar Steingrímsson hefur umsjón með sunnudagaskólanum. Guðrún Karlsdóttir prestur í Grafarvogskirkju


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Grafarvogsbladid 1.tbl 2009 by Skrautás Ehf. - Issuu