Page 1

9. tbl. 18. árg. 2007 - september

ÍSLENSKA AUGLÝSINGASTOFAN/SIA.IS LBI 27159 01/2005

Grafarvogsblaðið

Eitt númer

410 4000

Dreift ókeypis í öll hús í Grafarvogi

Bifreiðaverkstæði Grafarvogs

Allar almennar bílaviðgerðir Gylfaflöt 24 - 30 • 112 Reykjavík Sími 577 4477

Þjónustuaðili

Gjöf fyrir veiðiFjölmennum á lokaleiki Fjölnis menn Fjölnismenn hafa náð undraverðum árangri í knattspyrnunni í sumar. Liðið er komið í úrslitaleik bikarkeppninnar gegn FH og það sem er kannski enn mikilvægra, Fjölnir er við það að tryggja sér keppnisrétt í Landsbankadeildinni. Framundan eru afar þýðingarmiklir leikir og rétt að skora á alla Grafarvogsbúa að mæta á lokaleiki Fjölnismanna og hvetja okkar lið til sigurs. Sjá nánar á bls. 2

Nýir tímar fyrir tjónaþola:

Komdu beint til okkar! – og við tjónaskoðum í hvelli þér að kostnaðarlausu! Það s máli kiptir eng hvern u ig bíl þú ert á!

BÍLAMÁLUN OG RÉTTINGAR Bæjarflöt 10 · 112 Reykjavík · Sími 567 8686

Við erum alltaf í leiðinni Landsbankinn leggur áherslu á faglega fjármálaþjónustu fyrir fyrirtæki og einstaklinga í Grafarvogi. Við tökum vel á móti þér í útibúum okkar að Vínlandsleið 1 og Höfðabakka 9.

- Gjöfin fyrir veiði menn sem eiga allt - Glæsileg viðarbox úr léttum mangóviði - Gröfum nafn veiði mannsins á boxið - Laxa- og silunga flugur - Flugur í sérflokki - íslensk hönnun Upplýsingar á Krafla.is og í síma 698-2844


2

GV

Fréttir

Grafarvogsblaðið Útgefandi: Skrautás ehf. Netfang: skrautas@simnet.is Ritstjóri og ábm.: Stefán Kristjánsson. Netfang Grafarvogsblaðsins: gv@centrum.is Ritstjórn og auglýsingar: Bíldshöfða 14 - Sími 587-9500 / 698-2844. Útlit og hönnun: Skrautás ehf. Auglýsingar: Sólveig Jóna Ögmundsdóttir, Stefán Kristjánsson. Prentun: Landsprent ehf.. Ljósmyndari: Pjetur Sigurðsson. Dreifing: Íslandspóstur. Grafarvogsblaðinu er dreift ókeypis í öll hús og fyrirtæki í Grafarvogi. Einnig í Bryggjuhverfi og öll fyrirtæki í póstnúmeri 110.

Fjölnir á fleygiferð Við Grafarvogsbúar getum verið mjög stoltir yfir frammistöðu 1. deildarliðs Fjölnis í knattspyrnu í sumar. Þegar þetta er skrifað er stutt í leik Fjölnis og Grindavíkur. Hvernig sem sá leikur hefur farið eru þrír stórleikir eftir hjá Fjölni í sumar sem vert er að vekja athygli Grafarvogsbúa á. Fjölnisliðið á eftir að spila tvo leiki í 1. deildinni. Heimaleik gegn Þór frá Akureyri næsta laugardag kl. 13.30 og síðan leikur Fjölnir síðasta leik sinn í deildinni í Eyjum gegn ÍBV föstudaginn 28. september. Flestir reikna með að Þróttur og Grindavík fari upp og vissulega á Fjölnir mikla möguleika á því að verða þriðja liðið úr 1. deild sem nær að vinna sér sæti í Landsbankadeildinni. Fjölnir sýndi á dögunum úr hverju liðið er gert er það tók topplið Þróttar í gegn og sigraði 3-1. Barátta Fjölnis um sæti í Landsbankadeildinni kemur væntanlega til með að standa við lið ÍBV sem hefur verið að sækja í sig veðrið. Því gæti svo farið að lokaleikur Fjölnis í Eyjum réði úrslitum. Það yrði mikið afrek hjá hinu unga Fjölnisliði að komast í Landsbankadeildina. Þar með myndu þeir feta í fótspor körfuknattleiksmanna Fjölnis sem einir hafa hingað til náð að vinna sér keppnisrétt í efstu deild. Yrði það mikil lyftistöng fyrir íþróttalífið í Grafarvogi ef Fjölnisliðinu tækist að vinna sér sæti í Landsbankadeildinni næsta sumar. Lið Fjölnis hefur verið mikið í fréttum í sumar. Góður árangur liðsins í 1. deildinni hefur vakið mikla athygli og þá ekki síst hve liðið leikur skemmtilegan sóknarfótbolta. Nokkuð sem önnur lið eru ekki að gera í dag. Þá var glæsileg frammistaða liðsins í bikarkeppninni umræðuefni dögum saman í fjölmiðlum. Lánsmennirnir þrír frá FH verða því miður í áhorfendastæðum í úrslitaleik bikarkepppninnar gegn FH á Laugardalsvelli, 6. október. Sú ákvörðun FH-inga að láta ákvæði í samningum þessara leikmanna standa, þar sem stendur að þeir megi ekki leika með Fjölni gegn FH, og kippa þeim út úr bikarúrslitaleiknum er skiljanleg. Styrkur Fjölnis er með þeim hætti í dag að sjálfir Íslandsmeistararnir eru skjálfandi á beinunum. Stefán Kristjánsson

gv@centrum.is

Það er oftast fjör á frístundaheimilum eins og þessi mynd ber með sér.

Frístundaheimili Gufunesbæjar á fulla ferð

Starfsemi frístundaheimila Gufunesbæjar hófst um leið og skólastarfið nú í haust. Dagskrá er að komast í fastar skorður og alls staðar er fjölbreytt frístundastarf í boði. Má þar nefna frjálsan leik bæði inni og úti og klúbba- og hópastarf af ýmsu tagi. Áhugasvið og hugmyndaauðgi barnanna ræður mestu um

áfram að nýta aðstöðu á Korpúlfsstöðum fyrir Listasmiðju sína. Starfsemi Listasmiðjunnar er lífleg og fjölbreytt og fer vel í samstarfi við aðra menningar- og listastarfsemi sem rekin er á Korpúlfsstöðum á vegum Sjónlistamiðstöðvarinnar. Jafnframt er hvatt til þess að félagið fái góða aðstöðu fyrir starfsemi sína í fyrirhugaðri menningarmiðstöð í Spönginni og að nýting félagsins á rýminu á Korpúlfstöðum verði endurskoðað þegar hönnun í Spönginni liggur fyrir. Samþykkt með þremur atkvæðum. Fulltrúar Samfylkingar, Vinstri grænna sátu hjá með svohljóðandi bókun: Fulltrúar Vinstri grænna, Samfylkingar og Frjálslyndra telja að aðstaða og rými á Korpúlfsstöðum bjóði ekki upp á þá samnýtingu sem

ur en undanfarin ár. Ennþá vantar þó starfsfólk svo að öll börn sem sótt hefur verið um fyrir komist að og fái að taka þátt í því skemmtilega starfi sem fram fer í frístundaheimilunum. Að sjálfsögðu vonumst við til að úr því rætist hið fyrsta.

Stöndum vörð um lögbundinn útivistartíma barna og unglinga Á haustin þegar skólarnir hefjast aftur hefur stundum borið á

Ekki mikil umhyggja fyrir starfi eldri borgara Fulltrúar Samfylkingar og Vgrænna í Menningar og ferðamálaráði Reykjavíkurborgar vilja úthýsa eldri borgurum að Korpúlfstöðum. Á fundi menningar og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar 27. ágúst 2007 s.l var erindi frá Korpúlfum sent til umsagnar frá bogarráði: Erindið fjallar um hvort það mikla og góða starf Korpúlfanna fái að vera áfram að Korpúlfstöðum, þar til starfsemin flytur í nýja menningarmiðstöð sem mun rísa í Spönginni. Eftir miklar umræður og skoðanaskipti lagði formaður ráðsins Kjartan Magnússon fram eftirfarandi: Menningar- og ferðamálaráð styður þá ósk sem kemur fram í bréfi formanns Korpúlfa að félagi eldri borgara í Grafarvogi bjóðist

það hvað gert er hverju sinni en á barnafundum er kannað hvar áhuginn liggur og ákvarðanir um hópa og klúbba tekin út frá því. Starfsfólk fær líka tækifæri til að vinna á sínu áhugasviði og eykur það mjög starfsánægjuna. Í haust gekk Gufunesbæ mun betur að manna frístundaheimilin held-

fulltrúar meirihluta gerir ráð fyrir. Þá er engin trygging fyrir því að ný aðstaða í Spönginni muni rýma fjölbreytta menningarstarfsemi eins og þá sem fram fer á vegum Korpúlfa. Við getum því ekki stutt þessa afgreiðslu enda sýnt að hún muni þrengja að starfsemi Sjónlistamiðastöðvar. Leggjum við hins vegar til að Korpúlfum verði tryggð viðunandi aðstaða í nýrri þjónustu- og menningarmiðstöð í Spöng. Umhyggjan fyrir þróttmiklu starfi eldri borgara er ekki mikil. Að Korpúlfstöðum hefur verið blómlegt tómstundastarf eldriborgara undanfarin ár, það er greinilegur vilji fulltrúa Samfylkingar og Vgrænna til að leggja það af. Jóhannes Bárðarson, fulltrúi Framsóknarflokksins í Menningar og ferðamálaráði.

hópamyndunum unglinga í hverfinu síðla kvölds og þá sérstaklega um helgar. Hópamyndanir unglinga þurfa í sjálfu sér ekki að vera slæmar enda verður að hafa í huga að unglingar eru miklar hópsálir og það að safnast saman er hluti af þeirri þörf að eiga góðar stundir með jafnöldrum sínum. Það þarf þó að gera greinarmun á óæskilegum hópamyndunum sem eiga sér stað eftir að löglegum útivistartíma lýkur og hópamyndunum af öðrum toga. Þann 1. september sl. breyttist útivistartíminn eftir sumarið og frá og með þeim tíma mega unglingar á aldrinum 13-16 ára ekki vera á almannafæri eftir kl. 22 nema í fylgd með fullorðnum eða ef þeir eru á leið heim frá viðurkenndri skóla- , íþrótta- eða æskulýðsskemmtun. Það er mikilvægt að foreldrar séu samstíga um að fara eftir þess-

um reglum og komi þannig í veg fyrir þessar óæskilegu hópamyndanir síðla kvölds. Það hefur sýnt sig í gegnum tíðina að þó að mikill meirihluti unglinga sé til fyrirmyndir að þá er misjafn sauður í mörgu fé. Það er í flestum tilfellum eftir að lögbundnum útivistartíma lýkur sem óæskilegir hlutir eiga sér stað í unglingahópum s.s. drykkja, vímuefnaneysla, ofbeldi og skemmdarverk. Með því að standa vörð um lögbundinn útivistartíma og skipuleggja hverfiseða foreldrarölt minnka líkurnar á að slíkir neikvæðir hlutir eigi sér stað í unglingahópum. Samstaða í þessum málum sem og öðrum sem snerta uppeldi barna og unglinga verður seint ofmetin. F.h. forvarnarhópsins Gróska í Grafarvogi Hulda Valdís Valdimarsdóttir, deildarstjóri unglingastarfs í Gufunesbæ.


CÅ_jc\VgcVg]VaYV{[gVb VÂhigZnbV^cc 7gjhX]ZiiV bZÂeVeg^`j I^aW^ÂWZ^ci{g^hiVÂhc^iij" WgVjÂ^ÂhZbWZgVb{[gVb hZb[dgg‚iiZÂVhZbhb{g‚ii {†iVah`VkZ^hajWdgÂ^Â#:^cc^\ Zgi^akVa^ÂVÂcdiVh‹hjcV{ eVhiVZÂVhZbe^ooVh‹hj#

<g^aajÂeVeg^`V †‹a†[jda†j ;g{W¨g{e^oojg!†hVaŽi! eVhiVg‚ii^ZÂV{g^hiV hc^iijWgVjÂ#

-iZ\jcY^gV[`gnYYbnaajb ÄVÂ\Zg^hikVgi[Zgh`VgVZccÅbVaVÂ

<g^aaVÂjgaVj`jg

H‹a`nhhi^gi‹bViVg

†WVahVb^`ZY^`^

†‹a†[jda†j

;g{W¨g`VaYjghZbhcV`` {kZ^hajWdgÂ^ÂZÂVhZb bZÂa¨i^bZÂbVi#Hkdb{ a†`Vh`ZaaV]dcjb{eŽccj d\hiZ^`_Va‚ii#

I‹bViVgc^gZgj]{a[Äjgg`VÂ^g d\ZgjÄk†bÅ`g^d\hV[Vg†`Vg^ Zc]Z[ÂWjcYc^gh‹aÄjgg`VÂ^g i‹bViVg#ÃZ^gZgj[g{W¨g^g{ e^oojg!†hVaŽid\eVhiVg‚ii^#


4

Matgoggurinn

GV

Humar, svín og bakaður eplaréttur - að hætti Lindu og Gunnars Hjónin Linda Hængsdóttir og Gunnar Már Sigurfinnsson, Fannafold 175, eru matgoggar okkar að þessu sinni. Uppskriftir þeirra fara hér á eftir:

brauð og hvítlaukssósu.

Grillaður humar í forrétt Klippið ofan af skelinni með skærum og losið um humarinn án þess þó að hann detti úr skelinni. Hreinsið humarinn undir rennandi köldu vatni. Penslið humarinn með bræddu smjöri, pressuðum hvítlauk og grillið á álbakka í 4 - 5 mínútur. Þetta er borið fram með ristuðu

Marínering: 1 tsk. kúmín. 1 hnífsoddur cayennepipar. 2 msk. paprikukrydd. Svartur pipar. Salt. 5 msk. ólífuolía.

Grillað svínakjöt, cous cous og salat í aðalrétt 600 gr. svínalundir.

Marínerið kjötið í leginum í

Linda Hængsdóttir og Gunnar Már Sigurfinnsson ásamt börnum sínum, Andra Steini og Silju. GV-mynd PS finningu og set út á salatið. eða mynta. nokkra klukkutíma og grillið svo. Slatti af rúsínum. Bakaður epplaréttur í eftirrétt Cous Cous: Smyrjið eldfast mót. Leggið makkSósa: 250 gr. cous cous. arónukökur í botninn og penslið þær 1 msk. tómatpúrra. 3 tómatar. með sherry. Skerið 5 epli í bita og 3 msk. ólífuolía. ½ laukur. sjóðið í potti. Sykrið eftir smekk. Safi úr ½ sítrónu. ½ zucchini. Eplin á ekki að sjóða í mauk. Setjið Hnífsoddur kúmín. Ferskar kryddjurtir, t.d steinselja eplin ofan á makkarónukökurnar. 1 tsk. paprikukrydd. Útbúið vanillubúðing með því að Útbúið cous cous samkæmt leiðhita 2 egg, 2 eggjarauður, 3-4 msk. beiningum á pakka, skerið grænmet-

Ólöf og Aðalbjörn eru næstu matgoggar Linda Hængsdóttir og Gunnar Már Sigurfinnsson, skora á Grafarvogsbúana Ólöfu Sigurðardóttur og Aðalbjörn Kristjánsson í Fannafold 8 að koma með girnilegar uppskriftir í næsta blað. Við birtum frá þeim uppskriftir í næsta Grafarvogsblaði sem kemur út í október.

ið í litla bita og hellið sósunni yfir. Salat: Klettasalat. 1 Mangó. Ristaðar furuhnetur. Sósa: Ólífuolía. Hvítvínsedik. Sætt sinnep. Salt og pipar. Þessu blanda ég saman eftir til-

sykur, 1 tsk. vanillusykur, 2 ½ dl. rjóma og 1 msk. maísenamjöl. Hrærið í pottinum þangað til að búðingurinn er orðinn þykkur og hellið honum yfir eplin. (það er líka hægt að nota pakkabúðing frá Dr. Oetker til að flýta fyrir sér). Stráið möndlubitum yfir og bakið í ofni við 200 gráður þangað til rétturinn er orðinn ljósbrúnn. Berið fram með ís eða þeyttum rjóma.

Stuðningsstarfsmaður óskast í Ævintýraland Gufunesbær óskar eftir starfsmanni í frístundaheimilið Ævintýraland við Korpuskóla alla virka daga frá kl. 13:15 - 17:15. Starfið felst í aðstoð við fjölfatlaðan dreng í frístundastarfi. Upplýsingar gefur Ingunn Björk Jónsdóttir í síma 695-5195


Einstök kjör DMK þjónusta SPRON miðar að því að mæta þörfum ungs fólks og gera fjármálin einfaldari, hagkvæmari og þægilegri.*

• DMK DEBETKORT – ekkert árgjald • DMK YFIRDRÁTTARHEIMILD – LÍN-sérkjör fyrstu tvö árin • DMK TILTEKTARLÁN – á einstökum kjörum • DMK LÉTTLÁN – léttari greiðslubyrði • DMK RÁÐGJÖF – sérsniðin að þörfum hvers og eins • DMK 50% AFSLÁTTUR – af kreditkortum • DMK 90% ÍBÚÐALÁN – sérkjör á brunatryggingu fyrstu íbúðar • DMK REGLULEGUR SPARNAÐUR – ýmis sérkjör

Skoðaðu framtíðina með DMK og sæktu um á spron.is

* skv. útlánareglum SPRON

Nánari upplýsingar fást í næsta útibúi SPRON, í þjónustuveri í síma 550 1400 eða á spron.is

Gríptu tækif ærið fyrir 15. októ ber

Boðsmiðar fyri

r 2 í Borgarleik húsið 10.000 kr. gja fa Argentínu eftir bréf á veitingahúsið 3 mánaða virk viðskipti • Frítt e 2 ko rt fyrsta árið


6

GV

Fréttir

Frístundakort - Nýtt styrkjakerfi í frístundastarfi á vegum ÍTR:

Góð hugmynd orðin að veruleika Innleiðing Frístundakortsins er hafin og er unnin í nánu samráði við félög og samtök í borginni sem hagsmuna hafa að gæta varðandi frístundastarfsemi. Markhópur Frístundakortsins er aldurshópurinn 6 - 18 ára en í þessum aldurshópi eru í dag tæp 20 þúsund börn og unglingar í Reykjavík.

Frá blaðamannafundi í Höfða þar sem Frístundakortið var fyrst kynnt opinberlega. Eiður Smári Guðjohnsen knattspyrnumaður, Björn Ingi Hrafnsson formaður ÍTR, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri og Ilmur Kristjánsdóttir leikkona.

@:

D<6

yAAJG ? 7 A I>

¡;>C<6G;NG>G @G6@@6D< JC<A>C<6 H`kVhh[‚aV\GZn`_Vk†`jg ZgbZ¨[^c\Vg[ng^g`gV``V d\jc\a^c\V#<‹ÂaZ^ i^aVÂa¨gVh`kVhhjcY^g ]VcYaZ^ÂhajÄ_{a[VgV# H`kVhh[‚aV\GZn`_Vk†`jgZg Z^cc^\bZÂ[VhiV¨[^c\Vi†bVÄVg hZb[‚aV\hbZcc]^iiVhid\he^aVh`kVhh# ¡;>C<6IÏB6G/ B{cjY#¶b^Âk^`jY#¶[ŽhijY#`a#&+/%%¶&,/%%

Sérsniðið að þörfum fjölskyldunnar Formaður ÍTR er Björn Ingi Hrafnsson. Hann segir þetta stóra stund. ,,Hér er góð hugmynd að verða að veruleika og það er mikið gleðiefni. Með Frístundakortinu undirstrika borgaryfirvöld í Reykjavík þá áherslu sem lögð er á þróttmikið æskulýðs-, tómstundaog íþróttastarf í borginni okkar. Fyrir borgaryfirvöld í Reykjavík er sérstakt metnaðarmál að vel takist til með innleiðingu Frístundakortsins og að sem flestir fái notið þess.’’ Björn Ingi segir Frístundakortið vera sérsniðið að þörfum fjölskyldunnar. ,,Það hefur forvarnagildi og er ætlað að gefa öllum börnum og unglingum í borginni kost á að taka þátt í viðurkenndu æskulýðsstarfi óháð félagslegum aðstæðum eða efnahag. Frístundakortið hefur afar fjölbreytt markmið. Í fyrsta lagi jafnar það aðstöðu barna og tryggir vonandi sem flestum börnum aðgang að kennslu og æfingum í listum, íþróttum og öðru uppbyggilegu starfi. Ekki síður er Frístundakortið mikilvægt þegar horft er til heilsu borgarbúa. Auknar kyrrsetur yngstu aldurshópanna eru mikið áhyggjuefni. Frístundakortið er hluti af þeirri baráttu að fá fleiri börn til að sinna uppbyggilegu starfi, en rannsóknir sýna að brottfall úr því getur aukið til muna líkur á því að börn leiðist út í óæskilegan félagsskap og jafnvel neyslu fíkniefna,’’ segir Björn Ingi Hrafnsson. Markmið með Frístundakortinu - Meginmarkmið Frístundakortsins er að öll börn og unglingar á aldrinum 6-18 ára (miðað við fæðingarár) með lögheimili í Reykjavík geti tekið þátt í uppbyggilegu frístundastarfi óháð efnahag eða félagslegum aðstæðum. - Með Frístundakortinu má greiða að hluta eða að öllu leyti fyrir íþrótta-, lista- og tómstundastarfsemi á vegum félaga og samtaka sem starfa í Reykjavík og nágrannasveitarfélögunum. - Frístundakortið stuðlar að jöfnuði í samfélaginu og fjölbreytileika í tómstundastarfi. - Með Frístundakortinu má greiða fyrir skipulagt starf sem

stundað er undir leiðsögn viðurkenndra þjálfara eða leiðbeinanda. Starfssemi félags þarf að byggja á forsendum uppeldislegra gilda og forvarna í víðum skilningi. - Styrkhæf starfsemi Frístundakortsins miðast við iðkun í 10 vikur samfellt að lágmarki. - Hverju ári verður skipt í þrjú tímabil, haustönn, vorönn og sumarönn. Heimilt verður að nýta styrkina til greiðslu allt að þriggja greina á hverju tímabili. - Eftirstöðvar, ef einhverjar eru, flytjast sjálfkrafa milli tímabila en ekki verður heimilt að flytja eftirstöðvar milli ára. - Ekki verður um beingreiðslur til foreldra að ræða heldur fá foreldrar rétt til að ráðstafa tilgreindri upphæð í nafni barns síns til greiðslu á hluta þátttöku- og æfingagjalda. Eiður og Ilmur í Höfða Það er almennt viðurkennt að Frístundakortið er eitt stærsta og metnaðarfyllsta forvarnaverkefni sem ráðist hefur verið í á Íslandi. Þegar verkefnið var kynnt opinberlega í byrjun sumars var það gert í samstarfi við Eið Smára Guðjohnsen knattspyrnumann og leikkonuna frábæru Ilm Kristjánsdóttur. Á blaðamannafundi sem haldinn var í Höfða með borgarstjóra Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni og formanni ÍTR Birni Inga Hrafnssyni lýstu Eiður og Ilmur yfir mikilli ánægju með verkefnið. Þau rifjuðu upp sögur úr sinni æsku en bæði nutu góðs af tómstunda- og íþróttastarfi í Reykjavík. Ráðstöfunarstyrkur Upphæð ráðstöfunarstyrks til barna á aldrinum 6-18 ára með lögheimili í Reykjavík er - 1. september 2007 kr. 12.000 - 1. janúar 2008 kr. 25.000 - 1. janúar 2009 kr. 40.000 Forsenda þess að hægt sé að ráðstafa styrknum er að búið sé að skrá barn í tómstund hjá félagi sem er aðili að Frístundakortinu og að félagið sé búið að skrá barnið í Frístundakortskerfið á Rafrænu Reykjavík. Meginskilyrði fyrir því að félag geti fengið aðild að Frístundakortinu er að starfsemi þess sé á forsendum uppeldislegra gilda og forvarna í víðum skilningi. Starfsemin fari fram undir leiðsögn hæfra leiðbeinanda við aðstæður sem hæfa starfi með börnum og unglingum. Á heimasíðu ÍTR má finna lista yfir þau félög sem eru samstarfsaðilar Frístundakortsins.


FIMMTUDAGSTILBOÐ

KS LAMBASÚPUKJÖT 1 FLOKKUR kr kg

398

1 flokkur Hálfur frampartur niðursagaður, enginn biti tekinn úr ! AFGREIÐSLUTÍMI MÁNUD.-FIMMTUD. 12.00 - 18.30 HEIMASÍÐA BÓNUS ER: bonus.is aðalsími bónus: 588 8699


9

8

GV

Fréttir

GV

Skipulagsmálin í Grafarvogi

Nú undanfarið hefur verið umræða um að íbúar fái alltof seint að vita um fyrirætlanir borgarinnar í skipulagsmálum. Þegar allur andmælafrestur er runninn út og framkvæmdir að hefjast þá vakna íbúarnir upp við vondan draum. Þessu voru íbúar orðnir vanir í tíð fyrri meirihluta í borginni en nú virðist vera áhugi hjá borginni til að breyta þessu og ber að fagna því. Við skulum nú samt fara varlega í fagnaðarlætin því oft er erfitt að breyta venjum á stórum bæ og ákvörðunum sem þegar hafa verið teknar. Ef borgin hefur raunverulega áhuga, þyrfti hún að ræða við íbúana um raunveruleg vandamál og benda á atriði sem skipta máli. Tökum örfá dæmi.

Ungt og leikur sér.

Grafarvogsdagurinn

Sungið af mikilli innlifun á Grafarvogsdaginn.

Grafarvogsdagurinn var haldinn hátíðlegur í hverfinu þann 8. september sl. Hátíðahöldin fóru að mestu fram við Hamraskóla að þessu sinni. Veður var frekar leiðinlegt og dró

GV-myndir PS

greinilega úr aðsókn sem oftast hefur verið meiri. Ljósmyndari GV var á ferðinni og smellti af nokkrum myndum sem hér birtast.

Þessir krakkar komu fram innan dyra og stóðu sig vel.

Unga kynslóðin skemmti sér vel á Grafarvogsdeginum.

Rimaskóli vann Barnasmiðjubikarinn 3. árið í röð Á Grafarvogsdaginn 8. september var grunnskólahlaupið háð í þriðja sinn. Sjö skólar sendu lið tuttugu nemenda sem samanstóð af tíu strákum og tíu stelpum úr hverjum árgangi. Lið Rimaskóla hafði sigrað hlaupið fyrstu tvö árin og krakkarnir úr Rimahverfi voru alls ekki á þeim buxunum að gefa neitt eftir þetta árið. Hún Tinna Sól í 1-C hljóp fyrsta sprettinn fyrir hönd Rimaskóla og náði starx öruggri forystu . Síðan tók hver spretthlauparinn af öðrum við keflinu og í lokin kom lið skólans langfyrst í mark. Eyrún Ragnarsdóttir íþróttakennari hélt utan um þennan samstæða hóp líkt og áður. Hún var afar stolt af nemendum sínum fyrir frammistöðuna. Myndin var tekin af sigurliði Rimaskóla þegar það mætti með bikarinn í skólann. Skólinn á fyrir fjölmarga hlaupabikara úr fyrri Grafarvogshlaupum og frjálsíþróttamótum grunnskóla. Einn nemandi Rimaskóla, María Eva Eyjólfsdóttir í 5-C, hefur verið í vinningsliði Rimaskóla öll þrjú árin.

Fréttir

Flugvöllur á Hólmsheiði Nú um nokkurt skeið hafa borgaryfirvöld sýnt áhuga á að skoða staðsetningu nýs flugvallar á Hólmsheiði. Hvar er eiginlega þessi Hólmsheiði? Hvaða flugbrautir er um að ræða? Til þess að hægt verði að lenda og taka á loft í flestum vindáttum, er þörf á austur-vestur og norður-suður flugbraut eða því sem næst. Næsta spurning er þá hvar munu flugvélarnar fljúga? Verður aðalaðflugstefnan eða leiðin sem flugvélarnar taka á loft yfir Grafarvogi? Svarið við þessum spurningum skipta okkur Grafarvogsbúa miklu máli. Þegar flugvöllurinn er færður inn í landið er óhjákvæmilegt að meira land verði fyrir hávaðamengun frá flugvélum sem eru að lenda eða taka á loft. Sundabraut Hafið þið áttað ykkur á því að farið var að ræða Sundabraut á síðasta árþúsundi? Enn er ekki farið að hilla undir ákvarðnir um legu brautarinnar, hvað þá um framkvæmdir, þó höfðu menn lofað ákvörðunum strax á kosningarári en það var fyrir meira en ári síðan. Vita Grafarvogsbúar um hvað málið snýst? Ljóst er að framkvæmdir í umferðamálum eru brýnar í Grafarvogi, það vita Grafarvogsbúar því biðraðir bíla á morgnana úr hverfinu lengjast stöðugt. En hvað er vitað um fyrirhugaðar vegaframkvæmdir og áhrif þess á lífsgæði í hverfinu? Eitthvað hefur lítið farið fyrir raunverulegri kynningu á málinu og helst vilja skipulagsyfirvöld vera með lögbundinn umsagnarfrest og fundi á miðjum sumarleyfistíma Grafarvogsbúa. Virðast ekki vilja að málin verði rædd almennilega. Ímyndum okkur nú að Sundabraut sé nú komin alla leið frá Kjalarnesi nið-

ur á Gufunes og tengist Sæbraut og Reykjanesbraut í göngum. Ímyndum okkur að nú sé sunnudagseftirmiðdagur um sumar, allir að koma í bæinn úr helgarferðinni, hvar liggur þá biðröðin úr vestri? Hvert fara þeir sem eiga heima í Breiðholti, Árbæ, Grafarholti og Mosfellsbæ? Við vitum að í þessum úthverfum búa nálægt 50.000 manns. Útivistarsvæði á Gufunesi Skipulagsyfirvöld vita að umferð muni aukast um Gullinbrú og skipuleggja tengiveg inn á Strandveginn á móts við Rimaflöt. Hvernig er þá málum þar háttað? Þar er Sundabraut og tenging þaðan við Strandveginn og önnur tenging við Borgaveginn. Strandvegurinn er á sínum stað, svo og aðkeyrslan að Gufunesbæ og ekki má gleyma Hallsvegi sem enn er á skipulagi alla leið upp á Suðurlandsveg. Allt svæðið frá íbúðabyggðinni og út að gömlu sorphaugunum í Gufunesi eru því undirlagt af vegamannvirkjum. Ljóst er að skortur er á grænum svæðum í Grafarvogshverfi og sérstaklega eftir að fyrri meirihluti breytti útivistarsvæðinu á Landssímalóðinni í íbúðablokkabyggð. Hvar eiga Grafarvogsbúar að fá útivistarsvæði? Jú, skipulagsyfirvöld hafa skipulagt útivistarsvæði ofaná gömlu sorphaugunum í Gufunesi. Þar sem eiturefni liggja undir órannsökuð og eiturgufur stíga upp. Á þeim stað ætla skipulagsyfirvöld að útbúa svæði fyrir börnin okkar. Sem sé, að leggja landið undir vegamannvirki og setja börnin á haugana.

brautar búa um 54.000 manns. Mosfellsbær; þar búa um 8.000 manns. Sveitarfélögin sunnan Reykjavíkur; þar búa um 63.000 manns. Sjúkrahúsinu í Fossvogi verður þá lokað og því enn lengra fyrir þorra íbúa Stór-Reykjavíkur að komast á sjúkrahús. Þetta eru skert lífsgæði fyrir okkur Grafarvogsbúa. Háskólar Ímyndið ykkur að Kennaraháskólinn, Háskólinn í Reykjavík (ásamt Tækniskólanum) væru flutt í Vatnsmýrina, þetta er búið að ákveða og er að gerast. Fyrir okkur Grafarvogsbúa myndi þetta þýða 20 km akstur til að komast í eina kennslustund. Væri ekki rétt af borgaryfirvöldum, að upplýsa Grafarvogsbúa eilítið meira um framtíðarskipulag Grafarvogs og borgarinnar og benda á atriði sem skipta máli?? Hér eru nokkrar tillögur; Flugvöllur: Ef borgin vill áfram hafa flugvöll innan borgarmarkanna, þá er lík-

Vignir Bjarnason, íbúi í Grafarvogi, skrifar:

Sjúkrahús Eins og flestir vita þá er hugmyndin að byggja nýtt húsnæði fyrir Landspítala-háskólasjúkrahús, sérsniðið fyrir starfsemina. Núverandi tillögur ganga út á að sameina spítalann allan á einn stað og þessi staður verði í Vatnsmýrinni. Þýðir þetta væntanlega að bráðamóttaka sjúklinga og slysadeild flyst þangað. Skoðum aðeins mannfjöldatölur og reiknið nú; Seltjarnarnes; þar búa um 4.500 manns. Reykjavík; vestan Kringlumýrarbrautar búa um 35.000 manns. Reykjavík; milli Kringlumýrarbraut og Reykjanesbraut búa um 27.000 manns. Reykjavík; austan Kringlumýrar-

lega besta lausnin að hann verði áfram í Vatnsmýrinni. Þar eru flugvélarnar að trufla minna því lendingar og flugtök eru mikið yfir sjó. Útivistarsvæði við Gufunesbæ: Væri ekki betra að Strandvegurinn yrði færður vestur fyrir Gufunesbæ og byggja upp útivistarsvæði milli Gufunesbæjar og Bæjarflatar. Landspítali-háskólasjúkrahús: Sjúkrahúsinu væri mikið betur fyrir komið við árósa Elliðaár en í Vatnsmýrinni. Tiltölulega stutt yrði frá flugvellinum í Vatnsmýri þar sem forgangsakrein yrði eftir Miklubrautinni. Sundabraut: Væri ekki betra að byrja á Eyjaleiðinni fyrst á undan Sundagöngum? Sérstaklega ef árósar Elliðaár yrðu byggðir upp fyrir sjúkrahús og aðrar opinberar stofnanir. Nú þegar eru miklar umferðastíflur í Ártúnsbrekku og líklegt að Eyjaleiðin yrði fyrr tilbúin en Sundagöng. Háskólar: Byggja upp háskóla í austurhluta borgarinnar, t.d. á Keldum. Vignir Bjarnason Íbúi í Grafarvogi.

Æfa skákina á laugardögum Unnu Barnasmiðjubikarinn á Grafarvogsdaginn: Hlaupasveit Rimaskóla ásamt Eyrúnu Ragnarsdóttur íþróttakennara skólans.

Skákdeild Fjölnis verður með skákæfingar fyrir börn og unglinga í Rimaskóla á laugardögum kl. 11:00 12:30. Gengið er inn um íþróttahúsið. Æfingarnar hafa verið velsóttar á undanförnum árum. Boðið er upp á skákkennslu og þátttakendum skipt upp í hópa eftir getu. Á öllum æfingum er efnt til skákmóta og verðlaun í boði. Skákdeild Fjölnis efnir líka til stærri viðburða á laugardögum þegar haldin eru stór skákmót innan hverfisins og fyrirtæki í Grafarvogi gefa verðlaun til keppninnar. Nauðsynlegt er að foreldrar fylgi yngstu krökkunum á æfingar því að þau hafa oft minna úthald og einbeitingu. Fyrsta skákæfing vetrarins verður laugardaginn 22. september. Í skákdeild Fjölnis eru margir af efnilegustu skákkrökkum landsins og hefur árangur þeirra vakið verðskuldaða athygli á undanförnum árum. Allir grunnskólanemendur í Grafarvogi eru velkomnir á skákæfingar Fjölnis.

GRAFARVOGSLAUG I ER LAUGIN Í ÞÍNU HVERF

AFGREIÐSLUTÍMI A FGREIÐSLUTÍMI LAUGAR 30 Virka daga frá kl. 6:30 – 22 22:30 Helgar kl. 8:00 – 20:30

www.itr.is

Skákdeild Fjölnis verður með æfingar á laugardögum í vetur.

ı

sími 411 5000


10

GV

Fréttir

Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra, flytur prédikun sína í árlegri útimessu við Nónholt í Grafarvogi.

gengni við umhverfið. Ekki með því að fyllast áhyggjum, heldur með ábyrgum aðgerðum. Við þurfum vakningu í umhverfismálum um það er engin spurning. Líkt og það er gott að staldra við og njóta fegurðar ljila vallarins og fugla himinsins er gott að byrja heima hjá okkur og hugsa hvað get ég gert? Það er svo yfirþyrmandi stórt verkefni að bjarga öllum heiminum en ef við leggjum öll svolítið á okkur er mikið unnið. Það er uppbyggilegt og spennandi verkefni þegar bæjarfélög eða hverfi taka höndum saman um að fegra og bæta umhverfið. Ég bind miklar vonir að einmitt samstarf skóla, kirkju, fyrirtækja og félagasamtaka stuðli að bættu umhverfi okkar. Ég endurtek þau orð mín að við þurfum vakningu í umhverfismálum. Við búum við þann munað að eiga nóg af hreinu vatni og lofti. Við lítum á það sem sjálfsagðan hlut en við þurfum að gera okkur grein fyrir að við njótum forréttinda. Um leið og ég legg áherslu á að við byrjum í okkar nánasta umhverfi þurfum við að læra að hugsa í stærra samhengi, hugsa hnattrænt. Stjórnvöld mikla ábyrgð að finna jafnvægi á nýtingu og verndun auðlinda okkar. Ég tel einnig að kirkjan eigi að hafa sterka rödd í umræðunni um unhverfismál. Í því ljósi hef ég þegar óskað eftir því við biskup Íslands að kirkjan taki þátt í alþjóðlegum degi umhverfisverndar sem haldin er árlega í upphafi sumars. Von mín er sú að í kirkjum landsins verði ein guðsþjónusta á ári sérstaklega tekin frá til þess að minna okkur á

Útimessa í Nónholti - prédikun ráðherra Hér fer á eftir prédikun sem Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra, flutti í árlegri útimessu á Nónholti í Grafarvogi þann 26. ágúst sl. Matteusarguðspjall 6:25-33 25. Því segi ég yður: Verið ekki áhyggjufullir um líf yðar, hvað þér eigið að eta eða drekka, né heldur um líkama yðar, hverju þér eigið að klæðast. Er lífið ekki meira en fæðan og líkaminn meira en klæðin? 26. Lítið til fugla himinsins. Hvorki sá þeir né uppskera né safna í hlöður og faðir yðar himneskur fæðir þá. Eruð þér ekki miklu fremri þeim? 27. Og hver yðar getur með áhyggjum aukið einni spönn við aldur sinn? 28. Og hví eruð þér áhyggjufullir um klæði? Hyggið að liljum vallarins, hversu þær vaxa. Hvorki vinna þær né spinna. 29. En ég segi yður: Jafnvel Salómon í allri sinni dýrð var ekki svo búinn sem ein þeirra. 30. Fyrst Guð skrýðir svo gras vallarins, sem í dag stendur, en á morgun verður í ofn kastað, skyldi hann þá ekki miklu fremur klæða yður, þér trúlitlir! 31. Segið því ekki áhyggjufullir: Hvað eigum vér að eta? Hvað eigum vér að drekka? Hverju eigum vér að klæðast? 32. Allt þetta stunda heiðingjarnir, og yðar himneski faðir veit, að þér þarfnist alls þessa. 33. En leitið fyrst ríkis hans og réttlætis, þá mun allt þetta veitast yður að auki. ,,Það er viðeigandi að leggja útaf fjallræðu Jesú þegar við komum saman og höldum guðsþjónustu úti í Guðs grænni náttúrunni. Ræðan góða var upprunalega flutt uppi á fjalli og áheyrendurnir voru taldir í þúsundum, og á þeim tvöþúsund árum frá því hún fyrst

var flutt hefur áheyranda skarinn margfaldast. Í dag bætumst við í hópinn. Við veltum fyrir okkur hvort orðin eigi enn erindi. Í þessu samfélagi þar sem allt gerist svo hratt og við höfum áhyggjur af svo óteljandi mörgu stóru og smáu hljótum við að staldra við orð Jesú: Verið ekki áhyggjufull. Sem umhverfisráðherra lít ég á það nánast sem skyldu mína að hafa sífelldar og stórfelldar áhyggjur af umhverfi okkar, náttúrinni, auðæfunum á landi og í sjó. Ég er heldur ekki frekar en trúlega nokkurt hér í dag laus við áhyggjur af fjölskyldu minni og á stundum heilsu og svo læðast með smááhyggjur af einhverju minna merkilegu. Svo koma þessi orð mitt í áhyggjurnar allar: verið ekki áhyggjufull. Það er eins og fátt hafi breyst á þessum tvöþúsund árum, Jesús er að segja fólkinu að hafa ekki áhyggjur af því hvað það eigi að eta eða hverju að klæðast. Auðvitað fer alltof mikill tími í slíkar áhyggjur. En hvað með þessar þungu áhyggjur: Áhyggjur af hlýnun jarðar? Áhyggjur af ofveiði? Áhyggjur af eyðingu skóga? Áhyggjur af fátækt og misrétti? Eigum við að vera kærulaus og horfa á allt hið fagra í náttúrunni, liljur vallarins og fulga himinsins og láta eins og okkur komi annað ekki við? Það er líklega heilmikill munur á því að vera kærulaus og áhyggjulaus. Við breytum engu með áhyggjunum einum saman. Ég held að við höfum svo gott af því að láta hnippa í okkur og benda okkur á fegurðina allt í kringum okkur. Í hraðanum og kapphlaupinu sem við meira eða minna eru öll þátttakendur í gleymist svo oft að njóta fegurðar andartaksins. Við þurfum líka að spyrja okkur hvert leið okkar liggur. Hvernig framtíð erum við að búa börnunum okkar? Við verðum að sýna samstöðu og taka ábyrgð á eigin lífi og um-

Hressir ungir Grafarvogsbúar í útimessunni.

Nokkur fjöldi fólks mætti í útimessuna í Nónholti.

það mikilvæga hlutverk okkar að fara vel með umhverfi okkar. Með því leggur kirkjan mikilvægt lóð á þá vogarskál að uppfræða og bæta umgengni okkar við þau verðmæti sem okkur eru falin. Eftir því sem við erum fleiri og vinnum betur saman, því meiri árangur. Þetta er málefni sem kemur okkur öllum við. Stöldrum við stutta stund. Lítum í kringum okkur. Látum áhyggjurnar allar liggja, stórar og smáar. Njótum fegurðar Grafarvogsins. Horfum lengra og hugsum hvernig heim við viljum búa börnunum okkar. Kennum þeim að njóta fegurðar blóma, fugla, kletta og sjávaröldu. Verum þeim góðar fyrirmyndir í umgengni við umhverfi okkar. Tökum höndum saman og lítum á það sem spennandi verkefni að vernda, nýta og njóta þess sem landið okkar hefur uppá að bjóða.’’


12

GV

Fréttir

barna- og unglinganámskeið Eigendur Heilsustöðvarinnar Foldar, Sólveig Höskuldsdóttir og Sigrún Árnadóttir.

útibú Korpúlfsstöðum www.myndlistaskolinn.is sími 5511990

Heilsusöðin Fold í Hverafold Heilsustöðin Fold hefur hafið starfsemi að Hverafold 1-5, Foldatorgi, 3.hæð, þar sem Heilsugæslustöð Grafarvogs var til húsa áður.

Þar starfa Sólveig Höskuldsdóttir, skráður græðari CSFÍ, sem býður upp á Höfuðbeina-og Spaldhryggjarmeðferð (CranioSacral Theraphy) og

Sigrún Árnadóttir, hómópati LCPH og skráður græðari, sem býður upp á hómópatíu og fæðuóþolsmælingar.

Einn nýju strandblakvallanna þriggja við Gufunes.

Vígsla strandblakvalla

Fjölbreyttir réttir, ferskt hráefni og góð þjónusta

Á haustsmiðjum frístundaheimilanna var nýi strandblakvöllurinn vígður. Um er að ræða þrjá velli í löglegri stærð og fengnir voru álitsgjafar frá reyndu strandblakfólki við gerð

þeirra. Völlurinn þykir mjög góður og höfðu jafnt yngri sem eldri starfsmenn á orði að blakið væri býsna skemmtilegt. Þátttakendur sýndu góða takta og lögðu sig alla fram í leiknum.

Við hvetjum Grafarvogsbúa til þess að koma og spreyta sig í blakinu. Ef mót eru fyrirhuguð þarf að hafa samband við starfsfólk Gufunesbæjar og vera í samráði við það um tilhögun og dagsetningar.

Haustsmiðjur fyrir starfsfólk frístundaheimila www.thaishop.is

Um 100 manns mættu á Haustsmiðjur.

Haustsmiðjur fyrir starfsfólk frístundaheimila Íþrótta og tómstundasviðs Reykjavíkur voru haldnar við Gufunesbæinn 31. ágúst s.l.. Um hundrað manns komu þar saman til þess að setja sig í stellingar fyrir vetrarstarfið. Sannur ÍTR andi sveif yfir í mildu veðri. Í smiðjunum fór fram fræðsla í bland við skemmtun og hópefli, m.a. var rætt um klúbbastarf, farið í jóga, frisbígolf og strandblak. Að loknum smiðjum var boðið upp á heita og ljúffenga haustsúpu sem rann ljúflega ofan í mannskapinn.


FJÖLNIR - ÞÓR Laugardaginn 22. september kl. 13.30 á Fjölnisvelli Nú er komið að síðasta heimaleik sumarsins hjá okkur. Við leitum HIWLUVWXêQLQJL*UDIDUYRJVE~DtîHVVXPOHLNRJYRQXPDêVHPÁHVWLU mæti á völlinn og hjálpi okkur að tryggja Fjölni sæti í Landsbankadeildinni á næsta ári. 0HLVWDUDÁRNNXUNDUODKMi)M|OQL

Fylgjum strákunum í urvalsdeildina

Fjölnir-getraunir Nýr hópleikur byrjar á laugardaginn á milli kl. 10 og 12 í Dalhúsum. Hægt að skoða reglur og annað um leikinn á www.tippleikur.is/fjolnir


14

GV

Fréttir

Freestyle Jump Fit námskeið í Veggsport Kojak Barpas er að byrja með nýja æfingatíma í Veggsport. Það er svokallað Jump Fit sem er æfingakerfi með sippubönd. Aðaláherslan er samhæfing, takur og snerpa. Sippað er eftir taktfastri tónlist og með fjölbreyttu æfingar og sporakerfi svo ákefðin verði meiri. Jump Fit þjálfar alla helstu líkamsvöðva og því talin ein sú öflugasta þolþjálfun sem völ er á. Kojak kemur frá Englandi og er einkaþálfari í Veggsport. Hann hefur búið hér á landi í nokkur ár. Kojak býður alla velkomna í tíma til sín og lofar hörku stuði.

Allar félagsmiðstöðvarnar í Grafarvogi hafa hafið vetrarstarfið.

Félagsmiðstöðvar Gufunesbæjar hefja vetrarstarf

Félagsmiðstöðvar Gufunesbæjar eru starfræktar inni í grunnskólunum nema á Kjalarnesi þar sem starfið fer fram í Fólkvangi. Í félagsmiðstöðvunum er aðaláhersla lögð á starf með unglingum í 8. - 10. bekk. Félagsmiðstöðin Fjörgyn er í Foldaskóla, Flógyn í Fólkvangi á Kjalarnesi, Engyn í Engjaskóla, Græðgyn í Hamraskóla, Nagyn í Húsaskóla, Púgyn í Víkur- og Korpuskóla, Sigyn í Rimaskóla og Sængyn í Borgaskóla. Eins og sjá má á nöfnunum hefur skapast skemmtileg hefð hjá unglingunum fyrir nafngift-

um félagsmiðstöðvanna. Með starfsemi félagsmiðstöðva er m.a. verið að mæta þörfum unglinga fyrir fjölbreytt frítímastarf og samveru með jafnöldrum. Áhersla er lögð á að þjálfa samskiptafærni, auka félagsfærni, styrkja sjálfsmynd og efla samfélagslega virkni og þátttöku. Að eiga góðar stundir með jafnöldrum án sýnilegs markmiðs er mikilvægur hluti af lífinu og nauðsynlegt að skapa unglingum tíma og aðstöðu til afþreyingar undir þessum formerkjum. Það er einnig mikilvægt að í frítímanum fáist unglingar

við fjölbreytt og skapandi verkefni þar sem lögð er áhersla á virkni, frumkvæði og sköpun. Þátttaka í slíkum verkefnum færir unglingum reynslu og þekkingu sem þeir búa að og geta yfirfært á samfélagið. Í félagsmiðstöðvastarfi er lögð áhersla á fyrrnefnd atriði, ekki síst í gegnum reynslunám og óformlega menntun. Nú hafa allar félagsmiðstöðvarnar í Grafarvogi hafið vetrarstarfið og upplýsingar um opnunartíma og dagskrá má finna á vefslóðinni www.gufunes.is undir nafni hverrar félagsmiðstöðvar.

Kojak Barpas lofar hörku stuði í Veggsport.

Fléttunámskeið!

Þriðjudaginn 2. október kl. 18.30. Skráning hafin

Hársnyrtistofan Höfuðlausnir Foldatorginu - Hverafold 1-3 112 Reykjavík Sími: 567-6330 - www.hofudlausnir.is Opið: Mán 08.00-18.00 - þri - fim 09.00-18.00 fös 08:00-18:00

Pöntunarsími: 567-6330


Grafarvogsblaðið 5. tbl. 18. árg.

2007 - maí

Dreift ókeypis í öll hús í Grafarvogi

70% íbúa í Grafarvogi lesa Grafarvogsblaðið Mest lesni fjölmiðillinn í Grafarvogi Besta auglýsingaverðið og mikill árangur

587-9500


Gjöf sem gleður Fislétt og falleg flugubox úr Mangóviði fyrir vandláta veiðimenn Tilvalin jólagjöf fyrir veiðimenn sem eiga allt Vinsæl gjöf fyrirtækja til einstaklinga Gröfum nöfn veiðimanna eða lógó fyrirtækja á boxin Mismunandi úrval af hágæða flugum í boxunum fyrir laxveiði- og silungsveiðimenn

Kíktu á Krafla.is - Gjöfular, fallegar og sterkar flugur - Íslensk hönnun

íslensk fluguveiði Skrautás ehf. Sími: 587-9500

Grafarvogsbladid 9.tbl 2007  
Grafarvogsbladid 9.tbl 2007  

Grafarvogsbladid 9.tbl 2007

Advertisement